Evrópa

Prófa ónæmislyf á mjög veikum COVID-19 sjúklingum
Vísindamenn í Bretlandi vonast til þess að lyf sem þegar er til gefi góða raun meðal sjúklinga sem verða hvað veikastir vegna COVID-19. Rannsóknir sýna að þeir sem hafa orðið hvað verst fyrir barðinu á sjúkdómnum eru með fáar ónæmisfrumur í líkamanum, svonefndar T-frumur. T-frumur vinna gegn sýkingum í líkamanum.
23.05.2020 - 06:43
Myndskeið
Segja að græðgi skýri sein viðbrögð í Ischgl
Stjórnarandstæðingar í Tíról í Austurríki segja hagsmunatengsl skýra hversu seint var brugðist við viðvörunum Íslendinga um útbreitt kórónuveirusmit í skíðabænum Ischgl. Stjórnvöld sæta nú rannsókn þingskipaðar nefndar, hópmálsókn og ákæru ríkissksóknara Austurríkis. Jón Björgvinsson, fréttaritari RÚV, kynnti sér aðstæður í Ischgl á dögunum.
22.05.2020 - 10:14
Leiðtogi Téténíu veikur af COVID-19
Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu, hefur verið fluttur á sjúkrahús í Moskvu, þar sem talið er hann hafi veikst af COVID-19 sjúkdómnum. Rússneskar fréttastofur greina frá þessu í dag. Engar upplýsingar hafa verið gefnar um líðan hans.
22.05.2020 - 09:39
Fjórtán daga sóttkví við komuna til Bretlands
Bresk stjórnvöld ætla í dag að kynna reglur um að allir sem koma til Bretlands frá útlöndum, í farþegaflugi, með ferjum eða lestum, verði sendir í sóttkví. Brandon Lewis, Norður-Írlandsmálaráðherra stjórnarinnar, greindi frá þessu í morgun í viðtali við Sky News fréttasjónvarpsstöðina. Hann sagði að nánari útfærsla yrði kynnt síðar í dag, en staðfesti að sóttkvíin yrði fjórtán dagar.
22.05.2020 - 08:34
Heilbrigðisstarfsfólk handtekið í París
Yfir fimmtíu heilbrigðisstarfsmenn voru sektaðir í París í gær og þrír voru handteknir. Starfsfólkið var meðal rúmlega 400 lækna, hjúkrunarfræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna sem kröfðust meira fjárframlags til sjúkrahúsa í borginni. Lögreglan reyndi að tvístra hópnum og sagði hann ekki virða fjarlægðarmörk. Þeir sem neituðu að færa sig voru sektaðir um 135 evrur á staðnum, jafnvirði rúmlega 20 þúsund króna. 
22.05.2020 - 05:15
Opinberir starfsmenn aftur til vinnu í Danmörku
Opinberir starfsmenn mega mæta til vinnu sinnar á Jótlandi og Fjóni í Danmörku. Þetta var niðurstaða nefndar danska þingsins sem sér um að útfæra opnun landsins og hagkerfisins eftir kórónuveirufaraldurinn. Sjáland, og þar á meðal höfuðborgarsvæðið, verður að bíða betri tíma samkvæmt nefndinni.
21.05.2020 - 01:17
Grikkir opna landið fyrir ferðafólki á ný
Ferðamannatíminn hefst að nýju í Grikklandi 15. júní. Frá fyrsta júlí verður millilandaflug heimilað að nýju til helstu ferðamannastaða landsins. Heimilt verður að opna flugvelli á Ítalíu eftir næstu mánaðamót.
20.05.2020 - 17:58
Kínverjar fjárfesta í flugfélaginu Norwegian
Kínverska ríkið hefur keypt um það bil fjögur hundruð þúsund hluti í norska lággjaldaflugfélaginu Norwegian. Ríkisfyrirtækið BOC Aviation er skráð fyrir kaupunum. Með þeim eignast Kínverjar 12,67 prósenta hlut í flugfélaginu, að því er kemur fram í tilkynningu þess til kauphallarinnar í Ósló í dag.
20.05.2020 - 14:46
Ákæruvaldið krefst 21 árs fangelsis
Ákæruvaldið í Noregi krefst þess að Philip Manshaus verði dæmdur í 21 árs fangelsi og að hann sitji inni að lágmarki í 14 ár fyrir að myrða stjúpsystur sína í ágúst í fyrra og ráðast síðan vopnaður inn í mosku í bænum Bærum þar sem hann særði einn mann áður en hann var yfirbugaður.
20.05.2020 - 09:01
Uppsagnir boðaðar hjá Rolls Royce
Um níu þúsund manns  eða um 17 prósent starfsmanna verður sagt upp hjá breska fyrirtækinu Rolls Royce. Greint var frá þessu í morgun.
20.05.2020 - 08:13
Norwegian uppfyllir skilyrði fyrir ríkisábyrgð
Flugfélagið Norwegian hefur hrint í framkvæmt björgunaráætlun sinni og þannig uppfyllt skilyrði fyrir lánum upp á þrjá milljarða norskra króna, jafnvirði fjörutíu og þriggja milljarða íslenskra króna, með ábyrgð frá norska ríkinu.
20.05.2020 - 08:07
Ungverjar banna breytingar á kynskráningu
Lög sem banna breytingu á skráningu kyns voru samþykkt með miklum meirihluta atkvæða á ungverska þinginu í gær. Samkvæmt lögunum verður ekki hægt að breyta skráðu kyni til samræmis við kynvitund heldur á það kyn sem skráð er á fæðingarvottorð alltaf að vera í gildi. Réttindahópar óttast að fordómar gagnvart hinsegin fólki eigi eftir að aukast eftir samþykkt laganna. Stjórnarandstöðuþingmenn sögðu lögin einfaldlega ill.
20.05.2020 - 04:53
Tom Moore verður aðlaður
Breska ríkisstjórnin tilkynnti í gær að fyrrverandi hermaðurinn Tom Moore verði aðlaður. Hinn 100 ára gamli Moore safnaði 32,8 milljónum sterlingspunda til breska heilbrigðiskerfisins, NHS, með því að ganga um garðinn sinn.
20.05.2020 - 04:32
Hundruð þúsunda misstu vinnuna í Bretlandi
Atvinnuleysi jókst til muna í Bretlandi í apríl frá mánuðinum á undan. Alls fjölgaði á atvinnuleysisskrám um 856 þúsund manns. 2,1 milljón Breta er án atvinnu um þessar mundir, samkvæmt opinberum tölum sem birtar voru í dag. Tölurnar leiða einnig í ljós að um það bil fimmtíu þúsundum fleiri voru atvinnulausir í landinu á fyrstu þremur mánuðum ársins en á sama tíma í fyrra.
19.05.2020 - 14:31
Mishustin kominn aftur til starfa
Mikhail Mishustin, forsætisráðherra Rússlands, hefur snúið aftur til starfa eftir að hafa veikst af COVID-19. Stjórnvöld í Kreml greindu frá þessu í morgun. 
19.05.2020 - 10:14
Um 300.000 greinst með smit í Rússlandi
Ríflega 9.200 greindust smitaðir af kórónuveirunni í Rússlandi síðasta sólarhring samkvæmt upplýsingum heilbrigðisyfirvalda í morgun. Næstum því 300.000 hefðu því greinst smitaðir í landinu síðan faraldurinn braust út.
19.05.2020 - 08:19
Nítján létust í Svíþjóð af völdum COVID-19
Nítján dóu síðastliðinn sólarhring í Svíþjóð af völdum COVID-19. Alls hefur sjúkdómuinn kostað 3.698 lífið frá því að farsóttin skall í mars. Það eru að meðaltali sjötíu á sólarhring, að því er Anders Tenell sóttvarnalæknir greindi frá á stöðufundi í Stokkhólmi í dag. Rúmlega þrjátíu þúsund kórónuveirusmit hafa verið greind.
18.05.2020 - 14:53
Péturskirkjan og Akrópólishæð opnaðar á ný
Akrópólishæð í Aþenu og aðrir fornir staðir í Grikklandi voru opnaðir fyrir almenningi á ný í morgun eftir tveggja mánaða hlé vegna kórónuveirufaraldursins. 
18.05.2020 - 08:48
Vill láta rannsaka misnotkun innan kaþólsku kirkjunnar
Erkibiskup kaþólsku kirkjunnar í Póllandi hefur kallað eftir því að Vatíkanið rannsaki hvort hylmt hafi verið yfir barnaníð af hendi presta innan kirkjunnar. Þetta gerir hann í kjölfar útgáfu heimildamyndar um málefnið.
17.05.2020 - 16:30
Líkja kosningunum við bílslys eftir hraðakstur
Nefnd á vegum Frjálslyndra demókrata sem var skipuð til að rannsaka ósigur flokksins í bresku þingkosningunum í desember fer hörðum orðum um kosningabaráttu flokksins. Kosningunum er líkt við bílslys eftir hraðakstur og fundið að mörgu sem var gert í kosningabaráttunni. Þannig hafi markið verið sett á að vinna stórsigur en aldrei mótuð raunveruleg stefna um hvernig það ætti að takast. Niðurstaðan var að flokkurinn missti helming þingsæta sinna, þar á meðal sæti Jo Swinson, formanns flokksins.
16.05.2020 - 14:51
Búist við mótmælum í Þýskalandi
Þjóðverjar opna landamæri sín að hluta í dag. Búist er við fjölmennum mótmælum víða í landinu gegn aðgerðum til að stemma stigu við veirunni en útgöngubann er enn í gildi í mörgum ríkjum Þýskalands.
16.05.2020 - 12:52
Lágtekjuhópar greinast fremur með COVID-19
Lágtekjuhópar eiga í meiri hættu á að greinast með kórónuveiruna en aðrir. Rannsókn á vegum Oxford-háskóla gefur til kynna að fólk sem býr í fátækustu hlutum Bretlands séu allt að fjórum sinnum líklegri til þess að greinast með veiruna en þau sem búa í ríkustu hverfum landsins.
16.05.2020 - 03:24
Myndskeið
Tugir hvítvoðunga bíða foreldra sinna á hóteli
Tugir hvítvoðunga dvelja á hóteli í Úkraínu í umsjá hjúkrunarfræðinga. Staðgöngumæður gengu með börnin og fæddu þau fyrir foreldra sem geta ekki sótt þau, þar sem landamærin eru lokuð.
15.05.2020 - 20:30
Myndskeið
Ferðalög innan Evrópu gætu orðið að veruleika
Íbúar Eystrasaltsríkjanna þriggja geta nú ferðast á milli þeirra án þess að fara í sóttkví. Fleiri ríki hafa boðað tilslakanir og ferðalög innan Evrópu gætu orðið að veruleika í sumar ef ástandið versnar ekki á ný.
15.05.2020 - 19:45
Péturskirkjan opnuð á ný eftir helgi
Péturskirkjan í Páfagarði verður opnuð gestum og gangandi að nýju á mánudag. Hún hefur verið lokuð síðustu tvo mánuði vegna COVID-19 farsóttarinnar á Ítalíu. Her manna hefur unnið við það í dag að sótthreinsa kirkjuna hátt og lágt. Hún er 23 þúsund fermetrar og rúmar sextíu þúsund manns.
15.05.2020 - 16:42