Evrópa

Pattstaða í deilu Serbíu og Kósóvó
Samningamönnum Evrópusambandsins tókst ekki í gær að lægja öldurnar í alvarlegri deilu um notkun serbenskra skráningarnúmera bifreiða í Kósóvó. Málið er sagt í pattstöðu vegna afstöðu Kósóvómanna, sem segja deiluna rista dýpra.
Tafir á framleiðslu raforku í nýju kjarnorkuveri Finna
Ekki þykir líklegt að regluleg raforkuframleiðsla þriðja kjarnaofns Olkiluoto-versins í vesturhluta Finnlands hefjist í fyrr en undir lok janúar. Verkefnið hefur tafist um árabil og í síðasta mánuði uppgötvuðust skemmdir í verinu.
22.11.2022 - 01:36
200 gætu misst vinnuna hjá Iceland Seafood í Grimsby
Kórónuveirufaraldurinn og Brexit eru meðal þátta sem leiða til þess að frystihús í eigu Iceland Seafood í Grimsby virðist í andaslitrunum. Í fréttatilkynningu fyrirtækisins segir að rekstur frystihússins í Grimsby sé ekki lengur hagkvæmur, en Iceland Seafood tók við rekstri þess árið 2018.
21.11.2022 - 23:12
Kólumbíustjórn styður baráttuna um frelsi Assange
Kristinn Hrafnsson, talsmaður WikiLeaks, átti í dag fund með forseta Kólumbíu, Gustavo Petro, í forsetahöllinni í Narino. Þetta kemur fram á Facebooksíðu WikiLeaks. Haft er eftir Kristni að hann sé ánægður með fundinn, þar sem kólumbísk stjórnvöld hafi lýst yfir skýrum stuðningi við baráttuna um frelsi Julian Assange.
Snjóþungt í sunnanverðum Noregi og Svíþjóð
Íbúar í sunnanverðri Svíþjóð vöknuðu margir hverjir upp við mikil læti í nótt, þegar þrumuveður fylgdi mikilli snjókomu. Sænska ríkissjónvarpið hefur eftir veðurfræðingnum Marcus Sjöstedt að slíkur veðurhamur sé mjög sjaldséður, en það geti gerst þegar mikil orka er í loftinu. Hann segir landsmenn mega búast við svipuðu veðri í nótt.
21.11.2022 - 19:36
Erlent · Evrópa · Veður · Svíþjóð · Noregur
Milljónir mannslífa í hættu í Úkraínu í vetur
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, segir lífshættulegar aðstæður vofa yfir Úkraínumönnum í vetur vegna árása Rússa á raforkukerfi landsins. Hans Kluge, yfirmaður Evrópudeildar WHO, segir komandi vetur snúast um að lifa hann af.
Jarðskjálfti af stærðinni sex skók Krít í nótt
Jarðskjálfti af stærðinni sex reið yfir Miðjarðarhafseyjuna Krít laust eftir miðnættið. Skjálftinn fannst víða um svæðið en enn hafa ekki borist tíðindi af tjóni.
21.11.2022 - 04:11
Fimm fórust í stórbruna í Moskvu
Að minnsta kosti fimm létu lífið í dag þegar kviknaði í stórri vörugeymslu við eina af aðallestarstöðvum Moskvu, höfuðborgar Rússlands. Tass fréttastofan greinir frá þessu, segir eins saknað og að sjö hafi bjargast úr brunanum.
21.11.2022 - 00:47
Bretar afhenda Úkraínumönnum öflugan loftvarnabúnað
Forsætisráðherra Bretlands notaði fyrstu heimsókn sína til Úkraínu til að tilkynna um afhendingu búnaðar til loftvarna. Hann heitir því að Bretar standi við bakið á Úkraínumönnum uns sigur vinnst.
Forseti Suður-Afríku fyrsti opinberi gestur Karls III
Karl III konungur Bretlands tekur í næstu viku á móti fyrstu opinberu gestum sínum eftir að hann tók við embætti þegar forsetahjón Suður-Afríku sækja Buckinghamhöll heim.
Þrýstingur eykst á Úkraínumenn um friðarviðræður
Háttsettur embættismaður innan bandaríska varnarmálaráðuneytisins segir það geta orðið Úkraínumönnum þrautin þyngri að endurheimta allt það landsvæði sem Rússar hafa lagt undir sig. Því aukist þrýstingur á friðarviðræður sífellt.
Danir krafðir bóta vegna brunans í Scandinavian Star
Hópur eftirlifenda og ættingja þeirra sem fórust í bruna um borð í ferjunni Scandinavian Star árið 1990 krefja dönsk siglingamálayfirvöld um milljónabætur. Niðurstöður nýrrar rannsóknar segja að úttekt á ferjunni hafi verið ábótavant áður en hún lagði úr höfn með farþega fyrsta sinni það vor.
Karim Benzema heltist úr lestinni
Karim Benzema, framherji franska landsliðsins í fótbolta, er úr leik daginn áður en heimsmeistaramótið hefst í Katar. Hann meiddist á æfingu fyrr í dag en talið er hann þurfi þrjár vikur til að ná bata.
19.11.2022 - 23:15
Gríðarstór loftsteinn lýsti upp kvöldhimininn í Noregi
Fjölmargir íbúar í stórum hluta Noregs sunnanverðum sáu skært ljós fylla kvöldhimininn þegar vígahnöttur fór gegnum lofthjúpinn. Veðurfræðingur segir slík fyrirbæri nokkuð algeng.
19.11.2022 - 22:40
Rússneskar herþotur flugu nærri herskipum á Eystrasalti
Flugmenn tveggja rússneskra orrustuþotna eru sakaðr um að hafa ástundað óeðlilega og hættulega hegðun gagnvart skipum Atlantshafsbandalagsins við venjubundnar aðgerðir á Eystrasalti.
Tíu milljónir Úkraínumanna án rafmagns
Úkraínuforseti segir að tíu milljónir séu án rafmagns eftir umfangsmiklar eldflaugaárásir Rússa á innviði landsins. Vitað er að sjö fórust í árásum í gær og er óttast fleiri hafi látið lífið.
Brittney Griner flutt í rússneska fanganýlendu
Bandaríska körfuboltakonan Brittney Griner hefur verið flutt í einangrunarbúðir, eða fanganýlendu, í borginni Yavas í Rússlandi. Þar er henni ætlað að sitja af sér níu ára fangelsisdóm.
Maður á þrítugsaldri myrtur í Brøndby
Karlmaður var skotinn til bana í Brøndby í dag að sögn dönsku lögreglunnar. Skömmu síðar fannst skutbíll af gerðinni Skoda í ljósum logu. Lögreglan leitar vitna vegna beggja málanna, sem hún telur tengjast.
17.11.2022 - 23:16
Saka Hollendinga um pólitískan skrípaleik
Rússnesk stjórnvöld segja dóminn gegn sakborningum í Hollandi vegna flugs MH17 vera pólitískan. Ferill málsins og niðurstaða bendi til þess að þau hafi byggst á pólitískum þrýstingi, segir í yfirlýsingu utanríkisráðuneytis Rússlands.
17.11.2022 - 20:40
Íbúi grunaður um morð á sambýli
Lögregla í Enköping í Svíþjóð girti af stuðningsíbúðakjarna í borginni eftir að starfsmaður á heimilinu fannst látinn. Einn hefur verið handtekinn vegna málsins. Tilkynning barst um hádegi að staðartíma og var fjölmennt lið lögreglu sent á vettvang.
17.11.2022 - 17:45
Gervigreind á að efla þjónustu í Tampere
Íbúar Tampere í Finnlandi hafa á næstunni meiri áhrif á skipulag í nærumhverfi sínu, þjónustu og velferð íbúa borgarinnar. Borgaryfirvöld tilkynntu í vikunni að þau ætli að innleiða stefnu sem Japanir nota í 27 borgum landsins, og verður Tampere fyrsta evrópska borgin til að innleiða hana.
17.11.2022 - 15:43
Erlent · Asía · Evrópa · Finnland · Japan · Snjallborgir
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Bækur, Bandaríkin og Brasilía
Ljóst er að Repúblikanar verða í meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings næstu tvö árin. Sá meirihluti verður þó naumur og mun minni en vonir Repúblikana stóðu til fyrir kosningar. Þeir töldu að stórsigur væri í vændum en niðurstaðan varð að Demókratar halda völdum i öldungadeildinni og þeim gekk betur í ýmsum öðrum kosningum svo sem til embætta í einstökum ríkjum Bandaríkjanna.
Allt á floti í Grænlandshverfi Oslóborgar
Allt er á floti í Grænlandshverfinu í miðborg Oslóar, höfuðborgar Noregs, eftir að vatnsleiðsla sem liggur undir einni götu hverfisins fór í sundur. Björgunarlið var kallað til vegna lekans í nótt en ekki liggur fyrir hversu mikið vatn hefur flætt inn í hús á svæðinu.
17.11.2022 - 05:57
Erlent · Evrópa · Noregur · Osló · Vatnsleki · Flóð · lögregla · Vatnsveitur
Hafa áhyggjur af litlum lestri færeyskra barna
Færeyingar eru uggandi yfir að börn lesi hvergi nærri nóg og að orðfæri þeirra litist sífellt meira af ensku. Þetta er meðal þess sem nýútkomin skýrsla leiðir í ljós þar sem segir að brýna megi skóla til að setja sér stefnu sem örvar börn til að lesa meira.
17.11.2022 - 03:30
Anton og Viktoria læst inni á flugvellinum í nótt
Rússnesk hjón sem vísað var úr landi snemma í morgun verða að dvelja í læstu herbergi á flugvellinum í Mílanó í nótt. Skrifstofur starfsmanna sem sjá um Dyflinnarreglugerðina var lokuð þegar þau lentu um klukkan 19:35 að staðartíma. Skrifstofan er lokuð til klukkan tíu í fyrramálið að staðartíma.