Evrópa

Spegillinn
Ríkisborgararéttur til sölu
Á pappír virðist kannski ekkert að því að fólk geti fengið ríkisfang gegn fjárfestingu. Í raun hefur þetta verið aðferð fólks með illa fengið fé til að kaupa sér ESB-ríkisborgararétt og þar með aðgang að öllum ESB-löndunum. Eftir afhjúpanir fjölmiðla, nú síðast Al Jazeera sjónvarpsstöðvarinnar, hyggst Evrópusambandið taka málið upp við Kýpur og Möltu og hefur varað Búlgaríu við. Það eru þó mun fleiri lönd þar sem svipað er í boði.
26.10.2020 - 20:09
Jólamarkaðnum í Nürnberg aflýst
Borgaryfirvöld í Nürnberg í Þýskalandi aflýstu í dag hinum víðfræga jólamarkaði, sem þar hefur verið haldinn á aðventunni frá ómunatíð. Í yfirlýsingu sem Marcus König borgarstjóri sendi frá sér segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin eftir langa yfirvegun. Það hafi orðið ofan á að vernda heilsu þeirra sem hygðust sækja markaðinn.
26.10.2020 - 16:42
Hefja ríkisstjórnarmyndun í Litháen
Bandalag mið- og hægriflokka í Litháen hefja í dag viðræður um myndun ríkisstjórnar. Leiðtogar allra þriggja flokkanna eru konur.
26.10.2020 - 13:15
Segir verkfall hafið í Hvíta-Rússlandi
Svetlana Tikhanovskaya, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi, segir að stuðningsmenn hennar hafi lagt niður störf til að knýja á um afsögn Lúkasjenkos forseta. Fjölmenn mótmæli gegn forsetanum voru víða um landið í gær.
26.10.2020 - 13:14
Forsætisráðherra Búlgaríu í einangrun
Boyko Borisov, forsætisráðherra Búlgaríu, er kominn í einangrun eftir að hann veiktist af COVID-19. Hann segir á Facebook að sjúkdómseinkennin séu mild, en hann fái viðeigandi meðferð að ráði lækna. Veirusmitið segir hann að hafi komið í ljós eftir tvær neikvæðar skimanir. Borisov og þrír aðrir ráðherrar í búlgörsku ríkisstjórninni fóru í sóttkví á föstudag eftir að í ljós kom að þeir höfðu umgengist mann sem reyndist vera með COVID-19.
26.10.2020 - 07:40
Tíu þúsund látin af völdum COVID í Þýskalandi
Rúmlega tíu þúsund manns hafa látist af völdum COVID-19 veikinnar í Þýskalandi frá því að faraldurinn hófst. Samkvæmt tölum frá Robert Koch ríkisstofnuninni í morgun höfðu 10.003 látist af völdum sjúkdómsins.
24.10.2020 - 09:46
Forseti Póllands með COVID og staðan erfið í landinu
Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur greinst með kórónuveiruna. Þetta var tilkynnt í morgun, en fjöldi tilfella í landinu hefur aukist mjög undanfarnar vikur og aðgerðir verið hertar.
24.10.2020 - 08:26
Segir þrjár milljónir Spánverja hafa sýkst
Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, segir að ein milljón Spánverja hafi ekki sýkst af kórónuveirunni, heldur þrjár milljónir. Mótefnamælingar hefðu leitt í ljós að mun fleiri smituðust í upphafi farsóttarinnar en áður var talið.
23.10.2020 - 15:05
Herða fóstureyðingalöggjöf enn frekar í Póllandi
Stjórnarskrárdómstóll Póllands hefur úrskurðað að fóstureyðingar á grundvelli fósturgalla samræmist ekki stjórnarskrá landsins. Fóstureyðingar eru því nú nánast með öllu ólöglegar í landinu. Aðeins verður hægt að fara í fóstureyðingu stafi móðurinni heilsufarsleg hætta af meðgöngu eða ef um þungun vegna nauðgunar eða sifjaspells sé að ræða.
23.10.2020 - 00:25
Útgöngubann í Aþenu og víðar í Grikklandi
Útgöngubanni hefur verið lýst yfir í Aþenu og víðar í Grikklandi vegna fjölgunar kórónuveirusmita að undanförnu. Fólk verður skyldað til að vera með hlífðargrímu á almannafæri, utan dyra sem innan.
22.10.2020 - 17:56
Spegillinn
Ungum konum í Danmörku er nóg boðið
Síðsumars og í haust hefur Metoo-bylgja skollið á Danmörku, ekki síst velkist ríkisstjórnarflokkurinn, Jafnaðarmannaflokkurinn í brimróti hennar. Í byrjun vikunnar sagði Frank Jensen, varaformaður Jafnaðarmanna og borgarstjóri Kaupmannahafnar til tíu ára af sér embætti og stutt er síðan Morten Östergaard vék sem leiðtogi Radikale venstre eftir að hafa gengist við að hann hefði áreitt flokkssystur sína.
Írar eiga að halda sig heima næstu vikur
Rekstur fjölmargra fyrirtækja stöðvaðist í dag víðs vegar um Írland vegna ströngustu sóttvarnaraðgerða sem gripið hefur verið til í Evrópu í þessari bylgju kórónuveirufaraldursins. Landsmönnum, fimm milljónum talsins, hefur verið skipað að halda sig sem mest heima næstu sex vikur.
22.10.2020 - 13:13
EFTA og Bretar semja um viðskipti eftir Brexit
Bretar og EFTA ríkin hafa náð bráðabirgðasamkomulagi um viðskipti eftir að Bretar yfirgefa Evrópusambandið endanlega um áramótin, að því er AFP fréttastofan segir.  Samningurinn tekur til viðskipta Bretlands við Ísland, Liechtenstein, Noreg og Sviss. AFP fréttastofan hefur eftir talsmanni alþjóðaviðskiptaráðuneytisins í Lundúnum að samkvæmt bráðabirgðasamningunum verði langstærsti hluti viðskipta Breta og EFTA-ríkjanna tollfrjáls áfram.
22.10.2020 - 12:38
Erlent · Evrópa · Stjórnmál · Brexit · ESB · Evrópusambandið · EFTA
Morgunvaktin
Heimsglugginn: Minntust Samuel Paty í París
Emmanuel Macron Frakklandsforseti hélt í gærkvöldi ræðu við minningarathöfn um Samuel Paty, sem myrtur var í hryðjuverkaárás í síðustu viku. Forsetinn sæmdi Paty sömuleiðis æðstu orðu Frakklands, Légion d'honneur.
Myndskeið
Nemendur biðu lengi með morðingjanum eftir Paty
Sjö hafa verið ákærð í tengslum við morðið á kennaranum Samuel Paty nærri París í síðustu viku, þar á meðal tveir nemendur í skólanum sem hann kenndi við. Þjóðarsorg var í Frakklandi í dag vegna morðsins.
21.10.2020 - 22:34
Yfir milljón kórónuveirusmit á Spáni
Kórónuveirusmitin eru komin yfir eina milljón á Spáni. Síðastliðinn sólarhring voru staðfest smit tæplega sautján þúsund og eru þar með orðin rúmlega ein milljón og fimm þúsund. Hið fyrsta var greint 31. janúar á La Gomera, einni Kanaríeyja.
21.10.2020 - 17:52
Spegillinn
Veikburða eldra fólki var neitað um sjúkrahússvist
Veikburða eldra fólki var kerfisbundið neitað um sjúkrahússvist í Stokkhólmi og nágrenni, á fyrstu mánuðum Covid-faraldursins. Oft var líknandi meðferð fyrirskipuð án þess að læknir hitti sjúklinginn. Hávær gagnrýni er nú uppi á framgöngu yfirvalda gagnvart eldri borgunum og margir spyrja hvort hreinlega hafi verið um lögbrot að ræða.
21.10.2020 - 17:00
Marc Dutroux enn talinn hættulegur
Lögmenn belgíska barnamorðingjans Marcs Dutroux ætla að fresta því að sækja um reynslulausn fyrir skjólstæðing sinn þar sem ný geðrannsókn hefur leitt í ljós að hann er enn hættulegur.
21.10.2020 - 16:37
Tékkar herða aðgerðir gegn veirunni enn frekar
Stjórnvöld í Tékklandi hyggjast herða enn frekar ráðstafanir til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Ástandið er hvergi verra meðal ríkja Evrópusambandsins. Leiðtogafundur hefur verið boðaður til að ræða ástandið í álfunni.
21.10.2020 - 16:10
Peter Madsen fékk hjálp við flóttann
Danska lögreglan segir að Peter Madsen hafi fengið hjálp við flótta úr fangelsi í gær, þar sem hann afplánar lífstíðardóm fyrir að myrða sænsku blaðakonuna Kim Wall. Aðeins liðu nokkrar mínútur frá flóttanum uns Madsen var handsamaður á ný. Þetta stangast á við það sem sagt var á fréttamannafundi lögreglunnar síðdegis í gær. Nú segir lögreglan að flóttinn hafi verið vel skipulagður og lögreglan leiti að einum eða fleiri utan fangelsins sem hafi aðstoðað Madsen.
21.10.2020 - 12:49
Spegillinn
COVID-19 og „þeir þarna fyrir sunnan“
Sjálfsstjórn einstakra landshluta í Bretlandi hefur verið pólitískt deilumál í Bretlandi í áratugi. COVID-19 faraldurinn hefur með óvæntum hætti styrkt bæði sjálfsstjórn og sjálfsímynd svæðanna fjögurra sem hafa tekið á faraldrinum með ólíkum hætti. Kjörnir borgarstjóra í ýmsum stærstu borgum Bretlands hafa svo undanfarið staðið upp í hárinu á bresku stjórnina í togstreytu um veiruaðgerðir sem að hluta snúst um að „þeir þarna fyrir sunnan“ skilji ekki lífsskilyrðin fyrir norðan
21.10.2020 - 11:06
Myndskeið
Með eftirlíkingu af byssu og sprengjubelti
Peter Madsen var óvopnaður, en með eftirlíkingu af skammbyssu og sprengjubelti þegar hann slapp úr Herstedvester fangelsinu í Danmörku í dag. Dómsmálaráðherra Dana vill herða eftirlit með föngum til að atburðurinn endurtaki sig ekki.
20.10.2020 - 16:41
Peter Madsen tók gísl þegar hann flýði úr fangelsi
Daninn Peter Madsen, sem afplánar ævilangan fangelsisdóm fyrir morð á sænsku blaðakonunni Kim Wall tók gísl þegar hann flýði úr fangelsi í dag. Honum tókst að sleppa með því að hafa í hótunum, að því er fréttastofa danska ríkisútvarpsins hefur eftir heimildarmanni.
20.10.2020 - 13:25
Írar haldi sig heima nema brýna nauðsyn beri til annars
Írsk stjórnvöld kynntu í gærkvöld ströngustu sóttvarnaaðgerðir sem gripið hefur verið til í Evrópulandi í þessari bylgju kórónaveirufaraldursins. Fimmta viðbúnaðarstigi hefur verið lýst yfir í landinu vegna aukinnar útbreiðslu veirunnar að undanförnu. Nýju sóttvarnareglurnar taka gildi á miðnætti annað kvöld og eiga að gilda í sex vikur.
20.10.2020 - 05:48
Fárið að fara úr böndunum í Belgíu og reglur hertar
Heilbrigðisráðherra Belgíu segir hættu á að kórónaverufarsóttin fari endanlega úr böndunum ef ekki verður að gert. Mjög var hert á öllum sóttvarnareglum og aðgerðum í Belgíu í gær vegna þessa. Í Brussel og Vallóníu, frönskumælandi hluta Belgíu, geisar farsóttin af meiri þunga en nokkurs staðar annars staðar í Evrópu, segir Frank Vandenbroucke, heilbrigðisráðherra, og því sé þetta hættulegasta svæðið í Evrópu.
20.10.2020 - 02:31