Evrópa

Karlmaður skotinn til bana í Örebro
Karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn til bana í sænsku borginni Örebro síðla kvölds í gær. Lögregla var kölluð til þegar vegfarendur komu að manninum liggjandi í blóði sínu. Var fólk ekki visst um hvort hann væri lífs eða liðinn en þótti einsýnt að engan tíma mætti missa og gripu viðstaddir því til þess ráðs að aka honum í eigin bíl á háskólasjúkrahús borgarinnar.
25.07.2020 - 07:29
Þúsundir Ungverja mótmæltu aðför að fjölmiðlafrelsi
Þúsundir Ungverja komu saman í Búdapest í gærkvöld til að mótmæla aðför stjórnvalda að tjáningar- og fjölmiðlafrelsi í landinu. Mótmælendur gengu fylktu liði að skrifstofum Viktors Orbáns, forsætisráðherra, í höfuðborginni. Mikil reiði var í þeirra hópi vegna þess sem þeir kalla árás ríkisstjórnar Orbáns á frelsi fjölmiðla og frjálst aðgengi að upplýsingum.
25.07.2020 - 06:48
Ók inn í hóp gangandi vegfarenda í Borlänge í Dölum
Nokkur slösuðust þegar leigubíl var ekið á gangandi vegfarendur í bænum Borlänge í Dölunum í Svíþjóð seint í gærkvöld. Einn slasaðist alvarlega en aðrir minna; þrennt var flutt á sjúkrahús. Bílstjórinn var handtekinn og er hann grunaður um tilraun til morðs eða manndráps, samkvæmt sænska ríkissjónvarpinu, SVT.
25.07.2020 - 05:32
Rússar hefja millilandaflug á ný
Rússar ætla að hefja millilandaflug að nýju um næstu mánaðamót, eftir þriggja mánaða hlé vegna COVID-19 farsóttarinnar. Fyrst í stað verður einungis flogið til þriggja landa.
24.07.2020 - 17:48
Norðmönnum ráðið frá Spánarferðum
Norsk stjórnvöld ráðleggja fólki að ferðast ekki til Spánar nema það eigi þangað brýnt erindi. Ástæðan er sú að kórónuveirusmitum hefur fjölgað þar að undanförnu. Tilkynnt var í dag að Spáni og Andorra hefði verið bætt á rauða listann svonefnda yfir lönd sem fólki er ráðið frá að ferðast til. Þeir sem koma frá rauðu löndunum þurfa að fara í tíu daga sóttkví við heimkomuna.
24.07.2020 - 15:46
Fólksflótti af ungverskum fréttamiðli
Yfirmenn og sjötíu starfsmenn ungverska fréttavefjarins Index.hu hafa sagt upp störfum í mótmælaskyni vegna þess að aðalritstjórinn var rekinn í vikunni. Starfsfólkið telur að brottreksturinn sé runninn undan rifjum stjórnvalda.
24.07.2020 - 15:35
Þjóðverjar reyna að miðla málum
Spenna hefur farið vaxandi milli Grikkja og Tyrkja vegna ákvörðunar hinna síðarnefndu að hefja olíu- og gasleit á svæði á Eyjahafi sem Grikkir segja tilheyra landgrunni sínu.
24.07.2020 - 09:14
Erlent · Asía · Evrópa · Grikkland · Tyrkland
Fangavörður nasista sakfelldur
Bruno Dey, fyrrverandi vörður í Stutthof fangabúðum nasista í Póllandi, var í dag dæmdur í tveggja ára skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa átt þátt í dauða 5.232 fanga í búðunum. Dey er orðinn 93 ára. Réttað var yfir honum fyrir ungmennadómstóli í Hamborg, þar sem hann var einungis sautján ára þegar glæpirnir voru framdir.
Mesta atvinnuleysi í Svíþjóð frá 1998
Atvinnuleysi í Svíþjóð mældist 9,8 prósent í síðasta mánuði. Alls voru 557 þúsund án vinnu, samkvæmt upplýsingum sænsku hagstofunnar. Það er 150 þúsundum fleiri en í júní í fyrra. Þetta er mesta atvinnuleysi sem mælst hefur í landinu frá árinu 1998.
23.07.2020 - 13:44
Bandaríkjamenn tryggja kaup á bóluefni
Bandaríkjastjórn hefur samþykkt að greiða næstum því tvo milljarða dollara fyrir 100 milljónir skammta af bóluefni við COVID-19 sem er í þróun hjá þýska fyrirtækinu BioNTech og bandaríska lyfjarisanum Pfizer.
22.07.2020 - 14:08
Aukin spenna vegna umsvifa Tyrkja
Gríski flotinn hefur aukið viðbúnað sinn á Eyjahafi vegna áforma Tyrkja um olíuleit suður af grísku eynni Kastellorizo á hafinu suðaustanverðu.
22.07.2020 - 13:39
Erlent · Asía · Evrópa · Tyrkland
Fréttir
Ísland kemur vel út í samanburði við Evrópuríki
Ísland kemur vel út í samanburði við Evrópuríki eftir að breytingar voru gerðar á framsetningu talna á COVID.is.
22.07.2020 - 12:24
Afskipti forseta af gíslatöku gagnrýnd
Volodimir Zelensky, foseti Úkraínu, varði í morgun afskipti sín af gíslatökunni í borginni Lutsk í gær og þá ákvörðun að fallast á þá kröfu gíslatökumannsins að vekja athygli á Earthlings, bandarískri heimildarmynd um illa meðferð á dýrum. Forsetinn sagði þetta hafa skilað árangri.
22.07.2020 - 12:02
Níu ár frá hryðjuverkunum í Ósló og Útey
Norðmenn minnast þess í dag að níu ár eru frá ódæðisverkunum 22. júlí 2011, þegar norski hryðjuverkamaðurinn og fjöldamorðinginn Anders Behring Breivik myrti 77 manns í sprengju- og skotárásum í Ósló og Útey.
22.07.2020 - 10:21
Vilja að Hans Egede fái að standa kyrr á sínum stað
Íbúakosningu í Nuuk, höfuðstað Grænlands, um framtíð umdeildrar styttu af dansk-norska trúboðanum og nýlenduherranum Hans Egede þar í bæ, lauk á miðnætti. Efnt var til kosningarinnar fyrir áeggjan fólks sem vildi styttuna á burt, þar sem Egede væri tákngervingur kúgunar og undirokunar Dana á Grænlendingum í gegnum aldirnar.
22.07.2020 - 05:52
Segir samkomulagið hafa styrkt ESB
Aðildarríki Evrópusambandsins náðu í nótt að koma sér saman um fyrirkomulag bjargráðasjóðs vegna kórónuveirufaraldursins. Hann felur í sér mestu lántöku sem samþykkt hefur verið í sögu sambandsins.
21.07.2020 - 20:21
Þúsundum hótela og veitingastaða lokað
Vegna kórónuveirufaraldursins hefur um 40.000 hótelum og veitingastöðum verið lokað til frambúðar á Spáni eða um þrettán prósent fyrirtækja í slíkum rekstri. Þetta segir José Luis Izuel, forstöðumaður Hosteleria de Espana, samtaka fyrirtækja í hótel- og veitingageiranum á Spáni. 
21.07.2020 - 16:11
Tuttugu haldið í gíslingu í Úkraínu
Úkraínska lögreglan reynir nú að semja við vopnaðan mann sem heldur um tuttugu manns í gíslingu í strætisvagni í miðborg Lutsk í vesturhluta Úkraínu.
21.07.2020 - 14:29
Bretland eitt helsta skotmark Rússa
Trúverðugar upplýsingar benda til að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á þjóðaratkvæðagreiðsluna um sjálfstæði Skotlands árið 2014.
21.07.2020 - 10:08
Myndskeið
Höfðar til samvisku leiðtoganna
Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins lagði síðdegis fram nýja miðlunartillögu í tilraun til að leysa ágreining á leiðtogafundi sambandsins.
20.07.2020 - 19:24
Fækkað í sveit gæslumanna krúnudjásnanna
Útlit er fyrir að fækka þurfi gæslumönnum krúnudjásnanna í Tower of London vegna áhrifa COVID-19 farsóttarinnar á ferðamennsku í Bretlandi. Samtök sem sjá um rekstur safnsins sem hýsir djásnin segist ekki eiga annars úrkosti en að draga úr rekstrarkostnaði. Tekjur hafi dregist stórlega saman vegna fækkunar ferðafólks.
20.07.2020 - 13:47
Tugir handteknir í kórónupartíi
Glerflöskum var kastað í lögregluþjóna sem reyndu að stöðva drykkju fólks á torgi í Þýskalandi í nótt. Þrjátíu og níu voru handtekin á Óperutorginu í Frankfurt í nótt. Þar, sem og víðar, hefur fólk safnast saman svo hundruðum og jafnvel þúsundum skiptir meðan ölstofur og skemmtistaðir eru lokaðir vegna kórónuveirufaraldursins. Þýskir fjölmiðlar hafa nefnt uppákomur sem þessa kórónupartí, þar sem fólk reynir að skemmta sér þrátt fyrir lokun hefðbundinna skemmtistaða.
19.07.2020 - 16:03
Enn fundað í Brussel - „stund sannleikans“ fyrir Evrópu
Leiðtogar Evrópusambandsríkja eru mætt til fundar í Brussel, þriðja daginn í röð. Afar brýnt þykir að komist verður að samkomulagi, forseti Frakklands hefur kallað leiðtogafundinn stund sannleikans fyrir Evrópu.
19.07.2020 - 12:38
Kanna mögulega íkveikju í dómkirkju
Svo virðist sem eldur hafi kviknað á þremur stöðum í dómkirkju heilags Péturs og heilags Páls í Nantes í Frakklandi. Því hefur verið hafin rannsókn á hugsanlegri íkveikju. Miklar skemmdir urðu á kirkjunni en þær eru þó ekki í líkingu við þær gríðarlegu skemmdir sem urðu í eldsvoðanum í Notre Dame kirkjunni í fyrra.
18.07.2020 - 17:17
Viðræður virðast þokast í rétta átt í Brussel
Lögð var fram miðlunartillaga á fundi leiðtoga Evrópusambandsríkja í Brussel í dag og viðræður virðast þokast í rétta átt. Fundi lauk án niðurstöðu í gær en samkomulag þarf að nást um björgunaraðgerðir vegna kórónuveirufaraldursins og efnahagsáætlun næstu sjö ára.
18.07.2020 - 12:46