Erlent

Segja ekki þörf á þriðja bóluefnisskammtinum
Vísindamenn á heilbrigðissviði fullyrða í grein í nýjasta tölublaði læknatímaritsins Lancet að þau bóluefni sem í boði eru gegn kórónuveirunni dugi til þess að koma í veg fyrir alvarleg veikindi af hennar völdum. Því sé ekki þörf á þriðja skammtinum sem byrjað er að gefa fólki í nokkrum löndum.
Matarskortur yfirvofandi í Afganistan
Sameinuðu þjóðirnar reyna að safna meira en sex hundruð milljónum dollara í neyðaraðstoð vegna ástandsins í Afganistan. Það fer stöðugt versnandi eftir að talibanar náðu þar völdum í síðasta mánuði. 
Fyrrverandi lífvörður Macrons fyrir dóm vegna árásar
Fyrrverandi lífvörður Emmanuels Macrons Frakklandsforseta mætti fyrir dómara í morgun. Hann sætir ákæru fyrir að hafa ráðist á tvo þátttakendur í andkapitalískum mótmælum 1. maí 2018.
13.09.2021 - 14:58
Viðbúnaður í Shanghai vegna fellibyls
Hundruðum flugferða hefur verið aflýst í Kína og tugþúsundum íbúa stórborgarinnar Shanghai hefur verið komið í öruggt skjól vegna fellibylsins Chanthu sem nálgast hana. Disneyland skemmtigarðinum hefur verið lokað til morguns. 
13.09.2021 - 14:02
Erlent · Asía · Veður · Kína · fellibylur
Andersson með pálmann í höndunum
Fátt getur komið í veg fyrir að Magdalena Andersson, fjármálaráðherra Svíþjóðar, verði næsti formaður Sósíaldemókrataflokksins. Flokksþing fer fram í byrjun næsta mánaðar, en meirihluti kjörmanna flokksins hefur þegar lýst yfir stuðningi við Andersson.
Pistill
Ástin og prófgráðurnar
Ásgeir H. Ingólfsson rýnir í þrjár kvikmyndir, sem sýndar voru á kvikmyndahátíðinni í Karlovy Vary í Tékklandi, og eiga það sameiginlegt að fjalla um misgeng ástarsambönd.
13.09.2021 - 11:33
Góðgerðarsjóður Karls Bretaprins til rannsóknar
Skosk yfirvöld rannsaka nú fjármál góðgerðarsjóðs Karls Bretaprins eftir greinaskrif breska dagblaðsins Sunday Times. Times greindi frá því að rússneskum fjármálamaður hafi ánafnað sjóðnum fúlgur fjár, og fengið í staðinn þakkarbréf frá prinsinum ásamt boði um að hitta hann.
13.09.2021 - 05:38
Fjórir létust eftir nauðlendingu í Síberíu
Fjórir létu lífið þegar farþegaflugvél með 14 farþegum og tveimur í áhöfn nauðlenti í skóglendi í suðaustanverðri Síberíu í gær. Flugvélin, sem er af gerðinni L-140, var á leið frá borginni Irkutsk til þorpsins Kazachinkoye.
13.09.2021 - 04:43
Úkraínskir hermenn féllu í átökum við aðskilnaðarsinna
Tveir úkraínskir hermenn féllu og tíu særðust í átökum við aðskilnaðarsinna í austanverðu landinu um helgina. Al Jazeera hefur eftir úkraínska hernum að skotið hafi verið á hermennina með skórskotaliðsbúnaði, sprengjuvörpum og úr drónum. Flestar voru árásirnar gerðar í héraðinu Donetsk.
13.09.2021 - 03:28
Fá að fylgjast með kjarnorkuverum Írans
Samningar náðust í gær á milli Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar og Írans um eftirlit með kjarnorkuverum landsins. Rafael Grossi, yfirmaður stofnunarinnar, fagnaði niðurstöðunni og sagði hana veita svigrúm til samningaviðræðna.
13.09.2021 - 01:32
Mörg hundruð flýja skógarelda á Spáni
Um tvö þúsund íbúar bæja og þorpa í Andalúsíu á Spáni hafa orðið að flýja heimili sín undanfarna daga vegna skógarelda í héraðinu. Spænska stjórnin hefur sent herinn til þess að aðstoða við slökkvistörf.
13.09.2021 - 00:43
Ný langdræg flugskeyti prófuð í Norður-Kóreu
Norður-Kórea skaut um helgina tveimur langdrægum tilraunastýriflaugum. Að sögn ríkisfréttastofu KCNA var tilraunin vel heppnuð. Flugarnar eru nýjar af nálinni, og mikilvægur liður í fimm ára varnarmálaáætlun stjórnvalda í Norður-Kóreu.
12.09.2021 - 23:11
Medvedev gerði út um vonir Djokovic
Rússinn Daniil Medvedev vann Serbann Novak Djokovic á opna bandaríska meistaramótinu í tennis í kvöld. Þar með gerði hann út um vonir Djokovic að vinna alla risatitlana á sama almanaksárinu, sem enginn hefur gert síðan árið 1969. Eins verður Djokovic áfram að sætta sig við að vera jafn þeim Roger Federer og Rafael Nadal á toppnum yfir flesta sigra karla á risamóti, tuttugu talsins.
12.09.2021 - 22:52
Utanríkisráðherra Katar heimsótti Afganistan
Utanríkisráðherra Katar fór í stutta opinbera heimsókn til Afganistan í dag. Hann er æðsti erlendi ráðamaðurinn sem hefur komið til Afganistan síðan Talibanar tóku völd um miðjan ágúst. Ráðherrann, Sheikh Mohammad bin Abdulrahman Al-Thani, er sagður hafa hitt nokkra ráðherra ríkisstjórnar Talibana en ekki hefur verið greint frá því hvað var rætt.
12.09.2021 - 21:37
Myndskeið
Líklegt að stjórnarmyndun verði flókin í Noregi
Prófessor í stjórnmálafræði gerir ráð fyrir að það verði verulega erfitt að mynda ríkisstjórn í Noregi eftir þingkosningar þar á morgun. Vinstriflokkunum er spáð sigri og líklegt er að Erna Solberg láti af embætti forsætisráðherra.
12.09.2021 - 19:46
Hidalgo: kominn tími fyrir konu
Anne Hidalgo, borgarstjóri Parísar, tilkynnti í dag að hún hygðist bjóða sig fram til embættis forseta Frakklands. Forsetakosningarnar fara fram á næsta ári.
12.09.2021 - 17:49
Kynjaskiptir háskólar og konur þurfa að hylja sig
Ríkisstjórn Talibana tilkynnti í dag að nemendum yrði skipt eftir kynjum í háskólum í Afganistan og að kvennemendur þyrftu að hylja líkama sinn og andlit. Almenningur óttast að breytingarnar komi alfarið í veg fyrir að konur geti stundað nám, þar sem fæstir skólar séu í stakk búnir til þess að skipta nemendahópum eftir kynjum.
12.09.2021 - 17:18
Bretar hverfa frá áformum um bólusetningarvegabréf
Bresk heilbrigðisyfirvöld tilkynntu í dag að þau myndu hverfa frá áformum um að gefa út sérstök bólusetningarvegabréf sem fólk þyrfti að framvísa þegar það færi á stóra viðburði eða skemmtistaði á Englandi.
12.09.2021 - 14:18
Górillur greindust með COVID-19 í Bandaríkjunum
Þrettán górillur í dýragarðinum í Atlanta í Bandaríkjunum greindust með COVID-19 í vikunni. Frá þessu er greint á vef Guardian. Starfsfólki var gert viðvart þegar nokkrar af þeim tuttugu górillum sem eru í garðinum sýndu einkenni kórónuveirunnar, til að mynda nefrennsli, hósta og skerta matarlyst.
12.09.2021 - 08:06
Bróðir fyrrverandi varaforseta drepinn af talibönum
Rohullah Azizi, bróðir fyrrverandi varaforseta Afganistans, féll í bardaga gegn talibönum í Panjshir-dal. Dalurinn er síðasta vígi andspyrnuhreyfingar gegn talibönum.
12.09.2021 - 07:43
Íhuga að auðvelda afkomendum þræla að skipta um nafn
Borgaryfirvöld í Utrecht í Hollandi íhuga nú hvort rétt sé að þau greiði fyrir þá afkomendur þræla sem vilja breyta eftirnafni sínu. Á nýlendutímanum voru margir þrælar látnir taka upp eftirnafn eigenda sinna, plantekranna, eða afbrigði af hollenskum eftirnöfnum.
12.09.2021 - 06:51
Sveppatínsla leiddi til handtöku ungs manns
Maður sem var við sveppatínslu í Angered, norður af Gautaborg, í Svíþjóð, varð var við nokkuð óvænt við tínsluna. Þar sem hann leitaði að gómsætum sveppum á dögunum fann hann plastpoka sem innihélt hlaðna skammbyssu.
12.09.2021 - 06:26
Vill fá að yfirheyra forsætisráðherra
Yfirsaksóknari á Haítí hefur boðað forsætisráðherrann Ariel Henry til yfirheyrslu í tengslum við rannsóknina á morðinu á forsetanum Jovenel Moise. Henry er sagður tengjast Joseph Felix Badio, sem talinn er hafa skipulagt morðið.
Tvö tonn af kókaíni gerð upptæk við Bretland
Sex voru handteknir undan ströndum Plymouth í Bretlandi á fimmtudag eftir að lögregla lagði hald á ríflega tvö tonn af kókaíni. Mennirnir voru handteknir um borð í lúxussnekkju, grunaðir um eiturlyfjaviðskipti. Fimm þeirra eru frá níkaragva og einn Breti. 
12.09.2021 - 03:44
Sex þinghúslögreglumenn sæti refsingu
Þinghúslögreglan í Washington leggur til að sex lögreglumenn sæti refsingu fyrir þátt sinn í innrásinni í þinghúsið 6. janúar. Í yfirlýsingu lögreglunnar í gær segir að þrír lögreglumannanna hafi sýnt óviðeigandi hegðun, einn hafi ekki hlýtt skipunum, einum ber að refsa fyrir ósæmileg ummæli og einum fyrir óviðeigandi upplýsingagjöf. Ekki var greint frá því hvað telst til viðeigandi refsingar vegna málanna. 
12.09.2021 - 03:17