Erlent

Mörg særð eftir skotárás í Indianapolis
Nokkur fjöldi fólks varð fyrir skoti þegar karlmaður hóf skothríð við starfsstöð Fedex-flutningafyrirtækisins nærri flugvellinum í Indianapolis, fjölmennustu borg Indianaríkis, í gærkvöld. Lögregla hefur ekki upplýst um fjölda þeirra sem særðust umfram það að þau hafi verið nokkur. Hin sáru voru flutt á sjúkrahús, en ekki hefur komið fram hversu alvarleg meiðsl þeirra eru. Fjölmiðlar vestra hafa eftir talskonu lögreglu að lögreglumenn á vettvangi telji árásarmanninn hafa svipt sig lífi.
Vill umbun fyrir að bjarga Amasonfrumskóginum
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu, heitir því að bjarga Amason-frumskóginum með því að stöðva ólöglegt skógarhögg og ruðning skógar fyrir árið 2030. Bolsonaro hefur áður gefið svipuð fyrirheit, en þau voru ekki án skilyrða þá fremur en nú. Í erindi sem forsetinn sendi Joe Biden, Bandaríkjaforseta, segist hann fús til að leggja sitt af mörkum til að hindra frekari eyðingu Amasonskógarins.
16.04.2021 - 05:38
Yfir 100.000 dáin úr COVID-19 í Frakklandi
Yfir 100.000 manns hafa nú dáið úr eða vegna COVID-19 í Frakklandi, samkvæmt gögnum franskra heilbrigðisyfirvalda. Samkvæmt þeim voru 300 dauðsföll rakin til sjúkdómsins síðasta sólarhringinn þar í landi. Þar með er Frakkland orðið áttunda ríki heims og fjórða Evrópulandið, þar sem fleiri en 100.000 dauðsföll hafa verið rakin til heimsfaraldurs kórónaveirunnar.
16.04.2021 - 04:20
Vill að Covax fái ónotað bóluefni AstraZeneca
Forstjóri lyfjafyrirtækisins AstraZeneca hvetur þau ríki heims, sem ekki þurfa eða ætla að nota það bóluefni sem þau hafa þegar keypt af fyrirtækinu, til að gefa það áfram til annarra landa í gegnum alþjóðlega bóluefnasamstarfið Covax.
16.04.2021 - 03:52
Chauvin neitaði að bera vitni - málflutningi lokið
Derek Chauvin, fyrrverandi lögreglumaður frá Minneapolis sem nú er fyrir rétti, ákærður fyrir morðið á blökkumanninum George Floyd, nýtti rétt sinn til að neita að sitja fyrir svörum saksóknara í réttarsal í gær.
Hæstiréttur staðfesti ógildingu dóms yfir Lula
Hæstiréttur Brasilíu staðfesti í dag ógildingu á dómi frá 2018, þar sem Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi Brasiliuforseti, var sakfelldur fyrir spillingu í embætti. Átta af ellefu dómurum hæstaréttar greiddu atkvæði með því að staðfesta úrskurð dómarans Edsons Fachins frá 8. mars, sem komst að þeirri niðurstöðu að ógilda skyldi dóminn á grundvelli formgalla.
Sjónvarpsfrétt
Hatursglæpum gegn fólki af asískum uppruna fjölgar
Nýtt lagafrumvarp gegn hatursglæpum var samþykkt á Bandaríkjaþingi í gær. Tilkynningum um hatursglæpi gegn Bandaríkjamönnum af asískum uppruna hefur fjölgað mjög mikið undanfarna mánuði.
15.04.2021 - 22:32
Myndskeið
Óttast að Talibanar auki ítök sín
Óttast er að Talibanar nái völdum á ný í Afganistan þegar Bandaríkin og Atlantshafsbandalagið draga herlið sín frá landinu. Sérstaklega eru uppi áhyggjur af frelsi kvenna. 
Myndskeið
Stærri hópur fær AstraZeneca hér, enginn í Noregi
Sóttvarnalæknir segir að bráðlega hefjist bólusetningar á 65 ára og eldri með bóluefni AstraZeneca og mögulega verði aldursviðmiðið fært enn neðar. Norðmenn ætla að gefa sér frest til að ákveða hvort efnið verði leyft á ný eða ekki. Danir ætla ekki að nota það enda myndi stór hluti landsmanna hafna því - hér er traustið meira.
15.04.2021 - 18:49
Spegillinn
Árið 1066 í nútíma pólitíkinni
Í janúar 2018 heimsótti Emmanuel Macron Frakklandsforseti Theresu May þáverandi forsætisráðherra að ræða erfitt mál, flóttamannamálin. En Macron kom einnig færandi hendi: boð um að 2022 myndu Frakkar lána Bretum Bayeux-refilinn, eina mestu þjóðargersemi Frakka. Nú er tvísýnt hvort úr því verði og aðstæður reyndar aðrar en þegar boðið kom.
15.04.2021 - 18:35
Boða nýjar refsiaðgerðir gegn Rússum
Bandarísk stjórnvöld tilkynntu í dag um nýjar refsiaðgerðir á hendur Rússum. Þetta eru þær fyrstu síðan Joe Biden tók við forsetaembætti í janúar. Í tilkynningu bandarískra yfirvalda segir að verið sé að refsa fyrir netárásir, afskipti af kosningum, innlimun Krímskaga og fyrir versnandi heilsufarsástand stjórnarandstæðingsins Alexei Navalny. 
15.04.2021 - 18:26
Umboðsmanni mannréttinda í Póllandi gert að hætta
Stjórnlagadómstóllinn í Póllandi hefur úrskurðað að Adam Bodnar, umboðsmaður mannréttindamála í Póllandi, skuli láta af embætti. Framkvæmdastjórn ESB segist hafa áhyggjur af málinu og fylgjast grannt með.
15.04.2021 - 16:45
Lavrov kemur til Reykjavíkur og tekur við af Íslandi
Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, ætlar að mæta á ráðherrafund Norðurskautsráðsins í eigin persónu í maí. Rússar taka þá við formennsku í ráðinu af Íslendingum. Frá þessu greindi Maria Zakharóva, upplýsingafulltrúi Lavrov, á vikulegum blaðamannafundi rússneska utanríkisráðuneytisins í dag.
15.04.2021 - 15:58
Vilja að Norðmenn hætti að nota Astrazeneca
Norska lýðheilsustofnunin FHI mælir með því að notkun á bóluefni Astrazeneca verði hætt þar í landi, þetta var tilkynnt á blaðamannafundi klukkan tvö í dag. Stjórnvöld eiga eftir að taka ákvörðun um málið.
15.04.2021 - 14:06
Talibanar segjast hafa unnið stríðið
Leiðtogi Talibana segir að þeir hafi unnið stríðið í Afganistan og Bandaríkin hafi tapað. Bandaríkin og Atlandshafsbandalagið hafa tilkynnt að herlið þeirra fari frá Afganistan á næstu mánuðum.
15.04.2021 - 12:35
Norðmenn tilkynna ákvörðun um Astrazenca í dag
Heilbrigðisyfirvöld í Noregi hafa boðað til blaðamannafundar klukkan tvö í dag. Þar verður tilkynnt um næstu skref þar í landi varðandi bóluefni Astrazeneca.
15.04.2021 - 11:12
Ein stærsta snekkja heims í höfn á Akureyri
Snekkjan A, í eigu rússnesks milljarðarmærings, liggur nú við festar á Krossanesvíkinni á Akureyri. Snekkjan er ein stærsta lúxussnekkja í heimi
15.04.2021 - 10:22
Heimsglugginn: Talibanar gætu tekið völd í Afganistan
Margir óttast að Talibanar nái aftur völdum í Afganistan eftir að Bandaríkjastjórn tilkynnti um brottför bandarískra hermanna frá landinu fyrir 11. september. Þá verða liðin 20 ár frá hryðjuverkum al-Qaeda í Bandríkjunum sem voru tilefni innrásar Bandaríkjamanna í Afganistan. Talibanar fylgja harðlínutúlkun á islam. Fyrri stjórn þeirra var sannkölluð ógnarstjórn sem bar ábyrgð á fjöldamorðum og ofsóknum á þeim sem talibanar töldu ekki fylgja ofsatúlkun þeirra á Islam.
Nató hættir aðgerðum í Afganistan
Utanríkis- og varnarmálaráðherrar allra 30 aðildarríkja Atlantshafsbandalagsins samþykktu í gær að draga allt herlið sitt frá Afganistan. Ákvörðunin var tekin í framhaldi af tilkynningu Joes Bidens, Bandaríkjaforseta, um að hann ætli að hefja brottflutning bandarískra hermanna frá Afganistan 1. maí og ljúka honum í síðasta lagi 11. september, réttum 20 árum eftir árásina á Tvíburaturnana í New York.
15.04.2021 - 06:20
Ólympíuleikum aflýst ef ekki tekst að hemja veiruna
Einn valdamesti maður Japans varar við því að Ólympíuleikarnir í Tókíó verði slegnir af, ef ekki tekst að hemja útbreiðslu kórónaveirunnar. COVID-19 tilfellum hefur fjölgað í Japan upp á síðkastið. Japanskir fjölmiðlar hafa eftir Toshihiro Nikai, aðalritara og næst-æðsta manni Frjálslynda demókrataflokksins, sem fer með stjórnartaumana í Japan, að ómögulegt geti orðið að halda leikana.
15.04.2021 - 05:35
Sex bjargað, einn látinn og tólf saknað eftir sjóslys
Einn drukknaði og óttast er um afdrif tólf til viðbótar eftir að flutninga- og lyftuprammi sökk í miklu óveðri á norðaverðum Mexíkóflóa í gær, undan ströndum Louisianaríkis. Bandaríska strandgæslan greindi frá þessu. Fjöldi skipa, þar á meðal nokkur frá strandgæslunni, hefur verið við leit síðan prammanum hvolfdi skammt frá Port Fourchon síðdegis í gær, um 160 kílómetra suður af New Orleans.
15.04.2021 - 04:29
Danir kalla herlið sitt frá Afganistan
Danir hyggjast kalla herlið sitt heim frá Afganistan í áföngum, frá og með 1. maí, í takt við brotthvarf bandarískra hermanna og annars herafla á vegum NATO. Þetta upplýstu utanríkis- og varnarmálaráðherrar Danmerkur, þau Jeppe Kofod og Trine Bramsen, á fréttamannafundi í gærkvöld. Kofod sagði enn mikið verk óunnið í Afganistan. „En Afganistan er annað land en það var fyrir 20 árum síðan," sagði ráðherrann.
Bandaríkjastjórn hætti við að senda herskip á Svartahaf
Stjórnvöld í Washington hafa hætt við að senda tvö bandarísk herskip inn á Svartahaf. Fjölmiðlar í Tyrklandi hafa þetta eftir starfsmönnum tyrkneska utanríkisráðuneytisins. Annað herskipanna, sem koma átti í gær, miðvikudag, lét ekki sjá sig.
15.04.2021 - 01:23
Pútín fékk seinni bólusetningu við COVID í dag
Þrátt fyrir að þrjár tegundir af bóluefni við COVID-19 séu framleiddar í Rússlandi, þar á meðal Sputnik, eru aðeins um sex prósent landsmanna fullbólusettir. Forseti landsins var bólusettur í dag og hvatti fólk til gera það sama.
14.04.2021 - 21:54
Elsta górilla í heimi orðin 64 ára
Górillan Fatou fagnaði í gær sextíu og fjögurra ára afmæli sínu. Talið er að hún sé elsta górilla í heimi en meðalaldur górilla er á milli fjörutíu og fimmtíu ár.
14.04.2021 - 21:41