Erlent

Trump leitaði skjóls í neðanjarðarbyrgi
Að sögn embættismanna í Hvíta húsinu og löggæsluyfirvalda þurfti Donald Trump Bandaríkjaforseti að leita skjóls í neðanjarðarbyrgi undir húsinu í skamma stund á föstudagskvöld.
01.06.2020 - 00:34
Listamaðurinn Christo látinn
Búlgarskættaði listamaðurinn Christo er látinn 84 ára að aldri. Hann lést af náttúrulegum orsökum á heimili sínu í New York í dag.
31.05.2020 - 22:51
Myndskeið
Ráðast gegn mótmælendum með táragasi og gúmmíkúlum
Lögregla í Bandaríkjunum beitti bæði táragasi og gúmmíkúlum á mótmælendur í nótt. Síst hefur dregið úr mótmælum vestra og víða í Evrópu var boðað til samstöðumótmæla í dag.
31.05.2020 - 21:03
Útgöngubann í Minnesota framlengt
Útgöngubannið í Minnesota í Bandaríkjunum hefur verið framlengt, en talið er að þúsundir haldi áfram að mótmæla framgöngu lögreglunnar þar og í öðrum ríkjum Bandaríkjanna. Mótmælt var í nokkrum borgum í Evrópu í dag.
31.05.2020 - 20:22
Fullt ferðafrelsi á Spáni eftir þrjár vikur
Ríkisstjórn Spánar hyggst aflétta neyðarástandi í landinu frá og með 21. júní. Tillaga þess efnis verður lögð fyrir þingið á miðvikudag.
31.05.2020 - 19:35
Clint Eastwood 90 ára
Bandaríski kvikmyndaleikarinn Clint Eastwood fagnar í dag 90 ára afmæli.
31.05.2020 - 18:44
Geimförum fagnað í Alþjóðlegu geimstöðinni
Geimskutla SpaceX, með þá Doug Hurley og Bob Behnken um borð, kom að alþjóðlegu geimstöðinni rétt fyrir klukkan hálf þrjú í dag að íslenskum tíma. Ferðalagið tók þá tæpar nítján klukkustundir. Geimfararnir sem fyrir voru í alþjóðlegu geimstöðinni fögnuðu þeim og buðu þá velkomna. 
31.05.2020 - 16:25
epa08456317 A handout video-grabbed still image made available by NASA on 31 May 2020 shows SpaceX's Crew Dragon spacecraft with NASA astronauts Robert Behnken and Douglas Hurley onboard on NASA's SpaceX Demo-2 mission approaching to dock to the International Space Station (ISS), 31 May 2020. NASA's SpaceX Demo-2 mission to the International Space Station with NASA astronauts Robert Behnken and Douglas Hurley on-board was launched from NASA's Kennedy Space Center in Cape Canaveral, Florida, USA, 30 May 2020.  EPA-EFE/NASA TV HANDOUT MANDATORY CREDIT: NASA TV HANDOUT EDITORIAL USE ONLY HANDOUT EDITORIAL USE ONLY
Í BEINNI
SpaceX geimskutlan við Alþjóðlegu geimstöðina
Gert er ráð fyrir því að geimskutla SpaceX með þá Doug Hurley og Bob Behnken um borð komi að alþjóðlegu geimstöðinni rétt fyrir klukkan hálf þrjú í dag að íslenskum tíma.
31.05.2020 - 14:03
Bjartsýni um að nýtt bóluefni verði tilbúið á þessu ári
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin bindur vonir við að bóluefni gegn COVID-19-veikinni verði tilbúið fyrir áramót. Tilraunir á tíu bóluefnum eru þegar hafnar á fólki.
31.05.2020 - 13:08
Hundruð handtekin í mótmælum í Bandaríkjunum
Hundruð voru handtekin og einn lést í fjölmennum mótmælum víða um Bandaríkin í gærkvöld og í nótt. Lögreglumaðurinn sem var handtekinn vegna dauða Georg Floyd fer fyrir dómara á morgun. Hann hefur áður verið sakaður um lögregluofbeldi.
31.05.2020 - 12:29
Fyrirliði Schalke kallar eftir réttlæti í máli Floyd
Bandaríkjamaðurinn Weston McKennie, fyrirliði Schalke 04 í þýsku úrvalsdeildinni í fótbolta, bar skilaboð ákalls um réttlæti í máli George Floyd er lið hans tapaði fyrir Werder Bremen í gær.
31.05.2020 - 12:00
Mikilvægt að ná nýjum viðskiptasamningi eftir Brexit
Michel Barnier, aðalsamningamaður Evrópusambandsins í málefnum Brexit, hefur tjáð breskum stjórnvöldum að vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins sé sérstaklega mikilvægt að nýr viðskiptasamningur náist milli Bretlands og Evrópusambandsins.
31.05.2020 - 11:43
Trump hringdi í bróður George Floyd
Donald Trump forseti Bandaríkjanna hringdi í gær í Philonise Floyd, bróður George Floyd sem lést í haldi lögreglu í Minneapolis í síðustu viku. Bróðirinn segir að þetta hafi ekki verið gott samtal, forsetinn hafi nær ekkert leyft honum að komast að.
31.05.2020 - 11:20
Þjóðverji greindist í Kína með smit án einkenna
Þýskur verkfræðingur á fertugsaldri sem kom með fyrstu farþegaflugvélinni til Kína frá Evrópu eftir langt hlé vegna heimsfaraldursins, greindist smitaður af COVID-19 við komuna til Tianjin, borgar í norðausturhluta Kína.
31.05.2020 - 11:07
Búa sig undir að létta á samkomubanni
Englendingar búa sig nú undir að létta á samkomubanni sem hefur verið í gildi í tíu vikur. Á morgun stendur til að opna skóla á ný og leyfa allt að sex að koma saman á einum stað. Skólastjórnendur hafa farið fram á að stjórnvöld hætti við þau áform að öll grunnskólabörn snúi aftur í skóla fyrir sumarfrí.
31.05.2020 - 10:17
Rússneska geimferðastofnunin óskar SpaceX til hamingju
Rússneska geimferðarstofnunin, Roscosmos, óskaði SpaceX til hamingju með að hafa náð að skjóta mannaðri geimflaug á loft í gær. Tveir bandarískir geimfarar eru um borð, Doug Hurley og Bob Behnken, og er áætlað að þeir komi að Alþjóðlegu geimstöðinni rétt fyrir klukkan hálf þrjú í dag að íslenskum tíma.
31.05.2020 - 09:08
Heimskviður
Einræðistilburðir koma í bakið á Bolsonaro
Nýverið tók Brasilía fram úr Rússlandi í þeirri óöfundsverðu keppni um hvar hafa flest kórónuveriusmit verið greind. Aðeins í Bandaríkjunum hafa fleiri greinst smitaðir en í Brasilíu, en tilfellum fjölgar þar hratt. Líkt og Bandaríkjunum hefur forseti landsins verið harðlega gagnrýndur fyrir viðbrögð sín við útbreiðslu veirunnar.
31.05.2020 - 07:30
Einn látinn í mótmælum
Mótmæli hafa skekið Bandaríkin stranda á milli í allt gærkvöld og nótt. Í að minnsta kosti 25 borgum í sextán ríkjum hefur verið gripið til útgöngubanns. Þjóðvarðliðið hefur verið virkjað í um tólf ríkjum og í höfuðborginn Washington.
31.05.2020 - 05:47
Frans Páfi kallar eftir réttsýni og sanngirni
Frans Páfi segir í Hvítasunnuávarpi sínu að heimurinn verði gjörbreyttur eftir að kórónuveirufaraldurinn verður genginn yfir. Páfi kallar eftir sanngjarnara samfélagi og að brugðist verði af einurð við þeirri farsótt sem fátæktin í heiminum sé.
31.05.2020 - 05:18
Geimferð gengur giftusamlega
Geimfararnir Doug Hurley og Bob Behnken sitja um borð í geimfari SpaceX fyrirtækisins sem skotið var á loft um klukkan hálf átta í gærkvöldi og stefna í átt að alþjóðlegu geimstöðinni. Þetta er fyrsta mannaða geimferð Bandaríkjamanna í næstum áratug.
31.05.2020 - 04:15
Erlent · SpaceX · Elon Musk · NASA · geimferðir
Andóf heldur áfram vestra
Yfirvöld í Minnesota, Georgíu, Ohio, Colorado, Denver og Kentucky auk höfuðborgarinnar Washington hafa óskað eftir fulltingi þjóðvarðliðsins. Slíkt hefur ekki gerst um áratugaskeið.
31.05.2020 - 02:56
Bandaríkjaforseti vill að G7 verði G11
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að fresta G7-ráðstefnu helstu iðnríkja heimsins til hausts. Ætlunin var að fulltrúar þeirra hittust á fjarfundi í júní, vegna kórónuveirufaraldursins.
31.05.2020 - 01:16
Brasilía komin í annað sæti yfir smitaða
Yfirvöld í Brasilíu hafa tilkynnt 28.834 dauðsföll af völdum kórónuveirunnar. Nú er Brasilía í fjórða sæti yfir þau lönd sem verst hafa farið út úr faraldrinum.
31.05.2020 - 00:54
Færeyjar verða opnaðar íslenskum ferðamönnum
Lögmaður Færeyja Bárður á Steig Nielsen tilkynnti á blaðamannafundi í dag að eyjarnar yrðu opnaðar á ný fyrir ferðamönnum frá Íslandi 15. júní næstkomandi.
30.05.2020 - 23:15
Myndskeið
Birtingarmynd djúpstæðs kynþáttamisréttis
Dauði Georgs Floyd er ekki eina ástæða mótmælanna í Bandaríkjunum. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði segir örlög hans birtingarmynd langvarandi og djúpstæðs kynþáttamisréttis í landinu. Þá hafi kórónuveirufaraldurinn sömuleiðis áhrif.
30.05.2020 - 20:50