Erlent

Sóttvarnir hertar í Perú
Stjórnvöld í Perú kynntu í gærkvöld hertar aðgerðir vegna verulegrar fjölgunar kórónuveirusmita undanfarnar vikur. Aðgerðirnar taka gildi á sunnudag og standa í hálfan mánuð.
27.01.2021 - 08:07
Auðkýfingur villti á sér heimildir fyrir bóluefni
Kanadamaðurinn Rod Baker varð að segja sig frá stjórnunarstörfum spilavítakeðjunnar Great Canadian Gaming eftir að hann reyndi að villa á sér heimildir. Hann og eiginkona hans, leikkonan Ekaterina Baker, flugu í einkaþotu frá Vancouver til smábæjarins Beaver Creek til þess að fá bóluefni við COVID-19.
27.01.2021 - 05:58
Frávísunartillaga Repúblikana felld
45 þingmenn Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings greiddu atkvæði með því að láta ákæruna gegn fyrrverandi forsetanum Donald Trump niður falla. Tillagan var þó felld þar sem allir 48 þingmenn Demókrata, tveir óháðir þingmenn og fimm Repúblikanar greiddu atkvæði gegn henni. 
Átta börnum rænt af munaðarleysingjaheimili
Vopnaðir menn rændu um helgina átta börnum og tveimur fullorðnum af munaðarleysingjaheimili í borginni Abuja í Nígeríu. CNN hefur eftir talsmanni heimilisins að ræningjarnir hóti að drepa börnin ef stjórn heimilisins greiðir ekki lausnargjald að jafnvirði rúmlega þriggja milljóna króna. 
27.01.2021 - 04:32
Blinken nýr utanríkisráðherra Bandaríkjanna
Antony Blinken var í gærkvöld staðfestur í embætti utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Al Jazeera greinir frá. Breið samstaða var um val Joe Biden forseta, því 78 öldungadeildarþingmenn af 100 staðfestu valið. Repúblikaninn James Risch sagði Blinken eiga langa og virðulega sögu í utanríkismálum. 
27.01.2021 - 03:41
AstraZeneca skellir skuldinni á Evrópusambandið
Forstjóri lyfjafyrirtækisins AstraZeneca segir það Evrópusambandinu að kenna að fyrirtækinu takist ekki að afhenda nema brotabrot af þeim bóluefnaskömmtum sem til stóð að nota í febrúar. ESB hafi tekið seint ákvörðun um að semja við fyrirtækið og það hafi tafið viðgerðir sem varð að gera á framleiðslu bóluefnisins.
Biden ræddi við Pútín um Navalny og Úkraínu
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, ræddi við Vladimír Pútín, forseta Rússlands, um stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny og ögrandi tilburði Rússa í garð Úkraínu. Þá lagði hann áherslu að hinn svokallaði START-samningur milli landanna tveggja yrði framlengdur um fimm ár. Samkomulaginu er ætlað að koma í veg fyrir áframhaldandi kjarnorkuvopnakapphlaup.
26.01.2021 - 20:58
myndskeið
Boris Johnson: „Við gerðum allt sem við gátum“
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segist bera ábyrgð á öllu því sem ríkisstjórn hans hefur gert til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum. „Við gerðum allt sem við gátum,“ sagði forsætisráðherrann á blaðamannafundi í dag þegar Bretland varð aðeins fimmta landið í heiminum þar sem meira en en hundrað þúsund hafa látist af völdum COVID-19. „Ég votta öllum þeim samúð mína sem misst hafa ástvin í farsóttinni. Ég er sannarlega miður mín.“
Ekki jafn bjartsýnir og Svandís vegna vanda AstraZeneca
Grunnt er á því góða milli Evrópusambandsins og bóluefnaframleiðandans AstraZeneca eftir að fyrirtækið tilkynnti á föstudag að það gæti ekki afhent jafn marga bóluefnaskammta og það hafði lofað. Utanríkisráðherra Lettlands segir sambandið vera að íhuga að draga fyrirtækið fyrir dóm. Norðmenn óttast að skortur á bóluefni frá AstraZeneca seinki bólusetningum um einn til tvo mánuði. Þeim hafði verið lofað tveimur milljónum skammta fyrir sumarið en það dregst saman um 90 prósent.
Skoskt sjálfstæði, Brexit og Covid
Skoski þjóðarflokkurinn miðar á sjálfstæði Skotlands sem Skotar höfnuðu í þjóðaratkvæðagreiðslu 2014. Þar með virtist spurningunni svarað um ókomna áratugi. En Skotar eru ósáttir við útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, sú breyting feli í sér forsendubrest en þeir glíma við óvilja bresku stjórnarinnar um að halda aðra þjóðaratkvæðagreiðslu um málið.
Segir að mótmælendur í Hollandi komi úr ýmsum áttum
Mörg hundruð hafa verið handtekin í Hollandi undanfarna daga í verstu óspektum sem verið hafa í landinu í 40 ár. Fólkið mótmælir útgöngubanni og ströngum sóttvarnareglum sem hafa verið í gildi í landinu síðan í haust. Sóley Tómasdóttir, kynja- og fjölbreytileikaráðgjafi sem búsett er í borginni Nijmegen í norðausturhluta Hollands, segir að almenningur sé óttasleginn vegna mótmælanna. Svo virðist sem þeir sem taka þátt í þeim séu fjölbreyttur hópur.
Þjóðverjar skoða að stöðva millilandaflug
Þjóðverjar íhuga þann möguleika að loka nánast alveg á millilandaflug til að hægja á útbreiðslu þeirra afbrigða kórónuveirunnar sem breiðist út mun hraðar en það fyrsta. Horst Seehofer innanríkisráðherra greinir frá þessu í dag í viðtali við dagblaðið Bild.
26.01.2021 - 13:44
Ljón og tígrisdýr með COVID-19 í Svíþjóð
Tígrisdýr og tvö ljón hafa greinst með COVID-19 í dýragarði í Borås í Svíþjóð. Tígrisdýrið varð veikast og var að auki meða aðra langvarandi sjúkdóma. Það hefur þegar verið aflífað. Dýrið var orðið sautján ára.
26.01.2021 - 13:11
Færeysk fyrirtæki stefna að sjálfbærni til framtíðar
Ellefu færeysk fyrirtæki hafa undirritað samkomulag þar sem þau hyggjast hafa frumkvæði um sjálfbærni til þriggja ára. Verkefnið gengur undir heitinu Burðardygt Vinnulív eða Sjálfbær fyrirtæki og verður stjórnað frá Vinnuhúsinu, skrifstofu færeyskra atvinnurekenda og fyrirtækjarekenda.
Guterres segir ástandið í heiminum viðkvæmt
Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, var ómyrkur í máli í gær og sagði ástandið í heiminum afar viðkvæmt. Það stafaði ekki síst af áhrifum kórónuveirufaraldursins og miklum ójöfnuði milli fólks og ríkja í heiminum.
Myndskeið
Hátt í 500 handteknir fyrir að mótmæla útgöngubanni
184 voru handteknir í gærkvöld í mótmælum gegn sóttvarnaaðgerðum yfirvalda í Hollandi, og svipaður fjöldi bæði á laugardags- og sunnudagskvöld. Mótmælendur komu saman í minnst tíu borgum og bæjum þriðja kvöldið í röð og víða hefur komið til nokkuð harðra átaka. Þetta eru mestu óeirðir í Hollandi i 40 ár.
26.01.2021 - 11:43
Samkomur takmarkaðar í Grikklandi
Yfirvöld í Grikklandi gáfu í morgun út tilkynningu að ekki mættu fleiri safnast saman á einum stað en eitt hundrað manns. Þær takmarkanir yrðu í gildi í eina viku að viðlagðri sekt yrði þær brotnar.
26.01.2021 - 09:14
Landamærin líklega lokuð stóran hluta árs
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja Sjálands, telur líklegt að landamæri ríkisins verði að mestu lokuð út árið.
26.01.2021 - 09:04
Þúsundir mótmæltu í Ástralíu í morgun
Þúsundir Ástrala virtu að vettugi sóttvarnarreglur í morgun og komu saman til að mótmæla degi Ástralíu, frídegi sem ber upp á daginn þegar Bretar stofnuðu þar fanganýlendu fyrir rúmum tvö hundruð árum.
26.01.2021 - 08:21
Efasemdir um virkni bóluefnis AstraZeneca hjá öldruðum
Þýska viðskiptablaðið, Handelsblatt, hefur eftir ónafngreindum stjórnmála- og embættismönnum með tengsl við þýsku ríkisstjórnina að bóluefni lyfjaframleiðandans AstraZeneca hafi litla sem enga virkni meðal elstu aldurshópanna. Samkvæmt heimildum blaðsins verndar bóluefnið einungis 8 prósent þeirra sem eldri eru en 65 ára. Stjórnendur AstraZeneca vísa þessum fréttum á bug og segja þær „algjörlega rangar."
AfD skilgreindur sem möguleg öfgahreyfing
Stjórnlagadómstóll þýska sambandsríkisins Sachsen-Anhalt hefur skilgreint þýska þjóðernisflokkinn Alternative für Deutschland, AfD, sem mögulega hægri-öfgahreyfingu. Sú skilgreining verður til þess að leyniþjónustustofnunum er heimilt að fylgjast náið með skráðum félögum í flokknum í Sachsen-Anhalt.
26.01.2021 - 06:36
Moderna freistar þess að efla bóluefni sitt
Lyfjafyrirtækið Moderna telur bóluefni sitt virka gegn nýjum afbrigðum kórónaveirunnar sem veldur COVID-19 en leitar þó leiða til að efla það, eftir að vísbendingar komu fram um að virkni þess gegn afbrigðinu sem kennt er við Suður-Afríku væri minni en gegn öðrum afbrigðum.
Yfir 150.000 dáin úr COVID-19 í Mexíkó
Yfir 150.000 dauðsföll hafa nú verið rakin til COVID-19 í Mexíkó. Þetta kemur fram í tilkynningu mexíkóska heilbrigðisráðuneytisins, daginn eftir að forseti landsins, Andres Manuel Lopez Obrador, staðfesti að hann hefði greinst með COVID-19. Í tilkynningu ráðuneytisins segir að 659 hafi dáið úr COVID-19 síðasta sólarhringinn og dauðsföll í landinu þar með orðin 150.273. Aðeins Bandaríkin, Brasilía og Indland hafa skráð fleiri dauðsföll af völdum farsóttarinnar.
Útgöngubann veldur miklum óeirðum í Hollandi
Óeirðir brutust út í Amsterdam, Rotterdam og fleiri hollenskum borgum í kvöld, þriðja kvöldið í röð, þegar þúsundir streymdu út á götur og torg til að mótmæla fyrsta útgöngubanninu sem sett hefur verið á í Hollandi síðan í heimsstyrjöldinni síðari. Útgöngubannið er liður í sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna COVID-19 og gildir frá níu á kvöldin til hálf fimm að morgni.
26.01.2021 - 02:17
Ákæran á hendur Trump formlega afhent öldungadeild
Þingmenn úr fulltrúadeild Bandaríkjaþings afhentu í kvöld kollegum sínum í öldungadeildinni ákæru á hendur Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, með formlegum hætti. Ákæran er aðeins í einum lið, þar sem Trump er gefið að sök að hafa hvatt til áhlaupsins sem gert var á þinghúsið 6. janúar síðastliðinn.