Erlent

Ætla að gefa Úkraínu fallbyssur
Þýskaland, Danmörk og Noregur ætla að útvega Úkraínu sextán fallbyssur á næsta ári. Varnarmálaráðherra Þýskalands, Christine Lambrecht, greindi frá þessu eftir heimsókn sína til Úkraínu um helgina. 
Fann sjaldgæfa trjásvefnmús eftir tveggja ára leit
Sjaldgæft nagdýr sem hafði ekki sést í tuttugu ár fannst nýverið í skógi í Austurríki.
02.10.2022 - 13:56
Erlent · Náttúra · Erlent · Náttúra · svefnmús · trjásvefnmús · nagdýr · BBC
Blóðugur föstudagur í Íran
Talið er að allt að 133 hafi látið lífið í mótmælum víðsvegar um Íran á undanförnum tveimur vikum, samkvæmt írönskum mannéttindasamtökum. Kveikjan að mótmælabylgjunni er andlát ungrar konu, Möhsu Amini, sem lést í haldi siðgæðislögreglu landsins. Önnur mótmæli brutust út í borginni Zahedan í síðustu viku, en á föstudag er talið að allt að 41 hafi látið lífið þar.
Vitni lýsa troðningi á leikvangi þar sem fjöldi fórst
„Þetta var hræðilegt,“ segir Sam Gilang, 22 ára, sem missti þrjá vini í troðningi eftir fótboltaleik í borginni Malang á eyjunni Jövu í Indónesíu í gærkvöld. Á annað hundrað létu lífið og enn fleiri slösuðust í óeirðum sem brutust út þegar flautað var til leiksloka og fyrsta tap heimaliðsins Arek Malang gegn erkifjendunum í Persebaya Surabaya í meira en tvo áratugi blasti við.
02.10.2022 - 12:03
Erlent · Java
Bruce Willis ekki búinn að selja sinn stafræna tvíbura
Bruce Willis er ekki búinn að selja stafrænan tvíbura sinn til tæknifyrirtækis sem sérhæfir sig í djúpfölsun eða „deepfakes“. Talsmaður leikarans sá sig knúin til að senda frá sér yfirlýsingu þess efnis í gær eftir að fjölmiðlar á borð við Telegraph fullyrtu að Willis væri fyrsta Hollywood-stjarnan til að gera slíkan samning. Samkomulagið átti að tryggja að Willis gæti áfram birst í kvikmyndum og auglýsingum þrátt fyrir að vera hættur að leika vegna veikinda.
02.10.2022 - 10:00
Heimskviður
„Ef lífið verður svona þá er ég tilbúin til að deyja“
Talið er að hátt í eitt hundrað hafi látið lífið í mótmælum í Íran síðustu tvær vikur og mörg hundruð verið handtekin. Konur berjast sem aldrei fyrr fyrir auknum réttindum og hafa fengið sig fullsaddar af kúgun Íransstjórnar. Heimskviður ræddu við íranska konu í Teheran sem hefur tekið þátt í mótmælunum, en vill ekki koma fram undir nafni af ótta við afleiðingarnar. Hún segir að konur hafi fengið sig fullsaddar af 43 árum af kúgun og ætli að steypa stjórninni.
02.10.2022 - 09:20
Fellibylurinn Ian
44 staðfest dauðsföll og nær öruggt að þau eru fleiri
Staðfest dauðsföll af völdum fellibylsins Ians í Flórída í Bandaríkjunum eru orðin 44 talsins. Heilbrigðis- og lögregluyfirvöld í Flórída greindu frá þessu í gærkvöld. Búist er við að enn fleiri hafi látist, þar sem leitar- og hreinsunarstörfum er hvergi nærri lokið á þeim svæðum sem verst urðu úti í hamförunum. Bandarísku sjónvarpsstöðvarnar NBC og CBS hafa heimildir fyrir því að rekja megi yfir 70 dauðsföll í ríkinu til fárviðrisins með beinum eða óbeinum hætti.
02.10.2022 - 06:38
Skaut á innbrotsþjóf en drap níu ára stúlku
34 ára karlmaður hefur verið ákærður fyrir að myrða níu ára gamla stúlku sem var skotin á heimili sínu í Liverpool á Englandi í ágúst síðastliðnum. Stúlkan, Olivia Pratt-Korbel, var skotin banvænu skoti þegar móðir hennar freistaði þess að stöðva byssumann sem elti annan mann inn á heimili þeirra mæðgna.
02.10.2022 - 06:31
Rafmagn að komast á Kúbu á nýjaleik
Rafmagnsnotendur í Havana, höfuðborg Kúbu, eru nánast allir komnir með rafmagn að nýju, umfjórum sólarhringum eftir að fellibylurinn Ian sló því út á eyjunni allri með þeim afleiðingum að hvergi var straum að fá í 18 klukkstundir.
02.10.2022 - 05:31
Búlgaría: Fjórðu þingkosningarnar á 18 mánuðum
Búlgarar ganga að kjörborðinu í dag, í fjórðu þingkosningunum á hálfu öðru ári. Úkraínustríðið og afleiðingar þess hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, ekki síst vegna hækkandi framfærslukostnaðar og ótta um enn meiri verðhækkanir á mat og orku þegar vetur gengur í garð.
02.10.2022 - 04:48
Úkraínumenn hafa endurheimt öll völd í bænum Lyman
Úkraínuher hefur formlega lýst yfir sigri í baráttunni um bæinn Lyman í Donetsk-héraði. Úkraínsk yfirvöld birtu í gærkvöld myndskeið á samfélagsmiðlum sem sýnir úkraínska hermenn fella rússneska fánann við ráðhúsið í miðbæ Lyman og reisa fána Úkraínu í staðinn.
02.10.2022 - 03:32
Indónesía
Minnst 174 létust í troðningi eftir fótboltaleik
Minnst 174 létu lífið og enn fleiri slösuðust í miklum troðningi eftir að átök brutust út í lok fótboltaleiks í borginni Malang á eyjunni Jövu í Indónesíu á laugardagskvöld. Forseti landsins hefur fyrirskipað allsherjar úttekt á öryggismálum á knattspyrnuvöllum landsins vegna þessa hörmulega atburðar.
02.10.2022 - 03:12
Hafa drepið 100 Palestínumenn á hernumdu svæðunum
Átján ára palestínskur piltur var skotinn til bana í Austur-Jerúsalem í dag. Hann er 100. Palestínumaðurinn sem Ísraelar hafa drepið á herteknu svæðunum í Jerúsalem og Vesturbakkanum á þessu ári svo staðfest sé. Mannskæðar árásir Palestínumanna gegn Ísraelum hafa líka verið óvenju margar.
02.10.2022 - 01:21
Lula mögulega kjörinn Brasilíuforseti strax í dag
Fyrri umferð forsetakosninga í Brasilíu fer fram á sunnudag. Tvær skoðanakannanir sem birtar voru á laugardags kvöld benda til þess að mögulega þurfi ekki að halda aðra umferð, þar sem einn frambjóðandi gæti fengið rúman helming atkvæða á í þeirri fyrri. Átta eru í framboði en aðeins tveir frambjóðendur eiga möguleika á sigri í forsetakosningunum, þeir Jair Bolsonaro Brasilíuforseti og Luiz Inacio Lula da Silva, fyrrverandi forseti.
Svíþjóð
Mannskæð skotárás í Södertälje, annan daginn í röð
Karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn til bana í sænsku borginni Södertälje á laugardagskvöld, daginn eftir að maður á þrítugsaldri var myrtur með byssu í sama hverfi borgarinnar. Morðið var fjórða skotárásin í Södertälje á rúmri viku og lögreglan talar um vítahring ofbeldisverka í borginni, sem er skammt suður af Stokkhólmi. 50 manns hafa fallið fyrir byssukúlu í Svíþjóð það sem af er þessu ári, fimm fleiri en allt árið í fyrra, sem þó var metár að þessu leyti.
01.10.2022 - 23:12
Hvetur til beitingar kjarnorkuvopna
Hersveitir Rússa hafa hörfað frá bænum Lyman í úkraínska héraðinu Donetsk. Hernaðarlegt vægi bæjarins er mikið en Rússar hafa notað hann sem birgðastöð. Sigur Úkraínumanna í Lyman þykir opna á frekari sigra í austurhéruðum landsins.
01.10.2022 - 17:29
„Þetta hefur gífurleg sálræn áhrif á fólk hérna“
Fellibylurinn Ian fór hamförum í Flórída í Bandaríkjunum frá miðvikudegi fram á föstudag og talið er að minnst 50 íbúar ríkisins hafi látið lífið af völdum hans. Pétur Sigurðsson fasteignasali er búsettur í Orlando í Flórída. Hann segir flóðin sem fellibylurinn olli þau verstu sem orðið hafa í ríkinu í 200 ár og eyðilegginguna eftir því mikla. Íbúar taki þessu þó með jafnaðargeði, enda ýmsu vanir. 
01.10.2022 - 15:48
„Herra Pútín, ekki misskilja það sem ég er að segja“
Hersveitir Úkraínumanna hafa umkringt borgina Lyman í Donetsk héraði sem verið hefur á valdi Rússa mánuðum saman. Fall Lyman er talið vera áfall fyrir hernaðaraðgerðir Rússa. Bandaríkjastjórn hefur boðað nýjar refsiaðgerðir gegn Rússum, eftir að Rússlandsforseti tilkynnti í gær að fjögur héruð Úkraínu yrðu innlimuð í Rússland.
01.10.2022 - 14:22
Enn hótar Erdogan Finnum og Svíum
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hefur ítrekað hótanir sínar um að hann muni ekki samþykkja aðild Finna og Svía að Atlantshafsbandalaginu nema ríkin standi við gefin loforð gagnvart Tyrkjum. „Þar til staðið er við loforðin gagnvart okkar ríki er stefna okkar óbreytt,“ sagði Erdogan í ræðu á tyrkneska þinginu í dag.
01.10.2022 - 14:00
Rússar stöðva gasflutning til Ítalíu
Rússneski gasrisinn Gazprom hefur stöðvað flutning á gasi til Ítalíu að sögn vegna flutningsvandamála í Austurríki. AFP hefur þetta eftir ítalska orkufyrirtækinu Eni.
01.10.2022 - 13:34
Heimskviður
„Við erum miklu sterkari en Pútín og Lukasjenko“
Yfir þrettán hundruð pólitískir fangar eru í haldi í Hvíta-Rússlandi. Fjöldi í viðbót, eða hátt í fjörutíu þúsund, hefur síðustu ár setið inni í lengri eða skemmri tíma fyrir skoðanir sínar. Einn þeirra er Anatoly Liabedzka, sem hefur verið í stjórnmálum síðan á Sovéttímanum. Hann líkir fangelsum í Hvíta-Rússlandi samtímans við fangelsi Stalíns. Liabedzka kom hingað til lands á dögunum og þá náðu Heimskviður tali af honum. Hann er nú í útlegð í Litáen, ásamt stjórnarandstöðu landsins.
01.10.2022 - 13:24
Minnst 35 létu lífið í sprengjuárás í skóla í Kabúl
Að minnsta kosti 35 létu lífið í í sjálfsmorðssprengjuárás á skóla í Kabúl í gærmorgun, samkvæmt uppfærðum tölum frá Sameinuðu þjóðunum sem birtar voru í morgun.
01.10.2022 - 10:55
Spegillinn
Þættirnir um Staupastein orðnir 40 ára
Hér í spilaranum hljóma upptafstónar upphafsstefs sjónvarpsþáttanna Cheers eða Staupasteins, sem gekk árum saman í sjónvarpi hérlendis sem erlendis við miklar vinsældir. Í dag, 30. september, eru liðin 40 ár frá því að fyrsti þátturinn var sýndur.
01.10.2022 - 10:30
Lettar kjósa til þings í dag
Þingkosningar eru haldnar í Lettlandi í dag, þar sem kjörstaðir voru opnaðir klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. 100 fulltrúar eiga sæti á lettneska þinginu og næsta öruggt þykir að flokkur forsætisráðherrans Krisjanis Karins, mið-hægriflokkurinn Samstaða (Vienotība), auki fylgi sitt verulega á kostnað popúlískra flokka á hægri vængnum, Íhaldsflokksins og jafnaðarmanna.
01.10.2022 - 07:28
Áætla að minnst 50 hafi látist og vara við flóðum
Lögregluyfirvöld í Flórídaríki í Bandaríkjunum áætla að minnst 50 íbúar ríkisins hafi látið lífið af völdum fellibylsins Ians, sem fór þar hamförum frá miðvikudegi fram á föstudag. Opinber, staðfestur fjöldi látinna hefur aukist hægt og bítandi eftir því sem leitar- og björgunarstörfum hefur undið fram á þeim stöðum sem verst urðu úti í veðurofsanum og flóðunum sem honum fylgdu.
01.10.2022 - 06:42