Erlent

Mesta hitabylgja í áratugi í Grikklandi
Almannavarnir í Grikklandi beina því til fólks að vinna eins lítið utandyra og unnt er vegna hitabylgju sem ríkir í landinu um þessar mundir. Búist er við að hún nái hámarki á mánudag. 
30.07.2021 - 15:53
Erlent · Evrópa · Veður · Grikkland
Þrjú hundruð þúsund veðurteppt í Bangladess
Flóð af völdum monsúnrigninga í suðausturhluta Bangladess valda því að yfir þrjú hundruð þúsund íbúar í þorpum á svæðinu eru innilokaðir. Óveðrið hefur orðið að minnsta kosti tuttugu að bana, þar á meðal sex Róhingja-flóttamönnum frá Mjanmar.
30.07.2021 - 13:32
Sextugir og eldri fá þriðju sprautuna í Ísrael
Bólusetningarátak hófst í Ísrael í dag þegar forseti landsins og eiginkona hans fengu þriðju sprautuna gegn kórónuveirunni. Hún stendur öllum landsmönnum til boða sem orðnir eru sextíu ára og eldri. Smitum hefur farið fjölgandi í Ísrael að undanförnu.
Drottning fékk undanþágu frá lögum um loftslagsmál
Elísabet II drottning tryggði sér undanþágu frá skoskum lögum sem ætlað er að sporna gegn loftslagsbreytingum á sama tíma og Karl og Vilhjálmur prinsar berjast fyrir aðgerðum til draga úr útblæstri og vernda umhverfið. Krúnan nýtti sér löggjöf sem gerir skoskum yfirvöldum skylt að bera undir drottningu lagafrumvörp sem kunna að hafa áhrif á stöðu hennar og hagsmuni. Drottning er einn stærsti landeigandi í Skotlandi og sá eini sem er undanþeginn löggjöfinni.
30.07.2021 - 11:33
Ný plata frá Prince fimm árum eftir andlátið
Í dag kemur út ný plata með bandaríska tónlistarmanninum Prince þrátt fyrir að fimm ár séu liðin frá andláti hans. Platan sem heitir Welcome 2 America var tekin upp árið 2010 og inniheldur tólf lög.
Saied Túnisforseti tilnefnir nýjan innanríkisráðherra
Kais Saied, forseti Túnis, tilnefndi í gær innanríkisráðherra í nýrri ríkisstjórn sinni. Ridha Gharsallaoui sem áður var öryggisráðgjafi ríkisins tekur nú við sem innanríkisráðherra en enn liggur ekki fyrir hver verði nýr forsætisráðherra.
30.07.2021 - 05:17
Uggur vegna framkomu við erlenda fréttamenn í Kína
Bandarísk stjórnvöld lýsa þungum áhyggjum vegna árása og hótana í garð erlendra fréttamanna sem fylgst hafa með miklum og mannskæðum flóðum í Kína. Fréttaveitur og samtök fréttamanna eru sama sinnis.
30.07.2021 - 04:48
Rannsaka baul áhorfenda yfir kínverska þjóðsöngnum
Lögregla í Hong Kong rannsakar nú athæfi fólks sem baulaði hástöfum og yfirgnæfði þjóðsöng Kína meðan það horfði á útsendingu frá Ólympíuleikunum á mánudagskvöld. Vanvirðing við þjóðsönginn er ólögleg samkvæmt lögum sem sett voru á síðasta ári.
30.07.2021 - 03:33
Guðni Valur úr leik í kringlukastkeppninni
Kringlukastaranum Guðna Val Guðnasyni mistókst að komast í úrslit í kringlukasti á Ólympíuleikunum. Öll þrjú köst hans reyndust ógild.
Landamæri Sádi Arabíu opnuð að nýju
Yfirvöld í Sádi Arabíu tilkynntu í dag að landamæri ríkisins verði opnuð fullbólusettum, erlendum ferðamönnum eftir sautján mánaða lokun vegna kórónuveirufaraldursins. Ströng skilyrði um aðgang óbólusettra að mannamótum verða tekin upp um mánaðamótin.
Óhapp við tengingu við geimstöðina olli nokkru uppnámi
Rússum tókst að tengja Nauka rannsóknarferjuna við alþjóðlegu geimstöðina í dag. Áhöfn geimstöðvarinnar þurfti að bregðast skjótt við þegar óvænt kviknaði á brennurum ferjunnar eftir teninguna.
Málshöfðun vegna óleyfilegrar nýtingar krabbameinsfruma
Afkomendur Henriettu Lacks tilkynntu í dag að þeir hygðust höfða mál á hendur lyfjarisunum sem högnuðust á því að nota frumur úr líkama hennar áratugum saman til vísindarannsókna. 
Mestu skógareldar í yfir hálfa öld í Finnlandi
Í bænum Kalajoki í Finnlandi loga nú mestu skógareldar sem sést hafa þar í landi í yfir hálfa öld. Bruninn nær yfir um 300 hektara svæði í Kalajoki sem staðsett er á vesturströnd Finnlands. Slökkvistarf hefur staðið yfir frá því á mánudag en í dag náðist loks að afmarka svæðið sem logar en enn er langt í land áður en hægt verður að ráða niðurlögum eldsins vegna þess hve stórt svæðið er.
29.07.2021 - 23:12
Bólusetning eða grímuskylda með reglulegri sýnatöku
Opinberir starfsmenn í Bandaríkjunum eru nú skyldugir til að fara í bólusetningu gegn Covid. Að öðrum kosti eiga þeir að vera með grímu, fara reglulega í sýnatöku, halda fjarlægðarmörkum og fá ekki að ferðast vegna vinnu sinnar.
Segir stjórnvöld bera ábyrgð á morði Galizia
Morðið á maltneskri blaðakonu  árið 2017 er á ábyrgð stjórnvalda þar. Þetta er niðurstaða nýrrar opinberrar rannsóknar. Þó að stjórnvöld hefðu ekki haft beina aðkomu að því, hefðu þau getað komið í veg fyrir það.
29.07.2021 - 21:49
Myndskeið
Bólusetningarvottorð með AstraZeneca víðast samþykkt
Um 28 prósent heimsbyggðarinnar hafa nú fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni við kórónuveirunni og 14,2 prósent eru fullbólusett, langflestir í ríkari löndum heims. Eftir því sem bólusetningum vindur fram leggja fleiri land undir fót - og þá þarf víðast hvar að framvísa bólusetningarvottorði á landamærunum.
29.07.2021 - 20:09
Johansson stefnir Disney fyrir samningsbrot
Bandaríska leikkonan Scarlett Johansson hefur stefnt Walt Disney-samsteypunni fyrir samningsbrot. Johansson leikur aðalhlutverk í nýrri stórmynd fyrirtækisins um svörtu ekkjuna, Black Widow.
29.07.2021 - 19:38
Mjanmar leitar eftir erlendri aðstoð
Yfirmaður herstjórnarinnar í Mjanmar biður erlendar þjóðir um hjálp til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Heilbrigðiskrefinu hefur hrakað mjög frá því að herinn rændi völdum í vetur.
29.07.2021 - 17:29
Öll jörðin titraði eftir Alaska-skjálftann
Jarðskjálfti að stærð 8,2 reið yfir Alaska í morgun en það er stærsti skjálfti sem þar hefur mælst í meira en hálfa öld. Skjálftinn kom jarðeðlisfræðingum ekki á óvart en beðið hefur verið eftir að jörð skylfi þar á ný eftir langt hlé.
29.07.2021 - 17:12
Útgöngubann framlengt í Katalóníu
Útgöngubann að nóttu til var framlengt öðru sinni í Katalóníu í dag. Því var komið á um miðjan júlí til að draga úr örri fjölgun kórónuveirusmita í héraðinu. 
29.07.2021 - 16:21
Skógareldar á ferðamannaslóðum í Tyrklandi
Þrír eru látnir og 122 hafa þurft að leita sér læknishjálpar vegna reykeitrunar eftir að skógareldar kviknuðu í Antalya-héraði í suðurhluta Tyrklands í gær. Meðal annars brennur gróður í og við ferðamannabæinn Manavgat. Að sögn tyrkneskra fjölmiðla hafa tuttugu hús brunnið í einu hverfi bæjarins. Þar bjuggu um fimm hundruð manns. Margir hafa verið fluttir á brott. Þyrlur eru notaðar við slökkvistarfið. Yfirvöld grunar að kveikt hafi verið í skóginum, þar sem eldurinn kom upp á fjórum stöðum.
29.07.2021 - 15:22
Rúmir fjórir milljarðar í bætur vegna Sandy Hook
Bandaríski byssuframleiðandinn Remington hefur boðist til að greiða fjölskyldum fórnarlamba skotárásarinnar í barnaskólanum Sandy Hook bætur. Þær nema alls 33 milljónum bandaríkjadala, jafnvirði 4.150 milljóna íslenskra króna.
29.07.2021 - 10:11
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Spenna í Túnis
Mikil spenna ríkir í Túnis eftir að Kais Saied, forseti, rak forsætisráðherrann og sendi þingið í leyfi. Andstæðingar forsetans saka hann um valdarán og einræðistilburði. Forsetinn, sem var prófessor í stjórnlagarétti, vísar því á bug að hann hafi rænt völdum og segir þá sem haldi því fram þurfa að læra lögfræði sína betur.
Hong Kong
Fer fram á að sýnd verði vægð við ákvörðun refsingar
Lögmaður Hong Kong-búans Tong Ying-kit sem var á dögunum sakfelldur, fyrstur manna, fyrir brot gegn umdeildum öryggislögum hefur farið fram á að Tong verði ekki gert að sæta meira en tíu ára fangelsi fyrir brot sín.
29.07.2021 - 09:08
Dómíníski tónlistarmaðurinn Johnny Ventura látinn
Dóminíski tónlistarmaður Johnny Ventura er látinn 81 árs að aldri. Ferill Ventura spannaði meira en sextíu ár og hlaut hann fjölmörg verðlaun á löngum tónlistarferli.
29.07.2021 - 08:29