Erlent

Vill nota alkóhól eða steinolíu til sótthreinsunar
Kórónuveirufaraldurinn magnast víða um heim, yfirvöld á Indlandi skýrðu frá því að 803 hefur látist úr COVID-19 í gær og 50 þúsund ný tilfelli hefðu verið staðfest í gær. Það er meira en í nokkru öðru landi. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, ráðleggur fólki að sótthreinsa sig með alkóhóli eða steinolíu.  
04.08.2020 - 12:35
Fleiri Bretar fluttu til ESB landa eftir Brexit
Þrjátíu prósentum fleiri Bretar hafa flutt til ríkja Evrópusambandsins á hverju ári frá því að Brexit var samþykkt 2016, að því er dagblaðið Guardian segir frá í dag. Þá hefur þeim fjölgað mjög sem hafa sótt um ríkisborgararétt í ESB-ríkjum.
04.08.2020 - 11:49
Segja framferði Bandaríkjanna hreint og klárt einelti
Kínversk stjórnvöld segja að framferði þeirra bandarísku, þegar kemur að appinu Tik Tok, sé hreinlega einelti. Þetta kom fram í máli Wang Wenbin, talsmanns kínverska utanríkisráðuneytisins, á upplýsingafundi í dag. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gaf Tik Tok í gær sex vikur til að selja starfsemi sína í Bandaríkjunum til fyrirtækis þar í landi.
04.08.2020 - 09:30
Myndskeið
Hafa ekki enn innlimað hluta Vesturbakkans í Ísrael
Yfirvöld í Ísrael hafa ekki enn innlimað hluta Vesturbakkans í Ísrael líkt og til stóð að gera. Palestínskt blaðakona segir að innlimun á stórum hluta svæðisins sé í raun löngu hafin en formleg staðfesting gefi þeim grænt ljós á að flýta öllu ferlinu bregðist alþjóðasamfélagið ekki við.
04.08.2020 - 08:14
Tæp hálf milljón í sekt fyrir að rjúfa einangrun
Þeir íbúar Victoriu-ríkis í Ástralíu sem fylgja ekki reglum um einangrun þurfa frá og með deginum í dag að greiða hátt í hálfa milljón króna sekt.
04.08.2020 - 07:06
Fyrsta farþegaferðin út í geim framundan
Mögulegt er að fyrsta farþegaferð Virgin Galactic, fyrirtækis Richards Branson, út í geim verði farin snemma á næsta ári.
Isaias orðinn fellibylur
Fellibylurinn Isaias er nú genginn á land í Suður Karólínuríki. Isaias, sem áður hafði misst nokkuð af styrk sínum og var orðinn að hitabeltisstormi, jók styrk sinn á ný eftir að hafa farið yfir Flórída án þess að valda teljandi tjóni.
04.08.2020 - 06:29
Danir óttast að faraldurinn gæti farið úr böndum
Ef útbreiðsla kórónuveirusmita í Danmörku heldur áfram að þróast með líkum hætti og undanfarna daga gæti verið hætta á að faraldurinn fari úr böndunum.
04.08.2020 - 04:25
Upptöku af handtöku Floyds lekið á Netið
Upptökur úr búkmyndavélum tveggja þeirra lögreglumanna sem handtóku George Floyd í maí síðastliðnum varpa nýju ljósi á atburðarásina sem varð kveikjan að gríðarlegum mótmælum, nánast um allan heim.
Færeyskir karlmenn nokkuð fleiri en konur
Nú eru karlmenn í Færeyjum um 15 af hundraði fleiri en konur. Þetta kemur fram í frétt og stuttri heimildamynd á vefsíðunni Local.fo. Færeyingar eru nú um 50 þúsund talsins.
04.08.2020 - 02:22
Trump gagnrýnir Birx opinberlega í fyrsta sinn
Deborah Birx snerist gegn stjórnvöldum í Washington með yfirlýsingu sinni um hve óvenju útbreiddur kórónuveirufaraldurinn er í Bandaríkjunum. Þetta segir Donald Trump Bandaríkjaforseti á Twitter.
Ísraelsher gerir loftárásir á Sýrland
Ísraelskar orrustuþotur, árásarþyrlur og annarskonar herflugvélar gerðu í dag árás á hernaðarlega mikilvæg skotmörk í suðurhluta Sýrlands. Jafnframt var ráðist á borgina Boukamal nærri landamærum Íraks.
04.08.2020 - 00:24
Erlent · Ísrael · sýrland · Íran · Stríð · Hezbollah · Damaskus · Loftárás · Írak · Gólan-hæðir
Isaias færist í aukana
Hitabeltisstormurinn Isaias sækir nú í sig veðrið efir að hafa farið yfir Flórída án þess að valda teljandi tjóni.
FAA leggur til fjórar breytingar á hönnun 737 MAX
Bandaríska flugmálastjórnin (FAA) hefur lagt til fjórar grundvallarbreytingar á hönnun flugvéla af gerðinni Boeing 737 MAX í því skyni að gera þær öruggari. 346 létust í tveimur flugslysum sem rekja má til galla í hugbúnaði flugvéla af þessari tegund. Vélar af gerðinni Boeing 737 MAX voru kyrrsettar í mars 2019.
03.08.2020 - 22:10
Ekki hægt að vita hvenær lönd eru komin yfir það versta
Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO), sagði á blaðamannafundi í dag að fólk sem búsett væri á svæðum þar sem kórónuveirufaraldur hafi brotist út oftar en einu sinni væri samt sem áður útsett fyrir veirunni. „Frá því í síðustu viku höfum við horft upp á nokkur ríki sem litu út fyrir að vera komin yfir versta hjallinn kljást við nýja bylgju veirunnar,“ sagði hann.
Fertugur maður fannst á lífi eftir fimm ár í felum
Ricardas Puisys, fertugur Lithái sem ekkert hefur spurst til síðan 2015, fannst á lífi í skógi í Cambridge-skíri skammt frá heimili sínu í byrjun júlí. Lögregluyfirvöld biðu í mánuð með að greina frá fregnunum til þess að standa vörð um velferð Puisys.
03.08.2020 - 18:25
Fyrrverandi Spánarkonungur farinn í útlegð
Jóhann Karl, fyrrverandi Spánarkonungur, er farinn í sjálfskipaða útlegð. Konungshöllin tilkynnti þetta í dag. Aðeins eru nokkrar vikur síðan að nafn hans var bendlað við spillingarannsókn.
03.08.2020 - 18:11
Svíar slegnir vegna dráps á tólf ára stúlku
Svíar eru slegnir vegna andláts tólf ára stúlku sem varð fyrir byssuskoti í Botkyrka í Suður-Stokkhólmi í gær. Lögregla var kölluð út klukkan hálf fjögur aðfaranótt sunnudags vegna skothávaða við bensínstöðina E4 Norsborg og skömmu síðar fannst stúlkan helsærð. Hún var flutt á sjúkrahús þar sem hún lést af sárum sínum. Stúlkan hafði verið á gangi með hundinn sinn er hún varð fyrir skotinu.
03.08.2020 - 15:41
Óttast öngþveiti í almenningssamgöngum
Samgönguyfirvöld í Svíþjóð óttast aukinn troðning í almenningssamgöngum víða um land þegar skólarnir hefjast á ný eftir sumarfrí. Dagens Nyheter greinir frá þessu.
03.08.2020 - 12:57
Segir enn óljóst hvort bóluefni finnist gegn Covid-19
Tedros Adhanom Ghebreysus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, varaði við því að morgun að treysta um of á að bóluefni myndi leysa allan vanda vegna Covid-19. Það gæti farið svo að ekkert bóluefni vinni gegn veirunni og sjúkdómnum. Kórónuveirusmitum fjölgar nú hratt í ríkjum sem í síðustu viku virtust hafa náð stjórn á faraldrinum.
Hurtigruten aflýsir siglingum skemmtiferðaskipa
Norska skipafélagið Hurtigruten hefur aflýst siglingum allra skemmitferðaskipa sinna vegna kórónuveirusmita, en 36 skipverjar félagsins greindust fyrir helgi. Lögregla rannsakar nú málið þar sem bæði Hurtigruten og skipverjar um borð gætu þurft að svara til saka.
03.08.2020 - 10:13
Myndskeið
Friðarverðlaunahafinn John Hume látinn
John Hume, sem hlaut friðarverðlaun Nóbels ásamt David Trimble fyrir friðarsamkomulagið á Norður-Írlandi, er látinn. Hann var 83 ára. Hume, sem var leiðtogi stærsta flokks kaþólikka skrifaði ásamt Trimble undir Belfast-samkomulagið í apríl 1998. Þeir sneru síðan bökum saman og tryggðu samkomulaginu sigur í þjóðaratkvæðagreiðslu, meðal annars með því að koma fram á tónleikum írsku rokksveitarinnar U2.
03.08.2020 - 10:10
Nýtt COVID-19 próf sýnir niðurstöðu eftir 90 mínútur
Bresk heilbrigðisyfirvöld kynntu í morgun nýtt COVID-19 próf sem sýnir niðurstöðu eftir 90 mínútur. Prófið verður notað á hjúkrunarheimilum og rannsóknarstofum frá og með næstu viku sem og á sjúkrahúsum. Það getur greint á milli hvort viðkomandi sé með árstíðabundna flensu eða kórónuveiruna.
03.08.2020 - 07:57
Gríðarlegur samdráttur hjá HSBC bankanum
Hagnaður HSBC bankans, eins stærsta banka heims, hrapaði um 69 af hundraði á fyrri helmingi ársins, eftir skatta. HSBC-bankinn er fjölþjóðlegur banki með höfuðstöðvar í London.
03.08.2020 - 06:13
Ný bylgja faraldursins skollin á vestra
Önnur bylgja kórónuveirufaraldursins hefur skollið á Bandaríkjunum. Þetta segir Deborah Birx sérlegur ráðgjafi Hvíta hússins um faraldurinn.
03.08.2020 - 04:19