Erlent

Myndskeið
Nemendur biðu lengi með morðingjanum eftir Paty
Sjö hafa verið ákærð í tengslum við morðið á kennaranum Samuel Paty nærri París í síðustu viku, þar á meðal tveir nemendur í skólanum sem hann kenndi við. Þjóðarsorg var í Frakklandi í dag vegna morðsins.
21.10.2020 - 22:34
Purdue Pharma gengst við ábyrgð á ópíóðafaraldrinum
Bandaríska lyfjafyrirtækið Purdue Pharma hefur samþykkt að greiða rúma átta milljarða bandaríkjadala til að ná sátt í málum sem höfðuð voru gegn því vegna verkjalyfsins Oxycontíns. Sáttin kemur þó ekki í veg fyrir að stjórnendur fyrirtækisins verði dregnir til ábyrgðar fyrir sinn hlut í ópíóðafaraldrinum í Bandaríkjunum.
21.10.2020 - 21:01
Yfir milljón kórónuveirusmit á Spáni
Kórónuveirusmitin eru komin yfir eina milljón á Spáni. Síðastliðinn sólarhring voru staðfest smit tæplega sautján þúsund og eru þar með orðin rúmlega ein milljón og fimm þúsund. Hið fyrsta var greint 31. janúar á La Gomera, einni Kanaríeyja.
21.10.2020 - 17:52
Spegillinn
Veikburða eldra fólki var neitað um sjúkrahússvist
Veikburða eldra fólki var kerfisbundið neitað um sjúkrahússvist í Stokkhólmi og nágrenni, á fyrstu mánuðum Covid-faraldursins. Oft var líknandi meðferð fyrirskipuð án þess að læknir hitti sjúklinginn. Hávær gagnrýni er nú uppi á framgöngu yfirvalda gagnvart eldri borgunum og margir spyrja hvort hreinlega hafi verið um lögbrot að ræða.
21.10.2020 - 17:00
Með reikning í Kína eftir misheppnuð viðskipti
Skattaskýrslur Donalds Trump Bandaríkjaforseta hafa varpað ljósi á bankareikning í hans eigu í Kína. New York Times fjallar í dag um viðskipti forsetans í Kína sem vekja sérstaka athygli í ljósi harðra deilna hans við kínversk stjórnvöld og ummæla hans um hættuna á kínverskum yfirráðum og njósnum. Þá hefur forsetinn margoft sakað Joe Biden, mótframbjóðanda sinn í komandi forsetakosningum, um að eiga í viðskiptatengslum við Kína.
Marc Dutroux enn talinn hættulegur
Lögmenn belgíska barnamorðingjans Marcs Dutroux ætla að fresta því að sækja um reynslulausn fyrir skjólstæðing sinn þar sem ný geðrannsókn hefur leitt í ljós að hann er enn hættulegur.
21.10.2020 - 16:37
Tékkar herða aðgerðir gegn veirunni enn frekar
Stjórnvöld í Tékklandi hyggjast herða enn frekar ráðstafanir til að koma í veg fyrir útbreiðslu kórónuveirunnar. Ástandið er hvergi verra meðal ríkja Evrópusambandsins. Leiðtogafundur hefur verið boðaður til að ræða ástandið í álfunni.
21.10.2020 - 16:10
Útilokar samkomulag um Nagorno Karabakh
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, telur útilokað að ná samkomulagi með friðsömum hætti við stjórnvöld í Aserbaísjan um framtíð héraðsins Nagorno Karabakh. Í myndskeiði sem hann birtir á Facebook segir hann að langt eigi eftir að líða þar til úr deilu þjóðanna um héraðið verði leyst eftir diplómatískum leiðum.
21.10.2020 - 14:28
Peter Madsen fékk hjálp við flóttann
Danska lögreglan segir að Peter Madsen hafi fengið hjálp við flótta úr fangelsi í gær, þar sem hann afplánar lífstíðardóm fyrir að myrða sænsku blaðakonuna Kim Wall. Aðeins liðu nokkrar mínútur frá flóttanum uns Madsen var handsamaður á ný. Þetta stangast á við það sem sagt var á fréttamannafundi lögreglunnar síðdegis í gær. Nú segir lögreglan að flóttinn hafi verið vel skipulagður og lögreglan leiti að einum eða fleiri utan fangelsins sem hafi aðstoðað Madsen.
21.10.2020 - 12:49
Trump hætti í miðju viðtali við 60 minutes
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, hætti í miðju viðtali við fréttaskýringaþáttinn 60 mínútur í gær og veittist svo í tístum og á kosningafundi að Leslie Stahl sem tók viðtalið.  Samkvæmt frásögn bandarískra fjölmiðla mislíkaði forsetanum ágengni Leslie Stahl og reiddist henni vegna spurninga hennar. Þau höfðu rætt saman í 40 mínútur er gert var hlé og Mike Pence, varaforseti, átti að vera með í síðari hluta viðtalsins. Forsetinn ákvað þá að nóg væri komið.
Spegillinn
COVID-19 og „þeir þarna fyrir sunnan“
Sjálfsstjórn einstakra landshluta í Bretlandi hefur verið pólitískt deilumál í Bretlandi í áratugi. COVID-19 faraldurinn hefur með óvæntum hætti styrkt bæði sjálfsstjórn og sjálfsímynd svæðanna fjögurra sem hafa tekið á faraldrinum með ólíkum hætti. Kjörnir borgarstjóra í ýmsum stærstu borgum Bretlands hafa svo undanfarið staðið upp í hárinu á bresku stjórnina í togstreytu um veiruaðgerðir sem að hluta snúst um að „þeir þarna fyrir sunnan“ skilji ekki lífsskilyrðin fyrir norðan
21.10.2020 - 11:06
Hótelkeðja Trumps með reikning í kínverskum banka
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur viðurkennt að eiga bankareikning í kínverskum banka.
21.10.2020 - 07:07
Fréttaskýring
Tvær vikur til stefnu og forskot Bidens aldrei meira
Joe Biden, forsetaframbjóðandi Demókrótaflokksins, mælist með 10,7 prósentustiga forskot á Donald Trump, sitjandi forseta Bandaríkjanna, þegar tvær vikur eru til forsetakosninga. Forskot Bidens hefur aldrei mælst meira.
Líkur aukast að nýju á COVID-björgunarpakka
Líkurnar á að Bandaríkjaþing samþykki björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins hafa aukist að nýju.
Áttræður Pelé ánægður með andlega heilsu
Brasilíska knattspyrnugoðsögnin Pelé kveðst alsæll með að halda andlegri heilsu sinni. Þetta kom fram í myndskeiði sem hann sendi fjölmiðlum í tilefni af áttræðisafmæli sínu á föstudaginn kemur.
21.10.2020 - 02:09
Lánsamur Færeyingur auðgast í danska Lottóinu
Heppinn Færeyingur vann 15 milljónir danskra króna í danska Lottóinu. Það er jafnvirði um 331 milljónar íslenskra króna.
21.10.2020 - 01:23
Skærur halda áfram milli Ísraels og Palestínu
Ísraelskar herþotur og -þyrlur gerðu í gær árás á suðurhluta Gaza-svæðisins til þess að eyðileggja jarðgöng sem Hamas-liðar eru sagðir hafa lagt yfir til Ísraels.
21.10.2020 - 00:58
Geimkönnunarfar kyssti yfirborð smástirnis
Könnunarfarið Osiris-Rex lenti á stórgrýttu yfirborði smástirnisins Bennu fyrr í kvöld. Farið sem NASA sendi í leiðangur sinn í september árið 2016 staldraði örskamma stund við á smástirninu, sem er í 330 milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu.
20.10.2020 - 23:42
Bandarísk stjórnvöld höfða mál gegn Google
Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna hefur höfðað mál gegn tæknirisanum Google. Málið hefur verið undirbúningi í meira en ár og er Google sakað um brot á samkeppnislögum.
20.10.2020 - 22:21
Myndskeið
Sjúkrahús í Tékklandi að nálgast þolmörk
Kórónuveirufaraldurinn er enn skæður í Evrópu og staðan er hvað verst í Tékklandi þar sem spítalar eru að verða yfirfullir. Mörg Evrópuríki heyja harða baráttu við aðra eða þriðju bylgju faraldursins. Smitin í álfunni eru komin yfir fimm milljónir og dauðsföllin eru rúmlega 202.000.
20.10.2020 - 22:06
Myndskeið
Með eftirlíkingu af byssu og sprengjubelti
Peter Madsen var óvopnaður, en með eftirlíkingu af skammbyssu og sprengjubelti þegar hann slapp úr Herstedvester fangelsinu í Danmörku í dag. Dómsmálaráðherra Dana vill herða eftirlit með föngum til að atburðurinn endurtaki sig ekki.
20.10.2020 - 16:41
Peter Madsen tók gísl þegar hann flýði úr fangelsi
Daninn Peter Madsen, sem afplánar ævilangan fangelsisdóm fyrir morð á sænsku blaðakonunni Kim Wall tók gísl þegar hann flýði úr fangelsi í dag. Honum tókst að sleppa með því að hafa í hótunum, að því er fréttastofa danska ríkisútvarpsins hefur eftir heimildarmanni.
20.10.2020 - 13:25
Slökkt á hljóðnemum nema frambjóðandi hafi orðið
Nefnd sem skipuleggur kappræður forsetaframbjóðendanna í Bandaríkjunum hefur ákveðið að slökkt verði á hljóðnemum þegar frambjóðandi hefur ekki orðið. Donald Trump, forseti, hefur kvartað undan þessari ákvörðun og eins yfir umræðuefninu og stjórnanda kappræðnanna. Joe Biden, frambjóðandi Demókrata, gerir ekki athugasemdir við fyrirkomulagið.
Óvenju mörg illviðri á Atlantshafi
Óvenju mörg illviðri hafa geisað á Atlantshafi í ár og stefnir í að fleiri stormar fái eigið nafn en nokkru sinni fyrr. Tuttugasti og sjötti stormurinn í ár var í gær nefndur Epsilon. Hann gæti gengið á land á Bermúda-eyjum síðar í vikunni.
Spegillinn
Biden ætti að tefla Harris fram í lokahnykknum
Aðeins tvær vikur eru nú til forsetakosninganna í Bandaríkjunum. Kosið verður þriðjudaginn 3. nóvember. Fylgiskannanir sýna að Joe Biden forsetaframbjóðandi Demókrata hefur þokkalegt forskot á Donald Trump sitjandi forseta og frambjóðanda Repúblikana.