Erlent

Færeyingum býðst þriðja og jafnvel fjórða sprautan
Landlæknir Færeyja hvetur landsmenn til að þiggja þriðju bólusetninguna gegn COVID-19 en hann útilokar ekki frekari bólusetningar gegn veirunni í framtíðinni.
Kastljós
Skipulagt kynferðisofbeldi gegn konum færst í aukana
Það sárasta við að ræða við þolendur nauðgana í stríði er að vita að frásögn þeirra mun líklega ekki breyta neinu.
18.10.2021 - 16:37
Þingmaður vill gera aðgengi að skotvopnum erfiðara
Þingmaður vill herða vopnalöggjöf í Grænlandi til verndar börnum og þeim sem eiga við andlega erfiðleika að stríða. Lögreglan í landinu viðurkennir vandann en allmörg dæmi eru um að börn hafi orðið fyrir voðaskoti og látið lífið. Tíðni sjálfsvíga er jafnframt einhvers sú mesta í heimi.
Myndskeið
Heilsupössum mótmælt á Ítalíu
Lögregla í Trieste á Ítalíu beitti táragasi og háþrýstidælum í dag til að sundra hópi hafnarverkamanna, sem mótmæla reglum um svonefnda heilsupassa. Þá þurfa allir að hafa til að mega mæta til vinnu.
18.10.2021 - 14:12
Undirbúningur hafinn að sölu Mílu
Síminn er langt kominn með sölu á dótturfyrirtækinu Mílu sem rekur ljósleiðarakerfi um allt land. Síminn á í einkaviðræðum við stórt alþjóðlegt fyrirtæki um söluna.
Colin Powell lést af fylgikvillum COVID-19
Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hershöfðingi, þjóðaröryggisráðgjafi og yfirmaður bandaríska herráðsins, lést í dag, 84 ára að aldri. Í tilkynningu frá fjölskyldu hans segir að hann hafi veikst af COVID-19 þrátt fyrir að vera bólusettur að fullu gegn kórónuveirunni og fylgikvillar sjúkdómsins hafi dregið hann til dauða.
18.10.2021 - 12:15
Myndskeið
Kvenkyns rithöfundur reyndist vera þrír karlmenn
Spænski bókmenntaheimurinn varð fyrir nokkru áfalli þegar í ljós kom að glæpasagnahöfundurinn Carmen Mola reyndist allt önnur en talið var. Þetta kom í ljós þegar hin virtu Planeta-bókmenntaverðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Barcelona á föstudaginn var.
18.10.2021 - 10:09
Bjartsýni á virkni nýs bóluefnis Valneva eftir prófanir
Helsti rannsakandi  fransk-austurríska lífefnafyrirtækisins Valneva kveðst vongóður um að nýtt bóluefni þess gegn COVID-19 leiki stórt hlutverk í að binda endi á kórónuveirufaraldurinn. Þriðja stigs prófanir lofa góðu.
Norræn flugfélög afnema grímuskyldu
Mörg flugfélög á Norðurlöndunum fella niður grímuskyldu í innanlandsflugi og flugi milli Norðurlandanna frá og með deginum í dag. Þar á meðal eru stærstu flugfélögin tvö, SAS og Norwegian. Þrátt fyrir þetta verða flugfarþegar enn að setja upp grímurnar í flughöfnum Norðurlandanna, því þær lúta samræmdum reglum Flugöryggisstofnunar Evrópu, sem enn hefur ekki aflétt grímuskyldu á flugstöðvum undir hennar lögsögu.
18.10.2021 - 06:37
Tyrkir fá líklega F-16 orrustuþotur í stað F-35
Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, segir fulltrúa Bandaríkjastjórnar hafa boðist til að selja Tyrkjum F-16 orrustuþotur til að launa þeim fjárfestinguna í þróun og smíði F-35 orrustuþotnanna á sínum tíma. Það verkefni var að mestu fjármagnað af Bandaríkjunum en líka af nánum bandalagsríkjum þeirra innan NATÓ; þar á meðal Tyrkjum. Þeir voru hins vegar útilokaðir frá samstarfinu - og framtíðarkaupum á F-35 þotunum - eftir að þeir fjárfestu í rússnesku eldflaugavarnakerfi.
18.10.2021 - 05:53
Ástralía mögulega opnuð fyrir umferð að utan fyrir jól
Ástralía verður opnuð fyrir heimsóknum erlendra ferðalanga sem fullbólusettir eru gegn COVID-19 áður en langt um líður. Viðskiptaráðherra landsins tilkynnti þetta í morgun og sagðist vonast til þess að hægt yrði að opna fyrir umferð alþjóðlegra ferðalanga til landsins fyrir jól.
Neves er nýr forseti Grænhöfðaeyja
Vinstrimaðurinn Jose Maria Neves verður nær örugglega næsti forseti Grænhöfðaeyja. Þegar búið var að telja 97 prósent atkvæða sem greidd voru í fyrri umferð forsetakosninganna sem fram fór gær hafði hann fengið 51,5 prósent þeirra en helsti keppinautur hans, hægri maðurinn Carlos Veiga, 42,6 prósent. Fái Neves meira en helming atkvæða í fyrri umferðinni, eins og allt bendir til, telst hann rétt kjörinn forseti og ekki þarf að kjósa á milli tveggja efstu frambjóðenda í annarri umferð.
18.10.2021 - 05:19
Sósíalistar lofa - aftur - að útrýma vændi á Spáni
Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, hét því í gær að binda enda á vændissölu í landinu. Í lokaræðu sinni á þriggja daga flokksþingi Sósíalista, sem haldið var í Valencia, sagði Sanchez að með vændi væru konur í raun hnepptar í þrældóm. Bann við vændi var á stefnuskrá flokksins fyrir kosningarnar 2019.
18.10.2021 - 03:27
Erlent · Evrópa · Stjórnmál · Spánn · vændi
Tugir fórust í flóðum á Indlandi
Minnst 26 hafa farist í flóðum og skriðum í Keralaríki á Indlandi í kjölfar mikilla rigninga síðustu daga. Ár hafa flætt yfir bakka sína og eyðilagt brýr og vegi með þeim afleiðingum að fjöldi bæja og þorpa hefur einangrast og skriður fært fjölda húsa meira og minna á kaf í aur. Fimm börn eru á meðal hinna látnu, segir í frétt BBC, og óttast er að fleiri hafi látið lífið í hamförunum, þar sem margra er enn saknað.
18.10.2021 - 01:50
Erlent · Asía · Hamfarir · Náttúra · Veður · Indland · Flóð
Þrennt fórst í þyrluslysi í Þýskalandi
Þrennt fórst þyrluslysi norðarlega í þýska sambandsríkinu Baden-Württemberg á sunnudag. Þyrlan, lítil, fjögurra sæta vél af gerðinni Robinson R44, hrapaði til jarðar í skóglendi nærri bænum Buchen, skammt frá mörkum Baden-Württembergs, Bayern og Hessen. Lögregla upplýsti að þrennt hafi verið um borð; flugstjórinn og tveir farþegar, en tjáði sig að öðru leyti ekki um hin látnu.
18.10.2021 - 00:40
Sendiherra Frakklands rekinn frá Hvíta Rússlandi
Sendiherra Frakka í Hvíta Rússlandi er farinn úr landi, að kröfu stjórnvalda í Minsk. Hvítrússesk yfirvöld kröfðust þess að sendiherrann, Nicolas de Lacoste, yfirgæfi landið fyrir mánudag. Hvorki de Lacoste né talsmaður franska sendiráðsins í Minsk hafa upplýst nokkuð um ástæðu þess að sendiherrann var rekinn úr landi.
18.10.2021 - 00:26
Átta drukknuðu undan Afríkuströndum og 19 er saknað
Minnst átta manns af tveimur bátum drukknuðu undan Afríkuströndum á sunnudag þegar þau freistuðu þess að komast sjóleiðina til Evrópu. AFP-fréttastofan hefur eftir heimildarmanni úr túníska dómskerfinu að minnst fjórir hefðu drukknað þegar litlum bát með 30 Túnisa, aðallega unga karlmenn, hvolfdi skammt undan austurströnd Túnis. Sjö var bjargað en 19 er enn saknað og vonir um að finna þau á lífi eru taldar hverfandi litlar.
17.10.2021 - 23:56
Framgöngu Póllands gegn flóttafólki mótmælt
Mótmælendur komu saman í Póllandi í dag og mótmæltu framferði stjórnvalda gagnvart flóttafólki á landamærunum að Hvíta-Rússlandi.
17.10.2021 - 20:56
Sjónvarpsfrétt
Vöruflutningar bráðlega Norðaustur siglingaleiðina
Þess er vænst að vöruflutningar færist bráðlega yfir á Norðaustur siglingarleiðina meðfram Síberíu, Noregi og Austfjörðum, vegna loftlagsbreytinga. Málið var rætt á fundi Hringborðs Norðurslóða í Hörpu, og þar voru meðal annars kynntar niðurstöður nýlegs rannsóknarleiðangurs um rússneska íshafið. Jón Björgvinsson, fréttaritari RÚV var með í þeim leiðangri. 
17.10.2021 - 20:16
Efnahagsleg tækifæri í grænum lausnum
Nýta þarf efnahagsleg tækifæri sem grænar lausnir veita, að mati ráðherra umhverfismála hjá Evrópusambandinu. Þá þurfi að skapa jafnvægi milli efnahagslegra og umhverfislegra hagsmuna. Ný stefna ESB um norðurslóðir var kynnt á nýafstöðu þingi Norðurskautsráðsins.
Minntust Alsíringa sem féllu fyrir hendi lögreglu 1961
Þeirra Alsíringa var minnst í París í dag sem franska lögreglan myrti þennan dag fyrir sextíu árum. Frakklandsforseti sagði í gær að atlaga lögreglunnar væri ófyrirgefanlegur glæpur og hefur verið gagnrýndur fyrir að biðjast ekki formlega afsökunar. 
17.10.2021 - 17:16
Leikur Newcastle og Tottenham stöðvaður
Leikur Newcastle og Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, sem hófst klukkan 15:30, var stöðvaður þegar skammt var eftir af fyrri hálfleik vegna áhorfanda sem þarfnaðist læknissaðstoðar.
17.10.2021 - 16:33
Skrefi nær myndun ríkisstjórnar í Þýskalandi
Flokksþing Græningja í Þýskalandi samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta í dag að ganga til formlegra stjórnarmyndunarviðræðna við Jafnaðarmenn og Frjálslynda demókrata.
17.10.2021 - 15:20
Silfrið
Skoða ætti möguleika á lagningu sæstrengs til Evrópu
Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og forsvarsmaður þingsins Hringborðs Norðurslóða, segir að Íslendingar ættu að skoða þann möguleika að leggja sæstreng til Evrópu og selja rafmagn á þann hátt. Svo gæti farið að Grænlendingar yrðu fyrri til og myndu óska eftir því við íslensk stjórnvöld að fá að leiða streng til Evrópu, um Ísland.
17.10.2021 - 13:15
Fréttaskýring
Kaflarnir sem eru ekki í sögubókunum
Þrátt fyrir að kynferðisofbeldi sé beitt í nær öllum hernaðarátökum hafa sárafáir dómar fallið fyrir slíka glæpi. Christina Lamb, yfirmaður erlendra frétta hjá The Sunday Times, hefur ferðast um allan heim og heyrt frásagnir þessara kvenna. Hún segir að lítið sem ekkert breytist í þessum efnum fyrr en stjórnvöld um allan heim láti sig málið varða, hingað til hefur þó alltaf eitthvað annað virst vera mikilvægara.
17.10.2021 - 08:30