Eldgos í Eyjafjallajökli

Bændur fylgist með framvindu mála
Jón Bjarnason landbúnaðarráðherra hvetur bændur undir Eyjafjöllum sem íhuga að bregða búi til að hugsa sinn gang. Bjargráðasjóður hlaupi undir bagga. Hann var gestur Morgunútvarpsins á Rás 2 í morgun.
21.04.2010 - 08:38
Gosvirkni virðist óbreytt
Gosvirkni í Eyjafjallajökli virðist óbreytt frá í gær samkvæmt upplýsingum frá Almannavörnum í morgun. Í gær hafði dregið töluvert úr gosinu frá laugardegi. Ekkert hefur sést til gosstöðvanna þar sem lágskýjað er yfir jöklinum. Engar upplýsingar hafa borist um öskufall á svæðinu.
21.04.2010 - 07:25
Hrygning ekki í hættu
Viðkvæmum hrygningarstofnum í sjónum suður af Eyjafjallajökli stafar ekki hætta af gosinu að því er fram kemur í tilkynningu frá Hafrannsóknarstofnun. Sýni sem tekin voru sýna að hrygning og klak er í fullum gangi.
20.04.2010 - 16:28
Fiskútflytjendur takmarka tjónið
Fiskútflytjendur reyna nú að takmarka tjónið sem flugbannið í Evrópu veldur þeim með því að frysta fiskinn og koma honum í skip. Tjónið er þó tilfinnanlegt, því að jafnaði er flogið með 350 tonn af ferskum fiski frá landinu í hverri viku. Verðmætið nemur allt að hálfum milljarði króna á viku.
20.04.2010 - 16:23
Birtir til undir Eyjafjöllum
Verulega hefur birt til undir Eyjafjöllum, en þar hefur verið afleitt skyggni og nánast myrkur frá því um síðustu helgi.
20.04.2010 - 15:32
Dregur úr öskufalli
Dregið hefur úr öskufalli úr eldstöðinni í Eyjafjallajökli segir Halldór Björnsson veðurfræðingur. Það þýði þó ekki að gosið sé endilega í rénun. Það sé hins vegar að breytast úr öskugosi í hraungos. Um 750 tonn af ösku á sekúndu hafa komið úr gígnum. Gosið sé því ekki lítið. Það teljist til meðalgosa.
20.04.2010 - 11:22
Ekkert skólahald í Vík
Skólahald fellur niður í Víkurskóla í Vík í dag, annan daginn í röð. Fínt öskuryk liggur yfir öllu í skólanum og verður deginum eytt í að þrífa hann svo kennsla geti farið fram á morgun. Magnús Sæmundsson, skólastjóri Víkurskóla, segir að starfsmenn noti daginn til að búa sig undir að opna skólann aftur, fara yfir stöðu mála og gera áætlanir um framhaldið.
20.04.2010 - 08:42
Icelandair til nokkurra Evrópuborga
Icelandair flýgur til Sevilla, Glasgow, Stokkhólms og Óslóar fyrir hádegi í dag. Flugi til Kaupmannahafnar og Amsterdam hefur verið frestað og tveimur ferðum til Lundúna. Hins vegar flýgur félagið til Edinborgar í Skotlandi klukkan eitt.
20.04.2010 - 08:19
Gosið greinilega minna
Gosmökkurinn yfir eldstöðvunum í Eyjafjallajökli hefur greinilega minnkað en öskufall er undir Eyjafjöllum. Að sögn Ómars Ragnarssonar, sem flaug yfir eldstöðvarnar í ljósaskiptunum kl. fimm í morgun, hefur gosið greinilega minnkað. Mökkurinn nær í 15 til 16.000 feta hæð. Miklar öskusprengingar eru í gígnum sem mynda 500 metra háa stróka og um kílómetra breiða. Eldur er ekki mikill í gígnum. Ómar segir öskufall undir vestanverðum Eyjafjöllum. Norðaustanátt og sandfok er á Markarfljótseyrum.
20.04.2010 - 07:27
Hraun í gíg Eyjafjallajökuls-myndir
Nýjar myndir frá gosstöðvunum á Eyjafjallajökli sýna að hraun er að koma upp úr gígnum á Eyjafjallajökli sem vestast er í skálinni. Ómar Ragnarsson tók myndirnar um klukkan níu í kvöld.
19.04.2010 - 22:04
Réttindi flugfarþega
Flugmálastjórn hefur gefið út tilkynningu um réttindi flugfarþega. Þar kemur fram að þegar flugi er aflýst eða seinkað mikið eiga farþegar rétt á endurgreiðslu eða breytingu á flugleið. Ef breytingin á flugleið er þannig að farþegum er boðið að fljúga til annars flugvallar en til stóð á svo flugrekandi að greiða ferðakostnaðinn milli flugvallanna. Jafnframt eiga farþegar, óháð því hvort seinkun eða aflýsing er vegna óviðráðanlegra aðstæðna eða ekki, rétt á ákveðinni aðstoð eins og mat og gistingu í samræmi við lengd tafarinnar.
19.04.2010 - 20:48
Breytingar á flugi á morgun
Icelandair hefur tilkynnt um breytingu á flugi félagsins á morgun. Áætluðu flugi síðdegis til Kaupmannahafnar hefur verið aflýst. Sérstöku aukaflugi til Stokkhólms hefur verið seinkað frá kl 08.00 til kl. 11.00. Áætlunarflug til Stokkhólms í fyrramálið er hinsvegar óbreytt.
19.04.2010 - 20:20
Vill halda búskapnum áfram
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sveitin undir Eyjafjöllum verður fyrir öskufalli, það gerðist síðast árið 1947 þegar Hekla gaus. Bærinn Hlíð undir Steinafjalli hefur mátt þola sinn skerf af öskunni undanfarin dægur en þar ætlar bóndasonurinn samt að halda áfram ótrauður.
19.04.2010 - 20:16
Aska féll öðru sinni
Öskustrókurinn gekk aftur yfir sveitina undir Eyjafjallajökli í dag, í annað skiptið á þremur dögum. Askan frá því í fyrradag hefur þornað í harða skán eftir rigningar í gær. Bændur óttast um tún sín.
19.04.2010 - 19:56
Hætta á að jarðir leggist í eyði
Hætta er á að bújarðir á Suðurlandi leggist í eyði, haldi öskugosið áfram í Eyjafjallajökli. Landbúnaðarráðunautur segir öskuna svo fíngerða, að hún geti kæft gróðurinn þar sem hún er þykkust. Mjög erfitt getur reynst að ná uppskeru af bújörðum þar sem askan frá Eyjafjallajökli er orðin tíu sentimetra þykk.
19.04.2010 - 19:46
Hraunbombur á stærð við jeppa
Glóandi hraunbombur á stærð við jeppa spýtast nú upp úr goskötlunum á Eyjafjallajökli. Líkur eru á að dragi úr öskufalli en hvenær er óvíst. Hraunrennsli er ekkert. Ekki er búist við flóðum því sírennsli er frá gosstöðvunum.
19.04.2010 - 19:39
Enn öskufall undir Eyjafjöllum
Enn er nokkurt öskufall undir Eyjafjöllum, þótt breyting hafi orðið í eldstöðinni, og hraungusur gangi nú upp úr gígnum. Fundir eru haldnir eystra í dag, með heimafólki, en í undirbúningi er að bjóða fólki uppá á áfallahjálp.
19.04.2010 - 17:13
Margt með Norrænu á morgun
Ferjan Norræna kemur til landsins í fyrramálið með á sjötta hundrað farþega, sem er heldur meira en vanalegt er á þessum árstíma. Þá hefur á sjöunda hundrað farþega bókað ferð með skipinu frá landinu á miðvikudag.
19.04.2010 - 16:55
Flugsamgöngur riðlast enn
Flugmálayfirvöld á Bretlandi lýstu því yfir nú á þriðja tímanum að lofthelgin yfir Bretlandseyjum verði líklega opnuð að hluta til á morgun. Segja yfirvöld flug verði leyft yfir Skotlandi klukkan 6 í fyrramálið að íslenskum tíma og hugsanlega sunnar í landinu þegar líða tekur á daginn.
19.04.2010 - 15:01
Segir öskuna hættulega flugvélum
Bandarískur embættismaður kom evrópskum flugeftirlitsstofnunum til varnar í dag og sagði gosösku stórhættulega fyrir þotuhreyfla.
19.04.2010 - 13:41
Gjóska hleðst upp kringum gíginn
TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, fór frá Reykjavík með vísindamenn í morgun til að kanna gosstöðvarnar nánar.
19.04.2010 - 12:05
Um 30% flugumferðar í samt lag
Verið er að aflétta flugbanni víða um Evrópu en það hefur verið í gildi í allt að fimm sólarhringa vegna gosösku úr Eyjafjallajökli. Búist er við því að 30 prósent af venjulegri flugumferð komist í samt lag í dag. Alþjóðasamband flugfélaga IATA gagnrýnir stjórnvöld í Evrópuríkjum fyrir að hafa gengið of langt í lokun lofthelgi Evrópu.
19.04.2010 - 11:54
Öskufallsspá í dag og næstu daga
Ákveðin norðanátt verður yfir gosstöðvunum í dag samkvæmt veðurspá og því hætt við öskufalli undir Eyjafjöllum og í Mýrdal. Litlar líkur eru á að aska falli í Vestmannaeyjum.
19.04.2010 - 11:43
Magnaðar gosmyndir
Einar Rafnsson myndatökumaður RÚV tók magnaðar myndir af gosinu um helgina.
19.04.2010 - 10:55
Icelandair tapar 100 millj. á dag
Tap Icelandair Group vegna jarðeldanna í Eyjafjallajökli nemur 100 milljónum króna á dag. Í tilkynningu frá fyrirtækinu segir að gosaskan raski rekstri allra fyrirtækja innan samstæðunnar, en einkum þeirra sem standi í alþjóðlegum rekstri.
19.04.2010 - 10:32