Efnahagsmál

Stýrivextir lækkaðir niður í eitt prósent
Peningastefnunefnd Seðlabankans hefur ákveðið að lækka stýrivexti bankans um 0,75 prósentustig. Meginvextir bankans verða því eitt prósent og hafa aldrei verið lægri.
20.05.2020 - 09:03
Venesúela vill fá andvirði gullforða síns
Seðlabanki Venesúela sendi í síðustu viku lögformlega kröfu til enska seðlabankans um að leysa út gullforða Venesúela í bankanum. Hann er um eins milljarð bandaríkjadala virði, eða um 140 milljarða króna. Yfirvöld í Venesúela segjast þurfa nauðsynlega á forðanum að halda vegna kórónuveirufaraldursins.
20.05.2020 - 06:58
Kortavelta erlendra ferðamanna ekki lægri frá upphafi
Greiðslukortavelta Íslendinga í verslunum innanlands var 11% meiri í apríl 2020 en á sama tíma fyrir ári. Þó var samdráttur í heildarkortaveltu landsmanna um 13,6% að nafnvirði. Heimavinnandi Íslendingar í samkomubanni nýttu sér vefverslun sem aldrei fyrr enda jókst hún um 260% milli ára.
19.05.2020 - 10:38
Sér ekkert athugavert við sölu á stöðugleikaeignum
Ríkisendurskoðun sér ekkert athugavert við sölu Lindarhvols ehf. á eignum sem Seðlabankinn tók á móti í tengslum við gerð nauðasamninga í kjölfar hrunsins. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar segir að árangur við sölu eignanna hafi farið fram úr væntingum.
18.05.2020 - 13:05
Búast við mun lægri vöxtum en stöðugri verðbólgu
Flestir spá því að Seðlabankinn lækki stýrivexti verulega á miðvikudaginn og þeir fari jafnvel í fyrsta sinn undir eitt prósent. Í Hagsjá Landsbankans er því spáð að Seðlabankinn lækki vexti um heilt prósentustig og meginvextir bankans verði því 0,75 prósent. Verðbólga haldist stöðug þrátt fyrir óvissutíma og veikingu krónunnar, en gengið hefur ekki verið veikara frá því um mitt ár 2015.
18.05.2020 - 11:38
Flugfreyjur og Icelandair á vinnufundum
Samninganefndir Flugfreyjufélags Íslands og Icelandair eru nú á svokölluðum vinnufundum, en formlegur samningafundur hefur ekki verið boðaður. Icelandair leggur áherslu á að ná samningum fyrir hlutahafafund á föstudag
17.05.2020 - 12:25
„Þurfum að hafa þolinmæði í það að skulda þessa kreppu“
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að stjórnvöld verði að hafa þolinmæði í að skuldsetja sig til að bregðast við kreppunni frekar en að selja ríkiseignir og skera niður. Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra segir ekki ástæðu til svartsýni þrátt fyrir áföll.
Segir fulla þörf á vaxtalækkun
Aðalhagfræðingur Samtaka iðnaðarins á von á vaxtalækkun í næstu viku og segir að nýta eigi vexti og önnur tæki til að hjálpa fyrirtækjum og heimilum í gegnum samdráttinn. Gott svigrúm sé í opinberum fjármálum og Seðlabankinn hafi verið hljóður í nokkurn tíma.
16.05.2020 - 12:58
S&P býst við 7,5 prósent samdrætti
Alþjóðlega matsfyrirtækið S&P hefur staðfest A/A-1 lánshæfiseinkunnir ríkissjóðs Íslands með stöðugum horfum. S&P reiknar með um 7,5 prósent samdrætti landsframleiðslu á yfirstandandi ári vegna neikvæðra áhrifa Covid-19 á ferðaþjónustu. Fyrirtækið telur að hagstæð skuldastaða hins opinbera veiti viðspyrnu við því áfalli sem kórónufaraldurinn hefur á íslenskt efnahagslíf.
16.05.2020 - 08:58
Myndskeið
Svartur apríl á vinnumarkaði
Nærri 50 þúsund manns voru án atvinnu eða í skertu starfshlutfalli í apríl. Þetta er langmesti fjöldi á atvinnuleysisskrá síðan mælingar hófust. Forstjóri Vinnumálstofnunar vonar að það dragi hratt úr atvinnuleysi þegar líða tekur á árið.
Umtalsverður samdráttur í bandarísku efnahagslífi
Verulegur efnahagssamdráttur varð í Bandaríkjunum í apríl. Vísitala iðnaðarframleiðslu hefur aldrei fallið jafn mikið á einum mánuði frá því að hún varð til fyrir rúmlega einni öld.
15.05.2020 - 15:59
„Efnahagsáfall aldarinnar“
Efnahagssamdráttur í ár verður sá mesti frá lýðveldisstofnun, segir forstöðmaður hagfræðideildar Landsbankans. Spá bankans gerir ráð fyrir að hagkerfið byrji að taka við sér um mitt árið en að samdrátturinn verði þó um níu prósent.
15.05.2020 - 12:45
21% minni afli í apríl en í sama mánuði í fyrra
Afli íslenskra fiskiskipa var 89 þúsund tonn í apríl sem er 21% minni afli en í apríl 2019. Þorskafli var álíka og í fyrra en  verulegur samdráttur varð í veiðum á ýsu, ufsa og karfa að því fram kemur í tölum Hagstofunnar. Uppsjávarafli var líka minni, landað magn kolmunna dróst saman um 31%.
15.05.2020 - 09:30
Spá 13 prósenta atvinnuleysi í lok sumars
Hagfræðideild Landsbanka spáir því að atvinnuleysi fari í þrettán prósent í lok sumars og fari ekki undir tíu prósentin aftur fyrr en á næsta ári. Í nýrri þjóðhags- og verðbólguspá er gert ráð fyrir níu prósenta samdrætti í ár og að verðbólga fari í þrjú og hálft prósent undir lok árs en minnki síðan.
15.05.2020 - 07:00
Ríkið eignist hlut ef stuðningur fer yfir 100 milljónir
Nemi opinber stuðningur við fyrirtæki sem lenda í vanda vegna COVID-19 100 milljónum króna eða meira ætti ríkið að eignast hlut í fyrirtækinu. Þetta er meðal þeirra tillagna sem ASÍ kynnti á blaðamannafundi í Gerðasafni eftir hádegi í dag undir yfirskriftinni Rétta leiðin.  
Milljónir missa vinnuna í Bandaríkjunum
Tæplega þrjár milljónir Bandaríkjamanna bættust við á atvinnuleysisskrána í síðustu viku. Það eru um það bil tvö hundruð þúsundum færri en í vikunni þar á undan. Samkvæmt gögnum atvinnumálaráðuneytis landsins hafa 36,5 milljónir landsmanna misst vinnuna frá því að COVID-19 farsóttin braust út vestanhafs um miðjan mars. Atvinnuleysið í apríl mældist 14,7 prósent.
14.05.2020 - 14:18
Þýska ríkið tapar 100 milljarða skatttekjum
Fjármálaráðuneyti Þýskalands áætlar að skatttekjur sambandsríkisins dragist saman um tæplega hundrað milljarða evra vegna COVID-19. Þýskir fjölmiðlar hafa eftir Olaf Scholz fjármálaráðherra að þetta sé í raun ágiskun, þar sem enn sé ómögulegt að segja hvernig gangi að ráða niðurlögum farsóttarinnar þegar líður á árið.
14.05.2020 - 13:57
Kortavelta orðin jafn mikil og fyrir faraldur
Kortavelta íslenskra greiðslukorta er þegar orðin jafn mikil og hún var áður en samkomubannið vegna kórónuveirufaraldursins tók gildi 13. mars.
Setja saman hóp til eftirlits með hlutabótaleiðinni
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir erfitt að meta hvenær eftirlit geti hafist með hlutabótaleiðinni því vinnan sé mjög umfangsmikil og mannfrek. Unnið er að því að setja saman hóp innan stofnunarinnar sem ætlað er að sinna slíku eftirliti.
Myndskeið
Spyr hvort flytja eigi út störf í uppbyggingu landsins
Á að byggja Ísland upp að nýju með því að flytja út störf og gjaldeyri, spurði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins, Bjarna Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, á Alþingi í dag. Þorsteinn spurði út í niðurstöðu útboðs Ríkiskaupa á markaðsátakinu Ísland - saman í sókn. Breska fyrirtækið M&C Saatchi varð hlutskarpast í samvinnu við íslensku auglýsingastofuna Peel.
Svara gagnrýni að markaðsátak sé að hluta selt úr landi
Ríkiskaup og fjármála- og efnahagsráðuneytið hafa svarað gagnrýni sem sprottið hefur upp vegna markaðsátaksins „Ísland - saman í sókn.“ Ríkið ætlar að verja 1.500 milljónum króna í átakið þar sem Ísland verður kynnt á erlendum mörkuðum. 300 milljónir fara til auglýsingastofa.
Samþykktu úrræði fyrir minni fyrirtæki
Alþingi samþykkti í dag frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Með frumvarpinu er fyrirtækjum gert kleift að sækja um lokunarstyrki hafi þau þurft að hætta starfsemi tímabundið vegna samkomubanns. Einnig er opnað fyrir að fyrirtæki fái stuðningslán með ríkisábyrgð til að mæta efnahagslegum þrengingum vegna COVID-19 veikinnar.
Búast við óbreyttu gengi krónunnar næsta árið
Ekki er búist við því að gengi krónunnar lækki frekar á næstu misserum og er því spáð að gengi evru gagnvart krónu verði 160 krónur eftir eitt ár, en er núna 158. Þetta kemur fram í niðurstöðum könnunar Seðlabanka Íslands á væntingum markaðsaðila dagana 4. til 6. maí. Leitað var til 28 markaðsaðila á skuldabréfamarkaði, það eru bankar lífeyrissjóðir, verðbréfa- og fjárfestingasjóðir, verðbréfamiðlarar og fyrirtæki með starfsleyfi til eignastýringar. Svör fengust frá 27 þeirra. 
13.05.2020 - 11:20
Viðtal
Markaðsátak til varnar innlendum fyrirtækjum og störfum
Sameiginlegt kynningarátak stjórnvalda og atvinnulífs undir yfirskriftinni „Íslenskt - gjörið svo vel“ hófst um helgina. Yfir 160 milljónum króna er varið í átakið, sem ætlað er að hvetja til viðskipta við innlend fyrirtæki og skapa þannig viðspyrnu í atvinnulífinu.
Viðtal
Gefur von um að einhverjir ferðamenn sjáist hér í sumar
Formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir aukna bjartsýni ríkja um það að einhverjir erlendir ferðamenn komi hingað til lands í sumar. Nýjasta útspil stjórnvalda að opna landamærin með takmörkunum í síðasta lagi 15. júní gefi von um betri tíð.