Efnahagsmál

Spegillinn
Útlendingar áhugasamir að stunda nám í atvinnuleysi
Mikill meirihluti þeirra sem sótt hafa um að stunda nám á fullum atvinnuleysisbótum eru erlendir atvinnuleitendur. Þeir sem hafa verið á bótum lengur en í sex mánuði gefst kostur á að setjast á skólabekk í eina námsönn. Tæplega 500 manns hafa sótt um að hefja nám á vorönn. Það eru nokkuð færri en búist var við.
06.01.2021 - 09:55
Aldrei fleiri hópuppsagnir tilkynntar á einu ári
Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember, þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum. Á árinu 2020 barst Vinnumálastofnun alls 141 tilkynning um hópuppsagnir, þar sem 8.789 manns var sagt upp störfum. Þetta er mesti fjöldi hópuppsagna sem tilkynntur hefur verið til Vinnumálastofnunar á einu ári.
Óvenjulegt og órólegt ár á íslenskum verðbréfamarkaði
Metfjöldi viðskipta síðan 2008 var í kauphöllinni á liðnu ári. Úrvalsvísitalan hækkaði um 20,5% á árinu og stendur nú í 2.555 stigum. Þetta kemur fram í yfirliti yfir viðskipta ársins hjá Nasdaq Iceland. Skráð félög öfluðu sér alls 29 milljarða á markaði í haust auk þess að nýta hlutabréf sín sem gjaldmiðil við yfirtökur.
04.01.2021 - 13:05
Vikulokin
Langt og strangt ár með átökum á vinnumarkaði og deilum
Árið 2020 litaðist af auknu atvinnuleysi og einnig af hörðum kjaradeilum á atvinnumarkaði. Ungt fólk af erlendum uppruna á erfitt uppdráttar með að komast á atvinnumarkað. Þá er hætt við að farsóttin marki heila kynslóð ungmenna framtíðar. Ekki er víst að öll ferðaþjónustufyrirtæki sem liggja í dvala geti opnað dyr sínar á ný þegar efnahagslífið glæðist á ný.
02.01.2021 - 13:28
Breytti Brexit einhverju fyrir þig um áramótin?
Aðlögunartímabili Bretlands vegna útgöngu þeirra úr Evrópusambandinu lauk um áramótin. Eflaust velta margir því fyrir sér hvaða áhrif það hefur á samgang á milli landanna eftir útgönguna. Sumt tekur breytingum en annað ekki.
02.01.2021 - 09:57
Spegillinn
COVID afhjúpaði berskjaldaða hópa á vinnumarkaði
Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að atvinnuleysið eigi ekki eftir að hverfa eins og dögg fyrir sólu. Hún reiknar með því að kosningabaráttan eigi að einhverju leyti eftir að snúast um hvernig brugðist verði við halla ríkissjóðs, stöðu almennings og vinnandi fólks.
30.12.2020 - 17:00
Brexit eykur vanda breskrar útgerðar
Í tíu mínútna ávarpi á aðfangadag þegar Boris Johnson forsætisráðherra Breta kynnti fríverslunarsamning Breta við Evrópusambandið hnykkti hann á að með útgöngu úr Evrópusambandinu hefðu Bretar nú aftur stjórn á eigin fiskveiðum.
29.12.2020 - 14:47
Spegillinn
Hjólin gætu snúist hratt en atvinnuleysi er vandinn
Atvinnuleysið er mesta áhyggjuefnið í eftirmálum COVID-faraldursins segir Katrín Ólafsdóttir hagfræðingur og lektor við Háskólann í Reykjavík. Margir óvissuþættir hafa áhrif á hversu hratt efnahagurinn tekur við sér á næsta ári í kjölfar bólusetningar.
29.12.2020 - 14:12
Kínversk yfirvöld sækja hart að viðskiptaveldi Jacks Ma
Fjármálayfirvöld í Kína fyrirskipuðu í gær að viðskipta- og tæknistórveldið Ant Group skuli leyst upp í smærri einingar. Ant Group er móðurfyrirtæki kínverksa póstverslunarrisans Alibaba og fjölda annarra fyrirtækja, stórra og smárra, á sviði verslunar og hátækni. Er þetta liður í glímu kínverskra yfirvalda við aðaleiganda Ant Group, milljarðamæringinn Jack Ma, einn auðugasta mann Kína, og viðskiptaveldi hans.
29.12.2020 - 03:41
Trump undirritaði lög um björgunarpakka
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, samþykkti að kvöldi sunnudags svokallaðan björgunarpakka þingsins vegna kórónaveirufaraldursins; umfangsmikla löggjöf sem kveður á um margvíslegar aðgerðir til að aðstoða fólk og fyrirtæki í landinu í þeim þrengingum sem leitt hafa af kórónaveirufaraldrinum.
Boris Johnson viðurkennir vankanta Brexit
Breski forsætisráðherrann Boris Johnson segir að útgöngusamningur Breta við Evrópusambandið uppfylli ekki þær væntingar sem hann hafði til hans um fjármálaþjónustu. Er samningurinn var kynntur á aðfangadag sagði Johnson stjórn sína hafa staðið við öll loforð varðandi hann.
27.12.2020 - 18:30
Trump liggur undir feldi og milljónir bótalausar
Frá og með gærdeginum hafa milljónir Bandaríkjamanna misst rétt til atvinnuleysisbóta og Donald Trump forseti neitar að skrifa undir lög til aðstoðar fólki og fyrirtækjum sem þingið hefur samþykkt. Hann vill að Bandaríkjamenn fái hærri upphæð í beinan fjárstuðning en lögin gera ráð fyrir.
Vonar að verslanir verði sveigjanlegar með skilafresti
Dagarnir milli jóla og nýárs eru oft nýttir til þess að skila og skipta jólagjöfum. Formaður Neytendasamtakanna vonar að verslanir verði sveigjanlegar svo viðskiptavinir þurfi ekki að hópast meira saman en þörf er á.
27.12.2020 - 12:28
Breskir sjómenn ósáttir við Brexit
Bresk stjórnvöld hafa gefið út útgöngusamning landsins úr Evrópusambandinu. Samtök breskra sjómanna eru ekki sátt við niðurstöðu Brexit-samningaviðræðnanna.
27.12.2020 - 09:31
Spá því að Kína verði mesta efnahagsveldi heims 2028
Kínverska hagkerfið verður orðið stærra en það bandaríska og Kína þar með stærsta efnahagsveldi heims árið 2028 ef svo fer fram sem horfir, fimm árum fyrr en fyrri áætlanir gerðu ráð fyrir. Þetta er mat bresku efnahagsrannsókna- og ráðgjafarmiðstöðvarinnar CEBR. Þetta skýrist fyrst og fremst af áhrifum COVID-19 heimsfaraldursins á efnahagskerfi heimsins og ólíkri getu stórveldanna tveggja til að takast á við kreppuna sem farsóttin hefur valdið.
27.12.2020 - 07:30
Evrópuleiðtogar fagna Brexit-samningi
Samkomulagi Breta og Evrópusambandsins hefur verið fagnað víða í dag og þeir leiðtogar Evrópusambandsríkja sem hafa tjáð sig um samninginn allir verið á jákvæðu nótunum. Angela Merkel, Þýskalandskanslari, segir samninginn sögulegan og leggja grunninn að nýjum kafla í sambandi Bretlands og Evrópusambandsins.
25.12.2020 - 01:02
Boris Johnson: Brexit-samningur allri Evrópu til góða
Breski forsætisráðherrann Boris Johnson segir samkomulag um útgöngu Breta úr Evrópusambandinu sem tilkynnt var fyrr í dag vera allri álfunni til hagsbóta. ESB gefur eftir 25% af fiskveiðiheimildum sínum í breskri lögsögu samkvæmt heimildum AFP.
24.12.2020 - 15:57
Tími til að Skotland verði sjálfstætt
Fyrsti ráðherra Skota, Nicola Sturgeon, segir Brexit-samkomulagið gert gegn vilja þjóðar sinnar. Tími sé til kominn að Skotar verði sjálfstætt ríki sem tilheyri Evrópu.
24.12.2020 - 15:16
Evrópa getur loks horft fram á veginn
Eftir erfiðar og langdregnar samningaviðræður er niðurstaðan sanngjarn samningur. Þetta segir Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins um Brexit-samkomulagið.
24.12.2020 - 15:09
Brexit-samkomulag í höfn
Samninganefndir Evrópusambandsins og Breta hafa náð samkomulagi um útgöngusamning, fjórum árum eftir að Bretar kusu að ganga úr Evrópusambandinu og viku áður en frestur til að ganga frá samningi rann út.
24.12.2020 - 14:50
Kínversk yfirvöld rannsaka starfsemi Alibaba
Kínversk yfirvöld rannsaka nú póstverslunarrisann Alibaba Group, vegna grunsemda um að fyrirtækið hafi uppi einokunartilburði í starfsemi sinni. Þetta kemur fram í tilkynningu sem kínverska samkeppnis- og viðskiptaeftirlitið sendi frá sér í morgun.
Viðræður milli ESB og Bretlands standa enn yfir
Bretar hafa gefið mikið eftir í fiskveiðimálum í Brexit-viðræðum í dag til að forða því að þeir gangi úr sambandinu án samnings, að því er AFP fréttastofan hefur eftir heimildamanni sínum. Svo virðist sem enn ein ögurstundin í viðræðum fulltrúa Evrópusambandsins og Bretlands sé runnin upp.
23.12.2020 - 22:33
Þrír af hverjum tíu stjórnendum skynja samráð á markaði
Þrír af hverjum tíu stjórnendum íslenskra fyrirtækja skynja samráð um samkeppnishamlandi aðgerðir á mörkuðum. Einn af hverjum tíu telur að markaðsráðandi fyrirtæki misnoti stöðu sína.
23.12.2020 - 18:34
Viðræður Breta og ESB sagðar á lokametrunum
Samningamenn Breta og Evrópusambandsins kunna að ná samkomulagi í samkeppnis- og fiskveiðimálum á næstu klukkustundum, að því er AFP fréttastofan hafði eftir heimildarmönnum sínum fyrir stundu. Einn þeirra kvað viðræðurnar vera á lokametrunum.
23.12.2020 - 16:41
Ríkið styrkir hjálparsamtök fyrir jólin
Níu hjálparsamtök fá 20 milljón króna viðbótarstyrk frá ríkinu til að styðja við viðkvæma hópa í samfélaginu með matarúthlutun og ráðgjöf. Aukin eftirspurn hefur orðið í samfélaginu eftir efnislegri aðstoð, ekki síst nú í aðdraganda jóla.
23.12.2020 - 12:06