Efnahagsmál

Þjóðverjar og Danir meirihluti erlendra farþega
Þýskir ferðamenn voru 20 prósent erlendra brottfararfarþega frá Íslandi í júní eða 1.182. Næst flestir voru Danir, 1.050 manns eða um 18 prósent. Um helmingur brottfararfarþega voru íslenskir, um 47 prósent miðað við 25 prósent á sama tíma í fyrra.
Samdráttur í launagreiðslum á fyrri hluta árs
Heildarsumma staðgreiðsluskyldra launa á Íslandi dróst saman á fyrri hluta árs 2020. Þetta kemur fram í gögnum frá Hagstofu Íslands. Samdrátturinn nam 2,8 prósentum frá janúar til og með maí á þessu ári miðað við sama tíma í fyrra.
10.07.2020 - 10:14
Þúsundir að missa vinnuna í Bretlandi
Á sjötta þúsund störf verða lögð niður hjá verslanakeðjunni John Lewis og lyfjabúðakeðjunni Boots í Bretlandi. Fyrirtækin þurfa að grípa til harðra aðgerða vegna samdráttar.
09.07.2020 - 17:27
Brim fjárfestir fyrir 13,5 milljarða á Grænlandi
Brim hf. hefur gengið frá kaupum í grænlenska sjávarútvegsfyrirtækinu Arctic Prime Fisheries (APF). Fjárfesting Brims er samtals um 85 milljónir evra, eða sem nemur rúmlega 13,5 milljörðum íslenskra króna. Fjárfestingin er í formi hlutafjárkaupa, fjármögnunar og skipakaupa. Hlutur Brims í félaginu er 16,5 prósent.
09.07.2020 - 14:02
Myndskeið
Methreyfing á íbúðamarkaði í maí og júní
Methreyfing hefur verið á fasteignamarkaði í maí og júní og er hún helmingi meiri en í sömu mánuðum í fyrra. Þrátt fyrir samdrátt í fasteignaviðskiptum í samkomubanninu virðist sem fjórðungi fleiri eignir hafi selst á fyrstu sex mánuðum ársins en á sama tímabili í fyrra. Lágir vextir með lægri greiðslubyrði lána eru sagðir helsta ástæðan fyrir aukinni veltu.
Þrír hluthafar Hvals hf. krefjast innlausnar bréfa
Þrír hluthafar Hvals hf. hafa stefnt félaginu og krafist þess að hlutir þeirra verði innleystir gegn 1.563 milljóna króna greiðslu auk dráttarvaxta. Hluthafarnir eiga rúmlega 5,3 prósenta hlut í fyrirtækinu. Fréttablaðið greindi frá þessu í morgun.
08.07.2020 - 07:10
Segir stuðning gagnast stórum sem smáum fjölmiðlum
„Mér finnst jákvætt að reglugerðin sé komin fram,“ segir Jóhanna Helga Viðarsdóttir, forstjóri Torgs útgefanda Fréttablaðsins og fleiri fjölmiðla, um reglugerð um stuðning stjórnvalda við einkarekna fjölmiðla. Jóhanna Helga segir að enn vanti samt leiðbeiningar sem hafa verið boðaðar um umsóknir áður en hægt er að meta reglugerðina að fullu.
Atvinnuleysið meira en eftir bankakreppuna
Efnahags- og framfarastofnunin OECD segir að atvinnuástand í heiminum sé mun verra af völdum COVID-19 farsóttarinnar en eftir bankakreppuna 2008. Batinn sem varð eftir hana sé að engu orðinn.
07.07.2020 - 15:53
Fjölmiðlafyrirtæki fá að hámarki 100 milljóna stuðning
Stærri fjölmiðlafyrirtæki fá meira í sinn hlut samkvæmt reglugerð menntamálaráðherra um stuðning við einkarekna fjölmiðla en þeir hefðu fengið ef frumvarp hennar um sama efni hefði orðið að lögum. Stærstu einkareknu fjölmiðlafyrirtæki landsins geta fengið að hámarki 100 milljónir króna í styrk úr ríkissjóði samkvæmt nýrri reglugerð sem menntmálaráðherra gaf út á föstudag. Í lagafrumvarpi var gert ráð fyrir 50 milljóna hámarki.
Pompeo segir koma til greina að banna TikTok
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði það koma til greina að banna kínverska appið TikTok í Bandaríkjunum. Ný öryggislög í Hong Kong tóku gildi 1. júlí sem auka meðal annars heimildir kínverskra yfirvalda til gagnasöfnunar.
07.07.2020 - 11:54
Farþegafjöldi jókst um fimmtán þúsund manns frá maí
Heildarfjöldi farþega Icelandair í júní var 18.494 manns. Fjöldinn dróst saman um 97 prósent miðað við júní í fyrra. Í maí var heildarfjöldi farþega í millilandaflugi um þrjú þúsund þegar samdráttur nam 99%. Aukning farþega Icelandair í millilandaflugi milli mánaða er því um 15 þúsund farþegar.
07.07.2020 - 08:30
Ríflega þúsund umsóknir um bætur enn óafgreiddar
1.192 umsóknir um atvinnuleysisbætur eru óafgreiddar hjá Vinnumálastofnun. Þar eru aðeins taldar umsóknir frá í mars, apríl og maí þar sem öll gögn liggja fyrir. Mun hraðar fækkar í hópi þeirra sem hætta á hlutabótaleiðinni en Vinnumálastofnun hafi gert ráð fyrir.
06.07.2020 - 12:41
3.600 færri laus störf en í fyrra
Laus störf á íslenskum vinnumarkaði voru um 2.600 á öðrum ársfjórðungi í ár samkvæmt starfaskráningu Hagstofu Íslands. Starfaskráning Hagstofunnar hófst á fyrsta ársfjórðungi í fyrra, fjöldi starfa hefur ekki mælst lægri síðan.
Vanskil og gjaldþrot gætu aukist með haustinu
Áhrif farsóttarinnar á fjármálastöðugleika eru ekki komin fram að fullu og samdráttur gæti varað lengur en vonir stóðu til. Fjöldi fólks sem er á uppsagnarfresti sér fram á tekjutap.
01.07.2020 - 22:10
Verulega dró úr hópuppsögnum í júní
Tilkynningar um hópuppsagnir hjá fjórum fyrirtækjum bárust Vinnumálastofnun í júní. Ná þær til 155 starfsmanna. Í maí­ var 1.323 manns sagt upp í 23 hópupp­sögn­um. Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segir að samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar hafi atvinnuleysi staðið í stað í júní.
Kreppuáhrif ekki enn komin fram
Hrun ferðaþjónustunnar blasir við og samdráttar gætir í öllum atvinnugreinum samkvæmt greiningu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabanka Íslands. Áhrifa COVID-19-farsóttarinnar á fjármálastöðugleika gætir þó að litlu leyti enn sem komið er. Þá er spáð verulegri virðisrýrnun hjá bönkunum sem hefur ekki enn komið fram.
SÍ gerir ráð fyrir 8% samdrætti landsframleiðslu í ár
Miðað við nýjustu hagvaxtarspár er gert ráð fyrir 8% samdrætti landsframleiðslu í ár, samkvæmt nýju fjármálastöðugleikariti Seðlabanka Íslands. Sveiflujöfnunarauki skal haldast óbreyttur næstu níu mánuði.
Ekki hefur verið skipað í stöðu forstjóra Ríkiskaupa
Enginn hefur enn verið skipaður í stöðu forstjóra Ríkiskaupa. Staðan var auglýst í lok apríl og rann umsóknarfrestur út þann 11. maí. 32 sóttu um stöðuna en þeirra á meðal voru Ari Matthíasson, fyrrverandi þjóðleikhússtjóri, og Höskuldur Þórhallsson, lögmaður og fyrrverandi þingmaður.
30.06.2020 - 23:15
Sprenging í umsóknum um endurgreiðslu vegna Allir vinna
Hátt í fimm þúsund umsóknir hafa borist um endurgreiðslu á virðisaukaskatti í verkefninu Allir vinna sem hrundið var af stað í vor. Flestar snúa þær að bílaviðgerðum.
Brugðist hratt við án þess að eyða fé fyrirhyggjulítið
Stjórnvöld fóru meðalveg þess að bregðast hratt og vel við efnahagsáföllum COVID-19 án þess að sprauta peningum fyrirhyggjulítið hvert á land sem er, segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Hann segir að þetta sé í raun fyrsta samdráttarskeiðið sem Íslendingar hafi búið sig vel undir.
Stóra verkefnið að skapa fleiri störf, segir Katrín
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir stóra verkefnið framundan vera að skapa fleiri störf en að þjóðfélagið sé vel í stakk búið að takast á við þann metsamdrátt sem Hagstofan spáði í gær. 
Ákvörðun PCC mikið högg
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir tímabundna lokun kísilvers PCC á Bakka mikið högg fyrir atvinnulíf í Norðurþingi. Starfsemi PCC hafi ásamt ferðaþjónustu stuðlað að mikilli uppbyggingu á svæðinu og því sé það mikið áhyggjuefni að báðar þessar greinar glími við erfiðleika.
26.06.2020 - 16:01
Sækja um greiðsluskjól eftir nær algjöran tekjumissi
Forsvarsmenn Allrahanda GL sem rekur Gray Line á Íslandi, hafa sótt um greiðsluskjól vegna tekjuhruns hjá fyrirtækinu. Tekjur Gray Line námu um 700 milljónum króna síðustu þrjá mánuði fyrir COVID-19 faraldur en voru aðeins 680 þúsund krónur síðustu þrjá mánuði. Það er um 0,1 prósent af fyrri tekjum.
Tugir fjölskyldna í óvissu
Unnið er að því að finna þeim sem missa vinnuna hjá kísilveri PCC á Bakka ný störf á svæðinu. Forstjóri Landsvirkjunar segir ótímabært að tjá sig um áhrif tímabundinnar lokunar verksmiðjunnar.
26.06.2020 - 12:30
Vonar að aðgerðir skili sér í kraftmeiri viðspyrnu
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra vonar að aðgerðir stjórnvalda skili sér í kraftmeiri viðspyrnu en gert er ráð fyrir í nýrri þjóðhagsspá Hagstofu Íslands sem birt var í morgun. Samkvæmt henni dregst verg landsframleiðsla saman um 8,4 prósent í ár. Það er mesti samdráttur sem orðið hefur á lýðveldistímanum.
26.06.2020 - 11:59