Efnahagsmál

Tigray-hérað
Yfir 100 almennir borgarar hafa farist frá áramótum
Að minnsta kosti 108 almennir borgarar hafa fallið í Tigray-héraði í Eþíópíu frá áramótum. Þetta kemur fram í tilkynningu Sameinuðu þjóðanna sem sömuleiðis vara við miklum matvælaskorti í héraðinu.
Slakað á sóttvarnatakmörkunum í Hollandi
Hollensk stjórnvöld hafa ákveðið að slaka á sóttvarnareglum í ljósi þess að sjúkrahúsinnlögnum hefur fækkað þrátt fyrir mikla útbreiðslu omíkron-afbrigðisins í landinu.
Sjónvarpsfrétt
Í skyggnilýsingaskóla til geta lesið í sóttvarnarreglur
Fólk í veitinga- og viðburðargeiranum furðar sig á ákvörðun stjórnvalda að loka skemmtistöðum.
14.01.2022 - 19:32
Spegillinn
Stendur með heilbrigðisráðherra en vill nýja nálgun
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, starfandi fjármálaráðherra segir að tími sé kominn til að endurmeta áhættu af faraldrinum. Hún stendur þó með ákvörðun heilbrigðisráðherra að grípa til hertra aðgerða.
14.01.2022 - 19:16
Sjónvarpsfrétt
Sérstakur veitingastyrkur og lokunarstyrkir framlengdir
Veitingageirinn fær styrki frá ríkinu til að mæta tekjutapi vegna sóttvarnaaðgerða. Starfandi fjármálaráðherra segist vonast til að aðgerðirnar komi til framkvæmda á næstu dögum. Þeim sé beint til þeirra sem þurfa raunverulega á þeim að halda.
Alþjóðaflugstöðin í Færeyjum stækkuð verulega
Til stendur að stækka flugstöðina við alþjóðaflugvöllinn í Færeyjum verulega. Þær framkvæmdir eru hluti af enn umfangsmeiri framkvæmdum við flugvöllinn sem ætlunin er að geti sinnt allt að milljón farþegum á ári.
14.01.2022 - 05:28
Áríðandi að ljúka gerð kjarnorkusamnings fljótt
Bandaríkin þurfa að leita annarra leiða náist ekki samkomulag við Írana um kjarnorkuáætlun þeirra. Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að örfáar vikur séu til stefnu.
Spegillinn
Segir niðurstöðuna dapurlega og mikil vonbrigði
Grunnskólakennarar kolfelldu í dag kjarasamning við Samband íslenskra sveitarfélaga. Atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn lauk á hádegi í dag og var niðurstaðan sú að nei sögðu tæp 74% og tæpur fjórðungur sagði já.
Ástæða til að skoða endurgreiðslu launa í einangrun
Full ástæða er til að Alþingi skoði að endurgreiða fyrirtækjum laun starfsmanna í einangrun vegna covid-19. Þetta segir Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður efnahags- og viðskiptanefndar.
13.01.2022 - 16:09
Spegillinn
Rættist úr árinu 2021 í ferðaþjónustunni
Brottfarir erlendra farþega voru 688 þúsund á árinu 2021.Það er viðlíka fjöldi og árið 2012. Þegar mest lét árið 2018 voru brottfarir erlendra ferðamanna rúmlega 2,3 milljónir. Þrátt fyrir þetta mikla hrap var árið 2021 nokkuð gott að mati Skarphéðins Bergs Steinarssonar, ferðamálastjóra.
13.01.2022 - 10:44
Skoða nýjar leiðir til að skattleggja notkun ökutækja
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði á Skattadeginum í morgun að yfirvöld væru að skoða aðrar leiðir til að skattaleggja notkun ökutækja. Tekjur af eldsneytisgjöldum hefðu lækkað verulega síðustu ár og við því þyrfti að bregðast.
13.01.2022 - 09:43
Bálfarir verða sífellt algengari á Íslandi
Um það bil 44 prósent allra útfara á höfuðborgarsvæðinu eru bálfarir og hlutfall þeirra hefur hækkað hratt. Af um 2.300 útförum á landinu eru tæplega eittþúsund bálfarir. Frumvarp liggur fyrir Alþingi þar sem reglur um dreifingu ösku látinna eru rýmkaðar.
Verð notaðra bíla hefur hækkað mjög í Bandaríkjunum
Eigendur notaðra bifreiða í Bandaríkjunum hafa undanfarið getað selt þær fyrir jafnmikið eða jafnvel meira en þeir upphaflega borguðu fyrir þá. Meðal ástæðna er samdráttur í framleiðslu nýrra farartækja.
Frakkar herða reglur gagnvart óbólusettum
Frönsk stjórnvöld herða reglur gagnvart óbólusettum landsmönnum. Innan tíðar verður þeim óheimilt að sækja veitingastaði, menningarviðburði og eins verður þeim bannað að ferðast með flugvélum og lestum á lengri leiðum.
Sjónvarpsfrétt
Veitingamenn komnir á ystu nöf
Veitingamenn sjá fram á hópuppsagnir og lokanir um næstu mánaðamót verði tekjufall sem þeir hafa orðið fyrir vegna samkomutakmarkana ekki bætt á allra næstu vikum.
Rússar ræða við fulltrúa NATO í dag
Fundur sendinefnda Bandaríkjanna og Rússlands á mánudag vegna Úkraínumálsins skilaði þeirri niðurstöðu einni að halda skuli viðræðum áfram. Þeim verður því fram haldið í dag í höfuðstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Brussel, höfuðborg Belgíu.
Of hægt miðar við kjarnorkusamning að mati Frakka
Utanríkisráðherra Frakklands segir samningaviðræður um framtíð kjarnorkusamnings Evrópusambandsins og fleiri ríkja við Írani ganga það hægt að ólíklegt sé að samkomulag náist innan raunhæfs tímaramma.
Quebec tekur upp sérstakan skatt á óbólusetta
Stjórnvöld í Quebec-fylki í Kanada hyggjast leggja sérstakan skatt á fólk sem ekki hefur þegið bólusetningu gegn covid. Faraldurinn fer mikinn þar í landi en omíkron-afbrigðið er ráðandi þegar kemur að nýjum smitum.
12.01.2022 - 01:55
Spegillinn
Hugað verði betur að breyttum vinnutíma
Félagsmálaráðherra vill að hugað verði betur að breyttum vinnutíma í næstu kjarasamningum og að komið verði betur til móts við fólk með skerta vinnugetu.
Morgunútvarpið
Aukin pressa á að fylgjast með grunsamlegri hegðun
Aukin pressa er á alla rekstraaðila að fylgjast með allri grunsamlegri hegðun á innri kerfum vefþjónum og netkerfum. Þetta er mat sviðsstjóra netöryggissveitarinnar CERT-IS. Nú eru tvær vikur síðan óvissustigi almannavarna var aflétt vegna LOG4j öryggisgallans.
Morgunútvarpið
Haraldur segir leikskólakerfið hafa vaxið of hratt
Haraldur Freyr Gíslason formaður Félags leikskólakennara segir leikskólakerfið hafi vaxið of hratt. Það sé ríkur þáttur í að ekki hafi tekist að fjölga kennurunum hlutfallslega þrátt fyrir fjölgun í leikskólakennaranámi.
Kemur ekki á óvart að leitað sé til dómstóla 
Félagsmálaráðherra segir eðlilegt að ágreiningur sé um hvort rétt sé að draga orlofstíma frá launafólki ef sóttkvíardagar lendi á slíkum dögum. Ekki komi á óvart að málið komi til kasta dómstóla. 
Vill billjónir til uppbyggingar kjarnorkuvera í Evrópu
Ríki Evrópusambandsins þurfa að leggja 500 milljarða evra, 74.000 milljarða króna - eða 74 billjónir - í uppbyggingu kjarnorkuvera fram til ársins 2050. Þetta kemur fram í viðtali við Thierry Breton, framkvæmdastjóra innri markaðar Evrópusambandsins, sem birtist í franska blaðinu Journal du Dimanche um helgina.
09.01.2022 - 06:34
Talibanar sárbæna þjóðir heims um hjálp
Talibanar í Afganistan báðu í dag samfélag þjóðanna um mannúðaraðstoð vegna síversnandi aðstæðna í landinu. Alþjóðastofnanir segja að hungur blasi við meira en helmingi þjóðarinnar í vetur.
07.01.2022 - 17:13
Sendiherra kallaður heim í deilu Pólverja og Tékka
Pólska ríkisstjórnin hefur kallað nýskipaðan sendiherra sinn í Tékklandi heim frá Prag vegna gagnrýninna ummæla hans um framgöngu pólskra stjórnvalda í deilu þeirra við Tékka um mikla kolanámu við landamæri ríkjanna.