Dóms- og lögreglumál

Golfheimurinn í áfalli eftir bílslys Tiger Woods
Golfheimurinn er í áfalli eftir að fréttir bárust af því að bandaríski kylfingurinn Tiger Woods væri talsvert slasaður eftir bílveltu í Los Angeles í morgun. Klippa þurfti bílinn til að ná Woods út og hann gekkst undir aðgerð, meðal annars vegna áverka á fæti. „Mér er líður mjög illa. Ég vona að það verði í lagi með hann,“ sagði Justin Thomas, sem er í þriðja sæti á styrkleikalista PGA-mótaraðarinnar og einn nánasti vinur Woods á golfvellinum.
24.02.2021 - 00:12
Eiginkona „El Chapo“ á yfir höfði sér þungan dóm
Emma Coronel Aispuro, eiginkona Joaquin „El Chapo“ Guzman, gæti hlotið þungan dóm ef marka má gögn sem birt voru í dag þegar hún var leidd fyrir dómara. Hún er sögð hafa tekið virkan þátt í glæpastarfsemi eiginmanns síns sem afplánar nú lífstíðardóm í víggirtu fangelsi í Colarado fyrir margvísleg óhæfuverk.
23.02.2021 - 21:09
Gerard Depardieu ákærður fyrir nauðgun
Franski leikarinn Gerard Depardieu hefur verið ákærður fyrir nauðgun. Hann er sagður hafa brotið gegn leikkonu á tvítugsaldri fyrir þremur árum. Málið var fellt niður fyrir tveimur árum vegna skorts á sönnunargögnum en síðan tekið upp að nýju. Ákæra í málinu var gefin út í desember.
23.02.2021 - 19:52
Myndskeið
Ráðherra hringdi í lögreglustjórann vegna Ásmundarsalar
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra, talaði í tvígang við Höllu Bergþóru Björnsdóttur, lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu, á aðfangadag, eftir að lögreglan greindi fjölmiðlum frá sóttvarnarbroti í Ásmundarsal. Fjármálaráðherra var á meðal gesta í salnum. Áslaug Arna segist ekki hafa verið að skipta sér af rannsókn málsins, heldur hafi hún aðeins verið að spyrja um upplýsingagjöf lögreglu. Reglur um upplýsingagjöf til fjölmiðla eru nú í endurskoðun hjá lögreglunni.   
100 þúsund króna sekt fyrir að framvísa ekki vottorði
Þeir farþegar, sem framvísa ekki neikvæðu COVID-prófi við komuna til landsins, eiga yfir höfði sér 100 þúsund króna sekt. Þeir sem framvísa fölsuðu vottorði verða ákærðir fyrir skjalafals. Þetta kemur fram í nýjum fyrirmælum ríkissaksóknara sem embættið sendi frá sér í dag. Þeir sem reyna að komast hjá sýnatöku á landamærunum geta einnig fengið sekt upp á 100 þúsund krónur.
Ríkið sýknað af bótakröfu sonar Tryggva Rúnars
Íslenska ríkið var í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær sýknað af skaðabótakröfu Arnars Þórs Vatnsdal sem er sonur Tryggva Rúnars Leifssonar, eins sakborninga í Guðmundar-og Geirfinnsmáli. Dómurinn telur að ríkið hafi tekið það skýrt fram þegar lög um bætur vegna málanna voru samþykkt að ekki ætti að greiða öðrum en eftirlifandi maka og börnum sakborninga í málinu. Hefði ætlunin einnig verið sú að greiða börnum sem hefðu verið ættleidd hefði slíkt verið tekið fram.
23.02.2021 - 18:08
Sakfelldur fyrir árás á hótelherbergi í Marseille
Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í 4 mánaða fangelsi fyrir árás á kærustu sína á hótelherbergi í frönsku borginni Marseille. Hann afplánar nú sex ára fangelsi fyrir tilraun til manndráps og hefur áður hlotið dóm fyrir árás á sömu konu.
23.02.2021 - 17:16
Einn áfram í gæsluvarðhaldi - tveir í farbanni
Íslenskur karlmaður, sem var handtekinn í tengslum við rannsókn lögreglu á morðinu í Rauðagerði, hefur verið úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald til 2. mars. Verjandi hans segir í samtali við fréttastofu að gæsluvarðhaldsúrskurðurinn hafi verið kærður til Landsréttar. Tveir menn, sem voru handteknir með honum í umfangsmiklum aðgerðum á Suðurlandi, hefur verið sleppt en eru í farbanni.
23.02.2021 - 16:11
Landsréttarmálið hefur kostað ríkissjóð 140 milljónir
Kostnaður ríkissjóðs vegna Landsréttarmálsins svokallaða hefur nú þegar kostað ríkissjóð 140 milljónir. Þar munar mestu um kostnaðinn við þá dómara sem þurfti að setja tímabundið vegna þeirra fjögurra dómara sem fóru í leyfi eftir dóm Mannréttindadómstóls Evrópu . Alls hefur ríkissjóður greitt 10,6 milljónir í málskostnað vegna dómsmála fyrir íslenskum dómsstólum og 11,7 milljónir í skaða-og miskabætur.
23.02.2021 - 15:26
Sökuð um samstarf við vígamenn
Þrítug norsk kona af pakistönskum uppruna hefur verið látin laus eftir að hafa setið í gæsluvarðhaldi í meira en eitt ár. Aftenposten hefur eftir yfirmanni í norsku öryggislögreglunni PST að ekki hafi verið ástæða til að halda henni lengur.
23.02.2021 - 15:03
Læknirinn á Suðurnesjum ekki lengur með starfsleyfi
Landlæknir og lögregla eru með nokkur mál til skoðunar þar sem læknir, sem vann á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja frá 2018 til 2020, er grunaður um að hafa veitt sjúklingum líknandi meðferð á vafasömum forsendum. Læknirinn er ekki lengur með gilt starfsleyfi. Hann vann hjá stofnuninni í tæpt ár eftir að kvörtun barst vegna andláts sjúklings í hans umsjá. Stjórnendur stofnunarinnar vilja ekki veita viðtöl vegna málsins.
Enn of margir sem sækja komufarþega út á flugvöll
„Það eru enn brögð að því að fólk sæki vini og fjölskyldu á Keflavíkurflugvöll,“ segir Sigurgeir Sigmundsson, yfirlögregluþjónn á Keflavíkurflugvelli. Lögreglan hefur eftirlit með því hvernig fólk kemst heim af flugvellinum en samkvæmt sóttvarnareglum er óheimilt að sækja komufarþega á flugvöllinn, nema sá sem sæki fari líka í sóttkví.
Þrír grunaðir um brot á vopnalögum
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði ökumann í Kópavogi í nótt grunaðan um akstur undir áhrifum fíkniefna. Hann framvísaði bráðabirgðaskírteini annars manns og hann og tveir farþegar í bílnum eru grunaðir um brot á vopnalögum. Ökumaðurinn er einnig grunaður um ítrekaðan akstur án ökuréttinda.
Vilja fangelsa Jacob Zuma fyrir óvirðingu
Sérstök rannsóknarnefnd í spillingarmáli gegn háttsettum stjórnmála- og embættismönnum í Suður Afríku hefur lagt fram formlega kröfu um að stjórnlagadómstóll landsins dæmi Jacob Zuma, fyrrverandi forseta, til tveggja ára fangelsisvistar fyrir óvirðingu. Sakarefnið er hundsun Zumas á fyrirmælum um að mæta fyrir nefndina, þrátt fyrir úrskurð hæstaréttar þar að lútandi, og svívirðileg ummæli um dómskerfi landsins.
23.02.2021 - 03:27
Eiginkona El Chapo handtekin í Washington
Bandarísk yfirvöld handtóku í dag Emmu Coronel Aispuro, eiginkonu mexíkóska fíkniefnabarónsins Joaquin El Chapo Guzman, fyrrum foringja glæpasamtakanna Sinaloa, sem situr nú inni fyrir lífstíð fyrir fíkniefnasmygl og peningaþvætti.
22.02.2021 - 23:59
Læknir hættur á HSS vegna gruns um alvarleg mistök
Framkvæmdastjórn Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja harmar þann atburð sem er nú til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um að röð alvarlegra mistaka læknis sem starfaði hjá HSS hafi leitt til andláts, mögulega fleiri en eins.
Þrír skipverjar á Júlíusi hafa sagt upp störfum
Þrír úr áhöfn togarans Júlíusar Geirmundssonar hafa sagt upp störfum og fleiri íhuga stöðu sína um borð. Þetta er í kjölfar þess að maður sem var sviptur skipstjórnarréttindum tímabundið, hefur verið ráðinn stýrimaður í næstu veiðiferð.
Viðtal
Skipulögð brotastarfsemi alltaf að verða alþjóðlegri
Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra og tengslafulltrúi Europol, segir að skipulögð brotastarfsemi sé alltaf að verða alþjóðlegri. Hann kemur aftur til starfa hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í vor eftir störf fyrir Europol í Hollandi undanfarin þrjú ár. Hann er reynslunni ríkari eftir að hafa fengið betri innsýn inn í skipulagða brotastarfsemi og hvernig samskipti þurfi til að takast á við hana.
Viðtal
Lögregla krefst lengra gæsluvarðhalds yfir einum
Gæsluvarðhald yfir þremur mönnum sem grunaðir eru um tengsl við morðið í Rauðagerði rennur út á morgun. Lögreglan fer fram á framlengingu yfir að minnsta kosti einum mannanna en ekki hefur verið tekin ákvörðun um hina tvo. Níu eru í haldi vegna málsins - frá sjö löndum. Margeir Sveinsson, sem stýrir rannsókn lögreglu, segir að rannsókninni miði vel en hún sé mjög umfangsmikil.
Verjandi Gunnars segir auðsýnt að morðið var af gáleysi
Brynjar Meling, annar verjanda Gunnars Jóhanns Gunnarssonar, segir héraðsdóm hafa horft framhjá staðreyndum máls og farið á svig við lög með því að dæma hann til þrettán ára fangavistar fyrir að hafa orðið bróður sínum að bana í apríl 2019.
22.02.2021 - 17:11
Símon metinn hæfari en skipaður landsréttardómari
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara við Landsrétt metur Símon Sigvaldason, dómstjóra við Héraðsdóm Reykjavíkur, hæfastan þriggja umsækjenda. Dómnefndin metur hann hæfari en þau Jón Finnbjörnsson og Ragnheiði Snorradóttur. Jón var skipaður dómari við Landsrétt við stofnun dómstólsins. Hann er einn fjögurra umsækjenda sem Sigríður Andersen, þáverandi dómsmálaráðherra, tók fram yfir aðra umsækjendur sem dómnefnd mat hæfari.
Málflutningur áfrýjunarmáls Gunnars Jóhanns hefst í dag
Málflutningur í áfrýjunarmáli Gunnars Jóhanns Gunnarssonar fyrir Lög­manns­rétti Hålogalands í Tromsø hófst klukkan 9 í morgun að norskum tíma.
22.02.2021 - 10:11
Myndskeið
Sýndarveruleikaréttarsalur prófaður
Ungar konur úr tölvunarfræðideild og sálfræðideild Háskólans í Reykjavík hafa þróað í samstarfi við embætti ríkislögreglustjóra sýndarveruleikadómssal. Hann mun nýtast fórnarlömbum kynferðisbrotamála þar sem þau geta æft sig í að svara spruningum og mæta geranda, lögmönnum og dómurum.
21.02.2021 - 21:49
Myndskeið
Þurfa að hafa auðan klefa á milli sakborninga
Aldrei hafa jafn margir verið í einangrun í fangelsinu á Hólmsheiði frá því það var tekið í notkun. Ástæðan er rannsókn á morðinu í Rauðagerði. 28 gæsluvarðhaldsklefar eru í fangelsinu og nota þarf átján af þeim undir málið. Hafa þarf auðan klefa á milli þar sem allir sakborningarnir níu eru í einangrun.
21.02.2021 - 18:37
Of margir inni á einum samkomustað
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leit inn á sextán samkomustaði í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld þar sem hún kannaði sóttvarnir, fjölda gesta og hvort opnunartími væri virtur.