Dóms- og lögreglumál

Fjórir slasaðir eftir hópslagsmál í Svíþjóð
Fjórir eru slasaðir eftir hópslagsmál sem brutust út í bænum Alingsås í vestanverðri Svíþjóð í gærkvöld. Tveir hinna slösuðu urðu fyrir bíl. Lögregla stóð vaktina í nótt til að forðast frekari átök.
06.07.2020 - 04:42
Tsjetsjeni myrtur af samlöndum í Austurríki
Tveir Rússar frá sjálfsstjórnarhéraðinu Tsjetsjeníu voru handteknir í Austurríki í gær eftir að tsjetsjenskur andófsmaður var skotinn til bana í Gerasdorf, nærri Vín, á laugardag. Annar hinna handteknu er á fimmtugsaldri og hinn á fertugsaldri. Lögreglan rannsakar nú hvað árásarmönnunum gekk til. 
06.07.2020 - 01:30
Tveir létust í skothríðum á næturklúbbi í S-Karólínu
Tveir létust og átta særðust í skotárás á næturklúbbi í Greenville í Suður-Karólínu í nótt. Ástand hinna særðu er misjafnt. Árásarmennirnir hleyptu endurtekið af skotum á klúbbnum um tvöleytið í nótt að staðartíma. Lögregluyfirvöld á svæðinu telja að skothríðirnar tengist götugengjum. Lögregla leitar tveggja einstaklinga sem taldir eru hafa hleypt af skotunum. 
05.07.2020 - 17:09
Barnaklámhringur upprættur á Ítalíu
Ítalska lögreglan kom upp um hóp barnaníðinga sem hafa verið að senda ólöglegt myndefni sín á milli, þar á meðal myndir af hvítvoðungum. Tugir húsleita voru gerðar og þrír handteknir í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar. Um fimmtíu eru til rannsóknar vegna málsins.
05.07.2020 - 00:26
Fyrsta ákæran á grundvelli öryggislaga í Hong Kong
23 ára karlmaður var sá fyrsti til að verða ákærður á grundvelli nýju öryggislaganna í Hong Kong. Al Jazeera greinir frá. Hann er ákærður fyrir að hvetja til aðskilnaðar og hryðjuverk. Tong Ying-kit ók mótorhjóli sínu á hóp lögreglu á mótmælasamkomu á miðvikudag.
04.07.2020 - 06:57
Krefjast sex ára fangelsis vegna ummæla um hryðjuverk
Rússneskir saksóknarar krefjast þess að blaðamaðurinn Svetlana Prokopyeva verði dæmd í sex ára fangelsi. Hún er sökuð um að hafa réttlætt hryðjuverk með fréttaflutningi sínum af sjálfsmorðsárás á skrifstofu rússnesku leyniþjónustunnar FSB árið 2018.
04.07.2020 - 03:38
Réttarhöld yfir morðingjum Khashoggis hafin í Istanbúl
Réttarhöld yfir tuttugu sakborningum vegna morðsins á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi hófust í Tyrklandi í dag. Khashoggi var myrtur í sendiráið Sádi Arabíu í Istanbúl árið 2008. Sakborningarnir voru ekki í dómssal, því Sádar neituðu að framselja þá til Tyrklands.
04.07.2020 - 00:42
Óheimilt að starfrækja vefsíðuna bordumrett.is
Héraðsdómur Reykjaness féllst í dag á kröfu Eldum rétt ehf. um að fyrirtækinu Álfasögu ehf. væri óheimilt að nota orð- og myndmerkið „máltíð í góðu jafnvægi fyrir þig borðum rétt“. Einnig var fallist á kröfu Eldum rétt um að Álfasögu ehf. væri óheimilt að starfrækja heimasíðuna www.bordumrett.is.
03.07.2020 - 16:56
Pílagrímar létust í árekstri við lest
Að minnsta kosti tuttugu og tveir pílagrímar úr trúarsöfnuði sikha létust í dag þegar járnbrautarlest ók á litla rútu sem þeir voru farþegar í í austurhluta Pakistans. Nítján hinna látnu voru úr sömu fjölskyldunni.
03.07.2020 - 16:21
Tveir dómarar við Hæstarétt biðjast lausnar
Hæsta­rétt­ar­dóm­ar­arn­ir Greta Bald­urs­dótt­ir og Þor­geir Örlygs­son hafa sótt um lausn frá embætti. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir  dómsmálaráðherra greindi frá þessu á rík­is­stjórn­ar­fundi í dag.
Lögreglustjórinn úr Eyjum tekur við Norðurlandi eystra
Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri í Vestmannaeyjum, hefur verið skipuð í embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra. Hún tekur við embættinu 13. júlí. Páley tekur við embættinu af Höllu Bergþóru Björnsdóttur sem skipuð var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu eftir að Sigríður Björk Guðjónsdóttir var skipuð ríkislögreglustjóri.
03.07.2020 - 09:37
Skemmdarverk unnið á Litlu hafmeyjunni
Enn eitt skemmdarverkið hefur verið unnið á styttunni af litlu hafmeyjunni við Löngulínu í Kaupmannahöfn. Á steininn sem hún situr á hefur verið skrifað Racist fish, sem þýða mætti sem kynþáttafordómafiskur. Lögreglan hefur engar upplýsingar um þann sem var að verki.
03.07.2020 - 08:36
Stolið úr tveimur búðum og sofnað í þeirri þriðju
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð í tvær verslanir í vesturhluta borgarinnar í gær vegna búðahnupls. Þjófurinn var farinn úr annarri búðinni en í hinni var sá grunaði enn á staðnum. Í nótt var lögreglan svo kölluð að búð í þriðja sinn, að þessu sinni ekki vegna þjófnaðar heldur vegna þess að ölvaður maður hafði lagst til svefns í búðinni. Lögreglumenn vöktu manninn sem hélt við það á brott.
Ók í gegnum hlið forsætisráðherrabústaðar Trudeau
Vopnaður kanadískur hermaður var handtekinn eftir að hafa ekið pallbíl sínum í gegnum hlið forsætisráðherrabústaðar Justin Trudeau í Ottawa í gærmorgun. Eftir að hafa ekið í gegnum hliðið gekk hann í áttina að húsinu, en var handtekinn áður en hann komst að útidyrunum.
03.07.2020 - 06:41
Yfir 800 handteknir í umfangsmikilli lögregluaðgerð
Yfir 800 voru handteknir víða um Evrópu eftir að evrópskar löggæslustofnanir náðu að hlera samskiptakerfi glæpamanna. Vopna- og fíkniefnaviðskipti fóru fram á samskiptakerfinu. Lagt var hald á yfir tvö tonn af eiturlyfjum, tugi skotvopna og jafnvirði rúmlega níu milljarða króna í reiðufé í aðgerðunum. 
03.07.2020 - 05:15
Lögreglan lýsir eftir konu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Maríu Ósk Sigurðardóttur. María Ósk er 43 ára, til heimilis í Grafarvogi í Reykjavík. Hún er 163 sentimetrar á hæð, grannvaxin, með gráleitt axlarsítt hár og með húðflúr á hlið vinstri handar. Hún er líklega klædd í svartar gallabuxur og lopapeysu, svarta og hvíta yfir mitti, að sögn lögreglunnar.
Myndband
Saksóknarar vilja að Andrés prins gefi skýrslu
Saksóknari í New York-ríki í Bandaríkjunum sagði á blaðamannafundi í dag að hún vilji ræða að Andrés Bretaprins vegna rannsóknar á brotum barnaníðingsins Jeffrey Epstein. Saksóknarinn, Audrey Strauss, vildi ekkert gefa upp um stöðu prinsins við rannsóknina. Fyrrverandi kærasta Epstein var handtekin af FBI, alríkislögreglu Bandaríkjanna, í dag.
02.07.2020 - 22:05
Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir nauðgun
Tveir menn voru dæmdir í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Annar fyrir að nauðga samstarfskonu sinni og hinn fyrir að beita barnsmóður sína ofbeldi í viðurvist dóttur þeirra.
Furðar sig á færslu Áslaugar Örnu 
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata og fyrsti flutningsmaður frumvarps um afglæpavæðingu fíkniefna sem fellt var á Alþingi fyrr í vikunni, furðar sig á nýrri Facebook-færslu Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra.
Segir frumvarpið ekki hafa verið nægilega vel unnið
„Hið svokallaða stríð gegn fíkniefnum hefur að öllum líkindum kallað yfir okkur meiri hörmungar en neyslan sjálf,“ skrifar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í færslu á Facebook í dag. 
Norsku skipi rænt undan Nígeríuströnd
Sjóræningjar réðust í nótt um borð í norska skipið Sendje Berge undan Nígeríuströnd og rændu níu Nígeríumönnum í áhöfninni. Þetta kemur fram í tilkynningu útgerðar skipsins til kauphallarinnar í Ósló. Ekkert er vitað um afdrif níumenninganna. Enginn er þó talinn hafa slasast í árásinni.
02.07.2020 - 14:25
Yfir hundrað kólumbískir hermenn reknir fyrir barnaníð
Yfir hundrað hermenn í kólumbíska hernum eru til rannsóknar vegna gruns um að þeir hafi beitt börn kynferðislegu ofbeldi. Fjörutíu og fimm hafa þegar verið reknir, en 73 til viðbótar eru til rannsóknar af ríkissaksóknara í Kólumbíu, að sögn herforingjans Eduardo Zapateiro.
Einn Rúmenanna og tveir lögreglumenn enn í einangrun
Rúmenskur karlmaður, einn þriggja sem urðu uppvísir að þjófnaði á Selfossi í síðasta mánuði er enn í einangrun. Hin tvö, karlmaður og kona, greindust með kórónuveiruna og var fólkið meðal þeirra fjórtán Rúmena sem dvöldu í einangrun og sóttkví í sóttvarnarhúsinu á Rauðarárstíg í síðasta mánuði. 
Viðtal
„Frekjast í gegnum þinglokasamninga“
Vilhjálmur Árnason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, og Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, voru sammála um það í Morgunútvarpinu á Rás 2 í dag að pólitík hefði ráðið því hvernig fór um frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta. Þar lauk samstöðunni. Vilhjálmur sagði Pírata hafa frekjast í gegnum þinglokasamninga til að láta kjósa um mál sem væri ekki tilbúið svo stjórnarliðar segðu nei. Halldóra sagði stjórnarliða hafa hafnað öllum tilboðum til að koma þingmannamáli í gegnum þingið.
01.07.2020 - 14:45
Íslendingar tæp 95% þeirra sem leita til Stígamóta
Alls leituðu 885 til Stígamóta í fyrra og eru Íslendingar í miklum meirihluta þeirra sem þá leituðu til samtakanna, eða 94,6%. Fram kemur í ársskýrslu samtakanna, sem kynnt var í morgun, að búast megi við að komum vegna nauðgana og kynferðisofbeldis gegn börnum fjölgi í ár, vegna kórónuveirunnar og efnahagsþrenginganna sem fylgt hafa í kjölfarið.