Dóms- og lögreglumál

Vinirnir reyndu að róa Gunnar Jóhann niður
Vinir Gunnars Jóhanns Gunnarssonar drógu hann með sér út á lífið föstudagskvöldið 26. apríl í fyrra, að þeirra sögn til þess að reyna að hressa hann við. Annar þeirra segist hafa rætt við hann undir fjögur augu áður en þeir lögðu af stað í bæinn. „Þá sagði hann mér hvernig honum leið raunverulega með þetta allt, og að hann vildi drepa bróður sinn," sagði vinur Gunnars Jóhanns fyrir dómi í Noregi í gær.
25.09.2020 - 04:45
Fyrsta ákæran fyrir stríðsglæpi í Kósóvó
Fyrrverandi herforingi í frelsisher Kósóvó, KLA, varð í gær fyrstur til að vera handtekinn af saksóknurum alþjóðlegs dómstóls vegna stríðsglæpa í borgarastríðinu í Kósóvó. Salih Mustafa er ákærður fyrir morð, pyntingar, að halda fólki nauðugu og grimmilega meðferð á fólki, að sögn AFP fréttastofunnar.
Volkswagen greiðir skaðabætur í Brasilíu
Þýski bílaframleiðandinn Volkswagen undirritaði sögulegt samkomulag við saksóknara í Brasilíu um skaðabætur vegna aðgerða fyrirtækisins á tímum herstjórnarinnar. AFP fréttastofan hefur þetta eftir tilkynningu frá fyrirtækinu.
Ekki hætta á ofsóknum en málsmeðferð tók of langan tíma
Ákvörðun kærunefndar útlendingamála að veita Khedr-fjölskyldunni frá Egyptalandi dvalarleyfi hér á landi byggist á því að of langur tími leið frá því að sótt var um alþjóðlega vernd og þar til endanleg niðurstaða fékkst í málið. Endurupptaka málsins var samþykkt þar sem lögð voru fram ný gögn sem fallist var á að væru tilefni til nýrrar rannsóknar á aðstæðum fjölskyldunnar.
Myndband
Skaut Taylor átta skotum en er ekki ákærður
Mótmæli brutust út víða í Bandaríkjunum í gærkvöld eftir að ákærudómstóll ákvað að ákæra ekki lögreglumann fyrir morð. Hann skaut konu til bana í mars. Lilja Hjartardóttir, stjórnmálafræðingur hjá Reykjavíkurakademíunni, segir að málið segi töluvert mikið um stöðu svartra í landinu. 
Viðtal
Egypsku fjölskyldunni veitt dvalarleyfi: „Mikill sigur“
Kærunefnd útlendingamála hefur fallist á endurupptökubeiðni egypsku fjölskyldunnar sem fjallað hefur verið um í fréttum síðustu daga. Vísa átti fjölskyldunni úr landi 16. september, en hún hefur verið í felum síðan þá. Þau fá nú dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eftir að kærunefndin féllst á sjónarmið fjölskyldunnar.
Auðskilið mál
Hundar mjög gagnlegir í kórónuveirufaraldrinum
Lögreglan vonast til að geta fengið sérþjálfaða hunda til Íslands sem geta þefað uppi kórónuveirusmit.
Deildu um yfirlýsingu látinna bræðra frá 1955
Yfirlýsing tveggja bræðra frá árinu 1955 og afsal þeirra til Rafmagnsveitna ríkisins fimm árum síðar voru undir í deilu um vatnsréttindi í Grímsá sem rötuðu fyrir dómstóla. Núverandi eigendur jarðarinnar sem bræðurnir áttu töldu að aldrei hefði verið samið um vatnsréttindi og vildu að dómstóllinn úrskurðaði að þau fylgdu jörðinni.
24.09.2020 - 13:31
Vonast eftir COVID-hundum til Íslands
Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra vonast til að fá sérþjálfaða COVID-leitarhunda til landsins gefi þeir góða raun erlendis. Lögreglan hefur verið í stöðugu sambandi við stofnanir í Bretlandi sem þjálfa hunda og rannsaka hvort þeir geti Orðið að liði í greiningu kórónuveirusýna. Fyrstu niðurstöður benda til að hundarnir greini jákvæð sýni með um 90 prósenta nákvæmni. COVID-leitarhundar tóku til starfa á flugvellinum í Helsinki í Finnlandi í gær.
24.09.2020 - 13:30
Líkamsárás á Laugavegi í nótt
Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um líkamsárás í verslun við Laugaveg klukkan rúmlega tvö í nótt. Þar hafði ungur maður í annarlegu ástandi ráðist á starfsmann verslunarinnar þegar verið var að vísa honum út úr versluninni.
Tvennt ákært fyrir vanvirðandi og ruddalega árás
Tvennt hefur verið verið ákært fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og barnaverndarlögum en fólkið er sagt hafa ráðist á fyrrverandi sambýliskonu mannsins. Fram kemur í ákæru héraðssaksóknara að árásin hafi ruddaleg og vanvirðandi þar sem þrjú börn konunnar og sambýlismaður hafi horft upp á atlöguna.
Eric Trump skikkaður í yfirheyrslu
Eric Trump, syni Bandaríkjaforseta, er gert að bera vitni hjá embætti ríkissaksóknara í New York fyrir 7. október næstkomandi. Dómari í New York hafnaði jafnframt beiðni Trump um að fresta yfirheyrslunni þar til eftir forsetakosningarnar í nóvember. 
24.09.2020 - 07:05
Maður sem kveðst Kristur endurborinn handtekinn
Rússneski sértrúarleiðtoginn Sergey Torop var handtekinn af rússneskum yfirvöldum á mánudag. Tveir aðstoðarmanna hans voru jafnframt handteknir. Torop kveðst vera sjálfur Jesús Kristur endurfæddur, og stýrði nokkur þúsund manna söfnuði í Síberíu.
24.09.2020 - 06:49
Banki greiðir milljarðasekt vegna peningaþvættis
Ástralski bankinn Westpac samþykkti í morgun að að greiða 1,3 milljarða ástralíudala sekt, jafnvirði nærri 130 milljarða króna, vegna 23 milljóna brota á lögum um peningaþvætti. Peter King, framkvæmdastjóri Westpac, notaði tækifærið og baðst afsökunar á lögbrotum bankans.
24.09.2020 - 01:23
Dómur fellur í gróðurdeilu á Arnarnesinu
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í morgun íbúa á Arnarnesi af kröfu nágranna hans um að klippa eða lækka tré á lóð sinni. Nágrannarnir töldu trén skerða útsýni sitt til Esjunnar og Snæfellsness. Dómurinn gerði íbúanum aftur á móti að fjarlægja nokkrar greinar sem sköguðu yfir lóðamörkin.
Aðalmeðferð í „örsláturmálinu“
Í dag var í Héraðsdómi Norðurlands vestra aðalmeðferð í máli gegn Sveini Margeirssyni þar sem hann er ákærður fyrir brot á lögum um slátrun og sláturafurðir. Lögreglustjórinn á Norðurlandi vestra kærði Svein fyrir sölu og dreifingu á fersku lambakjöti, haustið 2018, af gripum sem slátrað hafi verið utan löggilts sláturhúss.
23.09.2020 - 18:20
Ákæra þann sem skaut Breonnu Taylor fyrir hættuspil
Ákærudómstóll í Bandaríkjunum hefur ákveðið að ákæra lögreglumanninn sem skaut Breonnu Taylor til bana fyrir tilefnislaust hættuspil. Taylor var myrt á heimili sínu í Louisville í Kentucky-ríki 13. mars. Hún var 26 ára gömul.
Auðskilið mál
Nafn mannsins sem fannst látinn 21. ágúst
Maður sem fannst látinn í Breiðholti í Reykjavík, fyrir neðan Erluhóla, hét Örn Ingólfsson. Örn var 83 ára. Hann fannst 21. ágúst. Það er ekki talið að neitt saknæmt, það er ólöglegt, hafi gerst þegar hann dó.
23.09.2020 - 17:00
Skot hafi getað hlaupið af án þess að snerta gikkinn
Skotvopnasérfræðingur bar fyrir dómi í Noregi í dag að haglabyssan sem Gunnar Jóhann Gunnarsson skaut hálfbróður sinn með til bana í Mehamn í fyrravor hefði verið biluð, þannig að skot hefði getað hlaupið úr byssunni án þess að gikkurinn væri snertur.
23.09.2020 - 16:44
Auðskilið mál
Eyddu sprengju frá seinni heims-styrjöldinni
Sprengja fannst á Sandskeiði, nokkru fyrir austan Reykjavík, í gær. Sprengjan er frá því í seinni heims-styrjöldinni. Landhelgisgæslan sendi sprengju-eyðingar-sveitina sína á staðinn til að eyða sprengjunni.
Lést í vinnuslysi á Hellissandi
Banaslys varð á Hellissandi á ellefta tímanum í morgun. Lögreglunni á Vesturlandi barst tilkynning um vinnuslys á Hellissandi á Snæfellsnesi. Hún staðfestir við fréttastofu að einn maður lést í slysinu.
23.09.2020 - 15:59
Systkinum dæmdar miskabætur vegna mistaka Landspítala
Íslenska ríkið var í dag dæmt til að greiða tveimur systkinum samtals rúmlega tvær milljónir króna, auk vaxta, í miskabætur vegna mistaka á Landspítalanum sem urðu til þess að faðir þeirra lést árið 2014. Íslenska ríkinu var þar að auki gert að greiða dánarbúi föðurins 1,4 millljónir króna og allan sakarkostnað. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að mistök starfsmanna Landspítalans og brot gegn réttindum mannsins sem sjúklings hafi falið í sér stórfellt gáleysi við meðferð hans. 
23.09.2020 - 15:27
Sprengjukúla úr seinna stríði fannst undir háspennulínu
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu kallaði út séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit Landhelgisgæslunnar á sjötta tímanum í gær eftir að sprengikúla úr seinna stríði fannst við línuveg á Sandskeiði. Í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni kemur fram að sprengikúlan hafi legið undir þremur háspennulínum sem liggi til höfuðborgarsvæðisins.
23.09.2020 - 13:35
Freigáta og flutningaskip rákust á
Rúsnesk freigáta og 145 metra langt vöruflutningaskip, Ice Rose, rákust á í morgun á Eyrarsundi. Áreksturinn varð skammt frá Eyrarsundsbrúnni Danmerkurmegin. Fjölmiðlar hafa eftir yfirmanni í stjórnstöð danska sjóhersins að skipin hafi verið á siglingu í sömu átt.
23.09.2020 - 13:27
Nafn mannsins sem fannst látinn í Breiðholti
Maðurinn sem fannst látinn í Breiðholti í Reykjavík, neðan Erluhóla, 21. ágúst, hét Örn Ingólfsson. Hann var 83 ára. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Ekki er talið að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.
23.09.2020 - 12:59