Dögun

10 flokkar fram í borginni í vor
Dagur B. Eggertsson er eini upphaflegi oddvitinn í borgarstjórn frá kosningum 2014 sem ætlar að gefa kost á sér til endurkjörs í Reykjavík. Að minnsta kosti 10 flokkar ætla að bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum sem verða eftir tæpa fimm mánuði. Ýmsir spá því að fleiri framboð eigi eftir koma fram.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur skv. könnun MMR
Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst.
Fáar konur í forystu til Alþingis
Fjórðungur efstu sæta framboðslista Sjálfstæðisflokks er skipaður konum. í efstu þremur sætum í öllum kjördæmum. Kynjahlutföll eru jöfn hjá Viðreisn og Vinstri grænum. Kona leiðir aðeins einn lista af sex hjá Sjálfstæðisflokki og Dögun.
Helga, Ragnar og Hólmsteinn í fyrsta sæti
Helga Þórðardóttir, Hólmsteinn A. Brekkan og Ragnar Þór Ingólfsson skipa efstu sæti lista Dögunar á höfuðborgarsvæðinu. Helga leiðir í Reykjavík suður en hún er jafnframt formaður flokksins, Hólmsteinn skipar efsta sæti í Reykjavík norður og Ragnar Þór leiðir í Suðvesturkjördæmi.
Vel á annan tug flokka bjóða fram til Alþingis
Alþýðufylkingin, Dögun, Flokkur fólksins, Flokkur heimilanna, Húmanistaflokkurinn, Íslenska þjóðfylkingin og Sturla Jónsson hyggja á framboð í alþingiskosningum í haust. Flestir flokkanna stefna á að vera með framboðsliðsta tilbúna í næsta mánuði.
Framboðslistar klárir í næsta mánuði
Undirbúningur fyrir þingkosningar í haust er langt kominn hjá öllum stjórnmálaflokkum. Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi birti í dag lista yfir þá tíu sem bjóða sig fram í prófkjöri flokksins 3. september. Prófkjör flokksins verða í þremur kjördæmum til viðbótar sama dag. Prófkjörum Pírata verður öllum lokið um helgina. Fréttastofa tók saman hversu langt flokkarnir eru komnir fyrir komandi kosningar.
Ræða saman um myndun meirihluta á Akureyri
Sjálfstæðisflokkurinn er sigurvegari kosninganna á Akureyri, bætti við sig tveimur bæjarfulltrúum og er því með þrjá. L-listinn, sem tapaði fjórum af sex bæjarfulltrúum sínum í kosningunum og þar með meirihluta í bæjarstjórn, er í viðræðum við Framsóknarflokk og Samfylkingu um myndun nýs meirihluta.
Meirihlutinn féll í Reykjavík
Samfylkingin er stærsti flokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur en meirihlutinn er fallinn samkvæmt úrslitum borgarstjórnarkosninga í Reykjavík. Píratar ná inn einum borgarfulltrúa í borginni, og þar með sínum fyrsta sveitarstjórnarmanni.
Meirihlutinn fallinn á Akureyri
Sjálfstæðisflokkurinn hlaut flest atkvæði í kosningunum á Akureyri eða 25,7 prósent og þrjá menn kjörna. Listi fólksins tapaði meirihluta sínum, fékk 21 prósent og tvo menn.
Viðbrögð oddvitanna á Akureyri
Meirihlutinn á Akureyri er fallinn og Sjálfstæðisflokkurinn er með fjórðungsfylgi í bænum. Strax og fyrstu tölur voru lesnar upp í kvöld var ljóst að miklar breytingar yrðu á bæjarstjórn.
Kjörsókn getur riðlað fylginu
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að kjörsókn geti riðlað fylgi framboðanna í Reykjavík. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun næðu sex flokkar inn manni í borgarstjórn. Samfylkingin tvöfaldar fylgi sitt og umræðan um lóð undir mosku hefur aukið fylgi Framsóknar og flugvallarvina.
Sex flokkar fengju borgarfulltrúa
Samfylkingin bætir enn við sig fylgi í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup og hefur nú tvöfaldað fylgið síðan í febrúar. Framsóknarmenn, Vinstri græn og Píratar ná inn einum manni. Sex flokkar ná því inn manni í borgarstjórn.
Meirihluti vill Dag sem borgarstjóra
Rúmlega 64 prósent borgarbúa vilja að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verði næsti borgarstjóri. Þetta eru niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem birtist í Morgunblaðinu í dag.
Samfylkingin langstærst í borginni
Samfylkingin er orðinn langstærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Fylgi Samfylkingarinnar mælist 37,3 prósent og fengi hún sex borgarfulltrúa sé miðað við niðurstöður könnunarinnar.
Framsókn næði inn manni í borgarstjórn
Samfylkingin og Framsókn og flugvallarvinir bæta bæði við sig fylgi í nýrri skoðanakönnun MMR á fylgi framboðanna í borginni fyrir borgarstjórnarkosningar á laugardag. Framsókn næði inn manni samkvæmt þessari könnun.
Oddvitar: heilsa íbúa njóti vafans
Oddvitar allra framboða í borginni eru sammála um að heilsa fólks verði að njóta vafans þegar brennisteinsvetnismengun frá jarðvarmavirkjunum Orkuveitu Reykjavíkur er annars vegar. En útfærslur þeirra á lausn vandans er ólík. Þetta kom fram á fjölmennum íbúafundi í Norðlingaskóla í kvöld.
Vilja hækka grunnlaunin um 10 %
Vinstri græn á Akureyri vilja hækka grunnlaun bæjarstarfsmanna sem eru með laun undir meðallagi á almennum vinnumarkaði á þessu ári. Stefna flokksins er að laun þessa hóps hækki um allt að 10 prósent umfram það sem næst fram í kjarasamningum.
Vilja auglýsa eftir bæjarstjóra.
Oddvitar bæði L-listans og Framsóknarflokksins vilja að Eiríkur Björn Björvinsson verði áfram bæjarstjóri á Akureyri. Hann var ráðinn í upphafi síðasta kjörtímabils. Aðrar leiðtogar flokkanna segjast bera traust til Eiríks Björns en vilja að starfið verði auglýst komist þeir í meirihluta.
Framboðsfundur í Speglinum: Akureyri
Kosningafundur verður með oddvitum flokkanna á Akureyri í Speglinum í kvöld klukkan sex. Sjö flokkar bjóða fram: Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin, Vinstri græn, Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Dögun og L-listinn, bæjarlisti Akureyrar.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur á Akureyri
Sjálfstæðisflokkurinn og L-listinn mælast með mest fylgi á Akureyri samkvæmt skoðanakönnun sem Capacent Gallup gerði fyrir Vikudag og fjallað er um í blaðinu í dag.
Meirihlutinn bætir við sig í borginni
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur bætir við sig fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Samfylkingin fengi rúm 34% atkvæða og sex borgarfulltrúa en Björt Framtíð rúm 22% og fjóra borgarfulltrúa.
L-listinn tapar miklu fylgi á Akureyri
Fylgi L-listans á Akureyri, Lista fólksins, hefur minnkað um helming frá síðustu sveitarstjórnarkosningum ef marka má nýja könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. L-listinn hlaut 45 prósent atkvæða í kosningunum 2010 og sex bæjarfulltrúa af 11, eða hreinan meirihluta.
Meirihlutinn fallinn í Kópavogi
Meirihluti Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Y-lista, lista Kópavogsbúa, í Kópavogsbæ er fallinn, samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem birtist í Morgunblaðinu í dag.
8 flokkar í framboði í Reykjavík
Fram að sveitarstjórnarkosningum 31. maí heimsækir Fréttastofa RÚV 21 af stærstu sveitarfélögunum í landinu. Í kvöld beinum við sjónum okkar að Reykjavík. Reykjavíkurborg er fjölmennasta sveitarfélag landsins. Þar búa rúmlega 120 þúsund manns, eða næstum því 40% þjóðarinnar.
Nýbyggingar hafa fyrst áhrif eftir 1-2 ár
„Ekkert sem gert er núna mun hafa áhrif fyrr en eftir eitt til tvö ár,“ segir Ásgeir Jónsson hagfræðingur um stöðuna á húsnæðismarkaði. Það taki tíma að byggja húsnæði og því líði nokkur tími áður en dregur úr íbúðaskorti.