Djúpavogshreppur

Kom með kínverska list í yfirvigt
Bræðslan á Djúpavogi tók við nýju hlutverki í gær þegar þar var opnuð stór alþjóðleg myndlistasýning. Ekki færri en 33 listamenn frá Kína og Evrópu eiga verk á sýningunni.
13.07.2014 - 17:34
Kínverskur snjóbolti á Djúpavogi
Íbúar Djúpavogshrepps og Kína leiða saman hesta sína í myndlistarsýningunni Rúllandi snjóbolti sem hefst á morgun. Sýningin er að sögn skipuleggjenda stærsta myndlistarsýning sem haldin hefur verið á landsbyggðinni.
11.07.2014 - 19:02
Stemningin á Djúpavogi minnir á SÚM-árin
Alþjóðlega myndlistarsýningin Rúllandi Snjóbolti verður opnuð í Bræðslunni á Djúpavogi á laugardag. Alls taka 33 listamenn frá Kína, Evrópu og Íslandi þátt í sýningunni, þar á meðal Sigurður Guðmundsson sem hefur búið í Kína undanfarin ár. Hann segir stemninguna á Djúpavogi minna á árin með SÚM.
09.07.2014 - 09:45
Snjóboltinn rúllar í bræðsluna á Djúpavogi
„Við erum búin að vera að færa til hluti. Það þarf að jafna gólfið og byggja upp veggi. Þetta verður allt byggt þannig að hægt sé að taka þetta niður og setja upp að ári,“ segir Alfa Freysdóttir, verkefnisstjóri Rúllandi snjóbolta 5 sem hefst á Djúpavogi 12. júlí.
24.06.2014 - 16:36
Laxaslátrun hafin á Djúpavogi
Laxaslátrun hófst á Djúpavogi í morgun en Fiskeldi Austfjarða ræktar nú lax í Berufirði. Einungis 3-4 tonn voru tekin úr kvíunum í morgun enda eru menn að prófa sig áfram.
23.06.2014 - 15:54
Framfaralistinn rétt marði Óskalistann
F-listi framfara hlaut meirihluta atkvæða í Djúpavogshreppi eða 51,14% og þrjá menn í sveitarstjórn. Óskalistinn hlaut 48,86% atkvæða og tvo menn. Einungis munaði 6 atkvæðum á framboðunum.
Frumkvöðlasetur á Djúpavogi
Austurbrú, Afl starfsgreinafélag og Djúpavogshreppur hafa undirritað viljayfirlýsing um stofnun frumkvöðlaseturs á Djúpavogi. Tilgangur þess er að styðja frumkvöðla og skapa atvinnu á Djúpavogi og víðar á Austurlandi.
27.05.2014 - 20:53
Ráðherra setur útgerð afarkosti
Sjávarútvegsráðherra vill að útgerðin sýni samfélagslega ábyrgð og vinni með ríkinu að því að tryggja byggð í smærri sjávarplássum. Eigi ríkið að sjá eitt um slíkt, þurfi það að taka stærri hluta aflaheimilda í að styrkja byggðir.
26.05.2014 - 18:56
Vilja Breiðdælingar sameinast og hverjum?
Hugur íbúa Breiðdalshrepps til sameiningar við önnur sveitarfélög á Austurlandi verður kannaður samhliða sveitastjórnarkosningum í lok mánaðarins.
„Stjórnmálamennirnir hafa brugðist okkur“
Gauti Jóhannsson, sveitastjóri á Djúpavogi, segir stjórnmálamenn hafa brugðist íbúum hreppsins eftir að útgerðarfyrirtækið Vísir tilkynnti að það hyggðist loka og flytja starfsemina til Grindavíkur. Djúpivogur hefur látið gera myndband þar sem staða sveitafélagsins er útskýrð.
Djúpavogsbúar skora á forsætisráðherra
Eitthundrað og fimmtíu íbúar á Djúpavogi skora á stjórnvöld að treysta þar byggð í framhaldi af því að fiskvinnslu verður hætt og hún flutt til Grindavíkur.
Djúpavogsbúar afhenda undirskriftalista
Forsætisráðherra verða nú klukkan eitt afhentir undirskriftalistar 150 íbúa Djúpavogs. Íbúarnir skora á stjórnvöld að leggja sitt af mörkum til að tryggja og treysta byggð á Djúpavogi vegna yfirvofandi lokunar útgerðarfyrirtækisins Vísis í bænum.
16.05.2014 - 12:32
Erfitt að yfirgefa vinina á Djúpavogi
<p>Um 30 Djúpavogsbúar fóru í morgun í skoðunarferð í Grindavík til að meta hvort þeim hugnast að flytja þangað búferlum. Vísir ætlar að loka fiskvinnslum sínum á Djúpavogi, Þingeyri og Húsavík og býður starfsfólki að flytjast til Grindavíkur.</p>
15.05.2014 - 14:58
Fara til Grindavíkur að kynna sér aðstæður
29 manna hópur hélt í morgun af stað frá Djúpavogi til Grindavíkur til að kynna sér aðstæður hjá sjávarútvegsfyrirtækinu Vísi. Flestir ferðalanganna hafa unnið í fiskvinnslu Vísis á Djúpavogi sem verður lögð niður og starfsemin færð til Grindavíkur. Einnig voru nokkur börn með í för.
15.05.2014 - 10:03
Djúpavogshreppur
Í Djúpavogshreppi bjuggu 470 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er í 51. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. Tveir listar bjóða fram að þessu sinni, Ó-listi Óskalistans og F-listi framfara.
14.05.2014 - 17:36
Sjálfkjörnir listar á þremur stöðum
Ekki verður kosið til sveitarstjórnar í Skútustaðahreppi, Tjörnsehreppi og Vesturbyggð í vor. Á hverjum þessara staða var aðeins boðinn fram einn listi og frambjóðendur þar eru því sjálfkjörnir.
Allt um sveitarstjórnarkosningar á vefnum
Kosið verður til sveitarstjórna 31. maí. Fjallað verður ítarlega um kosningarnar og aðdraganda þeirra í fréttum RÚV, í útvarpi, sjónvarpi og vef. Allar upplýsingar verða aðgengilegar á kosningavef RÚV.
70 hafa þegið boð Visis um að flytja
Fjörtíu starfsmenn fiskvinnslufyrirtækisins Vísis á Húsavík og þrjátíu á Djúpavogi hafa skráð sig á lista fyrirtækisins um að þiggja það að flytjast til Grindavíkur og halda þar með vinnunni. Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður VG, kallar þetta stórkostlegustu hreppaflutninga síðari tíma.
29.04.2014 - 17:18
Vilja kaupa aflaheimildir vegna Þingeyrar
Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur óskað eftir því við Vísi hf að fyrirtækið selji hluta af aflaheimildum sínum tengdum Þingeyri til aðila sem vilji hefja starfsemi í þorpinu. Bærinn muni hafa milligöngu um söluna.
Vill byggðakvóta til lengri tíma en árs
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir ekki gefast nógu vel að úthluta byggðakvóta til eins árs, kvóti til nokkurra ára í senn reynist betur. Útgerðarfélagið Vísir segist hafa tuttugufaldað þann byggðakvóta sem fyrirtækið og Þingeyri hafa fengið frá árinu 2000.
Vísir fengið 1.300 tonna byggðakvóta
Fiskvinnslan Vísir hf. á Þingeyri hefur fengið úthlutað um 1.300 tonnum af byggðakvóta síðustu 14 ár. Kvótinn er metinn á 130 til 190 milljónir á tímabilinu. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra segir byggðakvótakerfið ekki virka nægilega vel.
Hættu við að kaupa hús á Djúpavogi
Trúnaðarmaður starfsmanna Vísis á Djúpavogi segir að fólk sem ætlaði að kaupa sér húsnæði hafi hætt við um leið og tilkynnt var að saltfiskvinnslan myndi flytjast til Grindavíkur. Andrúmsloft sé mjög þrungið eftir að tilkynnt var að helmingur starfsmanna fengi líklega vinnu áfram.
04.04.2014 - 18:25
Vísismálið rætt í ríkisstjórn
Staðan á Þingeyri, Djúpavogi og Húsavík vegna brotthvarfs fiskvinnslu Vísis er meðal þess sem rætt verður á fundi ríkisstjórnarinnar nú fyrir hádegi. Forsvarsmenn Djúpavogs og Húsavíkur ræddu um málið við þingmenn Norðausturkjördæmis á fundi í gær og hittu sjávarútvegsráðherra í kjölfarið.
04.04.2014 - 10:06
Binda vonir við að annað komi í staðinn
Starfsfólk Vísis á Djúpavogi bindur nokkrar vonir við að hægt verði að byggja upp starfsemi undir merkjum Vísis í tengslum við fiskeldi í þorpinu. Í síðustu viku kynnti Vísir áform um að flytja alla fiskvinnslu frá Þingeyri, Húsavík og Djúpavogi til Grindavíkur.
Óvissa með hráefni fyrir Haustak á Héraði
Starfsstöð þorkshausaþurrkunarinnar Haustaks á Fljótsdalshéraði gæti þurft að fá hráefni eftir nýjum leiðum vegna áforma Vísis um að flytja fiskvinnslu frá Djúpavogi, Húsavík og Þingeyri til Grindavíkur.
31.03.2014 - 10:32