Djúpavogshreppur

Um 200 farþegar Viking Sky fóru í land á Djúpavogi
Rannsókn stendur enn yfir á hugsanlegu broti á sóttvarnareglum þegar farþegar úr skemmtiferðaskipinu Viking Sky fóru í land á Djúpavogi í gær. Kórónuveirusmit hafði áður verið staðfest hjá einum farþega skipsins.
Landinn
Dusta rykið af aðferðum til að nýta hamp
Í Hallormsstaðaskóla hafa nemendur sótt vinnustofu þar sem iðnaðarhampur er lykilhráefnið. „Þau eru búin að vera rannsaka nýtingarmöguleika hampsins, í ýmsum útgáfum,“ segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla. „Það er mikil vitundarvakning um hvað við getum ræktað hér á Íslandi og hvernig við ætlum að nýta það. Og rauði þráðurinn í náminu hjá okkur er sjálfbærnin.“
Framsókn og Austurlisti vilja helst starfa með D-lista
Formlegar viðræður eru ekki hafnar um myndun meirihluta sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Sjálfstæðismenn eru í lykilstöðu að mynda tveggja flokka meirihluta. Oddvitar Framsóknarflokks og Austurlista segja báðir að samstarf við Sjálfstæðisflokk sé þeirra fyrsti kostur.
Niðurstöðu að vænta úr nafnakosningu annað kvöld
Í nýju sveitarfélagi á Austurlandi greiddu kjósendur ekki aðeins atkvæði um forseta, heldur einnig um nafn á nýja sveitarfélaginu. 16 ára og eldri íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar fengu að kjósa um nafn á sveitarfélaginu, auk erlendra ríkisborgara sem hafa kosningarétt í sveitastjórnarkosningum. Atkvæði úr nafnakosningunni verða talin seinni partinn á morgun.
62 hugmyndir um nafn á nýtt sveitarfélag
Örnefnanefnd hefur þrjár vikur til þess að veita umsagnir um 62 hugmyndir um nafn nýtt sveitarfélag á Austurlandi. Sveitarfélagið varð til við sameiningu Borgarfjarðar eystra, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar. Frestur til að skila inn tillögum rann út 7. febrúar og bárust alls 112 tillögur með 62 hugmyndum.
Kvartaði undan fjarveru Egilsstaða á skilti
„Það er skemmst frá því að segja að ég hef verið í samskiptum við Vegagerðina og óskað eftir því að þetta skilti verði fjarlægt og nýju komið fyrir þar sem fram kemur hvert leiðin liggur og hversu langt er þangað,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitastjóri í Djúpavogi um nýtt skilti Vegagerðarinnar við Berufjarðarbotn.
30.07.2019 - 23:45
Ræða sameiningu fjögurra sveitarfélaga
Hafnar eru óformlegar viðræður um sameiningu Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðar og Borgarfjarðarhrepps. Sameinað sveitarfélag myndi telja tæplega 5.000 íbúa.
Vilja stækka skólann á Djúpavogi
„Við erum sammála því að kanna alla möguleika og að leggjast ekki gegn neinum sameiningum. Halda öllum möguleikum opnum og skoða hvað komi best út fyrir sveitarfélagið,“ segir Ásdís Hafrún Benediktsdóttir en hún skipar 2 sæti á H-lista Samtaka um samvinnu lýðræði í Djúpavogshreppi.
Djúpivogur geti kosið um sameiningu sem fyrst
Eini listinn sem kominn er fram á Djúpavogi vill að íbúar geti sem fyrst kosið um sameiningu við önnur sveitarfélög. Oddvitinn segir að eftir nýlega könnun séu mestar líkur á viðræðum við nokkur sveitarfélög á Austurlandi. Það myndi þýða að viðræður í suðurátt við Hornafjörð og Skaftárhrepp væru úr sögunni í bili.
23.04.2018 - 09:14
Lifandi samfélag er nýr listi á Djúpavogi
Nýr listi sem ber nafnið XL - Lifandi samfélag býður fram á Djúpavogi í sveitastjórnarkosningunum 26. maí næstkomandi. Þegar þetta er skrifað er þetta eini listinn sem hefur boðið fram á Djúpavogi en á honum er fólk af báðum listum sem buðu fram í síðustu kosningum. Verði þetta eini listinn þegar framboðsfrestur rennur út á hadegi 5. maí verður fresturinn framlengdur um tvo daga. Ef ekki kemur fram annar listi er listinn sjálfkjörinn ef hann uppfyllir skilyrði.
Ferskir vindar hlutu Eyrarrósina
Alþjóðlega listahátíðin Ferskir vindar hlaut Eyrarrósina í dag, viðurkenningu fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni.
Ekki verður af sameiningu á suðausturhorninu
Samstarfsnefnd vegna sameiningar Skaftárhrepps, Hornafjarðar og Djúpavogshrepps hefur lokið störfum, án niðurstöðu. Sveitarfélögin verða ekki sameinuð í bráð. Óvissa sem fylgdi stjórnarslitum og alþingiskosningum olli því að ekki var unnt að ljúka viðræðum fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.
Byltingin í Berufirði
Mikil óánægja og reiði kraumar meðal íbúa við Berufjörð og nágrenni vegna þeirrar ákvörðunar samgönguráðherra að fresta endurnýjun lélegs vegarkafla um fjörðinn. Mótmælastaða verður öðru sinni í Berufjarðarbotni í dag. Veginum verður lokað kl. 17.00 til 19.00. Berglind Häsler, ábúandi á Karlsstöðum í Berufirði, lýsti viðhorfum íbúanna á Morgunvaktinni á Rás 1.
09.03.2017 - 10:49
Loka þjóðveginum um Berufjörð í mótmælaskyni
Íbúar í Berufirði eru mjög óhressir með ákvörðun Jóns Gunnarssonar samgönguráðherra um að fresta því að malbika nokkurra kílómetra kafla á þjóðvegi 1 um botn Berufjarðar. Þeir hafa boðað til mótmæla og segjast ætla að loka veginum þar til stjórnvöld skipti um skoðun.
Vegurinn um Berufjörð lokaður í nótt
Vegurinn um Berufjörð verður lokaður í nótt af öryggisástæðum. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar. Veginum var lokað eftir að tuttugu metra breið aurskriða féll á vöruflutningabíl á áttunda tímanum í kvöld. Ökumaðurinn kenndi sér meins í baki og var fluttur undir læknishendur. Búist er við áframhaldandi rigningu á svæðinu.
12.11.2016 - 01:31
Vegurinn um Berufjörð opinn að nýju
Samkvæmt upplýsingum frá stjórnstöð björgunarsveitarinnar Einingar á Breiðdalsvík fann ökumaður fyrir eymslum í baki og var fluttur undir læknishendur. Sjónarvottur segir að flutningabíllinn sé nokkuð skemmdur, grillið brotið og drullan hafi náð upp á rúðu. 
11.11.2016 - 23:11
Íbúar fá borgað fyrir að byggja
Sveitarstjórn Djúpavogshrepps hefur ákveðið að veita húsbyggjendum 1,5 milljón króna styrk til byggingar á íbúðarhúsnæði að uppfylltum sérstökum skilyrðum.
19.05.2016 - 13:33
Njóta lífsins á Djúpavogi
Djúpavogshreppur er eitt íslenskra sveitarfélaga aðili að Cittaslow hreyfingunni. Cittaslow er upprunnin á Ítalíu, upp úr síðustu aldamótum, og byggist á svipaðri hugmyndafræði og Slow food en nær inn á mun fleiri svið.
30.11.2015 - 13:11
Íbúum Norðurlands vestra fækkaði mest
Íbúum á Djúpavogi fækkaði um 48 á síðasta ári og má segja að um tíundi hver íbúi hafi flutt burt. Þetta kemur fram í nýjum mannfjöldatölum frá Hagstofu Íslands. Mest fólksfækkun var á Norðurlandi vestra sé litið til einstakra landshluta.
Einbúi gefur draum sinn ekki upp á bátinn
Eigendur Steinaborgar í Berufirði, sem brann til grunna í síðustu viku, vilja endurbyggja húsið jafnvel þótt brunabætur trygginga dugi hvergi nærri. Ungur maður sem bjó í húsinu ætlar ekki að gefa draum sinn um búskap á jörðinni upp á bátinn.
12.02.2015 - 15:09
15 fluttu frá Djúpavogi og 27 fengu starf
Alls starfa 27 í nýrri fiskvinnslu Búlandstinds sem hóf formlega starfsemi á Djúpavogi í gær. Starfsmenn eru um helmingi færri en voru hjá Vísi áður en fyrirtækið flutti vinnslu sína til Grindavíkur. Fimmtán starfsmenn fóru frá Djúpavogi til Gríndavíkur vegna flutninganna.
06.01.2015 - 13:55
Búlandstindur hefur vinnslu á Djúpavogi
Stefnt er að því að halda áfram fiskvinnslu í húsnæði Vísis á Djúpavogi þrátt fyrir að Vísir flytji starfsemi sína þaðan. Vísir hefur selt Ósnesi hlutafé sitt í Búlandstindi og hyggst afhenda félaginu húsnæði sitt endurgjaldslaust ef þar verður stöðug vinnsla næstu fimm árin.
29.10.2014 - 11:06
„Svíður í augu, nef og háls“
Gosmengunin frá eldstöðvunum í Holuhrauni lagðist yfir Djúpavog í morgun og var nokkuð þykk fram yfir hádegi. Nú virðist þó aðeins vera að draga úr henni.
26.09.2014 - 14:22
Leiðbeiningar um gosmengun bornar í hús
Leiðbeiningar um viðbrögð við mengun frá Holuhrauni verða bornar í hús á Austfjörðum. Brennisteins-díoxíð hefur ekki rofið heilsuverndarmörk í nótt og í morgun. Almannavarnanefnd í umdæmi lögreglustjórans á Eskifirði fundaði í morgun vegna mengunarhættu frá eldgosinu í Holuhrauni.
Vatn flæddi inn á veginn í Berufirði
Mikið vatnsveður gekk yfir Suðausturland í gær og hækkaði vatnhæð í Fossá í Berufirði um 180 sentimetra og náði hámarki klukkan átta í gærkvöld.
01.09.2014 - 11:26