Deilur og stríð

Starfsmaður danskra hjálparsamtaka lést í sprengingu
Starfsmaður hjálparsamtakanna Flóttamannaráð Danmerkur lést þegar bíll sem hann sat í ók yfir jarðsprengju í norðvestanverðu Mið-Afríkulýðveldinu. Þrír aðrir farþegar voru í bílnum og slösuðust þeir lítillega, segir í tilkynningu samtakanna. 
11.09.2021 - 04:42
Flóttaflugi seinkað vegna mislinga
Bandaríkjamenn frestuðu í gær flugferðum afganskra flóttamanna til Bandaríkjanna vegna mislingatilfella meðal flóttamanna sem þegar eru komnir til landsins. Á blaðamannafundi í gærkvöld greindi Jen Psaki, fjölmiðlafulltrúi Hvíta hússins, frá því að þetta væri gert í samráði við heilbrigðisyfirvöld og í forvarnarskyni.
„Höfum bjargað þúsund mannslífum"
Á síðustu fjórum árum hefur breska öryggisþjónustan M15 komið í veg fyrir þrjátíu og eina hryðjuverkaárás í Bretlandi.
Fangarnir ófundnir
Ísraelska lögreglan leitar enn sex palistínskra fanga sem sluppu úr rammgerðu öryggisfangelsi í norður Ísrael á mánudag.
10.09.2021 - 12:20
Síðustu gyðingarnir farnir frá Afganistan
Zebulon Simentov varð loks að játa sig sigraðan. Þessi leiðtogi gyðinga neitaði að yfirgefa Afganistan þegar Sovétmenn réðust þar inn. Þrátt fyrir að Talibanar hafi handtekið hann fjórum sinnum og gengið í skrokk á honum og reynt að snúa honum til Islamstrúar var hann ekki á þeim buxunum að fara úr landi
09.09.2021 - 16:35
Kínverjar aðstoða Afgana
Kínverjar ætla að útvega Afgönum mat, fatnað og lyf að andvirði þrjátíu og einnar milljónar bandaríkjadala. Kína er eitt fárra ríkja sem enn er með sendiráð í Afganistan.
09.09.2021 - 12:23
Sprengjum varpað á heilsugæslu í Idlib
Minnst fimm almennir borgarar féllu í árásum sýrlenska stjórnarhersins á skotmörk í Idlib-héraði í norðvestanverðu Sýrlandi, þar sem uppreisnarhreyfingar eru við völd. Árásirnar voru gerðar á þriðjudag og miðvikudag, og meðal annars var varpað sprengjum á heilsugæslustöð í Marayan í sunnanverðu héraðinu.
09.09.2021 - 06:28
Gíneu vísað úr efnahagsbandalagi
Efnahagsbandalag Vestur-Afríkuríkja, ECOWAS, vísaði Gíneu úr bandalaginu í gær vegna valdaráns hersins um helgina. Alpha Barry, utanríkisráðherra Búrkína Fasó, sagði í yfirlýsingu að eftir samtal hinna fimmtán ríkjanna í bandalaginu hafi þetta orðið niðurstaðan.
09.09.2021 - 02:13
Innfæddri konu reist stytta í stað Kólumbusar
Fyrirhugað er að í stað höggmyndar af Krístófer Kólumbusi verði reist stytta innfæddrar konu af Olmec-ættbálkinum í hjarta Mexíkó-borgar. Mótmælendur hótuðu að fella Kólumbus af stalli sínum á síðasta ári.
Stuðningsmenn Bolsonaro mótmæla á þjóðhátíðardaginn
Boðað hefur verið til mótmæla í dag í brasilísku borgunum Sao Paulo og Brasilíu til stuðnings forseta landsins. Í dag er þjóðhátíðardagur landsins.
Áframhald réttarhalda vegna árásanna 11. september 2001
Réttarhöldum verður framhaldið í dag yfir fimmmenningum sem taldir eru sem taldir eru hugmyndasmiðir hryðjuverkanna í Bandaríkjunum árið 2001. Nokkrir dagar eru í að þess verði minnst að tuttugu ár eru frá atburðunum.
Talibanar lýsa yfir sigri í Panjshir
Talibanar hafa lýsti yfir sigri í viðureign við uppreisnarmenn í Panjshir-héraði norðaustur af Kabúl, höfuðborg Afganistan. Uppreisnarmenn segjast þó hvergi búnir að gefast upp og að þeir séu enn í vígahug.
Ekkert verður af vopnahléi í Panjshir-dal
Uppreisnarmenn í Panjshir-dal hétu í morgun að halda áfram baráttu við Talibana. Því verður ekkert af því vopnahléi sem þeir lögðu til í gærkvöld.
Ný ríkisstjórn Afganistan enn í mótun
Talibanar eiga enn eftir að leggja lokahönd á nýja ríkisstjórn landsins.Ólíklegt er að konur nái frama innan ríkisstjórnar en Talibanar lofa því að þeim verði heimilt að stunda háskólanám. Þrjár vikur eru síðan þeir tóku Kabúl, höfuðborg Afganistan, án nokkurar mótspyrnu.
Uppreisnarmenn í Panjshir fara fram á vopnahlé
Uppreisnarmenn í Panjshir-dal í Afganistan hafa farið þess á leit við Talibana að vopnahléi verði komið á. Í gær tilkynntu þeir vilja sinn til þess en báðar fylkingar hafa staðhæft að þær hefðu yfirhöndina í átökunum.
Blinken heimsækir Afgani í Katar
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, er á leið til Katar þar sem hann ætlar að hitta Afgani sem flúið hafa heimaland sitt og sendiráðsfólk sem áður hafði aðsetur í Kabúl.
Táragasi beitt á mótmælendur í Svartfjallalandi
Lögregla í Svartfjallalandi beitti táragasi á mótmælendur sem mótmæltu innsetningu nýs erkibiskups serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í borginni Cetinje í dag. Mótmælin eru til marks um þann ágreining sem ríkir um tengslin við Serbíu og núning kirkjunnar við forseta landsins.
06.09.2021 - 00:35
Saadi sonur Muammars Gaddafi laus úr fangelsi
Saadi Gaddafi, sonur Muammars Gaddafi fyrrverandi leiðtoga Líbíu hefur verið látinn laus úr fangelsi í Trípólí-borg. Hann er talinn hafa yfirgefið landið umsvifalaust.
05.09.2021 - 23:48
Talibanar sagðir hafa myrt þungaða lögreglukonu
Vígamenn Talibana eru sagðir hafa myrt þungaða lögreglukonu á heimili hennar í Firozkoh, höfuðborg Ghor héraðs að ættingjum hennar aðsjáandi. Fjölmiðlar í borginni nafngreina konuna sem hét Banu Negar.
Uppreisnarmenn vilja semja um vopnahlé við Talíbana
Enn standa hörð átök milli herliðs Talíbana og uppreisnarhersins um Panjshir-dal í Afganistan. Báðar fylkingar hafa sagt þær hafi yfirhöndina í átökunum, en uppreisnarmenn tilkynntu síðdegis þeir væru opnir fyrir því að semja um vopnahlé við Talíbana.
05.09.2021 - 18:24
Viðtal
„Vil ekki að barnið mitt lifi við sömu aðstæður og við“
Hjónin Zeba Sultani og Khairullah Yosupi komust ásamt Ofog Roshan, eiginmanni hennar og börnum, frá Afganistan við illan leik eftir að hafa fengið samþykki fyrir að koma til Íslands. Zeba og Khairullah neyddust til að skilja tveggja mánaða barn sitt eftir en það hafði misst meðvitund í þrengslunum við flugvöllinn í Kabúl.
05.09.2021 - 18:15
Uppreisnarhermenn segjast hafa umkringt Talíbana
Hersveitir Talíbana hafa barist við uppreisnarmenn og leifar fyrrum stjórnarhersins í Afganistan í Panjshir-dal síðustu tvo daga. Panjshir-dalur er eina landsvæði Afganistans sem Talíbanar hafa ekki enn náð á sitt vald. Uppreisnarmennirnir segjast nú vera búnir að umkringja um fimmtán hundruð Talíbanskra hermanna í dalnum og halda þeim föngnum. Þeir segja jafnframt að yfir þúsund hermenn úr röðum Talíbana hafa þegar fallið í átökunum.
05.09.2021 - 13:09
Minnst þrír látnir eftir sjálfsvígsárás í Pakistan
Minnst þrír létust og fimmtán særðust í sjálfsvígssprengjuárás í Pakistan í morgun. Sprengjan sprakk í útjarðri borgarinnar Quetta, nærri landamærum Afganistan. Árásarmaðurinn, sem bar utan á sér um sex kíló af sprengiefni, keyrði á mótorhjóli á bíl á vegum Pakistanska hersins, þar sem sprengjan sprakk.
05.09.2021 - 12:30
Heimsækir vettvanga hryðjuverkaárásanna 11. september
Joe Biden Bandaríkjaforseti ætlar að heimsækja alla þá staði sem hryðjuverkamenn gerðu atlögu að í Bandaríkjunum 11. september 2001 þegar tuttugu ár verða liðin frá atburðunum.
Hörð mótmæli í Svartfjallalandi vegna vígslu biskups
Vígsla nýs erkibiskups serbnesku rétttrúnaðarkirkjunnar í Svartfjallalandi hefur vakið hörð mótmæli í landinu. Mótmælin endurspegla núning milli kirkjunnar og forseta landsins.
05.09.2021 - 06:47