Deilur og stríð

Lofar að heimta Sjevjerodonetsk úr höndum Rússa á ný
Úkraínuforseti heitir því að allar þær borgir sem rússneski innrásarherinn hefur lagt undir sig verði heimtar aftur úr klóm Rússa, þar á meðal iðnaðarborgin Sjevjerodonetsk, sem Rússar lögðu endanlega undir sig í dag. Þetta kom fram í daglegu ávarpi Volodymyrs Zelenskys í kvöld. Þar greindi hann líka frá því að Rússar hefðu skotið eldflaugum og flugskeytum á 45 skotmörk í Úkraínu síðasta sólarhringinn.
Vikulokin
Þjóðaröryggisráð metur þörf á viðveru varnarliðs
Þjóðaröryggisráð hefur hafið mat á því hvort þörf sé á viðveru varnarliðs hérlendis vegna breyttrar stöðu í öryggis- og varnarmálum, í kjölfar innrásar Rússlands í Úkraínu.
Vikulokin
Mótmæli gegn stríðinu að fjara út í Moskvu
Árni Þór Sigurðsson sendiherra Íslands í Rússlandi, segir að myndin sem dregin sé upp af stríðinu í fjölmiðlum þar í landi sé mjög einsleit. Mótmælin sem blossuðu upp í upphafi innrásarinnar hafi að miklu leyti fjarað út.
Skutu 16 ára Palestínupilt til bana á Vesturbakkanum
Palestínskur táningspiltur lést af sárum sínum, sem hann hlaut þegar ísraelskir hermenn skutu hann á hernumdu svæðunum á Vesturbakkanum í gær. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir palestínskum heimildarmönnum. Pilturinn, hinn sextán ára Mohammad Hamad, var skotinn nærri þorpinu Silvad á norðanverðum Vesturbakkanum, ekki langt frá Ramallahborg, á föstudagskvöld, og andaðist nokkrum klukkustundum síðar.
Spegillinn
Útlit fyrir að Úkraínustríðið dragist á langinn
Hætt er við að innrásarstríð Rússa í Úkraínu dragist á langinn. Hvorki Rússar né Úkraínumenn hafi hvata til þess að hefja friðarviðræður. Þetta er mat Alberts Jónssonar fyrrverandi sendiherra og sérfræðings í öryggismálum á stöðu mála í Úkraínu. 
24.06.2022 - 17:49
Úkraínuher skipað að hörfa frá Sjevjerodonetsk
Síðustu sveitir Úkraínuhers í borginni Sjevjerodonetsk í Luhansk-héraði verða að hörfa, segir hinn úkraínski héraðsstjóri Luhansk, Sergei Haidai, sem vill að herinn hörfi líka frá nágrannaborginni Lysjansk.
24.06.2022 - 07:20
Rússnesk herflutningavél hrapaði skammt frá Moskvu
Fjórir fórust og fimm slösuðust þegar rússnesk herflutningavél hrapaði í borginni Ryasan, suðaustur af Moskvu, í morgun. Þetta kemur fram í tilkynningu héraðsyfirvalda. TASS-fréttastofan greinir frá.
24.06.2022 - 07:04
Rússar nærri því að umkringja Lysjansk
Sprengjum hefur rignt yfir úkraínsku borgina Lysjansk, síðasta vígi Úkraínumanna í Luhanskhéraði í austanverðri Úkraínu, í nótt og morgun, auk þess sem rússneskir hermenn sóttu að borginni sunnanverðri á jörðu niðri. Í færslu á samfélagsmiðlinum Telegram segir Sergei Haidai, héraðsstjóri í Luhansk, að Úkraínuher hafi tekist að verjast þeirri árás.
24.06.2022 - 06:16
Fundað um aðildarumsóknir Úkraínu og Moldóvu í dag
Leiðtogaráð Evrópusambandsins kemur saman til fundar í höfuðstöðvum sambandsins í Brussel í Belgíu í dag til að ræða umsóknir Úkraínu og Moldóvu um aðild að sambandinu. Fastlega er reiknað með að ríkin tvö fái formlega stöðu umsóknarríkis á fundinum.
Mögulegt að Rússar skrúfi fyrir gas til Evrópu í haust
Forstjóri Alþjóðaorkumálastofnunarinnar varar við að Rússar muni hugsanlega loka á allan gasútflutning til Evrópu í haust. Forstjórinn, Fatih Birol, segir í viðtali við breska ríkisútvarpið BBC að algjör stöðvun á gasútflutningi sé ekki líklegasta niðurstaðan, en Evrópuríki verði að sýna fyrirhyggju og leggja á ráðin um möguleg viðbrögð ef jarðgasið hættir að streyma til þeirra frá Rússlandi.
Segja Gazprom brjóta lög með skertum gasflutningum
Úkraínumenn saka rússneska ríkisgasfyrirtækið Gazprom um að skera á gasflutninga til Evrópuríkja með ólöglegum hætti. Gassölu til nokkurra ríkja Evrópu hefur ýmist verið hætt eða dregið úr henni.
21.06.2022 - 16:21
Segja að Litáar muni finna vel fyrir gagnaðgerðum
Formaður þjóðaröryggisráðs Rússlands hefur hótað Litáum að bann þeirra, við vöruflutningum með lestum til hólmlendunnar Kalíníngrad, hafi alvarlegar afleiðingar. Litáar segja að bannið sé í takt við refsiaðgerðir sem Evrópusambandið hefur samþykkt.
21.06.2022 - 13:10
Talíbanar í ferðabann fyrir skerðingu á kvenréttindum
Sameinuðu þjóðirnar hafa sett tvo háttsetta embættismenn Talíbanastjórnarinnar í Afganistan í ferðabann, vegna þeirra hamla sem settar hafa verið á konur í landinu.
21.06.2022 - 04:39
Segir Vesturlönd ábyrg fyrir fæðuóöryggi, ekki Rússa
Maria Zakharova, talskona utanríkisráðuneytis Rússlands, segir yfirvofandi hungursneyð og fæðuóöryggi í heiminum ekki stafa af innrásinni í Úkraínu, heldur af viðskiptaþvingunum Vesturlanda gegn Rússum. Hún sagði sífellt fleiri sérfræðinga vera á sama máli um að Vesturveldin ögruðu með aðgerðum sínum og bæru ábyrgð á eyðileggingu.
Fékk rúma 13 milljarða fyrir Nóbelsverðlaunapeninginn
Rússneski blaðamaðurinn Dmytri Muratov, handhafi friðarverðlauna Nóbels á síðasta ári, hefur selt verðlaunagripinn á uppboði. AFP-fréttaveitan greinir frá þessu og segir Muratov hafa fengið rúmar hundrað og þrjár milljónir bandaríkjadala fyrir. Peningurinn fari óskertur í styrktarsjóð barna sem hafa orðið að flýja heimili sín vegna stríðsins í Úkraínu. Það jafngildir rúmum 13 milljörðum íslenskra króna.
Rússar sagðir herða sókn sína á ögurstundu
Úkraínumenn segja að Rússar hafi hert sókn sína í Karkív og Donetsk. Rússar eru sagðir varpa sprengjum í gríð og erg á svo gott sem öllum vígstöðvum.
Enn hart barist um yfirráð í Sjevjerodonetsk
Enn er hart barist í Sjevjerodonetsk í Austur-Úkraínu. Talsmenn úkraínska hersins segja að þeir geti enn varist árásum Rússa í nokkrum hverfum borgarinnar. Rússar umkringdu borgina fyrir tæpum mánuði og hafa átök um yfirráð hennar staðið nær linnulaust síðan.
20.06.2022 - 04:26
Hert sókn Rússa þegar Úkraína færist nær ESB-aðild
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, segist búa sig undir harðnandi átök í heimalandi sínu í vikunni. Hann telji það mjög líkleg viðbrögð rússneskra stjórnvalda við því að Úkraínumenn færist nær inngöngu í Evrópusambandið.
Stoltenberg: „Úkraínustríðið gæti varað í mörg ár“
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, segir að stríðið í Úkraínu geti varað í mörg ár. Frá þessu greinir þýska dagblaðið Bild.
„Óásættanlegt“ að Rússar sigli inn í danska landhelgi
Rússneskt herskip fór tvisvar sinnum inn í danska landhelgi í gær. Varnarmálaráðherra Dana segir þessar heræfingar Rússa óásættanlegar, en ítrekar þó að þær ógni ekki landsmönnum.
Lýstu stuðningi við aðildarumsókn Úkraínu
Leiðtogar Þýskalands, Ítalíu, Frakklands og Rúmeníu eru allir hlynntir því að Úkraína fái aðild að Evrópusambandinu án tafar. Þetta kom fram á blaðamannafundi þeirra fjögurra með Volodymyr Zelensky Úkraínuforseta í Kænugarði.
Stöðvuðu rússneskan njósnara á leið til Hollands
Hollenska leyniþjónustan segist hafa komið í veg fyrir að rússneskur njósnari fengi aðgang að Alþjóðasakamáladómstólnum. Maðurinn er sagður útsendari GRU, rússnesku leyniþjónustunnar, í gervi Brasilíumanns sem sækist eftir starfsnámi.
Segir brýnt að Úkraína vinni stríðið
Leiðtogar Þýskalands, Frakklands og Ítalíu heimsóttu bæinn Irpin, nærri Kænugarði, í dag. Lík um 290 óbreyttra borgara fundust í bænum eftir að rússneski herinn hörfaði þaðan og hafa Rússar verið sakaðir um að fremja stríðsglæpi í bænum.
16.06.2022 - 10:23
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Norður-Írland, Skotland og Hans-eyja
Breska stjórnin kynnti á mánudaginn frumvarp um einhliða breytingar á Norður-Írlandsákvæði útgöngusamnings Breta úr Evrópusambandinu. Ráðamenn ESB segja ákvæði frumvarpsins brot á samningnum og þar með alþjóðalögum. Sambandið hefur því ákveðið að draga Breta fyrir dóm. Þetta var meðal þess sem Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir ræddu í Heimsglugganum á Morgunvakt Rásar-1 við Boga Ágústsson.
Framkvæmdastjóri NATO vill fleiri þungavopn til Úkraínu
Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins segir að Vesturlönd ættu að bæta í sendingar sínar á þungavopnum til Úkraínu. Stoltenberg lét þessi orð falla á blaðamannafundi í höfuðstöðvum NATO í Brussel í morgun, í aðdraganda fundar varnarmálaráðherra aðildarríkja bandalagsins í dag og á morgun. Úkraínumenn hafa ítrekað beðið um meiri aðstoð og fleiri þungavopn; úkraínskir embættismenn segja að herlið þeirra sé ofurliði borið í átökunum í austurhluta Úkraínu.
15.06.2022 - 10:43