Deilur og stríð

Myndskeið
Birtingarmynd djúpstæðs kynþáttamisréttis
Dauði Georgs Floyd er ekki eina ástæða mótmælanna í Bandaríkjunum. Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði segir örlög hans birtingarmynd langvarandi og djúpstæðs kynþáttamisréttis í landinu. Þá hafi kórónuveirufaraldurinn sömuleiðis áhrif.
30.05.2020 - 20:50
Myndskeið
Þjóðvarðlið kallað út í fyrsta sinn frá seinna stríði
Allt þjóðvarðlið Minnesota hefur verið kallað út í fyrsta skipti frá því í seinni heimsstyrjöldinni. Mótmælin í ríkinu halda áfram og hvetja ráðamenn mótmælendur til að hætta gripdeildum og skemmdarverkum.
30.05.2020 - 19:26
Stjórnvöld í Kabúl vilja lengra vopnahlé
Allt var með kyrrum kjörum í Afganistan í morgun þótt þriggja daga einhliða vopnahlé Talibana hefði runnið út í gær.
27.05.2020 - 09:11
Flogið með málaliða frá Bani Walid
Allt að sextán hundruð rússneskir málaliðar hafa flúið frá átakasvæðum í kringum Trípólí, höfuðborg Líbíu, og verið fluttir þaðan burt.
26.05.2020 - 09:36
Fleiri Talibönum sleppt í dag
Stjórnvöld í Afganistan ætla að sleppa 900 Talibönum í dag á þriðja og síðasta degi vopnahlés samtakanna.
26.05.2020 - 08:22
Hundrað talibönum sleppt úr fangelsi
Yfirvöld í Afganistan slepptu í dag eitt hundrað talibönum úr fangelsi að launum fyrir að talibanar hafa lýst yfir þriggja sólarhringa vopnahléi í tilefni af upphafi Eid al-Fitr hátíðarinnar. Þetta er einungis í annað sinn í tæplega nítján ára ófriði milli talibana og stjórnvalda sem þeir fyrrnefndu fallast á vopnahlé. Það hefur verið virt síðustu tvo sólarhringa.
25.05.2020 - 13:36
Rússneskir hermenn Haftars hörfa frá Tripoli
Eftir að líbíski stjórnarherinn náði til baka svæðum af sveitum Khalifa Haftars var rússneskum málaliðum í sveit Haftars flogið á brott. Al Jazeera segir rússnesku hermennina hafa verið senda til Jufra, svæðis í miðju landi sem sveit Haftars, LNA, hefur yfirráð yfir. Flótti Rússanna er sagður enn eitt áfallið fyrir LNA eftir ósigra liðinna vikna gegn stjórnarhernum, GNA. 
25.05.2020 - 04:34
Talíbanar boða þriggja daga vopnahlé
Talíbanar lýstu yfir þriggja daga vopnahléi frá og með morgundeginum. Zabihullah Mujahid, talsmaður Talibana, greindi frá því í kvöld að leiðtogar vígahreyfingarinnar beini því til vígamanna að leggja niður vopna á meðan Eid al-Fitr helgidagarnir standa yfir.
23.05.2020 - 22:09
Myndskeið
Áfram geisa stríð þrátt fyrir heimsfaraldur
Hundruð þúsunda hafa neyðst til að leggja á flótta vegna stríðsátaka á aðeins tveimur mánuðum. Framkvæmdastjóri norskra hjálparsamtaka segir að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hafi ekki gert neitt til þess að þrýsta á vopnahlé í heiminum.
22.05.2020 - 19:31
Hundruð létust í þjóðflokkaátökum í Suður-Súdan
Minnst 287 eru látnir og yfir 300 særðir eftir átök þjóðflokka í Suður-Súdan um helgina. Að sögn stjórnvalda sló í brýnu á milli Murle og Lou Nuer þjóðanna á laugardag. Starfsmenn lækna án landamæra eru meðal látinna.
21.05.2020 - 03:43
Mannfall meira í Kabúl en talið var
Tuttugu og fjórir létu lífið og sextán særðust í árásinni á sjúkrahúsið í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær. Varaheilbrigðisráðherra landsins greindi frá þessu í morgun, en áður höfðu stjórnvöld sagt að fjórtán hefðu fallið í árás hryðjuverkamanna á sjúkrahúsið.
13.05.2020 - 10:01
Myndskeið
Ísraelsher reif niður heimili tveggja kvenna
Ísraelski herinn reif niður heimili tveggja kvenna nærri Ramallah í Palestínu í morgun eftir að dómstóll hafnaði beiðni um það yrði ekki rifið. Húsið var rifið vegna þess að sonur annars eigenda þess er sakaður um hafa myrt ísraelska stúlku.
Árás á sjúkrahús í Kabúl
Vopnaðir menn réðust inn á sjúkrahús í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun og hafa geisað þar bardagar milli þeirra og öryggissveita.
Spegillinn
80 ár frá hernámi Íslands
Í dag eru 80 ár frá því að breskur her steig á land í Reykjavík. Fáir atburðir hafa haft jafn miklar og skjótar breytingar í för með sér í sögu landsins. Landið hafði verið fátækt og einangrað. Í einu vetfangi var Íslandi kippt inn í hringiðu alþjóðastjórnmála segir Guðmundur Hálfdánarson, sagnfræðiprófessor við Háskóla Íslands.
Vildu stöðva rannsókn á stríðsglæpum í Palestínu
Áströlsk stjórnvöld lögðu fram beiðni um að Alþjóðaglæpadómstóllinn hætti rannsókn sinni á meintum stríðsglæpum í Palestínu, þar sem Palestína væri ekki eiginlegt ríki. Rannsóknin beinist að árásum á almenna borgara, pyntingar, árásir á sjúkrahús og notkun mannlegra skjalda. 
Tómir herbátar haldlagðir í Venesúela
Herinn í Venesúela segist hafa lagt hald á þrjá yfirgefna kólumbíska herbáta. Vélbyssur og skot voru um borð í bátunum, en engir skipverjar. Bátarnir fundust í eftirlitsferð um ána Orinoco. Ferðin tilheyrði umfangsmikilli aðgerð sem á að tryggja frelsi og sjálfstæði Venesúela, hefur Al Jazeera fréttastofan eftir yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti Venesúela.
10.05.2020 - 06:11
Bandaríkin stöðvuðu vopnahléstillögu
Bandaríkin komu í veg fyrir að greidd yrðu atkvæði í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna um vopnahlé vegna kórónuveirufaraldursins. Sendinefnd Bandaríkjanna kvaðst ekki geta tekið undir orðalag tillögunnar. AFP fréttastofan hefur eftir embættismanni úr bandaríska utanríkisráðuneytinu að Kínverjar hafi ítrekað komið í veg fyrir málamiðlun sem hefði komið tillögunni í farveg. 
09.05.2020 - 01:36
Ætluðu að ná Maduro úr forsetahöllinni
Annar bandarísku málaliðanna sem var handtekinn í Venesúela segir þá hafa ætlað að nema forsetann Nicolas Maduro á brott, hvað sem það kostaði. Hugmyndin var að ryðjast inn í forsetahöllina, sem jafnan er vel gætt, og koma Maduro einhvern veginn undan. 
30 látnir í átökum þjóðflokka í Súdan
Þrjátíu féllu í átökum tveggja þjóðflokka í Suður-Darfur héraði í Súdan. Í yfirlýsingu frá forsætisráðuneytinu segir að níu hafi fallið í átökum í fyrrinótt, og 21 í gærmorgun þegar átök hófust að nýju. AFP fréttastofan hefur eftir íbúa á svæðinu að deilur um búfjárþjófnað hafi orðið kveikjan að átökunum.
07.05.2020 - 04:18
Bandaríkjaher varð 132 almennum borgurum að bana
Bandaríkjaher ber ábyrgð á falli 132 almennra borgara í aðgerðum sínum um allan heim í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu bandaríska varnarmálaráðuneytisins sem var birt í gær. Óháð samtök segja mannfallið af hendi Bandaríkjahers mun meira. 
07.05.2020 - 03:44
Ráðast á Írani á meðan þeir eru í Sýrlandi
Ísraelsher ætlar að halda aðgerðum áfram í Sýrlandi þangað til Íranir koma sér þaðan. Naftali Bennett, varnarmálaráðherra Ísraels, lýsti þessu yfir í gær eftir að árásir Ísraelshers urðu fjórtán vígamönnum sem njóta stuðnings frá Íran að bana. 
06.05.2020 - 06:30
Býður vopnahlé í Líbíu það sem eftir lifir Ramadan
Líbíski stríðsherrann Khalifa Haftar lýsti því yfir í gær að hersveitir hans væru reiðubúnar að hvíla vopnin það sem eftir lifir Ramadan, hins heilaga föstumánaðar múslíma, sem byrjaði hinn 24. þessa mánaðar.
30.04.2020 - 06:42
Bílsprengja grandaði minnst 46 í Sýrlandi
Minnst 46 manns týndu lífi og 50 særðust þegar olíuflutningabíll var sprengdur í loft upp í borginni Afrín í norðanverðu Sýrlandi í gær. Langflest hinna látnu og særðu eru óbreyttir borgarar, þar á meðal á annan tug barna. Í hópi fallinna eru líka minnst sex liðsmenn vopnaðra sveita uppreisnarmanna sem hafa bæði tögl og hagldir í Afrínborg með stuðningi Tyrkja.
Öryggisráðið hyggst kalla eftir 90 daga vopnahléi
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hyggst skora á stríðandi fylkingar að leggja niður vopn og gera 90 daga hlé á hvers kyns vopnaskaki fyrir mannúðar sakir, á meðan baráttan við COVID-19 heimsfaraldurinn stendur sem hæst. Þetta kemur fram í drögum að ályktun Öryggisráðsins, sem AFP-fréttastofan hefur undir höndum.
Bretar auka vopnasölu til harðstjórnarríkja
Bretar juku vopnasölu á milli ára um milljarð sterlingspunda til ríkja þar sem stjórnvöld skerða frelsi almennra borgara. Alls seldu Bretar vopn fyrir 1,3 milljarða í fyrra til 26 ríkja þar sem almennir borgara búa ekki við frelsi, samkvæmt úttekt bandarísku lýðræðisstofnunarinnar Freedom House. Árið 2018 námu viðskiptin til sömu ríkja um 310 milljónum punda. 
26.04.2020 - 08:06