Deilur og stríð

Hundruð uppreisnarmanna felldir í Jemen
Hátt í þrjú hundruð úr sveitum Húta hafa fallið í Jemen undanfarna þrjá daga í árásum fjölþjóðlegra hersveita leiddum af Sádum. Hörð átök hafa staðið yfir undarfarnar vikur umhverfis þetta síðasta vígi ríkisstjórnar landsins.
Vill að Arabaríki hætti eðlilegum samskiptum við Ísrael
Þau Arabaríki sem hafa tekið upp eðlileg stjórnmálasamskipti við Ísrael eru syndug og ættu að snúa af villu síns vegar. Þetta segir Ali Khamenei erkiklerkur, æðstur valdamanna í Íran.
Tólf almennir borgarar fallnir í Kasmír-héraði
Almennur borgari lét lífið í kúlnahríð milli indverskra öryggissveita og uppreisnarmanna í Kasmír-héraði í morgun. Átök hafa færst í aukana þar undanfarna mánuði en tólf óbreyttir borgarar hafa fallið frá mánaðamótum.
24.10.2021 - 12:03
Jarðsprengja varð ungmennum að bana í Senegal
Sex ungmenni létu lífið þegar þau óku á hestakerru sinni yfir jarðsprengju í Casamance héraði í Senegal á föstudagskvöld. Jarðsprengjan hafði endað á yfirborðinu eftir úrkomu í héraðinu, hefur AFP fréttastofan eftir Yankouba Sagna, bæjarstjóra í Kandiadoiu, nærri landamærunum að Gambíu.
24.10.2021 - 03:17
Einn fórst í sprengingu í Kampala höfuðborg Úganda
Einn fórst og sjö særðust þegar sprengja sprakk í Kampala höfuðborg Afríkuríkisins Úganda í kvöld. Atvikið átti sér stað við vinsæla veitingahúsagötu í norðurhluta borgarinnar um klukkan 21 að staðartíma.
23.10.2021 - 21:42
Pólskar mæður sýndu flóttafólki stuðning
Hópur pólskra mæðra safnaðist saman í dag í Michalowo við landamærin að Hvíta Rússlandi til að mótmæla því að flóttafólki sé ekki hleypt yfir austurlandamæri Evrópusambandsins. Fjöldi barna er í þeim hópi.
Tyrklandsstjórn undirbýr brottrekstur tíu sendiherra
Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseti fyrirskipaði brottrekstur sendiherra tíu ríkja þeirra á meðal Frakklands og Bandaríkjanna. Sendiherrarnir séu óvelkomnir í Tyrklandi, „persona non grata“ eftir að þeir kröfðust þess að stjórnarandstöðuleiðtoginn Osman Kavala yrði umsvifalaust leystur úr haldi.
Tugþúsundir mótmæltu árásum á hindúa í Bangladess
Tugir þúsunda sem tilheyra minnihlutatrúarbrögðum héldu útifundi víðsvegar um Bangladess í dag. Ástæðan er fjöldi mannskæðra árása á hof og heimili hindúa í landinu undanfarið.
23.10.2021 - 14:32
Árás á raforkukerfi Afganistan á ábyrgði ISIS-K
ISIS-K, Khorasan-héraðs armur samtakanna sem kenna sig við Íslamskt ríki kváðust í dag bera ábyrgð á sprengjuárás sem felldi háspennumöstur og olli víðtæku rafmagnsleysi í Kabúl höfuðborg Afganistan í gær.
23.10.2021 - 01:12
Biden heitir Taívönum fullum stuðningi
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði afdráttarlaust já við að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar ef Kínverjar réðust þangað inn. Taívanir líta á sig sem sjálfstætt ríki en Kínverjar telja eyjuna til héraðs í Kína. Biden sagði á fundi í sjónvarpssal sem sýndur var beint á CNN að Bandaríkin væru skuldbundin til þess að verja eyjuna.
22.10.2021 - 04:55
Eþíópíuher gerir loftárásir í Tigray
Eþíópíski herinn gerði í gær loftárásir á uppreisnarmenn í Tigray héraði. Stjórnvöld segja árásirnar hafa beinst að vopnabúrum í héraðshöfuðborginni Mekele og bænum Agbe. 
21.10.2021 - 03:55
Tugir féllu í árásum í Sýrlandi
Að minnsta kosti 27 létust í sprengjuárásum í Sýrlandi í dag. Í þeirri fyrri sprungu tvær sprengjur skammt frá fólksflutningabíl sýrlenska hersins í höfuðborginni Damaskus. Fjórtán féllu. Þetta er mannskæðasta árásin í Damaskus frá árinu 2018.
20.10.2021 - 10:50
Hröktu indverskan kafbát frá landhelgi Pakistans
Pakistanski sjóherinn segist hafa komið í veg fyrir að indverskur kafbátur færi inn í landhelgi Pakistans um helgina. Al Jazeera hefur eftir yfirlýsingu hersins að eftirlitsflugvél hafi orðið vör við kafbátinn. Indverska varnarmálaráðuneytið hefur ekki svarað yfirlýsingunni.
20.10.2021 - 04:51
Norður-Kórea prófar nýja kafbátaskotflaug
Nýrri tegund stýriflaugar var skotið úr norður-kóreskum kafbáti í gær að sögn ríkisfréttastofu Norður-Kóreu, KCNA. Þar segir að flaugin sé búin háþróuðum stýribúnaði. Sérfræðingar sem hafa séð myndir af stýriflauginni segja hana sömu tegundar og var til sýnis á hersýningu í Pyongyang í síðustu viku. 
20.10.2021 - 04:17
Bætist í hóp Afgana hér á landi á næstunni
Aðeins hluti þeirra 90 til 120 Afgana sem ríkisstjórnin ákvað að veita hæli í kjölfar valdatöku Talibana í ágúst hefur komist til landsins. Nú er þess vænst að fleiri bætist í hópinn fljótlega.
Kastljós
Skipulagt kynferðisofbeldi gegn konum færst í aukana
Það sárasta við að ræða við þolendur nauðgana í stríði er að vita að frásögn þeirra mun líklega ekki breyta neinu.
18.10.2021 - 16:37
Bandaríkjastjórn býður aðstandendum bætur
Bandaríkjastjórn hefur boðist til að greiða bætur til ættingja þeirra sem létu lífið fyrir mistök í drónaárás bandaríkjahers í Kabúl í Afganistan í ágúst. Hjálparstarfsmaður og níu úr fjölskyldu hans, þar á meðal sjö börn, létu lífið í árásinni. Hún var gerð 29. ágúst, nokkrum dögum áður en bandaríkjastjórn dró herlið sitt frá Afganistan.
16.10.2021 - 10:19
Íslamska ríkið lýsir árásinni í Kandahar á hendur sér
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki segjast hafa framið sprengjuárásina í einni stærstu mosku sjíamúslíma í afgönsku borginni Kandahar í dag. Samtökin sendu frá sér tilkynningu í kvöld þar sem þau lýstu ódæðisverkinu á hendur sér. Minnst 37 létu lífið þegar þrír hryðjuverkamenn réðust inn í Bibi Fatima-moskuna í Kandahar og sprengdu sig í loft upp þegar föstudagsbænir stóðu sem hæst. Hátt í sjötíu manns særðust í árásinni.
Tugir látnir í sprengjutilræði í mosku
Að minnsta kosti 37 létust þegar sprengjur sprungu í dag í Bibi Fatima moskunni í Kandahar í Afganistan. Um það bil sjötíu særðust að sögn borgaryfirvalda.
15.10.2021 - 10:44
Sjö flóttamenn hafa látist við austurlandamæri ESB
Alls hafa sjö flóttamenn dáið við austurlandamæri Evrópusambandsins undanfarna mánuði. Hjálparsamtök eru afar gagnrýnin á aðgerðir Pólverja við landamærin sem miða að því að stöðva flóttamannastrauminn.
Fjórir féllu í loftárás Ísraela á Sýrland
Ísraelsher felldi einn sýrlenskan hermann og þrjá bardagamenn aðra, sem sagðir eru hliðhollir Írönum, í loftárás nærri borginni Palmyra í Homshéraði í Sýrlandi í gærkvöld. Þetta hefur Sýrlenska mannréttindavaktin eftir heimildarmönnum í héraði. Sýrlenska ríkisfréttastofan SANA greindi frá því nokkru áður að einn hermaður hefði fallið í árásinni en þrír menn særst.
14.10.2021 - 04:12
Viðurkenning ríkis Talibana ekki til umræðu
Fulltrúar Talibana funda nú með sameiginlegri sendinefnd Bandaríkjanna og Evrópusambandsins í Katar. Ný stjórnvöld í Afganistan sækjast eftir viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og neyðaraðstoð vegna fátæktar og mikilla þurrka.Fulltrúi Evrópusambandsins segir ekki á dagskrá fundarins að samþykkja ríki Talibana.
Óstöðugleiki á Kóreuskaga Bandaríkjunum að kenna
Bandaríkin eru rót óstöðugleikans á Kóreuskaga að mati Kim Jong-Un, leiðtoga Norður-Kóreu. Frá þessu greindi hann í opnunarræðu sinni á varnarmálaráðstefnu í Pyongyang að sögn AFP fréttastofunnar. 
12.10.2021 - 04:37
„Fjármálaráðherra“ Íslamska ríkisins handtekinn
Írösk yfirvöld hafa handtekið einn æðsta foringjann í hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Bandaríkjamenn höfðu boðið hverjum þeim fimm milljónir dollara fyrir upplýsingar sem leiddu til handtöku hans.
11.10.2021 - 15:58
Jákvæðar og markvissar viðræður í Katar
Talibanar segja viðræður við bandaríska sendinefnd í Katar um helgina hafa verið jákvæðar. Þetta var fyrsti fundurinn þar sem sendinefndir Bandaríkjanna og talibana sátu saman síðan talibanar tóku völdin í Afganistan, að lokinni tuttugu ára hersetu Bandaríkjahers í landinu.
11.10.2021 - 02:54