Deilur og stríð

Þrýst á Bandaríkin að taka húta af hryðjuverkalista
Mark Lowcock, yfirmaður mannúðarmála hjá Sameinuðu þjóðunum krefst þess að Bandaríkin dragi til baka ákvörðun sína um að setja húta í Jemen á lista yfir hryðjuverkahópa. Hann óttast að ákvörðunin geti valdið hungursneyð af stærðargráðu sem hafi ekki sést í áratugi, auk þess sem erfiðara verði að koma nauðsynjavörum til landsins.
15.01.2021 - 06:42
Hátt í 60 féllu í loftárásum í Sýrlandi
Loftárásir Ísraelshers á hernaðsarlega mikilvæg skotmörk í austurhluta Sýrlands í nótt kostuðu 57 manns lífið. Þetta eru mannskæðustu árásir Ísraelsmanna á landið frá því að borgarastríðið braust þar út, að sögn Sýrlensku mannréttindavaktarinnar.
13.01.2021 - 15:48
Mannfall í loftárásum Ísraelsmanna
Mannfall varð í liði sýrlenska hersins og bandamanna hans í loftárásum Ísraelsmanna á Sýrland í nótt. Þetta eru mannskæðustu árásir Ísraelsmanna á Sýrland síðan 2018.
13.01.2021 - 10:04
Búist við að viðræður hefjist á ný á morgun
Búist er við að viðræður milli stjórnvalda í Kabúl og Talibana í Afganistan hefjist á ný í Katar á morgun, þrátt fyrir hörð átök heima fyrir. Afganskir embættismenn greindu frá þessu í morgun.
04.01.2021 - 08:34
Franskir hermenn féllu í Malí
Tveir franskir hermenn fórust þegar bifreið þeirra var ekið yfir sprengju í norðausturhluta Malí í gær. Einn særðist en er ekki í lífshættu.
03.01.2021 - 03:01
Á þriðja tug féllu í sprengjuárás í Jemen
Að minnsta kosti 26 létust og tugir særðust þegar sprengjum var varpað í dag á flugvöllinn í hafnarborginni Aden í Jemen. Skömmu fyrir árásina lenti þar flugvél sem kom frá Sádi Arabíu með ráðherra í nýrri ríkisstjórn landsins.
30.12.2020 - 13:34
Þúsundir flýja árásir á bæinn Ain Issa í Sýrlandi
Minnst 9.500 íbúar sýrlenska bæjarins Ain Issa og nágrennis hafa flúið heimili sín undanfarna daga vegna harðnandi stórskotahríðar og flugskeytaárása Sýrlenska þjóðarhersins svonefnda, vopnaðarar hreyfingar sýrelenskra uppreisnarmanna sem nýtur stuðnings Tyrkja. Ain Issa lýtur aftur á móti yfirráðum hins svonefnda Lýðræðishers Sýrlands, sem er vopnuð hreyfing sýrlenskra Kúrda; andstæðinga Assads Sýrlandsforseta sem jafnframt eru þyrnir í augum Tyrkja.
28.12.2020 - 06:16
Yfir 200 þorpsbúar myrtir í árásinni á Þorláksmessu
Yfir 200 óbreyttir borgarar voru myrtir í fjöldamorðinu í Benishangul-Gumuz héraði í vestanverðri Eþíópíu á Þorláksmessu, samkvæmt sjálfboðaliða Rauða krossins í héraðinu. Sjálfboðaliðinn, Melese Mesfin, sagði tíðindamanni Reuters í gær að hann og félagar hans hefðu jarðsett 207 fórnarlömb illvirkjanna og 15 úr hópi árásarmanna. Mannréttindaráð Eþíópíu áætlaði upphaflega að um 100 manns hefðu verið myrtir í þessu níðingsverki, sem framið var í þorpinu Bekoji í Bulen-sýslu.
26.12.2020 - 05:56
Þrír friðargæsluliðar SÞ felldir í Miðafríkulýðveldinu
Sveitir vopnaðra vígamanna drápu í gær þrjá friðargæsluliða Sameinuðu þjóðanna í Miðafríkulýðveldinu. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Sameinuðu þjóðunum. „Þrír friðargæsluliðar frá Búrúndí voru felldir og tveir til viðbótar særðir“ í árásum óþekktra vígamanna í landinu sunnanverðu og um miðbik þess, segir í tilkynningunni.
Eþíópískir stjórnarhermenn drápu 42 grunaða árásarmenn
Hermenn í eþíópíska stjórnarhernum drápu í gær 42 menn sem sakaðir voru um aðild að grimmilegu fjöldamorði á yfir 100 þorpsbúum í Benishangul-Gumuz héraði í vestanverðri Eþíópíu á Þorláksmessu. Greint var frá þessu á ríkissjónvarpsstöðinni Fana í gær. Í fréttinni kom fram að hermennirnir hefðu lagt hald á boga, örvar og fleiri vopn í árásinni á aðfangadag, en flest fórnarlömbin voru ýmist stungin eða skotin til bana, auk þess sem heimili þeirra voru brennd til grunna.
25.12.2020 - 03:55
Friðargæslulið SÞ fer frá Darfur-héraði um áramótin
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hefur samþykkt að friðargæslulið samtakanna hverfi frá Darfur-héraði í Súdan í árslok og að Súdanir sjálfir fái það hlutverk að gæta friðar og öryggis í héraðinu frá og með fyrsta janúar. Bláhjálmar Sameinuðu þjóðanna hafa sinnt friðargæslu í þessu stríðshrjáða héraði allar götur síðan 2007 og voru um 16.000 talsins þegar mest var.
Mun fleiri Afganar þurfa hjálp á næsta ári
Sameinuðu þjóðirnar búast við að mun fleiri þurfi á hjálp að halda í Afganistan á næsta ári, en á árinu sem nú er að líða. Ellefu milljónir hafi þurft á hjálp að halda á þessu ári, en allt að fimm milljónir bætist við á komandi ári.
16.12.2020 - 08:38
Íran
Fylgja kjarnorkusamningi snúi Bandaríkin við blaðinu
Ef Bandaríkin gerast aðili að kjarnorkusamkomulagi stórveldanna og Írans á nýjaleik munu Íranar fara í einu og öllu að skilmálum samkomulagsins strax frá fyrstu stundu. Þetta sagði Hassan Rouhani Íransforseti á fréttamannafundi í gær, aðspurður um mögulega stefnubreytingu stjórnvalda í Washington og Teheran í kjölfar embættistöku Joes Bidens í janúar.
15.12.2020 - 02:25
Óttast um afdrif allt að 400 skóladrengja í Nígeríu
Óttast er um afdrif allt að 400 nemenda í heimavistarskóla í norðvesturhluta Nígeríu, eftir að hópur þungvopnaðra manna réðst þar til atlögu seint á föstudagskvöld og nam fjölda nemenda á brott með sér. Árásarmennirnir komu að skólanum akandi mótorhjólum og skjótandi af hríðskotarifflum sínum.
12.12.2020 - 23:43
Mannskæð eldflaugaárás á Kabúl
Einn maður lést og annar særðist þegar fjórum flugskeytum var skotið á Kabúl, höfuðborg Afganistans, snemma í morgun. Talsmaður innanríkisráðuneytisins greindi frá þessu á fréttamannafundi. Flugskeytin lentu öll í austanverðri borginni, að sögn lögreglu.
Dauðsföllum óbreyttra borgara fjölgað gríðarlega
Fjöldi óbreyttra borgara sem féll í loftárásum alþjóðlegs herliðs í Afganistan fjölgaði mikið frá 2016 til 2019. Þetta er afleiðing rýmri reglna um valdbeitingu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti setti árið 2017 samkvæmt nýrri skýrslu.
Amnesty sakar Asera og Armena um stríðsglæpi
Alþjóðlegu mannréttindasamtökin Amnesty International segja stríðsglæpi hafa verið framda í átökum Asera og Armena um fjallahéraði Nagorno-Karabakh í haust. Aftökur hermanna og borgara án dóms og laga, pyntingar og misþyrmingar á stríðsföngum og svívirðing jarðneskra leifa fallinna hermanna er á meðal þeirra stríðsglæpa sem rannsóknir samtakanna hafa leitt í ljós.
Hættir rannsókn á meintum stríðsglæpum Breta
Fatou Bensouda saksóknari Alþjóða sakamáladómstólsins hyggst ekki rannsaka meinta stríðsglæpi breskra hermanna í Írak, þrátt fyrir að hún telji að rökstuddur grunur sé fyrir brotunum. Þeir eru meðal annars sakaðir um morð án dóms og laga, pyntingar og nauðganir.
Átök halda áfram í Tigray-héraði
Enn sér ekki fyrir endann á átökum stjórnarhers Eþíópíu og Þjóðfrelsishreyfingar Tigray (TPLF) í Tigray-héraði. Stjórn Abiy Ahmed forsætisráðherra segir sigur þó skammt undan.
05.12.2020 - 20:16
Trump kallar hermenn frá Sómalíu
Nánast allir þeir 700 bandarísku hermenn sem eru í Sómalíu verða fluttir frá landinu áður en Joe Biden tekur við embætti forseta 20. janúar. Þetta er liður í viðleitni sitjandi forseta, Donald Trumps, í að hætta þátttöku í því sem hann hefur kallað eilífðarstríð.
04.12.2020 - 23:20
Spegillinn
Friðarspillar í flokki friðarverðlaunahafa
Búið er að aflýsa Nóbelshátíðinni í Ósló í ár og bíða á með að afhenda verðlaunin þar til sér fyrir endann á kófinu. Í Noregi eru líka uppi raddir um að afturkalla fyrri verðlaun vegna þess að verðlaunahafarnir halda ekki friðinn. Þetta á sérstaklega við um Abiy Ahmed, sem fékk verðlaunin í fyrra, er stendur fyrir stríði í ár.
01.12.2020 - 10:13
Minnst 40 fórust í sjálfsmorðsárás í Afganistan
Minnst 40 afganskir stjórnarhermenn fórust þegar bílsprengja sprakk við bækistöð hersins í Ghazni-héraði um miðbik Afganistans í morgun. Á þriðja tug til viðbótar særðust í árásinni, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum í Ghazni. Í tilkynningu varnarmálaráðuneytisins segir að maður hafi ekið bíl, hlöðnum sprengiefni, að herstöðinni. Hann var stöðvaður í hliðinu og virkjaði þá sprengjuna, með þessum afleiðingum.
30.11.2020 - 01:13
Halda áfram viðræðum um stjórnarskrá Sýrlands á morgun
Geir Pedersen, sendifulltrúi Sameinuðu þjóðanna fyrir Sýrland, staðfesti á blaðamannafundi í Genf í dag að viðræður um endurskoðun á stjórnarskrá Sýrlands og lok níu ára borgarastyrjaldar haldi áfram á morgun.
29.11.2020 - 18:19
Nígerískir vígamenn skáru yfir 40 verkamenn á háls
Óþekktir vígamenn myrtu í dag yfir fjörutíu landbúnaðarverkamenn, sem voru að störfum á hrísgrjónaökrum í Borno-héraði norðaustanverðri Nígeríu, samkvæmt yfirvöldum og fjölmiðlum í héraðinu. Morðin voru með hrottalegasta móti. Haft er eftir sjónarvottum að árásarmennirnir hafi bundið mennina og skorið þá á háls í þorpinu Koshobe, nærri héraðshöfuðborginni Maiduguri.
29.11.2020 - 02:54
Abiy segir hernaði í Tigray lokið með fullnaðarsigri
Eþíópíuher hefur náð borginni Mekelle á sitt vald og er aðgerðum hersins í Tigrayhéraði þar með lokið. Þetta sagði Abiy Ahmed, forsætisráðherra Eþíópíu í kvöld. Ef rétt reynist þá hefur endi verið bundinn á rúmlega þriggja vikna átök í héraðinu, sem kostað hafa hundruð og jafnvel þúsundir mannslífa og hrakið tugi þúsunda á flótta.
28.11.2020 - 23:15