Deilur og stríð

Útilokar samkomulag um Nagorno Karabakh
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, telur útilokað að ná samkomulagi með friðsömum hætti við stjórnvöld í Aserbaísjan um framtíð héraðsins Nagorno Karabakh. Í myndskeiði sem hann birtir á Facebook segir hann að langt eigi eftir að líða þar til úr deilu þjóðanna um héraðið verði leyst eftir diplómatískum leiðum.
21.10.2020 - 14:28
Krefjast frelsis samviskufanga í skiptum fyrir gísla
Vopnuð sveit uppreisnarmanna í hinu stríðshrjáða Rakhine-héraði í Mjanmar rændi nýverið þremur stjórnmálamönnum úr Lýðræðislega þjóðarbandalaginu, NLD, sem fer með öll völd í landinu. Þremenningarnir eru allir í framboði fyrir NLD í þingkosningunum sem haldnar verða 8. nóvember.
20.10.2020 - 00:54
Ásakanir um brot á vopnahléssamningi ganga á víxl
Ásakanir um brot á nýjasta vopnahléssamkomulags Asera og Armena ganga nú á víxl milli hinna stríðandi ríkja. Armenar sökuðu í nótt Asera um að hafa brotið gegn skilmálum samkomulagsins einungis nokkrum mínútum eftir að það átti að ganga í gildi á miðnætti að staðartíma; klukkan átta í gærkvöld að íslenskum tíma.
18.10.2020 - 06:51
Vígamenn íslamista drápu fjórtán nígeríska hermenn
Vígasveitir íslamista, sem sagðar eru tengjast Íslamska ríkinu, drápu fjórtán nígeríska hermenn er þeir réðust á bækistöð hersins í bænum Jakana, ekki fjarri stórborginni Maiduguri í norðaustanverðri Nígeríu. Árásin var gerð á föstudagskvöld, samkvæmt heimildum AFP, og beittu árásarmennirnir vélbyssum og flugskeytum.
17.10.2020 - 22:33
Samið um vopnahlé í Nagorno-Karabakh
Aserar og Armenar hafa samið um vopnahlé í héraðinu Nagorno-Karabakh. Það á að taka gildi á miðnætti eftir nærri þriggja vikna átök í héraðinu.
17.10.2020 - 19:44
Óbreyttir borgarar féllu í eldflaugaárás á Aserbaísjan
Ekkert lát er á átökum Armena og Asera um fjallahéraðið Nagorno-Karabakh og sem fyrr eru óbreyttir borgarar hvergi hultir í þeim hildarleik. Aserar gerðu stórskotaárás á stærstu borg Nagorno-Karabakh, Stepanakert, síðdegis í gær. Mikill hluti íbúa hennar hefur þegar flúið borgina vegna linnulítilla árása síðustu vikna og árás gærdagsins hrakti enn fleiri á flótta. Í nótt svöruðu Armenar með eldflaugaárás á borgina Ganja, næst-stærstu borg Aserbaísjan.
17.10.2020 - 03:20
Armenía: „Umtalsvert mannfall“ í átökunum við Asera
Forsætisráðherra Armeníu sagði í sjónvarpsávarpi í gær, að umtalsvert mannfall hefði orðið í armenska hernum í átökunum við Asera síðustu vikur, þar sem tekist er á um yfirráðin í hinu umdeilda fjallahéraði, Nagorno-Karabakh. Forsætisráðherrann, Nikol Pashinyan, ávarpaði þjóðina í gærkvöld og sagði að „margir Armenar" hefðu fallið í átökunum, sem staðið hafa linnulítið frá 27. september.
15.10.2020 - 02:25
Heimila þúsundir íbúða á í landtökubyggðunum
Stjórnvöld í Ísrael gáfu í dag leyfi fyrir byggingu á þriðja þúsund íbúða í landtökubyggðum á Vesturbakkanum. Ákvörðunin þykir draga enn úr líkum á að friðarumleitanir við Palestínumenn hefjist á ný.
Deilendur hvattir til að virða vopnahlé
Stjórnvöld í Rússlandi ítrekuðu í morgun tilmæli til Armena og Asera um að halda að sér höndum og virða gildandi vopnahlé. 
14.10.2020 - 10:17
Viðræður hafnar milli Ísraels og Líbanons
Viðræður eru hafnar milli Ísraels og Líbanons um landhelgi og efnahagslögsögu undan ströndum ríkjanna, en árum saman hafa þau deilt um þessi mál.
14.10.2020 - 08:16
Hóta að skjóta á mótmælendur í Hvíta-Rússlandi
Yfirvöld í Hvíta-Rússlandi hótuðu í dag að beita skotvopnum gegn stjórnarandstæðingum ef þeir hættu ekki að safnast saman og mótmæla Alexander Lúkasjenkó forseta. Evrópusambandið samþykkti í dag refsiaðgerðir gegn forsetanum.
12.10.2020 - 17:49
Vopnahlé virt að vettugi í Nagorno-Karabakh
Armenar og Aserar héldu áfram hernaðaraðgerðum í nótt og morgun í héraðinu Nagorno-Karabakh, þrátt fyrir að samið hefði verið um vopnahlé fyrir helgi. Hvorir saka hina um að hafa brotið gegn því.
12.10.2020 - 08:53
Tyrkir senda rannsóknarskip á umdeilt hafsvæði
Tyrkir greindu frá því seint í gærkvöld að þeir ætli að senda rannsóknarskip á sömu slóðir og vöktu deilur við Grikki nýverið. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Sjóherinn greindi frá því að skipið Oruc Reis hefji rannsóknir að nýju í dag og verði að fram til 22. október. 
12.10.2020 - 04:42
Sprengjum varpað þrátt fyrir vopnahlé
Ekkert lát virðist á átökum á milli Asera og Armena í og við sjálfstjórnarhéraðið Nagorno-Karabakh þrátt fyrir umsamið vopnahlé. Að sögn AFP fréttastofunnar var sprengjum varpað á borgina Stepanakert í Nagorno-Karabakh í alla nótt.
11.10.2020 - 07:07
Sprenging í Nagorno-Karabakh þrátt fyrir vopnahlé
Sprenging varð í Stepanakert, helstu borg sjálfstjórnarhéraðsins Nagorno-Karabakh, í kvöld þrátt fyrir að Armenar og Aserar hefðu samþykkt vopnahlé í gærkvöld sem tók gildi í hádeginu í dag. Yfirvöld ríkjanna gáfu það út í gærkvöld að þau væru tilbúin til að hefja efnislegar viðræður um Nagorno-Karabakh.
10.10.2020 - 21:45
Opnun strandar á borð Öryggisráðsins
Óskað hefur verið eftir því að Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna hlutist til vegna opnunar strandlengjunnar í bænum Varosha á sunnanverðri Kýpur. Ströndin hefur verið afgirt ásamt Famagusta hverfinu allt síðan Tyrkir réðust þangað inn árið 1974.
Vopnahlé samþykkt í Nagorno-Karabakh
Armenar og Aserar samþykktu vopnahlé og eru reiðubúnir að hefja efnislegar viðræður um Nagorno-Karabakh. Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, greindi frá þessu í kvöld. 
10.10.2020 - 00:51
Viðræður hafnar um Nagorno-Karabakh
Viðræður um vopnahlé í héraðinu Nagorno-Karabakh eru hafnar í Moskvu. Talsmaður rússneska utanríkisráðuneytisins staðfesti það síðdegis og birti mynd af utanríkisráðherrum Armeníu Aserbaísjans og Rússlands því til staðfestingar. 
09.10.2020 - 14:30
Viðræður að hefjast um Nagorno-Karabakh
Stjórnvöld í Armeníu og Aserbaísjan hafa fallist á að hefja viðræður um vopnahlé í héraðinu Nagorno-Karabakh. Maria Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytisins í Moskvu, staðfesti þetta í dag í viðtali við AFP fréttastofuna. Að hennar sögn er undirbúningur í fullum gangi. Líkast til geti sendinefndir ríkjanna sest á rökstóla síðar í dag. Zakharova gerir ráð fyrir að utanríkisráðherrar beggja landa taki þátt í viðræðunum.
09.10.2020 - 07:48
Pútín boðar Armena og Asera til friðarviðræðna
Vladimír Pútín, forseti Rússlands, boðar utanríkisráðherra Armeníu og Aserbaísjans til friðarviðræðna í dag. AFP fréttastofan greinir frá. Átökum ríkjanna í héraðinu Nagorno-Karabakh verði að lynna af mannúðarástæðum, segir forsetinn.
09.10.2020 - 02:09
Trump vill hermenn heim fyrir jól
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, vill að bandarískir hermenn í Afganistan verði komnir heim fyrir jól. Þetta sagði hann í færslu á Twitter í gærkvöld.
Óttast að átökin breiðist út
Bandaríkjamenn, Frakkar og Rússar reyna nú að miðla málum í deilum Armeníu og Aserbaísjan. Forseti Írans telur hættu á að átökin breiðist út til grannríkja.
08.10.2020 - 12:01
Bandaríkin loka á íranskar vefsíður
Bandarísk yfirvöld komust yfir og lokuðu á 92 íranskar vefsíður. Fjórar þeirra voru settar upp sem bandarískar fréttasíður, hefur AFP fréttastofan eftir yfirlýsingu bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Þeim var öllum stýrt af íranska byltingarvarðliðinu eða samstarfsmönnum þess. Þær áttu að hafa áhrif á stefnu Bandaríkjanna jafnt í innan- og utanríkismálum.
Um helmingur íbúa hefur hrakist á vergang
Um helmingur íbúa héraðsins Nagorno-Karabakh hefur hrakist frá heimkynnum sínum síðan átök blossuðu upp milli Armena og Asera í síðustu viku eða allt að 75.000 manns. Fréttastofan AFP hafði þetta eftir embættismanni í héraðinu í morgun.
07.10.2020 - 07:56
Kennir Erdogan um átök Armena og Asera
Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, sakar Recep Tayyip Erdogan, forseta Tyrklands, um að vera upphafsmann að nýjum  átökum Asera og Armena. Þetta kemur fram í viðtali við Assad sem rússneska fréttastofan RIA birti í morgun.
06.10.2020 - 07:58