Deilur Ísraela og Palestínumanna

Myndskeið
Árásir næturinnar þær þyngstu til þessa að sögn íbúa
Ísraelski herinn hélt loftárásum sínum á Gasa-svæðið áfram aðfaranótt mánudags. Íbúar á Gasa segja árásarþunga næturinnar hinn mesta síðan stríðið hófst fyrir viku síðan og meiri en aðfaranótt sunnudags þegar 42 dóu.
Segja árás á bækistöðvar fjölmiðla á Gasa stríðsglæp
Samtökin Fréttamenn án landamæra sendu Alþjóða sakamáladómstólnum í Haag erindi í gær, þar sem farið er fram á að kannað verði hvort árás Ísraelshers á ritstjórnarskrifstofur tveggja alþjóðlegra fréttastofa og nokkurra minni fjölmiðla í Gasaborg flokkist sem stríðsglæpur.
Ísraelar halda áfram loftárásum, áttunda daginn í röð
Þrátt fyrir brýningu og áköll Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagsins um hið gagnstæða halda Ísraelar áfram hörðum loftárásum sínum á Gasaströndina, áttunda daginn í röð. Sprengjum tók að rigna yfir Gasa skömmu eftir miðnætti að staðartíma. Árásirnar ollu víðtæku rafmagnsleysi og skemmdum á hundruðum bygginga. Engar fregnir hafa borist af mannfalli í árásum næturinnar en áður en þær hófust höfðu Ísraelar drepið minnst 192 Gasabúa með loftárásum sínum, þar af 58 börn og 34 konur.
Egyptar opnuðu landamærin að Gasa
Egyptar opnuðu í dag landamæri sín að Gasaströndinni, degi fyrr en ætlað var, og hafa hundruð Palestínumanna streymt yfir landamærin, þar á meðal fjöldi fólks sem særðist í loftárásum Ísraela um helgina. Landamærastöðinni við Rafah, einu landamærastoðinni milli Gasa og Egyptalands, var lokað í aðdragana Eid al-Fitr hátíðarinnar í síðustu viku og ekki stóð til að opna fyrir neina umferð þar í gegn fyrr en á mánudag.
Guterres „sleginn“ og „verulega brugðið“
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, er „sleginn" vegna hins mikla mannfalls meðal almennra borgara á Gasaströnd og „verulega brugðið" vegna árásar Ísraels á bækistöðvar nokkurra alþjóðlegra fjölmiðla í Gasaborg. Talsmaður aðalframkvæmdastjórans greindi frá þessu á fréttamannafundi í gær.
Ísraelar herða enn á loftárásum
Ísraelar halda áfram loftárásum sínum á Gasaströndina, sjöunda daginn í röð, samkvæmt fréttamanni Al Jazeera í Gasaborg, sem segir árásir næturnar þær áköfustu hingað til. Um miðnæturbil að íslenskum tíma höfðu þotur Ísraelshers varpað sprengjum á um það bil 150 skotmörk á Gasa, þar af minnst 60 í Gasaborg.
Átta börn fórust í árás Ísraela á flóttamannabúðir
Ísraelsher hélt áfram loftárásum sínum á Gasasvæðið í nótt. Í morgun bárust af því fregnir að tíu manns úr sömu fjölskyldu hefði farist þegar eldflaugum var skotið á al-Shati-flóttamannabúðirnar norður af Gasaborg. AFP hefur þetta eftir bráðaliðum á vettvangi. Minnst átta börn og tvær konur fórust í þeirri árás, öll úr sömu fjölskyldunni. Ekki færri en fimmtán særðust, þar á meðal eitt kornabarn, samkvæmt frétt al Jazeera. Óttast er að fleiri hafi grafist undir brakinu og er þeirra leitað.
Leystu upp mótmæli við sendiráð Ísraels í Danmörku
Til átaka kom milli lögreglu og nokkurra óeirðaseggja úr stórum hópi friðsamlegra mótmælenda við ísraelska sendiráðið í Danmörku í dag. Um fjögur þúsund manns söfnuðust saman við sendiráð Ísraels í Hellerup, skammt norður af Kaupmannahöfn, til að sýna Palestínumönnum samstöðu og mótmæla árásum Ísraelshers á Gasa, sem kostað hafa um 140 mannslíf.
Nær 140 Palestínumenn fallnir og loftárásir halda áfram
Minnst 126 Palestínumenn liggja í valnum eftir linnulitlar loftárásir og stórskotahríð Ísraela á Gasaborg undanfarna daga. Ísraelskir hermenn bönuðu líka ellefu Palestínumönnum á Vesturbakkanum í dag, þar sem þúsundir mótmæltu árásunum á Gasa. Um 2.000 manns hafa leitað aðhlynningar vegna meiðsla og Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 10.000 Gasabúar hafi flúið heimili sín í sprengjuregninu. Margir þeirra hafast nú við í skólum sem Sameinuðu þjóðirnar reka í norðurhluta borgarinnar.
Fjórir féllu á Vesturbakkanum
Ísraelskar öryggissveitir skutu síðdegis tvo unga Palestínumenn til bana á Vesturbakkanum. Að sögn heilbrigðisráðuneytisins í Ramallah voru þeir fluttir á sjúkrahús með skotsár á bringu og maga þar sem þeir létust af sárum sínum. Fyrr í dag féllu tveir til viðbótar, þar á meðal maður sem réðst á ísraelskan hermann á varðstöð skammt frá Ramallah og reyndi að stinga hann til bana.
Á þriðja hundrað flugskeytum skotið að Ashkelon
Leiðtogar Hamas segjast hafa skotið um 250 flugskeytum að ísraelsku borginni Ashkelon í morgun. Fæst þeirra náðu marki sínu og engar fregnir hafa borist af mannfalli eða umtalsverðu tjóni á mannvirkjum. Fjöldi borgarbúa leitaði skjóls í loftvarnarbyrgjum. Ísraelsher gerði harða hríð að Gasa í gærkvöld og nótt og dró talsvert úr flugskeytahríð Palestínumanna á meðan.
Guterres kallar eftir tafarlausu vopnahléi
Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvetur Ísraela og Palestínumenn til að láta af öllu vopnaskaki og semja um vopnahlé án tafar. „Af virðingu við inntak Eid-hátíðarinnar, þá bið ég um að dregið verði úr spennu og öllum átökum hætt í Gasa og Ísrael tafarlaust," skrifar Guterres. „Of margir saklausir borgarar hafa dáið nú þegar. Þessi átök geta aðeins leitt til aukinna öfga og ofstækis í þessum heimshluta öllum."
Ísraelsher tilkynnti innrás í Gasa í kvöld
Ísraelsher tilkynnti innrás á Gasa í kvöld, og Jonathan Conricus, talsmaður hersins staðfesti .þetta í samtali við AFP-fréttastofuna. Á annað hundrað Palestínumanna hafa fallið í árásum Ísraela síðustu daga, þar af 27 börn. UPPFÆRT: Ísraelsher hefur dregið til baka yfirlýsingu sína um að innrás sé hafin og lýst því yfir að herinn hafi enn ekki ráðist inn á Gasasvæðið.
69 fallin á Gasa og loftárásir halda áfram
Ekkert lát hefur verið á gagnkvæmum árásum Ísraela og Palestínumanna á Gasa í nótt. Hamasliðar og aðrar vopnaðar hreyfingar á Gasa hafa skotið fjölda flugskeyta að Ísrael og ísraelski flugherinn haldið uppi hörðum loftárásum í alla nótt. 69 Palestínumenn og sex Ísraelar hafa fallið í átökum síðustu daga, þar á meðal fjöldi barna og kvenna.
Öryggisráðið fundar enn um deilur Ísraels og Palestín
Fulltrúar Túnis, Noregs og Kína í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna hafa farið fram á opinn neyðarfund í ráðinu á föstudag, þar sem ræða skal harðnandi átökök Ísraela og Palestínumanna. Öryggisráðið hefur þegar fundað í tvígang um sama efni í þessari viku, en í báðum tilfellum fyrir luktum dyrum í gegnum fjarfundabúnað.
Viðtal
„Liggur alveg fyrir að þessi landtaka er ólögmæt“
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir að afstaða Íslands í málefnum Ísraels og Palestínu sé mjög skýr og henni hafi verið komið á framfæri. Stjórnvöld styðji tveggja ríkja lausn og að landtakan sé ólögmæt.
Friðarumleitanir hafa engum árangri skilað
Tugir Palestínumanna eru fallnir í loftárásum Ísraelshers og hundruð eru særðir. Fulltrúar erlendra þjóða reyna að draga úr spennunni fyrir botni Miðjarðarhafs, en án árangurs til þessa. 
Yfir 1.000 flugskeytum skotið frá Gaza að Ísrael
Yfir 1.000 flugskeytum hefur verið skotið frá Gaza-svæðinu í átt að Ísrael frá því að átök Ísraela og Palestínumanna hörðnuðu mjög á mánudagskvöld, eftir margra daga væringar í Jerúsalem. Allar lögreglustöðvar Gazaborgar eru rústir einar eftir loftárásir Ísraela í gær og nótt.
12.05.2021 - 05:50
Óttast allsherjarstríð milli Ísraela og Palestínumanna
Leiðtogar palestínsku Hamas-samtakanna á Gaza sögðu í kvöld að samtökin hefðu skotið yfir 200 flugskeytum yfir landamærin að Ísrael til að hefna fyrir mannskæða loftárás Ísraela á háhýsi í Gazaborg. Erindreki Sameinuðu þjóðanna segir mikla hættu á því að blóðug átök síðustu daga þróist út í eiginlegt stríð ef leiðtogar ríkjanna tveggja grípa ekki í taumana.
Létu eldflaugum rigna yfir til Ísraels
Tveir almennir borgarar létust og sá þriðji er alvarlega særður eftir eldflaugaárás frá Gazasvæðinu á borgina Ashkelon í Ísrael í dag. Forsætisráðherra Ísraels segir að hernaðaraðgerðir gegn Palestínumönnum á Gaza verði hertar.
Fimm þúsund manna varalið Ísraelshers kallað út
Loftárásir Ísraelshers á Gaza-svæðið í gærkvöld urðu að minnsta kosti tuttugu og tveimur að bana, þar á meðal níu börnum. Ólga í samskiptum Ísraelsmanna og Palestínumanna hefur aukist stöðugt síðustu daga. Fimm þúsund manna varalið Ísraelshers var kallað út í dag.
130 skotmörk hæfð á Gaza segir Ísraelsher
Ísraelsher sagðist í morgun hafa hæft 130 hernaðarlega mikilvæg skotmörk á Gaza í loftárásum í gærkvöldi og í nótt. 15 vígamenn úr röðum Hamas og öðrum vígasveitum hafi jafnframt verið vegnir. Yfirvöld á Gaza greindu frá því í gær að tuttugu væru látnir eftir loftárás Ísraelshers, þeirra á meðal níu börn. Tugir eru særðir.
Á fjórða hundrað særðust í Jerúsalem
Á fjórða hundrað særðust þegar Palestínumönnum og ísraelskum lögreglumönnum lenti saman utan við Al-Aqsa-moskuna í Jerúsalem í dag. Þjóðernissinnaðir Ísraelsmenn fagna því í dag að 54 eru frá því að þeir náðu yfirráðum í austurhluta borgarinnar.
Úrskurði um brottvísanir Palestínumanna frestað
Amos Gilad, fyrrverandi varnarmálaráðherra Ísraels, líkir ástandinu á milli Palestínu og Ísraels við púðurtunnu sem lítið þarf til að springi. Hann vonast til þess að stjórnvöld hætti við skrúðgöngu á morgun.
Hafa þungar áhyggjur af ástandinu
Bandaríkin, Rússland, Evrópusambandið og Sameinuðu þjóðirnar, eða Miðausturlanda-kvartetinn, lýsir þungum áhyggjum yfir ofbeldi í Jerúsalem eftir átök lögreglu og mótmælenda í borginni undanfarið.