Deilur Ísraela og Palestínumanna

Fyrirhuga fleiri heimili á landtökubyggðum
Mannvirkja- og húsnæðisráðuneyti Ísraels kynnti í gær áætlanir um byggingu 1.355 heimila á Vesturbakkanum. Áætlunin vakti þegar í stað mikla reiði meðal Palestínumanna, friðarsinna og Jórdana. 
Bennett átti fund með Egyptalandsforseta
Naftali Bennett, forsætisráðherra Ísraels hélt í gær til fundar við Abdel Fattah al-Sisi, forseta Egyptalands á Sínaí-skaga við Rauðahaf. Það var í fyrsta sinn í áratug sem ísraelskur forsætisráðherra fær boð til Egyptalands. Talsmaður egypska forsetaembættisins sagði leiðtogana hafa rætt leiðir til að koma friðarumleitunum af stað á ný, auk þróunar mála í Miðausturlöndum og á alþjóðavettvangi.
Abbas og Gantz hittust í Ramallah
Þeir Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, og Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels, héldu fund á sunnudag. Þetta voru fyrstu viðræður svo hátt settra manna beggja ríkja í áraraðir.
Egyptar loka landamærunum að Gasa
Egypsk stjórnvöld tilkynntu yfirvöldum á Gasasvæðinu í gærkvöld að landamærastöðinni í Rafah yrði lokað snemma á mánudagsmorgun og hún verði lokuð um óákveðinn tíma. Talsmaður Hamas-samtakanna, sem fara með völdin á Gasa, greinir frá þessu og segir Egypta ekki hafa gefið neina skýringu á þessari ákvörðun.
Nær 400 mótmælendur særðir eftir skothríð Ísraelshers
Hundruð Palestínumanna særðust þegar ísraelskir hermenn hófu skothríð á stóran hóp fólks sem safnast hafði saman til að mótmæla ólöglegri byggð á Vesturbakkanum á föstudag.Yfir 370 særðust, þar af voru um 30 skotnir með venjulegum byssukúlum en hin með gúmmíhúðuðum stálkúlum.
Palestínumaður skotinn til bana á Vesturbakkanum
Ísraelsher skaut palestínskan mann á þrítugsaldri til bana og særði tvo aðra á Vesturbakkanum í dag. Í yfirslýsingu Ísraelshers segir að herinn hafi gripið inn í átök á milli Palestínumanna og landtökumanna. Skotið hafi verið á mann sem grunaður var um að kasta grunsamlegum hlut sem sprakk nærri hermönnum, segir í yfirlýsingunni. 
Ísraelar hefja loftárásir á Gaza
Ísraelski flugherinn hóf loftárásir á Gazasvæðið nú í kvöld í kjölfar þess að vígamenn á palestínsku yfirráðasvæði sendu svífandi gasblöðrur sem báru eldfim efni yfir landamærin og inn í suðurhluta Ísraels, að sögn öryggissveita og vitna.
Bandaríkin og Ísrael ósátt við rannsókn
Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í gær að rannsaka átökin á milli Ísraels og Hamas fyrr í mánuðinum, við litla hrifningu Bandaríkjanna og Ísraels. 24 ríki greiddu atkvæði með tillögunni en níu gegn henni að sögn fréttastofu BBC.
Blinken lentur í Tel Aviv
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, lenti í Tel Aviv í morgun. Hann ætlar á fund Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, og Mahmu Abbas, forseta Palestínu. Að sögn AFP fréttastofunnar er markmið ferðarinnar að reyna að tryggja viðvarandi vopnahlé.
Enn tekist á við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem
Yfir tuttugu slösuðust þegar Palestínumönnum og ísraelskum lögreglumönnum lenti saman við al-Aqsa moskuna í Jerúsalem í dag. Flytja þurfti tvo á sjúkrahús.
Vopnahléið er virt fyrir botni Miðjarðarhafs
Vopnahlé Ísraelsmanna og Hamas-samtakanna, sem tók gildi klukkan ellefu í gærkvöld, hefur verið virt til þessa. Hernaðaraðgerðir síðustu ellefu daga kostuðu á þriðja hundrað manns lífið.
Biden fagnar vopnahléi
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, fagnaði í kvöld vopnahléssamkomulagi milli ísraelskra stjórnvalda, Hamas og Íslamsks jihads sem binda á enda á ellefu daga blóðbað á Gaza. Hann ítrekaði stuðning Bandaríkjanna við Ísrael og sagðist hafa heitið Ísraelum aðstoð við að byggja aftur upp eldflaugavarnakerfi þeirra til að verjast flugskeytaárásum frá Gaza. Hann sagðist reiðubúinn að vinna með palestínskum yfirvöldum, en ekki Hamas því það gæti hjálpað þeim að endurnýja vopnabúr sitt.
Vopnahléi lýst yfir á Gaza
Ísraelska ríkisstjórnin, Hamas og Íslamskt jihad staðfestu í kvöld að samningar hefðu tekist um vopnahlé. Á þriðja hundrað hafa farist í árásum undanfarið, langflestir almennir borgarar og fjöldi þeirra börn. Þar með vakna vonir um að ellefu daga blóðbaði ljúki.
Vopnahlé er talið vera á næsta leiti
Tilraunir Egypta og fleiri þjóða til að koma á vopnahléi milli Palestínumanna og Ísraelsmanna eru farnar að skila árangri. Gert er ráð fyrir að því verði lýst yfir á morgun eða laugardag. Eftir tiltölulega rólega nótt hófust hernaðaraðgerðir beggja þegar leið á morguninn.
Engin flugskeyti frá Gaza í nótt
Engum flugskeytum var skotið frá Gaza í nótt að sögn ísraelska dagblaðsins Times of Israel. Ísraelsher hélt loftárásum sínum áfram, að sögn Times var þeim beint gegn umfangsmiklum neðanjarðargöngum sem Hamas hefur grafið í gegnum Gaza. Engar fregnir hafa borist af manntjóni eftir nóttina. 
20.05.2021 - 06:40
Leiðtogar Hamas bjartsýnir á vopnahlé
Leiðtogar Hamas kveðast bjartsýnir á að vopnahlé sé í nánd fyrir botni Miðjarðarhafs, þrátt fyrir orð ísraelska forsætisráðherrans Benjamin Netanyahu að halda aðgerðum áfram þar til takmarki þeirra sé náð. 
Meta hvort hætta skuli loftárásum á Gaza
Ísraelsmenn eru sagðir vera að meta hvort nú sé rétti tíminn til að hætta loftárásum á Gaza-svæðið. Þeir séu þó reiðubúnir að halda þeim áfram enn um sinn. Þrýst er á ísraelsk stjórnvöld alls staðar að um að semja um vopnahlé, þar á meðal frá Bandaríkjunum.
Palestínskt ríki eina ásættanlega niðurstaðan
Faisal bin Farhan, utanríkisráðherra Sádi-Arabíu, segir átökin fyrir botni Miðjarðarhafs beina Miðausturlöndum í ranga átt. Hann segir í samtali við AFP fréttastofuna að loftárásir Ísraela og flugskeytaárásir Hamas-liða geri allar friðarumleitanir erfiðari og þær efli öfgahópa á svæðinu.
Myndskeið
Stendur ekki til að beita Ísrael viðskiptaþvingunum
Íslensk stjórnvöld telja ekki ráðlegt að beita viðskiptaþvingunum í garð Ísraels til að knýja fram frið á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna. Slíkar aðgerðir myndu ekki hafa teljandi áhrif á efnahag Ísraels en kæmu sér verr fyrir þjóðarbúskap Íslendinga.  
Viðtal
Vonast eftir árangursríkum fundi Norðurskautsráðs
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands átti fund með Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í dag. Guðni segist hafa tjáð vonir sínar um árangursríkan fund Norðurskautsráðsins og lýst vonum Íslendinga allra um að hægt yrði að koma á vopnahléi fyrir botni Miðjarðarhafs.
Viðtal
Beita sér fyrir friðsamlegum lausnum
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ræddi stöðu mála á Gaza við Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi þeirra í Hörpu í dag. Katrín sagði þau bæði hafa lýst mikilli áherslu á að koma á friði svo hægt væri að vinna að langtímalausn. Hún sagði yfirlýsingar utanríkisráðherra Rússlands í gær til marks um að hann væri að marka sér stöðu fyrir fund Norðurskautsráðsins.
Átök á Gaza og norðurslóðamál í brennidepli
Átökin fyrir botni Miðjarðarhafs og staða norðurslóðamála þegar Rússar taka við formennsku í Norðurskautsráðinu af Íslendingum bar hæst á sameiginlegum blaðamannafundi Antonys Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, og Guðlaugs Þórs Þórðarsonar, utanríkis- og þróunarmálaráðherra.
Myndskeið
Mótmæli og fagnaðaróskir við komu Blinken
Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, kom í Hörpu skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Þar ræðir hann við íslenska ráðamenn í dag, þeirra fyrstan Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra sem tók á móti honum með góðum kveðjum. Utandyra var fólk sem hélt á fánum og mótmælaspjöldum þar sem krafist var aðgerða til að stöðva árásir ísraelskra stjórnvalda á Palestínumenn.
Ekkert lát á loftárásum Ísraela á Gasa
Ekkert lát er á loftárásum Ísraela á Gasa þrátt fyrir ákall Sameinuðu þjóðanna og alþjóðasamfélagsins um vopnahlé. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna heldur neyðarfund vegna stöðunnar í Ísrael og Palestínu í dag, þann fjórða á rúmri viku. Joe Biden, Bandaríkjaforseti, hvetur til vopnahlés, en fulltrúi Bandaríkjanna í Öryggisráðinu hefur í þrígang beitt neitunarvaldi til að stöðva sameiginlega ályktun ráðsins, þar sem ofbeldið er fordæmt og hvatt til vopnahlés.
Skrifstofur Rauða hálfmánans sprengdar á Gaza
Sprengjur Ísraelshers hæfðu höfuðstöðvar katarska Rauða hálfmánans á Gaza í kvöld.