Deilur Ísraela og Palestínumanna

Biden endurnýjar aðstoð Bandaríkjanna við Palestínu
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, samþykkti í gær að veita Palestínu fjárhagsaðstoð sem nemur um 235 milljónum bandaríkjadala. Hann lofaði því jafnframt að þrýsta á tveggja ríkja lausn í deilu Ísraels og Palestínu. Þá sagði hann Bandaríkjastjórn ætla að leggja stofnun Sameinuðu þjóðanna fyrir flóttamenn frá Palestínu að nýju til fé. Donald Trump, forveri Bidens, skar á þá aðstoð.
Alþjóða glæpadómstóllinn með lögsögu í Palestínu
Alþjóða glæpadómstóllinn í Haag komst í gær að þeirri niðurstöðu, að hann hefði umboð og lögsögu til að taka til umfjöllunar stríðsglæpi og önnur grimmdarverk sem framin eru á Gaza, Vesturbakkanum og austurhluta Jerúsalemborgar. Úrskurðurinn gerir saksóknurum dómstólsins kleift að hefja rannsókn á ætluðum glæpum á yfirráðasvæðum Palestínumanna.
Saeb Erekat sagði stuðning Íslendinga skipta máli
Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna, sem lést í dag sagði í VIðtalinu árið 2008 að stuðningur Íslendinga við málstað Palestínumanna skipti máli. Erekat lést af völdum COVID-19. Erekat var einn þekktasti talsmaður Palestínumanna og tók þátt í nær öllum friðarviðræðum við Ísrael frá árinu 1991. Hann kom til Íslands árið 2008 í fylgd Mahmoud Abbas, þáverandi og núverandi forseta Palestínu. Hann var gestur Boga Ágústssonar og Karls Sigtryggssonar í lok apríl 2008.
Heimila þúsundir íbúða á í landtökubyggðunum
Stjórnvöld í Ísrael gáfu í dag leyfi fyrir byggingu á þriðja þúsund íbúða í landtökubyggðum á Vesturbakkanum. Ákvörðunin þykir draga enn úr líkum á að friðarumleitanir við Palestínumenn hefjist á ný.
Samningar undirritaðir í Washington í dag
Í dag verður undirritaðir samningar um eðlileg samskipti Ísraels við Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein og fer sú undirritun fram í Washington.
Segir Netanyahu ekki vilja ræða við Palestínumenn
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur engin áform um að hefja friðarviðræður við Palestínumenn. Þetta sagði Yair Lapid, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ísrael, í morgun. 
15.09.2020 - 09:47
Samkomulag um vopnahlé fyrir botni Miðjarðarhafs
Hamas-hreyfingin á Gaza tilkynnti í gærkvöld að hún hafi náð samkomulagi um vopnahlé við Ísrael með milligöngu stjórnvalda í Katar. Ísraelsher hefur gert nánast daglegar loftárásir á Gaza síðan 6. ágúst vegna eldsprengjuárása frá Gaza.
Ísraelsmenn ráðast á Hisbollah og Hamas
Ísraelski flugherinn gerði loftárásir í Líbanon og á Gaza-ströndinni í morgun. Spenna hefur farið þar vaxandi undanfarnar vikur. 
Hvetur Ísraelsmenn til að hætta við
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti í morgun Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, til að hætta við áform um innlimun svæða Palestínumanna í Ísrael. Leiðtogarnir ræddust við í síma í morgun. 
Ísrael: Gantz vill fresta innlimun
Benny Gantz, varnarmálaráðherra Ísraels og tilvonandi forsætisráðherra, segir að bíða verði með að innlima svæði Palestínumanna á Vesturbakkanum þar til tökum hafi verið náð á COVID-19 farsóttinni.
Áform Ísraelsmanna gagnvart Palestínumönnum óviðunandi
Fjórir þingmenn hvetja utanríkisráðherra og ríkisstjórn Íslands til að beita sér fyrir friðsamlegri lausn á deilu Ísraela og Palestínumanna. Þeir krefjast þess að íslensk stjórnvöld komi því á framfæri við ísraelsk stjórnvöld að „áform þeirra gagnvart Palestínu séu óviðunandi“. 
Hóta hefndum verði af landtöku á Vesturbakkanum
Láti Ísraelsmenn verða af því að innlima landsvæði á Vesturbakkanum og í Jórdanardal jafngildir það stríðsyfirlýsingu við Palestínumenn, segja Hamas samtökin. Sameinuðu þjóðirnar, Arababandalagið og fleiri vara Ísraelsmenn við afleiðingum þess.
Heimskviður
Ísrael og kaldhæðni stjórnmálanna
 Eftir þrennar kosningar á innan við ári, er loks komin ný ríkisstjórn í Ísrael. Í forsetisráðherrastólnum situr þó áfram gamall refur, Benjamín Netanyahu. Að minnsta kosti næsta hálfa árið eða svo, þar til Benny Gantz tekur við stjórnartaumunum. Gantz hefur verið harður andstæðingur Netanyahus en loks hefur þá tekist að sættast á að mynda saman ríkisstjórn. En hvers vegna hefur þetta tekið svona langan tíma?
Abbas slítur öll tengsl við Bandaríkin og Ísrael
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, tilkynnti í gær að ríkið hafi slitið öllum samningum og sáttmálum við Bandaríkin og Ísrael. Palestínska fréttastofan Wafa hefur eftir honum að öll landtaka Ísraelsmanna á Vesturbakkanum ætti eftir að koma í veg fyrir tveggja ríkja lausnina svonefndu. 
20.05.2020 - 06:36
Myndskeið
Ísraelsher reif niður heimili tveggja kvenna
Ísraelski herinn reif niður heimili tveggja kvenna nærri Ramallah í Palestínu í morgun eftir að dómstóll hafnaði beiðni um það yrði ekki rifið. Húsið var rifið vegna þess að sonur annars eigenda þess er sakaður um hafa myrt ísraelska stúlku.
Vildu stöðva rannsókn á stríðsglæpum í Palestínu
Áströlsk stjórnvöld lögðu fram beiðni um að Alþjóðaglæpadómstóllinn hætti rannsókn sinni á meintum stríðsglæpum í Palestínu, þar sem Palestína væri ekki eiginlegt ríki. Rannsóknin beinist að árásum á almenna borgara, pyntingar, árásir á sjúkrahús og notkun mannlegra skjalda. 
Bandaríkin styðja innlimun landtökubyggða
Bandaríkjastjórn er reiðubúin að samþykkja innlimun Ísraels á stórum hluta Vesturbakkans. Talsmaður utanríkisráðuneytisins greindi frá þessu. Þó er þess óskað að ný ríkisstjórn Ísraels hefji samningaviðræður við Palestínu.
Netanyahu forsætisráðherra næstu 18 mánuði
Benjamín Netanyahu verður forsætisráðherra í þjóðstjórn Líkúdflokksins og Bláhvíta bandalagsins næstu átján mánuði, samkvæmt samkomulagi þeirra Benny Gantz, leiðtoga síðarnefnda flokksins. Eftir þann tíma segir hann af sér og Gantz tekur við forsætisráðherraembættinu í aðra átján mánuði, fram að næstu kosningum. Leiðtogar Palestínu fordæma stjórnina og kalla hana innlimunarstjórn.
21.04.2020 - 06:43
Ísraelar loka skimunarstöð Palestínumanna í Jerúsalem
Ísraelska lögreglan lokaði í vikunni palestínskri skimunarstöð fyrir kórónuveiru í Austur-Jerúsalem og handtók fólkið sem þar starfaði, þar sem stöðin var rekin í samstarfi við heilbrigðisyfirvöld í Palestínu. Ísraelska blaðið Haaretz greinir frá þessu.
Netanyahu lofar nýjum landtökubyggðum
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, ætlar að reisa 3.500 ný heimili á á viðkvæmu svæði á landtökubyggðum á Vesturbakkanum. Hann sagði í ræðu í gær að framkvæmdirnar tilheyri verkefni sem hafi verið frestað í allt að sjö ár. Al Jazeera fréttastöðin hefur eftir Nabil Abu Rdainah, talsmanni Mahmoud Abbas Palestínuforseta, að Netanyahu fari langt yfir strikið með yfirlýsingu sinni.
Ísrael svarar árásum með loftárásum á Gaza og Damaskus
Tveir menn féllu í loftárásum Ísraelshers á skotmörk á Gaza og í Sýrlandi í kvöld. Árásirnar voru gerðar til að hefna flugskeytaárása á Ísrael í dag. Um 20 flugskeytum var skotið frá Gaza yfir til Ísrael. Ollu þau takmörkuðu tjóni og engu mannfalli. Samtökin Heilagt stríð lýstu flugskeytaárásinni á hendur sér og brást Ísraelsher við með loftárásum á valin skotmörk í Sýrlandi og á Gazasvæðinu.
Birta lista yfir fyrirtæki í landtökubyggðunum
Sameinuðu þjóðirnar birtu í dag lista yfir 112 fyrirtæki sem starfa í landtökubyggðum Ísraela á herteknu svæðunum í Austur-Jerúsalem, á Vesturbakkanum og í Gólanhæðum. Ísraelsk stjórnvöld fordæma birtinguna. Henni er fagnað í Palestínu.
Sagði Palestínu verða áþekkasta svissneskum osti
Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, sagði í dag þegar hann ávarpaði öryggisráð Sameinuðu þjóðanna að heimsbyggðin öll ætti að hafna friðaráætlun Donalds Trumps. Áætlunin sagði hann að gerði fullveldi Palestínu einna áþekkasta götóttum svissneskum osti ef henni yrði hrint í framkvæmd.
Abbas ávarpar öryggisráðið í dag
Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, ætlar að ávarpa öryggisráð Sameinuðu þjóðanna í dag og ítreka andstöðu palestínsku heimastjórnarinnar við nýja friðaráætlun Donalds Trumps, forseta Bandaríkjanna.
Heimskviður
„Friðaráætlun þýðir yfirtöku Ísraels á landi Palestínu“
Friðaráætlun um Palestínu sem Donald Trump Bandaríkjaforseti og Benjamin Netanyahu forsætisráðherra Ísraels kynnt í lok síðasta mánaðar skerðir tengsl Palestínu við land sitt og er ávísun á frekari yfirtöku Ísraelsmanna á landi Palestínu. Þetta er mat Magnúsar Þorkels Bernharðssonar prófessors í sögu Miðausturlanda við Williams-háskólann í Massachusetts. Alþjóðasamfélagið geti lítið gert til að breyta því.