Deilur Israela og Hizbollah

Vörpuðu sprengjum á bækistöðvar Hezbollah
Ísraelsher varpaði sprengjum á bækistöðvar Hezbolla-samtakanna á landamærum Líbanon og Sýrlands fyrr í kvöld. Tvö skyndiáhlaup voru gerð á herstöðina sem er geymslustaður fyrir flugskeyti Hezbollah.
Hezbollah fær flugskeyti frá Sýrlandi
Hezbollah-samtökin hafa smyglað flugskeytum frá Sýrlandi til Líbanon, þar á meðal langdrægu Scud-flaugum sem geta náð inn í Ísrael. Þetta hefur bandaríska blaðið New York Times eftir Ronen Bergman, ísraelskum sérfræðingi í öryggismálum.
Spenna á landamærum Ísraels og Líbanons
Ísraelsmenn skutu í morgun 20 flugskeytum á suðurhluta Líbanons í morgun, eftir að flugskeytum var skotið þaðan yfir til Ísraels. Engan sakaði í árásunum svo vitað sé.
29.12.2013 - 14:01
Nasrallah hótar Ísraelsmönnum
Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah-samtakanna í Líbanon, var harðorður í garð Ísraelsmanna í sjónvarpsávarpi í dag og hótaði því að hefna dauða Hassans Lakkis, foringja í Hezbollah, sem ráðinn var af dögum í Beirút fyrr í þessum mánuði.
20.12.2013 - 14:44
Blóðbað á sorgardegi
Múslimar um allan heim minntust í dag píslarvættisdauða Hússeins, dóttursonar Múhameðs spámanns. Dagurinn hefur sérstaka þýðingu fyrir sjía múslima og deilurnar, sem klufu múslima í tvær fylkingar fyrr á öldum, halda áfram að kosta mannslíf.
Reyndu að tortíma rússneskum skotflaugum
Ísraelsk flugsveit réðist á flugherstöð í Latakia, helstu hafnarborg Sýrlands, í fyrrinótt. Embættismenn í Washington sögðu frá þessu í gærkvöld, en hvorki stjórnvöld í Damaskus né Jerúsalem hafa staðfest fréttina.
Hafa ekki þegið nein efnavopn af Assad
Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah-hreyfingar sjíta í Líbanon, segir af og frá að hreyfingin hafi fengið efnavopn frá Sýrlandsstjórn.
Ísraelar hefndu sín í morgun
Ísraelskar flugsveitir réðust á þjálfunarsvæði Alþýðufylkingar til frelsunar Palestínu, steinsnar frá Na´ameh, milli Beirút og Sídon, í Líbanon í morgun. Þaðan var skotið fjórum flugskeytum á Norður-Ísrael í gær.
Stöðvuðu Ísraelsmenn með sprengjum
Liðsmenn Hizbollah-samtakanna sprengdu tvær sprengjur sem særðu fjóra ísraelska hermenn sem fóru yfir landamærin til Líbanons í síðustu viku. Hassan Nasrallah, leiðtogi Hezbollah, greindi frá þessu í sjónvarpsviðtali í gær.
15.08.2013 - 08:53
Bílsprengja særði 37 í Beirút
Tugir særðust þegar bílsprengja sprakk í dag í hverfi Síta í Beirút, höfuðborg Líbanons. Liðsmenn Hezbollah-samtakanna búa margir hverjir í hverfinu. Uppreisnarmenn í Sýrlandi hafa hótað því að refsa Hezbollah fyrir stuðninginn við stjórnarhermenn í Sýrlandi.
Austurríkismenn kallaðir heim frá Gólan
Austurríkismenn ætla að kalla heim friðargæslusveit sína frá Gólanhæðum. Þetta kom fram í yfirlýsingu sem Werner Faymann, kanslari Austurríkis, sendi frá sér í dag.
Vaxandi spenna í Líbanon
Vaxandi spenna er í Líbanon eftir atburði síðustu daga í Sýrlandi. Vopnaðir menn, andstæðingar Hezbollah-samtakanna, fóru um götur Trípólí-borgar í Líbanon í morgun til að mótmæla hernaði samtakanna í Sýrlandi.
Taka Qusayr áfall fyrir andstæðinga Assads
Naim Qassem, næstráðandi í Hezbollah-samtökunum í Líbanon, segir að taka bæjarins Qusayr í Sýrlandi hafi verið áfall fyrir Ísraelsmenn og Bandaríkjamenn. Stuðningingur Hezbollah við ríkisstjórn Assads væri liður í baráttunni gegn Bandaríkjunum og Ísrael.
Kvarta yfir flugi Ísraelsmanna
Michel Suleiman, forseti Líbanons, hefur falið utanríkisráðherra landsins að bera upp formlega kvörtun hjá Sameinuðu þjóðunum vegna brota Ísraelsmanna á lofthelgi landsins.
02.06.2013 - 11:40
Ísraelar óttast rússneskar stýriflaugar
Stjórnvöld í Jerúsalem hafa varað Rússa við því að selja Sýrlandsstjórn háþróuð vopn sem hæglega geti lent í höndum Hisbollah-hreyfingarinnar í Líbanon og annarra herskárra óvina Ísraels.
Mikið mannfall í Sýrlandi
Að minnsta kosti 42 sýrlenskir stjórnarhermenn féllu í loftárásum Ísraela á herstöðvar í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, um helgina. Talið er að tala fallinna kunni að hækka stórlega þar sem ekkert er vitað um afdrif um 100 annarra hermanna sem áttu að vera í herstöðvunum.
Peres skorar á Evrópusambandið
Shimon Peres, forseti Ísraels, hvatti Evrópusambandið í dag til að skilgreina Hezbollah sem hryðjuverkasamtök. Hann sagði að ella væri hætta á að samtökin myndu auka umsvif sín enn meira frá því sem nú er.
Hisbollah-samtökin tilbúin í stríð
Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah-samtakanna í Líbanon, sagði sjónvarpsviðtali í dag að samtökin réðu yfir nægum vopnum til að fara í stríð við Ísrael.
16.02.2013 - 17:53
Íranar hóta Ísraelum
Yfirmaður þjóðaröryggisráðs Írans segir að Ísraelar muni iðrast þess að hafa gert loftárásir á Sýrland. Ísraelar viðurkenndu í gær að hafa gert loftárásir nærri sýrlensku höfuðborginni Damaskus í síðustu viku.
Ísraelar gerðu loftárás í Sýrlandi
Ísraelskar orrustuþotur gerðu loftárás á bílalest á landamærum Sýrlands og Líbanons í kvöld. Vísbendingar eru um að árásin tengist áhyggjum Ísraelsmanna af því að efnavopn Sýrlands komist í hendur hryðjuverkamanna.
Nasrallah varar Ísraelsmenn við
Þúsundum flugskeyta verður skotið á Ísrael ráðist Ísraelsmenn á Líbanon. Þetta sagði Hassan Nasrallah, leiðtogi Hisbollah-samtakanna í Líbanon, í sjónvarpsávarpi í dag og lýsti yfir stuðningi við Íran og málstað Palestínumanna.
Nýjar loftárásir á Gazaströnd
Þrír liðsmenn Hamas féllu, og tugir særðust, í nýjum loftárásum Ísraela á Gazaströnd í morgun. Í gær felldu Ísraelar Ahmed Jaabari, herstjóra hreyfingarinnar, lífvörð hans, og sex menn aðra, þar af tvö börn, í loftárásum á svæðið. 65 menn særðust. Alls eru því liðlega hundrað menn sárir.
Íranar hafa myndir frá Ísrael
Írönsk yfirvöld hafa undir höndum myndir af herflugvöllum og öðrum hernaðarlega mikilvægum stöðu í Ísrael.
29.10.2012 - 12:02
Njósnavélin náði myndum af Ísrael
Njósnavélin, sem skotin var niður yfir norðurhluta Ísraels á dögunum, náði myndum af hernaðarlega mikilvægum stöðum og undirbúningi fyrir sameiginlegar heræfingar Ísraelsmanna og Bandaríkjanna.
14.10.2012 - 15:04
Njósnavélin frá Írönum
Ahmad Vahidi, varnarmálaráðherra Írans, staðfesti í dag að Íranar hefðu útvegað Hisbollah-samtökunum í Líbanon njósnavélina sem skotin var niður yfir Ísrael á dögunum.
14.10.2012 - 13:41