Dalvíkurbyggð

Níræður sundskáli í endurnýjun lífdaga
Nú standa yfir endurbætur á einu elsta sundmannvirki landsins; Sundskála Svarfdæla. Þar stungu Svarfdælingar sér fyrst til sunds fyrir tæplega 90 árum.
30.01.2015 - 20:20
Tíu þúsund í hvalaskoðun frá Dalvík
Allt stefnir í að 10 þúsund gestir fari í hvalaskoðun á þessu ári með fyrirtækinu Arctic Sea Tours á Dalvík. Þetta er mikil aukning frá síðasta ári, en þá voru gestirnir 6400.
19.09.2014 - 11:05
Markmiðið að koma saman og borða fisk
Fiskidagurinn mikli var haldinn á Dalvík í dag, að viðstöddu miklu fjölmenni. Nýr sóknarprestur Dalvíkinga segir sælla að gefa en þiggja.
09.08.2014 - 19:44
Veitingaeldhúsinu á Dalvík lokað
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra hefur stöðvað rekstur veitingaeldhúss á Dalvík í kjölfar matareitrunar sem þangað er rakin. Um er að ræða rekstur í eldhúsi í Grunnskólans á Dalvík á vegum fólks sem fékk eldhúsið leigt.
08.08.2014 - 10:58
Gestir Fiskidagsins fengu matareitrun
Fjöldi fólks á Dalvík fékk matareitrun í gær eftir að hafa borðað heimsendan mat frá veitingaeldhúsi sem rekið er á staðnum.
08.08.2014 - 09:47
Litið framhjá starfsreynslu prests
Séra Karl V. Matthíasson, umsækjandi um stöðu prests í Dalvíkurprestakalli, ætlar að óska eftir skýringum frá biskupi vegna þeirrar ákvörðunar að skipa guðfræðing í embættið. Formaður Prestafélags Íslands undrast niðurstöðuna og segir hana ekki endurspegla starfsreglur kirkjunnar.
11.07.2014 - 14:33
Deilt um einkaleyfi þyrluskíðafyrirtækis
Þyrluskíðafyrirtækið Viking Heliskiing hefur sent bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar erindi þar sem þess er krafist að samningi um einkarétt Bergmanna um starfsemi í bæjarlandinu verði rift. Verði ekki orðið við kröfunni gæti fyrirtækið látið reyna á málið fyrir dómstólum.
07.07.2014 - 20:31
Dalvík vill líka fá Fiskistofu
Byggðaráð Dalvíkurbyggðar fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar að flytja höfuðstöðvar Fiskistofu til Akureyrar. Byggðaráðið telur að slíkur flutningur sé mikilvæg sóknaraðgerð fyrir Akureyri og Eyjafjörð. Bjarni Th. Bjarnason sveitarstjóri segist þó ekki vera í neinni keppni við Akureyri um störfin.
04.07.2014 - 10:56
Landeigendur setji upp smávirkjanir
Sveitarstjórn Dalvíkurbyggðar hvetur landeigendur í sveitarfélaginu til að setja upp smávirkjanir. Sveitarstjórinn segir meðal annars hægt að nýta orkuna til húshitunar og atvinnuuppbyggingar.
25.06.2014 - 19:29
Framsókn sigrar í Dalvíkurbyggð
B-listi Framsóknarflokks hlaut 44,9% atkvæða í sveitarstjórnarkosningunum í Dalvíkurbyggð. Listinn nær því þremur sætum í sveitarstjórninni, og bætir því við sig tveimur sætum frá því í síðustu kosningum.
Rafmagn komið í lag
Rafmagn er allsstaðar komið á við utanverðan Eyjafjörð, en notendur geta átt von á einhverju truflunum. Enn er bilun í línunni milli Dalvíkur og Siglufjarðar.
19.05.2014 - 11:08
Allt um sveitarstjórnarkosningar á vefnum
Kosið verður til sveitarstjórna 31. maí. Fjallað verður ítarlega um kosningarnar og aðdraganda þeirra í fréttum RÚV, í útvarpi, sjónvarpi og vef. Allar upplýsingar verða aðgengilegar á kosningavef RÚV.
Dalvíkurbyggð
Sveitarfélagið varð til í núverandi mynd árið 1998 þegar Dalvíkurhreppur, Svarfaðardalshreppur og Árskógshreppur sameinuðust. Þá bjuggu rúmlega tvö þúsund manns í sveitarfélaginu en þeim hefur fækkað um tvö hundruð síðan þá.
05.05.2014 - 16:35
Gunnþór leiðir lista í Dalvíkurbyggð
Sjálfstæðisfélag Dalvíkurbyggðar samþykkti framboðslista til sveitastjórnarkosninga á aðalfundi sínum í lok mars.
Sleðamaður fluttur með þyrlu á SAK
Vélsleðamaðurinn sem ók fram af hengju í Seldal, skammt ofan Dalvíkur síðdegis, er kominn á Sjúkrahúsið á Akureyri. Þyrla fjallaskíðafyrirtækisins Bergmanna flutti manninn þangað.
02.04.2014 - 18:54
Dalvíkurprestakall stofnað
Kirkjuþing samþykki í morgun tillögu um að stofna nýtt prestakall í Eyjafirði, úr sóknum núverandi Hríseyjar-, Möðruvalla- og Dalvíkurprestakalla. Með þessu á að koma til móts við óánægju Hríseyinga með að leggja niður prestakallið þar.
08.03.2014 - 14:30
Greiða fyrir vinnutæki af launareikningi
Slökkvilið Dalvíkurbyggðar hefur fengið heimild byggðarráðs sveitarfélagsins til að nýta fé af launareikningi til að greiða inn á skuld vegna klippibúnaðar sem slökkviliðið keypti fyrir þremur árum.
Eru orðnar áttræðar
Konurnar í Slysavarnardeildinni Dalvík hafa í mörgu að snúast. Þær sinna alls kyns forvörnum, eins og að kanna bílbeltanotkun og gefa börnum endurskinsmerki og fermingarbörnum reykskynjara. Þá safna þær fé með kaffisölu og með því að selja rafhlöður í reykskynjara.
23.12.2013 - 10:41
Eitt sveitarfélag af sjö búið að svara
Af sjö sveitarfélögum á starfssvæði Einingar-Iðju stéttarfélags hefur aðeins eitt svarað fyrirspurn um hvort og hvaða breytingar séu ráðgerðar á gjaldskrám.
Spyrja sveitarfélög um hækkanir
Framsýn, stéttarfélag í Þingeyjarsýslu, ákvað á fundi sínum í gær að feta í fótspor fleiri stéttarfélaga og óska eftir upplýsingum frá sveitarfélögum á félagssvæðinu um hvort áætlað sé að hækka gjaldskrár þeirra fyrir árið 2014.
21.11.2013 - 11:17
Dalvíkurbyggð endurskoðar hækkanir
Dalvíkurbyggð hefur ákveðið að endurskoða áform um gjaldskrárhækkanir. Þetta kemur fram í svari til stéttarfélagsins Einingar-Iðju, sem fyrr í mánuðinum sendi fyrirspurn á öll sveitarfélög við Eyjafjörð um fyrirhugaðar hækkanir á gjaldskrám fyrir árið 2014.
20.11.2013 - 10:46
Íslensk farfuglaheimili í fremstu röð
Íslensk farfuglaheimili þykja með þeim bestu í heimi ef marka má einkunnagjöf ferðalanga á vef Hostelling International, Alþjóðasamtaka farfugla.
18.11.2013 - 17:55
Farfuglar á flugi á Dalvík
Hjónin Kristín Aðalheiður Símonardóttir og Bjarni Gunnarsson reka öfluga ferðaþjónustu á Dalvík. Farfuglaheimili í þeirra eigu hefur heldur betur slegið í gegn og undanfarið hefur ánægja gesta verið slík að þeir hafa sett það í annað sæti yfir 4000 farfuglaheimili sem á listanum eru.
19.09.2013 - 11:53
Skólastjóri lét dansdrauma sína rætast
Skólastjóri á fimmtugsaldri lét fimmtán ára gamlan draum rætast og dansar nútímadans fyrir áhorfendur á Lókal sviðslistahátíðinni sem nú stendur yfir.
30.08.2013 - 21:05
Mismunandi ástand í frárennslismálum
Þau sveitarfélög sem standa sig best í fráveitumálum þurfa flest samt sem áður að gera enn betur. Mikið hefur verið lagt í fráveitu í Reykjavík þar sem lagnakerfið er litlu styttra en hringvegurinn og þar kostar viðhaldið sitt.