Dalvíkurbyggð

Telja að uppsögn húsvarðar ógni öryggi
Megn óánægja er með skipulagsbreytingar í Dalvíkurbyggð sem fela í sér að húsverði grunnskólans er sagt upp störfum. Starfsfólk telur að öryggi nemenda sé ógnað. Sveitarstjórinn segir að mótmælin séu skiljanleg, en ákvörðunin standi. 
15.05.2019 - 13:25
Ný hús spretta upp í Dalvíkurbyggð
Ný hús spretta nú upp á Dalvík og eru miklar framkvæmdir í gangi á vegum sveitarfélagsins og einkaaðila. Í síðustu viku var tekin fyrsta skóflustunga að íbúðum fyrir ungt fólk með sérþarfir sem gjörbreyta aðstöðu nokkurra fjölskyldna í sveitarfélaginu.
16.04.2019 - 09:31
Eldur í dekkjum á Dalvíkurbryggju
Eldur kviknaði út frá flugeldasýningu sem haldin var á lokahátið Fiskidagsins mikla á Dalvík í kvöld. Flugeldasýningin hófst á miðnætti og var flugeldunum skotið upp af bryggjuenda í höfninni. Skömmu síðar stóðu nokkur dekk sem hanga utan á bryggjunni í ljósum logum. Varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri segir slökkvilið hafa verið fljótt á vettvang og aðeins hafi tekið örskamma stund að slökkva eldinn.
12.08.2018 - 01:38
Myndskeið
Sól og blíða á Fiskideginum mikla
Búist er við að þrjátíu þúsund manns verði á tónleikum á Dalvík í kvöld þegar Fiskidagurinn mikli nær hámarki sínum. Veðrið hefur leikið við gesti í allan dag og gestir hafa gætt sér á allskyns fiskiréttum sem heimamenn hafa útbúið. „Það eru óvenju margir komnir í bæinn sem ætla að gista. Það eru margir sem ætla líka keyra og vera viðstaddir tónleikana,“ sagði Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins, í hádegisfréttum RÚV.
11.08.2018 - 16:57
Flestir sveitarstjórar ætla að sitja áfram
Ekki er útlit fyrir mörg sveitarstjóraskipti í sveitarfélögum á Norðurlandi eftir nýliðnar sveitarstjórnarkosningar. Flestir ætla sér að halda áfram, en sumir segja að bæjarstjórastóllinn á Akureyri freisti. Auglýst verður eftir nýjum sveitarstjóra í Skagafirði en meirihlutinn á Akureyri ætlar að ráða bæjarstjóra.
D- og B-listar áfram í meirihluta á Dalvík
B-listi Framsóknar- og félagshyggjufólks og D-listi Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar og óháðra skrifuðu í dag undir meirihlutasamstarf í bænum til næstu fjögurra ára. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa verið í meirihluta í bænum undanfarið kjörtímabil. Katrín Sigurjónsdóttir, oddviti B-lista, verður sveitarstjóri og tekur við af síðasta oddvita listans, Bjarna Th. Bjarnasyni.
Kristján áfram sveitarstjóri í Norðurþingi
Kristján Þór Magnússon, oddviti Sjálfstæðismanna, verður áfram sveitarstjóri í Norðurþingi. Samstaða er um það innan Sjálfstæðisflokks, VG og Samfylkingar, sem eru í meirihlutaviðræðum. Ekkert er í höfn með myndun meirihluta Framsóknarflokks, Samfylkingar og L-lista á Akureyri, en viðræður ganga vel. Öðrum flokkum hefur ekki verið boðið að borðinu.
Katrín leiðir B-listann í Dalvíkurbyggð
Katrín Sigurjónsdóttir framkvæmdastjóri leiðir B-lista Framsóknar- og félagshyggjufólks í Dalvíkurbyggð fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Jón Ingi Sveinsson framkvæmdastjóri er í öðru sæti. Tveir listar bjóða fram í sveitarsfélaginu.
Gunnþór leiðir D-lista í Dalvíkurbyggð
Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson leiðir lista Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar, D-lista, fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor. Hann leiddi einnig listann fyrir síðustu kosningar í sveitarfélaginu, árið 2014. Jöfn kynjahlutföll eru á framboðslistanum
Dalvíkingar hneykslaðir á Vegagerðinni
Umhverfisráð Dalvíkurbyggðar furðar sig á því að aukin vetrarþjónusta Vegagerðarinnar í Svarfaðardal muni ekki nýtast öllum íbúum í Svarfaðar- og Skíðadal. Þetta kemur fram í bókun ráðsins af fundi þess í gær. Allir fimm nefndarmenn kvitta undir bókunina, þar sem því er fyrst fagnað að Vegagerðin sjái nauðsyn þess að auka við snjómoksturinn í Svarfaðardal, þótt það sæti furðu að hann eigi ekki að nýtast öllum á svæðinu.
16.01.2018 - 07:14
Myndskeið
Snýst um að gefa bros og dreifa gleði í sálina
Á aðventunni taka Arnar og Jón jólaskraut upp úr fjörutíu kössum og koma fyrir í húsinu sínu á Dalvík. Þeir eru með vinsælan flóamarkað í bílskúrnum allan ársins hring sem fær þó á sig mikinn jólabrag í desember. Þeir segja að þetta snúist um að njóta, gefa bros og dreifa gleði í sálina.
16.12.2017 - 20:41
Bryggjukanturinn uppfyllti ekki öryggisreglur
Bryggjukantur á Árskógssandi er fimm sentimetrum lægri en lög kveða á um. Þrír létust í nóvember þegar bifreið þeirra fór yfir kantinn og lenti í sjónum. Árið 2004 áttu allar hafnir landsins að vera búnar að gera kanta við bryggjur 20 sentímetra háa. Rannsóknarnefnd samgönguslysa beindi því til hafnarsviðs Dalvíkurbyggðar í nóvember að gera tafarlausar úrbætur á hafnarkantinum á Árskógssandi.
Tildrög slyssins á Árskógssandi enn á huldu
Tildrög banaslyssins á Árskógssandi á föstudag, þar sem fjölskylda lést þegar bíll fór í sjóinn, eru enn á huldu. Fjöldi fólks varð vitni að slysinu. Kafarar náðu fólkinu úr bílnum rúmri klukkustund eftir að fyrsta tilkynning barst. Aðstæður á vettvangi voru afar erfiðar. 
06.11.2017 - 16:27
Fólkið var pólskt og búsett í Hrísey
Fólkið sem lést þegar bíll fór í höfnina á Árskógssandi á föstudag var búsett í Hrísey. Bíllinn fór fram af bryggjunni við höfnina þar sem Hríseyjarferjan var að undirbúa brottför í eyna.
06.11.2017 - 13:47
Minnast fólksins með bænastund í Hrísey
Haldin verður bænastund í Hríseyjarkirkju klukkan 18 í kvöld til að minnast fjölskyldunnar sem lést á Árskógssandi á föstudag. Fólkið var búsett í Hrísey.
06.11.2017 - 10:36
Fréttaskýring
Ólíklegt að sveitarfélögum fækki mikið í bráð
Þrátt fyrir sameiningarviðræður í flestum landshlutum er ólíklegt að sveitarfélögum fækki um meira en þrjú í náinni framtíð. Viðræður hafa víða siglt í strand vegna skorts á fjármagni. Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga segir brýnt að ríkið geri meira til að liðka fyrir sameiningum, Jöfnunarsjóður sveitarfélaga sé í dag dragbítur á sameiningar.
Eðlilegt að enginn sjúkrabíll sé á Ólafsfirði
Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Norðurlands segir eðlilegt að enginn sjúkrabíll sé lengur á Ólafsfirði. Verið er að koma saman viðbragðsteymi einstaklinga sem bregst við í neyðartilvikum þar til bíll kemur á staðinn frá Siglufirði eða Dalvík. Fyrrverandi sjúkraflutningamaður í bænum segir þetta geta ógnað öryggi íbúa.
13.09.2017 - 11:10
Seiðaeldisstöð á Árskógssandi í umhverfismat
Skipulagsstofnun hefur úrskurðað um að framkvæmdir vegna fyrirhugaðrar seiðaeldisstöðvar við Þorvaldsdalsárós í Dalvíkurbyggð skuli í umhverfismat. Umhverfisstofnun hafði áður metið framkvæmdina svo að hún hefði ekki neikvæð áhrif á friðlýstar hverastrýtur í Eyjafirði og þurfi því ekki í umhverfismat.
10.04.2017 - 16:50
Skíðasvæðið við Dalvík verður opnað á ný
Skíðasvæðið í Böggvistaðafjalli við Dalvík verður apnað aftur næsta mánudag, eftir stutta lokun. Skíðafélag Dalvíkur tilkynnti á mánudaginn var, að svæðinu yrði lokað tímabundið, eftir að félagið var dæmt skaðabótaskylt vegna slyss sem þar varð í febrúar 2013 og gert að greiða skíðakonunni sem slasaðist 7,7 milljónir króna í bætur. Nú hefur verið ákveðið að stefna á að opna skíðasvæðið á ný mánudaginn 10.apríl, segir í tilkynningu frá félaginu, ef aðstæður og snjóalög leyfa.
07.04.2017 - 00:15
Innflytjendur á Húsavík verr staddir
Innflytjendur á Húsavík tengjast samfélaginu verr, tala minni íslensku og eru með lægri laun heldur en innflytjendur á Dalvík og Akureyri, samkvæmt nýrri rannsókn Háskólans á Akureyri. Heimamenn á Húsavík eru þó jákvæðari gagnvart fleiri innflytjendum en á Dalvík. Yfir helmingur innflytjenda á Húsavík segist vera með á bilinu 100 til 300 þúsund krónur í laun á mánuði.
06.04.2017 - 11:46
Mennirnir komnir í leitirnar
Upp úr klukkan þrjú í nótt hafði lögreglan uppi á mönnunum sem féllu í Svarfaðardalsá, og þakkar lögreglan áhrifamátt Facebook í því. Þeir höfðu gert sér að leik að fara í ána, komu sér sjálfir á þurrt og var síðan ekið í hús. Á fimmta tug björgunarsveitarmanna voru kallaðir út til þess að aðstoða við leitina að mönnunum. Lögreglan þakkar þeim rösk og fagleg vinnubrögð.
07.08.2016 - 03:47
Segja menn hafa fallið í Svarfaðardalsá
Lögreglunni á Dalvík barst tilkynning frá vegfaranda skömmu eftir miðnætti í nótt sem kvaðst hafa orðið vitni að því að tveimur mönnum var kastað út úr bíl á brúnni yfir Svarfaðardalsá, sunnan Dalvíkur. Annar maðurinn hafi kastast á handrið og brúnni og farið yfir það og hugsanlega í ánna. Frá þessu er greint á Facebook síðu lögreglunnar á Norðurlandi Eystra.
07.08.2016 - 03:10
Sagði sameiningu alls ekki á dagskránni
Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra uppskar lófaklapp frá fundargestum á sameiginlegum íbúafundi Fjallabyggðar og Dalvíkurbyggðar sem nú stendur yfir.
28.05.2015 - 20:32
Haugnesingar ósammála eftir íbúafund
Skiptar skoðanir eru meðal íbúa í Dalvíkurbyggð um hugmyndir um niðurrifsstöð TSverige Shippingline á Hauganesi. Fyrirtækið kynnti hugmyndir sínar á íbúafundi í gær.
19.03.2015 - 12:46
Vilja virkja bæjarlækinn
Það færist sífellt í vöxt að bændur sjái sér hag í því að virkja bæjarlækinn, segir framleiðandi túrbína fyrir litlar vatnsaflsvirkjanir. Sveitarstjórn Dalvíkur vinnur að úttekt á virkjanakostum í ám í sveitarfélaginu með það að markmiði að bændur geti sett þar upp smávirkjanir.
04.02.2015 - 21:01