Dalvíkurbyggð

Nýtt frystihús Samherja á Dalvík tekið í notkun
Vinnsla í nýju frystihúsi Samherja á Dalvík hófst í dag. Frystihúsið er um níu þúsund fermetrar og hleypur fjárfesting fyrirtækisins á sex milljörðum króna.
14.08.2020 - 11:28
Myndskeið
Hreinsa upp eftir aðventustorminn og leggja jarðstrengi
RARIK hreinsar nú upp brotna rafmagnsstaura og slitnar línur sem liggja enn á jörðu eftir óveðrið mikla í desember. 84 kílómetrar af jarðstrengjum verða lagðir á Norðurlandi í sumar í flýtiverkefnum vegna afleiðinga óveðursins.
Fiskidagurinn mikli verður ekki haldinn í ár
Fiskidagurinn mikli á Dalvík verður ekki haldinn í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum á Facebook. Hátíðin átti að fara fram í ágúst. Undanfarin ár hafa um og yfir 30 þúsund manns sótt hátíðina.
15.04.2020 - 09:17
Segir brotið á rétti manna til sjálfsbjargar
Bóndi í Svarfaðardal sem fær ekki að hafa bleikjueldi heima hjá sér án rekstrarleyfis ætlar að kæra sjávar- og landbúnaðarráðherra. Lög um fiskeldi séu brot á rétti manna til sjálfsbjargar. Matvælastofnun segist aðeins framfylgja lögum.
Snjómoksturspeningar ársins í Dalvíkurbyggð að klárast
Þeir fjármunir sem áætlaðir voru til snjómoksturs í Dalvíkurbyggð árið 2020 eru að verða búnir. Kostnaður við mokstur í desember var nærri helmingur af öllum snjómoksturskostnaði sveitarfélagsins árið 2019.
06.03.2020 - 17:16
Íbúar Dalvíkurbyggðar gera upp óveðrið í desember
Helsti lærdómur eftir óveðrið mikla í desember er mikilvægi þess að hafa góða og virka vettvangsstjórn á heimaslóðum, segir sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar. Íbúar í Dalvíkurbyggð gerðu aðventustorminn upp á vel sóttum fundi í gærkvöld.
30.01.2020 - 11:44
Myndskeið
Viðgerðum lokið á Dalvíkurlínu
Viðgerðum á Dalvíkurlínu lauk nú í kvöld og er búið að spennusetja hana. Unnið er að því þessa stundina að færa á milli kerfa svo að hægt verði að aftengja Varðskipið Þór síðar í kvökd. Dalvíkurlínan hefur verið biluð í rúma viku í kjölfar óveðurs sem gekk yfir landið í seinustu viku.
18.12.2019 - 21:12
Myndband
Varðskipið Þór komið til hafnar á Dalvík
Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar, er kominn til hafnar á Dalvík. Vonir standa til að skipið geti nýst sem varaaflstöð fyrir bæinn, sem hefur verið rafmagnslaus í á annan sólarhring. Dalvíkurlína brast í fárviðrinu, sem sér Dalvík, Siglufirði og Ólafsfirði fyrir rafmagni.
12.12.2019 - 13:51
Viðkvæmt ástand í fjósum vegna rafmagnsleysiss
Rafmagnsleysi og flökt undanfarna tvo daga hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og valdið tjóni víða. Bændur hafa þurft að handmjólka kýr þar sem mjaltabúnaður krefst rafmagns. Sum fjós eru búin varaafli en mjög víða er ekki slíkur búnaður til staðar.
Fimm­tíu manns í fjölda­hjálp­ar­stöðinni á Dalvík
Um fimm­tíu manna hópur dvaldi í fjölda­hjálp­ar­stöð í grunn­skól­an­um á Dal­vík í nótt. Þar er fólki boðið upp á mat og kaffi.
12.12.2019 - 09:55
Viðtal
Bændur þurfa að handmjólka kýr í rafmagnsleysinu
Margir bæir í Svarfaðardal hafa verið rafmagnslausir síðan um hádegi í gær. Þar eru stór kúabú með 40-60 mjólkandi kýr, svokölluð róbótafjós þar sem allt mjaltakerfi gengur fyrir rafmagni. Hjá Trausta Þórissyni, bónda á Hofsá í Svarfaðardal, er varaafl en hann segir fæsta þannig útbúna.
11.12.2019 - 14:23
Kaffihúsi á Dalvík lokað vegna veðurs í fyrsta sinn
„Það bætir mikið í vind og það er mjög hvasst úti,“ segir Kristín Aðalheiður Símonardóttir á Dalvík í samtali í útvarpsfréttum. „En það blautur snjór svo þetta skilur ekki mikið eftir sig, því miður. Við viljum endilega fara að fá góðan skíðasnjó.“
10.12.2019 - 14:40
Öryrkjar stærsti hópur þeirra sem sækja um aðstoð
Öryrkjar eru stærsti hópur þeirra sem sækja um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu fyrir þessi jól. Um 12 milljónir króna þarf til að veita öllum aðstoð sem þess óska.
Fá jólatré úr einkagörðum
Jólatrén í Dalvíkurbyggð eru úr einkagörðum líkt og síðustu ár. Auglýst var eftir trjám á dögunum og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Starfsmaður sveitarfélagsins telur að fleiri sveitarfélög ættu að taka þetta sér til fyrirmyndar.
18.11.2019 - 13:30
Myndskeið
Segja að spyrja þurfi að leikslokum
Ný viðlega við Dalvíkurhöfn var vígð í dag. Framkvæmdin kostar um hálfan milljarð króna. Sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar segir íbúa standa þétt við bakið á starfsstöð Samherja á Dalvík. Dalvíkingar segja of snemmt að dæma.
15.11.2019 - 19:22
Dalvíkingar taka gervigrasvöll í notkun
Nýr gervigrasvöllur var tekinn formlega í notkun á Dalvík. Völlurinn var vígður við hátíðlega athöfn þann 31. ágúst. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar segir hann risastórt skref fyrir sveitarfélag af þeirri stærðargráðu sem Dalvíkurbyggð sé og að hann hafi mikla þýðingu fyrir byggðarlagið.
05.09.2019 - 14:06
Flestir til fyrirmyndar en sumir til vandræða
Þúsundir gesta alstaðar að af landinu og víðar þáðu höfðinglegt heimboð Dalvíkinga, gæddu sér á gómsætu fiskmeti og skemmtu sér fram á nótt á Fiskideginum mikla í gær. Yfirgnæfandi meirihluti gesta skemmti sér bæði vel og fallega og almennt fóru hátíðahöldin vel fram, að sögn lögreglu nyrðra. Nokkrir létu þó ófriðlega og var nokkuð erilsamt hjá lögreglu þegar líða tók á kvöldið og nóttina segir varðstjóri sem þar var að störfum.
11.08.2019 - 06:38
Fiskidagurinn mikli settur í 19. sinn
Fiskidagurinn mikli á Dalvík er settur í 19. sinn í dag. Dagskráin er að venju veigamikil og hátíðargestir streyma að. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir að eitt af tjaldstæðum bæjarins hafi verið orðið þéttsetið strax á mánudag. Hann hefur engar áhyggjur af veðurspánni og þau séu tilbúin að taka á móti allt að 30.000 gestum eins og síðustu ár.
09.08.2019 - 13:49
Veðurklúbburinn á Dalvík spáir kulda
Veðurklúbburinn á Dvalarheimilinu Dalbæ á Dalvík hélt sinn mánaðarlega veðurklúbbsfund í seinustu viku þar sem farið var yfir veðurfar komandi mánaðar. Fundarmenn ályktuðu sem svo að júlí verði heldur kaldur og að vestlægar áttir verði ríkjandi á svæðinu í kringum Dalvík.
08.07.2019 - 19:20
Vilja koma sögufrægum sundskála í notkun
Sundskáli Svarfdæla, ein elsta yfirbyggða sundlaug landsins, stendur afskiptalaus og grotnar niður að óbreyttu. Sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar vonast til að skálanum verði fundið hlutverk en segir að ekki komi til greina að reka þar sundlaug. 
24.05.2019 - 08:39
Telja að uppsögn húsvarðar ógni öryggi
Megn óánægja er með skipulagsbreytingar í Dalvíkurbyggð sem fela í sér að húsverði grunnskólans er sagt upp störfum. Starfsfólk telur að öryggi nemenda sé ógnað. Sveitarstjórinn segir að mótmælin séu skiljanleg, en ákvörðunin standi. 
15.05.2019 - 13:25
Ný hús spretta upp í Dalvíkurbyggð
Ný hús spretta nú upp á Dalvík og eru miklar framkvæmdir í gangi á vegum sveitarfélagsins og einkaaðila. Í síðustu viku var tekin fyrsta skóflustunga að íbúðum fyrir ungt fólk með sérþarfir sem gjörbreyta aðstöðu nokkurra fjölskyldna í sveitarfélaginu.
16.04.2019 - 09:31
Eldur í dekkjum á Dalvíkurbryggju
Eldur kviknaði út frá flugeldasýningu sem haldin var á lokahátið Fiskidagsins mikla á Dalvík í kvöld. Flugeldasýningin hófst á miðnætti og var flugeldunum skotið upp af bryggjuenda í höfninni. Skömmu síðar stóðu nokkur dekk sem hanga utan á bryggjunni í ljósum logum. Varðstjóri hjá lögreglunni á Akureyri segir slökkvilið hafa verið fljótt á vettvang og aðeins hafi tekið örskamma stund að slökkva eldinn.
12.08.2018 - 01:38
Myndskeið
Sól og blíða á Fiskideginum mikla
Búist er við að þrjátíu þúsund manns verði á tónleikum á Dalvík í kvöld þegar Fiskidagurinn mikli nær hámarki sínum. Veðrið hefur leikið við gesti í allan dag og gestir hafa gætt sér á allskyns fiskiréttum sem heimamenn hafa útbúið. „Það eru óvenju margir komnir í bæinn sem ætla að gista. Það eru margir sem ætla líka keyra og vera viðstaddir tónleikana,“ sagði Júlíus Júlíusson, framkvæmdastjóri Fiskidagsins, í hádegisfréttum RÚV.
11.08.2018 - 16:57
Flestir sveitarstjórar ætla að sitja áfram
Ekki er útlit fyrir mörg sveitarstjóraskipti í sveitarfélögum á Norðurlandi eftir nýliðnar sveitarstjórnarkosningar. Flestir ætla sér að halda áfram, en sumir segja að bæjarstjórastóllinn á Akureyri freisti. Auglýst verður eftir nýjum sveitarstjóra í Skagafirði en meirihlutinn á Akureyri ætlar að ráða bæjarstjóra.