Dalvíkurbyggð

Viðtal
Snýr upp á Dalvíkurbyggð en ekki foreldrana
„Þau mega alveg hafa sína skoðun á því og ég get ímyndað mér að fólk sem á í hlut finnist ýmislegt um þetta og þá sérstaklega ef það er tilgreint svona nálægt. En það voru ekki tilgreind nöfn eða annað í þessum fréttaflutningi eða annað en það sem kemur fram í dómnum sem slíkum,“ segir formaður Félags grunnskólakennara um gagnrýni foreldra á að bæjarfélagið Dalvíkurbyggð hafi verið nefnt á nafn í fréttatilkynningu Kennarasambandsins.
Eru að fást við hópsýkingu á Dalvík
Allir starfsmenn og nemendur í Dalvíkurskóla verða sendir í PCR próf og er skólinn og tónlistarskólinn lokaðir á meðan niðurstöðu er beðið. Að minnsta kosti fjórir starfsmenn og 15 nemendur hafa greinst með smit. Fjórir bekkir í skólanum eru í sóttkví.
18.11.2021 - 21:39
Sjónvarpsfrétt
Íbúðarhús ungra hjóna á Dalvík rifið vegna myglu
Íbúðarhús var rifið á Dalvík í gær. Mygla greindist í húsinu fljótlega eftir að ung hjón keyptu það fyrir rúmu ári. Þau fluttu aldrei inn og standa uppi nánast bótalaus.
10.05.2021 - 22:39
Mikli ásókn í íbúðalóðir í Dalvíkurbyggð
Tuttugu nýjum íbúðalóðum var úthlutað í Dalvíkurbyggð nýlega og þar er nú meiri ásókn í lóðir en mörg undanfarin ár. Bæjarstjórinn segist finna fyrir áhuga fólks á Akureyri að flytja til Dalvíkur.
25.04.2021 - 19:50
Fiskidagurinn mikli blásinn af annað árið í röð
Stjórn Fiskidagsins mikla hefur ákveðið að fresta hátíðinni í ár vegna Kórónuveirufaraldursins. Ekki sé hægt að taka á móti viðlíka fjölda gesta með hólfaskiptingu og án þess að fólk felli grímuna til að gæða sér á fiskmeti.
15.04.2021 - 12:32
Skreyta snemma og mikið eftir erfiða tíma
Jólaskreytingar í Dalvíkurbyggð fara snemma upp í ár eins og víða annars staðar og margir íbúar kveiktu á útiseríum um síðustu mánaðamót. Sérstaka athygli vekur ráðhúsið enda búið að skreyta það vel og mikið.
17.11.2020 - 10:32
Hvetur Dalvíkinga til að takmarka samskipti um helgina
Sveitastjóri Dalvíkurbyggðar minnir á að næstu dagar séu afar mikilvægir í baráttunni við kórónuveiruna. Hún hvetur íbúa sveitarfélagsins til að sýna þolinmæði.
06.11.2020 - 16:48
Nýtt frystihús Samherja á Dalvík tekið í notkun
Vinnsla í nýju frystihúsi Samherja á Dalvík hófst í dag. Frystihúsið er um níu þúsund fermetrar og hleypur fjárfesting fyrirtækisins á sex milljörðum króna.
14.08.2020 - 11:28
Myndskeið
Hreinsa upp eftir aðventustorminn og leggja jarðstrengi
RARIK hreinsar nú upp brotna rafmagnsstaura og slitnar línur sem liggja enn á jörðu eftir óveðrið mikla í desember. 84 kílómetrar af jarðstrengjum verða lagðir á Norðurlandi í sumar í flýtiverkefnum vegna afleiðinga óveðursins.
Fiskidagurinn mikli verður ekki haldinn í ár
Fiskidagurinn mikli á Dalvík verður ekki haldinn í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skipuleggjendum á Facebook. Hátíðin átti að fara fram í ágúst. Undanfarin ár hafa um og yfir 30 þúsund manns sótt hátíðina.
15.04.2020 - 09:17
Segir brotið á rétti manna til sjálfsbjargar
Bóndi í Svarfaðardal sem fær ekki að hafa bleikjueldi heima hjá sér án rekstrarleyfis ætlar að kæra sjávar- og landbúnaðarráðherra. Lög um fiskeldi séu brot á rétti manna til sjálfsbjargar. Matvælastofnun segist aðeins framfylgja lögum.
Snjómoksturspeningar ársins í Dalvíkurbyggð að klárast
Þeir fjármunir sem áætlaðir voru til snjómoksturs í Dalvíkurbyggð árið 2020 eru að verða búnir. Kostnaður við mokstur í desember var nærri helmingur af öllum snjómoksturskostnaði sveitarfélagsins árið 2019.
06.03.2020 - 17:16
Íbúar Dalvíkurbyggðar gera upp óveðrið í desember
Helsti lærdómur eftir óveðrið mikla í desember er mikilvægi þess að hafa góða og virka vettvangsstjórn á heimaslóðum, segir sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar. Íbúar í Dalvíkurbyggð gerðu aðventustorminn upp á vel sóttum fundi í gærkvöld.
30.01.2020 - 11:44
Myndskeið
Viðgerðum lokið á Dalvíkurlínu
Viðgerðum á Dalvíkurlínu lauk nú í kvöld og er búið að spennusetja hana. Unnið er að því þessa stundina að færa á milli kerfa svo að hægt verði að aftengja Varðskipið Þór síðar í kvökd. Dalvíkurlínan hefur verið biluð í rúma viku í kjölfar óveðurs sem gekk yfir landið í seinustu viku.
18.12.2019 - 21:12
Myndband
Varðskipið Þór komið til hafnar á Dalvík
Þór, varðskip Landhelgisgæslunnar, er kominn til hafnar á Dalvík. Vonir standa til að skipið geti nýst sem varaaflstöð fyrir bæinn, sem hefur verið rafmagnslaus í á annan sólarhring. Dalvíkurlína brast í fárviðrinu, sem sér Dalvík, Siglufirði og Ólafsfirði fyrir rafmagni.
12.12.2019 - 13:51
Viðkvæmt ástand í fjósum vegna rafmagnsleysiss
Rafmagnsleysi og flökt undanfarna tvo daga hefur haft mikil áhrif á atvinnulíf og valdið tjóni víða. Bændur hafa þurft að handmjólka kýr þar sem mjaltabúnaður krefst rafmagns. Sum fjós eru búin varaafli en mjög víða er ekki slíkur búnaður til staðar.
Fimm­tíu manns í fjölda­hjálp­ar­stöðinni á Dalvík
Um fimm­tíu manna hópur dvaldi í fjölda­hjálp­ar­stöð í grunn­skól­an­um á Dal­vík í nótt. Þar er fólki boðið upp á mat og kaffi.
12.12.2019 - 09:55
Viðtal
Bændur þurfa að handmjólka kýr í rafmagnsleysinu
Margir bæir í Svarfaðardal hafa verið rafmagnslausir síðan um hádegi í gær. Þar eru stór kúabú með 40-60 mjólkandi kýr, svokölluð róbótafjós þar sem allt mjaltakerfi gengur fyrir rafmagni. Hjá Trausta Þórissyni, bónda á Hofsá í Svarfaðardal, er varaafl en hann segir fæsta þannig útbúna.
11.12.2019 - 14:23
Kaffihúsi á Dalvík lokað vegna veðurs í fyrsta sinn
„Það bætir mikið í vind og það er mjög hvasst úti,“ segir Kristín Aðalheiður Símonardóttir á Dalvík í samtali í útvarpsfréttum. „En það blautur snjór svo þetta skilur ekki mikið eftir sig, því miður. Við viljum endilega fara að fá góðan skíðasnjó.“
10.12.2019 - 14:40
Öryrkjar stærsti hópur þeirra sem sækja um aðstoð
Öryrkjar eru stærsti hópur þeirra sem sækja um jólaaðstoð á Eyjafjarðarsvæðinu fyrir þessi jól. Um 12 milljónir króna þarf til að veita öllum aðstoð sem þess óska.
Fá jólatré úr einkagörðum
Jólatrén í Dalvíkurbyggð eru úr einkagörðum líkt og síðustu ár. Auglýst var eftir trjám á dögunum og létu viðbrögðin ekki á sér standa. Starfsmaður sveitarfélagsins telur að fleiri sveitarfélög ættu að taka þetta sér til fyrirmyndar.
18.11.2019 - 13:30
Myndskeið
Segja að spyrja þurfi að leikslokum
Ný viðlega við Dalvíkurhöfn var vígð í dag. Framkvæmdin kostar um hálfan milljarð króna. Sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar segir íbúa standa þétt við bakið á starfsstöð Samherja á Dalvík. Dalvíkingar segja of snemmt að dæma.
15.11.2019 - 19:22
Dalvíkingar taka gervigrasvöll í notkun
Nýr gervigrasvöllur var tekinn formlega í notkun á Dalvík. Völlurinn var vígður við hátíðlega athöfn þann 31. ágúst. Katrín Sigurjónsdóttir, sveitarstjóri Dalvíkurbyggðar segir hann risastórt skref fyrir sveitarfélag af þeirri stærðargráðu sem Dalvíkurbyggð sé og að hann hafi mikla þýðingu fyrir byggðarlagið.
05.09.2019 - 14:06
Flestir til fyrirmyndar en sumir til vandræða
Þúsundir gesta alstaðar að af landinu og víðar þáðu höfðinglegt heimboð Dalvíkinga, gæddu sér á gómsætu fiskmeti og skemmtu sér fram á nótt á Fiskideginum mikla í gær. Yfirgnæfandi meirihluti gesta skemmti sér bæði vel og fallega og almennt fóru hátíðahöldin vel fram, að sögn lögreglu nyrðra. Nokkrir létu þó ófriðlega og var nokkuð erilsamt hjá lögreglu þegar líða tók á kvöldið og nóttina segir varðstjóri sem þar var að störfum.
11.08.2019 - 06:38
Fiskidagurinn mikli settur í 19. sinn
Fiskidagurinn mikli á Dalvík er settur í 19. sinn í dag. Dagskráin er að venju veigamikil og hátíðargestir streyma að. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar segir að eitt af tjaldstæðum bæjarins hafi verið orðið þéttsetið strax á mánudag. Hann hefur engar áhyggjur af veðurspánni og þau séu tilbúin að taka á móti allt að 30.000 gestum eins og síðustu ár.
09.08.2019 - 13:49