Dalabyggð

Slökktu sinubruna á Fellsströnd
Slökkvilið Dalabyggðar var kallað út síðdegis eftir að tilkynning barst um talsverðan sinueld við Ketilsstaði á Fellsströnd. Jóhannes Haukur Hauksson, slökkviliðsstjóri, segist ekki vita hversu margir hektarar af svæði hafi brunnið en þeir séu töluvert margir.
14.04.2017 - 16:07
Dýr þurfa ást og kossa
Á bænum Hólum í Hvammssveit í Dölum býr Rebecca Cathrine Kaat Ostenfeld ásamt manni sínum og börnum - já og óteljandi dýrum. Rebecca, sem er fædd og uppalin í Danmörku hefur alltaf haft mikinn áhuga á dýrum. „Dýr eru bara lífið - ég elska dýr,“ segir hún.
14.11.2016 - 09:16
Laugar í Dölum til sölu
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur ákveðið að selja mannvirki og hús sveitarfélagsins að Laugum í Sælingsdal. Sveitarstjóra hefur verið falið að semja við fasteignasölu um að auglýsa mannvirki Dalabyggðar að Laugum og hlutabréf Dalabyggðar í Dalagistingu.
23.09.2016 - 09:54
Samstarf sveitarfélaga - ekki sameining
Sveitarstjórn Dalabyggðar, Reykhólahrepps og Strandabyggðar hafa ákveðið að ráðast í samstarf til að efla atvinnulíf og byggð í sveitarfélögunum. Samgöngubótin sem varð með veginum um Þröskulda hefur stytt vegalengd á milli sveitarfélaganna þriggja og bætt aðstöðu til samvinnu. Andrea Kristín Jónsdóttir sveitarstjóri Strandabyggðar segir misskilnings hafa gætt um að til stæði að sameina sveitarfélögin en svo sé ekki.
20.01.2016 - 15:48
Milljóna tjón þegar traktor brann
Litlu mátti muna að stórslys yrði þegar stór traktor brann til kaldra kola á túninu við Saurbæ í Dölum í dag. Ökumanninum tókst að komast út úr vélinni eftir að hann sá reyk stíga upp hjá púströrinu. Eldurinn blossaði upp og eftir nokkrar mínútur stóð traktorinn í ljósum logum.
02.08.2014 - 21:02
Dalabyggð vill sameiningu
Íbúar Dalabyggðar vilja sameinast sveitarfélögum Reykhólahrepps og Strandabyggðar. Þetta eru niðurstöður íbúakönnunar sem var framkvæmd samhliða sveitarstjórnarkosningunum í vor.
16.07.2014 - 06:57
Jóhannes Haukur efstur í Dalabyggð
Jóhannes Haukur Hauksson hlaut flest atkvæði, 194 talsins, í sveitarstjórnarkosningum í Dalabyggð, en kosningarnar voru óbundnar og því allir á kjörskrá sveitarfélagsins í raun í kjöri. Næstflest atkvæði hlaut Ingveldur Guðmundsdóttir, eða 188.
Kosið um 184 framboðslista í vor
Framboðslistar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor eru alls 184 þegar öll sveitarfélög landsins eru tekin saman, en þau eru 74. Flestir framboðslistar eru í Reykjavík og Kópavogi, eða alls átta.
Allt um sveitarstjórnarkosningar á vefnum
Kosið verður til sveitarstjórna 31. maí. Fjallað verður ítarlega um kosningarnar og aðdraganda þeirra í fréttum RÚV, í útvarpi, sjónvarpi og vef. Allar upplýsingar verða aðgengilegar á kosningavef RÚV.
Dalabyggð
Sveitarfélagið varð til undir þessu nafni árið 1994 þegar sex hreppir voru sameinaðir; Suðurdalahreppur, Haukadalshreppur, Laxárdalshreppur, Hvammshreppur, Fellsstrandarhreppur og Skarðshreppur.
02.05.2014 - 10:10
Dalabyggð fjárfestir fyrir 38 milljónir
Fjárhagsáætlun sveitarfélagsins Dalabyggðar var samþykkt á fundi sveitastjórnarinnar í vikunni. Gert er ráð fyrir því að rekstrarniðurstaða Dalabyggðar verði jákvæð á árunum 2014 til 2016.
21.12.2013 - 17:08
Uppbygging í Ólafsdal
Ólafsdalsfélagið var stofnað í júní 2007 og vinnur að endurreisn Ólafsdals við Gilsfjörð sem er einn merkasti menningarminjastaður á Vesturlandi og við Breiðafjörð. Jafnframt vill félagið stuðla að fjölgun starfa og frekari nýsköpun í Dalabyggð og nágrenni.
28.08.2013 - 10:09
Hætt við fiskþurrkun í Búðardal
Ekki verður af fyrirhugaðri fiskþurrkun í Búðardal vegna íþyngjandi krafna afhálfu Rariks, sem rekur Hitaveituna í Búðardal, um ábyrgðir. Fyrirtækið JHS Trading ehf hugðist koma upp fiskþurrkun í bænum.
14.05.2013 - 15:14
Lífdísill hugsanlega sökudólgur
Vera kann að lífdísill sem notaður hefur verið í slitlag á vegum síðustu ár sé orsök þess að slitlag og tjara hleðst nú utan á hjólbarða bíla sem eiga leið um þjóðvegi á Norðurlandi. Vegagerð og lögregla hafa í dag auk þess fengið tilkynningar um að vetrarblæðingar séu einnig á vegum á Vesturlandi.
22.01.2013 - 13:00
Grjótskriða á Skarðsströnd
Grjótskriða lokar veginum um Skarðsströnd í Dalabyggð, nánar tiltekið á Fagradalshlíð milli Tjaldaness og Fagradals. Talið er að skriðan hafi fallið í nótt. Nokkur björg eru á veginum, þar af eitt sýnu stærst 20 til 30 tonn.
30.03.2012 - 09:07
Kýrnar farnar að kvarta
Rafmagnslaust hefur verið í allan dag í Saurbæ og á Skarðsströnd í Dalabyggð. Bóndinn í Efri-Múla segir kýrnar orðnar órólegar enda hafi þær ekki verið mjólkaðar síðan í gærkvöld.
11.03.2012 - 16:22
Ættleiðingar færast til Reykjavíkur
Sýslumanninum í Reykjavík hefur verið falin umsjón með veitingu leyfa til ættleiðinga. Sýslumaðurinn í Búðardal óskaði eftir því í sumar að verkefnið færi frá embættinu. Formaður Íslenskrar ættleiðingar segir að sýslumenn ættu ekki að hafa umsjón með þessum málaflokki.
02.01.2012 - 12:22
Mikill munur í samræmdum könnunum
Nokkuð mikill munur er á árangri nemenda í samræmdum könnunarprófum í grunnskólum nú í haust eftir sveitarfélögum. Nemendur í 4., 7. og 10. bekk þreyta prófin. Þau eru í umsjón Námsmats-stofnunar sem birti niðurstöðurnar á föstudag.
Mjólkurlager lagður niður
Mjólkurlager MS hjá Mjólkursamlaginu á Ísafirði hefur verið lagður niður og er mjólkurvörum nú aðeins dreift í verslanir tvisvar í viku. Þetta eru kaupmenn vestra ekki ánægðir með. Þá óttast margir að með skipulagsbreytingum á samlaginu sé verið að stíga fyrsta skrefið í að leggja það niður.
29.01.2011 - 14:00
Mótmæla niðurskurði í Dalabyggð
Efnt hefur verið til undirskrifarsöfnunar til að mótmæla fyrirhugaðri skerðingu á löggæslu í Dalabyggð. Undirskrifasöfnunin fer fram á síðunni búðardalur.is. Þar er skorað á innanríkisráðherra að koma í veg fyrir að löggæsla í Dalabyggð verði skert, eins og fyrirhugað er að gera með því að fella nið
29.01.2011 - 11:24
Enginn lögregluþjónn í Búðardal
Sveitarstjórn Dalabyggðar mótmælir áformum um að leggja niður stöðu lögregluþjóns í Búðardal og að loka lögreglustöðinni þar. Sveinn Pálsson, sveitarstjóri Dalabyggðar segir þessi áform ógna öryggi íbúanna.
28.12.2010 - 16:02
Skóla í Tjarnarlundi lokað í haust
Sveitarstjórn Dalabyggðar hefur ákveðið að leggja niður starfsstöð Auðarskóla í Tjarnarlundi í Saurbæ af fjárhagslegum ástæðum. Þar eru ekki nema ellefu nemendur við nám í vetur.
27.12.2010 - 13:30
  •