Borgarfjarðarhreppur

Veislan
„Eruði að grínast í þessum degi hérna?"
Félagarnir Dóri og Gunni héldu á Borgarfjörð eystri í öðrum þætti Veislunnar. Þar var glaðasólskin og stemningin í bænum eftir því. „Nei, ég er grunnskólakennari," segir Esther Kjartansdóttir þegar Dóri spyr hana hvort hún sé barþjónn. Á Borgarfirði eystri eru alltaf allir í stuði og grunnskólakennarar blanda bollur þegar halda á veislur.
Framsókn og Austurlisti vilja helst starfa með D-lista
Formlegar viðræður eru ekki hafnar um myndun meirihluta sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Sjálfstæðismenn eru í lykilstöðu að mynda tveggja flokka meirihluta. Oddvitar Framsóknarflokks og Austurlista segja báðir að samstarf við Sjálfstæðisflokk sé þeirra fyrsti kostur.
Niðurstöðu að vænta úr nafnakosningu annað kvöld
Í nýju sveitarfélagi á Austurlandi greiddu kjósendur ekki aðeins atkvæði um forseta, heldur einnig um nafn á nýja sveitarfélaginu. 16 ára og eldri íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar fengu að kjósa um nafn á sveitarfélaginu, auk erlendra ríkisborgara sem hafa kosningarétt í sveitastjórnarkosningum. Atkvæði úr nafnakosningunni verða talin seinni partinn á morgun.
Bræðslunni aflýst í sumar
Forsvarsmenn Bræðslunnar á Borgarfirði eystra hafa aflýst tónlistarhátíðinni í sumar. Bræðslan er langstærsti viðburður sem haldinn er á Borgarfirði ár hvert.
25.05.2020 - 12:12
62 hugmyndir um nafn á nýtt sveitarfélag
Örnefnanefnd hefur þrjár vikur til þess að veita umsagnir um 62 hugmyndir um nafn nýtt sveitarfélag á Austurlandi. Sveitarfélagið varð til við sameiningu Borgarfjarðar eystra, Djúpavogs, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðar. Frestur til að skila inn tillögum rann út 7. febrúar og bárust alls 112 tillögur með 62 hugmyndum.
Myndskeið
Sjór flæddi inn í gistiheimili á Borgarfirði eystra
Víða hefur orðið mikið eignartjón í ofsaveðrinu sem gengur yfir landið. Mikið brim er á norðaustanverðu landinu. Sjór flæddi inn í gistiheimili á Borgarfirði Eystra þar sem veðurhamurinn hefur ekki verið mikill, en brim verið með allra mesta móti.
11.12.2019 - 16:37
Ræða sameiningu fjögurra sveitarfélaga
Hafnar eru óformlegar viðræður um sameiningu Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps, Seyðisfjarðar og Borgarfjarðarhrepps. Sameinað sveitarfélag myndi telja tæplega 5.000 íbúa.
Sögusagnir um að mágur agíteri á Borgarfirði
Á Borgarfirði eystra er svokölluð óhlutbundin kosning sem þýðir að allir íbúar á kjörskrá eru í framboði nema þeir sem skorast undan. Fyrir þessar kosningar skoraðist einn undan Ólafur A. Hallgrímsson sjómaður en hann hefur setið í hreppsnefnd lengi. Aðalmenn í sveitarstjórn eftir síðustu kosningar voru Jakob Sigurðsson, Ólafur Hallgrímsson, Helgi Hlynur Ásgrímsson, Jón Þórðarson sveitarstjóri og Arngrímur Viðar Ásgeirsson.
Ungir Austfirðingar skora á þingmenn
Ungir Austfirðingar neita að sætta sig við að árið 2018 séu vegasamgöngur í því skötulíki sem raun ber vitni. Þetta segir í ályktun miðstjórnar félagasamtakanna Ungs Austurlands sem gerð var opinber á Facebook í kvöld. Þar segir að Borgarfjörður Eystri sé eini þéttbýlisstaður á landinu sem ekki hefur tengingu við annan þéttbýlisstað með bundnu slitlagi, það hljóti að vera forgangsatriði að koma því á.
18.02.2018 - 23:45
Sæluvíma í sól og blíðu á Bræðslunni
„Hér voru á milli tvo og þrjú þúsund manns í sæluvímu í sól og blíðu eins og síðustu tíu ár og ekki eitt einasta lögreglumál, að mér vitandi," sagði Magni Ásgeirsson, Borgfirðingur, tónlistarmaður og einn aðstandenda Bræðslunnar á Borgarfirði eystra.
26.07.2015 - 23:32
Íbúum Norðurlands vestra fækkaði mest
Íbúum á Djúpavogi fækkaði um 48 á síðasta ári og má segja að um tíundi hver íbúi hafi flutt burt. Þetta kemur fram í nýjum mannfjöldatölum frá Hagstofu Íslands. Mest fólksfækkun var á Norðurlandi vestra sé litið til einstakra landshluta.
Bóndi lofar að sækja 60 útigangskindur
Tæplega 60 kindur hafa hafst við án skjóls og fóðurs í Loðmundarfirði í vetur en þær sluppu frá Selsstöðum í Seyðisfirði. Matvælastofnun skoðar hvort gripið verði til aðgerða. Útigangsfé frá bænum hefur ítrekað fundist dautt í Loðmundarfirði.
03.03.2015 - 14:43
Rafmagn komið á eystra
Rafmagn komst á í Breiðadal og á Breiðdalsvík um klukkan hálf eitt í dag eftir næstum sólarhrings rafmagnsleysi. Kalt var orðið í húsum enda eru þau kynt með rafmagni og gengu björgunarveitamenn í hús og buðu fólki gistingu á Stöðvarfirði. Þá gekk Rauði krossinn einnig í hús og athugað með fólk.
16.12.2014 - 17:58
Rafmagnslaust á Borgarfirði eystra
Fimm sveitabæir á Borgarfirði eystra og í Njarðvík hafa verið rafmagnslausir síðan klukkan níu í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá RARIK er bilun í línu til Njarðvíkur en ekki er hægt að senda viðgerðarflokk eins og er vegna veðurs.
15.12.2014 - 10:48
Varað við skriðuhættu á Borgarfirði eystra
Veðurstofa Íslands varar fólk við að dvelja í þremur frístundahúsum á Borgarfirði eystra vegna hættu á skriðuföllum. Um er að ræða Geitavík eitt og tvö og Skriðuból. Sprungur hafa myndast í jarðvegi ofan við bæina í Stórkriðnadal.
25.11.2014 - 15:11
Borgarfjörður eystri sambandslaus með öllu
Bilun hefur komið upp í stofnkerfi Mílu á Austurlandi, við Borgarfjörð eystra og þangað næst ekki símasamband. Líklegt er að um slit á ljósleiðara sé að ræða, en bilanagreining stendur yfir. Viðgerðamenn eru lagðir af stað á svæðið. Ófært er til Borgarfjarðar en óveður er á Vatnsskarði eystra.
31.10.2014 - 18:12
Leiðbeiningar um gosmengun bornar í hús
Leiðbeiningar um viðbrögð við mengun frá Holuhrauni verða bornar í hús á Austfjörðum. Brennisteins-díoxíð hefur ekki rofið heilsuverndarmörk í nótt og í morgun. Almannavarnanefnd í umdæmi lögreglustjórans á Eskifirði fundaði í morgun vegna mengunarhættu frá eldgosinu í Holuhrauni.
Ómarkað fé fannst í Loðmundarfirði
Ómörkuðu fé sem smalað var úr Loðmundarfirði um helgina verður slátrað að kröfu Matvælastofnunar. Stofnuninn fékk ábendingar um vanhirt fé í firðinum og í eftirlitsferð í maí sást um hundrað fjár meirihlutinn ómarkaður.
„Þetta er eins og stórt ættarmót"
Mikill fjöldi Bræðslugesta hefur verið á öllum tjaldstæðum á Borgarfirði eystri og nágrenni síðan um síðustu helgi, enda blíðskaparveður.
26.07.2014 - 16:44
Mikill fjöldi kominn austur
Mikill mannfjöldi er kominn til Borgarfjarðar eystri að tilefni Bræðslunnar sem fer þar fram í kvöld.
26.07.2014 - 13:29
Handalögmál og mótmæli á Hofstrandarsandi
Hofstrandarsandur fyrir botni Borgarfjarðar eystra þolir ekki ágang ferðamanna að mati landeiganda sem hefur haft hann lokaðan í 10 ár. Ferðamenn hafa ásælst skrautsteina sem þar finnast og nú knýja heimamenn á um að sandurinn verði opnaður.
30.06.2014 - 16:27
Jakob fékk flest atkvæði
Jakob Sigurðsson oddviti fékk flest atkvæði í hreppsstjórnarkosningum í Borgarfjarðarhreppi. Aðrir sem náðu kjöri í hreppsstjórn eru Ólafur A. Hallgrímsson, Jón Þórðarson, Arngrímur V. Ásgeirsson og Helgi Hlynur Ásgrímsson.
Séra Þorgeir Arason skipaður sóknarprestur
Biskup Íslands hefur skipað séra Þorgeir Arason í embætti sóknarprests í Egilsstaðaprestakalli og Ólöfu Margréti Snorradóttur guðfræðing í embætti prests. Níu manna valnefnd prestakallsins fjallaði um valið og skilaði niðurstöðum sínum til biskups.
Borgarfjarðarhreppur
Í Borgarfjarðarhreppi bjuggu 134 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er í 66. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. Þar verður óhlutbundin kosning í komandi sveitarstjórnarkosningum.
14.05.2014 - 18:11
Kosið um 184 framboðslista í vor
Framboðslistar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor eru alls 184 þegar öll sveitarfélög landsins eru tekin saman, en þau eru 74. Flestir framboðslistar eru í Reykjavík og Kópavogi, eða alls átta.