Bolungarvíkurkaupstaður

Sjónvarpsfrétt
Vilja að ríkið styðji betur við uppbyggingu vegna eldis
Sveitarfélög á Vestfjörðum telja að ríkið verði að setja meira fé í uppbyggingu innviða til að styðja við fiskeldi og að auðlindagjöld eigi að renna beint til sveitarfélaga. Þetta kom fram á fundi um fiskeldi sem helstu hagsmunaaðilar atvinnuvegarins á Vestfjörðum sóttu.
Taka upp tvíbýli til þess að fjölga hjúkrunarrýmum
Fjögur einmennings-hjúkrunarrými á Ísafirði og Bolungarvík verða nú tvíbýli. Til þessa ráðs er gripið svo stytta megi biðlista. Nítján eru nú á biðlista eftir að fá inni á hjúkrunarheimili á norðanverðum Vestfjörðum. Auka á um fjögur hjúkrunarrými með þessu. Þrjú á Eyri á Ísafirði og eitt á Bergi í Bolungarvík.
Segir byggingarleyfi gefið út á næstu dögum
Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík segir að vinnu við yfirferð gagna vegna útsýnispallsins á Bolafjalli ljúki á næstu dögum og að byggingarleyfi verði gefið út í framhaldi af því. Framkvæmdir við gerð útsýnispallsins voru stöðvaðar í síðustu viku og sagði Pétur Bolli Jóhannesson, sérfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, að menn hefðu verið komnir langt fram úr sér þar sem framkvæmdir voru langt komnar þótt byggingarleyfið vantaði.
31.08.2021 - 07:53
Framkvæmdir stöðvaðar við útsýnispallinn á Bolafjalli
Framkvæmdir við útsýnispallinn á Bolafjalli við Bolungarvík hafa verið stöðvaðar þar sem byggingarleyfi hefur enn ekki verið gefið út fyrir framkvæmdinni. Sérfræðingur hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun segir menn þarna komna langt fram úr sér og málið sé eitt það versta sem hann hafi séð.
27.08.2021 - 17:36
Sjónvarpsfrétt
Útsýnispallur á Bolafjalli opnar á næstu vikum
Framkvæmdum við útsýnispall á Bolafjalli er að ljúka og stefnir í að fólk fái njóta þess að horfa fram af hengifluginu á næstu vikum.
Viðtal
Salt eða sandur líklegir misturvaldar á Vestfjörðum
Ísfirðingar og Bolvíkingar hafa velt fyrir sér hvað valdi þéttu mistri sem legið hefur yfir bæjunum frá því í gærmorgun. Páll Ágúst Þórarinsson, veðurfræðingur á Veðurstofunni, segir ólíklegt að þetta sé mengun frá gosinu á Reykjanesskaga. Böndin berast að salti og söndum. Ekki er talin ástæða til að vara við mistrinu.
Sjónvarpsfrétt
Íbúðir í stað náttúrugripasafns í Bolungarvík
Náttúrugripasafninu í Bolungarvík verður nú pakkað niður og það sett í geymslu til að rýma fyrir mestu fasteignauppbyggingu í Víkinni í um þrjátíu ár. Kríur, kjóar, mávar og aðrir í fuglahersingunni í náttúrugripasafninu í Bolungarvík fara nú í kassa. Raunar er allur safnkosturinn á leið í geymslu til að rýma fyrir nýju húsnæði. Ekki undir fugla, heldur fólk.
11.06.2021 - 14:22
Stefna að orkuskiptum í Bolungarvíkurhöfn
Hafin er undirbúningur að orkuskiptum í Bolungarvíkurhöfn. Byrja þarf á að breyta skipulagi og byggja innviði áður en af þeim verður.
Minni sveitarfélög landsins sameina krafta sína
Tuttugu fámenn sveitarfélög hafa nú hafið formlegt samráð sín á milli. Þau neyðast til að sameinast ef boðaður þúsund manna lágmarksíbúafjöldi gengur eftir.
Sögur af landi
Umdeilt hús í Bolungarvík fær upplyftingu
Bolungarvíkurkaupstaður hefur látið mæla upp eitt umdeildasta húsið í bænum, Aðalstræti 16, og hanna fyrirhugaðar endurbætur á því. Húsið, sem er friðað sökum aldurs, var byggt á Látrum í Aðalvík 1909 og flutt til Bolungarvíkur um 1930, þar sem það var endurbyggt.
Myndskeið
Ólýsanleg tilfinning að komið sé að bólusetningu
Bólusetningu fyrsta skammts á landsbyggðinni er lokið. Gleði og spenna hefur fylgt ferlinu á þessum tímamótum.
Fá 1200 milljónir frá ríkinu við sameiningu
Ef Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær og Súðavík sameinast greiðir ríkið sameinuðu sveitarfélagi 1.2 milljarða króna. Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir að það sé skylda sveitarstjórna á Vestfjörðum að vinna betur saman. Umtalsverðir fjármunir séu í húfi.
Myndskeið
Tók þátt í Boston-maraþoninu á Vestfjörðum
Maður frá Texas í Bandaríkjunum tók þátt í Boston-maraþoninu í morgun. Kílómetrana 42 hljóp hann þó ekki í Boston, heldur í Skutulsfirði og Bolungarvík á Vestfjörðum.
Myndskeið
Náði sér af COVID-19 í tæka tíð fyrir 103 ára afmælið
102 ára kona í Bolungarvík sem sýktist af COVID-19 hefur náð sér að fullu. Hún hefur lifað tvær heimsstyrjaldir, slapp við spænsku veikina og sigraðist líka á berklum. Í dag útskrifaðist hún úr sóttkví og fékk að hitta barnabarn sitt í fyrsta skipti í tvo mánuði. Hún fagnar 103 ára afmæli eftir nokkra daga.
06.05.2020 - 19:04
Norðanverðir Vestfirðir munu ekki fylgja landinu 4. maí
Þrjátíu prósent virkra smita á landinu eru á norðanverðum Vestfjörðum. Tvö ný smit greindust í gær, bæði í Bolungarvík. Á norðanverðum Vestfjörðum verða ekki sömu tilslakanir á samkomubanni og annars staðar á landinu 4. maí.
Engin ný smit fyrir vestan í fyrsta skipti í 11 daga
Engin ný smit voru greind á Vestfjörðum í gær. Þetta er í fyrsta skipti í ellefu daga sem smitum þar fjölgar ekki. Fólki í sóttkví hefur fækkað mikið síðustu vikuna.
21.04.2020 - 17:14
Bróðurpartur smita síðustu daga fyrir vestan
Tíunda andlátið hér á landi af völdum COVID-19 varð í Bolungarvík í gær. Tvö ný tilfelli greindust á landinu, bæði á Vestfjörðum.
Hertar aðgerðir verða áfram á Ísafirði og í Bolungarvík
Hertar aðgerðir með fimm manna samkomubanni og lokuðum skólum verða í gildi í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði til 4. maí, hið minnsta. Létt verður á takmörkunum í Súðavík og á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri 27. apríl og taka þar þá almennar sóttvarnarreglur gildi.
Annað andlát úr COVID-19 á hjúkrunarheimilinu Bergi
Kona á níræðisaldri lést úr COVID-19 í gær á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Þetta er annað andlátið úr sjúkdómnum á Bergi og það tíunda á Íslandi.
20.04.2020 - 12:59
2000 Vestfirðingar prófaðir í vikunni
Skimun Íslenskrar erfðagreiningar hófst á norðanverðum Vestfjörðum í morgun. Óvíst er hvort hægt verði að aflétta samkomubanni í fjórðungnum á sama tíma og annars staðar á landinu.
Yfir 1200 skráðir í skimun á Vestfjörðum
Yfir tólf hundruð hafa skráð sig í skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir COVID-19 á Vestfjörðum. Óvíst er hvort hægt verður að slaka á aðgerðum fyrir vestan í byrjun maí líkt og annars staðar á landinu.
Tvö ný smit á Vestfjörðum og skimun hefst á morgun
Tvö ný smit hafa greinst með tengsl við Hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík. Íslensk erfðagreining hefur skimun fyrir COVID-19 á norðanverðum Vestfjörðum á morgun.
Myndskeið
Unnið á sólarhringsvöktum hjá Örnu í Bolungarvík
Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á samfélag og atvinnulíf Bolungarvíkur. Fiskvinnsla í þorpinu er í páskafríi og óvíst hvenær vinnsla hefst að nýju. Starfað er á sólarhringsvöktum í mjólkurvinnslunni Örnu til að anna eftirspurn.
Samstaða ríkir í Bolungarvík, en einnig sorg
Á Vestfjörðum eru 42 smitaðir og 335 í sóttkví. Faraldurinn kemur illa við Bolvíkinga þar sem fjórðungur samfélagsins er í sóttkví, yfir 240 manns, og 23 smitaðir. Erfið staða er þar á hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem fjórir eru smitaðir og sex í sóttkví. Guðrún Dagbjört Guðmundsdóttir sem býr í Bolungarvík segir að samstaða ríki í bæjarfélaginu, en einnig sorg.
07.04.2020 - 12:46
Þyrla með liðsauka fer vestur seinnipartinn
Mikið mæðir á starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík reiðir sig nú nær eingöngu á bakvarðarsveit. Hertar aðgerðir eru nú í gildi á öllum Norðurfjörðunum og þyrla Landhelgisgæslunnar flytur þangað liðsauka eftir hádegi.