Bolungarvíkurkaupstaður

Fá 1200 milljónir frá ríkinu við sameiningu
Ef Bolungarvíkurkaupstaður, Ísafjarðarbær og Súðavík sameinast greiðir ríkið sameinuðu sveitarfélagi 1.2 milljarða króna. Formaður bæjarráðs Ísafjarðarbæjar segir að það sé skylda sveitarstjórna á Vestfjörðum að vinna betur saman. Umtalsverðir fjármunir séu í húfi.
Myndskeið
Tók þátt í Boston-maraþoninu á Vestfjörðum
Maður frá Texas í Bandaríkjunum tók þátt í Boston-maraþoninu í morgun. Kílómetrana 42 hljóp hann þó ekki í Boston, heldur í Skutulsfirði og Bolungarvík á Vestfjörðum.
Myndskeið
Náði sér af COVID-19 í tæka tíð fyrir 103 ára afmælið
102 ára kona í Bolungarvík sem sýktist af COVID-19 hefur náð sér að fullu. Hún hefur lifað tvær heimsstyrjaldir, slapp við spænsku veikina og sigraðist líka á berklum. Í dag útskrifaðist hún úr sóttkví og fékk að hitta barnabarn sitt í fyrsta skipti í tvo mánuði. Hún fagnar 103 ára afmæli eftir nokkra daga.
06.05.2020 - 19:04
Norðanverðir Vestfirðir munu ekki fylgja landinu 4. maí
Þrjátíu prósent virkra smita á landinu eru á norðanverðum Vestfjörðum. Tvö ný smit greindust í gær, bæði í Bolungarvík. Á norðanverðum Vestfjörðum verða ekki sömu tilslakanir á samkomubanni og annars staðar á landinu 4. maí.
Engin ný smit fyrir vestan í fyrsta skipti í 11 daga
Engin ný smit voru greind á Vestfjörðum í gær. Þetta er í fyrsta skipti í ellefu daga sem smitum þar fjölgar ekki. Fólki í sóttkví hefur fækkað mikið síðustu vikuna.
21.04.2020 - 17:14
Bróðurpartur smita síðustu daga fyrir vestan
Tíunda andlátið hér á landi af völdum COVID-19 varð í Bolungarvík í gær. Tvö ný tilfelli greindust á landinu, bæði á Vestfjörðum.
Hertar aðgerðir verða áfram á Ísafirði og í Bolungarvík
Hertar aðgerðir með fimm manna samkomubanni og lokuðum skólum verða í gildi í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði til 4. maí, hið minnsta. Létt verður á takmörkunum í Súðavík og á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri 27. apríl og taka þar þá almennar sóttvarnarreglur gildi.
Annað andlát úr COVID-19 á hjúkrunarheimilinu Bergi
Kona á níræðisaldri lést úr COVID-19 í gær á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík. Þetta er annað andlátið úr sjúkdómnum á Bergi og það tíunda á Íslandi.
20.04.2020 - 12:59
2000 Vestfirðingar prófaðir í vikunni
Skimun Íslenskrar erfðagreiningar hófst á norðanverðum Vestfjörðum í morgun. Óvíst er hvort hægt verði að aflétta samkomubanni í fjórðungnum á sama tíma og annars staðar á landinu.
Yfir 1200 skráðir í skimun á Vestfjörðum
Yfir tólf hundruð hafa skráð sig í skimun Íslenskrar erfðagreiningar fyrir COVID-19 á Vestfjörðum. Óvíst er hvort hægt verður að slaka á aðgerðum fyrir vestan í byrjun maí líkt og annars staðar á landinu.
Tvö ný smit á Vestfjörðum og skimun hefst á morgun
Tvö ný smit hafa greinst með tengsl við Hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík. Íslensk erfðagreining hefur skimun fyrir COVID-19 á norðanverðum Vestfjörðum á morgun.
Myndskeið
Unnið á sólarhringsvöktum hjá Örnu í Bolungarvík
Faraldurinn hefur haft mikil áhrif á samfélag og atvinnulíf Bolungarvíkur. Fiskvinnsla í þorpinu er í páskafríi og óvíst hvenær vinnsla hefst að nýju. Starfað er á sólarhringsvöktum í mjólkurvinnslunni Örnu til að anna eftirspurn.
Samstaða ríkir í Bolungarvík, en einnig sorg
Á Vestfjörðum eru 42 smitaðir og 335 í sóttkví. Faraldurinn kemur illa við Bolvíkinga þar sem fjórðungur samfélagsins er í sóttkví, yfir 240 manns, og 23 smitaðir. Erfið staða er þar á hjúkrunarheimilinu Bergi þar sem fjórir eru smitaðir og sex í sóttkví. Guðrún Dagbjört Guðmundsdóttir sem býr í Bolungarvík segir að samstaða ríki í bæjarfélaginu, en einnig sorg.
07.04.2020 - 12:46
Þyrla með liðsauka fer vestur seinnipartinn
Mikið mæðir á starfsfólki Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða og hjúkrunarheimilið Berg í Bolungarvík reiðir sig nú nær eingöngu á bakvarðarsveit. Hertar aðgerðir eru nú í gildi á öllum Norðurfjörðunum og þyrla Landhelgisgæslunnar flytur þangað liðsauka eftir hádegi.
Andlát í Bolungarvík af völdum COVID-19
Íbúi á hjúkrunarheimilinu Bergi í Bolungarvík lést í gær úr COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða á Facebook. Þetta er sjötta andlátið hér á landi vegna kórónuveirunnar.
06.04.2020 - 10:20
„Fólk er að færa fórnir“
Jón Páll Hreinsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, segir að mikill samhugur sé í samfélaginu vegna þeirrar stöðu sem upp er kominn vegna Covid-19. Þrjú smit hafa greinst á hjúkrunarheimilinu Bergi í bænum. Hann hefur aftur á móti áhyggjur af starfsemi fyrirtækja á svæðinu þar sem tekjurnar hverfi í svona ástandi. Um fjórðungur íbúa er í sóttkví og samkomubann á svæðinu takmarkast við 5 manns. 
06.04.2020 - 08:26
Myndskeið
„Við stöndum þetta af okkur ansi vel, enn sem komið er“
Aðgerðir vegna faraldursins hafa verið hertar til muna í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði. álag hefur aukist mikið á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Tíu íbúa hjúkrunarheimilisins Bergs í Bolungarvík eru í sóttkví.
Aðgerðir hertar til muna og kallað í liðsauka
Ekki mega fleiri en fimm koma saman og allt skólahald er aflagt í Bolungarvík, Hnífsdal og á Ísafirði, nema fyrir forgangshópa. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða segir að þessar hertu aðgerðir verði í gildi næstu vikurnar.
Sýni frá áhöfninni á Sirrý ÍS skemmdust í flutningum
Kórónuveirusmit var staðfest í Bolungarvík í gær og eru kennarar og nemendur fimm bekkja grunnskólans þar í úrvinnslusóttkví. Sýni úr skipverjum á Sirrý ÍS skemmdust í flutningum.
01.04.2020 - 12:41
Áhöfnin á Sirrý ÍS bíður eftir niðurstöðum úr prófi
Fimmtán manna áhöfn togarans Sirrýjar ÍS-36 bíður eftir niðurstöðum um það hvort einn skipverjanna sé smitaður af kórónuveirunni. Niðurstöður koma að sunnan á miðvikudaginn.
„Þeir hörðustu labba yfir í byl til að fara í pottana“
Snjó hefur kyngt niður á Vestfjarðakjálka líkt og víðar eins og sjá má á myndum sem hafa verið sendar fréttastofu. Hrafnhildur Skúladóttir er forstöðumaður íþróttamiðstöðvarinnar á Hólmavík norður á Ströndum. Hún segir það ekki einfalt að reka útisundlaug í þeim veðrum sem geisað hafa.
18.03.2020 - 17:10
Súðavíkurhlíð hefur verið lokað ellefu sinnum á árinu
Súðavíkurhlíð hefur verið lokað ellefu sinnum það sem af er ári. Í fyrra var hins vegar einungis lokað þrisvar, þar af tvisvar í óveðrinu sem gekk yfir í desember.
Mikið foktjón í Bolungarvík
Þak flettist af þrjátíu metra langri vélaskemmu í vonskuveðri í Bolungarvík í dag.
06.02.2020 - 23:20
Allt lokað á Vestfjörðum fram eftir degi
Nær allar leiðir á Vestfjörðum eru ófærar eða lokaðar vegna snjóflóðahættu. Appelsínugul viðvörun er í gildi til þrjú í dag og enginn mokstur kemur til greina fyrr en í fyrsta lagi eftir klukkan tvö.
Sjá hvernig þorskinum farnast við loftslagsbreytingar
Á nýrri rannsóknarstofu Rannsóknaseturs Háskóla Íslands í Bolungarvík er ljósi varpað á hegðun íslenska þorsksins og hvernig á eftir að fara fyrir stofninum vegna loftslagsbreytinga.