Blönduósbær

Sjónvarpsfrétt
Nærri helmingur sveitarfélaga hunsaði vistheimilahóp
Nærri helmingur sveitarfélaga landsins hunsaði ítrekaðar óskir starfshópsins sem skilaði skýrslu í dag og skoðaði meðferð á fólki með fötlun og geðræn vandamál. Meðal þeirra sveitarfélaga eru bæði fjórðu og fimmtu fjölmennustu sveitarfélög landsins. Framkvæmdastjóri Þroskahjálpar segir vanta betra eftirlit með þessu berskjaldaða fólki. 
Húnvetningar samþykktu sameiningu
Sveitarfélögum landsins fækkaði um eitt þegar Austur-Húnvetningar samþykktu að sameina sveitarfélögin Blönduósbæ og Húnavatnshrepp í kosningum sem haldnar voru í dag.
Kosið um sameiningu í þremur sveitarfélögum
Íslenskum sveitarfélögum fækkar um þrjú, verði sameining samþykkt í þrennum kosningum sem standa nú yfir á Vestur- og Norðurlandi. Kjörstaðir voru opnuðu klukkan tíu og er niðurstöðu að vænta í kvöld.
Utankjörfundaratkvæðagreiðsla hafin vegna sameininga
Hafin er utankjörfundaratkvæðagreiðsla um sameiningu fyrir íbúa í sex sveitarfélögum á landinu. Úr því gætu mögulega komið þrjú ný sveitarfélög, tvö á Norðurlandi og eitt á Vesturlandi.
Birgir Jónasson nýr lögreglustjóri á Norðurlandi vestra
Dómsmálaráðherra hefur skipað Birgi Jónasson í embætti lögreglustjóra á Norðurlandi vestra frá 19. júlí.
Sameining ekki tímabær að sinni
Ekki verður af sameiningu Húnavatnshrepps og Blönduósbæjar að sinni. Tillaga um að kosið yrði um sameiningu samhliða alþingiskosningum í haust var felld.
Sameiningartillaga felld í Skagabyggð og á Skagaströnd
Ekkert verður úr sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu. Eftir að atkvæði voru talin í Skagabyggð kom í ljós að 29 sögðu nei við sameiningartillögunni en 24 sögðu já. Tillagan var því felld. Alls greiddu 53 atkvæði í Skagabyggð en 70 voru á kjörskrá.
Búast við góðri kjörsókn í sameiningarkosningum í dag
Í morgun hófst kosning um sameiningu sex sveitarfélaga á Norðurlandi. Kosið er um sameiningu fjögurra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu og tveggja sveitarfélaga í Suður-Þingeyjarsýslu. Formenn samstarfsnefnda um sameiningu vonast eftir góðri þátttöku íbúa í kosningunum.
Kosið um sameiningu í sex sveitarfélögum á Norðurlandi
Á laugardag kjósa íbúar í sex sveitarfélögum á Norðurlandi um sameiningu við nágrannasveitarfélögin. Í Suður-Þingeyjarsýslu verður kosið um sameiningu tveggja sveitarfélaga en Austur-Húnvetningar kjósa um að sameina fjögur sveitarfélög í eitt.
Ráðherrar opnuðu TextíLab á Blönduósi
Fyrsta stafræna textílsmiðjan á Íslandi, TextíLab, var opnuð í Textílmiðstöð Íslands á Blönduósi á dögunum. Textílsmiðjan er útbúin stafrænum tækjum sem tengjast textílvinnslu, eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi.
25.05.2021 - 10:29
Vilja ekki bankaþjónustu í gegnum „einhvern sjálfsala“
Í fyrsta skipti í 130 ár er nú engin bankaþjónusta á Blönduósi, en í gær var síðasti opnunardagur útibús Arion banka á staðnum. Sveitarstjórinn segir að margir hyggist hætta viðskiptum við bankann, Blönduósbær þar á meðal.
06.05.2021 - 17:55
Kraftur í húsbyggingum á Blönduósi
Meira hefur verið byggt á Blönduósi síðustu mánuði en mörg undanfarin ár. Sveitarstjórinn segir þó vanta meiri innspýtingu í landshlutann sem hafi setið eftir í byggðaaðgerðum stjórnvalda.
26.03.2021 - 13:50
Enginn banki á Blönduósi eftir að Arion lokar þar í maí
Arion banki ætlar að loka útibúi sínu á Blönduósi. Með því verða Blönduósbúar að fara á Sauðárkrók til að sækja sér þjónustu bankans.
19.02.2021 - 11:44
Mótmæla lokun Arion banka á Blönduósi
Sveitarstjórn Blönduósbæjar mótmælir harðlega fyrirhugaðri lokun á útibúi Arion banka á Blönduósi. Sveitarstjórn ætlar að endurskoða viðskipti sín við bankann.
12.02.2021 - 10:19
Saumaði þrjú þúsund poka til að draga úr plastnotkun
Nokkrar konur á Blönduósi hafa frá árinu 2017 hist reglulega og saumað fjölnota poka sem staðið hafa viðskiptavinum Kjörbúðarinnar til boða í stað þess að kaupa plastpoka. Nú þremur árum og 3.000 pokum síðar er verkefninu lokið.
20.07.2020 - 15:06
Segir hróplegt ósamræmi í úthlutun úr framkvæmdasjóði
Sveitarstjóri Blönduósbæjar gagnrýnir úthlutun úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða og segir hróplegt ósamræmi í henni. Af 500 milljónum runnu tæpar 34 til verkefna í landshlutanum.
Vilja að afurðir séu fullnýttar heima í héraði
Aðferðir til að fullnýta afurðir heima í héraði voru rauði þráðurinn á íbúafundi í Varmahlíð. Óskað var eftir hugmyndum íbúa á Norðurlandi vestra vegna vinnu við sóknaráætlun fyrir árin 2020-2024. Umhverfismál vega þyngra en áður í nýrri sóknaráætlun og meðal annars er mælst til þess að mötuneyti á svæðinu kaupi meira beint frá býli eða beint úr bát.
Flóttafólk setur svip á bæjarlífið
Flóttafólk sem fluttu hingað til lands í vor hafa glætt lífi í bæjarlíf Blönduóss og Hvammstanga. Í dag var haldin sérstök móttökuveisla á Blönduósi til heiðurs flóttafólkinu í bænum.
18.07.2019 - 21:54
Gagnaver Etix formlega opnað á Blönduósi
Nýtt 4000 fermetra gagnaver Etix á Blönduósi var formlega tekið í notkun í dag. Sveitarstjóri Blönduósbæjar segir afar mikils virði að fá slíka nýsköpun inn í samfélagið. Frekari uppbygging er fyrirhuguð á vegum Etix á Blönduósi.
21.05.2019 - 19:03
Allt að verða klárt fyrir komu flóttafólksins
Hátt í fimmtíu sýrlenskir flóttamenn koma til landsins á morgun og á miðvikudag. Fólkið verður búsett á Hvammstanga og Blönduósi. Undirbúningur fyrir móttöku nýrra íbúa hefur staðið yfir undanfarið á Blönduósi og Hvammstanga. Nýju íbúarnir eru 44 sýrlenskir flóttamenn sem dvalið hafa í Líbanon undanfarin ár, níu fjölskyldur og á þriðja tug barna. Fyrri hluti hópsins kemur til Hvammstanga annað kvöld og sá síðari á Blönduós á miðvikudagskvöld.
13.05.2019 - 13:27
Viðtal
Safnað fyrir sýrlenskar fjölskyldur
Rauði Krossinn á Blönduósi undirbýr komu flóttafólks frá Sýrlandi og óskar eftir húsgögnum, húsbúnaði og heillegum fötum. Fjölskyldurnar eru væntanlegar til Blönduóss og Hvammstanga um miðjan maí.
50 flóttamenn til Blönduóss og Hvammstanga
50 sýrlenskir flóttamenn setjast að á Blönduósi og Hvammstanga í vor. Sveitarstjóri Blönduósbæjar segir að það eigi eftir að finna fólkinu húsnæði en er ekki í vafa um að tekið verði vel á móti nýjum íbúum.
18.02.2019 - 12:12
Bíða eftir útspili stjórnvalda
Stór skref í átt að sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu verða ekki stigin fyrr en stjórnvöld sína spilin. Þetta segir formaður sameiningarnefndar, sem telur að íbúakosning gæti í fyrsta lagi orðið næsta vor.
Semja um rafmagn fyrir gagnaver á Blönduósi
Landsvirkjun og gagnaversfyrirtækið Etix Everywhere Iceland hafa undirritað samning um afhendingu 25 megavatta af rafmagni til nýs gagnavers á Blönduósi. Gagnaverið hefur hafið rekstur og standa yfir framkvæmdir við stækkun þess.
19.12.2018 - 11:01
Vildi láta reka Sigurjón en málinu vísað frá
Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, verður ekki rekinn út starfi þrátt fyrir kröfu þar um frá eiganda gistiheimilis á Blönduósi. Eigandinn taldi að Sigurjón hefði misgert við sig og vildi bætur ofan á brottreksturinn en fékk ekki sínu framgengt: kæru hans til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála var í dag vísað frá nefndinni. Ástæðan er sú að kæran barst hálfu ári of seint.
23.08.2018 - 19:53