Blönduósbær
Enginn banki á Blönduósi eftir að Arion lokar þar í maí
Arion banki ætlar að loka útibúi sínu á Blönduósi. Með því verða Blönduósbúar að fara á Sauðárkrók til að sækja sér þjónustu bankans.
19.02.2021 - 11:44
Mótmæla lokun Arion banka á Blönduósi
Sveitarstjórn Blönduósbæjar mótmælir harðlega fyrirhugaðri lokun á útibúi Arion banka á Blönduósi. Sveitarstjórn ætlar að endurskoða viðskipti sín við bankann.
12.02.2021 - 10:19
Saumaði þrjú þúsund poka til að draga úr plastnotkun
Nokkrar konur á Blönduósi hafa frá árinu 2017 hist reglulega og saumað fjölnota poka sem staðið hafa viðskiptavinum Kjörbúðarinnar til boða í stað þess að kaupa plastpoka. Nú þremur árum og 3.000 pokum síðar er verkefninu lokið.
20.07.2020 - 15:06
Segir hróplegt ósamræmi í úthlutun úr framkvæmdasjóði
Sveitarstjóri Blönduósbæjar gagnrýnir úthlutun úr framkvæmdasjóði ferðamannastaða og segir hróplegt ósamræmi í henni. Af 500 milljónum runnu tæpar 34 til verkefna í landshlutanum.
27.04.2020 - 13:23
Vilja að afurðir séu fullnýttar heima í héraði
Aðferðir til að fullnýta afurðir heima í héraði voru rauði þráðurinn á íbúafundi í Varmahlíð. Óskað var eftir hugmyndum íbúa á Norðurlandi vestra vegna vinnu við sóknaráætlun fyrir árin 2020-2024. Umhverfismál vega þyngra en áður í nýrri sóknaráætlun og meðal annars er mælst til þess að mötuneyti á svæðinu kaupi meira beint frá býli eða beint úr bát.
01.09.2019 - 09:57
Flóttafólk setur svip á bæjarlífið
Flóttafólk sem fluttu hingað til lands í vor hafa glætt lífi í bæjarlíf Blönduóss og Hvammstanga. Í dag var haldin sérstök móttökuveisla á Blönduósi til heiðurs flóttafólkinu í bænum.
18.07.2019 - 21:54
Gagnaver Etix formlega opnað á Blönduósi
Nýtt 4000 fermetra gagnaver Etix á Blönduósi var formlega tekið í notkun í dag. Sveitarstjóri Blönduósbæjar segir afar mikils virði að fá slíka nýsköpun inn í samfélagið. Frekari uppbygging er fyrirhuguð á vegum Etix á Blönduósi.
21.05.2019 - 19:03
Allt að verða klárt fyrir komu flóttafólksins
Hátt í fimmtíu sýrlenskir flóttamenn koma til landsins á morgun og á miðvikudag. Fólkið verður búsett á Hvammstanga og Blönduósi. Undirbúningur fyrir móttöku nýrra íbúa hefur staðið yfir undanfarið á Blönduósi og Hvammstanga. Nýju íbúarnir eru 44 sýrlenskir flóttamenn sem dvalið hafa í Líbanon undanfarin ár, níu fjölskyldur og á þriðja tug barna. Fyrri hluti hópsins kemur til Hvammstanga annað kvöld og sá síðari á Blönduós á miðvikudagskvöld.
13.05.2019 - 13:27
Safnað fyrir sýrlenskar fjölskyldur
Rauði Krossinn á Blönduósi undirbýr komu flóttafólks frá Sýrlandi og óskar eftir húsgögnum, húsbúnaði og heillegum fötum. Fjölskyldurnar eru væntanlegar til Blönduóss og Hvammstanga um miðjan maí.
30.04.2019 - 11:02
50 flóttamenn til Blönduóss og Hvammstanga
50 sýrlenskir flóttamenn setjast að á Blönduósi og Hvammstanga í vor. Sveitarstjóri Blönduósbæjar segir að það eigi eftir að finna fólkinu húsnæði en er ekki í vafa um að tekið verði vel á móti nýjum íbúum.
18.02.2019 - 12:12
Bíða eftir útspili stjórnvalda
Stór skref í átt að sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu verða ekki stigin fyrr en stjórnvöld sína spilin. Þetta segir formaður sameiningarnefndar, sem telur að íbúakosning gæti í fyrsta lagi orðið næsta vor.
26.12.2018 - 15:16
Semja um rafmagn fyrir gagnaver á Blönduósi
Landsvirkjun og gagnaversfyrirtækið Etix Everywhere Iceland hafa undirritað samning um afhendingu 25 megavatta af rafmagni til nýs gagnavers á Blönduósi. Gagnaverið hefur hafið rekstur og standa yfir framkvæmdir við stækkun þess.
19.12.2018 - 11:01
Vildi láta reka Sigurjón en málinu vísað frá
Sigurjón Þórðarson, framkvæmdastjóri Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra, verður ekki rekinn út starfi þrátt fyrir kröfu þar um frá eiganda gistiheimilis á Blönduósi. Eigandinn taldi að Sigurjón hefði misgert við sig og vildi bætur ofan á brottreksturinn en fékk ekki sínu framgengt: kæru hans til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála var í dag vísað frá nefndinni. Ástæðan er sú að kæran barst hálfu ári of seint.
23.08.2018 - 19:53
Vilja ljúka viðræðum um sameiningu
Allar líkur eru á að viðræður um sameiningu sveitarfélaga í Austur-Húnvatnssýslu hefjist að nýju á næstunni. Stefnt er að sameiningu fjögurra sveitarfélaga, en hlé var gert á viðræðum vegna sveitarstjórnarkosninga. Tvær af fjórum sveitarstjórnum hafa tilnefnt fulltrúa í nýja sameiningarnefnd.
15.08.2018 - 11:54
Sex bítast um sveitarstjórastöðuna á Blönduósi
Átta sóttu um starf sveitarstjóra hjá Blönduósbæ sem auglýst var í kjölfar sveitarstjórnarkosninganna í vor. Samkvæmt upplýsingum frá bænum barst ein umsóknin of seint og var hafnað af þeim sökum og einn dró umsókn sína til baka. Eftir standa sex sem bítast um starfið:
06.07.2018 - 17:38
Gamla Blöndubrúin fær nýtt hlutverk
Gamla brúin, sem áður fyrr var þjóðvegur eitt yfir Blöndu, fær bráðum nýtt hlutverk. Brúin, sem er elsta samgöngumannvirki landsins, verður göngubrú yfir í fólkvang Blönduósbúa í Hrútey.
22.06.2018 - 21:18
Hættir eftir 40 ár sem oddviti
Valgarður Hilmarsson sveitarstjóri á Blönduósi, sem setið hefur í tæp 40 ár sem oddviti í sveitarstjórnum, hættir í pólitík eftir þetta kjörtímabil. Yfirfærsla grunnskólanna og málefna fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, segir hann stærstu verkefnin á ferlinum. Hann vill sjá frekari sameiningu sveitarfélaga.
25.05.2018 - 13:27
Vilja efla atvinnumálin á Blönduósi
Atvinnu- og húsnæðismál eru meðal brýnustu verkefna á Blönduósi að mati oddvita flokkanna tveggja, Lista fólksins og Óslistans, sem þar bjóða fram í sveitarstjórnarkosningum um næstu helgi. Í bænum er að hefjast bygging á fyrsta íbúðarhúsinu í nokkur ár.
20.05.2018 - 12:35
Ræða sameiningu allra sveitarfélaga í sýslunni
Samstarfsnefnd um sameiningu allra sveitarfélaga í Austur-Húnavatnssýslu mun hittast á öðrum fundi sínum í næstu viku. Formaður nefndarinnar segir vinnuna ganga vel.
01.12.2017 - 14:32
Sameiningarviðræður gætu hafist fljótlega
Þrjár sveitarstjórnir af fjórum í Austur-Húnavatnssýslu hafa samþykkt að hefja formlegar viðræður um sameiningu sveitarfélaganna. Beðið er eftir Skagabyggð, sem þarf að ákveða hvort á að sameinast Austursýslunni eða Skagafirði.
21.09.2017 - 12:11
Hreppur hirðir sorphirðugjald af bæjarfulltrúa
Úrskurðarnefnd umhverfis-og auðlindamála hafnaði kröfu eiganda sumarhúss í Húnavatnshreppi sem vildi að ákvörðun sveitarfélagsins um að leggja sorphirðugjald á húsið yrði ógild. Eigandinn, Oddný María Gunnarsdóttir, er bæjarfulltrúi í nágrannasveitarfélaginu Blönduósi og hún hélt því fram að húsið væri eyðibýli. Hreppurinn taldi þau rök vart halda vatni - húsið væri notað sem sumarhús þar sem ljósleiðari hefði verið lagður í það á síðasta ári.
04.09.2017 - 22:20
Sameining Austur-Húnavatnssýslu til skoðunar
Sveitarstjórnir í Austur-Húnavatnssýslu taka á næstunni afstöðu til þess hvort skuli hefja formlegar sameiningarviðræður. Þetta var ákveðið á fundi sveitarfélaganna í morgun. Forsvarsmenn Skagabyggðar er nú þegar í viðræðum við Skagafjörð um sameiningu og þurfa að ákveða hvoru megin borðsins þeir ætla að vera.
24.08.2017 - 14:34
Þreifingar í sameiningu sveitarfélaga NV-lands
Sveitarfélögin Skagafjörður og Skagabyggð eru að hefja formlegar sameiningarviðræður. Formaður samninganefndar og oddviti Skagabyggðar segir öll sveitarfélögin á Norðurlandi vestra sterkari sameinuð. Oddviti Húnaþings vestra segir allsherjarsameiningu sveitarfélaganna níu ekki koma til greina eins og staðan er.
27.07.2017 - 13:55
Segir uppsögn brjóta samkomulag frá 2007
Formaður Landssambands lögreglumanna er ósáttur við að yfirlögregluþjóni á Blönduósi hafi verið sagt upp störfum. Hann segir að uppsögnin brjóti samkomulag sem gert var við dómsmálaráðherra árið 2007.
22.05.2017 - 16:17
Yfirlögregluþjóni á Blönduósi sagt upp
Öðrum yfirlögregluþjóninum hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, nánar tiltekið á Blönduósi, var sagt upp í gærmorgun án fyrirvara og staða hans lögð niður. Hann hefur starfað hjá lögreglunni á Blönduósi í rúm 36 ár. Ástæðan er hagræðing innan embættisins.
19.05.2017 - 12:20