Bláskógabyggð

Laugarvatn eða Reykjavík?
Háskólaráð Háskóla Íslands ákveður á fundi sínum á morgun hvort námsbraut skólans í íþrótta- og heilsufræði verði áfram á Laugarvatni, eða verði flutt til Reykjavíkur. Í skýrslu starfshóps Háskólans er talið mun dýrara að hafa námið á Laugarvatni. Laugvetningar telja að skýrslur um málið byggi á ósanngjörnum samanburði.
Ódýrara að flytja námið til Reykjavíkur
Starfshópur skipaður af Háskóla Íslands telur að ódýrara sé að flytja nám í Íþrótta og heilsufræði til Reykjavíkur en að halda því áfram á Laugarvatni. Rekstrarkostnaður sé 10-14 milljónum króna hærri á ári á Laugarvatni en í Reykjavík. Endurbætur og endurnýjun aðstöðu kosti Háskólann allt að 280 milljónum meira á Laugarvatni.
Niðurstaða um áramót
„Við þurfum að klára þetta fyrir áramót“, segir Guðmundur Ragnar Jónsson formaður starfshóps Háskóla Íslands sem skoðar framtíð Íþróttaseturs Háskóla Íslands á Laugarvatni. Nefnd HÍ skilaði áliti í haust og setti fram þrjá kosti, tveir fela í sér flutning námsins frá Laugarvatni til Reykjavíkur.
"Yrði feykilegt áfall fyrir byggðina"
"Færi svo að nám í íþrótta og heilsufræði við Háskóla Íslands yrði fært til Reykjavíkur, yrði það feykilegt áfall fyrir skólasamfélagið á Laugarvatni og Bláskógabyggð. Það væri aukinheldur alröng stefna," segir Halldór Páll Halldórsson skólameistari Menntaskólans að Laugarvatni.
15.09.2015 - 18:18
Íþróttafræði í uppnámi
Átta manna starfshópur í Háskóla Íslands greinir nú að kostnað og þarfir við að flytja nám í íþrótta og heilsufræði til Reykjavíkur, eða halda því áfram með breyttu sniði á Laugarvatni. Þessir kostir felast í nýjum tillögum nefndar um framtíðarskipan námsins.
Hveragerði vill skoða sameiningu við Ölfus
Bæjarstjórn Hveragerðis hefur óskað eftir sameiningarviðræðum við sveitarfélagið Ölfus og er meirihluti Hvergerðinga jákvæður í garð sameiningar. Sveitastjórn Ölfuss kannaði ekki hug íbúa til sameiningar þrátt fyrir áskorun þar um.
T-listinn sigraði í Bláskógabyggð
T-listinn Listi tímamóta hlaut fimm menn kjörna í kosningunum í Bláskógabyggð og því hreinan meirihluta. T-listinn hlaut 69,8 prósent atkvæða. Þ-listinn Listi áhugafólks um sveitarstjórnarmál hlaut 30,1 prósent og tvo menn kjörna. Kjörsókn var 77,69 prósent.
Allt um sveitarstjórnarkosningar á vefnum
Kosið verður til sveitarstjórna 31. maí. Fjallað verður ítarlega um kosningarnar og aðdraganda þeirra í fréttum RÚV, í útvarpi, sjónvarpi og vef. Allar upplýsingar verða aðgengilegar á kosningavef RÚV.
Bláskógabyggð
Sveitarfélagið var stofnað árið 2002 þegar þrír hreppar voru sameinaðir – Þingvallahreppur, Laugardalshreppur og Biskupstungnahreppur.
05.05.2014 - 16:24
Fjórir landverðir ráðnir á Geysissvæðið
Alls verða fjórir landverðir ráðnir á Geysissvæðið í sumar, segir Ólafur Arnar Jónsson, sviðsstjóri hjá Umhverfisstofnun. Einn þeirra verður við störf allt árið um kring.
25.04.2014 - 19:33
Sýslumaður setur lögbann á gjaldtöku
Sýslumaðurinn á Selfossi setti í dag lögbann á innheimtu aðgangseyris að svæðinu við Geysi. Þá var íslenska ríkinu gert að leggja fram rúmlega 59 milljóna króna tryggingar en Landeigendafélag Geysis ehf. hafði krafist mun hærri tryggingar.
25.04.2014 - 13:15
Býður framkvæmdir upp á tugi milljóna
Lögmaður ríkisins segir landeigendur við Geysi ekki hafa svarað tilboði um tugmilljóna króna framkvæmdir við Geysi. Sýslumaður mun á morgun úrskurða um hvort lögbann verði sett á gjaldtöku þar.
11.03.2014 - 18:14
Pizzafabrikkan verður Gamla verkstæðið
Eigandi Pizzafabrikkunnar - sem má ekki nota nafn veitingastaðarins vegna hættu á ruglingi við Hamborgarafabrikku Jóa og Simma - segir þá félaga vera heppna. Hann hafi þegar verið búinn að ákveða að breyta nafninu á staðnum í Gamla verkstæðið. Annars hefði hann farið með málið lengra.
20.02.2014 - 09:00
Landeigendur ætla með málið fyrir dómstóla
Talsmaður eigendafélags Geysis gerir fyrirvara við einkaeign ríkisins á hverunum Geysi, Strokk, Blesa og fleiri hverum í Haukadal. Landeigendur hyggjast fara með málið fyrir dómstóla, náist ekki sátt við stjórnvöld um gjaldtöku.
12.02.2014 - 20:23
Blóm úr Biskupstungum
Í garðyrkjustöðinni Espiflöt í Reykholti er framleiddur um fjórðungur afskorinna blóma sem seldur er hér á landi. Það þarf að taka daginn snemma til þess að tína blómin, flokka þau og raða saman í vendi sem svo eru sendir með blómabílnum til Reykjavíkur.
10.02.2014 - 10:00
Telur nýtt deiliskipulag nauðsynlegt
Nýtt deiliskipulag er nauðsynlegt til að hægt sé að byggja virkjanir við Bláfell og Laufafell á sunnanverðu hálendinu eins og Neyðarlínan hefur í hyggju. Þetta er mat Skipulagsstofnunar en sveitarfélögin eru á öndverðum meiði.
26.12.2013 - 18:17
Neyðarlínan vill reisa virkjanir
Neyðarlínan vill fá að reisa litlar virkjanir við Bláfell og Laufafell til að knýja senda fyrir Tetra öryggiskerfið. Virkjanirnar eiga að leysa dísilrafstöðvar af hólmi.
45.000 ferðamenn koma við í gróðurhúsinu
Garðyrkjan í Friðheimum í Biskupstungum gengur ekki lengur bara út á matvælaframleiðslu, heldur líka ferðaþjónustu. Knútur og Helena, garðyrkjubændur, rækta þar tómata og gúrkur í miklu magni en þau taka líka á móti fjöldanum öllum af ferðamönnum sem sýna ylrækt á Íslandi áhuga.
18.11.2013 - 12:48
Friðun Skálholtsstaðar verði virt
Stjórn Skálholtsfélagsins beinir því til skipulagsyfirvalda í Bláskógabyggð að friðun sem er í gildi um Skálholtsstað verði virt í hvívetna.
24.10.2013 - 18:20
Viðhaldi á Skálholtskirkju ábótavant
Forsenda þess að áætluð miðaldakirkja rísi í Skálholti er að nýtt deiliskipulag verði unnið og fornleifaskráning á svæðinu liggi fyrir. Skráning fornminja gæti haft áhrif á staðsetningu hússins. Þetta kom fram á málþingi Skálholtsfélagsins í gær.
20.10.2013 - 14:15
Leggjast gegn miðaldadómkirkju í Skálholti
Prestar í Suðurprófastsdæmi hafa áhyggjur af því ef reisa á eftirlíkingu af miðaldadómkirkju í Skálholti eins og hugmyndir hafa verið uppi um. Einn þeirra, sóknarpresturinn í Odda, segir miðaldadómkirkju ekki eiga heima í Skálholti.
13.10.2013 - 13:00
Héraðsskólinn orðinn að hosteli
Héraðsskólinn á Laugarvatni hefur nú gengið í endurnýjun lífdaga en í dag opnaði þar hostel með litlum veitingastað og upplýsingaþjónustu fyrir ferðamenn.
01.08.2013 - 18:16
Stofna rafveitu í uppsveitum
Sveitarfélög og garðyrkjubændur í uppsveitum Suðurlands hafa stofna fyrirtæki til að sjá um dreifingu rafmagns í Bláskógabyggð og Hrunamannahreppi. Forsvarsmenn fyrirtækisins segja þetta bestu leiðina til að lækka raforkukostnað.
16.02.2013 - 12:26
Garðyrkjubændur stofna rafveitu
Sveitarstjórnir Bláskógabyggðar og Hrunamannahrepps hafa ásamt garðyrkjubændum stofnað félagið Uppsveitaorka ehf.
16.02.2013 - 05:10
150 milljónir til 44 verkefna
500 milljónir króna verða settar á þessu ári í uppbyggingu ferðamannastaða á landinu. Fyrsta úthlutunin úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða fór fram í dag, þar sem verkefni sem tengjast Geysissvæðinu og Stöng í Þjórsárdal fengu hæstu styrkina.