Bláskógabyggð

Landinn
„Þær virkilega grétu og voru frábær vitni í þessu máli“
Allir nemendur Menntaskólans að Laugarvatni tóku í vikunni þátt í viðamikilli forvarnardagskrá sem bar yfirheitið „Ábyrg í umferðinni“. Partur af dagskráni var sviðsett slys sem fékk hárin til að rísa.
Sýknað af 39 milljóna króna kröfu í áminningarmáli
Héraðsdómur Suðurlands sýknaði í síðustu viku Bláskógabyggð af 39 milljóna króna kröfu í skaðabótamáli fyrrverandi starfsmanns. Starfsmaðurinn krafðist þess að áminning sem honum var veitt fyrir fimm árum yrði dæmd ógild en sveitarfélagið var sýknað af þeirri kröfu. Þá taldi dómurinn að uppsögn starfsmannsins sem byggði á áminningunni hefði verið lögmæt.
Rekur síðasta naglann í kistu hjólhýsanna á Laugarvatni
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur hafnað beiðni Samhjóls, samtaka hjólhýsaeigenda á Laugarvatni, um að heimiluð verði fjögurra mánaða viðvera á hjólhýsasvæðinu og að hjólhýsin fái að standa þar yfir vetrartímann með stöðuleyfi. Þar með er endanlega ljóst að hálfrar aldrar sögu hjólhýsasvæðisins er lokið.
19.09.2021 - 08:56
Koma fyrr heim úr skólaferðalagi og beint í skimun
Nemendur í 9. bekk Álftamýraskóla í Reykjavík þurfa að koma fyrr heim úr skólabúðum á Laugarvatni þar sem nemandi í bekknum, sem þó var ekki með í ferðalaginu, greindist með COVID-19 í gær.
Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð
Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.
Myndskeið
Nota dróna til að smala sauðfé
Haustið er tími smalamennsku hjá sauðfjárbændum og leggja margir mikið á sig til að ná til kinda sem hafa gengið á afrétti yfir sumartímann. Í seinni tíð hafa bændur reynt að einfalda smalamennsku með aðstoð tækninnar og tækja og notkun dróna eykst ár frá ári.
26.09.2020 - 17:14
Ætla að loka hjólhýsahverfinu á Laugarvatni
Sveitastjórn Bláskógabyggðar hefur ákveðið að hætta rekstri hjólhýsasvæðis við Laugavatn innan tveggja ára. Ástæðan er sögð sú að öryggi fólks sé verulega ábótavant komi þar upp eldur. Bæði lögreglustjórinn á Suðurlandi og slökkviliðsstjóri Brunavarna Árnessýslu hafa bent á að ástandið á svæðinu sé með öllu óviðunandi með tilliti til brunavarna og öryggis fólks. Þá hefur Húsnæðis-og mannvirkjastofnun sagt að það sé á ábyrgð Bláskógabyggðar að tryggja fullnægjandi aðgerðir gegn eldsvoða.
17.09.2020 - 21:09
Myndskeið
Byggja gróðurhús og hótel í heimsfaraldri
Stærsta gúrku-, tómata- og blómaframleiðsla landsins verður bráðum í Reykholti í Biskupstungum, þar sem aðeins rúmlega tvö hundruð manns búa. Heimafólk ákvað að nýta tímann í faraldrinum til að ráðast í umfangsmiklar framkvæmdir og er bjartsýnt á framhaldið.
30.08.2020 - 21:15
Styðja sveitarfélög sem urðu fyrir mestum áföllum
Sex sveitarfélög fá samtals 150 milljónir króna til að bregðast við hruni í ferðaþjónustu. Mýrdalshreppur, Skaftárhreppur og Skútustaðahreppur fá mest í sinn hlut, 32 milljónir hvert sveitarfélag um sig.
Tvö brot á varnarlínum til rannsóknar hjá lögreglu
Matvælastofnun hefur óskað eftir að lögreglan rannsaki meintan flutning fjögurra lambhrúta frá Vestfjörðum til Norðurlands eystra. Ekki er heimilt að flytja sauðfé yfir varnarlínur nema í sérstökum undantekningartilfellum. Til þess þarf að fá leyfi Matvælastofnunar. Sambærilegt mál er til rannsóknar hjá lögreglunni á Suðurlandi.
Þingvallanefnd harmar að kviknað hafi í brúðkaupsgesti
Þingvallanefnd harmar atvik sem átti sér stað í brúðkaupi í Þingvallakirkju í byrjun október þegar eldur kviknaði í fatnaði eins brúðkaupsgests. Nefndin ætlar að fara yfir verklag og reglur um meðferð elds og kerta við athafnir í kirkjunni.
11.11.2019 - 16:15
Tíu börn hafa smitast af e. coli
Tíu börn hafa smitast og veikst af e.coli bakteríunni. Grunur um uppruna smits beinist að ákveðnum stað í uppsveitum Árnessýslu. Þetta segir Katrín Guðjónsdóttir, staðgengill forstöðumanns neytendaverndarsviðs Matvælastofnunar. Katrín segir að bakterían hafi að öllum líkindum borist með matvælum eða af snertingu við dýr. Gripið hafi verið til ráðstafana til að koma í veg fyrir frekara smit. 
08.07.2019 - 14:56
Matvæli og vatn til rannsóknar vegna e. coli
Tvö börn liggja alvarlega veik á barnaspítala Hringsins með nýrnabilun vegna sýkingar af e. coli bakteríu. Orsök smitsins er ófundin en bæði matvæli og drykkjarvatn eru til rannsóknar. Alls hafa fjögur börn veikst, á aldrinum fimm mánaða til sjö ára. Þau voru öll á sömu stöðunum í uppsveitum Árnessýslu.
04.07.2019 - 18:42
Myndskeið
Mjólkurkýr og bændur kveðja Skálholt
Skálholtskýr tínast nú af bænum ein af annarri því mjólkurbúskap verður hætt þar nú á fardögum sem eru í þessari viku. Síðasti ábúandinn og vígslubiskup kvöddust með mjólkurglasi og trega. Ætli ég láti ekki leggja mig inn á Hæli í Gnúpverjahreppi, segir síðasti ábúandinn í Skálholti.
07.06.2019 - 20:11
Lögreglumaður ákærður fyrir að slasa ökuþór
Héraðssaksóknari ákærði fyrr í mánuðinum lögreglumann fyrir líkamsmeiðingar af gáleysi og brot í opinberu starfi fyrir að valda umferðarslysi við eftirför á Þjórsárdalsvegi í maí í fyrra. Ökumaðurinn hálsbrotnaði og hlaut stóran skurð inn að höfuðkúpu.
28.01.2019 - 11:58
Slá tún í rigningu
Það rignir á Suðurlandi en þrátt fyrir það eru bændur farnir að slá tún. Halla Rós Arnarsdóttir, bóndi á Efstadal austan Laugarvatns, hóf að slá tún sín í gærkvöldi og þegar Fréttastofa RÚV náði tali af henni í hádeginu höfðu tuttugu hektarar verið slegnir. Veðurstofan spáir því að það stytti upp í kvöld og verði þurrt fram á hádegi á föstudag. Halla Rós treystir því að ná að þurrka heyið á þeim tíma.
04.07.2018 - 13:34
3 sækja um bæði Strandabyggð og Bláskógabyggð
Búið er að birta lista yfir umsækjendur um sveitarstjórastöðurnar í bæði Strandabyggð og Bláskógabyggð. Þrjú sækja um báðar stöðurnar. Tuttugu og fjögur sóttu um Bláskógabyggð og 13 um Strandabyggð.
02.07.2018 - 15:39
Fá ekki að reka Bullungu sem náttúrulaug
Laugarvatn Fontana, sem rekur heilsulind á Laugarvatni, fær ekki leyfi til að reka laugina Bullungu sem náttúrulaug. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála sem staðfesti þar með ákvörðun heilbrigðisnefndar Suðurlands þess efnis.
05.05.2018 - 15:24
Íbúar hræddir þegar þeir aka um Bláskógabyggð
Íbúar í Bláskógabyggð eru hræddir þegar þeir aka um holótta vegi sveitarfélagsins þar sem mikill fjöldi ferðamanna fer um á leið að Geysi. Þetta segir fulltrúi í sveitarstjórn og hvetur ráðamenn til að grípa til aðgerða. Ráðamönnum var boðið í ökuferð í dag frá Selfossi að Laugarvatni, Reykholti og Geysi til að sýna þeim holur og malbiksskemmdir.
06.03.2018 - 19:37
Sveitarstjórn hafnar risahóteli við Þingvelli
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar leggst gegn hugmynd um að reisa lúxushótel, heilsársbústaðabyggð, golfvöll og sundlaug á Skálabrekkujörð við Þingvelli. „Á þessu svæði finnst okkur þetta ekki passa inn í landslagið og nálægðina við þjóðgarðinn,“ segir Helgi Kjartansson, oddviti Bláskógabyggðar.
05.02.2018 - 17:06
Búið að loka sundlauginni á Laugarvatni
Sundlauginni og íþróttahúsinu á Laugarvatni hefur verið lokað þar sem ákveðið hefur verið að hætta þar íþróttakennslu á vegum Háskóla Íslands. Oddviti Bláskógabyggðar segir brýnt að ríkið aðstoði sveitarfélagið við rekstur mannvirkjanna.
07.06.2017 - 16:22
Vill loka veginum um Þingvelli og lækka hraða
Sveitarstjórn Bláskógabyggðar telur að við óbreytt ástand í samgöngumálum innan sveitarfélagsins verði ekki unað, vegir séu illa farnir og ríkið veiti ekki nauðsynlegt fé til endurbóta. Oddviti segir tímaspursmál hvenær stórt rútuslys verði.
10.04.2017 - 12:30
„Undarleg menntapólitík“
„Þetta er heljarhögg fyrir Bláskógabyggð og skólasamfélagið á Laugarvatni og gríðarleg vonbrigði, ég á varla til orð”, segir Helgi Kjartansson oddviti Bláskógabyggðar um ákvörðun Háskóla Íslands að flytja námsbraut í íþrótta og heilsufræði frá Laugarvatni til Reykjavíkur. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar blés til aukafundar vegna málsins og harmar ákvörðun Háskóla Íslands.
„Háskólinn í miðbænum“
Ákvörðun Háskólaráðs Háskóla Íslands um að færa íþróttafræðinám frá Laugarvatni til Reykjavíkur hefur vakið hörð viðbrögð. Meðlimir síðu á Facebook , „Íþróttafræðasetur áfram á Laugarvatni“, voru orðnir rúmlega 3500 um þrjúleytið í dag. Þingmenn og sveitarstjórnarmenn hafa lýst vonbrigðum og vantrausti á Háskólann. Í gær var flaggað í hálfa stöng fyrir framan hús Íþróttafræðasetursins á Laugarvatni.
Háskóli Íslands stendur ekki undir nafni
„Það er dapurlegt að Háskóli Íslands treysti sér ekki til þess að reka almennt háskólanám á landsbyggðinni. Aðalástæðan fyrir fækkun í íþróttakennaranámi er lenging námsins úr þremur árum í fimm. Það kallar á endurskipulagningu námsins hvort sem það flyst til Reykjavíkur eða verður áfram á Laugarvatni“, segir Sigurður Ingi Jóhannsson ráðherra og fyrsti þingmaður Sunnlendinga.