Björt framtíð

Fréttaskýring
Kosningafjör á Íslandi frá lýðveldisstofnun
Frá lýðveldisstofnun hafa iðulega komið fram ný framboð við alþingiskosningar, þó ekki í öllum kosningum og mismörg hverju sinni. Niðurstöður skoðanakannana benda til þess að níu framboð nái mönnum á þing í yfirstandandi kosningum. 
Myndskeið og viðtal
Heklar teppi til að ná bata frá kulnun
Átök í stjórnmálum, of mörg verkefni í einu og einhverfa leiddu til kulnunar hjá Guðlaugu Kristjánsdóttur, fyrrverandi stjórnarformanni Bjartrar framtíðar. Með því að hekla teppi tókst henni að fá bata.
26.10.2019 - 19:26
Bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar til L-listans
Preben Jón Pétursson, bæjarfulltrúi Bjartrar framtíðar á Akureyri, hyggst vinna með L-listanum í komandi sveitarstjórnarkosningum. Björt framtíð ætlar ekki að bjóða fram í sveitarfélaginu. Preben ætlar ekki að taka sæti ofarlega á lista L-listans, en verður mögulega kosningastjóri flokksins.
10 flokkar fram í borginni í vor
Dagur B. Eggertsson er eini upphaflegi oddvitinn í borgarstjórn frá kosningum 2014 sem ætlar að gefa kost á sér til endurkjörs í Reykjavík. Að minnsta kosti 10 flokkar ætla að bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum sem verða eftir tæpa fimm mánuði. Ýmsir spá því að fleiri framboð eigi eftir koma fram.
Ný ríkisstjórn vinsæl
Nærri fjórir af hverjum fimm kjósendum styðja ríkisstjórnina ef marka má skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem birt er í Fréttablaðinu í dag. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru lang stærstu flokkar landsins.
„Stærstir þrátt fyrir hneykslismál“
Erlendir fjölmiðlar tala um varnarsigur Sjálfstæðisflokksins þrátt fyrir hneykslismál í umfjöllun sinni um kosningaúrslitin í nótt. Þá er fjallað um ástæður þess að Íslendingar gengu að kjörborðinu öðru sinni á innan við ári.
Fjórðungur hyggst kjósa Sjálfstæðisflokkinn
Sjálfstæðisflokkurinn hlýtur nærri fjórðungs fylgi í landsvísu í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands gerði fyrir Morgunblaðið. Könnunin er birt í Morgunblaðinu í dag. Vinstri græn eru næst stærst með rúman fimmtung atkvæða, þá Samfylkingin með rúm 15 prósent, Miðflokkurinn hlýtur rúmlega níu prósenta fylgi, Píratar tæp níu prósent, Viðreisn rúm átta og Framsóknarflokkurinn um átta prósent. Þessir sjö flokkar ná mönnum inn á þing miðað við niðurstöður könnunarinnar.
Myndskeið
Verða að halda sér á jörðinni í efnahagsbólu
Það er mikilvægt að halda sér á jörðinni og taka skynsamlegar ákvarðanir núna þegar Íslendingar ganga í gegnum efnahagsbólu, sagði Óttarr Proppé, heilbrigðisráðherra og formaður Bjartrar framtíðar, ár ársfundi flokksins í morgun. Hann sagði að byggja þyrfti upp innviði eftir þurrð síðustu ára en það væri ekki hægt að gera allt í einu. Óttarr sagði að margt þyrfti að gera en sumt hefði mikil áhrif, til dæmis hefði uppbygging Landspítala mikil efnahagsleg áhrif vegna stærðar sinnar.
02.09.2017 - 12:08
Þrír ráðherrar ekki lagt fram neitt frumvarp
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar hafa lagt fram innan við þriðjung boðaðra þingmála á vorþingi. Ólíklegt verður að teljast að þeir nái að leggja fram þau sjötíu mál sem eftir standa áður en frestur til þess rennur út í lok vikunnar.
26.03.2017 - 12:36
Ríkisstjórnin fer með formennsku allra nefnda
Ríkisstjórnarflokkarnir fara með formennsku í öllum fastanefndum Alþingis. Þingflokksformaður Pírata segir að það séu stórfurðuleg vinnubrögð Sjálfstæðisflokksins að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd heyri ekki undir stjórnarandstöðuna. 
26.01.2017 - 12:37
Segir stjórnarliða vilja hlutast til um valið
Enginn í hópi stjórnarandstæðinga á Alþingi gegnir formennsku eða varaformennsku í þeim þingnefndum sem héldu fyrstu fundi sína í morgun. Þingflokksformaður Samfylkingarinnar segir að stjórnarandstæðingum hafi staðið til boða formennska í þingnefndum en stjórnarliðar hafi hins vegar viljað hlutast til um það hverjir úr röðum stjórnarandstæðinga yrðu valdir og það gangi ekki upp.
Fyrsti formlegi fundurinn hafinn
Fyrsti formlegi fundur í stjórnarmyndunarviðræðum Bjartrar framtíðar, Sjálfstæðisflokks og Viðreisnar er hafinn. Fundurinn er haldinn í Alþingishúsinu og þangað komu formenn flokkanna. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segist telja að viðræðurnar lukkist í þetta sinn.
Bjarni yrði forsætisráðherra
Bjarni Benediktsson verður forsætisráðherra, náist að mynda ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar. Bjarni fékk stjórnarmyndunarumboð frá forseta öðru sinni í dag og reynir í annað sinn formlegar stjórnarmyndunarviðræður þessara flokka.
Stjórnarmyndarviðræður hefjast eftir helgi
Píratar funda innbyrðis í dag um fyrirhugaðar stjórnarmyndunarviðræður en ekki er gert ráð fyrir að þær hefjist formlega fyrr en eftir helgina. Formaður Vinstri grænna segir ekki liggja fyrir hvort eitthvað hafi breyst frá þeim viðræðum sem áttu sér stað milli miðju- og vinstriflokkanna fimm, en formaður Bjartrar framtíðar telur líkur á málamiðlunum fara vaxandi.
Sjálfstæðisflokkurinn stærstur skv. könnun MMR
Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur samkvæmt nýrri MMR-könnun sem gerð var 19. til 26. október. Píratar eru næststærstir og Vinstri græn þriðju stærst.
Fáar konur í forystu til Alþingis
Fjórðungur efstu sæta framboðslista Sjálfstæðisflokks er skipaður konum. í efstu þremur sætum í öllum kjördæmum. Kynjahlutföll eru jöfn hjá Viðreisn og Vinstri grænum. Kona leiðir aðeins einn lista af sex hjá Sjálfstæðisflokki og Dögun.
Óttarr: Panamaskjölin kornið sem fyllti mælinn
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, rifjaði upp að fyrir ári síðan hefði hann við sömu aðstæður bent á að lipurð íkornans væri eftirsóknarverðari en þyngsli bjarnarins. „Því miður hefur manni oft liðið eins og postulínssalanum sem sér fíl ganga glaðhlakkalegan inn um dyrnar,“ sagði Óttarr – hin ólánsama ríkisstjórn væri nú að gefast upp á rólunum eins og Grýla gamla forðum.
26.09.2016 - 21:31
Eva kjörin stjórnarformaður Bjartrar framtíðar
Eva Einarsdóttir varaborgarfulltrúi var í dag kjörin stjórnarformaður Bjartar framtíðar á ársfundi flokksins. Flokksmenn kusu á milli hennar og Bjartar Ólafsdóttur þingmanns í rafrænni kosningu. Samkvæmt tilkynningu voru 74 sem greiddu atkvæði og þar af 40 sem greiddu Evu atkvæði. Hún tekur því við stjórnarformennsku af Brynhildi S. Björnsdóttur sem gegnt hefur starfinu undanfarið ár.
17.09.2016 - 18:40
„Maður getur gert gagn þó maður sé lítill“
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir að það skipti ekki máli þó flokkurinn sé lítill, hann geti samt gert mikið gagn. Hann gerir ekki ráð fyrir því að áherslur flokksins breytist fyrir næstu kosningar.
17.09.2016 - 13:37
Björt býður sig fram til stjórnarformennsku
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, hefur boðið sig fram sem stjórnarformaður flokksins. Stjórnarformaður er annar tveggja formanna en Óttarr Proppé alþingismaður er formaður flokksins.
15.09.2016 - 15:22
Gerði athugasemdir við nefndarleysi Sigmundar
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir það koma sér spánskt fyrir sjónir að aðeins skuli vera einn þingmaður á Alþingi sem ekki sitji í neinni nefnd og þurfi því ekki að taka þátt í nefndardögum sem hefjast á morgun og standa í þrjá daga. Umræddur þingmaður er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og formaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra.
13.09.2016 - 13:53
Björt framtíð birtir framboðslista sína
Björt framtíð birti í kvöld sex efstu menn á framboðslistum í öllum kjördæmum fyrir alþingiskosningarnar í október.
Guðmundur hættir á þingi
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður og fyrrverandi formaður Bjartrar framtíðar, ætlar ekki að sækjast eftir endurkjöri til Alþingis. Þetta tilkynnti hann á Facebook-síðu sinni í morgun. Guðmundur segir að eftir góða íhugun og samtöl við sína nánustu í sumarblíðunni hafi hann ákveðið að bjóða sig ekki fram í kosningum í haust.
Framboðslistar klárir í næsta mánuði
Undirbúningur fyrir þingkosningar í haust er langt kominn hjá öllum stjórnmálaflokkum. Sjálfstæðisflokkurinn í Norðvesturkjördæmi birti í dag lista yfir þá tíu sem bjóða sig fram í prófkjöri flokksins 3. september. Prófkjör flokksins verða í þremur kjördæmum til viðbótar sama dag. Prófkjörum Pírata verður öllum lokið um helgina. Fréttastofa tók saman hversu langt flokkarnir eru komnir fyrir komandi kosningar.
Lítil eftirspurn eftir sjónarmiðum um samvinnu
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, segir leiðinlegt að horfa upp á lélegt fylgi flokksins í skoðanakönnunum. Stór mál í samfélaginu í vor hafi kallað á að fólk skipti sér upp í hópa með eða á móti og þá sé lítil eftirspurn eftir sjónarmiðum um samvinnu.
02.06.2016 - 22:48