Bíllinn

Segir verðhækkanir hafa áhrif á komandi kjaraviðræður
Útgjöld heimilanna hafa hækkað um allt að tæplega 130.000 krónur miðað við fjögurra manna fjölskyldu í eigin húsnæði. Verkefnastjóri verðlagseftirlits ASÍ segir mikla hækkun hafa orðið á nauðsynjavörum og segir vonbrigði að nýtt fjárlagafrumvarp hafi ekki komið til móts við heimilin.
Samráð við leigubílstjóra í skötulíki
Formaður bifreiðastjórafélagsins Frama gagnrýnir stjórnvöld fyrir sýndarsamráð vegna frumvarps um leigubifreiðaakstur. Drög að frumvarpinu hafi ekki verið unnin í samráði við bílstjóra eða hagsmunasamtök þeirra né farþega sem þekki markaðinn af eigin reynslu.
Vöruðu Alþingi við afnámi leyfisveitinga og trygginga
Félag íslenskra bifreiðaeigenda og Bílgreinasambandið vöruðu Alþingi við því að fella niður skilyrði um leyfisveitingu og starfsábyrgðartryggingu fyrir sölu notaðra bíla. Það gæti leitt af sér að sviksamlegt athæfi færðist í aukana.
Mikil fjölgun í nýskráningum bíla það sem af er ári
Nýskráningum fólksbíla á Íslandi hefur fjölgað um 64 prósent frá því á sama tíma í fyrra. Alls voru skráðir tæplega fjögur þúsund nýir bílar fyrstu mánuði ársins samanborið við rúmlega 2.400 árið 2021.
FÍB segir tryggingafélög hafa sloppið ódýrt
Félag íslenskra bifreiðaeiganda (FÍB) segir að Samkeppniseftirlitið hefði fremur mátt sekta tryggingafélög en Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) vegna umræðu um verðlagningu tryggingaiðgjalda. Í mars lagði Samkeppniseftirlitið 20 milljóna króna sekt á samtökin.
Vonast til að tafir á afgreiðslu umsókna séu að baki
Að undanförnu hefur hægst nokkuð á afgreiðslu umsókna um endurgreiðslu virðisaukaskatts af viðhaldi fasteigna samkvæmt átakinu Allir vinna. Að hluta má kenna það áhrifum kórónuveirufaraldursins.
Allir vinna gæti breyst í allir tapa
Allir vinna gæti breyst í allir tapa, ef hætt verður að endurgreiða virðisaukaskatt af viðhaldi fasteigna um áramótin eins og stefnir í samkvæmt fjárlagafrumvarpinu. Þetta kemur fram í umsögn Húseigendafélagsins um fjárlagafrumvarpið.
15.12.2021 - 07:54
Spegillinn
Bensínverð í hæstu hæðum
Eldsneytisverð hefur hækkað um hátt í 40% á síðustu 18 mánuðum. Bensínlítrinn víða um land er kominn yfir 270 krónur en er þó 40 krónum ódýrari á völdum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu.   
26.10.2021 - 18:06
Sekta fyrir nagladekk í borginni eftir helgina
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ætlar að byrja að sekta fyrir notkun á nagladekkjum frá og með næsta þriðjudegi, 11. maí. Sektin fyrir notkun nagladekkja getur numið allt að 80 þúsund krónum.
07.05.2021 - 09:05
FÍB: Bifreiðatrygging dýrari hér en á Norðurlöndum
Bílatryggingar hérlendis eru allt að tvöfalt dýrari á Íslandi en hinum Norðurlöndunum samkvæmt samanburði Félag íslenskra bifreiðaeigenda sem segir engar eðlilegar skýringar á þessum mun. VÍS segir helstu ástæðuna vera ólíkan bótarétt milli landa og að samanburðurinn geti gefið ranga mynd.
25.11.2020 - 14:03
Hætta vonandi að slást með köplum og leiðslum
„Þetta er mikil réttarbót og vonandi hætta menn nú að slást með köplum og leiðslum,“ segir Sigurður Helgi Guðjónsson, formaður Húseigendafélagsins, um breytingar á lögum um fjöleignarhús sem samþykktar voru í vikunni og eiga að liðka fyrir rafbílavæðingu.
11.06.2020 - 13:20
Þurfa ekki samþykki annarra íbúa fyrir hleðslubúnaðinum
Íbúar fjölbýlishúsa þurfa ekki samþykki annarra eigenda hússins til að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla.
11.06.2020 - 07:57
„Þurfum fleiri, minni og sjálfstýrða vagna“
„Framtíðin er klárlega falin í því að koma okkur heim - að koma okkur á leiðarenda. Við erum ekki milljónaborg," segir Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna í borgarstjórn, um hvaða áherslur eigi að hafa í almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Hann fagnar aðgerðaáætlun í lofstlagsmálum og segir Íslendinga eiga mikil tækifæri í að nýta rafmagn til að knýja faratæki. Á Morgunvaktinni á Rás 1 gagnrýndi Eyþór hugmyndir meirihlutans um borgarlínu, sem séu úreltar. Hann
11.09.2018 - 10:27
Hærra hlutfall eigin fjár í bílaviðskiptum
Ný bílalán námu rúmum 14 milljörðum króna á síðustu tólf mánuðum. Júní og júlí voru metmánuðir. Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að fólk fjármagni bílakaup í meiri mæli með staðgreiðslu auk bílaláns. Ekki sé ástæða til að ætla að viðvörunarbjöllur séu farnar að klingja þótt bílalánum sé að fjölga. Endurnýjun bílaflotans sé tímabær.
07.09.2018 - 12:00
Viðtal
Æskilegt að fresta innleiðingu eins og Svíar
Runólfur Ólafsson, framkvæmdastjóri FÍB, segir að félagið telji æskilegt að fylgja fordæmi Svíþjóðar og fresta því að innleiða nýjan mengunarstaðal sem að óbreyttu tekur að hluta gildi hér á landi fyrsta september og að ári. „Svíar hafa frestað gildistökunni til fyrsta janúar 2020 af því að það er ákveðin óvissa uppi.“ Þá hafi Danir hafa ákveðið að lækka viðmið koltvísýrings til að jafna út milli kerfa.
23.07.2018 - 09:52
2.112 Subaru bílar verða innkallaðir
Rúmlega 2.100 Subaru bílar verða innkallaðir hér á landi á næstu dögum til viðgerðar eigendum að kostnaðarlausu. Neytendastofa greinir frá og segir að tilkynning þessa efnis hafi borist frá BL ehf., sem er með umboð fyrir Subaru á Íslandi. Innköllunin nær til Legacy og Outback af árgerðunum 2004 til 2009 og Impreza af árgerðunum 2008 til 2010.
21.06.2018 - 14:21
Innkalla 514 Nissan Navara bíla
Bílasalinn BL hefur tilkynnt til Neytendastofu um innköllun á Nissan Navara D40 árgerð 2005 til 2012, alls 514 bifreiðar. Í tilkynningu á vef Neytendastofu kemur fram að ástæðan sé sú að grunur sé um óeðlilega tæringu í grind bílanna.
20.12.2017 - 10:48
Kínverskur rafbíll pantaður á netinu
Kínverjast stefna að stórsókn með nýjar tegundir fjöldaframleiddra rafbíla inn á markaði Evrópu og Bandaríkjanna innan fárra ára. Hugmynd þeirra er sú að selja rafbílana beint til fólks eftir pöntunum á netinu framhjá bílaumboðum. Gísli Gíslason hefur unnið að þessu verkefni með kínverskum bílaframleiðanda. Hann ræddi rafbílavæðinguna á Morgunvaktinni á Rás 1.
01.09.2017 - 12:11
Engir nýir bílar seljast í Danmörku
Sala nýrra bíla í Danmörku stöðvaðist nánast í síðustu viku. Þá birti dagblaðið Politiken frétt um að ríkisstjórnin ætlaði að lækka álögur á bíla, svokallað skráningargjald, registreringsafgift. Ríkisstjórnin hefur hvorki viljað neita né staðfesta fréttirnar og á meðan seljast engir nýir bílar í Danmörku.
29.08.2017 - 13:40
Gjaldtaka fyrir rafhleðslu hafin
Við sundlaugina í Mosfellsbæ er nú fyrsta hleðslustöðin fyrir rafbíla þar sem gjald er tekið fyrir hleðslu. Hingað til hafa hleðslustöðvar, eða hlöður, hér á landi verið gjaldfrjálsar en það mun heyra sögunni til í náinni framtíð.
18.08.2017 - 17:23
„Rafbílar eru farartæki framtíðar“
Bjarni Már Júlíusson, framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar, er ekki í vafa um að rafbílar séu farartæki framtíðarinnar á Íslandi. Tæknin sé tilbúin, rafmagnið fyrir hendi, það þurfi bara að breyta hugarfari fólks. Rafmagnsbílum fjölgar nú á Íslandi sem og bílum sem eru knúnir rafmótor að hluta.
Elsti bíllinn meira en 100 ára gamall
„Allir eru velkomnir í klúbbinn, hvort sem þeir eiga bíl eða ekki,“ segir formaður Fornbílaklúbbsins, Þorgeir Kjartansson, en í ár eru 40 ár síðan klúbburinn var stofnaður.
06.07.2017 - 15:28
Kengúrur rugla sjálfkeyrandi Volvóa
Sjálfkeyrandi bílar sem sænski framleiðandinn Volvo er nú að þróa geta ekki greint kengúrur – hopp og skopp kengúranna veldur því að tölvukerfi bílsins fer í tóma flækju. Fyrirtækið hefur hannað sérstakan „greiningarbúnað fyrir stór dýr“, eins og tæknin er kölluð, og hún ræður vel við að láta bílana sveigja frá hjörtum, elgum og hreindýrum, en nýlegar tilraunir með bílinn í Ástralíu leiddu þetta nýja vandamál í ljós.
01.07.2017 - 08:30
Nýskráningar ökutækja sjaldan fleiri
Aukin sala á hinum ýmsu munaðarvörum er oftar en ekki merki um góðæri, þar má til dæmis nefna aukna sölu á nýlegum ökutækjum. Innflutningur á ökutækjum, stórum sem smáum, hefur stóraukist hér á landi undanfarna mánuði.
03.05.2017 - 15:33
Herferð gegn símanotkun undir stýri
Bresk yfirvöld hafa hert mjög viðurlög við síma- og snjalltækjanotkun ökumanna undir stýri. Sektir hafa verið hækkaðar mikið og ökumenn sem staðnir eru að brotum innan við tveimur árum frá því þeir fengu bílpróf verða sviptir ökuréttindum. Auglýsingaherferð á að gera fólki grein fyrir því að notkun síma og snjalltæka undir stýri er dauðans alvara.
11.03.2017 - 12:35