Austurland

Níu ný jarðgöng á lista í nýrri samgönguáætlun
Fjarðarheiðargöngum verður flýtt samkvæmt nýrri samgönguáætlun og hefjast framkvæmdir árið 2022. Áratugur gæti liðið þangað til göngin verða tekin í notkun en forseti bæjarstjórnar segir að ákvörðun um flýtingu strax færa heimamönnum von og auka bjartsýni.
03.07.2020 - 16:48
Frummat Fiskeldis Austfjarða ósammála áhættumati Hafró
Fiskeldi Austfjarða stefnir á 7000 tonna laxeldi í Stöðvarfirði og er umhverfismat komið í kynningu. Samkvæmt áhættumati Hafró þarf fiskurinn að vera ófjór en fyrirtækið áskilur sér rétt til að alla frjóan fisk verði áhættumatið rýmkað síðar. Í frummatskýrslu fyrirtækisins vegna umhverfisáhrifa er fullyrt að villtum laxastofnum myndi ekki stafa veruleg hætta af frjóum eldislaxi í firðinum.
03.07.2020 - 13:04
Biðu með skimun þar til Norræna sigldi íslenskan sjó
Babb kom í bátinn þegar átti að hefja skimun farþega um borð í Norrænu á leið til landsins í gær. Ekki hafði fengist formlegt leyfi frá Persónuvernd í Færeyjum og ákveðið var að bíða með skimun þar til skipið væri komið á íslenskt yfirráðasvæði.
02.07.2020 - 12:42
Margir bændur vilja taka þátt í heimaslátrunartilraun
Sauðfjárbændur hafa mikinn áhuga á tilraunaverkefni um heimaslátrun og hafa yfir 40 bændur skráð þátttöku. Nú mega þeir aðeins slátra heima til eigin nota en í haust verða gæði og heilnæmi kjötsins könnuð til að athuga hvort óhætt sé að setja slíkt kjöt á markað.
01.07.2020 - 09:28
Fjarðarheiðargöngum flýtt – framkvæmdir hefjast 2022
Framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar eiga að hefjast árið 2022 samkvæmt nýrri samgönguáætlun til fimm ára sem samþykkt var á Alþingi í gærkvöld.
30.06.2020 - 13:41
Myndband
Forn viskíflaska heimt úr hafi á Seyðisfirði
Ævagömul óopnuð viskíflaska veiddist á bryggjunni á Seyðisfirði þakin hrúðurkörlum og þara. Hönnun flöskunnar bendir til að hún sé yfir hundrað ára gömul, en innihaldið er görótt og ódrykkjarhæft.
30.06.2020 - 10:19
Grenjavinnsla seinna en vanalega
Grenjaskyttur eru farnar að ganga á greni. Gotin eru víða 2-3 vikum seinna en vanalega. Það er mikið um gelddýr við Öxarfjörð en frjósemi er óvenju mikil í Þingeyjarsveit.
29.06.2020 - 17:09
Múlaþing vinsælasta nafnið
Þriðjungur kjósenda í nafnakönnun fyrir sameinað sveitarfélag á Austfjörðum vill að nafnið Múlaþing verði fyrir valinu. Drekabyggð kom næst og Austurþing í þriðja sæti. Þessi nöfn nutu áberandi mestra vinsælda. Múlaþinghá, Múlabyggð og Austurþinghá ráku lestina.
28.06.2020 - 20:46
Niðurstaða úr Norðausturkjördæmi
Lokatölur bárust úr Norðausturkjördæmi rétt eftir klukkan sjö í morgun. Um 69 prósent kjörsókn var í kjördæminu og skiptust atkvæðin þannig að Guðni Th. Jóhannesson hlaut 93,4 prósent, en Guðmundur Franklín Jónsson 6,6 prósent.
Niðurstöðu að vænta úr nafnakosningu annað kvöld
Í nýju sveitarfélagi á Austurlandi greiddu kjósendur ekki aðeins atkvæði um forseta, heldur einnig um nafn á nýja sveitarfélaginu. 16 ára og eldri íbúar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar fengu að kjósa um nafn á sveitarfélaginu, auk erlendra ríkisborgara sem hafa kosningarétt í sveitastjórnarkosningum. Atkvæði úr nafnakosningunni verða talin seinni partinn á morgun.
Níu í sóttkví á Austurlandi - brýnt að herða tökin
Níu eru nú í sóttkví á Austurlandi vegna mögulegs COVID-19 smits. Aðgerðastjórn Almannavarna minnir Austfirðinga á að viðhalda öllum smitvörum. Þeir sem eru í sóttkví á Austurlandi hafa allir farið í sýnatöku og ættu niðurstöður að liggja fyrir í dag.
27.06.2020 - 14:57
Íbúar kjósa um nöfn á morgun: Austur-, Dreka- eða Múla-
Íbúar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi velja á milli sex nafna samhliða forsetakosningunum á morgun. Valið stendur um: Austurþing og Austurþinghá, Drekabyggð, Múlabyggð, Múlaþing og Múlaþinghá.
26.06.2020 - 12:18
Forðaði sér á rafhlaupahjóli undan mannýgum hundi
Ungur drengur á Eskifirði þurfti að gefa allt í botn á rafhlaupahjóli sínu til að sleppa undan mannýgum hundi fyrr í mánuðinum. Talið er að þetta sé sami hundur og var á eins konar skilorði eftir að hafa bitið konu í fyrra en eigandinn hafnar því að hundurinn hafi verið laus.
25.06.2020 - 12:24
Makrílveiðar hefjast fyrr en á síðustu vertíð
Makrílvertíðin er hafin og fyrirtæki í uppsjávarveiðum smám saman að snúa sér að því verkefni eftir fremur endasleppa kolmunnavertíð. Nokkur óvissa ríkir um sölu og verð fyrir makrílafurðir í kjölfar heimsfaraldurs kórónuveiru.
24.06.2020 - 20:43
Myndband
Skemmdir á stuðlum í Stuðlagili
Formaður Náttúruverndarsamtaka Austurlands gagnrýnir aðfarir landeiganda í Stuðlagili þar sem framkvæmdir eru hafnar við útsýnispall. Minnst þremur stórum hnullungum var velt niður í gilið og brutu þeir úr stuðlum á leiðinni niður í á.
24.06.2020 - 19:52
Tók um þrjá tíma að skima 300 farþega
Það tók um þrjá tíma að skima þrjú hundurð farþega sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun. Um 460 farþegar komu með skipinu, þrisvar sinnum fleiri en komu með skipinu í síðustu viku. Hluti farþega var frá Færeyjum og Grænlandi þurfa því ekki að fara í skimun. 
23.06.2020 - 14:07
Dæmdur vegna hópslagsmála í sumarbústaðabyggð
Héraðsdómur Austurlands sakfelldi karlmann í síðustu viku fyrir hans þátt í hópslagsmálum í sumarhúsabyggð, sem varð til þess að allt tiltækt lögreglulið á Egilsstöðum var kallað út. Maðurinn var sakfelldur fyrir líkamsárás og brot á lögreglulögum. Fyrir vikið fékk hann 30 daga skilorðsbundinn fangelsisdóm og var dæmdur til að greiða 203 þúsund krónur í málskostnað.
22.06.2020 - 21:10
Myndband
Gripir landnámsfólks flæða í tugatali úr jörð á Stöð
Fleiri mannvirki hafa komið í ljós á Stöð í Stöðvarfirði við uppgröft á stærsta skála víkingaaldar sem fundist hefur á Íslandi. Tugir gripa koma úr jörðu á hverjum degi, perlur og verkfæri, sumt með skrauti, eftir landnámsfólk.
19.06.2020 - 20:13
Hálfnaðar á hringferð til styrktar hjálparsímanum 1717
Tvær ungar konur, Elín Claire Heba Ramette  og Agnes Hjaltalín Andradóttir, eru hálfnaðar á hjólaferð í kringum landið. Þær eru ekkert að flýta sér og safna fé fyrir hjálparsíma Rauða krossins 1717. Þar eru símtöl orðin tvöfalt fleiri en á sama tíma í fyrra. Þær segja að ökumenn séu tillitssamir en ofbýður rusl sem hent er út um bílglugga.
19.06.2020 - 12:31
Krabbameinsráðgjafi ráðinn í fyrsta sinn á Austurlandi
Þeir sem veikjast af krabbameini á Austurlandi fá aukna þjónustu í heimabyggð eftir að sérstakur ráðgjafi Krabbameinsfélags Íslands tekur til starfa í fjórðungnum. Félagið ásamt aðildarfélögum á Austurlandi, Fljótsdalshéraði og Heilbrigðisstofnun Austurlands skrifuðu undir samning þess efnis í morgun. Starfsmaðurinn sinnir ráðgjöf við krabbameinsgreinda og aðstandendur og einnig forvörnum.
18.06.2020 - 18:40
Farsóttarhús við Eyvindará steinsnar frá Egilsstöðum
Rauði krossinn hefur tekið á leigu smáhýsalengju við Eyvindará steinsnar frá Egilsstöðum undir farsóttarhús. Þar eru 10 herbergi og á að nota húsið ef ske kynni að erlendir ferðamenn greindust með COVID-19 á Austurlandi. Farsóttarhús eru einnig í Reykjavík og á Akureyri.
18.06.2020 - 12:29
Myndskeið
Snjódrífur gengu sig upp að hnjám fyrir Lífskraft
Stærsti kvennaleiðangur sem þverað hefur Vatnajökul kom til byggða í dag eftir níu daga göngu. Sumar hlutu slæm sár á fótum en segja það vel þess virði. Markmiðið er að hvetja og bæta aðstöðu kvenna sem ganga í gegnum krabbamein.
15.06.2020 - 19:30
Losuðu veiðarfæri af hnúfubak í vanda
Björgunarsveit losaði veiðarfæri sem föst voru í hnúfubak, um 50 sjómílur austur af Fáskrúðsfirði. Björgunarsveitarmenn festu hnífa á löng prik til að ná til hvalsins en formaður sveitarinnar segir dýrið hafa verið hrætt og ósamvinnuþýtt.
15.06.2020 - 15:24
Norræna lögð af stað án sýnatökufólks
Norræna er nýlögð af stað frá Þórshöfn í Færeyjum til Íslands með 155 farþega. Flugvél átti að flytja sjö manna teymi til Færeyja í morgun til að taka sýni á leiðinni til landsins en hætta þurfti við meðal annars vegna þoku ytra.
15.06.2020 - 12:31
Myndband
Hafnarhúsið opnað á Borgarfirði eystra
Nýtt og glæsilegt þjónustuhús við Hafnarhólma á Borgarfirði eystra var opnað um helgina. Sveitarstjórinn spáir því að fleiri en 150 þúsund ferðamenn heimsæki Hólmann á ári en óvíða er hægt að komast í jafn mikið návígi við lunda. Húsið er ekki enn orðið aðgengilegt hreyfihömluðum.
15.06.2020 - 09:33