Austurland

Farsóttarhúsum á landsbyggðinni lokað
Farsóttarhúsin á Akureyri og Egilsstöðum hafa lítið verið nýtt og þeim verður lokað í dag. Umsjónarmaður húsanna segir mögulegt að fólk sem þurfi slíka þjónustu verði flutt til Reykjavíkur í einangrun.
30.09.2020 - 12:10
Viðbúnaður vegna vélarvana skips en allt fór vel
Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út á ellefta tímanum í gærkvöld vegna 160 tonna fiskiskips sem varð vélarvana skammt suðaustur af Berufirði. Þrír voru um borð og vörpuðu þeir akkeri þar sem álandsvindur var á svæðinu og aðeins sjö mílur í land.
Jón Björn nýr bæjarstjóri - Karl Óttar fær biðlaun
Bæjarstjóri Fjarðabyggðar sem hætti skyndilega í gær á rétt á þriggja mánaða biðlaunum; um sex milljónum króna. Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar og oddviti framsóknar, verður bæjarstjóri út kjörtímabilið. Hann segir ekki svigrúm til að auglýsa stöðuna enda tæp tvö ár eftir af kjörtímabilinu.
29.09.2020 - 12:51
Skipverjar fóru mögulega smitaðir í land á Djúpavogi
Skipverjar af línuskipinu Valdimar GK fóru mögulega covid-smitaðir í land á Djúpavogi þriðjudaginn 22. september. Fram kemur í tilkynningu frá aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi að þegar smitið greindist um borð í gær, fimm dögum síðar, hafi smitrakning fari í gang á Djúpavogi. Nú séu tveir í sóttkví í þorpinu en hvorugur hafi sýnt einkenni.
28.09.2020 - 11:52
Austfirðingar eignast kvikmyndahús á ný
Eftir áralanga bið geta Austfirðingar nú skellt sér í bíó eins og almennilegt fólk því Seyðfirðingar hafa endurreist kvikmyndahús staðarins. Stafræn tækni auðveldar litlum kvikmyndahúsum að sýna nýjustu myndirnar.
28.09.2020 - 11:24
Bæjarstjóri Fjarðabyggðar lætur af störfum
Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, hefur látið af störfum. Fram kemur í tilkynningu sem birt var á vef Fjarðabyggðar í morgun að hann láti af störfum að eigin ósk.
28.09.2020 - 09:58
Landinn
„Lundinn á betra skilið“
Tveir teiknarar settu upp Ný-lundabúð í fuglaskoðunarhúsinu í lundabyggð Hafnarhólma á Borgarfirði eystra í lok sumars.
28.09.2020 - 08:47
Guðni í kerfisleysu: „Þú ert númer 55 í röðinni“
78 ára gamall maður á Héraði óttast að fá gláku og hefur í heilt ár reynt að komast til augnlæknis án árangurs. Hann gagnrýnir að þurfa að fljúga til Reykjavíkur á COVID-tímum til að fá augnskoðun. Ríkið gæti nýtt fjármuni betur og bætt þjónustu úti á landi með því að skipuleggja ferðir sérfræðilækna, frekar en að fljúga með sjúklinga til Reykjavíkur. Framkvæmdastjóri lækninga hjá HSA segir að kerfið tryggi ekki gott aðgengi að sérfræðingum eins og augnlæknum á Austurlandi.
27.09.2020 - 12:49
Landinn
Krakkar elska að fara út að leika
Við völdum þennan stað af því hérna er svona gott flatlendi og svo er þetta bara góður og notalegur staður," segir Hjörtur Heiðdal Árnason. Hann og félagi hans, Arnar Freyr, eru sumsé að hefja smíði á skýli í Selskógi en það er gert úr trjágreinum og lurkum. „Fyrst ætlum við reyndar að gera svona bekk,“ segir Hjörtur og hampar stórum trjábút sem þeir Arnar Freyr fundu lengst inni í skógi.
24.09.2020 - 15:19
Deildu um yfirlýsingu látinna bræðra frá 1955
Yfirlýsing tveggja bræðra frá árinu 1955 og afsal þeirra til Rafmagnsveitna ríkisins fimm árum síðar voru undir í deilu um vatnsréttindi í Grímsá sem rötuðu fyrir dómstóla. Núverandi eigendur jarðarinnar sem bræðurnir áttu töldu að aldrei hefði verið samið um vatnsréttindi og vildu að dómstóllinn úrskurðaði að þau fylgdu jörðinni.
24.09.2020 - 13:31
Gætu þurft að loka Skaftfelli til áramóta vegna mistaka
Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi, fékk ekkert fé á fjárlögum vegna mistaka við umsókn um árlegt rekstrarfé. Allt stefnir í lokun og að starfsmenn fari á atvinnuleysisbætur í nóvember og desember.
24.09.2020 - 12:43
Vetrarfærð á fjallvegum og víða kuldalegt
Ofankoma hefur sett veg sitt á vegi víða um land, sérstaklega fjallvegi. Þar er víða vetrarfærð, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni. Gular viðvaranir vegna norðanhríðar og snjókomu verða í gildi á Norðurlandi eystra og Austurlandi að Glettingi fram eftir morgni. Á Akureyri er kuldalegt um að litast eins og sjá má á myndinni sem fylgir fréttinni og var tekin í morgun.
24.09.2020 - 08:39
Gular viðvaranir í nótt vegna snjókomu og skafrennings
Gul viðvörun tók gildi á Norðurlandi eystra klukkan 22 í kvöld og er í gildi til klukkan tíu í fyrramálið. Spáð er norðanátt, 10-15 metrum á sekúndu, með snjókomu og skafrenningi og lélegu skyggni. Hætt er við að færð spillist á fjallvegum.
23.09.2020 - 23:47
Hugmynd um samstjórn í Múlaþingi fær ekki undirtektir
Oddviti Austurlistans í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi hefur lagt til að samstjórn verði mynduð eftir kosningar þar á laugardag. Hún telur að vilji kjósenda sé hunsaður með meirihlutaviðræðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sem hefði aðeins 48% atkvæða á bak við sig og eina konu í bæjarstjórn.
23.09.2020 - 11:55
Myndband
Norræna stækkuð - heilli hæð bætt ofan á skipið
Farþegaferjan Norræna verður stækkuð í vetur og útikaffihúsi og heilli hæð með 50 káetum fyrir 100 manns bætt ofan á skipið. Ferjan verður úr leik í tvo og hálfan mánuð og annað skip sinnir vöruflutningum á meðan. 
22.09.2020 - 19:00
Auðskilið mál
Sjálfstæðisflokkurinn fékk flest atkvæði á Austurlandi
Sjálfstæðisflokkurinn fékk flest atkvæði í sveitarstjórnar-kosningum í nýju sveitarfélagi á Austurlandi síðasta laugardag. Flokkurinn fékk fjögur sæti í sveitarstjórn. Austurlistinn fékk þrjú sæti og Framsóknarflokkurinn tvö.
22.09.2020 - 14:26
Sjálfstæðismenn ræða við Framsókn í nýju sveitarfélagi
Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa ákveðið að hefja meirihlutaviðræður í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Formlegar viðræður hefjast í dag. Sjálfstæðisflokkurinn fékk flesta bæjarfulltrúa í kosningunum á laugardag og er í lykilstöðu við myndun tveggja flokka meirihluta. Bæði Framsókn og Austurlistinn sóttust eftir meirihlutasamstarfi við Sjálfstæðismenn.
22.09.2020 - 13:10
Hreindýraveiði sumarsins lokið
Hreindýraveiðitímabili sumarsins lauk í gær. Kvóti sem má veiða á hverju ári var ekki fylltur.
22.09.2020 - 07:23
Framsókn og Austurlisti vilja helst starfa með D-lista
Formlegar viðræður eru ekki hafnar um myndun meirihluta sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Sjálfstæðismenn eru í lykilstöðu að mynda tveggja flokka meirihluta. Oddvitar Framsóknarflokks og Austurlista segja báðir að samstarf við Sjálfstæðisflokk sé þeirra fyrsti kostur.
Settu grímuskyldu vegna nálægðar við höfuðborgarsvæðið
Skólum utan höfuðborgarsvæðisins er í sjálfsvald sett hvort þeir taka upp grímuskyldu. Í skólum sem eru fjarri höfuðborgarsvæðinu, á Akureyri, Egilsstöðum, Tröllaskaga og Ísafirði, er grímunotkun valkvæð.
21.09.2020 - 12:35
Landinn
Lifa sig inn í líf og dauða Sunnefu
„Það er ekki annað hægt, þegar maður er hérna við þennan drekkingarhyl, en að finna sterkt fyrir sögunni,“ segir Tinna Sverrisdóttir sem leikur Sunnefu í samnefndu verki sem frumsýnt er í Sláturhúsinu á Egilsstöðum um helgina.
20.09.2020 - 20:30
Vonar að þreifingar verði formlegar á morgun
Sjálfstæðismenn eru í lykilstöðu um myndun meirihluta eftir sveitarstjórnarkosningar í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Oddviti þeirra vonar að það skýrist á morgun hvort teknar verða upp viðræður við Framsókn eða Austurlistann. 
20.09.2020 - 20:29
Sjálfstæðismenn funda um mögulegan meirihluta
Þreifingar um myndun meirihluta í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi gætu hafist síðar í dag. Sjálfstæðisflokkurinn fékk flesta menn í sveitarstjórnarkosningum í gær, er í lykilstöðu og ræðir kosti sína á fundi í dag.
20.09.2020 - 12:34
Viðtal
Ætlar að ræða við baklandið áður en þreifingar hefjast
Gauti Jóhannesson, oddviti sjálfstæðismanna í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi segir að engar meirihlutaviðræður séu hafnar eftir að úrslit sveitarstjórnarkosningar voru tilkynnt klukkan hálf eitt í nótt. Morgundagurinn verði nýttur til að ræða við baklandið.
20.09.2020 - 01:55
Myndband
Tilkynnt um úrslit í Múlaþingi
Sjálfstæðismenn eru í lykilstöðu um myndun tveggja flokka meirihluta í nýju sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi. Úrslit sveitarstjórnarkosninga voru tilkynnt um klukkan hálf eitt í nótt.
20.09.2020 - 01:23