Austurland

Lítið fé í fornleifar - 10 ár að klára uppgröft á Stöð
Rannsóknir á landnámsskála og mögulegri útstöð höfðingja á Stöð í Stöðvarfirði fengu hæsta styrkinn úr Fornminjasjóði í ár, fjórar milljónir króna. Lítið fé til fornleifarannsókna veldur því að aðeins er hægt að vinna í mánuð á sumri. Með þessu áframhaldi tekur tíu ár til viðbótar að ljúka uppgreftrinum.
26.03.2021 - 13:59
Fimm smitaðir í vinnuhópi sem kom með Norrænu
Fimm COVID smit eru skráð á Austurlandi á Covid.is Ekki er þó komið upp samfélagssmit í fjórðungum svo vitað sé heldur greindust smitin á landamærum. Fimm eru smitaðir í 25 manna vinnuhópi sem kom með Norrænu til Seyðisfjarðar í vikunni. Þeir smituðu eru allir í einangrun en hópurinn er við vinnu á afskekktum stað á Austurlandi.
26.03.2021 - 11:35
Þurfa ekki að segja upp starfsfólki hjúkrunarheimila
Ekki þarf að segja upp öllum starfsmönnum hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð og Vestmannaeyjum við yfirtöku ríkisins á þjónustunni. Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar segir að heilbrigðisráðuneytið hafi fallist á að starfsmennirnir haldi réttindum sínum.
25.03.2021 - 15:53
Samgöngustofa og LHG skoða upplýsingagjöf skipstjóra
Ekki hafa greinst fleiri kórónuveirusmit um borð í súrálsskipinu Taurus Confidence sem liggur við bryggju á Reyðarfirði. Tíu af nítján manna áhöfn greindust smitaðir af brasilísku afbrigði veirunnar á sunnudag. Skipverjar voru skoðaðir í gær og var ekki talin ástæða til að flytja neinn á sjúkrahús. Landhelgisgæslan og Samgöngustofa hafa til skoðunar hvort eðlilega var staðið að tilkynningu um veikindi um borð.
24.03.2021 - 11:55
Vilja senda laxeldi í Seyðisfirði á byrjunarreit
Baráttufélag gegn laxeldi í Seyðisfirði telur Fiskeldi Austfjarða óheimilt að fjölga áformuðum eldisvæðum í miðju ferli umhverfismats. Fyrirtækið þurfi aftur á byrjunarreit ætli það að hefja 10 þúsund tonna eldi í firðinum. Ósamræmi sé milli tilkynntra áforma og þess sem fram kemur í frummatsskýrslu og eldissvæði séu orðin fleiri en upphaflega stóð til.
23.03.2021 - 12:30
Skipverjar með brasilískt afbrigði - fá vitjun í dag
Enginn skipverjanna tíu, sem greindust með kórónuveirusmit í súrálsskipinu á Reyðarfirði, reyndist alvarlega veikur þegar læknir skoðaði þá í gær. Sjö liggja í pestinni og fá aðra vitjun í dag. Vistum hefur verið komið um borð í skipið sem líklega þarf að hafa viðdvöl á Reyðarfirði þar til mennirnir hafa náð sér. Sýni voru aftur tekin úr áhöfninni í gær til að ganga úr skugga um hvort fleiri hefðu smitast og ætti það að skýrast í dag. Þeir smituðu eru með brasilískt afbrigði veirunnar.
23.03.2021 - 11:53
Landinn
Dansa fyrir Duchenne
„Þið vitið hvað er að fara að gerast, það er föstudagsfjör og við dönsum fyrir Duchenne!" Þannig hefjast yfirleitt dansmyndbönd sem Hulda Björk Svansdóttir tekur upp á hverjum föstudegi og dreifir á Youtube, Facebook og víðar. Hulda Björk og Ægir Þór, sonur hennar sem er með Duchenne-sjúkdóminn, fá þá hina og þessa til að dansa með sér til að vekja athygli á sjúkdómnum og baráttunni gegn honum.
Enginn skipverjanna er alvarlega veikur
Vakt er við súrálsflutningaskip sem lagðist að bryggju í Reyðarfirði í fyrradag, eftir að kórónuveirusmit greindust hjá skipverjum, til að gæta þess að enginn fari um borð sem ekki á þangað erindi. Tíu af 19 manna áhöfn hafa greinst með veiruna, óvíst er hvað afbrigði hennar um ræðir, en beðið er niðurstöðu raðgreiningar.
Tíu skipverjar á súrálsskipi greindust með COVID-19
Tíu greindust með COVID-19 um borð í súrálsflutningaskipi sem lagðist að bryggju á Reyðarfirði í gær. Skipstjóri greindi frá því við komu skipsins að sjö skipverjar væru veikir. Að fenginni einkennalýsingu og öðrum faraldursfræðilegum þáttum var ákveðið að taka sýni úr allri áhöfninni, sem náðist undir kvöld í gær. Í ljós kom að tíu af 19 skipverjum reyndust vera með COVID-19. Ekki er talin hætta á að smitið dreifi sér.
21.03.2021 - 22:06
Landinn
Hafa starfað saman á fjallstoppi í nær þrjátíu ár
Það er vetrarríki á Gunnólfsvíkurfjalli sem rís meira en 700 metra úr sæ. Á fjallinu er ratsjárstöð og þar sinna tveir menn vinnu sinni.
Vara við hruni úr hlíðinni ofan Seyðisfjarðar
Hreyfinga hefur orðið vart við upptök skriðunnar sem féll úr Botnabrun á Seyðisfirði í desember í fyrra. Í tilkynningu frá Almannavörnum er varað við því að hrunið geti úr sárinu sem myndaðist en ekki er gert ráð fyrir hættu í byggð. Þeir sem starfi á skriðusvæðinu þurfi að fara varlega. Þá er varað við ferðum í hlíðinni fyrir neðan upptök stóru skriðunnar í desember.
19.03.2021 - 17:31
Reyðfirðingar þurfa að minna sig á að það er enn mars
Óvenju hlýtt hefur verið á Austfjörðum í dag. Hiti mældist yfir tuttugu stigum bæði á Dalatanga og Neskaupstað, og sjálfvirkir mælar Veðurstofunnar bæði í Reyðarfirði og Eskifirði sýndu 19,6 stig í dag og á Bakkagerði náði hitinn 19,3 stigum. Díana Ívarsdóttir, aðstoðarskólastjóri Grunnskólans á Reyðarfirði segir Reyðfirðinga þurfa að minna sig á að það sé ennþá bara mars.
18.03.2021 - 15:48
Yfir 19 stiga hiti í Reyðarfirði og Bakkagerði
Hiti fór upp í 19,4 stig á sjálfvirkum mæli Veðurstofunnar við Kollaleiru í Reyðarfirði í kringum hádegi í dag. Í Bakkagerði mældist 19,3 stiga hiti og á Neskaupstað náði hitinn 18,9 stigum.
18.03.2021 - 11:00
Myndskeið
Gjörbreytt bæjarmynd á Seyðisfirði eftir skriðurnar
Vinna við framtíðarvarnir ofan við hlíðina á Seyðisfirði er enn á frumstigi en bráðabirgðavarnir eru langt komnar. Ásýnd Seyðisfjarðar hefur breyst mikið síðan skriðurnar féllu fyrir jól.
17.03.2021 - 19:56
Snjóflóðahætta í miklum hlýindum
Snjó- eða krapaflóð gætu fallið í þeim hlýindum sem eru á landinu. Hættan er einna mest á utanverðum Tröllaskaga þar sem nýlega fallinn snjór er til fjalla.
17.03.2021 - 13:43
Stutt og snörp 70 þúsund tonna loðnuvertíð á enda
Veiðum á stuttri loðnuvertíð er nú lokið, en íslenski flotinn mátti aðeins veiða tæp 70 þúsund tonn. Talið er að útflutningsverðmæti afurða verði allt að 25 milljarðar króna.
Fjarðabyggð situr uppi með tugmilljóna kostnað
Fjarðabyggð gæti setið uppi með tug milljóna kostnað við að skila hjúkrunarheimilum til ríkisins. Enginn ætti að missa vinnuna þó að reksturinn færist yfir, segir Guðjón Hauksson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands, sem tekur við rekstri hjúkrunarheimila á Fáskrúðsfirði og Eskifirði.
15.03.2021 - 12:40
Myndband
Löglegur landi bruggaður á Borgarfirði eystra
Borgfirskir landabruggarar eru skriðnir upp úr kjöllurunum og sjóða landann fyrir opnum tjöldum í nýrri löglegri landaverksmiðju. Mikil þekking á landaframleiðslu er í þorpinu en með gamalli tækni, smá geri og sykri, má breyta vatni í vín.
12.03.2021 - 20:28
Enn mikil ófærð víða um land
Þó tekist hafi að opna margar af helstu leiðum á norðanverðu landinu í morgun er enn mikil ófærð. Verst er ástandið með ströndinni á Norðurlandi vestra og á Vestfjörðum. Holtavörðuheiði hefur verið lokuð frá því í gær.
11.03.2021 - 13:02
Múlaþing hafi ofhannað kennslustofur út af borðinu
Fyrrverandi formaður bæjarráðs á Seyðisfirði telur að Múlaþing hafi ofhannað lausar kennslustofur og gert þær of dýrar. Það varð til þess að þær eru ekki enn komnar í notkun vegna of mikils kostnaðar. Vel hefði verið hægt að sleppa með 22-23 milljónir í kostnað í stað rúmra 60 milljóna.
10.03.2021 - 12:13
Stækkun Norrænu kostaði 2 milljarða - 9000 m2 af teppum
Endurbætt Norræna kom til Seyðisfjarðar í fyrsta skipti í morgun. Heilli hæð og útsýnisveitingastað hefur verið bætt ofan á ferjuna. Skipstjórinn segir hana betri í sjóinn eftir breytingarnar - en þær þyngdu skipið um 533 tonn.
10.03.2021 - 09:30
Úrskurðaður í farbann fyrir árás á samstarfsmann
Landsréttur hefur staðfest úrskurð Héraðsdóms Austurlands um farbann yfir karlmanni sem er grunaður um fólskulega árás á samstarfsmann sinn. Hann er talinn hafa kýlt kollega sinn ítrekað í andlitið. Lögreglan á Austurlandi óttast að maðurinn reyni að komast úr landi. Hann sé nú þegar kominn til Suðurnesja ásamt félaga sínum og hafi greint frá því að þeir ætli að yfirgefa Ísland á næstu dögum.
08.03.2021 - 20:45
Styðja uppbyggingu Stuðlagils
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra hefur ákveðið að styðja uppbyggingu á Stuðlagili á Efra-Jökuldal um 15 milljónir króna. Landeigendur á svæðinu hafa fengið sjálfseignarstofnunina Austurbrú til liðs við sig til að vinna að uppbyggingu Stuðlagils.
05.03.2021 - 16:50
Húsnæði Seyðisfjarðarskóla setið á hakanum árum saman
Húsnæði grunnskólans á Seyðisfirði er óboðlegt eftir margra ára viðhaldsleysi, og er óaðgengilegt fötluðum. Bráðabirgðastofum var ekki komið í gagnið fyrir veturinn og gætu kostað þrisvar sinnum meira en áætlað var.
04.03.2021 - 09:56
Hornfirðingar sjá hægar hamfarir - undirrita aðgerðir
Íbúar í sveitarfélaginu Hornafirði horfa á hverjum degi upp á áhrif loftslagsbreytinga og hopandi jökla. Landið lyftist, sem gerir innsiglinguna erfiðari, og ófallnar bergskriður blasa við þegar jöklarnir hverfa. Sveitarfélagið og 20 fyrirtæki undirrita loftslagsyfirlýsingu í síðustu viku.
04.03.2021 - 09:10