Austurland

Þurftu aðstoð niður af Fjarðarheiði
Fólk sem lagði af stað frá Egilsstöðum til Seyðisfjarðar í kvöld átti í mestu vandræðum með að komast heim vegna ófærðar. Nærri minnisvarðanum við Neðri-Staf á Fjarðarheiði komust bílar ekki leiðar sinnar vegna snjós sem safnaðist í skafl og lokaði veginum.
04.05.2020 - 23:38
Björgunarsveitir kallaðar út
Björgunarsveitarfólk var kallað út til aðstoðar vegfarendum í vanda á Fjarðarheiði rétt fyrir klukkan tíu í kvöld. Samkvæmt hjálparbeiðnni voru hátt í tíu bílar fastir og komust ekki leiðar sinnar vegna vonds veðurs og snjókomu. Björgunarsveitarmenn voru fljótir á vettvang og fundu sjö bíla fasta á Fjarðarheiði, nærri Neðri-Staf ofan við Seyðisfjörð.
04.05.2020 - 22:08
Myndband
Ætla að skipta um sál í bragganum á Bakkafirði
Ónýtt braggaskrifli á Bakkafirði hefur verið íbúum til ama en það gæti breyst ef draumur ungrar fjölskyldu rætist. Þau keyptu braggann á eina krónu, ætla að gera þar listamannaíbúð og laða hugmyndaríkt fólk á staðinn.
03.05.2020 - 09:08
Biður Brim um að gefa rafstöð eftir Sigvalda grið
Skiptar skoðanir eru um hvort rífa skuli um 60 ára gamalt rafstöðvarhús á Vopnafirði eftir Sigvalda Thordarson arkitekt. Óljóst er hve mikið kostar að laga húsið en eigandinn telur það glórulaust verkefni.
03.05.2020 - 08:53
Tvær fiskvinnslur á Bakkafirði - fólk vantar til starfa
Grásleppusjómenn eru sumir að klára vertíðina og bátarnir koma drekkhlaðnir til Bakkafjarðar. Þar hefur fiskast vel og aflinn fer til vinnslu í nýrri fiskvinnslu Bjargsins í húsnæði sem Toppfiskur átti áður. Þar hefur verið sett upp hrognavinnslulína en söltuð grásleppuhrognin þykja herramannsmatur.
30.04.2020 - 19:47
Vegur til Mjóafjarðar á kafi en Öxi opnast í dag
Þó kominn sé áttundi dagur sumars og vorfuglar syngi er vegurinn til Mjóafjarðar á Austurlandi enn á kafi í snjó og aðeins fært sjóleiðina. Blásarar ljúka við að opna veginn yfir Öxi í dag en þar eru 2 metra há snjógöng á köflum.
30.04.2020 - 13:04
Helgi Gíslason nýr sveitarstjóri í Fljótsdal
Nýr sveitarstjóri hefur verið ráðinn í Fljótsdalshreppi. Helgi Gíslason framkvæmdastjóri var ráðinn úr hópi 17 umsækjenda. Helgi stýrði Skógrækarfélagi Reykjavíkur og var áður framkvæmdastjóri Héraðsskóga. Í Fljótsdal eru skráðir 86 íbúar og verði frumvarp um lágmarksíbúafjölda sveitarfélaga samþykkt þarf hreppurinn að sameinast öðru sveitarfélagi á næsta kjörtímabili 2022-2026.
30.04.2020 - 12:23
Fáar bókanir með Norrænu í sumar - fleiri í haustferðir
Ferjan Norræna kom til Seyðisfjarðar í morgun með 24 farþega. Hún kemur frá Danmörku með viðkomu í Færeyjum og fóru allir beint í 14 daga sóttkví. Samkvæmt upplýsingum frá Smyril Line voru þetta aðallega Íslendingar á heimleið en einnig nokkrir útlendingar sem koma til að vinna sérverkefni. Þeir fara í svokallaða b-sóttkví og mega aðeins fara á milli vinnu og náttstaðar. Allir fylla út sérstakt smitrakningarblað gefið út af Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni.
28.04.2020 - 11:30
Vill vorveiðar á heiðagæs til að minnka tjón í túnum
Gæsir flykkjast til landsins og á Suðausturlandi eru ræktuð tún efst á matseðlinum, bændum til mikils ama. Bóndi í Nesjum í Hornafirði skorar á stjórnvöld að leyfa vorveiðar á heiðagæs. Stofninn hefur margfaldast á síðustu áratugum.
24.04.2020 - 20:15
Logsuðubragð af vatninu: Börnum gefin mjólk í staðinn
Engin skýring hefur fundist á óbragði sem Fáskrúðsfirðingar finna af kranavatni í bænum meðal annars í leikskólanum. Vatnssýni fór í smökkun og fleiri greiningar en ekkert óeðlilegt hefur fundist. Heilbrigðiseftirlit segir vatnið drykkjarhæft.
24.04.2020 - 12:22
Um fjórðungur Hornfirðinga á hlutabótum eða án atvinnu
Hornfirðingar þurfa ekki bara að kljást við hrun í ferðaþjónustu heldur líka humar- og loðnubrest. Ungt námsfólk leitar á náðir sveitarfélagsins um sumarvinnu á sama tíma og næstum fjórðungur íbúa fær hlutabætur eða hefur misst vinnuna.
22.04.2020 - 21:30
Gott veðurútlit - hægar suðlægar áttir framundan
Nú er milt veður í kortunum og vorið virðist komið fyrir alvöru. Það er útlit fyrir hægar suðlægar áttir næstu vikur og tveggja stafa tölur - sérstaklega þó fyrir norðan og austan.
21.04.2020 - 14:45
Norræna komin eftir stopp: „Maður bara hékk í klefanum“
Allir þeir 23 farþegar sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun fóru í 14 daga sóttkví eins og skylt er. Skipið siglir nú að nýju eftir fimm vikna stopp; aðallega með frakt.
21.04.2020 - 12:48
Steypa yfir leka úr El Grillo og kenna fuglaþvott
Ráðist verður í aðgerðir til að hindra olíuleka úr breska tankskipinu El Grillo sem Þjóðverjar grönduðu í Seyðisfirði í seinni heimsstyrjöldinni. Bretar sem bera ábyrgð á um 5 þúsund skipsflökum víða um heim hafa boðið ráðgjöf og kennslu í að bjarga olíublautum fuglum.
20.04.2020 - 09:21
Veiran og fiskurinn: „Þetta eru skrítnir tímar“
Heildarverðmæti útfluttra sjávarafurða á fyrstu 15 vikum ársins var 7,7% minna en á sama tíma í fyrra. Hefði gengi krónunnar ekki lækkað hefði samdrátturinn verið 12,2%. Farsóttin, bræla á kolmunnamiðum og loðnubrestur skýra samdráttinn.
17.04.2020 - 22:41
Kolmunnaveiðin hafin af krafti suður af Færeyjum
Kolmunnaveiði á „gráa svæðinu“ svokallaða, á mörkum landhelgi Færeyja og Skotlands, er hafin af krafti. Um 15 íslensk kolmunnaskip hafa síðustu sólarhringa beðið eftir því að kolmunninn gangi inn á þetta svæði úr skosku lögsögunni.
17.04.2020 - 16:27
Reyna enn á ný að stöðva leka úr El Grillo
Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í morgun tillögu Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra um aðgerðir til að koma í veg fyrir olíuleka úr El Grillo. Verja á 38 milljónum í að steypa fyrir op í olíutönkum skipsins sem legið hefur á hafsbotni í Seyðisfirði frá árinu 1944.
17.04.2020 - 15:26
Upp í 40% án atvinnu á svæðum sem háð eru ferðaþjónustu
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur falið Byggðastofnun að kanna sérstaklega atvinnuástand á landsvæðum þar sem ferðaþjónusta er mikilvæg. Þar hafa sveitarfélög kallað eftir sérstakri aðkomu ríkisins. Spáð er ríflega 40 prósenta atvinnuleysi í apríl þar sem útlitið er verst hjá sveitarfélögum sem treysta einkum á ferðaþjónustu.
17.04.2020 - 13:38
Viðtal
Bíða í mánuð á Seyðisfirði eftir Norrænu
Franskt par hefur þurft að dvelja í húsbíl sínum á Seyðisfirði í mánuð þar sem ferðir Norrænu hafa verið felldar niður. Þau hafa mátt þola kaldar nætur og drepa tímann með göngutúrum og bóklestri.
17.04.2020 - 09:48
Segir mokstur ekki hafa verið erfiðari í aldarfjórðung
Vegurinn norður í Árneshrepp var opnaður í gær en ófært hafði verið síðan fyrir páska. Hann og fleiri vegir sem falla undir G-regluna svokölluðu lokast í þrjá mánuði á ári á meðan mokstur liggur niðri. Aðrir vegir sem falla undir regluna eru enn lokaðir.
16.04.2020 - 13:24
Norræna flytur farþega á ný
Von er á rúmlega tuttugu farþegum með Norrænu til Seyðisfjarðar í næstu viku. Bæjarstjóri segir þau vel undirbúin og að enginn farþegi komi í land án heilsufarsvottorðs.
16.04.2020 - 12:43
Áhyggjur af köldu vori og kali í túnum
Enn gætu liðið einhverjar vikur þar til bændur á snjóþyngstu svæðum landsins geta farið að undirbúa ræktun og dreifa skít á tún. Þá er útlit fyrir talsvert kal víða á Norður- og Austurlandi þar sem svell hafa legið á túnum síðan í desember.
15.04.2020 - 14:03
Austfirðingar haldi árvekni þó smit á svæðinu séu fá
Aðgerðastjórn almannavarnarnefndar á Austurlandi óttast að árvekni minnki þegar smitum fækkar og hvetur fólk til að fylgja öllum reglum. Lítið þurfi til að smit komi upp og verði illviðráðanlegt. Aðeins eitt nýtt smit hefur greinst á Austurlandi undanfarnar tvær vikur og ekkert smit bæst við í sex daga.
15.04.2020 - 12:36
Næstum allir hafa náð fullum bata á Austurlandi
Ekkert kórónuveirusmit hefur greinst á Austurlandi í eina viku. Alls hafa átta manns greinst smitaðir í fjórðungnum síðan faraldurinn skall á, en Austurland er sá landsfjórðungur þar sem fæst smit hafa verið greind. Af þeim átta sem hafa greinst eru tveir enn í einangrun, en hinir sex hafa náð fullum bata.
Myndskeið
Vonar að Íslendingar mæti með gjafakortið í rassvasanum
Fólk í ferðaþjónustu vonar að Íslendingar hlaupi í skarð erlendra ferðamanna, ferðist innanlands í sumar og kaupi þjónustu og afþreyingu. Baðstaðurinn Vök skammt frá Egilsstöðum er dæmi um mikla fjárfestingu sem nú stendur ónotuð.
14.04.2020 - 08:59