Austurland

Myndband
Borgfirðingar kenna túristum að borða harðfisk
Harðfiskverkandi á Borgarfirði eystra gerir sitt besta til að kenna ferðamönnum að borða harðfisk. Hann er sannfærður um að landinn geti stórgrætt á því að kenna ferðamönnum og heiminum öllum að borða þetta íslenska lostæti.
14.05.2021 - 09:32
6.500 tóku þátt í hlutafjárútboði Síldarvinnslunnar
Hlutabréf í Síldarvinnslunni seldust fyrir 29,7 milljarða í hlutafjárútboði fyrirtækisins sem lauk í gær. Alls skráðu sig 6.500 fjárfestar og einstaklingar fyrir áskrift að hlutabréfum að andvirði um 60 milljarða króna. Það var því ríflega tvöfalt meiri eftirspurn eftir hlutabréfunum en nam endanlegri sölu þeirra.
13.05.2021 - 12:52
Landsbankinn tók tilboði í Eiða
Landsbankinn hefur tekið kauptilboði í jörðina Eiða á Fljótsdalshéraði, sem bankinn hefur átt í rúmlega eitt og hálft ár.
10.05.2021 - 17:30
Sögur af landi
Varla viðræðuhæf út af fjöllunum
Grafíski hönnuðurinn Heiðdís Halla Bjarnadóttir er nýlega flutt aftur á æskuslóðir sínar á Egilsstöðum. Þar rekur hún lítið hönnurarstúdíó þar sem hún hannar og selur eigin vörur. Fjöllin eru áberandi í verkum hennar og þau sækja fast á hana. „Og ég er orðin pínu heilaþvegin því að ég horfi svo stíft á fjöllin þegar ég er að keyra, að ég er varla viðræðuhæf,“ segir hún kímin.  
Mögulega þurfi að setja sérlög um Seyðisfjörð
Forseti sveitarstjórnar Múlaþings vill að Alþingi setji sérlög um Seyðisfjörð til að bregðast við ósanngirni í reglum Ofanflóðasjóðs. Atvinnuhúsnæði fæst ekki bætt þó atvinnulíf greiði í sjóðinn og eigendur íbúðarhúsa fá sumir minna en fasteignamat gerir ráð fyrir, fyrir húsin sín.
05.05.2021 - 11:51
Myndband
Vatnsverksmiðja rís á Borgarfirði eystra
Vatnsverksmiðja rís nú á Borgarfirði eystra. Þar verður lindarvatn sett á flöskur og selt sem munaðarvara. Markmiðið er að búa til 4-8 störf á staðnum.
05.05.2021 - 09:22
Landinn
Umhverfisvænna að borða mjólkurkýr
„Mér fannst erfitt að fá íslenskt gott nautakjöt og þess vegna byrjaði ég á þessu,“ segir Pálmi Geir Sigurgeirsson eigandi kjötverkunarinnar Frá haus að hala. Hann sérhæfir sig í að vinna fjölbreyttar vörur úr fullorðnum mjólkurkúm.
Ofanflóðasjóður komi að flutningi frystihússins
Færa þarf frystihúsið á Seyðisfirði á öruggan stað vegna hættu á stórri landskriðu. Fulltrúi í heimastjórn Seyðisfjarðar vill að Ofanflóðasjóður taki þátt í kostnaði.
03.05.2021 - 09:23
126 konur leggja lífsins kraft í Kvennadalshnjúk
Stór hópur kvenna ætlar að leggja á hæsta tind landsins, Hvannadalshnjúk í kvöld og ganga á tindinn í sumarnóttinni til styrktar góðu málefni. Konurnar hafa nefnt gönguna Kvennadalshnjúkur.
01.05.2021 - 20:24
Vegurinn til Mjóafjarðar opnaður
Vegurinn til Mjóafjarðar hefur nú verið opnaður. Íbúar Brekkuþorps komast því leiðar sinnar landleiðina, en þangað hefur ekki verið fært síðan í desember.
29.04.2021 - 17:26
Endurreisn á Seyðisfirði í sumar: „Þá braggast maður“
Uppbygging hefst á Seyðisfirði í sumar en þar stendur til að reisa fjölda húsa í staðinn fyrir þau sem eyðilögðust í skriðunum í desember. Íbúðabyggð verður komið fyrir á fótboltavellinum.
28.04.2021 - 12:02
Laxeldi gæti bjargað „margbrotnum“ Mjóafirði
Mjófirðingar fagna því að bjóða eigi út eldissvæði í firðinum. Fyrrverandi hreppstjóri telur að laxeldi gæti bjargað byggðinni sem hann segir ekki bara brothætta heldur „margbrotna“. Fjórtán manns bjuggu í firðinum í vetur. Vegagerðin byrjar að opna veginn þangað í dag.
27.04.2021 - 13:50
Óbreytt reglugerð um strandveiðar
Strandveiðar mega hefjast mánudaginn 3. maí og standa út ágústmánuð. Leyft verður að veiða samtals 11.100 tonn af óslægðum botnfiski, sem er það sama og upphafi tímabilsins í fyrrasumar.
Flytja þarf athafnasvæði SVN á Seyðisfirði
Frystihúsið á Seyðisfirði á sér ekki framtíð á núverandi stað vegna hættu að stórri skriðu úr Strandartindi í sunnanverðum firðinum. Þar bráðnar sífreri í urðarjökli og gæti sett af stað stóra skriðu. Óvissa ríkir um hvort Ofanflóðasjóði er skylt að kosta uppkaup á atvinnuhúsnæði.
26.04.2021 - 12:03
Myndband
Fjölskylda flýr hús sitt á Seyðisfirði
Fjölskylda á Seyðisfirði hefur búið inn á ættingjum síðan í desember og þorir ekki að sofa í húsi sínu eftir að stóra skriðan féll. Þau eru mjög ósatt við að húsið þeirra verði ekki keypt upp enda treysta þau ekki bráðabirgðavörnum á svæðinu.
26.04.2021 - 09:25
Baðhús brann við bæinn Egilsstaði í Fljótsdal
Slökkviliðið á Egilsstöðum slökkti í dag eld sem kom upp í baðhúsi við bæinn Egilsstaði í Fljótsdal. Talsverður eldur logaði þegar slökkvilið kom á vettvang en ekki var nein hætta á að hann næði til annarra bygginga.
24.04.2021 - 16:43
Eldisleyfi líklega boðin út í Mjóafirði
Eldisleyfi verða líklega boðin út í Mjóafirði á Austfjörðum. Sjávarútvegsráðherra hefur beðið Hafrannsóknastofnun um að gefa út hve mikið eldi fjörðurinn þolir en bæði Laxar fiskeldi og Fjarðabyggð vilja að eldi í firðinum.
20.04.2021 - 20:30
Fá mun minna fyrir bannhús en ónýt hús á Seyðisfirði
Seyðfirðingar sem ekki mega búa í húsum sínum vegna skriðuhættu þurfa að sætta sig við að fá markaðsverð fyrir húsin, sem er lágt á Seyðisfirði. Þeir sem eiga hús sem eyðilögðust fá hins vegar mun hærri bætur sem eiga að duga til að byggja sambærileg hús. Þetta ósamræmi er talið óheppilegt og geta falið í sér mismunun.
19.04.2021 - 12:16
Myndskeið
Ruslabrennur ekki góð hugmynd
Um tuttugu slökkviliðsmenn Brunavarna Austurlands voru kallaðir að Vífilsstöðum í Hróarstungu á Héraði á ellefta tímanum í gærkvöld vegna sinuelds, sem jafnframt barst í skóg sem þar er ræktaður og bílflök.
16.04.2021 - 17:31
Myndband
Börðust við eld í sinu og bílflökum - myndband
Um 15 til 20 slökkviliðsmenn hjá Brunavörnum á Austurlandi eru í býsna umfangsmiklu verkefni við Vífilsstaði í Hróarstungu. Þar logar eldur í sinu og skógrækt sem og í nokkrum bílum. UPPFÆRT: Slökkvistarfi lauk á fyrsta tímanum og í spilaranum hér að ofan má sjá myndir frá vettvangi og heyra viðtal Rúnars Snæs Reynissonar við Harald Eðvaldsson slökkviliðsstjóra.
Mokveiði á grásleppuvertíð en hrognaverð hríðfallið
Mikið tekjutap blasir við grásleppuútgerðinni en verð fyrir grásleppuhrogn hefur hríðfallið frá síðustu vertíð. Á móti hafa veiðiheimildir sjaldan verið meiri og alger mokveiði er hjá þeim bátum sem farnir eru til veiða.
Lagarfljótsbrú á ekki sjö dagana sæla
Það voru ekki rafstrengir sem kveiktu í Lagarfljótsbrú í gær eins og talið var heldur logaði í gömlum símastrengjum, þó á slíku sé nánast enginn straumur. Brúin er lítið skemmd eftir brunann en nýlagt brúargólfið hefur spænst upp í vetur og þarf að skipa um stóran hluta þess.
15.04.2021 - 11:25
Kolmunnaveiðin hafin af krafti suður af Færeyjum
Kolmunnaveiði íslenska uppsjávarflotans er nú hafin suður af Færeyjum og gengur vel. Rúmlega tugur íslenskra skipa er þar á veiðum - tæpar fjögurhundruð mílur frá Íslandi.
14.04.2021 - 20:00
Myndband
Eldur í Lagarfljótsbrú – brúargólfið brunnið á kafla
Nokkrar skemmdir urðu á Lagarfljótsbrú í dag þegar rafstrengur undir brúnni ofhitnaði og kveikti í brúargólfinu. Önnur akreinin er lokuð vegna skemmda og er umferð stýrt yfir brúna. Starfsmenn ISAVIA á Egilsstaðaflugvelli skutu báti út á Lagarfljót og slökktu eldinn eftir að vegfarendur höfðu reynt að gera það sjálfir.
14.04.2021 - 15:08
Lundinn mættur og farinn að setjast upp
Lundinn er kominn til landsins og farinn að setjast upp í sínar hefðbundnu lundabyggðir. Lundastofninn, sem var í mikilli lægð, hefur verið að styrkjast jafnt og þétt síðustu ár.
13.04.2021 - 13:54