Austurland

Skæð veira stöðvar allt laxeldi í Reyðarfirði
Allt laxeldi hefur nú verið stöðvað tímabundið í Reyðarfirði vegna veiru sem getur valdið sjúkdómnum blóðþorra í laxi. Í vetur greindist veiran fyrst á stöð við Gripalda og nú í vor greindist hún einnig á stöð sem kennd er við Sigmundarhús. Vonir stóðu til þess að stöðin við Vattarnes myndi sleppa þar sem hún er í um 10 kílómetra fjarlægð frá hinum en í dag tilkynnti Matvælastofnun að veiran hefði einnig greinst þar.
23.05.2022 - 16:58
Yfir 600 bátar skráðir til strandveiða
Yfir 600 bátar hafa nú verið skráðir til strandveiða og eru heldur fleiri farnir til veiða en á sama tíma í fyrra. Mikil hækkun hefur orðið á fiskverði á þessari vertíð og til dæmis er verð fyrir slægðan ufsa um 100% hærra en í fyrrasumar.
23.05.2022 - 13:41
Slys á Eskifirði kallar á eiturefnamælingar í lestum
Hættulegar gastegundir geta leynst í lestum skipa eftir að uppsjávarafla hefur verið landað. Menn sem fara þangað niður geta verið í hættu því einungis er mælt hvort nægt súrefni er í lestinni, ekki er athugað sérstaklega með eiturefni.
23.05.2022 - 12:20
Reynt til þrautar að stöðva olíuleka frá El Grillo
Landhelgisgæslan undirbýr nú að steypa yfir tvo olíutanka í breska tankskipinu El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjaðar. Þýsk flugvél varpaði sprengjum á skipið í síðara heimsstyrjöldinni og þrátt fyrir margar tilraunir til að dæla olíu úr skipinu og steypa yfir leka hefur enn ekki tekist að fyrirbyggja alla mengun.
22.05.2022 - 09:15
Urðu fyrir gasmengun við löndun á kolmunna
Fimm starfsmenn fyrirtækisins Tandrabergs urðu fyrir gasmengun við löndun á kolmunna á Eskifirði á þriðjudag og voru fluttir með sjúkraflugi til Reykjavíkur aðfaranótt miðvikudags.
20.05.2022 - 15:28
Fengu ónógar upplýsingar um mengun á Fáskrúðsfirði
Heilbrigðiseftirlit Austurlands segist hafa fengið takmarkaðar upplýsingar um óleyfilega losun í Fáskrúðsfirði og hafi ekki getað brugðist við, þar sem ekki kom fram hvar mengunin var í firðinum. Starfsmenn heilbrigðiseftirlits skoðuðu mengaðan jarðveg sem hafði verið sturtað í fjöruna í gær og telja nauðsynlegt að hefja hreinsun.
20.05.2022 - 13:30
Myndband
Menguðum jarðvegi sturtað í fjöruna á Fáskrúðsfirði
Menguðum jarðvegi er sturtað í sjóinn við leirurnar í Fáskrúðsfirði og hefur verið gert í nokkurn tíma með vitund Umhverfisstofnunar og heilbrigðiseftirlits. Umhverfisstjóri Fjarðabyggðar segir að nú sé mælirinn fullur enda geti plast og olíublautt malbik skaðað viðkvæmt lífríkið.
19.05.2022 - 09:58
Gaf sig fram og segist hafa ekið á álftina í Fellum
Svo virðist sem álft sem fannst dauð við bæinn Kross í fellum á Héraði á mánudag hafi ekki verið skotin eins og talið var. Málið vakti mikinn óhug en karlfuglinn fannst dauður rétt við hreiður sitt og var sem kúlnagat væri í gegnum höfuðið.
18.05.2022 - 11:14
Gaf sig fram eftir að hafa keyrt á álftina
Ökumaður hefur gefið sig fram við lögregluna á Austurlandi og kveðst hafa ekið á álft við bæinn Kross í Fellum.
Ráðist á fallegt álftapar í Fellum á Héraði
Ljótur verknaður var framinn á Héraði í morgun þegar ráðist var á fallegt álftapar á svokölluðu Fremravatni við bæinn Kross í Fellum. Karlfuglinn lá skotinn í vegkantinum og kvenfuglinn einn á tjörninni. Parið átti egg í hreiðri í sefinu við veginn. Þessar álftir hafa komið á tjörnina á hverju ári og glatt margan vegfarandann. Málið hefur verið tilkynnt til lögreglunnar á Austurlandi og biður hún þá sem kunna að vita hver var að verki að hafa samband.
16.05.2022 - 11:59
Valdaskipti í uppsiglingu á Hornafirði
Valdaskipti eru í uppsiglingu í sveitarfélaginu Hornafirði eftir að Framsókn tapaði hreinum meirihluta í kosningunum á laugardag og helmingi kjörinna fulltrúa. Kex-framboð nýtt framboð í sveitarfélaginu er í oddastöðu þegar kemur að því að mynda meirihluta í bæjarstjórn og getur valið sér Sjálfstæðisflokk eða Framsókn til samstarfs.
16.05.2022 - 10:53
Formlegar viðræður hafnar í Múlaþingi
Meirihluti Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í Múlaþingi hélt velli í sveitarstjórnarkosningunum í gær og fékk sex menn kjörna samtals, þrjá hvor flokkur. Framsókn bætti við sig manni en Sjálfstæðisflokkur missti einn.
15.05.2022 - 16:26
Óformlegar viðræður á milli D- og B-lista í Fjarðabyggð
Sjálfstæðisflokkurinn var sigur í sveitarstjórnarkosningunum í Fjarðabyggð í gær, fékk mest fylgi og fjóra menn kjörna. Framsókn bætti líka við sig manni og fékk þrjá en Fjarðalistinn missir helming af sínu fylgi og fékk tvo menn kjörna. VG sem er nýtt framboð í Fjarðabyggð náði ekki inn manni.
15.05.2022 - 12:48
Vopnafjarðarhreppur
Fimm atkvæði skildu að í Vopnafjarðarhreppi
Framsóknarflokkurinn vann meirihluta í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps í dag. Mjótt var á munum og skildu aðeins fimm atkvæði á milli Framsóknar og Vopnafjarðarlistans þegar upp var staðið. Framsókn fékk 50,7 prósent atkvæða en Vopnafjarðarlistinn 49,3 prósent.
Nærri 90 prósenta kjörsókn í Mjóafirði
Nærri níu að hverjum tíu Mjófirðingum með kosningarétt mættu á kjörstað þar í dag. Kjörgögnin frá Mjóafirði eru flutt landleiðina til Eskifjarðar.
Lakari þátttaka í kosningu til heimastjórna í Múlaþingi
Í Múlaþingi er líka kosið til fjögurra heimastjórna: á Djúpavogi, Seyðisfirði, Borgarfirði eystra og á Fljótsdalshéraði. Þátttaka í þeirri kosningu er nokkuð verri en í kosningu til sveitastjórnar. Klukkan 11 höfðu 6,9% kosið til sveitastjórnar en aðeins 4,3% til heimastjórnar.
14.05.2022 - 12:14
Ný líkamsrækt helsta hitamálið á Hornafirði
Helsta hitamálið á Hornafirði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar er bygging nýrrar líkamsræktarstöðvar á staðnum. Bæjarbúi segir mikilvægt að lóðaframboð verði aukið til að bregðast við húsnæðisskorti.
13.05.2022 - 15:19
Skiptar skoðanir um nýtt æfingaskipulag Hattar
Yfirþjálfari hjá Hetti á Egilsstöðum hefur sagt starfi sínu lausu vegna óánægju með nýtt fyrirkomulag æfinga. Yngri börn fá færri æfingar í hverri grein til að þau prófi fleiri greinar. Foreldrar óttast meðal annars að börnunum gangi illa á mótum og þau missi áhugann.
13.05.2022 - 12:23
Gæs flaug í hreyfil innanlandsflugvélar á Egilsstöðum
Fuglalíf getur skapað hættu við Egilsstaðaflugvöll en gæs sækir mjög í ræktuð tún allt í kringum völlinn. Umdæmisstjóri ISAVIA myndi þiggja auknar heimildir til að beita sér gegn gæs utan flugvallargirðingar. Flugmenn í innanlandsflugtaki þurftu nýverið að hætta við flugtak á síðustu stundu eftir að gæs lenti í hreyfilinn.
12.05.2022 - 11:51
X22 - Fjarðabyggð
Fiskeldi í Stöðvarfirði hitamál í Fjarðabyggð
Ágreiningur er á milli framboðslista í Fjarðabyggð um fiskeldi í sveitarfélaginu og hvort nægilegt samráð sé haft við íbúa. Fyrirhugað er að hefja fiskeldi í Stöðvarfirði á næstunni. 
X22 Múlaþing
Tekist á um virkjanamál í Múlaþingi
Skýr afstöðumunur kom fram í virkjanamálum á milli framboða í Múlaþingi á framboðsfundi sem RÚV stóð fyrir í Menntaskólanum á Egilsstöðum í dag. Í sveitarfélaginu eru minnst tvær vatnsaflsvirkjanir á teikniborðinu; Hamarsvirkjun sem reyndar er í biðflokki og svo Geitdalsárvirkjun en þar hafa bæði sveitarfélagið og ríkið samið við Arctic Hydro um vatnsréttindi.
09.05.2022 - 15:57
40 íbúðir byggðar í nýrri götu í Fellabæ á Héraði
Ráðist verður í mestu húsnæðisframkvæmdir á Héraði í mörg ár næsta haust þegar 40 íbúðir verða byggðar í Fellabæ í nágrenni Egilsstaða. Innviðaráðherra segir að byggja þurfi um 20 þúsund íbúðir um land allt á næstu fimm árum.
06.05.2022 - 11:11
Viðvaranir vegna snjókomu og hvassviðris
Þrátt fyrir að maí sé genginn í garð og sumarið komið að margra mati, þá er fylgir veðrið ekki alltaf almanakinu.
05.05.2022 - 11:41
Rúmlega fimm þúsund hafa kosið utan kjörfundar
Nú þegar innan við tíu dagar eru í sveitarstjórnarkosningar hafa rúmlega fimm þúsund manns kosið utan kjörfundar. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir kjörsóknina heldur meiri en fyrir fjórum árum.
Önnur tilraun til að koma framkvæmdastjóra út á land
Formlegt aðsetur og lögheimili Vatnajökulsþjóðgarðs verður flutt frá höfuðborgarsvæðinu til Hafnar í Hornafirði í haust, samkvæmt tilkynningu frá umhverfisráðuneytinu. Héraðsbúar eru undrandi á þessum fréttum. Þeir stóðu í þeirri meiningu að höfuðstöðvar þjóðgarðsins hefðu verið fluttar þangað fyrir fimm árum.
04.05.2022 - 12:10