Austurland

Sjónvarpsfrétt
Tjón á björgunarsveitabíl eftir óveðrið fæst ekki bætt
Miklar skemmdir urðu á bíl björgunarsveitarinnar Vopna á Vopnnafirði í aftakaveðri sem gekk yfir landið í upphafi vikunnar. Björgunarsveitarfólkið segist aldrei hafa lent í öðrum eins veðurofsa og tjónið hlaupi líklega á milljónum króna.
29.09.2022 - 23:20
Brunarannsókn á Egilsstöðum hefst seinna í dag
Lögreglan á Austurlandi tók í morgun við vettvangi stórbrunans á Fagradalsbraut á Egilsstöðum sem varð síðdegis í gær. Að sögn Kristjáns Ólafs Guðnasonar, yfirlögregluþjóns á Austurlandi, hefst rannsókn lögreglu á brunanum síðdegis í dag. Í forgangi verður að komast að því hver upptök eldsins voru.
29.09.2022 - 12:00
Föst á Egilsstöðum
Munaði minnstu að aftur yrði flogið til Parísar
Búið var að tilkynna farþegum í vél franska flugfélagsins Transavia, sem beint var til Egilsstaða þegar Keflavíkurflugvelli var lokað í gærkvöld, að flogið yrði með það aftur til Parísar þegar þau tíðindi bárust að búið væri að opna fyrir umferð til Keflavíkur á ný. Farþegar fengu ekki að fara út úr vélinni á meðan hún staldraði við á Egilsstöðum.
29.09.2022 - 04:50
Öllu flugi beint frá Keflavík vegna sprengjuhótunar
Öllu flugi hefur verið beint frá Keflavíkurfluvelli til annarra flugvalla á landinu og erlendis vegna komu flutningavélar á vegum UPS, sem var á leið frá Þýskalandi til Bandaríkjanna þegar sprengjuhótun barst. Var vélinni þá beint til Keflavíkur þar sem hún lenti á tólfta tímanum í kvöld. Keflavíkurflugvöllur er lokaður fyrir allri flugumferð um óákveðinn tíma vegna þessa.
Búið að slökkva eldinn á Egilsstöðum
Tekist hefur að ná tökum á brunanum á Fagradalsbraut á Egilsstöðum sem upp kom síðdegis í dag. Unnið er að því að slökkva í glæðum. Þetta segir í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.
28.09.2022 - 20:22
Viðtal og myndskeið
Plast, gaskútar og alls konar gerviefni inni í húsinu
Haraldur Geir Eðvarðsson, slökkviliðsstjóri slökkviliðs Múlaþings, segir að eldurinn sem upp kom í húsnæði Vasks á Egilsstöðum á fimmta tímanum hafi verið erfiður viðureignar.
28.09.2022 - 18:13
Myndskeið
Stórbruni á Egilsstöðum og reyk leggur yfir bæinn
Eldur logar í húsnæði þvottahússins Vasks á Egilsstöðum. Slökkvilið kom á vettvang á fimmta tímanum og reynir nú að varna því að eldur komist í samliggjandi húsnæði Landsnets.
28.09.2022 - 16:48
Myndskeið
„Það er eins og fellibylur hafi farið yfir skóginn“
Aldrei hafa orðið eins miklar skemmdir á sjötíu ára gömlum skógi við Djúpavog, líkt og urðu í óveðrinu í upphafi vikunnar. Formaður skógræktarfélagsins segir að helmingur skógarins sé ónýtur og íbúar séu harmi slegnir yfir að missa þetta vinsæla útivistarsvæði.
28.09.2022 - 12:34
Þykk saltskán í raflínum á Austfjörðum veldur truflunum
Línumenn RARIK standa nú í ströngu á Austfjörðum við að skafa salt af rafmagnslínum en mikið salt hlóðst á línur í óveðrinu á sunnudag. Saltið veldur því að einangrar hætta að virka svo leiðir út og hefur verið straumlaust í sunnanverðum Fáskrúðsfirði, Berufirði, Álftafirði, Hamarsfirði og víðar.
28.09.2022 - 12:00
Myndband
Hundrað ára gömul tré fuku á sjö mínútum
Úlfar Helgason er jarðýtustjóri og bóndi á Hoffelli 1 í Hornafirði. Í hádegisfréttum lýsti hann því hvernig átta tré, sem eru öll hundrað ára gömul og eldri, féllu í sjö mínútna hvelli í ofsaveðrinu á sunnudaginn. 
27.09.2022 - 14:51
Sögur af landi
„Nú á ég frí restina af lífinu“
Organistinn og kórstjórnandinn Torvald Gjerde hefur skipað stóran sess í tónlistarlífi Austurlands í þrjá áratugi. Hann fluttist til Stöðvarfjarðar árið 1993 og stendur nú á tímamótum því hann lét af starfi organista Egilsstaðakirkju sem hann hefur gegnt í rúm 20 ár.
27.09.2022 - 10:54
Enn bálhvasst á Austfjörðum og mikið foktjón
Mikið eignatjón varð í aftakaveðri sem gekk yfir landið í gær. Veðrið bitnaði einna verst á íbúum Austfjarða, þar sem enn er mjög hvasst og ekki hægt að meta umfang skemmdanna. Starfsemi Eimskips á Reyðarfirði liggur enn niðri og mikið foktjón varð hjá Alcoa Fjarðaáli.
26.09.2022 - 12:26
Appelsínugul viðvörun áfram fyrir Austur- og Suðurland
Appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Austfirði í nótt þar sem verður norðvestan stormur eða rok og eins fyrir Suðausturland frá því í fyrramálið og fram undir miðjan dag.
Vegum verður lokað og björgunarsveitir í viðbragðsstöðu
Rauð veðurviðvörun tekur gildi á Austfjörðum á hádegi á morgun, en aftakaveður verður á öllum austari helmingi landsins. Vegum verður lokað, björgunarsveitir eru í viðbragðsstöðu og ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir hættu- og óvissustigi.
150 ár frá mannskæðasta sjóslysi á Djúpavogi
Í dag eru liðin 150 ár frá mannskæðasta sjóslysi sem orðið hefur við Djúpavog, þegar tíu manns fórust með bát þar skammt frá. Af þessu tilefni var minningarstund haldin við Æðarsteinsvita á Djúpavogi á dögunum.
22.09.2022 - 10:38
Hitinn yfir 20 stig fyrir austan
Hitinn fór yfir 20 stig á veðurstöðvum á Austurlandi í dag. Þá var víða mjög hlýtt fyrir norðan.
20.09.2022 - 17:18
„Stutt að fara, frábært veður og góður afli“
Veiðar á norsk-íslenskri síld austur af landinu ganga mjög vel. Síldarflotinn er þar á veiðum á fremur litlu svæði og stutt er til hafnar með aflann.
20.09.2022 - 16:43
Þrengsli á varavöllum auka losun frá flugi til Íslands
Lítil flughlöð á Akureyri og Egilsstöðum valda því að flugfélög þurfa stundum að nota velli í öðrum löndum sem varavelli fyrir flug til Íslands. Yfirflugstjóri hjá Icelandair segir að fyrir vikið þurfi vélarnar að bera mun meira eldsneyti sem eykur bæði kostnað og losun frá flugi.
20.09.2022 - 11:42
Svart útlit hjá sauðfjárbændum - verðhækkun dugi ekki
Þungt hljóð er í sauðfjárbændum og viðbúið að margir dragi verulega úr framleiðslu. Ráðunautur segir að þó afurðaverð hafi verið hækkað dugi það ekki til að bæta upp almenna verðbólgu síðustu ára. Vaxtahækkanir bitni illa á bændum og kílómetragjald á bifreiðar yrði enn eitt höggið fyrir dreifbýlið.
15.09.2022 - 13:31
Fréttaskýring
Óttast illviðráðanlega skógarelda á Héraði
Slökkviliðstjóri í Múlaþingi óttast að mögulegir skógareldar á Héraði gætu orðið erfiðir viðfangs. Samfeldur skógur er á stórum svæðum sem eru algjörlega ófær fyrir slökkvilið.
14.09.2022 - 13:10
Sýknaður af ákæru um kynferðisbrot gegn dóttur sinni
Héraðsdómur Austurlands sýknaði um miðjan síðasta mánuð karlmann af ákæru um að hafa áreitt dóttur sína kynferðislega þegar hún var sex til fjórtán ára gömul á árunum 2010 til 2018, haft við hana önnur kynferðismök en samræði og nauðgun. Í dómnum eru gerðar athugasemdir við að lögreglumaður hafi spurt stúlkuna leiðandi spurninga í yfirheyrslu.
14.09.2022 - 08:16
Undirbúningi Fjarðarheiðarganga að ljúka
Undirbúningi Fjarðarheiðarganga er að ljúka og enn er stefnt að því að framkvæmdir hefjist á næsta ári. Nokkur óvissa er enn um fjármögnun ganganna og gæti það mögulega tafið fyrir.
13.09.2022 - 16:18
Ráðuneyti spyrst fyrir um ráðningarsamning bæjarstjóra
Innviðaráðuneytið skoðar nú hvort rétt sé að hefja frumkvæðisathugun á hvort réttilega hafi verið staðið að því að samþykkja ráðningarsamning við bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Bæjarfulltrúinn sem ráðinn var bæjarstjóri greiddi sjálfur atkvæði um eigin kaup og kjör.
12.09.2022 - 22:00
Fá dýr finnast á helsta veiðisvæði - leggja til friðun
Leiðsögumenn með hreindýraveiðum lögðu til um miðjan ágúst að öll veiði yrði stöðvuð á einu helsta veiðisvæði hreindýra vegna þess hve fá dýr finnast á svæðinu. Ekki var orðið við því og nú leggja leiðsögumenn til að nær enginn kvóti verði þar á næsta ári. Illa gengur að finna hreindýr á svæðinu og grunur er um að fjöldi dýra þar hafi verið ofáætlaður.
08.09.2022 - 11:56
Öryggi gangandi vegfarenda ógnað á Djúpavogi
Lítið er um gangstéttir og göngustíga fyrir fjölda ferðamanna sem fer fótgangandi um Djúpavog. Heimastjórn lýsir yfir áhyggjum og vill útbætur en banaslys varð á staðnum í sumar þegar ferðamaður varð fyrir lyftara.
07.09.2022 - 13:21