Austurland

Öllum aðstoðarmönnum tollvarða sagt upp á Seyðisfirði
Tollurinn hefur sagt upp öllum aðstoðarmönnum tollvarða á Seyðisfirði, sex talsins. Þeir hafa hlaupið til og sinnt afgreiðslu ferjunnar Norrænu. Í staðinn verða tollverðir sendir austur sem liðsauki á ferjudögum. Breytingin leggst illa í heimamenn. Formaður bæjarráðs telur að ekki sé hægt að treysta á að tollverðir komist milli landshluta á veturna.
29.05.2020 - 12:31
HSA býr sig undir umfangsmiklar sýnatökur í Norrænu
Mörg hundruð erlendir ferðamenn eru væntanlegir til Seyðisfjarðar með ferjunni Norrænu eftir 15. júní þegar krafa um sóttkví fellur niður. Umdæmislæknir sóttvarna á Austurlandi er bjartsýnn á að hægt verði að taka öll þau sýni sem þarf.
29.05.2020 - 09:30
Útsýnispallur við Norðfjarðarvita bara byrjunin
Útsýnispallur hefur verið steyptur við Norðfjarðarvita og eru uppi hugmyndir um að byggja þar aðstöðu fyrir heilsutengda ferðaþjónustu. Aðstaðan gæti líka nýst þeim sem skoða leyndar náttúruperlur í nágrenninu, meðal annars Páskahelli, í elsta fólkvangi landsins.
27.05.2020 - 19:40
16 ára og eldri fá að kjósa um nafn nýs sveitarfélags
Kosið verður til sveitarstjórnar í nýju sveitarfélagi á Austurlandi 19. september. Undirbúningsstjórn hefur sent tillögu þess efnis til staðfestingar ráðherra. Eftir kosningarnar ganga fjögur sveitarfélög í eina sæng, Fljótsdalshérað, Borgarfjörður eystri, Seyðisfjörður og Djúpivogur. Íbúar samþykktu sameininguna í október.
27.05.2020 - 14:06
Miklar kalskemmdir frá Tröllaskaga austur á firði
Óveðrið sem gekk yfir Norðurland í desember og kuldatíð í vetur olli miklu tjóni á túnum bænda á Norður- og Austurlandi. Nú þegar snjó hefur víðast hvar tekið upp koma skemmdir á túnum og girðingum í ljós.
27.05.2020 - 12:03
Myndband
Sjómenn úr símasambandi á grunnslóð: GSM loforð svikin
Sjómaður í Mjóafirði segir að loforð um að GSM símkerfi myndi koma að fullu í stað gamla NMT kerfisins hafa verið svikið. Strandveiðimenn séu víða án símasambands á grunnslóð og því sé erfiðara að selja afla samdægurs og fá hámarksverð. Landhelgisgæslan þarf á stundum að bera boð á milli sjómanna og fiskmarkaða.
26.05.2020 - 11:08
Myndband
Ekið um djúp snjógöng til Mjóafjarðar
„Það fór lunginn úr fimm dögum í þetta,“ segir Kristmundur Dagsson sem lauk í síðustu viku við að moka og blása snjó af veginum til Mjóafjarðar á Austurlandi.
26.05.2020 - 10:41
Bræðslunni aflýst í sumar
Forsvarsmenn Bræðslunnar á Borgarfirði eystra hafa aflýst tónlistarhátíðinni í sumar. Bræðslan er langstærsti viðburður sem haldinn er á Borgarfirði ár hvert.
25.05.2020 - 12:12
Viðtöl
Þegar Reyðfirðingar þurftu að flýja í loftvarnabyrgi
Á þessu ári eru liðin 80 ár frá því að Bretar hertóku Ísland í seinni heimsstyrjöldinni. Þann 10. maí árið 1940 lögðust fjögur herskip að bryggju í Reykjavík og á næstu vikum kom herinn sér fyrir víðar á landinu. Á Austurland voru aðalbækistöðvar hersins á Reyðarfirði og gjörbreytti hernámið þorpinu. Þar gengu hermen á land 1. júlí og allt í einu var næga vinnu að hafa. Herinn borgaði svo vel að jafnvel unglingar gátu á einni viku fengið tvöfalt meira en sumt fullorðið fólk fékk í mánaðarkaup.
24.05.2020 - 09:31
Leit í Vopnafirði frestað í dag vegna veðurs
Ákveðið hefur verið að fresta leit að skipverja í Vopnafirði í dag vegna veðurs. Í tilkynningu frá Lögreglunni á Austurlandi segir að það sé vindur og talsverður sjógangur og skilyrði til leitar því slæm og ekki unnt að halda henni áfram í dag.
23.05.2020 - 11:59
Leit að skipverja hætt í dag
Sjómaðurinn sem leitað hefur verið að á Vopnafirði undanfarna daga heitir Axel Jósefsson Zarioh og er á nítjánda aldursári. Hann er búsettur í Kópavogi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi. 
22.05.2020 - 17:28
Bæjarblöð í ólgusjó vegna dreifingar og veiru
Breytingar á dreifingu fjölpósts hjá Póstinum, sem tóku gildi um mánaðamótin, mælast misvel fyrir hjá aðstandendum bæjarblaða. Miðlarnir hafa sumir hverjir leitað nýrra lausna við útgáfu til að bregðast við tekjufalli vegna kórónuveirunnar með góðum árangri.
22.05.2020 - 13:42
Áfram leitað á Vopnafirði
Leit hófst að nýju í morgun um klukkan hálfátta að skipverja sem saknað er á Vopnafirði. Björgunarsveitin Vopni nýtur aðstoðar björgunarsveitarinnar Lífsbjargar úr Snæfellsbæ við leitina. Lífsbjörg á leitartæki sem kölluð er Coastex og er leitarprammi með glugga til að skanna botn á grunnsævi.
22.05.2020 - 11:36
Halda áfram leit að skipverja
Félagar úr Björgunarsveitinni Vopna og slysavarnafélaginu Sjöfn leita í dag að skipverja sem saknað hefur verið frá því á mánudag. Maðurinn var á skipi sem kom til hafnar á Vopnafirði á mánudag en þá kom í ljós að hann var horfinn. Hlé hefur staðið yfir síðan þá þegar veður og myrkur hafa ekki hamlað leit.
21.05.2020 - 11:39
Leit verður haldið áfram á morgun
Leit hefur verið hætt í dag að skipverjanum sem saknað er af fiskiskipi frá Vopnafirði. Hjalti Bergmar Axelsson, aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Austurlandi, segir veður fara versnandi í Vopnafirði og talsverður sjógangur vegna vinds. 
20.05.2020 - 18:10
Fara tvisvar yfir leitarsvæðið í Vopnafirði í dag
Leit stendur enn að skipverja sem talið er að hafi farið í sjóinn af netabáti í Vopnafirði í fyrradag. Í gær leituðu björgunarsveitir af Norðaustur- og Austurlandi ásamt flugvél gæslunnar.
20.05.2020 - 12:06
Halda leit að skipverja áfram á morgun
Komið er myrkur og hefur leit því verið hætt að skipverja sem saknað er af fiskiskipi á Vopnafirði. Leit hefst að nýju á morgun.
19.05.2020 - 00:46
Ætla að leita fram í myrkur að skipverja
Um fjörutíu liðsmenn björgunarsveitarinnar Vopna á Vopnafirði hafa leitað skipverja af fiskibát sem hefur verið saknað síðan um tvö leytið í dag. Jón Sigurðarson í svæðisstjórn björgunarsveitarinnar segir í samtali við fréttastofu að leitað verði fram í myrkur og ef sú leit skili ekki árangri verði farið af stað í bítið í fyrramálið.
18.05.2020 - 21:47
Leita skipverja af fiskiskipi - kafarar sendir austur
Björgunarsveitin Vopni á Vopnafirði auk björgunarskips leita nú skipverja sem saknað er af fiskiskipi. Fimm kafarar eru á leið norður með þyrlu Landhelgisgæslunnar til að aðstoða við leitina.
18.05.2020 - 19:14
Vill reisa allt að 50 vindmyllur á Fljótsdalsheiði
Allt að 250 MW vindorkuver, sem norsk-íslenskt fyrirtæki áformar að reisa á Fljótsdalsheiði, gæti á fullum afköstum framleitt yfir þriðjung af afli Kárahnjúkavirkjunar. Framkvæmdastjórinn segir aðstæður á heiðinni mjög ákjósanlegar enda liggi háspennulínur um svæðið. Ferðamenn sem skoða Stuðlagil frá bænum Grund gætu rekið augun í vindmyllurnar á leið niður að gilinu.
18.05.2020 - 13:43
Norðmenn vilja reisa 10 vindorkugarða á Íslandi
Tíu fyrirtæki eða sveitarfélög vilja reisa samtals 34 vindorkugarða á Íslandi. Ólíklegt er að öll ítrustu áform nái fram að ganga en þá yrði uppsett afl allra vindmyllanna á við fjórar og hálfa Kárahnjúkavirkjun.
18.05.2020 - 09:27
Þjóðverjar og Skandinavar vilja koma með Norrænu
Þjóðverjar og Skandinavar sýna nú aukinn áhuga á að koma til Íslands með ferjunni Norrænu. Framkvæmdastjóri Smyril Line segir þetta hafa gerst um leið og tilkynnt var að frá 15. júní gætu ferðamenn sloppið við sóttkví með skimun og fleiri ráðstöfunum.
15.05.2020 - 12:50
Sköpunarmiðstöðin fékk þak og getur tekið hæð í notkun
Starfsemi Sköpunarmiðstöðvarinnar á Stöðvarfirði er í fyrsta sinn komin undir regnhelt þak og hægt er að taka í notkun heila hæð sem áður var ónothæf vegna bleytu. Þrettán plötur hafa verið teknar upp í nýju hljóðveri í húsinu.
15.05.2020 - 09:32
Myndskeið
Gæslan steypir yfir olíuleka úr El Grillo í Seyðisfirði
Aðgerðir standa nú yfir á Seyðisfirði til að stöðva olíuleka úr flaki breska tankskipsins El Grillo, sem Þjóðverjar grönduðu í seinni heimsstyrjöldinni. Flakið verður skoðað árlega til að fyrirbyggja að olía úr því mengi fjörðinn og drepi fugla.
13.05.2020 - 19:25
Undirbúa útboð á Axarvegi vorið 2021
Vegagerðin og samgönguráðuneytið undirbúa að bjóða út heilsársveg yfir Öxi á næsta ári. Ríkið þarf að finna einkaaðila til að taka þátt í verkefninu en samgönguráðherra segir einnig koma til greina að Vegagerðin stofni félag um framkvæmdina. Líklega muni Vegagerðin stofna sérstakt innheimtufélag sem sjái um að innheimta veggjöld á öllum þeim stöðum þar sem ríkið og fjárfestar fara í samstarf um samgöngubætur.
11.05.2020 - 13:25