Austurland

Sífreri í Strandartindi ógnar atvinnusvæði bæjarins
Mögulegar skriður úr bráðnandi sífrera í Strandartindi ofan Seyðisfjarðar ógna atvinnuhúsnæði á staðnum, þar á meðal frystihúsinu. Ekki er gert ráð fyrir að verja atvinnusvæðið heldur aðeins íbúðarhús.
18.10.2021 - 11:58
Ekki ástæða til rýmingar á Seyðisfirði
Almannavarnir telja ekki ástæðu til að rýma hús á Seyðisfirði þrátt fyrir að búist sé við talsverðri úrkomu á Austfjörðum næstu daga.
Gæti þurft að rýma aftur á Seyðisfirði eftir helgi
Búist er við mikilli úrkomu á Austurlandi í byrjun næstu viku. Uppsöfnuð úrkoma gæti orðið allt að 120 millimetrar og að mati almannavarna gæti þurft að rýma hús nærri stóra skriðusárinu ofan byggðarinnar á Seyðisfirði.
15.10.2021 - 16:21
Vetnisverksmiðja í grænum orkugarði á Reyðarfirði
Stefnt er að því að reisa vetnisverksmiðju í grænum orkugarði við Mjóeyrarhöfn á Reyðarfirði. Landsvirkjun, Fjarðabyggð og danski fjárfestingasjóðurinn CIP standa á verkefninu.
15.10.2021 - 12:55
Ekki óhætt að veiða meira en 20.000 rjúpur í haust
Náttúrufræðistofnun leggur til að aðeins megi veiða 20.000 rjúpur í haust. Aldrei í 16 ára sögu veiðiráðgjafar rjúpu hefur hauststofn verið minni en í ár. Fuglafræðingur segir að rjúpnastofninum hafi hnignað, til lengri tíma litið.
Mesta hættusvæði stækkað á Seyðisfirði
Öll hús í Botnahlíð á Seyðisfirði standa þar sem nú er talið mesta hættusvæðið, samkvæmt nýjustu drögum að mati vegna skriðuhættu. Matið var kynnt fyrir Seyðfirðingum í gær.
15.10.2021 - 09:28
Landinn
„Okkur langaði bara í sushi“
„Okkur langaði bara í sushi upphaflega. Vorum samt alltaf með tenginguna við fiskinn, þegar maður er í fiskibær þá er fiskurinn svo nærtækur,“ segir Davíð Kristinsson, einn eigenda Norð Austur, Sushi-staðar á Seyðisfirði.
Rannsaka þarf skriðuhættu við ellefu þéttbýlisstaði
Hópur vísindamanna á Veðurstofu Íslands, Náttúrufræðistofnun Íslands og Háskóla Íslands telur nauðsynlegt að gera svipað átak vegna aukinnar hættu á skriðuföllum og gert var vegna snjóflóðahættu á tíunda áratugnum. Nefnir hópurinn sérstaklega ellefu þéttbýlisstaði sem kanna þarf með tilliti til hættu á aurskriðum. Þar á meðal eru Ísafjörður, Sauðárkrókur, Akureyri og Neskaupstaður.
13.10.2021 - 06:33
Seyðfirðingar mega snúa heim og hættustigi aflýst
Lögreglustjórinn á Austurlandi hefur ákveðið að aflétta öllum rýmingum í húsum á Seyðisfirði og hættustig almannavarna hefur verið fært niður á óvissustig.
12.10.2021 - 16:54
Skýrist seinnipartinn hvort rýmingu verður aflétt
Síðar í dag skýrist hvort rýmingu húsa á Seyðisfirði verður aflétt eða hún framlengd. Það ræðst af því hvort bráðavarnir neðan Búðarár verða taldar ráða við það efni sem gæti fallið.
11.10.2021 - 11:30
Mat á aðstæðum á Seyðisfirði liggur fyrir eftir helgi
Mælingar fyrir ofan Seyðisfjörð sýna svipaðan hraða á sigi  hryggsins við Búðará síðustu tvo sólarhringa, sem er nokkuð meiri en þar á undan. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.
09.10.2021 - 11:17
Líklegra að svæðið falli í smærri brotum en allt í einu
Hreyfingin í hlíðinni á Seyðisfirði, milli skriðusársins frá því í desember og Búðaár, er mismikil eftir því hvar mælar Veðurstofu Íslands eru staðsettir. Svæðið er talsvert sprungið og telja sérfræðingar líklegra að það falli í smærri brotum en að það fari allt í einu.
08.10.2021 - 20:21
Vissu ekki hverjir byggju í húsum sem þurfti að rýma
Úrhellisrigning er á Seyðisfirði og aukin hætta á að jarðfleki fari af stað niður Búðará. Óþarflega langa tíma tók að rýma hús í bænum vegna þess að yfirvöld vissu ekki hverjir byggju þar. Enn er óttast að jarðfleki á milli skriðusársins síðan í desember og Búðarár kunni að falla niður í byggð. Hann hefur nú færst um fjóra og hálfan sentimetra síðan á laugardag.
07.10.2021 - 19:05
Telur að bráðavarnir við Búðará geti tekið við flekanum
Jarðfleki sem óttast er að falli ofan Seyðisfjarðar hefur færst um þrjá og hálfan sentimetra á fimm dögum, eða síðan á laugardag. Flekinn er enn á hreyfingu og vona sumir bæjarbúar að hann falli sem fyrst. Jarðverkfræðingur telur að bráðavarnir sem gerðar voru við Búðará ættu grípa það efni sem gæti fallið.
07.10.2021 - 12:48
Lagt til að gömul hús verði flutt í miðbæ Seyðisfjarðar
Enn er hættustig á Seyðisfirði vegna hreyfinga í hlíðum og spáð er mikilli rigningu á morgun. Ráðgjafanefnd leggur til að minnst þrjú sögufræg hús á Seyðisfirði verði flutt af hættusvæði og inn í miðbæinn.
06.10.2021 - 19:31
Flókið hættuspil að hrinda flekanum af stað
Jarðverkfræðingur segir flókið mál og hættuspil að ætla að hrinda af stað óföllnum jarðfleka sem vofir yfir Seyðfirðingum. Ómögulegt sé að sprengja svo laust efni og hættulegt að fara með þungar vinnuvélar á óstöðugt svæðið.
06.10.2021 - 12:06
Viðtal
„Það er mikið ergelsi í fólkinu“
Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar Ísólfs á Seyðisfirði, segir að það hafi vantað upp á upplýsingaflæði til íbúa áður en gripið var til rýminga á mánudaginn vegna skriðuhættu. Rýmingu verður ekki aflétt fyrr en eftir helgi því það er spáð meiri rigningu á morgun.
06.10.2021 - 08:20
Spegillinn
Viðvörunarbjöllur klingja vegna aukinnar skriðuhættu
Það klingja margar viðvörunarbjöllur vegna aukinnar hættu á skriðuföllum að mati Þorsteins Sæmundssonar jarðfræðings. Hann segir að það þurfi sárlega að mennta fleira fólk til að til að meta hættuna og auka rannsóknir og vöktun á fjallshlíðum.
Útvarpsfrétt
Mælitækin á Seyðisfirði námu fleka á hreyfingu
Hættustig vegna skriðuhættu er enn í gildi á Seyðisfirði eftir rigningar síðustu daga. Mælitæki Veðurstofunnar, sem vakta hlíðina ofan byggðarinnar, sýna að stór fleki í jaðri skriðusársins við Búðará er kominn á hreyfingu og gæti fallið í Búðará sem er í innri hluta farvegar stóru skriðunnar sem féll fyrr í vetur.
05.10.2021 - 13:12
Rýming á Seyðisfirði í gildi fram yfir helgi
Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra hefur ákveðið að rýming á Seyðisfirði verði í gildi fram yfir helgi. Þar voru níu hús rýmd í gær og 19 íbúar þeirra fengu húsaskjól annars staðar. Hættustig er jafnframt enn í gildi.
05.10.2021 - 12:00
Enn hættustig vegna úrkomu
Norðaustlæg átt verður í dag, yfirleitt gola eða kaldi og þurrt, en dálítil rigning syðst og stöku él norðaustantil, samkvæmt spá Veðurstofu Íslands. Hiti 0 til 8 stig yfir daginn, mildast á Suðurlandi.
05.10.2021 - 06:57
Skriðurnar í fyrra magna upp rigninguna núna
Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar á Seyðisfirði, segir að búið sé að rýma húsin níu sem til stóð að rýma og koma fólki fyrir. „Og elda kvöldmat fyrir þá sem það þurfa. Það rignir ennþá og það er orðið dimmt.“ Davíð viðurkennir að skriðurnar í fyrra magni upp rigninguna núna og atburðirnir fyrir norðan hafi haft áhrif á líðan bæjarbúa.
04.10.2021 - 20:58
Segir bæjarbúa hrædda og óörugga
Davíð Kristinsson, varaformaður björgunarsveitarinnar á Seyðisfirði, segir að húsin sem eru rýmd núna í bænum séu á sama stað og skriðan féll í desember. Bæjarbúar séu hræddir og óöruggir. Úrkoma hafi verið mikil og allir lækir vatnsmiklir.
04.10.2021 - 18:18
Landinn
Heiðarbýli horfins samfélags í Jökuldalsheiði
„Upphafið var að það var ekkert jarðnæði að fá niður í byggð og fólk fór að leita upp til heiða,“ segir Hjördís Hilmarsdóttir, sem hefur, ásamt öðrum, unnið að því að setja heiðarbýlin í Jökulsdalheiði aftur á kortið. 
04.10.2021 - 09:32
Þrír áhugasamir um að gera veg yfir Hornafjarðarfljót
Þrír aðilar vilja taka höndum saman með ríkinu og fjármagna byggingu nýs þjóðvegar yfir Hornafjarðarfljót. Þetta er fyrsta verkefni ríkis og einkaaðila í fjármögnun á samgöngubótum með svokallaðri samvinnuleið sem gerir ráð fyrir veggjöldum. Fjórir aðilar hófu samkeppnisviðræður við Vegagerðina og í vikunni skiluðu þrír þeirra inn því sem kallað er upphafstilboð.
01.10.2021 - 10:11