Austurland

Myndband
Ekki spurning hvort heldur hvenær CBD-olía verði lögleg
Ræktun á iðnaðarhampi er fimmfalt meiri í sumar en í fyrra. Frumkvöðull í ræktun og nýtingu hamps vill að sala á CBD-olíu úr íslenskum hampi verði leyfð hið snarasta.
01.08.2021 - 10:26
Hátíðum aflýst, frestað, flýtt eða breytt um land allt
Þær samkomutakmarkanir og aðrar sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á miðnætti valda því að fjölmennum viðburðum sem halda átti næstu daga verður ýmis aflýst eða frestað um óákveðinn tíma, en öðrum verður breytt eða þeim jafnvel flýtt. Frá miðnætti í kvöld mega ekki fleiri en 200 koma saman á einum stað. Forsvarsmenn nokkurra fjölmennra samkoma hafa brugðist við þessum tíðindum með ýmsum hætti. Hér að neðan er skautað yfir það helsta.
Sjónvarpsfrétt
Yfir 27 stiga hiti á Akureyri og Hallormsstað
Dagurinn í dag var með þeim allra heitustu fyrir austan og norðan í sumar. Hitinn fór mest í rúm tuttugu og sjö stig á Akureyri og í Hallormsstað. Fólk finnur ýmsar leiðir til að kæla sig ýmist í sjónum eða köldu Lagarfljótinu.
20.07.2021 - 19:05
Sjónvarpsfrétt
Keyrir hringinn á gamalli rússneskri dráttarvél
Flestir sem halda í ferðalag um landið ákveða hvenær þeir ætla að koma heim aftur. Það á ekki við um fyrrum bónda í Bárðardal sem nú ferðast um landið á ríflega fimmtíu ára gamalli rússneskri dráttarvél.  
17.07.2021 - 21:22
Um 200 farþegar Viking Sky fóru í land á Djúpavogi
Rannsókn stendur enn yfir á hugsanlegu broti á sóttvarnareglum þegar farþegar úr skemmtiferðaskipinu Viking Sky fóru í land á Djúpavogi í gær. Kórónuveirusmit hafði áður verið staðfest hjá einum farþega skipsins.
Mögulegt sóttkvíarbrot á Djúpavogi
Mögulegt sóttkvíarbrot átti sér stað á Djúpavogi í dag þegar skemmtiferðaskip, þar sem allir um borð áttu að vera í sóttkví, lagðist að bryggju í bænum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Austurlandi.
15.07.2021 - 18:07
Staðfest smit í skipinu
Farþegi um borð í skemmtiferðaskipinu Viking Sky hefur greinst með kórónuveiruna.
15.07.2021 - 09:34
Grunur um smit um borð í skipi við Seyðisfjörð
Grunur leikur á að farþegi um borð í skipi sem liggur við höfnina í Seyðisfirði sé smitaður af Covid-19. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Austurlandi er búið að taka sýni úr farþeganum.
14.07.2021 - 16:58
Sjónvarpsfrétt
Hringvegur og raflína í hættu við Jökulsárlón
Flytja þarf raflínur og hringveginn austan Jökulsárlóns vegna ágangs sjávar. Strandlengjan hefur færst um tvo til fjóra metra á ári.
Viðtal
Lúxushótel fyrir lunda á Borgarfirði eystra
Markhópur hótelstýranna Elínar Elísabetar Einarsdóttur og Ránar Flygenring hefur ekki fengið mikla athygli í gegnum tíðina en listakonurnar hafa sett á fót hótel fyrir lunda á Borgarfirði eystra. Að þeirra sögn er hótelið rökrétt framhald af lundabúðinni sem þær standsettu á sömu slóðum í fyrra.
08.07.2021 - 17:31
Metþátttaka í Dyrfjallahlaupi - vatnsbrúsi skylda
Algjör metþátttaka er í Dyrfjallahlaupinu sem ræst verður á laugardag, en um 450 hafa skráð sig. Spáð er miklum hita og hægviðri og fær enginn að hlaupa af stað nema vatnsbrúsi sé með í för.
06.07.2021 - 12:15
Vegi lokað af og til við Kárahnjúkastíflu í sumar
Veginum yfir Kárahnjúkastíflu verður lokað af og til í sumar vegna vinnu við að fyrirbyggja grjóthrun á veginn úr Fremri-Kárahnjúk. Þetta hefur áhrif á þá sem vilja fá sér rúnt og baða sig í heitum fossi í Laugarvalladal eða skoða Hafrahvammagljúfur. Á meðan lokun varir er ófært í þær dásemdir upp úr Fljótsdal en alltaf hægt að komast Jökuldalsmegin.
06.07.2021 - 12:05
Yfir 18 þúsund tonn af malbiki á Egilsstaðaflugvöll
Stórfelldar endurbætur hófust á Egilsstaðaflugvelli í morgun. Áætlað er að malbikun og önnur tengd verk kosti 1,4 milljarða og geta einungis minni vélar Icelandair geta lent á vellinum meðan á framkvæmdum stendur.
05.07.2021 - 12:41
Myndband
Hafnar því að stafafura sé ágeng tegund
Skógræktarstjóri segir af og frá að stafafura sé ágeng tegund. Engin ástæða sé til að óttast að útbreiðsla hennar verði stjórnlaus.
05.07.2021 - 09:27
Fjarðarheiðargöng á áætlun og verði tilbúin 2029
Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra segir að vinna við undirbúning Fjarðarheiðarganga sé á áætlun og að enn sé stefnt að því að verklok verði árið 2029. Í samtali við Austurfrétt bregst hann við orðum bæjarfulltrúa í Múlaþingi sem fékk þau skilaboð á fundi með Vegagerðinni að fjóra milljarða vantaði til að hægt yrði að hefja framkvæmdir á næsta ári.
02.07.2021 - 13:47
Bygging 50 manna byggðakjarna í Fljótsdal í uppnámi
Áform um byggingu allt að 50 manna byggðarkjarna í Fljótsdal eru komin í uppnám. Ríkið á í erfiðleikum með að sanna eignarhald á jörðinni Hjarðarbóli þar sem byggðin á að standa og nágrannar gera tilkall til hennar.
01.07.2021 - 12:21
Bera sand í tjörublæðingar á Austurlandi
Vegagerðin á Austurlandi vinnur nú hörðum höndum að því að bera sand ofan í miklar tjörublæðingar í malbiki. Búið er að sandbera á Hólmahálsi, í Norðfjarðarsveit, á Borgarfirði eystra og á Fjarðarheiði. Nú er verið að ljúka við að bera í blæðingar á fjölda staða á Suðurfjarðarvegi milli Breiðdalsvíkur á Hafnar í Hornafirði.
01.07.2021 - 12:13
Grjótflug úr Búðarárfossi á Seyðisfirði
Enn er vel fylgjst með hlíðum ofan Seyðisfjarðar vegna vatnavaxta í hlýindum og mögulegra skriðuhættu en engar hreyfingar hafa sést á mælum. Búðará er vatnsmikil; lækkar í henni yfir nóttina en eykst aftur síðdegis. Í gær sá eftirlitsmaður Veðurstofunnar steina koma á flug niður Búðarárfoss og er fólk varað við því að vera á ferð nálægt fossinum.
01.07.2021 - 12:08
Fjármagn vantar til að Fjarðarheiðargöng haldi áætlun
Fulltrúar Múlaþings fengu þær upplýsingar á fundi með Vegagerðinni að fjóra milljarða vantaði til að hægt væri að hefja framkvæmdir við Fjarðarheiðargöng á tilsettum tíma. Bæjarfulltrúi í Múlaþingi óttast að tafir geti orðið á gerð ganganna.
01.07.2021 - 09:18
Malbiki blæðir á Borgarfirði eystra
Nokkuð er um bikblæðingar úr malbiki á veginum í gegnum þorpið á Borgarfirði eystra. Slíkt er oft afleiðing mikilla hitasveifla á skömmum tíma en síðustu daga hefur hiti náð allt að 25 stigum á Austurlandi.
30.06.2021 - 14:18
480 farþegar í skemmtiferðaskipi á Seyðisfirði
Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kom til Seyðisfjarðarhafnar í morgun. Þetta er skipið Viking Sky og getur tekið 930 farþega. Um borð eru um 480 farþegar og áhöfnin telur 450 manns. Allir eru bólusettir. Níu rútur eru nú með farþega í skoðunarferðum um Austurland. Skipið siglir í kvöld og verður á Djúpavogi í fyrramálið.
30.06.2021 - 12:20
Aukið eftirlit á Seyðisfirði vegna vatnavaxta í hitanum
Veðurstofan hefur aukið eftirlit á Seyðisfirði vegna vatnavaxta og mögulegrar aukinnar hættu á skriðuföllum. Samkvæmt upplýsingum frá eftirlitsmanni Veðurstofunnar er mikil snjóbráð í fjöllum og er litur í öllum sprænum. Þéttriðnu neti mælitækja var komið fyrir í hlíðum eftir skriðuföllin í desember. Engar hreyfingar hafa sést á mælum nú.
30.06.2021 - 12:05
Hættulegt að stökkva í Eyvindará
Miklum hita er spáð á Austurlandi í dag og næstu daga. Hitinn verður einna mestur á Héraði, gæti orðið um 26 stig. Í slíku veðri er oft vinsælt að stökkva í Eyvindará en nú er áin vatnsmikil og straumhörð og er fólk varað við því að fara í ána á meðan svo er. Foreldrum er bent á að brýna fyrir börnum sínum að varast ána. Foreldrar hafa þegar sett upp heimagert skilti þar sem varað er við því að stökkva í ána. Sveitarfélagið Múlaþing hefur líka sent frá sér viðvörun.
29.06.2021 - 09:25
Myndband
Fyrsti traktor Vopnafjarðar tilbúinn í heyskap
Mörgum þykir vænt um gamlar Ferguson dráttarvélar sem leystu hestinn af hólmi víða til sveita. Fergusonfélagið kom færandi hendi til Vopnafjarðar í dag með fyrsta traktorinn sem kom til fjarðarins; nýuppgerðan og brúklegan í heyskap.
18.06.2021 - 20:50
Myndband
Dýrara eldsneyti étur upp flugstyrk til Egilsstaða
Flugfélög geta fengið styrki til að hefja áætlunarflug til Akureyrar eða Egilsstaða en nær allur styrkurinn færi í að greiða hærra verð fyrir eldsneyti þar en í Keflavík. Þeir sem markaðssetja Egilsstaðaflugvöll gagnrýna að í hvítbók um byggðamál sé ekkert að finna um flutningsjöfnun á flugolíu.
18.06.2021 - 09:37