Austurland

Styðja uppbyggingu Stuðlagils
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra hefur ákveðið að styðja uppbyggingu á Stuðlagili á Efra-Jökuldal um 15 milljónir króna. Landeigendur á svæðinu hafa fengið sjálfseignarstofnunina Austurbrú til liðs við sig til að vinna að uppbyggingu Stuðlagils.
05.03.2021 - 16:50
Húsnæði Seyðisfjarðarskóla setið á hakanum árum saman
Húsnæði grunnskólans á Seyðisfirði er óboðlegt eftir margra ára viðhaldsleysi, og er óaðgengilegt fötluðum. Bráðabirgðastofum var ekki komið í gagnið fyrir veturinn og gætu kostað þrisvar sinnum meira en áætlað var.
04.03.2021 - 09:56
Hornfirðingar sjá hægar hamfarir - undirrita aðgerðir
Íbúar í sveitarfélaginu Hornafirði horfa á hverjum degi upp á áhrif loftslagsbreytinga og hopandi jökla. Landið lyftist, sem gerir innsiglinguna erfiðari, og ófallnar bergskriður blasa við þegar jöklarnir hverfa. Sveitarfélagið og 20 fyrirtæki undirrita loftslagsyfirlýsingu í síðustu viku.
04.03.2021 - 09:10
HSA tekur við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð
Heilbrigðisstofnun Austurlands tekur við rekstri hjúkrunarheimilanna Hulduhlíðar á Eskifirði og Uppsala á Fáskrúðsfirði 1. apríl. Fjarðabyggð var eitt fjögurra sveitarfélaga sem sagði upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarheimila.
Landinn
Bjarga því sem bjargað verður
„Menntamálaráðuneytið og Þjóðminjasafnið settu saman hóp af safnafólki sem hefur verið að koma í ferðir hingað austur og við erum bara að hjálpa starfsfólki Tækniminjasafnsins að flokka og ráðleggja með framhald á meðferð og hvað á að gera," segir Ingibjörg Áskelsdóttir, forvörður í Borgarsögusafni.
Verðmætasti tími loðnuvertíðarinnar framundan
Loðnufrystingu á vertíðinni er nú um það bil að ljúka og við tekur vinnsla á loðnuhrognum. Vegna veðurs hefur lítið veiðst af loðnu frá því á föstudag en flest skipin eru nú við loðnuleit á Breiðafirði.
01.03.2021 - 17:59
Ísólfur enn jeppalaus eftir skriðuna í desember
Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði er enn án björgunarjeppa eftir skriðuföllin í demember þar sem trukkur sveitarinnar skemmdist. Sveitin er í mikilvægu hlutverki við að bjarga fólki af Fjarðarheiði og tryggja sjúkraflutninga í ófærð. Helgi Haraldsson, formaður Ísólfs, segir aðrar björgunarsveitir hjálpa til og jeppa í einkaeigu tiltæka í neyð.
01.03.2021 - 11:55
Stækkuð Norræna kemur 9. mars - áhugi á síðsumarferðum
Stækkun Norrænu er næstum lokið í skipasmíðastöð í Danmörku. Ferjan lætur úr höfn í þessari viku og er væntanleg til Seyðisfjarðar 9. mars. Framkvæmdastjóri Smyril Line býst við ágætri ferðamannavertíð seinni part sumars og að annatími gæti lengist fram á haustið.
01.03.2021 - 09:20
Landinn
Dusta rykið af aðferðum til að nýta hamp
Í Hallormsstaðaskóla hafa nemendur sótt vinnustofu þar sem iðnaðarhampur er lykilhráefnið. „Þau eru búin að vera rannsaka nýtingarmöguleika hampsins, í ýmsum útgáfum,“ segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla. „Það er mikil vitundarvakning um hvað við getum ræktað hér á Íslandi og hvernig við ætlum að nýta það. Og rauði þráðurinn í náminu hjá okkur er sjálfbærnin.“
Myndskeið
Bólusetningar á landsbyggðinni ganga samkvæmt áætlun
Bólusetningar við Covid-19 á landsbyggðinni hafa að mestu gengið samkvæmt áætlun og vel gengið að bólusetja helstu forgangshópa. Hlutfallslega flestir hafa verið bólusettir á Austurlandi.
Myndband
Bjargaði hreindýri úr sjálfheldu í Berufirði
Vegfarandi á leið heim úr fríi kom hreindýri sem hafði fest sig í girðingu til bjargar í Berufirði við Djúpavog í morgun. Svo virtist sem dýrið væri dautt þegar komið var að því en þegar það var losað úr prísundinni spratt það á fætur og skokkaði í burtu.
24.02.2021 - 14:58
Bílar og brotajárn brunnu
Eldur kom upp í bílflökum á svæði Hringrásar á Reyðarfirði skömmu fyrir hádegi í dag. Slökkviliðinu á staðnum, auk liðsauka frá Fáskrúðsfirði, tókst að varna því að eldurinn bærist í bíldekk á svæðinu.
21.02.2021 - 13:44
Rýmingarviðmiði breytt á Seyðisfirði
Ekki eru líkur á að rýma þurfi hús á Seyðisfirði þó sams konar aðstæður komi upp og voru þar á þriðjudag. Þá urðu um hundrað Seyðfirðingar að rýma heimili sín í varúðarskyni. Ofanflóðasérfræðingar telja að líkur á rýmingum fari minnkandi eftir því sem jarðvegur í hlíðum þéttist og þekking eykst á breyttu landslagi eftir skriðuföllin í desember.
19.02.2021 - 12:07
Níu í framboði hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi
Níu verða í framboði hjá Framsóknarflokknum í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Póstkosning stendur yfir 1.-31. mars.
Segir ríkið skulda sveitarfélaginu 130-140 milljónir
Vigdísarholt tekur við rekstri hjúkrunarheimila af Sveitarfélaginu Hornafirði um næstu mánaðamót. Bæjarstjórinn segir ríkið skulda sveitarfélaginu á annað hundrað milljónir króna sem enn sé ósamið um.
Sjónvarpsfrétt
„Rosalega gott að vera byrjaður að veiða loðnu aftur”
Íslensk loðnuskip koma nú í land hvert af öðru og skapa milljónaverðmæti í sjávarbyggðum víða um land. Skipstjóri, sem landaði loðnu á Vopnafirði í dag, segir rosalega gott að komast aftur á loðnuveiðar.
17.02.2021 - 22:20
Bjarkey tekur annað sætið í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, ætlar að taka annað sætið á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Hún sagðist í gær ætla að hugsa sína stöðu eftir að ljóst var að Óli Halldórsson varð í efsta sæti í forvali VG.
Hundrað Seyðfirðingum í 46 húsum gert að rýma
Um 100 íbúar á Seyðisfirði í tæplega 50 húsum þurfa að rýma heimili sín í öryggisskyni vegna skriðuhættu. Yfirlögregluþjónn segir að rýmingin gildi að minnsta kosti fram yfir hádegi á morgun.
16.02.2021 - 16:09
Línumenn heppnir að lenda ekki í snjóflóði
Línumenn Landsnets horfðu á snjóflóð falla Vopnafjarðarlínu á sunnudag og voru heppnir að lenda ekki í flóðinu sjálfir. Enn er hætta á snjóflóðum og ekki hægt að komast til viðgerða nema með þyrlu í fyrsta lagi á morgun.
16.02.2021 - 12:23
Óli Halldórsson leiðir lista VG í Norðausturkjördæmi
Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga, varð í efsta sæti í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður og þingflokksformaður Vinstri grænna, hafnaði í öðru sæti.
Myndskeið
Snjóflóð á Fagradal
Snjóflóð, krapaflóð og skriður hafa fallið nokkuð víða á austanverðu landinu síðasta sólarhringinn. Rúnar Snær Reynisson fréttamaður kannaði aðstæður á Fagradal en þar lokaði snjóflóð veginum tímabundið seint í gærkvöld.
15.02.2021 - 12:24
Rýmingu aflétt á Seyðisfirði
Rýmingu á Seyðisfirði hefur verið aflétt. Áfram er í gildi óvissustig á Austurlandi vegna hættu á ofanflóðum.
15.02.2021 - 09:26
Tvö krapaflóð og tvö snjóflóð fallið á Austurlandi
Tvö vot snjóflóð og tvö krapaflóð hafa fallið á Austfjörðum síðasta sólarhring. Sjö íbúar í þremur húsum á Seyðisfirði þurftu að yfirgefa heimili sín í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu. Tveir reitir í bænum voru rýmdir. Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur á ofanflóðavakt veðurstofunnar segir að rýmingar verði í gildi að minnsta kosti eitthvað fram eftir morgninum.„Það stytti upp í nótt þannig aðstæður fara batnandi. Það verður metið núna með morgninum,“ segir Magni Hreinn.
15.02.2021 - 08:09
Ekki ástæða til aðgerða fyrir austan eins og staðan er
Ekki er talin ástæða til að grípa til aðgerða á Austurlandi vegna rigningarveðurs og ofanflóðahættu, að svo stöddu. Sérfræðingar á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands héldu fund í dag þar sem þeir fjölluðu um stöðu mála fyrir austan.
14.02.2021 - 16:43
Áfram óvissustig þrátt fyrir betri veðurhorfur
Óvissustig er áfram í gildi á Austurlandi þótt svo veðurspá líti betur út fyrir Seyðisfjörð en hún gerði í gær. Munurinn er þó ekki mikill samkvæmt upplýsingum frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og því er áfram fylgst vel með.
14.02.2021 - 10:48