Austurland
Styðja uppbyggingu Stuðlagils
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra hefur ákveðið að styðja uppbyggingu á Stuðlagili á Efra-Jökuldal um 15 milljónir króna. Landeigendur á svæðinu hafa fengið sjálfseignarstofnunina Austurbrú til liðs við sig til að vinna að uppbyggingu Stuðlagils.
05.03.2021 - 16:50
Húsnæði Seyðisfjarðarskóla setið á hakanum árum saman
Húsnæði grunnskólans á Seyðisfirði er óboðlegt eftir margra ára viðhaldsleysi, og er óaðgengilegt fötluðum. Bráðabirgðastofum var ekki komið í gagnið fyrir veturinn og gætu kostað þrisvar sinnum meira en áætlað var.
04.03.2021 - 09:56
Hornfirðingar sjá hægar hamfarir - undirrita aðgerðir
Íbúar í sveitarfélaginu Hornafirði horfa á hverjum degi upp á áhrif loftslagsbreytinga og hopandi jökla. Landið lyftist, sem gerir innsiglinguna erfiðari, og ófallnar bergskriður blasa við þegar jöklarnir hverfa. Sveitarfélagið og 20 fyrirtæki undirrita loftslagsyfirlýsingu í síðustu viku.
04.03.2021 - 09:10
HSA tekur við rekstri hjúkrunarheimila í Fjarðabyggð
Heilbrigðisstofnun Austurlands tekur við rekstri hjúkrunarheimilanna Hulduhlíðar á Eskifirði og Uppsala á Fáskrúðsfirði 1. apríl. Fjarðabyggð var eitt fjögurra sveitarfélaga sem sagði upp samningum við Sjúkratryggingar Íslands um rekstur hjúkrunarheimila.
03.03.2021 - 16:41
Bjarga því sem bjargað verður
„Menntamálaráðuneytið og Þjóðminjasafnið settu saman hóp af safnafólki sem hefur verið að koma í ferðir hingað austur og við erum bara að hjálpa starfsfólki Tækniminjasafnsins að flokka og ráðleggja með framhald á meðferð og hvað á að gera," segir Ingibjörg Áskelsdóttir, forvörður í Borgarsögusafni.
02.03.2021 - 07:30
Verðmætasti tími loðnuvertíðarinnar framundan
Loðnufrystingu á vertíðinni er nú um það bil að ljúka og við tekur vinnsla á loðnuhrognum. Vegna veðurs hefur lítið veiðst af loðnu frá því á föstudag en flest skipin eru nú við loðnuleit á Breiðafirði.
01.03.2021 - 17:59
Ísólfur enn jeppalaus eftir skriðuna í desember
Björgunarsveitin Ísólfur á Seyðisfirði er enn án björgunarjeppa eftir skriðuföllin í demember þar sem trukkur sveitarinnar skemmdist. Sveitin er í mikilvægu hlutverki við að bjarga fólki af Fjarðarheiði og tryggja sjúkraflutninga í ófærð. Helgi Haraldsson, formaður Ísólfs, segir aðrar björgunarsveitir hjálpa til og jeppa í einkaeigu tiltæka í neyð.
01.03.2021 - 11:55
Stækkuð Norræna kemur 9. mars - áhugi á síðsumarferðum
Stækkun Norrænu er næstum lokið í skipasmíðastöð í Danmörku. Ferjan lætur úr höfn í þessari viku og er væntanleg til Seyðisfjarðar 9. mars. Framkvæmdastjóri Smyril Line býst við ágætri ferðamannavertíð seinni part sumars og að annatími gæti lengist fram á haustið.
01.03.2021 - 09:20
Dusta rykið af aðferðum til að nýta hamp
Í Hallormsstaðaskóla hafa nemendur sótt vinnustofu þar sem iðnaðarhampur er lykilhráefnið. „Þau eru búin að vera rannsaka nýtingarmöguleika hampsins, í ýmsum útgáfum,“ segir Bryndís Fiona Ford, skólameistari Hallormsstaðaskóla. „Það er mikil vitundarvakning um hvað við getum ræktað hér á Íslandi og hvernig við ætlum að nýta það. Og rauði þráðurinn í náminu hjá okkur er sjálfbærnin.“
28.02.2021 - 20:10
Bólusetningar á landsbyggðinni ganga samkvæmt áætlun
Bólusetningar við Covid-19 á landsbyggðinni hafa að mestu gengið samkvæmt áætlun og vel gengið að bólusetja helstu forgangshópa. Hlutfallslega flestir hafa verið bólusettir á Austurlandi.
24.02.2021 - 22:21
Bjargaði hreindýri úr sjálfheldu í Berufirði
Vegfarandi á leið heim úr fríi kom hreindýri sem hafði fest sig í girðingu til bjargar í Berufirði við Djúpavog í morgun. Svo virtist sem dýrið væri dautt þegar komið var að því en þegar það var losað úr prísundinni spratt það á fætur og skokkaði í burtu.
24.02.2021 - 14:58
Bílar og brotajárn brunnu
Eldur kom upp í bílflökum á svæði Hringrásar á Reyðarfirði skömmu fyrir hádegi í dag. Slökkviliðinu á staðnum, auk liðsauka frá Fáskrúðsfirði, tókst að varna því að eldurinn bærist í bíldekk á svæðinu.
21.02.2021 - 13:44
Rýmingarviðmiði breytt á Seyðisfirði
Ekki eru líkur á að rýma þurfi hús á Seyðisfirði þó sams konar aðstæður komi upp og voru þar á þriðjudag. Þá urðu um hundrað Seyðfirðingar að rýma heimili sín í varúðarskyni. Ofanflóðasérfræðingar telja að líkur á rýmingum fari minnkandi eftir því sem jarðvegur í hlíðum þéttist og þekking eykst á breyttu landslagi eftir skriðuföllin í desember.
19.02.2021 - 12:07
Níu í framboði hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi
Níu verða í framboði hjá Framsóknarflokknum í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Póstkosning stendur yfir 1.-31. mars.
19.02.2021 - 09:14
Segir ríkið skulda sveitarfélaginu 130-140 milljónir
Vigdísarholt tekur við rekstri hjúkrunarheimila af Sveitarfélaginu Hornafirði um næstu mánaðamót. Bæjarstjórinn segir ríkið skulda sveitarfélaginu á annað hundrað milljónir króna sem enn sé ósamið um.
18.02.2021 - 15:10
„Rosalega gott að vera byrjaður að veiða loðnu aftur”
Íslensk loðnuskip koma nú í land hvert af öðru og skapa milljónaverðmæti í sjávarbyggðum víða um land. Skipstjóri, sem landaði loðnu á Vopnafirði í dag, segir rosalega gott að komast aftur á loðnuveiðar.
17.02.2021 - 22:20
Bjarkey tekur annað sætið í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, ætlar að taka annað sætið á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Hún sagðist í gær ætla að hugsa sína stöðu eftir að ljóst var að Óli Halldórsson varð í efsta sæti í forvali VG.
17.02.2021 - 13:46
Hundrað Seyðfirðingum í 46 húsum gert að rýma
Um 100 íbúar á Seyðisfirði í tæplega 50 húsum þurfa að rýma heimili sín í öryggisskyni vegna skriðuhættu. Yfirlögregluþjónn segir að rýmingin gildi að minnsta kosti fram yfir hádegi á morgun.
16.02.2021 - 16:09
Línumenn heppnir að lenda ekki í snjóflóði
Línumenn Landsnets horfðu á snjóflóð falla Vopnafjarðarlínu á sunnudag og voru heppnir að lenda ekki í flóðinu sjálfir. Enn er hætta á snjóflóðum og ekki hægt að komast til viðgerða nema með þyrlu í fyrsta lagi á morgun.
16.02.2021 - 12:23
Óli Halldórsson leiðir lista VG í Norðausturkjördæmi
Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga, varð í efsta sæti í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður og þingflokksformaður Vinstri grænna, hafnaði í öðru sæti.
16.02.2021 - 12:09
Snjóflóð á Fagradal
Snjóflóð, krapaflóð og skriður hafa fallið nokkuð víða á austanverðu landinu síðasta sólarhringinn. Rúnar Snær Reynisson fréttamaður kannaði aðstæður á Fagradal en þar lokaði snjóflóð veginum tímabundið seint í gærkvöld.
15.02.2021 - 12:24
Rýmingu aflétt á Seyðisfirði
Rýmingu á Seyðisfirði hefur verið aflétt. Áfram er í gildi óvissustig á Austurlandi vegna hættu á ofanflóðum.
15.02.2021 - 09:26
Tvö krapaflóð og tvö snjóflóð fallið á Austurlandi
Tvö vot snjóflóð og tvö krapaflóð hafa fallið á Austfjörðum síðasta sólarhring. Sjö íbúar í þremur húsum á Seyðisfirði þurftu að yfirgefa heimili sín í gærkvöldi vegna snjóflóðahættu. Tveir reitir í bænum voru rýmdir. Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur á ofanflóðavakt veðurstofunnar segir að rýmingar verði í gildi að minnsta kosti eitthvað fram eftir morgninum.„Það stytti upp í nótt þannig aðstæður fara batnandi. Það verður metið núna með morgninum,“ segir Magni Hreinn.
15.02.2021 - 08:09
Ekki ástæða til aðgerða fyrir austan eins og staðan er
Ekki er talin ástæða til að grípa til aðgerða á Austurlandi vegna rigningarveðurs og ofanflóðahættu, að svo stöddu. Sérfræðingar á ofanflóðavakt Veðurstofu Íslands héldu fund í dag þar sem þeir fjölluðu um stöðu mála fyrir austan.
14.02.2021 - 16:43
Áfram óvissustig þrátt fyrir betri veðurhorfur
Óvissustig er áfram í gildi á Austurlandi þótt svo veðurspá líti betur út fyrir Seyðisfjörð en hún gerði í gær. Munurinn er þó ekki mikill samkvæmt upplýsingum frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra og því er áfram fylgst vel með.
14.02.2021 - 10:48