Austurland

Helgunarsvæði hafnarinnar nái yfir allan Seyðisfjörð
Fiskeldi Austfjarða þarf mögulega að hafa samráð við Seyðisfjarðarhöfn um hvar eldiskvíar verða í firðinum. Yfirhafnarvörður segir fjörðinn allan helgunarsvæði hafnarinnar samkvæmt reglugerð.
27.11.2020 - 12:24
Myndband
Lokun sundstaða mörgum erfið í skammdeginu
Dimmir skammdegismorgnar hafa sjaldan verið eins erfiðir og nú þegar sundstaðir og líkamsræktarstöðvar eru lokuð. Læknir á eftirlaunum segir hábölvað að komast ekki í sund en hvetur fólk til að hreyfa sig samt og viðhalda lífstaktinum.
27.11.2020 - 09:11
Landinn
Búa til brauð úr bjórhrati
„Hvatinn var að Breiðdalshreppur var í verkefninu Brothættar byggðir og var verið að leyta að nýjum atvinnutækifærum, og síðan hefur matvælaframleiðsla, já og fullvinnsla landbúnaðarafurða alla tíð verið mér mikil ástríða,“ segir Guðný Harðardóttir, sauðfjárbóndi á Gilsárstekk í Breiðdal og eigandi matvælavinnslunnar Breiðdalsbita á Breiðdalsvík.
26.11.2020 - 15:30
Eldið þokast nær dýrmætum laxveiðiám í Vopnafirði
Veiðifélög Hofsár og Sunnudalsár, Selár og Vesturdalsár í Vopnafirði vara við áformum Fiskeldis Austfjarða um laxeldi í Seyðisfirði. Eldi þar yrði talsvert nær Vopnafirði en eldið í Reyðarfirði sem nú er næst þessum laxveiðiám.
25.11.2020 - 13:48
Fá ekkert á krókana eftir að togarar fara um „Skápinn“
Smábátasjómenn á Borgarfirði eystra vilja að fiskimið þeirra skammt frá þorpinu verði friðuð fyrir togveiðum og ekki verði lengur leyft að draga veiðarfæri eftir botninum þar á grunnslóð. Almennt er slíkt bannað innan 12 sjómílna frá landi en á nokkrum stöðum má toga nær ströndinni eða allt að 6 sjómílur frá landi. Það á við um þetta svæði sem er í daglegu tali kallað Skápurinn.
24.11.2020 - 17:55
Mikil uppbygging fram undan á Djúpavogi
Norskir eigendur Laxa fiskeldis hafa keypt meirihluta í Fiskeldi Austfjarða og eiga því ráðandi hlut í öllu fiskeldi fyrir austan. Fyrirtækin áforma mikla uppbyggingu á Djúpavogi til að sinna auknu eldi og kallað er eftir því að flugbrautin á Egilsstöðum verði lengd til að hægt verði að fljúga með ferksan lax beint á erlenda markaði.
24.11.2020 - 09:44
Enn er einungis eitt smit á Austurlandi
Enginn þeirra 38 sem fóru í skimun vegna COVID-19 smits sem greindist á Austurlandi í síðustu viku reyndist smitaður og enn er einungis eitt smit virkt í landshlutanum. Sá smitaði starfaði í skóla, ekki hefur tekist að rekja hvernig hann smitaðist og voru skólabörn skimuð í kjölfarið.
Kolmunnaveiði hafin við Færeyjar
Tæpur tugur íslenskra skipa er nú við kolmunnaveiðar austur af Færeyjum. Þetta verður verkefni uppsjávarflotans fram að jólum en löng sigling er á þessi mið og allra veðra von.
23.11.2020 - 12:52
Myndband
Telur að Seyðisfjörður yrði eins og verksmiðja
Hópur Seyðfirðinga berst gegn áformum um 10 þúsund tonna laxeldi í firðinum og telur að það myndi spilla ásýnd staðarins. Þó hafsvæðaskipulag sé í vinnslu þarf eldið ekki að taka tillit til þess.
23.11.2020 - 09:43
Landinn
Kláfar yfir Jöklu við það að hrapa í ána
Baldur Pálsson og Unnur Birna Karlsdóttir eru á ferð við Eiríksstaði á Efri-Jökuldal. Þau vinna nú að verkefni um menningarminjar á bökkum Jökulsár á Dal, eða Jökuslár á Brú, þar á meðal kláfum sem Jökuldælingar notuðu öldum saman til að komast yfir Jöklu.
23.11.2020 - 08:57
Myndskeið
Íslenskt fiskeldi vex hratt - sjókvíaeldið umfangsmest
Ríflega fjörutíu prósenta aukning verður í fiskeldi hér á landi, frá því sem nú er, verði allar umsóknir um ný rekstrarleyfi hjá Matvælastofnun samþykktar. Mest er aukningin í laxeldi í sjókvíum. Þegar eru í gildi leyfi fyrir tæplega 110 þúsund tonna eldi.
Ekki frekari smit á Austurlandi
Svo virðist sem smit sem greindist á Austurlandi í vikunni hafi ekki smitað út frá sér. Niðurstaða sýnatöku í kjölfar smitsins leiddi í ljós að sýnin voru öll neikvæð.
21.11.2020 - 18:13
Einkennalítill smitberi gæti hafa farið um Austurland
Engar vísbendingar eru um að COVID-smit sem greindist í skólabílstjóra á Héraði hafi náð að dreifa sér. Enn er óljóst hvernig það barst til Austurlands. Fjöldi fólks er í sóttkví, ýmist formlegri eða sjálfskipaðri og yfir 40 manns fara í seinni sýnatöku á morgun.
19.11.2020 - 12:32
37 í sóttkví á Austurlandi: Vita ekki hvaðan smitið kom
Um 30 börn á Héraði, auk mötuneytisstarfsmanna í skólum eru í sóttkví eftir að skólabílstjóri sem ekur um sveitir greindist með COVID. Austurland er ekki lengur smitlaust en litlar líkur eru taldar á að þau hafi smitast.
18.11.2020 - 12:20
Telur 10.000 tonna eldi í Seyðisfirði óháð skipulagi
Fiskeldi Austfjarða vill fullnýta burðarþol Seyðisfjarðar og ala þar 10 þúsund tonn af laxi á fjórum eldissvæðum. Fyrirtækið telur sig ekki bundið af ákvörðunum svæðisráðs sem vinnur skipulag fyrir haf og strandsvæði á Austurlandi.
18.11.2020 - 10:26
Myndband
Félag ljóðaunnenda bjargar skáldskap fátækrar ljósmóður
Félag ljóðaunnenda á Austurlandi fékk sérstaka viðurkenningu á degi íslenskrar tungu en það hefur gefið út næstum 40 bækur á tuttugu árum. Nú fyrir jólin má segja að félagið bjargi tveimur skáldkonum úr glatkistunni. Önnur er Skáld-Guðný, fátæk ljósmóðir fædd fyrir tveimur öldum, en hin er bóndi í Hjaltastaðarþinghá.
18.11.2020 - 09:50
Smit á Austurlandi - börn í sóttkví
Foreldrar nokkurra grunnskólabarna á Héraði hafa í kvöld fengið símtöl frá smitrakningarteymi um að börnin þeirra séu útsett fyrir smiti og þurfi í sóttkví. COVID-smit hefur greinst á Austurlandi.
17.11.2020 - 21:24
Ólíklegt að botnloki hafi sökkt Drangi
Rannsóknarnefnd samgönguslysa hefur ekki komist til botns í því hvað sökkti togaranum Drangi í Stöðvarfjarðarhöfn í síðasta mánuði. Ónýtt skipið verður líklega dregið til Reyðarfjarðar.
17.11.2020 - 14:01
NAUST leggst gegn eldissvæðum án skipulags
Formaður Náttúruverndarsamtaka Austurlands segir að skipulag á strandsvæðum hafi lítið gildi fái fiskeldi að byggjast upp áður en skipulagið liggur fyrir. Skipulagið hleypi fleiri hagsmunum á boðinu svo sem ferðaþjónustu. Hafrannsóknastofnunin leggur til eldissvæði í Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði óháð skipulagi sem svæðisráð kynnir ekki fyrr en í vor.
17.11.2020 - 10:01
Kúabændur stefna á kolefnishlutleysi innan 20 ára
Nýr formaður Landssambands kúabænda ætlar að leggja áherslu á loftslagsmál. Hún segir nautgriparækt um allan heim leita leiða til að minnka losun.
17.11.2020 - 09:20
Frost og vetrarfærð nyrðra
Spáð er frosti víðast hvar á landinu í dag, á bilinu 0 til 8 stig. Veðurstofa Íslands spáir norðlægri átt, víða stinningsgola eða kaldi, 5-10 m/s, en 8-13 m/s norðvestantil og með austurströndinni.
17.11.2020 - 08:36
Kólnar næstu daga
Norðaustanátt verður ríkjandi í dag, fimm til þrettán metrar á sekúndu víðast hvar en þrettán til átján norðvestantil. Éljagangur norðan- og austanlands og stöku skúrir eða él við suðvesturströndina, en annars úrkomulítið. Á morgun verður norðan og norðaustan átta til fimmtán, hvassast austast. Birtir til á Suður- og Vesturlandi á morgun. Hiti kringum frostmark.
15.11.2020 - 07:44
Rafmagnslaust á Jökuldal
Rafmagnslaust er á Jökuldal vegna bilunar við Hofteig. Verið er að undirbúa viðgerð og vonast til að rafmagn komist aftur á seint í nótt. Rafmagn er úti í öllum Efri Jökuldal og í Hrafnkelsdal. Samkvæmt upplýsingurm frá Rarik má rekja rafmagnsleysið til brunninnar tengingar jarðstrengs við loftlínu við Hofteig. UPPFÆRT: Rafmagn er komið á að nýju.
14.11.2020 - 01:25
Hálka og vetrarfærð víða um land
Hálka og hálkublettir eru nú á vegum í flestum landsfjórðungum. Mest er hálkan á Norðurlandi og þar var sumstaðar flughált í morgun.
13.11.2020 - 16:02
Landinn
Neytendur vilja lífrænt
„Ég búin að vera fjörtíu ár hér sem bóndi, ég byrjaði 1979, ég var með kýr og nautgripi hér í tíu, fimmtán ár, og þetta skaraðist, síðasta nautið var lífrænt ræktað,“ segir Eymundur Magnússon bóndi í Vallanesi á Héraði. Eymundur færði sig svo alfarið yfir í korn - og grænmetisræktun til manneldis.
11.11.2020 - 08:30