Dagskrárrammar og verðskrá

Hér birtum við nýjustu dagskrárramma RÚV fyrir auglýsendur. Hér er að finna upplýsingar um dagskrá og verðskrá.

Dagskrárrammar júlí 2022

 

Í skjalalistanum hér að neðan er að finna verðskrá útvarps og sjónvarps ásamt upplýsingum um kostanir og viðburði.

Í sjónvarpi eru auglýsingarammar líðandi mánaðar og komandi mánaðar.

Hér má finna upplýsingar um  allar nýjustu breytingar á dagskrá líðandi mánaðar sem gerðar hafa verið eftir að síðasti auglýsingarammi var gefinn út. 

Öll skjöl eru birt með fyrirvara um villur.

 

Birt: 09.06.2022 - 15:56

GRP árstaflan fyrir alla mánuði 2022:

  GRP verðvísir (index)
janúar 100
febrúar 100
mars 110
apríl 110
maí 120
júní 90
júlí 70
ágúst 70
september 100
október 100
nóvember 120
desember 120

 

Álag fyrir föst GRP er 10%. Staðsetningarálag er 10%. Heildarálag fyrir birtingu á staðsetningu er þannig 20% hærra en fyrir fljótandi GRP. Á milli kl. 19-20 virka daga og kl. 19 - 21.30 um helgar er einungis hægt að kaupa föst GRP. Plön með föstum birtingum njóta forgangs. Ekki er tekið við plönum með blöndu af föstum birtingum og fljótandi, þ.e. annað hvor verður sama planið að vera fest í alla tíma eða alveg fljótandi (run by station).
Hægt er að kaupa stakar birtingar eftir GRP verðskrá með 20% álagi mv. fast verð. Staðsetningaálag bætist svo ofan á sé óskað eftir staðsetningu. Áhorfstrygging er veitt ef keypt eru 100 grp. Um styrkingar til að áhorf náist, gilda hefðbundin viðmið, byggð á áhorfsmælingum.

Veðurhólf
Auglýsendum stendur til boða að auglýsa á milli íþrótta og veðurs öll kvöld kl. 19.30. Þessi staðsetning er einkum hugsuð fyrir þá auglýsendur sem eru með auglýsingar sem hafa einhverja tilvísun í veðurfar, árstíðir o.þ.h. Þetta auglýsingahólf er almennt ekki opið fyrir stakar birtingar, í slíkum tilfellum er vísað að hefðbundin hólf á undan íþróttum og eftir veðri. Vilji auglýsendur auglýsa í þessu hólfi eru þeir beðnir um að hafa samband við auglýsingadeild. Hólfið er stutt, að hámarki um 30-40 sek. Sekúnduverð er 5.000 kr og auglýsa verður að lágmarki í 4 vikur.

Ármótaskaupið
Pantanir í áramótaskaupið þurfa að berast fyrir lok október. Í byrjun nóvember verður leitað til allra sem hafa óskað eftir birtingum og þeir beðnir að staðfesta lengdir. Í framhaldinu fá allir staðfestingar til baka á því hvort pláss í Skaupinu sé tryggt, þar sem staðsetning kemur fram. Við móttöku og niðurröðun í Skaupið ræður lengd auglýsinga og gerð. Lengstu auglýsingarnar, og þær sem eru sérstaklega gerðar fyrir áramótin, hafa forgang varðandi pláss og staðsetningar.

Útvarp - CPM
Hlustunartrygging er framkvæmd með sambærilegum hætti og í sjónvarpi. Hlustunartrygging er veitt ef keypt eru ígildi 100 grp = 255.000 snertingar (255 CPM). Um styrkingar til að hlustun náist, gilda hefðbundin viðmið. Ekki er gerð krafa um lágmarkskaup, hægt er að panta stakar birtingar eftir CPM rétt eins og tíðkast hefur samkvæmt sekúnduverðskrá. Staðsetningarálag er 10%.

Texta- og skjávarp
Hver síða eða fletting í textavarpi kostar 5.000 kr.. Í skjávarpi kostar hver mánuður 29.900 kr.

Útsendingar á útdráttum á talnagetraunum og happdrætti
Verðskrá fyrir útdrátt á talnagetraunum og happdrætti, sem leyfisskyld eru samkvæmt lögum um happdrætti nr. 38/2005 og lögum um talnagetraunir nr. 26/1986. Verð fyrir 180 sek. útsendingu er 175.576 kr., bundin verðtryggingu skv. vísitölu neysluverðs án húsnæðis (júlí 2019). Sama sekúnduverð liggur til grundvallar lengri eða skemmri útsendingum.

Afsláttarkjör

RÚV sala vekur athygli viðskiptavina á því að við punktakaup í sjónvarpi (GRP) og í útvarpi (CPM) er ekki veittur fastur veltutengdur afsláttur af viðskiptum.

Upplýsingar um eldri auglýsingaramma og fyrir sérstaka viðburði er hægt að nálgast hjá [email protected]