Auðskilið mál

Börn með fötlun fá sanngirnisbætur

Fatlað fólk sem var á vistheimilum ríkisins sem börn og varð þar fyrir misrétti á að fá bætur. Ríkisstjórnin ætlar að leggja fram frumvarp um það á Alþingi. Með misrétti er átt við óréttlæti og illa meðferð eða aðbúnað.
13.10.2020 - 16:16

Mikilvægt að nota grímuna rétt

Grímuskylda hefur sums staðar tekið gildi. Til dæmis verður að hafa grímu á andlitinu í strætó. Nauðsynlegt er að nota grímuna rétt svo að hún geri gagn. Hér fyrir neðan er myndband frá Almannavörnum um rétta grímunotkun.
09.10.2020 - 12:47

Ísland og Rúmenía keppa um sæti á EM í kvöld

Ísland og Rúmenía mætast í undanúrslitaleik um sæti á EM karla í fótbolta á Laugardalsvelli í kvöld. Leikurinn er sá mikilvægasti á árinu hjá íslenska karlalandsliðinu.
08.10.2020 - 14:22

Enn þá flest smit á höfuðborgarsvæðinu

Fleiri sjúklingar með COVID-19 hafa verið lagðir inn á Landspítalann síðasta sólarhringinn. Þeir eru nú orðnir 23. Í gær greindust 94 kórónuveirusmit. Langflest smitin eru á höfuðborgarsvæðinu.
08.10.2020 - 13:07

Landinn 10 ára – bræður í hjólastól

Bræðurnir Bergur Þorri og Jón Gunnar Benjamínssynir eru báðir í hjólastól. Bergur Þorri lenti í vinnuslysi en Jón Gunnar í bílslysi. Þeir segja að það sé ekki algengt að systkini séu í hjólastól.
08.10.2020 - 12:51

Söfnin í Reykjavík lokuð vegna samkomutakmarkana

Söfn í Reykjavík verða lokuð í tvær vikur, frá deginum í dag til 19. október. Ástæðan er 20 manna takmarkanir á samkomum, sem tóku gildi á höfuðborgarvæðinu í dag.
07.10.2020 - 16:55

Ekki hægt að fara í sund og ræktina í Reykjavík

87 kórónuveirusmit voru greind í gær. Af þeim voru 46 í sóttkví. Nú eru 795 manns í einangrun með COVID-19. Rúmlega fjögur þúsund eru í sóttkví og 18 eru á sjúkrahúsi, þar af fjórir á gjörgæslu.
07.10.2020 - 16:49

Þjónusta Reykjavíkurborgar breytist

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir að það þurfi að breyta þjónustu borgarinnar. Ástæðan er fjölgun smita á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kom fram á fundi borgarstjórnar í dag.
06.10.2020 - 17:59

Aftur tveggja metra regla á höfuðborgarsvæðinu

Tveggja metra regla verður aftur tekin upp á höfuðborgarsvæðinu næstu tvær vikur. Grímuskylda verður líka hert. Þórólfur Guðnason ætlar að leggja þetta til við heilbrigðisráðherra.
06.10.2020 - 17:44

Ríkislögreglustjóri gefur út tilmæli um smitvarnir

Ríkislögreglustjóri ætlar að gefa út tilmæli um það sem fólk getur gert til að draga úr smitum. Allir geta tekið farið eftir þessum reglum og hjálpað þannig til við hægja á útbreiðslu veirunnar.
06.10.2020 - 17:20

Mikil aurskriða nálægt bæ í Eyjafirði

Stór aurskriða féll úr Hleiðargarðsfjalli ofan við bæinn Gilsá 2 í Eyjafirði í morgun.  Skriðan stöðvaðist um 100 metra frá húsinu. Enginn var í húsinu þegar skriðan féll.
06.10.2020 - 15:13

Flest kórónuveirusmit á höfuðborgarsvæðinu

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að kórónuveirufaraldurinn haldi áfram að vaxa. Hann breiðist aðallega út á höfuðborgarsvæðinu. Í gær voru 59 smit greind. Aðeins þrjú af þeim voru ekki á höfuðborgarsvæðinu.
05.10.2020 - 17:01

Nýjar sóttvarnareglur taka gildi í dag

Nýjar takmarkanir á samkomum og aðrar sóttvarnareglur tóku gildi á miðnætti. Þær gilda til og með 19. október. Neyðarstigi Almannavarna var líka lýst yfir frá miðnætti.
05.10.2020 - 15:28

Mögulega verða settar harðari sóttvarnareglur

Þrettán manns liggja inni á Landspítalanum með kórónuveirusmit. Þrír eru á gjörgæsludeildinni. Í gær voru 37 smit greind. Aðeins 11 af þeim voru í sóttkví.
02.10.2020 - 18:12

Segir að öryrkjum verði áfram haldið í fátækt

Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalags Íslands, er óánægð með fjárlaga-frumvarp ríkisstjórnarinnar. Hún segir að ríkisstjórnin ætli að viðhalda fátækt meðal öryrkja.
02.10.2020 - 18:01