Auðskilið mál

Klæddi Elísabetu Bretadrottningu í búning Daða

Susanne Marie Cork, betur þekkt sem söngkonan SuRie, sló í gegn á netinu í gær þegar hún birti mynd af Elisabetu Bretadrottningu í búningi Daða og gagnamagnsins. SuRie keppti fyrir hönd Bretlands í Eurovision fyrir tveimur árum.
06.04.2020 - 10:39

Kreppan verður verri en sú sem hófst árið 2008

Kórónuveiran veldur mikilli kreppu í öllum heiminum. Hún verður meiri en í hruninu árið 2008, segir Ásgeir Brynjar Torfason, sérfræðingur í fjármálum. Ríkisstjórnir í mörgum löndum ætla núna að setja stærri hluta af landsframleiðslunni í að bregðast...
03.04.2020 - 10:01

Samkomubannið verður framlengt

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir leggur til að samkomubann verði áfram í gildi til loka apríl. Hann ætlar að bera þetta undir Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra í dag. Þetta er gert til þess að reyna að vinna á móti því að kórónuveiran...
01.04.2020 - 18:12

Loftmengun hefur minnkað

Víða í heiminum hefur loftmengun minnkað mikið vegna kórónuveirunnar. Dregið hefur bæði úr flug- og bílaumferð á síðustu vikum.
01.04.2020 - 09:51

Vilja að Íslendingar setji heimsmet í lestri

Í dag byrjar nýtt lestrarverkefni fyrir alla sem búa á Íslandi. Menntamálaráðuneytið hvetur börn og fullorðna til að nýta tímann vel núna til að lesa. Ráðuneytið minnir á að það er mikilvægt að lesa mikið.
01.04.2020 - 13:48

Sóttkví á auðskildu máli

Allir sem halda að þeir geti verið komnir með kórónu-veiruna eiga að fara í sóttkví. Sóttkví þýðir að maður má ekki vera nálægt öðru fólki því maður gæti orðið veikur bráðum. Það er gert svo að fólk smiti ekki aðra ef það er með kórónu-veiruna. Þeir...
30.03.2020 - 10:28