Auðlindin

Skip stöðvuð við ólöglegar veiðar við Líberíu
Strandgæsla Líberíu stöðvaði nýverið þrjú skip sem staðin voru að ólöglegum veiðum í líberískri landhelgi. Strandgæslan naut aðstoðar náttúruverndarsamtakanna Sea Shepherd við þessar aðgerðir, segir í tilkynningu frá líberíska varnarmálaráðuneytinu. Ólöglegar veiðar eru mikið vandamál við Vesturströnd Afríku og hafa lengi verið. Eitt skipanna sem stöðvað var nú er kínverskt, annað frá Ghana, en þjóðerni þriðja skipsins hefur ekki verið staðfest.
28.02.2017 - 01:49
Snæfellsbær í kröggum vegna verkfalls
Snæfellsbær mun mögulega lenda í vandræðum með að greiða út laun um mánaðarmótin, ef svo fer fram sem horfir. Þetta er haft eftir bæjarstjóranum, Kristni Jónassyni, í Fréttatímanum í dag. Ástæðan er allt að 40 prósenta tekjusamdráttur vegna sjómannaverkfallsins. Í Snæfellsbæ eru meðal annars útgerðar- og hafnarbæirnir Rif, Hellissandur og Ólafsvík. Þar var landað 4.200 tonnum af fiski í janúar á síðasta ári, en nú voru tonnin aðeins 1.400.
10.02.2017 - 06:37
Verðmætasti afli sögunnar
Aflaverðmæti fiskiskipa sem gera út frá norðurhluta Noregs hefur aldrei verið meira en nú. Þann 31. október náði veltan á fiskmörkuðum Sölusamlags sjómanna í Noregi, norðan Mæra og Raumsdals, 10 milljörðum norskra króna, um 136 milljörðum íslenskra króna. Veltan á fiskmörkuðum þessa svæðis er nú þegar orðin meiri en allt árið í fyrra, sem þó var metár. Þá fór fiskur fyrir 9,7 milljarða norskra króna í gegnum sölusamlagið, þar af 8 milljarðar á fyrstu tíu mánuðunum, 1,7 milljörðum minna en nú.
02.11.2016 - 06:12
Öll loðnan vestan og norðan við landið
Allur veiðistofn loðnu virðist halda sig úti af Vestfjörðum og vestanverðu Norðurlandi. Ágæt mynd er komin á útbreiðslu loðnunnar og næstu daga á að mæla hversu mikið er á leitarsvæðinu. Hafís og vont veður hefur takmarkað yfirferð rannsóknarskipanna í vetur.
07.01.2016 - 18:40
Jakob Valgeir kaupir togara
Útgerðarfélagið Jakob Valgeir hefur fest kaup á togara, sem gerður verður út frá Bolungarvík. Aflafréttir greina frá þessu. Togarinn var keyptur frá Noregi á 310 milljónir króna.
27.10.2015 - 01:28
Togstreita milli stefnumiða
Það er viss mótsögn í því að sækjast annars vegar eftir viðurkenningu sem strandríki við Norður Íshafið og hins vegar að leggja áherslu á aðalhlutverk Norðurskautsráðsins á norðurslóðum. Þetta segir Auður H Ingólfsdóttir lektor í alþjóðastjórnmálum við Háskólann á Bifröst.
04.08.2015 - 17:32
Ákvæði fiskveiðistjórnunarlaga handónýtt
Dómur Hæstaréttar um að sala á skipum og aflaheimildum Bergs-Hugins í Vestmannaeyjum til Neskaupstaðar hafi verið heimil, sýnir að ákvæði fiskveiðistjórnunarlaga um forkaupsrétt sveitarfélaga er handónýtt. Þetta segir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga.
05.06.2015 - 16:50
Verðmæti fiskútflutnings minnkar
Útflutningsverðmæti sjávarafurða lækkaði um 38 milljarða króna milli áranna 2013 og 2014, úr 272 milljörðum í 244 eða um 14 af hundraði. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.
03.06.2015 - 06:22
Hækkunin hefur engin áhrif á kjaraviðræður
Bónusar starfsfólks HB Granda verða hækkaðir og gæti hækkunin skilað ígildi tveggja mánaðarlauna á tólf mánaða grundvelli. Vilhjámur Birgisson, formaður verkalýðsfélags Akraness, segir þetta sigur fyrir verkafólk á Akranesi.
22.04.2015 - 10:00
Telur náttúrupassa ganga of skammt
Friðrik Pálsson hótelhaldari segir að íslensk stjórnvöld eigi að ganga lengra í innheimtu á gjaldi fyrir aðgang að náttúruperlum en gert er með frumvarpi um náttúrupassa. Hann segir að þau eigi líka að láta á það reyna hvort óheimilt sé að undanskilja Íslendinga frá gjaldtöku.
01.12.2014 - 18:13
Mest flutt út til Bretlands
Tæpum 5% meira var flutt út af sjávarafurðum 2013 en árið áður.
18.06.2014 - 10:06
Vill að sjávarútvegur verði fyrsta val
„Sjávarútvegur er spennandi starfsvettvangur og draumurinn er að hann verði fyrsta val hjá námsfólki." Þetta segir Erla Pétursdóttir, framkvæmdastjóri fyrirtækisins Codland, sem var tilnefnt til Menntaverðlauna atvinnulífsins árið 2014 sem Menntasproti ársins.
09.06.2014 - 07:33
Framsókn á Húsavík gagnrýnir Sigurð Inga
Framsóknarfélagið á Húsavík gagnrýnir Sigurð Inga Jóhannsson, sjávarútvegsráðherra, fyrir að ríkisvaldið hafi ekki brugðist við brotthvarfi útgerðarfyrirtækisins Vísis hf frá Húsavík.
28.05.2014 - 06:51
Þrælslund stjórnvalda
Nýtt frumvarp um veiðigjöld er talnaleikur útgerðarmanna og dæmi um þrælslund stjórnvalda gagnvart útgerðinni í landinu. Þetta segir fyrrverandi ríkisskattstjóri í nýrri grein um veiðigjaldafrumvarpið.
02.05.2014 - 12:20
28 nýir virkjanakostir
Orkustofnun hefur sent verkefnastjórn um rammaáætlun lista yfir þá virkjanakosti sem stofnunin hyggst leggja fram tillögur um. 91 virkjanakostur er á listanum, þar af eru 28 nýir. Þetta staðfestir Kristinn Einarsson, yfirverkefnisstjóri auðlindanýtingar hjá Orkustofnun.
20.03.2014 - 13:55
Skýrist hvort Landsneti leyfist eignanám
Gera má ráð fyrir að iðnaðar- og viðskiptaráðherra taki fljótlega afstöðu til beiðni Landsnets um eignarnám á Vatnsleysuströnd þar sem Ásgerður Ragnarsdóttir, lögmaður landeigenda, hefur skilað athugasemdum þeirra í málinu.
04.02.2014 - 22:01
Selja þriðjungs hlut HS veita til Ursusar
Stefnt er að því að ljúka samkomulagi um kaup á hlut nokkurra sveitarfélaga í HS Veitum síðar í vikunni. Sveitarfélögin Reykjanesbær, Garður, Sandgerði, Vogar og Grindavík, auk Orkuveitu Reykjavíkur, hafa samþykkt að selja alls ríflega þriðjungs hlut til fjárfestingafélagsins Ursusar.
Markaðssetning íslenskrar orku
Eftirspurn eftir endurnýjanlegri orku frá Íslandi mun aukast á næstu árum segir doktor í markaðssetningu. Mikilvægt sé að taka ákvörðun um það til hvers konar fyrirtækja og til hvaða verkefna orkan verði seld.
02.02.2014 - 20:00
Guðjón Valur í úrvalsliði EM
Guðjón Valur Sigurðsson, fyrirliði íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, er í úrvalsliði Evrópumótsins sem lýkur í Danmörku í dag.
26.01.2014 - 13:30
Skip HB Granda fá mest
Nýtt fiskveiðiár hófst í dag og Fiskistofa hefur úthlutað aflamarki fyrir komandi vertíð til 627 skipa, 381 þúsund tonn í þorskígildum.
01.09.2013 - 17:18
Óþreyjufullir að halda áfram í Helguvík
Stjórnendur Century Aluminum, móðurfélags Norðuráls, eru óþreyjufullir að koma framkvæmdum við álver í Helguvík aftur af stað, segir forstjóri fyrirtækisins. Hann segir að ríkisstjórnin sýni álverinu mikinn stuðning.
27.08.2013 - 20:42
Enn sækja hundruð um greiðsluaðlögun
Enn sækja hundruð Íslendinga um greiðsluaðlögun hjá umboðsmanni skuldara. Leigjendum hefur fjölgað meðal umsækjenda og yngra fólk sækir í auknum mæli eftir aðstoð hjá stofnuninni.
22.08.2013 - 13:57
Allt að hundrað gætu misst vinnuna
Nýtt frumvarp um rækjukvóta gerir ráð fyrir að sjötíu prósent aflahlutdeilda miði við eldri aflahlutdeildir en tæpur þriðjungur taki mið af veiðireynslu síðustu þriggja ára. Bæjarráð Ísafjarðar mótmælir harðlega þeim ásetningi sjávarútvegsráðherra.
Eigendur Lotnu neita sök
Eigendur sjávarútvegsfyrirtækisins Lotnu á Flateyri segja að fyrirtækið hafi unnið allan þann afla úr byggðakvóta sem það hafi getað selt. Fiskistofa hefur tímabundið afturkallað byggðakvóta sem bátar á vegum Lotnu veiddu úr.
06.08.2013 - 18:20
Fjölga þurfi landvörðum
Landvörður í Vatnajökulsþjóðgarði segir að fjölga þurfi landvörðum enn meira en gert var í vor. Þá voru settar 20 milljónir til að auka landvörslu. Alþjóðadagur landvarða er í dag.
31.07.2013 - 17:06