Auðlindin

Fiskafli í júní 35 þúsund tonn - aflaverðmæti aukast
Heildarafli í júní var 35.237 tonn sem er 14 þúsund tonnum minni afli en í júní á síðasta ári. Heildarafli á ársgrundvelli er 1,5 milljónir tonna, sem er um 40% aukning aflans.
15.07.2022 - 11:13
Aflaheimildir til strandveiða aukast
Aflaheimildir þorsks til strandveiða í atvinnuskyni verða auknar með nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem tilkynnt var um í dag. Aflaheimildir verða því alls 11.074 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári.
Verð á íslenskum fiski í Bretlandi í hæstu hæðum
Verð á íslenskum þorski og ýsu í Bretlandi er nú hærra en nokkru sinni hefur sést og hefur tvöfaldast á skömmum tíma. Verðhækkunin er vegna banns á innflutningi frá Rússlandi.
18.05.2022 - 22:00
Segir verðmæti laxeldis geta orðið jafn mikið og þorsks
Ísland er sílikondalur sjávarútvegsins segir sérfræðingur norska bankans DNB. Hann segir að innan þriggja ára geti útflutningstekjur af eldislaxi orðið jafn miklar og af þorski.
08.05.2022 - 18:43
Milljón tonn af sjávarafla á land árið 2020
Íslensk fiskiskip lönduðu rúmlega einni milljón tonna af sjávarafla árið 2020 en Ísland var það ár í sautjánda sæti yfir aflahæstu ríki heims. Kínverjar veiða manna mest úr sjó en skráður sjávarafli þeirra nam tæpum 12 milljón tonnum árið 2020.
Brýnt að ræða alvarlega um fríverslun með sjávarfang
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra vill alvarlegar samræður við Evrópusamabandið um tollfrelsi í viðskiptum með sjávarfang og landbúnaðarvörur. Hún segir ótvíræðan ávinning hafa fylgt aðild Íslands að EES-samningnum. 
Hert eftirlit með kvótaeign og hvað séu tengdir aðilar
Matvælaráðherra hefur falið Fiskistofu að kanna yfirráð tengdra aðila og samþjöppun aflaheimilda. Ráðherrann hefur einnig lagt fram frumvarp um breytingar á lögum um fiskveiðistjórnun, sem styrkja á eftirlit og skilgreina betur hvað teljist tengdir aðilar.
17.02.2022 - 16:10
Sjónvarpsfrétt
Loðnan ígildi 300 þúsund ferðamanna
Víðs vegar um landið undirbúa fyrirtæki sig fyrir stærstu loðnuvertíð í átján ár. Áhrifin eru víðtæk og fyrir þjóðarbúið er aukinn kvóti ígildi 300 þúsund ferðamanna. Netagerðarmenn sjá fram á mikið annríki.
24.10.2021 - 18:55
Mest veitt af makríl í júlí en samdráttur í síld
Landaður afli í júlí 2021 var rúm 87 þúsund tonn sem er 2% minni afli en í sama mánuði á síðasta ári. Botnfiskafli var tæp 29 þúsund tonn og dróst hann saman um 9% milli ára.
Svipt veiðileyfi vegna ítrekaðrar framhjálöndunar
Fiskiskipið Valþór GK-123 hefur verið svipt leyfi til veiða í atvinnuskyni í fjórar vikur vegna ítrekaðrar framhjálöndunar. Veiðileyfissvipting gildir frá og með 24. ágúst til og með 20. september 2021.
Farið verði eftir ráðgjöf vísindanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að þrátt fyrir að nýjar tillögur Hafrannsóknastofnunar samdrátt upp á milljarða fyrir þjóðarbúið telji hún rétt að fara eftir veiðiráðgjöf stofnunarinnar.
Aflaverðmæti 43 milljarðar á fyrsta ársfjórðungi
Verðmæti afla við fyrstu sölu nam 43,2 milljörðum króna á fyrsta ársfjórðungi 2021, að því er fram kemur á vef Hagstofu Íslands. Þetta er 26% aukning frá sama tímabili árið 2020 þegar aflaverðmæti var rúmlega 34 milljarðar króna.
Brim hagnaðist um 1,7 milljarða á fyrsta ársfjórðungi
Hagnaður útgerðarfélagsins Brims á fyrsta ársfjórðungi 2021 reyndist nærri ellefu milljarðar evra, sem jafngildir um 1,7 milljörðum króna. Gjöful loðnuvertíð skipti þar sköpum, samkvæmt árshlutareikningi félagsins sem birtur var í gær.
21.05.2021 - 21:43
Ísland sem samgöngu- og þjónustumiðstöð norðurslóða
Lagt er til að Ísland verði samgöngu- og þjónustumiðstöð norðurslóða í nýrri skýrslu um efnahagstækifæri á norðurslóðum. Margvísleg tækifæri felist í væntanlegum breytingum á svæðinu.
Áttföldun í fiskeldi á tíu árum
Heildarmagn slátraðs eldisfisks hefur áttfaldast á seinustu tíu árum. Árið 2020 var slátrað rúmlega 40 þúsund tonnum af eldisfiski hér á landi. Mest hefur aukningin orðið í laxeldi sem er 34 sinnum meira nú en árið 2010.
Segir athugasemdir við Færeyinga ekki vera þrýsting
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ekki hafi verið þrýst á Færeyinga vegna fyrirhugaðra lagabreytinga á eignarhaldi í færeyskum sjávarútvegi, heldur hafi athugasemdum verið komið á framfæri svo eignir íslenskra fjárfesta þar yrðu ekki seldar á brunaútsölu.
02.05.2021 - 12:34
Sjómenn tortryggja verðlagningu á loðnu íslenskra skipa
Forysta Sjómannasambands Íslands telur brýnt að kanna hvernig standi á því ríflega tvöfalt hærra verð hafi verið greitt fyrir loðnu sem landað var úr norskum skipum hér á landi en fyrir loðnu úr íslenskum skipum, sem þó var í hærri gæðaflokki. Þetta segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, í samtali við Fréttablaðið í dag. Hann segir sjómenn vilja að þetta verði skoðað svo skera megi úr um það, hvort áhafnir íslensku skipanna hafi verið hlunnfarnar.
Loðnuvertíð: „Ég er bara kát og glöð með stöðuna“
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum fagnar því að loks verði loðnuvertíð eftir tveggja ára hlé. Þetta skipti bæjarfélagið og þjóðarbúið verulegu máli.
Heimila auknar loðnuveiðar eftir að villa kom í ljós
Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út uppfærða veiðiráðgjöf um loðnuveiði. Stofnunin gaf út ráðgjöf upp á 54.200 tonn í fyrradag, en við endurútreikning kom í ljós villa og því hefur ráðgjöfin verið hækkuð í 61.000 tonn.
Viðtal
Vill sjá Ísland leiðandi í gervigreindargarðyrkju
Fljúgandi bílar, gervigreindargarðyrkja og heilsuúr fyrir tré eru meðal viðfangsefna Davids Wallerstein, sem stýrir nýjum fjárfestingum fyrir kínverska fyrirtækið Tencent sem er áttunda stærsta fyrirtæki heims. Hann segir mörg tækifæri nú fyrir íslenska brautryðjendur til að stofna leiðandi fyrirtæki með lausnir við loftslagsbreytingum og vill sjá Ísland setja á fót risa gervigreindargarðyrkjustöð.
12.01.2021 - 23:52
Leggja til að loðnukvóti verði tæp 22 þúsund tonn
Hafrannsóknarstofnun leggur til að að loðnukvóti fyrir veturinn verði 21.800 tonn í stað fyrri ráðgjafar um að engin veiði fari fram. Ráðgjöfin verður endurmetin þegar niðurstöður mælinga í byrjun árs 2021 á stærð veiðistofnsins liggja fyrir.
Afkoma sjávarútvegs sterk þrátt fyrir loðnubrest
Rekstur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja gekk vel í fyrra. Þetta er niðurstaða byggð á ársuppgjörum fyrirtækja sem hafa yfir að ráða tæplega 90 prósentum af úthlutuðu aflamarki sköluðum upp í 100 prósent. Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte, fór yfir afkomu sjávarútvegsfyrirtækja 2019 .
Frumvarp um Miðhálendisþjóðgarð í samráðsgátt
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur kynnt í samráðsgátt tvö frumvörp, um Hálendisþjóðgarð og um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða.
18.12.2019 - 18:08
Kalla eftir að Verðlagsstofa verði lögð af
Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda sendu frá sér ályktun á aðalfundi sínum í lok nóvember þar sem skorað er á stjórnvöld að leggja af Verðlagsstofu skiptaverðs. Hún ýti undir misskiptingu meðal sjómanna, spillingu, óttastjórnun og alvarlegan samkeppnismismun.
04.12.2019 - 20:00
Hraðhleðslustöðvum fjölgar um 40 prósent
Orkusjóður hefur veitt styrki til uppbyggingar hraðhleðslustöðva vítt og breitt um landið fyrir 227 milljónir króna. Samtals ná styrkirnir til 43 hleðslustöðva og eru nýju stöðvarnar talsvert öflugri en hinar fyrri.
11.11.2019 - 16:00