Auðlindin

Ísland sem samgöngu- og þjónustumiðstöð norðurslóða
Lagt er til að Ísland verði samgöngu- og þjónustumiðstöð norðurslóða í nýrri skýrslu um efnahagstækifæri á norðurslóðum. Margvísleg tækifæri felist í væntanlegum breytingum á svæðinu.
Áttföldun í fiskeldi á tíu árum
Heildarmagn slátraðs eldisfisks hefur áttfaldast á seinustu tíu árum. Árið 2020 var slátrað rúmlega 40 þúsund tonnum af eldisfiski hér á landi. Mest hefur aukningin orðið í laxeldi sem er 34 sinnum meira nú en árið 2010.
Segir athugasemdir við Færeyinga ekki vera þrýsting
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að ekki hafi verið þrýst á Færeyinga vegna fyrirhugaðra lagabreytinga á eignarhaldi í færeyskum sjávarútvegi, heldur hafi athugasemdum verið komið á framfæri svo eignir íslenskra fjárfesta þar yrðu ekki seldar á brunaútsölu.
02.05.2021 - 12:34
Sjómenn tortryggja verðlagningu á loðnu íslenskra skipa
Forysta Sjómannasambands Íslands telur brýnt að kanna hvernig standi á því ríflega tvöfalt hærra verð hafi verið greitt fyrir loðnu sem landað var úr norskum skipum hér á landi en fyrir loðnu úr íslenskum skipum, sem þó var í hærri gæðaflokki. Þetta segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambandsins, í samtali við Fréttablaðið í dag. Hann segir sjómenn vilja að þetta verði skoðað svo skera megi úr um það, hvort áhafnir íslensku skipanna hafi verið hlunnfarnar.
Loðnuvertíð: „Ég er bara kát og glöð með stöðuna“
Bæjarstjórinn í Vestmannaeyjum fagnar því að loks verði loðnuvertíð eftir tveggja ára hlé. Þetta skipti bæjarfélagið og þjóðarbúið verulegu máli.
Heimila auknar loðnuveiðar eftir að villa kom í ljós
Hafrannsóknarstofnun hefur gefið út uppfærða veiðiráðgjöf um loðnuveiði. Stofnunin gaf út ráðgjöf upp á 54.200 tonn í fyrradag, en við endurútreikning kom í ljós villa og því hefur ráðgjöfin verið hækkuð í 61.000 tonn.
Viðtal
Vill sjá Ísland leiðandi í gervigreindargarðyrkju
Fljúgandi bílar, gervigreindargarðyrkja og heilsuúr fyrir tré eru meðal viðfangsefna Davids Wallerstein, sem stýrir nýjum fjárfestingum fyrir kínverska fyrirtækið Tencent sem er áttunda stærsta fyrirtæki heims. Hann segir mörg tækifæri nú fyrir íslenska brautryðjendur til að stofna leiðandi fyrirtæki með lausnir við loftslagsbreytingum og vill sjá Ísland setja á fót risa gervigreindargarðyrkjustöð.
12.01.2021 - 23:52
Leggja til að loðnukvóti verði tæp 22 þúsund tonn
Hafrannsóknarstofnun leggur til að að loðnukvóti fyrir veturinn verði 21.800 tonn í stað fyrri ráðgjafar um að engin veiði fari fram. Ráðgjöfin verður endurmetin þegar niðurstöður mælinga í byrjun árs 2021 á stærð veiðistofnsins liggja fyrir.
Afkoma sjávarútvegs sterk þrátt fyrir loðnubrest
Rekstur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja gekk vel í fyrra. Þetta er niðurstaða byggð á ársuppgjörum fyrirtækja sem hafa yfir að ráða tæplega 90 prósentum af úthlutuðu aflamarki sköluðum upp í 100 prósent. Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte, fór yfir afkomu sjávarútvegsfyrirtækja 2019 .
Frumvarp um Miðhálendisþjóðgarð í samráðsgátt
Umhverfis- og auðlindaráðuneytið hefur kynnt í samráðsgátt tvö frumvörp, um Hálendisþjóðgarð og um Þjóðgarðastofnun og þjóðgarða.
18.12.2019 - 18:08
Kalla eftir að Verðlagsstofa verði lögð af
Samtök fiskframleiðenda og útflytjenda sendu frá sér ályktun á aðalfundi sínum í lok nóvember þar sem skorað er á stjórnvöld að leggja af Verðlagsstofu skiptaverðs. Hún ýti undir misskiptingu meðal sjómanna, spillingu, óttastjórnun og alvarlegan samkeppnismismun.
04.12.2019 - 20:00
Hraðhleðslustöðvum fjölgar um 40 prósent
Orkusjóður hefur veitt styrki til uppbyggingar hraðhleðslustöðva vítt og breitt um landið fyrir 227 milljónir króna. Samtals ná styrkirnir til 43 hleðslustöðva og eru nýju stöðvarnar talsvert öflugri en hinar fyrri.
11.11.2019 - 16:00
Viðtal
Mikill áfangi í stjórnarskrármálinu
Forsætisráðherra segist vera bjartsýn á að breytingar á stjórnarskrá fari fyrir Alþingi á þessu kjörtímabili. Hún átti fund með formönnum flokka á Alþingi í dag. „Formenn flokkanna lögðust ekki gegn því að þessi ákvæði færu í samráðsgáttina á þessu stigi. Þau eru ekki auðvitað ekki endanleg. Við eigum eftir að fá viðbrögð við þeim,“ segir Katrín. „En það leggst enginn gegn því að þessi ákvæði fari núna í opið samráð og það er auðvitað mikill áfangi“.
Telja að fiskeldi bitni á hvalaskoðun
Hvalaskoðunarfyrirtæki eru uggandi yfir áformum um fiskeldi í Eyjafirði. „Þetta eru ekki bara nokkur ker úti á firði heldur er þetta stóriðja,“ segir Halldór Áskelsson, eigandi Keli Sea Tours en hann gagnrýnir hvernig staðið sé að málinu.
08.04.2019 - 11:37
GróLind veitir von um betri nýtingu auðlinda
Þess er vænst að innan nokkurra ára geti samstarfsverkefni fjögurra stofnana gert Íslendingum kleift að skipuleggja landnýtingu betur. Þá verður hægt að fylgjast með auðlindum og stýra nýtingu út frá ástandi þeirra.
19.03.2019 - 16:32
Náttúrufræðistofnun Íslands:
Hagfræðingar misskilja stöðu hvala á válista
Nokkurs misskilnings gætir um stöðu hvala á válistum hér við land og á heimsvísu, í skýrslu Hagfræðistofnunar Háskóla Íslands um þjóðhagsleg áhrif hvalveiða. Á þetta er bent í grein sem Náttúrufræðistofnun Íslands birti á vef sínum í gær, þar sem rakin eru tvö dæmi um þetta í skýrslu Hagfræðistofnunar, annars vegar um búrhvali og hins vegar langreyði.
23.01.2019 - 03:05
Hlustaði ekki á viðvaranir eigin sérfræðinga
Jón Bjarnason, þáverandi sjávarútvegsráðherra, lét viðvaranir sérfræðinga í ráðuneyti sínu sem vind um eyru þjóta þegar reglugerð um fyrirkomulag makrílveiða var ákveðin árið 2010. Hæstiréttur dæmdi fyrirkomulagið ólögmætt á dögunum og dæmdi ríkið bótaskylt gagnvart tveimur útgerðum sem gætu krafist milljarðaskaðabóta á grundvelli þessa.
Eignast hlut í fleiri jörðum í Vopnafirði
Breski auðkýfingurinn Jim Ratcliffe hefur keypt eignarhaldsfélagið Grænaþing af Jóhannesi Kristinssyni, fjárfesti. Eftir kaupin á Ratcliffe tæpan 90 prósenta hlut í veiðifélaginu Streng ehf., sem er með Selá og Hofsá í Vopnafirði á leigu. Strengur á auk þess sex jarðir í Vopnafirði að hluta eða öllu leyti, Áður átti Ratcliffe tæp 35 prósent í Streng í gegnum félagið Fálkaþing. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
20.11.2018 - 07:35
Pistill
Hættum að líta á fegurð sem lúxus
„Fegurð er það sem við upplifum þegar við skynjum bara til að skynja; lítum til himins til að dást að honum en ekki til að gá til veðurs, eða horfum á fossinn til að leyfa honum að fanga okkur en ekki til þess að reikna út hversu stóra virkjun þyrfti til að fanga aflið í honum.“ Guðbjörg R. Jóhannesdóttir, pistlahöfundur Víðsjár, fjallar um fagurfræði og samfélagslegt gildi fegurðar.
19.10.2018 - 11:46
1.500 tonn af hvalaafurðum á leið til Japans
Um 1.500 tonn af hvalkjöti og öðrum hvalaafurðum voru send með frystiskipi frá Hafnarfirði áleiðis til Japans síðastliðinn laugardag. Morgunblaðið greinir frá þessu og hefur eftir Kristjáni Loftssyni, framkvæmdastjóra Hvals hf., að skipið sigli svonefnda norðausturleið til Japans, það er að segja um Norður-Íshaf. Það sé mun styttri leið en sú sem venjan hefur verið að fara, nefnilega suður fyrir Afríku og um Indlandshaf.
17.10.2018 - 05:13
Deildu hart um veiðgjaldið í Vikulokunum
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir flokkinn vera ósáttan við niðurstöðuna í veiðigjaldamálinu . Ágúst Ólafur Ágústsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir málið sýna „ótrúlega forgangsröðun“ ríkisstjórnarinnar og Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði þessa leiðréttingu vera enn eina „leiðréttingu fyrri þá sem eiga meira.“ Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, hrósaði forsætisráðherra fyrir framgöngu sína í málinu.
09.06.2018 - 14:04
Afhentu ráðherra undirskriftarlista
Fulltrúar frá Alþjóðadýravelferðarsjóðnum (IFAW) ásamt Hvalaskoðunarsamtökum Íslands og Samtökum ferðaþjónustunnar afhentu Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, nöfn meira en 50 þúsund einstaklinga, sem skrifað hafa undir kröfu þess efnis að borða ekki hvalkjöt og að allur Faxaflói verði gerður að griðasvæði fyrir hvali en ekki einungis hluti hans eins og nú er.
Íhuga að banna humarveiðar við Ísland
Ástand humarstofnsins við Íslandsstrendur er svo bágborið að það er aðeins tímaspursmál hvenær humarveiðar verða bannaðar, að óbreyttu. Þetta segir Jónas Páll Jónsson, fiskifræðingur á Hafrannsóknastofnun í viðtali sem birt er í nýjasta tölublaði Fiskifrétta. Í erindi sem Jónas hélt um sögu humarveiða hér við land í síðustu viku kom fram, að þær hafa farið síminnkandi undanfarin ár. Nýliðun í stofninum hefur verið afleit frá 2005 og rannsóknir benda til þess svo verði áfram.
18.04.2018 - 04:13
Engir sléttbakskálfar í ár
Engir sléttbakskálfar komu í heiminn eftir síðustu fengitíð og sléttbaksstofninn mjakast því enn í átt til útrýmingar. Aðeins um 430 Íslandssléttbakar eru taldir synda um heimsins höf. Sléttbakurinn kelfir að jafnaði um þetta leyti en sá tími er nú nokkurn veginn liðinn og ekki vitað til þess að nokkur kálfur hafi bæst í hópinn, en vísindamenn hafa fylgst giska grannt með viðgangi sléttbaksins síðustu áratugi.
27.02.2018 - 04:26
Veiðigjöld minni útgerða verða lækkuð
Veiðigjöld á litlar og meðalstórar útgerðir verða lækkuð á árinu, ef hugmyndir ríkisstjórnarinnar verða að veruleika. Lilja Rafney Magnúsdóttir, þingkona Vinstri grænna og formaður atvinnuveganefndar, og Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, staðfesta þetta í samtali við Morgunblaðið í dag.
02.01.2018 - 06:25