Atvinnulíf

Kortavelta erlendra ferðamanna ekki lægri frá upphafi
Greiðslukortavelta Íslendinga í verslunum innanlands var 11% meiri í apríl 2020 en á sama tíma fyrir ári. Þó var samdráttur í heildarkortaveltu landsmanna um 13,6% að nafnvirði. Heimavinnandi Íslendingar í samkomubanni nýttu sér vefverslun sem aldrei fyrr enda jókst hún um 260% milli ára.
19.05.2020 - 10:38
Vilja selja hlut sinn í Drangavík á Ströndum
Þrír af sextán landeigendum Drangavíkur á Ströndum hafa ákveðið að selja rúmlega tuttugu prósenta hlut sinn í jörðinni. Ástæðan er fyrst og fremst skiptar skoðanir um landamerki jarðarinnar sem gæti haft áhrif á fyrirhugaða Hvalárvirkjun.
18.05.2020 - 16:03
Nýr samningafundur flugfreyja og Icelandair í dag
Boðað hefur verið til nýs samningafundar Icelandair og Flugfreyjufélagsins eftir hádegi. Tólf tíma fundi þeirra í gær lauk laust eftir miðnætti. 
18.05.2020 - 12:14
Búast við mun lægri vöxtum en stöðugri verðbólgu
Flestir spá því að Seðlabankinn lækki stýrivexti verulega á miðvikudaginn og þeir fari jafnvel í fyrsta sinn undir eitt prósent. Í Hagsjá Landsbankans er því spáð að Seðlabankinn lækki vexti um heilt prósentustig og meginvextir bankans verði því 0,75 prósent. Verðbólga haldist stöðug þrátt fyrir óvissutíma og veikingu krónunnar, en gengið hefur ekki verið veikara frá því um mitt ár 2015.
18.05.2020 - 11:38
„Þurfum að hafa þolinmæði í það að skulda þessa kreppu“
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir að stjórnvöld verði að hafa þolinmæði í að skuldsetja sig til að bregðast við kreppunni frekar en að selja ríkiseignir og skera niður. Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur og fyrrverandi fjármálaráðherra segir ekki ástæðu til svartsýni þrátt fyrir áföll.
Myndskeið
Svartur apríl á vinnumarkaði
Nærri 50 þúsund manns voru án atvinnu eða í skertu starfshlutfalli í apríl. Þetta er langmesti fjöldi á atvinnuleysisskrá síðan mælingar hófust. Forstjóri Vinnumálstofnunar vonar að það dragi hratt úr atvinnuleysi þegar líða tekur á árið.
Heildaraflinn dregst saman vegna áhrifa kórónuveiru
Heildarafli íslenskra fiskiskipa í apríl var ríflega tuttugu prósentum minni en á sama tíma í fyrra. Helst skýringin er hrun í sölu á fiski til veitingahúsa og hótela í Evrópu.
15.05.2020 - 15:00
Spá 13 prósenta atvinnuleysi í lok sumars
Hagfræðideild Landsbanka spáir því að atvinnuleysi fari í þrettán prósent í lok sumars og fari ekki undir tíu prósentin aftur fyrr en á næsta ári. Í nýrri þjóðhags- og verðbólguspá er gert ráð fyrir níu prósenta samdrætti í ár og að verðbólga fari í þrjú og hálft prósent undir lok árs en minnki síðan.
15.05.2020 - 07:00
Óvíst hvenær listi yfir hlutabótafyrirtæki birtist
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir ómögulegt að svara því hvort listi yfir fyrirtæki sem nýtt hafa hlutabótaleiðina verði birtur á morgun. Persónuvernd úrskurðaði í gær að í ljósi almannahagsmuna eigi að birta listann. Þá sagði Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálstofnunar, að listinn yrði líklega birtur í dag eða á morgun. Unnur segir að núna fari persónuverndarfulltrúi stofnunarinnar yfir málið.
Reykjaneshöfn vill Thorsil úr Helguvík
Stjórn Reykjaneshafnar ákvað á fundi sínum í dag að segja upp samningi við Thorsil sem hafði tryggt sér iðnaðarsvæði í Helguvík undir uppbyggingu. Samningurinn var gerður árið 2014 en enn hefur engin uppbygging hafist. Thorsil hugðist reisa kísilverksmiðju, við hlið United Silicon, en ekkert hefur orðið af framkvæmdum.
14.05.2020 - 21:08
Fiskeldi í vexti og aukin hætta á tjóni í vetrarveðrum
Matvælastofnun útilokar ekki að eldislax hafi sloppið þegar gat kom á sjókví í fiskeldi Arnarlax í Patreksfirði í síðasta mánuði. Í vaxandi sjókvíaeldi aukist líkurnar á slíkum atvikum í vondu vetrarveðri.
14.05.2020 - 18:13
Viðtal
Segir framgöngu Boga lítilsvirðingu við samninganefnd
Alþýðusambandið kom athugasemdum á framfæri við ríkissáttasemjara og Samtök atvinnulífsins í gær. Forsvarsmenn sambandsins eru ósáttir við að Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, setti sig milliliðalaust í samband við félaga í Flugfreyjufélagi Íslands eftir að samninganefnd hafnaði tilboði Icelandair. Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir þetta lítilsvirðingu við samninganefnd, stjórn félagsmenn og félagsmenn.
14.05.2020 - 15:48
Norðurland: 90% fyrirtækja í ferðaþjónustu opin í sumar
Eigendur fyrirtækja í ferðaþjónustu á Norðurlandi telja sig komast í gegnum það ástand sem kórónuveirufaraldurinn hefur skapað. Langflest fyrirtækin verða opin í sumar.
Milljónir missa vinnuna í Bandaríkjunum
Tæplega þrjár milljónir Bandaríkjamanna bættust við á atvinnuleysisskrána í síðustu viku. Það eru um það bil tvö hundruð þúsundum færri en í vikunni þar á undan. Samkvæmt gögnum atvinnumálaráðuneytis landsins hafa 36,5 milljónir landsmanna misst vinnuna frá því að COVID-19 farsóttin braust út vestanhafs um miðjan mars. Atvinnuleysið í apríl mældist 14,7 prósent.
14.05.2020 - 14:18
Viðtal
„Gjörbreytt staða“ á Hornafirði en bjartsýni að aukast
Atvinnuleysi í sveitarfélaginu Hornafirði mælist nú tæplega 27% en var í lágmarki í byrjun árs. Bæjarstjórinn segir mikið skarð vera höggvið í sveitarfélagið þegar komur ferðamanna lögðust af vegna kórónuveirufaraldursins.
Setja saman hóp til eftirlits með hlutabótaleiðinni
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir erfitt að meta hvenær eftirlit geti hafist með hlutabótaleiðinni því vinnan sé mjög umfangsmikil og mannfrek. Unnið er að því að setja saman hóp innan stofnunarinnar sem ætlað er að sinna slíku eftirliti.
Myndskeið
Listinn líklega birtur á morgun eða föstudag
Forstjóri Vinnumálastofnunar segir að skoðað verði hvort listi yfir tæplega sjö þúsund fyrirtæki á hlutabótaleið verði birtur. Persónuvernd úrskurðar að í ljósi almannahagsmuna eigi að birta listann. „Við erum nú bara að skoða þetta núna og athugum hvað við gerum. Við munum sjálfsagt birta þennan lista,“ segir Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálstofnunar. Listinn verði líklega birtur á morgun eða föstudag.
Samherji endurgreiðir ríkinu vegna hlutastarfaleiðar
Samherji bættist í dag í hóp þeirra fyrirtækja sem hafa ákveðið að endurgreiða ríkissjóði hlutabætur vegna starfsmanna sem fóru í hlutastörf vegna kórónuveirufaraldursins. Fyrirtækið ætlar líka að greiða starfsfólki að fullu.
Viðtal
Eðlilegt að stjórnin haldi spilunum dálítið að sér
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, segir að það sé verkefni ríkisstjórnarinnar að tryggja flugsamgöngur til og frá landinu. Hún segir eðlilegt að ríkisstjórnin haldi spilunum dálítið að sér. Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, vill að ríkisstuðningur við Icelandair komi í gegnum dótturfélag sem sinni flugsamgöngum meðan móðurfélagið taki til í sínum ranni.
Svara gagnrýni að markaðsátak sé að hluta selt úr landi
Ríkiskaup og fjármála- og efnahagsráðuneytið hafa svarað gagnrýni sem sprottið hefur upp vegna markaðsátaksins „Ísland - saman í sókn.“ Ríkið ætlar að verja 1.500 milljónum króna í átakið þar sem Ísland verður kynnt á erlendum mörkuðum. 300 milljónir fara til auglýsingastofa.
Samþykktu úrræði fyrir minni fyrirtæki
Alþingi samþykkti í dag frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, um fjárstuðning til minni rekstraraðila vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Með frumvarpinu er fyrirtækjum gert kleift að sækja um lokunarstyrki hafi þau þurft að hætta starfsemi tímabundið vegna samkomubanns. Einnig er opnað fyrir að fyrirtæki fái stuðningslán með ríkisábyrgð til að mæta efnahagslegum þrengingum vegna COVID-19 veikinnar.
Myndskeið
Stóra málið að byggja upp nýtt flugfélag ef illa fer
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segist engar áhyggjur hafa af því að ekki verði hægt að tryggja flugsamgöngur til landsins til skamms tíma ef björgunarleiðangur Icelandair gengur ekki eftir. Stóra verkefnið verði þá hins vegar að byggja upp nýtt flugfélag sem sinni flugi á Norður-Atlantshafi með Keflavíkurflugvöll sem tengiflugvöll. Hann segir margar sviðsmyndir koma til greina og lýsir vonum um að þær yrðu bornar upp af þeim sem kæmu með fé úr einkageiranum til slíks verks.
Verksmiðja Tesla í Kaliforníu ræst á ný
Heilbrigðisyfirvöld í Alamedasýslu í Kaliforníu hafa heimilað að starfsemi hefjist að nýju í bílasmiðju Tesla í Fremont. Elon Musk, stofnandi og forstjóri fyrirtækisins, tilkynnti á mánudag að hann ætlaði að hefja setja framleiðsluferlið í gang, hvað sem liði afstöðu yfirvalda. Jafnframt hótaði hann að fara með starfsemina úr Alamedasýslu ef leyfi fengist ekki.
13.05.2020 - 13:52
Telur rétt að birta nöfn fyrirtækja í hlutabótaleið
Persónuvernd segir það ekki brjóta persónuverndarlög að Vinnumálastofnun birti upplýsingar um þau fyrirtæki sem hafa starfsmenn á hlutabótaleiðinni. Vinnumálastofnun taldi sér ekki heimilt að birta slíkar upplýsingar þar sem hætta var á að slíkt samræmdist ekki persónuverndarlögum.
13.05.2020 - 11:18
Viðtal
Markaðsátak til varnar innlendum fyrirtækjum og störfum
Sameiginlegt kynningarátak stjórnvalda og atvinnulífs undir yfirskriftinni „Íslenskt - gjörið svo vel“ hófst um helgina. Yfir 160 milljónum króna er varið í átakið, sem ætlað er að hvetja til viðskipta við innlend fyrirtæki og skapa þannig viðspyrnu í atvinnulífinu.