Atvinnulíf

Ánægður með hversu vel hlutafjárútboðið gekk
Bjarni Benediktsson, fjármála og efnahagsráðherra segir það jákvætt hversu vel hlutafjárútboð Icelandair gekk. Heildareftirspurn sé mikil og það gefi félaginu færi á að auka við sig hlutafé umfram það sem til stóð. Það dragi úr áhættu ríkisins. Hann vonar að ekki komi til þess að gengið verði á lánalínuna.
Heilbrigðisskoða kjöt í gegnum netið
Dýralæknar sinna heilbrigðisskoðun á kjöti í gegnum netið í nýju tilraunaverkefni um heimaslátrun. Í verkefninu er leitað leiða til að bændur geti selt og markaðssett kjöt sem þeir slátra heima.
78 milljarða hallarekstur ríkisins á öðrum ársfjórðungi
Afkoma hins opinbera á öðrum ársfjórðungi þessa árs var neikvæð um 78,4 milljarða króna eða því sem nemur 11,2% af vergri landsframleiðslu. Efnahagsaðgerðir stjórnvalda sem gripið var til vegna kórónuveirufaraldursins hafa haft neikvæð áhrif á tekjuöflun og útgjöld ríkisins
Einn starfsmaður CCP smitaður, var á Irishman pub
Einn starfsmaður CCP á Íslandi greindist með virkt COVID-19 smit í gær og hafa átta aðrir starfsmenn verið skimaðir og sendir í sóttkví. Sigurður Stefánsson, fjármálastjóri CCP, staðfestir þetta við fréttastofu. Fyrir liggur að viðkomandi starfsmaður fór á Irishman pub síðstliðinn föstudag.
18.09.2020 - 10:54
Hlutafjárútboði lokið - Ballarin sögð stefna á 25% hlut
Hlutafjárútboði Icelandair lauk klukkan fjögur í dag. Stefnt var að því að safna allt að 23 milljörðum í útboðinu. Icelandair hefur þegar samið við Íslandsbanka og Landsbanka um kaup á hlutabréfum fyrir sex milljarða sem eru háð þeim skilyrðum að félagið nái að safna 14 milljörðum í útboðinu.
17.09.2020 - 16:30
Forstjóri PCC rólegur yfir mögulegum tollum
Forstjóri PCC segir óþarft að fara á taugum vegna bandarískra innflutningstolla á íslenskan kísilmálm. Tollarnir séu tillaga og ekki hafi verið ákveðið hvort þeir komi til framkvæmda. Utanríkisráðuneytið hefur komið áhyggjum íslenskra stjórnvalda á framfæri við bandaríska viðskiptaráðuneytið.
17.09.2020 - 14:44
Afkoma sjávarútvegs sterk þrátt fyrir loðnubrest
Rekstur íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja gekk vel í fyrra. Þetta er niðurstaða byggð á ársuppgjörum fyrirtækja sem hafa yfir að ráða tæplega 90 prósentum af úthlutuðu aflamarki sköluðum upp í 100 prósent. Jónas Gestur Jónasson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte, fór yfir afkomu sjávarútvegsfyrirtækja 2019 .
Atvinnuleysi 8,5 prósent – langmest á Suðurnesjum
Atvinnuleysi mældist 8,5 prósent hér á landi í ágúst og jókst um 0,6 prósentustig á milli mánaða. Tæplega 18.000 manns voru án vinnu. Vinnumálastofnun spáir vaxandi atvinnuleysi á næstu mánuðum og að það verði komið upp í 9,3 prósent síðar í haust. 
15.09.2020 - 13:41
Störf fyrir hundrað manns í lyfjaþróun á Akureyri
Rannsóknarstofan Arctic Therapeutic stefnir að því að byggja upp störf fyrir allt að hundrað manns í lyfjaþróun á Akureyri. Prófanir á þremur nýjum lyfjum hefjast á næsta ári.
15.09.2020 - 13:36
Stór hluti starfsfólks Kristjánsbakarís endurráðinn
Stór hluti starfsmanna í Kristjánsbakaríi á Akureyri hefur verið endurráðinn. Öllum var sagt upp í skipulagsbreytingum í vor. Framkvæmdastjóri segir bjartsýni ríkja hjá starfsfólki og stjórnendum.
15.09.2020 - 09:12
Erfitt að krefja ASÍ um samstöðu eftir „grófa aðför“
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir Icelandair þurfa að gangast við mistökum sínum og biðja launafólk allt afsökunar á framkomu sinni í stað þess „að reyna að skapa nýja ásýnd félagsins í miðju hlutafjárútboði til að tæla til sín eftirlaunasjóði vinnandi fólks“. Þetta kemur fram í aðsendri grein hennar í Morgunblaðinu í morgun.
15.09.2020 - 07:13
Kastljós
Draga á lánalínu ef staðan batnar ekki næsta sumar
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segist ekki eiga von á því að fé fyrirtækisins klárist og að það þurfi að fara aftur í hlutafjárútboð á næstunni. „Alls ekki,“ svaraði hann aðspurður í Kastljósi í kvöld. Hann sagði að starfsemi fyrirtækisins og greiðslur til lánardrottna tækju mið af áætlunum um minna flug næstu misseri. Hann sagði að ástæða þess að stærsti hluthafi Icelandair virðist ekki ætla að taka þátt í útboðinu væri skortur á lausafé frekar en skortur á tiltrú á fyrirtækinu.
14.09.2020 - 20:22
Brýnt að opna starfsstöð Vinnumálastofnunar á Húsavík
Byggðarráð Norðurþings telur að aukið atvinnuleysi og yfirvofandi uppsagnir auki þörfina fyrir úrræði Vinnumálastofnunar í sveitarfélaginu. Því skorar byggðarráð á stofnunina að opna starfsstöð á Húsavík.
10.09.2020 - 17:42
Hundruð þúsunda sækja um atvinnuleysisbætur
884 þúsund launamenn skráðu sig atvinnulausa í Bandaríkjunum í síðustu viku. Það er álíka fjöldi og í vikunni þar á undan, að því er kemur fram í frétt frá atvinnumálaráðuneytinu í Washington. Þessu til viðbótar sóttu tæplega 840 þúsund um fjárhagsaðstoð úr sjóði sem settur var á laggirnar til að hjálpa fólki sem ekki á rétt á hefðbundnum atvinnuleysisbótum. Það eru rúmlega 90 þúsundum fleiri en í vikunni á undan.
10.09.2020 - 15:14
Loftbrú hleypt af stokkunum
Frá og með deginum í dag eiga íbúar með lögheimili fjarri höfuðborginni kost á því að fá flugfargjöld á hagstæðari kjörum til borgarinnar. Ríkið niðurgreiðir flugfargjöldin. Sigurður Ingi Jóhannsson,samgönguráðherra kynnti verkefnið sem nefnist Loftbrú í flugstöðinni á Egilsstöðum í dag.
Hægt að auka afköst til muna og stytta fundi
Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania segir mikla viðhorfsbreyting gagnvart fjarvinnu og fjarfundum í faraldrinum hafa átt sér stað í samfélaginu. Hægt sé að koma mun meira í verk með breyttri fundarmenningu.
09.09.2020 - 08:11
Óska eftir nýrri heimild fyrir hlutafjárútboð
Hluthafafundur Icelandair fer fram á Hótel Nordica í dag. Helsta mál fundarins verður að óska eftir nýrri heimild til að ráðast í hlutafjárútboð sem lengi hefur verið rætt um.
09.09.2020 - 07:03
Orkuskipti í samgöngum eitt stærsta framtíðarverkefnið
Orkuskipti í samgöngum geta sparað hverju heimili um 400 þúsund krónur á ári þegar markmið aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum hafa náðst. Loftslagsváin er einn helsti umhverfisvandi sem mannkynið stendur frammi fyrir og þjóðir heims verða að ráðast í fjölþættar aðgerðir til að bregðast við vandanum.
08.09.2020 - 16:46
Atvinnuleysi minnkar í Noregi
208.100 eru á atvinuleysisskrá í Noregi um þessar mundir samkvæmt upplýsingum sem vinnumálastofnunin NAV birti í dag. Þeim hefur fækkað um 4.600 síðan í síðustu viku. Haft er eftir forstöðumanni atvinnu- og velferðarmála að útlit sé fyrir að þessi þróun haldi áfram. Sífellt fleiri snúi til starfa sem misstu vinnuna tímabundið vegna kórónuveirufaraldursins.
08.09.2020 - 14:57
Skipulagsbreytingar og nýr fréttastjóri á miðlum Sýnar
Skipulagsbreytingar á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar voru kynntar í morgun. Fréttatími sjónvarps verður styttur um helgar og aukin áhersla lögð á miðlun á vefnum á virkum dögum.
08.09.2020 - 11:20
58% færri gistinætur en þreföldun hjá Íslendingum
Ætla má að 58% samdráttur hafi orðið á fjölda gistinótta á hótelum í ágúst miðað við árið í fyrra. Íslendingum fjölgaði mikið, en gistinætur erlendra ferðamanna drógust saman.
08.09.2020 - 09:45
1.200 umsóknir um bætur það sem af er mánuði
Vinnumálastofnun hefur borist um 1.200 umsóknir um atvinnuleysisbætur það sem af er septembermánuði, eða á einni viku. Forstjóri stofnunarinnar segir flestar umsóknir vera frá fólki sem missti vinnuna í lok maí og byrjun júní.
Ræddu möguleika á að bætur fari í launagreiðslur
Sveitarstjórnarmenn í Reykjanesbæ lögðu áherslu á atvinnumál, félagsmál og námsúrræði á fundi sínum með Ásmundi Einari Daðasyni, félags- og barnamálaráðherra fyrr í dag. Þeir lögðu meðal annars til við ráðherra að nota mætti atvinnuleysisbætur sem hluta af launakostnaði fyrirtækja og stofnana sem vildu ráða fólk til starfa.
Ræðir við heimamenn um aðgerðir vegna atvinnuástands
Lykillinn að því að geta skipulagt aðgerðir sem skila árangri er að hlusta og taka mið af ólíkum sjónarmiðum, sagði Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra, eftir fund með sveitarstjórnarmönnum í Reykjanesbæ í hádeginu. Þá var hann á leið á fleiri fundi með fólki á Suðurnesjum til að ræða leiðir til að bregðast við efnhagslegum afleiðingum COVID-19 faraldursins.
Aflétting skref í rétta átt fyrir menningarstarf
Tilslökun á samkomubanni er skref í rétta átt, að mati leikhússtjóra Þjóðleikhúss og Borgarleikhússins, en þýðir þó ekki að hægt verði að hefja sýningar strax á fjölum leikhúsanna án takmarkana. Vonir standa þó til að hægt verði að slaka frekar á takmörkunum á næstu vikum.
04.09.2020 - 15:00