Atvinnulíf

Harpa jafni markaðsstöðu viðskiptavina
Samkeppniseftirlitið hefur beint þeim tilmælum til tónlistar- og ráðstefnuhússins Hörpu að jafna stöðu fyrirtækja sem eiga í viðskiptum við tónlistarhúsið. Á þetta einkum við um aðila sem bjóða tónleikahöldurum hljóð- og lýsingarbúnað sem og aðra tengda þjónustu vegna tónleika, ráðstefna og annarra viðburða í húsinu.
Sjónvarpsfrétt
„Græða“ 7,6 milljarða því fasteignamat hækkaði
Sveitarfélögin ættu að tilkynna strax hve mikið þau ætla að lækka álagningu sína núna eftir að stórhækkað fasteignamat hefur verið birt segir framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Ráðið hefur birt reiknivél sem sýnir hversu mikið svitarfélögin þyrftu að lækka álagningarprósentuna. Að óbreyttu fengju sveitarfélögin sjö þúsund og sex hundruð milljónir króna umfram það sem þau hefðu ella fengið frá fasteignaeigendum.   
Aflaheimildir til strandveiða aukast
Aflaheimildir þorsks til strandveiða í atvinnuskyni verða auknar með nýrri reglugerð Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra, sem tilkynnt var um í dag. Aflaheimildir verða því alls 11.074 tonn á yfirstandandi fiskveiðiári.
Fyrirtæki fengu um 40 milljarða í covid-styrki
Embætti ríkisskattstjóra hefur greitt hátt í 40 milljarða í ýmsa styrki vegna kórónuveirufaraldursins til veitingastaða og annarra sem þurftu að draga úr starfsemi í faraldrinum. Þetta eru fimm tegundir styrkja sem samtals voru veittir hátt í 20 þúsund sinnum. Hátt í 80 fyrirtæki hafa þurft að endurgreiða styrki vegna uppsagna.
SAS: Samningaviðræðum frestað til morguns
Marianne Hærnes, einn aðalsamningamanna flugfélagsins SAS í kjaradeilu við flugmenn þess, kveðst miður sín yfir því að viðsemjendurnir vildu gera hlé á viðræðum í nótt. Frestur fyrir fyrirhugað verkfall var á laugardag framlengdur til hádegis á mánudag.
Fjöldi gistinótta tæplega þrefaldast milli ára
Gistinætur á íslenskum gististöðum voru tæplega þrefalt fleiri í maí en á sama tíma í fyrra. Einkum má rekja þá breytingu til erlendra ferðamanna en Íslendingar sækja enn talsvert í dvöl á hótelum og öðrum gistihúsum.
Áhafnir EasyJet og Ryanair viðhalda verkfallsaðgerðum
Áhafnir lággjaldaflugfélaganna EasyJet og Ryanair á Spáni ætla að leggja niður störf á nokkrum völdum dagsetningum í júlí. Kröfur starfsfólksins snúa bæði að launakjörum og starfsaðstöðu.
03.07.2022 - 05:30
Efnahagsráðherra Argentínu segir af sér
Martin Guzman, efnahagsráðherra Argentínu, hefur sagt af sér embætti. Guzman tókst í embættistíð sinni að ná samkomulagi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinni um 44 milljarða skuld Argentínu.
Verkfalli flugmanna SAS frestað þar til í fyrramálið
Samningaviðræðum milli stjórnenda skandínavíska flugfélagsins SAS og stéttarfélaga flugmanna verður haldið áfram í nótt. Fyrirhuguðu verkfalli flugmannana hefur verið frestað til klukkan ellefu í fyrramálið að staðartíma.
Ísland dýrast í Evrópu í fatnaði og samgöngum
Matur á Íslandi er 42% dýrari hér á landi en að meðaltali í Evrópusambandslöndunum. Hér á landi er fatnaður og almenningssamgöngur dýrari en nokkurs staðar annars staðar í Evrópusambandinu. Skór og föt eru 35% dýrari hér og almenningssamgöngur 85% dýrari.
01.07.2022 - 12:30
Atvinnurekendadeild FKA gengin í Atvinnufjelagið
Atvinnurekendadeild Félags kvenna (A-FKA) í atvinnulífinu er gengin til liðs við Atvinnufjelagið, félag lítilla og meðalstjórra fyrirtækja. Þetta kom fram á aðalfundi Atvinnufjelagsins sem fór fram í Grósku í Vatnsmýri nú síðdegis.
Netflix fækkar starfsfólki enn frekar
Streymisveitan Netflix hefur sagt upp 300 starfsmönnum fyrirtækisins og bætast þeir við þá 150 sem sagt var upp störfum í maí. Flest störfin eru í Bandaríkjunum.
25.06.2022 - 15:31
Of snemmt að taka ákvörðun til að tryggja strandveiðar
Enn er ekki tímabært að taka ákvörðun sem tryggir strandveiðar út tímabilið til 31. ágúst. Þetta kemur fram í svari matvælaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu.
Lestarsamgöngur í Bretlandi í lamasessi vegna verkfalls
Stærsta verkfall lestarstjóra og annarra lestarstarfsmanna í Bretlandi í 30 ár hófst á miðnætti. Fyrir vikið eru lestarsamgöngur í lamasessi um allt land, en um 80% ferða hafa verið lögð niður á Englandi, í Skotlandi og Wales. Milljónir ferðalanga munu verða fyrir truflunum í dag og næstu daga, verði verkfalli ekki afstýrt.
21.06.2022 - 09:33
Viðtal
Flest stöðugildi mönnuð en traust til flugvalla dvínað
Isavia gekk vonum framar að ráða starfsfólk til starfa á Keflavíkurflugvelli í sumar, og tókst að ráða í um 97% stöðugilda.
21.06.2022 - 09:27
Segja strandveiðikerfið hafa þróast í ranga átt
Í bréfi til Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, krefjast formenn þriggja svæðisfélaga smábátaeigenda á Norður- og Austurlandi þess að strandveiðar verði tryggðar til ágústloka. Strandveiðar á þessu svæði hefjist mun seinna en á öðrum veiðisvæðum og stöðvun veiðanna í lok júlí bitni því harðast á sjómönnum þar.
Atvinnuleysi dregst saman og mælist 3,9%
Skráð atvinnuleysi mældist 3,9% í maí og dregst og saman um 0,6 prósentustig milli mánaða. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi dragist áfram saman í júní og verði á bilinu 3,5-3,8%.
20.06.2022 - 12:51
Sjónvarpsfrétt
Vaxtahækkanir geti leitt til kreppu
Efnahagshorfur heimsins eru viðsjárverðari en þær hafa verið í langan tíma vegna stríðsins í Úkraínu. Það hefur leitt af sér verðhækkanir á hrávöru og olíu sem hafa aukið verðbólguna í heiminum. Stórar fjármálastofnanir hafa gripið til þess á síðustu dögum að hækka stýrivexti meira en sést hefur í langan tíma.
Icelandair kaupir fjórar Boeing 737 MAX
Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Félagið verður með alls átján 737 MAX vélar í rekstri, eftir að kaupin hafa gengið í gegn. 
16.06.2022 - 17:25
Alvotech á markað í New York
Hlutabréf í líftæknifyrirtækinu Alveotech voru tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni í New York í dag. Fyrirtækið er eina íslenska fyrirtækið sem skráð er á markað í Bandaríkjunum.
16.06.2022 - 16:10
Endurgreiðslur verða 35 prósent
Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, var samþykkt sem lög frá Alþingi í kvöld.
Myndskeið
Harkaleg verðbólga fylgikvilli aðgerða
Gylfi Magnússon formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, var gestur í Kastljósi kvöldsins og ræddi þá alvarlegu stöðu sem upp er komin á fjármálamörkuðum heimsins í tengslum við verðhækkanir, verðbólgu og vöruskort. Timburmenn í kjölfar björgunaraðgerða geti orðið allmiklir.
15.06.2022 - 20:38
Sjónvarpsfrétt
„Bara að fá smá pening og eyða tíma með afa“
Aldrei hefur meiri afli komið á land á strandveiðum en í nýliðnum maímánuði. Þegar virðist ljóst að útgefnar veiðiheimildir dugi ekki út tímabilið.  
Íhuga að krefjast hluthafafundar í Festi
Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, stærsta hluthafans í Festi, ákveður á næstu dögum hvort hún fer fram á hluthafafund í félaginu, eftir að stjórn Festis sendi rangar upplýsingar um brottrekstur forstjóra félagsins. Aðrir lífeyrissjóðir sem eiga í Festi hafa auk þess rætt þennan möguleika. Kauphöllin er einnig með málið í rannsókn. 
11.06.2022 - 19:00
Harmar þá röskun sem orðið hefur
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, harmar þá röskun sem orðið hefur í kjölfar vandræða við Bretlandsflug félagsins. Þar hafi félagið lent í aðstæðum sem rekja megi til Brexit og flækjustigs alþjóðasamninga.
10.06.2022 - 19:21