Atvinnulíf

Lagt til að fækka landsbyggðarprestum um tíu
Lagt verður til á komandi kirkjuþingi að fækka prestum kirkjunnar um tíu og hálft stöðugildi. Á sama tíma verður stöðugildum fjölgað á suðvesturhorninu. Dregið verður nokkuð úr sérþjónustu presta.
20.10.2021 - 13:28
Myndskeið
Sala á Mílu rædd í þjóðaröryggisráði
Forsætisráðherra segir að fyrirhuguð sala Símans á Mílu hafi verið tekin upp í þjóðaröryggisráði enda mikilvægir innviðir þar á ferð. Samgönguráðherra segir viðræður í gangi við eigendur til að tryggja almannahagsmuni.
18.10.2021 - 18:56
Kaupmenn óttast að jólavörur berist ekki í tæka tíð
Ekki er hægt að segja til um hvenær vöruflutningar milli landa komast í samt horf og þeir voru áður en kórónuveirufaraldurinn skall á. Þetta segir Björn Berg Gunnarsson deildarstjóri greiningar- og fræðslu hjá Íslandsbanka. Þetta veldur vöruskorti og verðhækkunum. Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir að kaupmenn óttist að jólavörur skili sér ekki í tæka tíð fyrir jól. Ekki sé vöruskortur í landinu en vegna aðstæðna erlendis séu vörur lengi að berast.
Skora á Bláfugl og SA að virða niðurstöðu félagsdóms
Félag íslenskra atvinnuflugmanna skorar á Bláfugl og Samtök atvinnulífsins að virða niðurstöðu félagsdóms um að uppsagnir ellefu flugmanna hjá Bláfugli hafi verið ólögmætar. Það sé krafa réttarríkisins að kjarasamningar séu virtir.
17.10.2021 - 09:11
Matarkarfan víða hækkað í verði frá því í vor
Samkvæmt nýrri könnun ASÍ hefur verð á mat hækkað í sex af átta verslunum frá því á vormánuðum. Mesta hækkun í einstaka verslun nam 3,4 prósentum og mjólkurvörur, kjöt og egg hafa hækkað töluvert í öllum verslunum.
15.10.2021 - 14:16
48 dagar á strandveiðum verði festir í lög
Lagasetning sem tryggir strandveiðikerfið til frambúðar var ein helsta krafa Landssambands smábátaeigenda á aðalfundi þess sem hófst í dag. Framkvæmdastjóri LS segir nýlegar yfirlýsingar frambjóðenda til Alþingis auka bjartsýni.
Reglugerð um veiðar á 663 þúsund tonnum af loðnu
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undirritað reglugerð sem heimilar íslenskum skipum veiðar á tæplega 663 þúsund tonnum af loðnu.
Fleiri ferðamenn en spáð var í ár og mun fleiri 2022
Bjartari horfur eru í ferðaþjónustu fyrir þetta ár en spár gerðu ráð fyrir. Ef allt fer á besta veg gætu ferðamenn orðið allt að 700 þúsund og tvöfalt fleiri á næsta ári. Hver ferðamaður skilar þjóðarbúinu meira nú en áður.
12.10.2021 - 22:44
Setja 138 fyrirtæki á útilokunarlista
Lífeyrissjóður verzlunarmanna hefur sett 138 fyrirtæki á útilokunarlista og þegar selt eignir að virði rúmlega þriggja milljarða króna úr eignasöfnum sjóðsins vegna útilokunarinnar. Forstöðumaður eignastýringar segir sjóðinn eiga mikið verk fyrir höndum við að útiloka að fullu fyrirtækin á listanum.
Spegillinn
Skýla þarf fólki fyrir vaxta- og verðsveiflum
Húsnæðismál eiga að snúast um að fólk komist í öruggt skjól en ekki þjóna fjármálaöflunum að mati Drífu Snædal forseta Alþýðusambands Íslands. Verkalýðshreyfingin geri kröfur á ríkið í húsnæðismálum - hver sem staða samninga sé. 
Spegillinn
Blendin viðhorf til heimavinnu
Á meðan samkomutakmarkanir voru hvað mestar í kórónuveirufaraldrinum höfðu margir ekkert val um hvort unnið var heima eður ei. Í könnun sem gerð var meðal félagsmanna í Sameyki kom í ljós að innan við helmingur svarenda eða um 40% vann heima í faraldrinum og af þeim sem það gerðu hafði meirihlutinn eða rúm 60% ekkert val. Þórarinn Eyfjörð formaður félagsins segir að heimavinna hafi skiljanlega fyrst og fremst tengst skrifstofu- og tæknifólki úr röðum Sameykis.
07.10.2021 - 09:05
HBO Max staðfestir komu sína til Íslands
Streymisþjónustan HBO Max tilkynnti í dag að Ísland sé meðal þeirra sjö þjóða sem veitan ætlar að opna dyr sínar fyrir í Evrópu. Þjónustan verður í boði hér á landi á næsta ári.
05.10.2021 - 14:06
Gull og grænir loðnuskógar
Stóraukinn loðnukvóti á næstu vertíð getur valdið minna atvinnuleysi, lægri verðbólgu og auknum ráðstöfunartekjum fyrir almenning í landinu. Þetta segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Hagvöxtur gæti orðið einu prósentustigi meiri en búist var við. Fyrst þarf þó að finna fiskinn, veiða hann og koma honum á markað.
03.10.2021 - 14:05
„Þetta eru mjög ánægjulegar fréttir“
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir ástæðu til bjartsýni nú þegar niðurstöður úr nýjustu mælingum á loðnustofninum liggi fyrir. Stærð hrygningastofns loðnu sé í sögulegu hámarki.
5,9 milljarðar endurgreiddir vegna átaksins Allir vinna
Endurgreiðslur vegna átaksins, Allir vinna nema tæplega 5,9 milljörðum króna á fyrstu átta mánuðum ársins og eru jafnmargar og allt árið í fyrra. Samiðn skorar á ríki og sveitarfélög að nýta sér þessar endurgreiðslur á virðisaukaskatti til viðhaldsframkvæmda þess opinbera.
01.10.2021 - 10:09
Loðnukvóti fyrir vertíðina gefinn úr á föstudag
Hafrannsóknastofnun birtir á föstudag ráðgjöf um loðnukvóta fyrir komandi vertíð. Frumniðurstöður úr 20 daga haustleiðangri sýna að væntingar um veiðar á komandi vertíð muni standast og lögð verði fram tillaga um aukið aflamark.
29.09.2021 - 17:47
Sammála um að rugga ekki bátnum
Einhugur var á meðal atvinnurekenda og verkalýðshreyfingarinnar að láta lífskjarasamninginn gilda út samningstímann þótt forsendur hans væru brostnar.
Lífskjarasamningar í gildi út samningstímann
Samtök atvinnulífsins og aðildarfélög ASÍ hafa sammælst um að Lífskjarasamningar standi og halda þeir því gildi sínu þar til þeir renna út þann 1. nóvember 2022.
27.09.2021 - 17:00
Viðtal
Ótrygg raforka á Norðvesturlandi tefur uppbyggingu
Ótrygg raforka á Norðurlandi vestra stendur aukinni fjárfestingu og atvinnuþróun þar fyrir þrifum. Framkvæmdastjóri sambands sveitarfélaga í landshlutanum segir að löng bið eftir raforku hafi fælt fjárfesta frá verkefnum sem farin voru af stað.
27.09.2021 - 14:43
Bleyta og mygla veldur uppskerubresti í Þykkvabæ
Vætutíð seinustu vikna og mánaða hefur sett strik í reikninginn hjá kartöflubændum í Þykkvabæ. Mygla er komin í kartöflugarða þar í fyrsta sinn í 20 ár. Garðarnir eru svo blautir að ekki er hægt að komast um þá með upptökuvélar.
24.09.2021 - 13:58
Erlend áhrif og kosningaskjálfti á hlutabréfamarkaði
Verð hlutabréfa í Kauphöllinni hefur lækkað mikið í öllum félögum á markaði í dag. Einnig hefur orðið vart við lækkun í Bandaríkjunum og Evrópu sem rakin er til yfirvofandi gjaldþrots kínversks fasteignafélags. Greinandi segir að smæð markaðarins hér á landi og kosningaskjálfti ýti enn frekar undir lækkun hér.
20.09.2021 - 12:26
Hátt álverð jákvætt fyrir álver hér á landi
Heimsmarkaðsverð á áli rýkur upp og hefur ekki verið hærra í 13 ár. Hækkunin hefur góð áhrif á rekstur álvera hér á landi. Í gær fór verð á tonni yfir þrjú þúsund dollara. Hækkunin nemur um það bil fjörutíu prósentum það sem af er ári.
Áfram dregur úr atvinnuleysi
Atvinnuleysi minnkaði um rúmlega hálft prósentustig í ágúst og áfram er gert ráð fyrir að það minnki á komandi mánuðum. Almennt skráð atvinnuleysi mælist nú 5,5 prósent en var þegar verst lét 11,6 prósent.
13.09.2021 - 11:47
Rafmagni hleypt á Kröflulínu 3
Rafmagni hefur nú verið hleypt á Kröflulínu 3, nýja háspennulínu frá Kröfluvirkjun austur í Fljótsdalsstöð. Forstjóri Landsnets segir þetta mikilvægan áfanga í uppbyggingu raforkukerfisins.
13.09.2021 - 10:44
Segir frekari hagræðingar þörf hjá afurðastöðvum
Það hefur reynst flókið að manna sláturhús þetta haustið og verr gekk að fá innlent verkafólk til starfa en í fyrra. Formaður Landssamtaka sláturleyfishafa segir að þeir hefðu gjarnan viljað greiða sauðfjárbændum hærra verð fyrir afurðir en raunin varð. Sláturhúsin séu í þröngri stöðu.
11.09.2021 - 18:22