Atvinnulíf

Tekjur af sölu nautakjöts standa ekki undir framleiðslu
Afurðatekjur af nautaeldi ná ekki að standa undir framleiðslukostnaði. Nauðsynlegt er að hagræða á búunum og hækka afurðaverð til að búskapurinn verði arðbær. Formaður Landssambands kúabænda segir þjóðina þurfa að ákveða hvort stunda eigi framleiðslu hér á landi eða flytja allt
Vill grímuskyldu í verslunum til að forðast rugling
Samtök verslunar og þjónustu munu óska eftir því við heilbrigðisráðherra að almennri grímuskyldu verði komið á í verslunum. Nokkurs ruglings hefur gætt um það hvort grímuskylda gildi þar eða ekki, enda þykir ný reglugerð heilbrigðisráðherra ruglandi að þessu leyti.
Viðsnúningur hjá Icelandair milli ára
Uppgjörs annars ársfjórðungs hjá Icelandair Group var birt í Kauphöll fyrr í kvöld. Þar kemur fram að félagið hóf að auka umsvif sín á ný í öðrum ársfjórðungi þegar eftirspurn eftir flugi og ferðalögum jókst. Lausafjárstaða félagsins styrktist verulega í fjórðungnum vegna mikillar aukningar í bókunum á flugi á seinni helmingi ársins.
22.07.2021 - 20:04
15 milljarða orkufjárfesting 
Landsvirkjun og Norðurál hafa undirritað nýjan raforkusamning sem felur í sér framlengingu á fyrri samningi til þriggja ára eða út árið 2026, á föstu verði.
20.07.2021 - 14:13
Sjónvarpsfrétt
Þjóðnýting Cabo Verde kom verulega á óvart
Flugfélagið Cabo Verde á Grænhöfðaeyjum, sem dótturfélag Icelandair group átti meirihluta í, hefur verið þjóðnýtt af þarlendum stjórnvöldum. Stjórnarformaður Cabo Verde kveðst sjá eftir áformunum á Grænhöfðaeyjum.
17.07.2021 - 19:40
Rannsóknaskip við makrílrannsóknir
Enn hefur ekki fundist makríll í veiðanlegu magni í íslensku lögsögunni og er allur íslenski flotinn við veiðar í Síldarsmugunni. Mælingar á makríl eru meðal verkefna í uppsjávarleiðangri sem Hafrannsóknastofnun tekur nú þátt í.
Kanna Bakka fyrir vistvænan iðngarð
Mengun og úrgangur dagsins í dag getur orðið tækifæri til verðmætasköpunar á morgun, segir sveitarstjóri Norðurþings sem fagnar greiningu á hvort svæðið á Bakka henti undir svokallaðan vistvænan iðngarð.
11.07.2021 - 18:11
800 milljóna viðskipti á fyrsta leikdegi Play á markaði
Viðskipti með bréf í flugfélaginu Play námu um 800 milljónum króna á fyrsta degi félagsins í Kauphöllinni. Verð á hlut endaði í 24,6 krónum. Fjöldi viðskipta var 459 sem er meira en samanlögð önnur viðskipti í Kauphöllinni í dag.
09.07.2021 - 16:21
Viðskipti í Play fara líflega af stað
Flugfélagið Play var skráð á markað í morgun. Viðskipti hafa farið líflega af stað og verð á hlutum hækkað um allt að 44 prósent frá hlutafjárútboði.
09.07.2021 - 12:13
Myndskeið
Play flaug inn í Kauphöllina
Fyrsta nýskráning ferðaþjónustufyrirtækis í Kauphöllina í fimmtán ár var í dag þegar flugfélagið Play var skráð á markað. 
09.07.2021 - 09:30
Íslenskir karlar vinna 12% lengri vinnuviku en konur
Munur á vinnutíma karla og kvenna í fullu starfi er mestur á Íslandi af öllum löndum OECD. Ein ástæða þess er að jaðarskattar eru meiri á konur í sambúð en karla. Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir að ástæður þess þurfi að skoða nánar.
Fjórfalt fleira eiga nú hlutabréf en áttu í árslok 2019
Fjöldi hlutabréfaeigenda hefur fjórfaldast frá árslokum 2019 að sögn forstjóra Kauphallarinnar. Hann segir hlutabréfamarkaðinn vera að hressast.
08.07.2021 - 12:02
Sjónvarpsfrétt
Stjórnar RL að meta hvort Init málið fari fyrir dóm
Framkvæmdastjóri Reiknistofu lífeyrissjóða segir ekki tímabært að segja til um hvort að Init-málið fari fyrir dómstóla. Stjórn stofunnar ákveður innan skamms hver næstu skref verða.
07.07.2021 - 22:18
Öll makrílveiðin á vertíðinni utan landhelginnar
Engin makrílveiði hefur verið í íslensku lögsögunni það sem af er vertíð, en tveggja sólarhringa sigling er á miðin í Síldarsmugunni. Framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar gagnrýnir Norðmenn og Færeyinga fyrir að taka sér mun meiri makrílkvóta en eðlilegt geti talist.
06.07.2021 - 18:06
Von á 90 skemmtiferðaskipum til Akureyrar í sumar
Von er á tæplega 90 skemmtiferðaskipum til þriggja hafna Akureyrarbæjar í sumar. Hafnarstjórinn segir allt smám saman vera að rétta úr kútnum en tekjutap vegna afbókana í fyrrasumar var rúmar 400 milljónir króna.
05.07.2021 - 19:50
Tvær tilkynningar um hópuppsagnir í júní
Vinnumálastofnun bárust tvær tilkynningar um hópuppsagnir fyrirtækja í júní þar sem alls 62 starfsmönnum var sagt upp.
02.07.2021 - 09:30
7.600 laus störf
Áætlað er að um 7.600 störf hafi verið laus á öðrum ársfjórðungi 2021, samkvæmt starfaskráningu Hagstofunnar. Mönnuð störf voru 183.000 og hlutfall lausra starfa því um 4,0%.
29.06.2021 - 09:15
Fyrsta tölvuleikjafyrirtækið á markað
Solid Clouds verður fyrsta og eina tölvuleikjafyrirtækið á íslenskum hlutabréfamarkaði þegar viðskipti með bréf í fyrirtækinu hefjast í júlí. Hlutafjárútboð hófst í morgun.
Myndskeið
Dagarnir verða ekki stærri
Flugfélagið Play fór jómfrúarferð sína í dag. Um svipað leyti hófst hlutafjárútboð félagsins og segir forstjóri þess að Play sé komið til að vera. Fyrsti áfangastaðurinn voru Lundúnir og voru margir farþeganna að ferðast í fyrsta skipti frá því fyrir COVID-faraldur. Löngu tímabært, sögðu þeir.
WOW air búið að sækja um flugrekstrarleyfi
Flugfélagið WOW air hefur sótt um flugrekstrarleyfi til Samgöngustofu. Ögmundur Gíslason flugrekstrarfræðingur, sem starfar fyrir Michele Ballarin eiganda WOW, segir að fullur ásetningur sé til þess að endurreisa hið fallna félag, að því er Fréttablaðið segir frá.
23.06.2021 - 08:50
Kveikur
Hafði áhyggjur af kosningasvikum
Michele Ballarin hafði strax, nokkrum dögum eftir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum í nóvember 2020, áhyggjur af kosningaóreiðu og afleiðingum þess ef efasemdir kæmu upp um réttmæti kosningaúrslitanna. Hún lýsti þessari skoðun sinni í viðtali við Kveik.
22.06.2021 - 07:00
Fjölmargir verið án vinnu frá upphafi Covid
Yfir sex þúsund manns hafa verið án vinnu í ár eða lengur en forseti Vinnumálastofnunar er bjartsýnn á að það fækki hratt í þeim hópi á næstu misserum. Forseti ASÍ segir að koma þurfi í veg fyrir að ungt fólk lendi í vanvirkni, líkt og gerðist eftir bankahrun.
Mikilvægt að byggja upp á Akureyri og Egilsstöðum
Samgönguráðherra segir að uppbygging á flugvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum sé meðal lykilþátta í millilandaflugi við mótun flugstefnu stjórnvalda. Hann tók í gær fyrstu skóflustungu að nýrri flugstöðvarbyggingu á Akureyrarflugvelli.
Sjónvarpsfrétt
Fyrsta vél Play komin
Fyrsta vél flugfélagsins Play lenti á Keflavíkurflugvelli síðdegis og var tekið á móti henni með viðhöfn. Fyrsta áætlunarflugið verður í næstu viku.
15.06.2021 - 19:58
Farið verði eftir ráðgjöf vísindanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir að þrátt fyrir að nýjar tillögur Hafrannsóknastofnunar samdrátt upp á milljarða fyrir þjóðarbúið telji hún rétt að fara eftir veiðiráðgjöf stofnunarinnar.