Atvinnulíf

Greiðslur ríkis vegna hlutabóta og uppsagna samþykktar
Alþingi samþykkti í gærkvöld frumvörp ríkisstjórnarinnar um greiðslu launa á uppsagnarfresti og hlutabótaleiðina. Efnahags- og viðskiptanefnd gerði í gær enn frekari breytingar á því fyrrnefnda, eftir gagnrýni frá Alþýðusambandi Íslands. Áætlaður kostnaður við það er um 27 milljarðar.
15 hópuppsagnir borist til Vinnumálastofnunnar
Á annar tugur hópuppsagna barst Vinnumálastofnun í gær og ein til viðbótar hefur bæst við í dag það sem af er degi. Ástandið er þó gjörólíkt því sem var um síðustu mánaðarmót. 
29.05.2020 - 12:40
Myndskeið
Segir að breyta verði rekstri Icelandair
Norskur sérfræðingur í flugrekstri segir að Icelandair þurfi að leggja af áherslu sína á að flytja farþega til og frá Evrópu og einbeita sér að því að flytja farþega til Íslands. Samkeppnin sé að verða of hörð. Félagið verði að taka rækilega til í rekstrinum svo bjarga megi flugfélaginu.
28.05.2020 - 18:42
Sekta Símann um 500 milljónir vegna enska boltans
Samkeppniseftirlitið hefur sektað Símann um 500 milljónir króna vegna mikils verðmunar og ólíkra viðskiptakjara við sölu á enska boltanum á Símanum Sport. Samkeppniseftirlitið telur Símann hafa brotið gegn skilyrðum sem hvíla á fyrirtækinu og telur brotin alvarleg.
28.05.2020 - 17:32
Capacent óskar eftir gjaldþrotaskiptum
Ráðgjafafyrirtækið Capacent ehf. óskaði í dag eftir að verða tekið til gjaldþrotaskipta. Í tilkynningu frá framkvæmdastjóra fyrirtækisins segir að reynt hafi verið að bjarga því frá falli síðustu vikur. Samkvæmt heimasíðu fyrirtækisins störfuðu þar um fimmtíu manns.
28.05.2020 - 17:15
Skagfirðingar vilja hefja koltrefjaframleiðslu
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, og Sigfús Ingi Sigfússon, sveitarstjóri Sveitarfélagsins Skagafjarðar, skrifuðu í gær undir viljayfirlýsingu um uppbyggingu koltrefjaframleiðslu í Skagafirði.
Atvinnulausum fjölgaði um 2 milljónir í Bandaríkjunum
Tvær milljónir og eitt hundrað og tuttugu þúsund skráðu sig atvinnulausa í Bandaríkjunum í síðustu viku. Fjöldi atvinnulausra í landinu er þar með kominn yfir fjörutíu milljónir. Annað eins hefur ekki sést síðan í kreppunni miklu á fjórða áratug síðustu aldar að sögn atvinnumálaráðuneytisins í Washington.
28.05.2020 - 15:54
Bláa lónið segir upp 403 starfsmönnum
403 starfsmönnum Bláa lónsins verður sagt upp störfum frá og með næstu mánaðamótum. Uppsagnir eru þegar hafnar, að sögn Báru Mjallar Þórðardóttur, upplýsingafulltrúa fyrirtækisins.
28.05.2020 - 09:48
Miklar kalskemmdir frá Tröllaskaga austur á firði
Óveðrið sem gekk yfir Norðurland í desember og kuldatíð í vetur olli miklu tjóni á túnum bænda á Norður- og Austurlandi. Nú þegar snjó hefur víðast hvar tekið upp koma skemmdir á túnum og girðingum í ljós.
27.05.2020 - 12:03
Viðtal
Um 20.000 á atvinnuleysisskrá í sumarlok
Ágúst og september geta orðið erfiðir mánuðir þar sem gera má ráð fyrir að atvinnuleysi aukist í sumar, þegar uppsagnartímabili þeirra sem misst hafa vinnuna lýkur. Karl Sigurðsson, vinnumálasérfræðingur hjá Vinnumálastofnun, segir að gera megi ráð fyrir að um 20.000 manns verði að fullu atvinnulausir er líður á haustið.
Útiloki þá sem nýta skattaskjól frá hlutabótaleiðinni
Ekkert kemur í veg fyrir að félög eða einstaklingar sem nýtt hafa sér svo kölluð skattaskjól nýti sér einnig hlutabótaleiðina. Þetta segir Indriði H. Þor­láks­son, fyrr­ver­andi ríkisskatt­stjóri, í umsögn sem hann ritaði við frumvarp Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra, vegna greiðslu ríkisins á hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti.
27.05.2020 - 09:34
Nærri 200 manns þegar misst vinnu í hópuppsögnum í maí
Tæplega tvöhundruð manns hefur verið sagt upp vinnu í þessum mánuði í hópuppsögnum, einkum í ferðaþjónustu. Forstjóri Vinnumálastofnunar óttast að sá hópur eigi eftir að stækka.
26.05.2020 - 12:34
Leita úr flugi og ferðaþjónustu í kennslu
Nokkuð er um að flugfreyjur sem misstu vinnuna hjá Icelandair athugi nú með störf í grunnskólum landsins. Þetta staðfesta skólastjórnendur sem fréttastofa ræddi við. Kennarar sem höfðu snúið sér að öðrum störfum innan ferðaþjónustunnar leita nú einnig aftur í kennsluna. 
26.05.2020 - 09:52
Play skoðar að hefja flug í sumar
Forstjóri Play segir að félagið geti hafði áætlunarflug með nokkrurra daga eða vikna fyrirvara. Félagið hafi tryggt sér nokkrar Airbus-vélar. Til skoðunar sé að hefja áætlunarflug í sumar eða haust.
24.05.2020 - 12:29
Myndskeið
Þúsund Pólverjar yfirgefa Ísland
Um þúsund Pólverjar hafa farið eða eru á leið úr landi vegna kórónuveirufaldursins og afleiðinga hans. Hins vegar eru um hundrað Pólverjar á leið til landsins, margir til að vinna í byggingariðnaði. Helmingurinn af þeim fjögur þúsund manns sem unnu á Keflavíkurflugvelli er pólskir að uppruna.
23.05.2020 - 19:23
Geta ekki lagt út fyrir launum í uppsagnafresti
Samtök ferðaþjónustunnar segja að stjórnvöld verði að falla frá þeirri kröfu að fyrirtæki leggi út fyrir launum í uppsagnarfresti áður en kemur til aðstoðar ríkisins. Framkvæmdastjóri samtakanna segir afar erfitt fyrir flest fyrirtæki í þessu árferði að leggja út fyrir launakostnaði, fá lán til þess, nýtt hlutafé eða selja eignir.
Myndskeið
Skapa 600 ný störf í sumar
Reykjanesbær ætlar með aðstoð ríkisins að skapa sex hundruð störf í sumar en þar hefur atvinnuleysi aldrei mælst meira en nú. Fjögur þúsund eru án vinnu að hluta eða öllu leyti.
23.05.2020 - 10:05
Vilja draga úr innflutningi vegna ferðamannafæðar
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs og landbúnaðarráðherra, hafnaði í vikunni beiðni Bændasamtaka Íslands um að fallið verði frá úthlutun tollkvóta á landbúnaðarafurðir vegna kórónaveirufaraldursins. Formaður Bændasamtakanna segir að forsendur samningsins séu breyttar þar sem engir ferðamenn séu á landinu.
22.05.2020 - 18:10
Bæjarblöð í ólgusjó vegna dreifingar og veiru
Breytingar á dreifingu fjölpósts hjá Póstinum, sem tóku gildi um mánaðamótin, mælast misvel fyrir hjá aðstandendum bæjarblaða. Miðlarnir hafa sumir hverjir leitað nýrra lausna við útgáfu til að bregðast við tekjufalli vegna kórónuveirunnar með góðum árangri.
22.05.2020 - 13:42
Drífa: „Launafólk tekur nú þegar skellinn"
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir yfirlýsingar Seðlabankastjóra ótrúlegar. Hann telur að verkalýðsfélögin mættu sýna meiri ábyrgð á Covid-kreppunni. Drífa segir að launafólk taki nú þegar skellinn í gegnum kjarasamninga sína.
21.05.2020 - 21:00
Grænmetisbændur fagna komu vorsins
Bændur vinna nú myrkranna á milli við hin ýmsu verk. Garðyrkjubændur ætla að bæta í framleiðslu sína til að anna aukinni eftirspurn eftir íslensku grænmeti.
ASÍ fordæmir Icelandair og hótar samúðaraðgerðum
Alþýðusamband Íslands, ASÍ, mótmælir harðlega þeim áformum Icelandair, sem greint var frá í Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í dag, um að stofna nýtt stéttarfélag flugfreyja og að láta reyna á forgangsréttarákvæði kjarasamnings Flugfreyjufélags Íslands, FFÍ fyrir félagsdómi, náist ekki samningur í kjaradeilu Icelandair og FFÍ. ASÍ bendir á að aðildarfélögum þess sé heimilt að grípa til samúðaraðgerða með flugfreyjum.
20.05.2020 - 12:21
Segir Icelandair ekki í viðræðum við önnur stéttarfélög
Icelandair hefur ekki verið í viðræðum við önnur stéttarfélög um gerð kjarasamnings um störf flugfreyja og flugþjóna hjá félaginu. Þetta kemur fram í bréfi Boga Nils Bogasonar, forstjóra Icelandair, til Flugfreyjufélags Íslands í dag.
20.05.2020 - 11:26
Telja þörf á enn frekari lækkun stýrivaxta
Samtök iðnaðarins telja að samdrátturinn í efnahagslífinu verði meiri en spá Seðlabankans gerir ráð fyrir. Stýrivaxtalækkun bankans í morgun er skref í rétta átt en þörf er á enn frekari lækkun að sögn samtakanna.
Icelandair sagt íhuga að ráða flugfreyjur utan FFÍ
Samningafundur flugfreyja og Icelandair hófst klukkan hálf níu hjá ríkissáttasemjara, en fundi sem áætlað var að halda í gær var frestað. Icelandair íhugar að ráða flugfreyjur sem standa fyrir utan Flugfreyjufélag Íslands, ef ekki nást samningar við stéttarfélagið.