Atvinnulíf

Kolmunnaveiðin hafin af krafti suður af Færeyjum
Kolmunnaveiði íslenska uppsjávarflotans er nú hafin suður af Færeyjum og gengur vel. Rúmlega tugur íslenskra skipa er þar á veiðum - tæpar fjögurhundruð mílur frá Íslandi.
14.04.2021 - 20:00
Sjónvarpsfrétt
Þróunarverkefni í ferðaþjónustu stöðvast í COVID
Fjölmörg þróunarverkefni sem unnin hafa verið í ferðaþjónustu á Norðurlandi undanfarin misseri hafa stöðvast í faraldrinum. Um leið er þess vænst að þekkingin sem þar hefur skapast flýti fyrir og auðveldi markaðssetningu þegar erlendir markaðir opnast.
BHM varar við hækkun skatta á háskólamenntaða
Bandalag háskólamanna varar við því að reynt verði að bæta afkomu ríkissjóðs með því að hækka skatta háskólamenntaðs fólks. Þetta kemur fram í umsögn BHM um fjármálaáætlun stjórnvalda fyrir árin 2022 - 2026. Þar segir að félagið vari við því að tekjuskattur á háskólamenntaða verði hækkaður við útfærslu afkomubætandi ráðstafana í opinberum fjármálum næstu árin.
Segir ákvæðum smyglað í frumvarp
Forseti Alþýðusambands Íslands segir að fjármálaráðherra sé að smygla atriðum inn í frumvarp um breytingar á iðgjöldum í lífeyrissjóði og villa um fyrir þinginu undir yfirvarpi samráðs við verkalýðshreyfinguna. 
Vonar að sumarstörf gagnist námsmönnum
Isabel Alejandra Diaz, forseti Stúdentaráðs, fagnar áformum stjórnvalda um að verja á þriðja milljarð króna til að bjóða námsmönnum á framhaldskóla- og háskólastigi sumarstörf og sumarnámskeið. Útfærslan liggur þó ekki alveg fyrir og Isabel segir að þetta komi heldur seint fram.
12.04.2021 - 16:17
Segir ferðaþjónustuna þurfa áframhaldandi stuðning
Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir það draumsýn að ferðaþjónustan geti haldið af stað af krafti eftir covid án þess að fá til þess aukinn stuðning. Það verði átak að fá hjólin til að snúast aftur og mikil samkeppni sé fram undan um ferðamenn.
2,4 milljarðar í sumarstörf fyrir námsmenn
Stjórnvöld ætla að verja um 2,4 milljörðum króna í í átaksverkefni til að fjölga tímabundnum störfum fyrir námsmenn. Stefnt að því að til verði um 2.500 störf fyrir námsmenn 18 ára og eldri. Í fyrra var ekki ráðið í öll störfin sem auglýst voru í sams konar átaki
12.04.2021 - 12:10
Mikill hafís norðvestur af landinu miðað við árstíma
Talsvert mikill hafís er á Grænlandssundi og Íslandshafi miðað við árstíma samanborið við undanfarin ár. Þetta segir Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands.
11.04.2021 - 18:08
Myndskeið
„Höfum hug á að stimpla okkur inn í ferðaþjónustuna“
Heimamenn á Skagaströnd hafa síðustu mánuði undirbúið byggingu baðlóna í þorpinu til að laða þangað fleiri ferðamenn. Áætlaður kostnaður er fimmhundruð milljónir króna. Oddviti sveitarstjórnar segir alla velkomna í bað eftir tvö ár.
Myndskeið
BSO víkur fyrir nýju miðbæjarskipulagi á Akureyri
Sextíu og fimm ára gömul leigubílastöð BSO í miðbæ Akureyrar þarf að víkja fyrir nýju miðbæjarskipulagi. Bílstjórarnir vilja vera áfram í miðbænum en óvíst er hvað verður um þetta sögufræga hús.
06.04.2021 - 22:30
DV hættir að koma út á pappír
DV ætlar að hætta útgáfu blaðsins á pappírsformi, að minnsta kosti tímabundið. Áhrif heimsfaraldurs á auglýsingasölu og hömlur á útgáfu eru sagðar helstu ástæður þessarar ákvörðunar.
06.04.2021 - 12:52
Sjónvarpsfrétt
Eldgosið himnasending fyrir unga frumkvöðla
Eldgosið í Geldingadölum var eins og himnasending fyrir frumkvöðlaverkefni sem 6 stúlkur í Verzlunarskóla Íslands standa að. Kubbar sem þær útbúa úr íslensku hrauni minna á kvikustreymi í iðrum jarðar.
03.04.2021 - 21:21
Hráefni tekið að berast til PCC á Bakka
Fyrsta flutningaskipið sem kemur til Húsavíkur á vegum PCC í níu mánuði, lagðist að bryggju þar í gærmorgun. Stefnt er að opnun verksmiðjunnar á Bakka á næstu vikum.
31.03.2021 - 15:01
Þorsteinn skipaður forstjóri Hafrannsóknastofnunar
Þorsteinn Sigurðsson hefur verið skipaður í embætti forstjóra Hafrannsóknarstofnunar til fimm ára.
Ráðgjöf um veiðar á grásleppu hækkar um 74%
Hafrannsóknastofnun leggur til að veiða megi allt að 9.040 tonn af grálseppu á vertíðinni sem nú er nýhafin. Lagt er til að upphafskvóti verði tæp 3.200 tonn.
31.03.2021 - 10:15
Landinn
Vilja rjúfa einangrun fólks af erlendum uppruna
Í húsnæði Hjálpræðishersins á Ásbrú er í gangi nýtt úrræði sem kallað er Kjarnahópur til vellíðunar og virkni. Það snýst um að hjálpa atvinnulausu fólki af erlendum uppruna í Reykjanesbæ að tengjast samfélaginu, læra íslensku og komast út á vinnumarkaðinn. 
31.03.2021 - 07:30
Kastljós
Glapræði að opna landið og taka upp litakóðunarkerfi
Gylfi Zoëga,hagfræðiprófessor segir glapræði að taka upp litakóðunarkerfi við landamærin 1. maí líkt og stjórnvöld hafa boðað. Hann býst við að stýrivextir Seðlabankans hækki á næstunni.
30.03.2021 - 20:03
Ríkið hleypur undir bagga með Strandabyggð
Ríkið þarf að hlaupa undir bagga með Strandabyggð svo að það geti haldið úti rekstri og staðið við skuldbindingar sínar. Oddviti sveitarstjórnar Strandabyggðar segir það koma til vegna skerta framlaga úr Jöfnunarsjóði. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og sveitarstjórn Strandabyggðar undirrituðu í dag samkomulag um aðkomu ríkisins að fjárhagslegri endurskipulagningu sveitarfélagsins.
30.03.2021 - 18:04
Sjónvarpsfrétt
Páskaeggjaflóran blómleg en sígilt egg enn vinsælast
Flóra og framboð páskaeggja hefur sjaldan verið meira en fyrir komandi páska. Tískusveiflur í samsetningu og útfærslum eggjanna hafa sést seinustu ár. Hefðbundin súkkulaðiegg eru þó enn ráðandi á markaðnum.
29.03.2021 - 19:02
„Ásakanirnar mjög mikil vonbrigði“
Róbert Wessman, forstjóri Alvogens, segir ásakanir sem samstarfsmaður hans til fjölda ára hafi gert opinberar í dag, séu honum mjög mikil vonbrigði. Hann segir þær settar fram í fjárhagslegum tilgangi.
29.03.2021 - 13:31
Krefst brottvikningar Róberts Wessman
„Ég tel að morðhótanir, líkamsárásir og svívirðilegar ásakanir, er varða meinta óvildarmenn og ærumeiðingar í þeirra garð, sé í raun óverjandi hegðun forstjóra alþjóðlegra fyrirtækja.“
29.03.2021 - 08:35
Myndskeið
Verslunarmiðstöðin Norðurtorg opnuð á Akureyri í júní
Í byrjun sumars verður ellefu þúsund fermetra verslunarmiðstöð opnuð í gamla Sjafnarhúsinu á Akureyri. Áætlaður heildarkostnaður við breytingar á húsi og lóð er 2,7 milljarðar króna.
26.03.2021 - 16:52
Stýrivextir áfram óbreyttir
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans verða áfram 0,75 prósent.
24.03.2021 - 08:47
„Útlitið er náttúrulega bara mjög slæmt“
Grásleppusjómenn eru ekki bjartsýnir fyrir vertíðina sem hefst á morgun. Útlit er fyrir lágt verð á grásleppuhrognum og markaður fyrir grásleppuna sjálfa í Kína hefur hrunið.
Kindahræ blésu út í flutningagámi og hleri gaf sig
Mikill þrýstingur í kindahræjum sem voru í flutningi suður um heiðar í gær varð til þess að hleri gámsins gaf sig. Verið var að flytja hræin til brennslu í Kölku á Suðurnesjum. Kindunum var lógað vegna riðusmits.