Atvinnulíf

Netflix fækkar starfsfólki enn frekar
Streymisveitan Netflix hefur sagt upp 300 starfsmönnum fyrirtækisins og bætast þeir við þá 150 sem sagt var upp störfum í maí. Flest störfin eru í Bandaríkjunum.
25.06.2022 - 15:31
Of snemmt að taka ákvörðun til að tryggja strandveiðar
Enn er ekki tímabært að taka ákvörðun sem tryggir strandveiðar út tímabilið til 31. ágúst. Þetta kemur fram í svari matvælaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu.
Lestarsamgöngur í Bretlandi í lamasessi vegna verkfalls
Stærsta verkfall lestarstjóra og annarra lestarstarfsmanna í Bretlandi í 30 ár hófst á miðnætti. Fyrir vikið eru lestarsamgöngur í lamasessi um allt land, en um 80% ferða hafa verið lögð niður á Englandi, í Skotlandi og Wales. Milljónir ferðalanga munu verða fyrir truflunum í dag og næstu daga, verði verkfalli ekki afstýrt.
21.06.2022 - 09:33
Viðtal
Flest stöðugildi mönnuð en traust til flugvalla dvínað
Isavia gekk vonum framar að ráða starfsfólk til starfa á Keflavíkurflugvelli í sumar, og tókst að ráða í um 97% stöðugilda.
21.06.2022 - 09:27
Segja strandveiðikerfið hafa þróast í ranga átt
Í bréfi til Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, krefjast formenn þriggja svæðisfélaga smábátaeigenda á Norður- og Austurlandi þess að strandveiðar verði tryggðar til ágústloka. Strandveiðar á þessu svæði hefjist mun seinna en á öðrum veiðisvæðum og stöðvun veiðanna í lok júlí bitni því harðast á sjómönnum þar.
Atvinnuleysi dregst saman og mælist 3,9%
Skráð atvinnuleysi mældist 3,9% í maí og dregst og saman um 0,6 prósentustig milli mánaða. Þetta kemur fram í nýrri mánaðarskýrslu Vinnumálastofnunar. Stofnunin spáir því að atvinnuleysi dragist áfram saman í júní og verði á bilinu 3,5-3,8%.
20.06.2022 - 12:51
Sjónvarpsfrétt
Vaxtahækkanir geti leitt til kreppu
Efnahagshorfur heimsins eru viðsjárverðari en þær hafa verið í langan tíma vegna stríðsins í Úkraínu. Það hefur leitt af sér verðhækkanir á hrávöru og olíu sem hafa aukið verðbólguna í heiminum. Stórar fjármálastofnanir hafa gripið til þess á síðustu dögum að hækka stýrivexti meira en sést hefur í langan tíma.
Icelandair kaupir fjórar Boeing 737 MAX
Icelandair hefur undirritað viljayfirlýsingu um kaup á fjórum Boeing 737 MAX flugvélum. Félagið verður með alls átján 737 MAX vélar í rekstri, eftir að kaupin hafa gengið í gegn. 
16.06.2022 - 17:25
Alvotech á markað í New York
Hlutabréf í líftæknifyrirtækinu Alveotech voru tekin til viðskipta í NASDAQ kauphöllinni í New York í dag. Fyrirtækið er eina íslenska fyrirtækið sem skráð er á markað í Bandaríkjunum.
16.06.2022 - 16:10
Endurgreiðslur verða 35 prósent
Frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, um tímabundnar endurgreiðslur vegna kvikmyndagerðar á Íslandi, var samþykkt sem lög frá Alþingi í kvöld.
Myndskeið
Harkaleg verðbólga fylgikvilli aðgerða
Gylfi Magnússon formaður bankaráðs Seðlabanka Íslands, var gestur í Kastljósi kvöldsins og ræddi þá alvarlegu stöðu sem upp er komin á fjármálamörkuðum heimsins í tengslum við verðhækkanir, verðbólgu og vöruskort. Timburmenn í kjölfar björgunaraðgerða geti orðið allmiklir.
15.06.2022 - 20:38
Sjónvarpsfrétt
„Bara að fá smá pening og eyða tíma með afa“
Aldrei hefur meiri afli komið á land á strandveiðum en í nýliðnum maímánuði. Þegar virðist ljóst að útgefnar veiðiheimildir dugi ekki út tímabilið.  
Íhuga að krefjast hluthafafundar í Festi
Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, stærsta hluthafans í Festi, ákveður á næstu dögum hvort hún fer fram á hluthafafund í félaginu, eftir að stjórn Festis sendi rangar upplýsingar um brottrekstur forstjóra félagsins. Aðrir lífeyrissjóðir sem eiga í Festi hafa auk þess rætt þennan möguleika. Kauphöllin er einnig með málið í rannsókn. 
11.06.2022 - 19:00
Harmar þá röskun sem orðið hefur
Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri Niceair, harmar þá röskun sem orðið hefur í kjölfar vandræða við Bretlandsflug félagsins. Þar hafi félagið lent í aðstæðum sem rekja megi til Brexit og flækjustigs alþjóðasamninga.
10.06.2022 - 19:21
Niceair aflýsir öllu flugi til Bretlands í júní
Í ljósi þeirra vandræða sem upp hafa komið varðandi flug Niceair milli Akureyrar og Bretlands hefur félagið ákveðið að aflýsa öllu fyrirhuguðu flugi til Bretlands í júní. Flug til Bretlands verða ekki bókanleg fyrr en varanleg lausn er fundin.
10.06.2022 - 13:18
Albertína F. Elíasdóttir nýr framkvæmdastjóri SSNE
Albertína Friðbjörg Elíasdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samtaka sveitarfélaga og atvinnuþróunar á Norðurlandi eystra (SSNE). Hún tekur við starfinu af Eyþóri Björnssyni sem hefur verið ráðinn í starf forstjóra Norðurorku.
Myndskeið
Ölgerðin skráð í Kauphöllina
Fyrsti viðskiptadagur með hlutabréf í Ölgerðinni Agli Skallagrímssyni er í dag á aðalmarkaði Nasdaq á Íslandi. Félagið fær því um 7000 nýja hluthafa. Viðskiptin fara rólega af stað og hafa sveiflast eilítið, eða í kringum 10 krónur á hlut í um 225 viðskiptum.
09.06.2022 - 11:25
Ekki fengið nægar skýringar frá breskum yfirvöldum
Forráðamenn Niceair hafa enn ekki fengið fullnægjandi skýringar á hvers vegna félaginu var ekki heimilað að fljúga frá Stansted-flugvelli í London til Akureyrar á föstudag.
07.06.2022 - 13:33
60 prósent nýrra bíla vistvænir
Orkuskipti í samgöngum eru eitt brýnasta verkefni komandi ára og áratuga, ef litið er til áskorana í loftslagsmálum, sjónarmiða um umhverfisvernd og aukinna krafna um sjálfbærni og samfélagsábyrgð. Sextíu prósent nýrra bíla hérlendis eru nú vistvænir.
„Risastór dagur í sögu Akureyrar“
Niceair fór í sína fyrstu áætlunarferð frá Akureyri til Kaupmannahafnar í morgun. Bæjarstjórinn á Akureyri segir þetta stóran dag í sögu bæjarins og framkvæmdastjóri Niceair segir erfitt að lýsa tilfinningunni.
02.06.2022 - 15:26
Segir núverandi fyrirkomulag fasteignagjalda meingallað
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, segir núverandi fyrirkomulag á innheimtu fasteignagjalda vera meingallað. 
02.06.2022 - 11:08
Alvarleg staða hjá bændum vegna hækkunar á áburðarverði
Dæmi eru um að sauðfjárbændur beri engan innfluttan áburð á tún sín nú í vor, vegna mikillar hækkunar á áburðarverði. Það fer svo eftir sprettunni hversu mörgum lömbum þeir slátra í haust.
01.06.2022 - 14:12
167 þúsund eiga inneign hjá ríkissjóði
Ríkisskattstjóri hefur lokið við álagningu opinberra gjalda fyrir árið 2022. Alls greiða 317.567 framteljendur 248 milljarða í tekju- og fjármagnstekjuskatt til ríkissjóðs og 275 milljarða í útsvar til sveitarfélaga, vegna tekna sinna á árinu 2021. Skattskyldar tekjur eru um 2000 milljarðar og 167 þúsund eiga inneign.
Þegar búið að selja flugsæti sem nemur sumaráætluninni
Það verða næg verkefni fyrir Airbus A319 þotu Niceair í sumar ef marka má viðbrögð við sölu fargjalda hingað til. Vélin og áhöfn hennar fengu góðar móttökur í fyrsta fluginu til Akureyrar í gær.
31.05.2022 - 12:54
Á fimmta hundrað Færeyingar styrktir af Rauða krossinum
Yfir helmingur þeirra sem þáðu aðstoð Rauða krossins í Færeyjum á síðasta ári voru börn. Þetta kemur fram í ársskýrslu samtakanna fyrir árið 2021. Sífellt fleiri færast nær fátækramörkum.