Atvinnulíf

Alls 79 sagt upp í tveimur hópuppsögnum í júlí
Tvær tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í júlí og ná þær til 79 manns.
31.07.2020 - 16:16
Fordæma framgöngu Icelandair og flugmanna
Samtök evrópskra starfsmanna í samgönguiðnaði (ETF) fordæma framgöngu Icelandair og flugmanna flugfélagsins í garð flugfreyja. Samtökin gagnrýna harðlega að flugmenn félagsins hafi ekki hafnað því að þeir myndu ganga í störf flugfreyja þegar flugfreyjum var sagt upp fyrr í mánuðinum.
Dæmalaus efnahagssamdráttur í Bandaríkjunum
Efnahagssamdrátturinn í Bandaríkjunum öðrum ársfjórðungi nam 32,9 prósentum. Hann hefur ekki orðið meiri frá því að skráning hófst árið 1947. Ástandið var þó lítið eitt betra en hagfræðingar höfðu reiknað með.
30.07.2020 - 16:22
Kórónuveirusmit í matvælafyrirtæki á höfuðborgarsvæðinu
Kórónuveirusmit er komið upp hjá starfsmanni fyrirtækis á höfuðborgarsvæðinu sem flytur inn og dreifir matvælum. Forstjóri fyrirtækisins segir í samtali við fréttastofu að smitið hafi komið upp í byrjun vikunnar í tíu manna deild þar sem vörum er pakkað og þær merktar. Eitt smit til viðbótar hafi greinst hjá starfsmanni í þeirri deild og alls séu því smitin tvö í fyrirtækinu.
Jákvæður viðsnúningur í afkomu Arion banka
Jákvæður viðsnúningur er í afkomu Arion banka á öðrum ársfjórðungi 2020. Afkoma af áframhaldandi starfsemi var 4.958 milljónir króna. Þetta er 76 prósenta aukning frá öðrum ársfjórðungi ársins 2019.
29.07.2020 - 17:23
„Við eigum að hafa vísindaleg rök í forgrunni“
Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir það fjarri lagi að kórónuveirufaraldurinn sé yfirstaðinn og fjölgun innanlandssmita sé mikið áhyggjuefni. Hann segir að öryggi og heilsa fólks eigi alltaf að vera í forgrunni og fylgja eigi vísindalegum rökum. 
29.07.2020 - 15:40
Farnir í Smuguna
Íslenski makrílveiðiflotinn er allur farinn til veiða í Smugunni. Veiðivonin við Íslandsstrendur var orðin veik og því þarf að leita út fyrir landhelgi. Aðeins hefur veiðst um fjórðungur makrílkvótans.
29.07.2020 - 13:12
Afskrifa allar óefnislegar eignir vegna álversins
Námufyrirtækið Rio Tinto hefur fært niður óefnislegar eignir sínar vegna álversins í Straumsvík um 269 milljónir dollara. Það jafngildir um 37 milljörðum íslenskra króna. Þetta kemur fram í árshluta reikningi Rio Tinto, sem birtur var í dag.
29.07.2020 - 12:06
Faxaflóahafnir tapa milljarði vegna COVID-19
Faxaflóahafnir verða af fjórðungi árstekna sinna í ár vegna COVID-19 faraldursins. Þetta segir Gísli Gíslason hafnarstjóri. Komum farþegaskipa hefur fækkað og flutningar dregist saman.
29.07.2020 - 10:13
Mývetningar mótmæla Krambúðinni
Mývetningar krefjast þess að Samkaup endurskoði þá ákvörðun sína að breyta Kjörbúðinni í Krambúð. Heimamenn segja fyrirtækið ekki sýna samfélagslega ábyrgð og hafa fært viðskipti sín annað.
28.07.2020 - 15:46
Flugfreyjur samþykktu kjarasamning
Félagsmenn í Flugfreyjufélagi Íslands hafa samþykkt kjarasamning milli Flugfreyjufélags Íslands (FFÍ) og Samtaka atvinnulífsins (SA) vegna Icelandair ehf.
27.07.2020 - 12:56
VR dregur yfirlýsingu um málefni Icelandair til baka
Stjórn VR hefur samþykkt að draga yfirlýsingu vegna málefna Icelandair til baka. Í yfirlýsingunni voru stjórnarmenn sem VR skipar í stjórn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hvattir til að sniðganga eða greiða atkvæði gegn þátttöku í væntanlegu hlutafjárútboði Icelandair. Yfirlýsingin kom í kjölfar fregna um að Icelandair hyggðist slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands.
24.07.2020 - 15:29
Seðlabankastjóri vill tryggja sjálfstæði stjórnarmanna
Seðlabankinn mun beita sér fyrir því að sjálfstæði stjórnarmanna lífeyrissjóða verði tryggt til frambúðar og eyða öllum grunsemdum um skuggastjórnun.
Mesta atvinnuleysi í Svíþjóð frá 1998
Atvinnuleysi í Svíþjóð mældist 9,8 prósent í síðasta mánuði. Alls voru 557 þúsund án vinnu, samkvæmt upplýsingum sænsku hagstofunnar. Það er 150 þúsundum fleiri en í júní í fyrra. Þetta er mesta atvinnuleysi sem mælst hefur í landinu frá árinu 1998.
23.07.2020 - 13:44
Atvinnuleysi minnkar um 6,4 prósentustig milli mánaða
Atvinnuleysi í júnímánuði mældist 3,5 prósent samkvæmt bráðabirgðatölum frá Hagstofu Íslands. Hlutfallið lækkaði um 6,4 prósentustig frá því í maí þegar það mældist 9,9 prósent.
Engir til að tína bláberin
Bláberin og múltuberin eru bústin og vel þroskuð, en ekki er þó víst að þau eigi nokkurn tímann eftir að rata í verslanir eða matvælaframleiðslu. Vegna kórónuveirunnar hafa óvenjufáir Taílendingar komið til Svíþjóðar þetta sumarið til að starfa við berjatínslu.
23.07.2020 - 07:49
Atkvæðagreiðsla félagsmanna FFÍ hófst í dag
Atkvæðagreiðsla félagsmanna í Flugfreyjufélagi Íslands um nýjan kjarasamning hófst að hádegi í dag. Ritari félagsins staðfesti þetta í samtali við fréttastofu. Atkvæðagreiðslan er rafræn og henni lýkur á mánudag.
22.07.2020 - 14:18
Átta fyrirtæki hafa fengið stuðningslán en 367 sótt um
Samtals 367 fyrirtæki hafa sótt um stuðningslán frá því opnað var fyrir umsóknir á Ísland.is þann 9. júlí síðastliðinn. Umsóknir nema samtals tæpum 3,4 milljörðum króna. Lánastofnanir hafa afgreitt átta umsóknir og veitt lán upp á um það bil 75 milljónir króna. Þetta kemur fram í svari fjármálaráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu.
Starfsmönnum Íslandspósts fækkaði um fjórðung 
Starfs­mönn­um Ísland­s­pósts hef­ur fækkað um fjórðung eftir að hafist var handa við end­ur­skipu­lagn­ing fé­lags­ins á síðasta ári, en rekstur fyrirtækisins hafði verið þungur um árabil.
22.07.2020 - 06:16
Myndskeið
Óttast heyskort næsta vetur
Bændur víða um land vinna nú baki brotnu við heyannir fyrir veturinn. Mikið kal í vor setur strik í reikninginn hjá bændum eystra sem hafa ekki séð minni uppskeru í áraraðir.
21.07.2020 - 20:47
Vill draga yfirlýsingu um sniðgöngu útboðs til baka
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segist ætla að leggja það til við stjórn VR að fyrri yfirlýsing félagsins um sniðgöngu hlutafjárútboðs Icelandair verði dregin til baka en lýsir því yfir að hann vilji að stjórn Icelandair víki. Ragnar Þór skrifar bréf til félagsmanna VR í kvöld um þetta.
21.07.2020 - 19:14
Um 250 staðfestar undanþágur vegna mikilvægra starfa
Um 250 manns frá ríkjum utan EES og EFTA hafa fengið staðfestingu á því að þeir uppfylli skilyrði fyrir undanþágu frá ferðatakmörkunum við komuna til landsins á þeim grundvelli að störf þeirra teljist efnahagslega mikilvæg og geti ekki verið innt af hendi síðar eða erlendis. Þetta kemur fram í svari utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn fréttastofu.   
„Nú er þetta í höndum félagsmanna“
Guðlaug Líney Jóhannsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, segir að hljóðið sé þungt í félagsmönnum eftir atburðarás síðustu daga. Hún er þó bjartsýn um að félagsmenn samþykki nýjan kjarasamning. Stjórnendur Icelandair tilkynntu á föstudag að félagið myndi hætta viðræðum við Flugfreyjufélagið og leita á önnur mið eftir samningum. Öllum flugfreyjum og flugþjónum var sagt upp störfum.
20.07.2020 - 13:37
„Málið er miklu stærra en Icelandair“ 
„Málið er miklu stærra en Icelandair. Það snýst um samningsrétt fólks í landinu,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, um framgöngu Icelandair gagnvart Flugfreyjufélagi Íslands.
Funda ennþá stíft hjá sáttasemjara
Samninganefndir Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands sitja enn á fundi og er Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, meðal þeirra sem fundinn sitja. 
18.07.2020 - 21:54