Atvinnulíf

Ný ráðgjöf um loðnuveiðar - 54.200 tonn
Hafrannsóknastofnun hefur lagt til rúmlega 54 þúsund tonna loðnukvóta á yfirstandandi vertíð. Þetta er ákveðið í framhaldi af niðurstöðum mælinga út af Austfjörðum fyrr í vikunni.
Niðurstaða úr loðnumælingum í dag eða á morgun
Nú er unnið úr gögnum úr þriggja daga leiðangri við loðnumælingar austur af landinu. Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir brýnt að komast sem fyrst aftur til loðnurannsókna.
Segja Keldur vera lausnina en meirihlutinn ekki á því
Borgarstjórn ræddi á fundi sínum í dag tillögu frá borgarstjórnarfulltrúum Sjálfstæðisflokks þess efnis að skipuleggja skuli atvinnulóðir á Keldum. Þar sé pláss fyrir allt að tuttugu Landspítala. Meirihluti borgarstjórnar lagðist gegn tillögunni og var hún því felld.
19.01.2021 - 19:22
Loðna á stóru svæði undan Austfjörðum
Þrjú veiðiskip voru send til loðnumælinga undan Austfjörðum í gær eftir að töluvert sást af loðnu þar við landgrunnskantinn. Talið er að þetta getir verið viðbót við þá loðnu sem mældist í rannsóknaleiðangri fyrr í mánuðinum.
18.01.2021 - 11:29
Búið að sækja um tekjufallsstyrki fyrir 2,7 milljarða
419 rekstraraðilar sóttu um tekjufallsstyrki fyrir um 2,7 millljarða króna fyrstu dagana eftir að opnað var fyrir umsóknir 11. janúar vegna tekjufalls rekstraraðila á tímabilinu 1. apríl til og með 31. október 2020. Skatturinn fer með framkvæmd úrræðisins. Búið er að afgreiða 69 umsóknir fyrir um 590 milljónir króna.
14.01.2021 - 18:14
Segir forsendur hlutafjárútboðs halda
Forstjóri Icelandair segir forsendur hlutafjárútboðsins halda þrátt fyrir að flug sé með minnsta móti. Hann spáir aukningu í vor og segir mikið að gera í fraktflutningum.
11.01.2021 - 19:38
Viðtal
Verði öðrum víti til varnaðar
Mikilvægt er að hæstiréttur hafi staðfest í dag að Byko hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum, segir forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Dómurinn þurfi að vera öðrum víti til varnaðar á tímum efnahagssamdráttar. Keppinautar á fákeppnismarkaði þurfi að gæta sín sérstaklega í samskiptum sín í milli og að hafa ekki verðsamráð sem sé til þess fallið að hækka vöruverð.
Byko og gamla Húsasmiðjan brutu samkeppnislög
Hæstiréttur staðfesti í dag dóm þess efnis að Byko hafi brotið gegn samkeppnislögum og einnig ákvæði EES- samningsins með umfangsmiklu ólöglegu samráði við gömlu Húsasmiðjuna.
308 listamenn og 26 hópar fá listamannalaun
Alls fá um 450 listamenn mánaðarlaun í lengri eða skemmri tíma frá Launasjóði listamanna. 2.150 mánaðarlaun eru til úthlutunar að þessu sinni, 550 mánaðarlaunum meira en síðast vegna faraldursins. 1.440 sóttu um laun, 1305 einstaklingar og 135 sviðslistahópar með um 940 listamönnum. 308 listamenn fengu laun og 26 sviðlistahópar með um 145 sviðlistamönnum. Alls eru þetta um 450 listamenn. Um þúsund manns og hópar fengu því ekki laun að þessu sinni.
Myndskeið
Hundruð fara í fullt nám á atvinnuleyisbótum
Atvinnulausir geta nú í fyrsta sinn sótt nám í háskóla og framhaldsskóla og verið á fullum bótum á meðan. 500 sóttu um. Mikil aðsókn var í íslensku í Fjölbraut í Breiðholti. 
Spegillinn
Útlendingar áhugasamir að stunda nám í atvinnuleysi
Mikill meirihluti þeirra sem sótt hafa um að stunda nám á fullum atvinnuleysisbótum eru erlendir atvinnuleitendur. Þeir sem hafa verið á bótum lengur en í sex mánuði gefst kostur á að setjast á skólabekk í eina námsönn. Tæplega 500 manns hafa sótt um að hefja nám á vorönn. Það eru nokkuð færri en búist var við.
06.01.2021 - 09:55
Miklar væntingar um góða loðnumælingu
Fimm skip eru nú rétt að hefja loðnumælingar norður af landinu, en skipin héldu af stað í rannsóknaleiðangur í gær. Áætlað er að fara yfir heldur stærra hafsvæði en rannsakað var í leiðangri í desember. Hafís er enn á svæði á Grænlandssundi sem ekki náðist að skoða þá.
Aldrei fleiri hópuppsagnir tilkynntar á einu ári
Þrjár tilkynningar um hópuppsagnir bárust Vinnumálastofnun í desember, þar sem 137 starfsmönnum var sagt upp störfum. Á árinu 2020 barst Vinnumálastofnun alls 141 tilkynning um hópuppsagnir, þar sem 8.789 manns var sagt upp störfum. Þetta er mesti fjöldi hópuppsagna sem tilkynntur hefur verið til Vinnumálastofnunar á einu ári.
Sement gaus úr tanki yfir bíla og hús á Akranesi
Sementsryk lagðist yfir Akranes í nótt og í morgun eftir að sement gaus upp úr einum af fjórum sementstönkum við höfnina í nótt. Verið var að fylla á tankinn í nótt þegar hann yfirfylltist og sementið gaus upp úr honum.
05.01.2021 - 11:08
Myndskeið
„Líður eins og maður eigi ekki að vera hérna“
Í dag var fyrsti almenni opnunardagur margra verslana frá því fyrir jól, en frestur til þess að skila og skipta jólagjöfum er í mörgum tilvikum aðeins til áramóta eða fyrstu daga nýs árs.
27.12.2020 - 19:30
Vonar að verslanir verði sveigjanlegar með skilafresti
Dagarnir milli jóla og nýárs eru oft nýttir til þess að skila og skipta jólagjöfum. Formaður Neytendasamtakanna vonar að verslanir verði sveigjanlegar svo viðskiptavinir þurfi ekki að hópast meira saman en þörf er á.
27.12.2020 - 12:28
Jafnlaunavottun eykur skrifræði og er jafnvel tálsýn
Jafnlaunavottun hefur í för með sér aukið skrifræði og kerfisvæðingu og er jafnvel tálsýn. Þetta eru helstu niðurstöður nýrrar rannsóknar sem Gerða Björg Hafsteinsdóttir sérfræðingur hjá Reykjavíkurborg, Erla Sólveig Kristjánsdóttir og Þóra H. Christiansen, hjá Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands, gerðu á upplifun stjórnenda á áhrifum jafnlaunavottunar á kjaraumhverfi á íslenskum vinnumarkaði.
26.12.2020 - 15:19
Segir ferli rammaáætlunar vera gallað
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar og nýsköpunarráðherra telur að endurskoða þurfi verklag við rammaáætlun. Mat á virkjunarkostum sé of umfangsmikið og mögulega óraunhæft.
22.12.2020 - 06:54
Örvæntingarfullt fólk kvíðir jólunum
Fólk sem klárað hefur rétt sinn í bótakerfinu kvíðir mjög jólum og óttast að geta ekki gefið börnum sínum í skóinn. Nauðsynlegt er að þétta öryggisnet velferðarkerfisins og lengja rétt til atvinnuleysisbóta, segir Drífa Snædal forseti Alþýðusambands Íslands.
Flugvirkjar í kappi við tímann að semja
Tveir fundir hafa verið haldnir í deilu Flugvirkjafélags Íslands og ríkisins frá því að lög voru sett á verkfallsaðgerðir flugvirkja Landhelgisgæslunnar. Allt kapp er lagt á að semja áður en gerðardómur tekur til starfa 4. janúar.
21.12.2020 - 07:39
Leggja til að loðnukvóti verði tæp 22 þúsund tonn
Hafrannsóknarstofnun leggur til að að loðnukvóti fyrir veturinn verði 21.800 tonn í stað fyrri ráðgjafar um að engin veiði fari fram. Ráðgjöfin verður endurmetin þegar niðurstöður mælinga í byrjun árs 2021 á stærð veiðistofnsins liggja fyrir.
ASÍ telur stjórnvöld ganga gegn markmiðum samninga
Miðstjórn Alþýðusambands Íslands styður kröfu eldri borgara um hækkun ellilífeyris og telur fjármálaráðuneytið ganga gegn markmiðum kjarasamninga um að rétta stöðu þeirra tekjulægstu.
16.12.2020 - 16:54
Loftbrúin milli Íslands og Bretlands tryggð
Flugsamgöngur milli Íslands og Bretlands eftir útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu eru tryggðar með nýjum samningi sem undirritaður var í dag.
16.12.2020 - 14:56
Úthlutað úr Matvælasjóði í fyrsta sinn
Úthlutað var úr Matvælasjóði í fyrsta sinn í morgun. Matvælasjóður leysir af hólmi Framleiðnisjóð og AVS rannsóknarsjóðs í sjávarútvegi. 62 verkefni hlutu styrki fyrir tæpar 500 milljónir. Eftirspurnin var talsvert meiri, eða fyrir 2,8 milljarða.
Peningastefnan hjálpað til að bregðast við faraldrinum
Aukinn sveigjanleiki í peningastefnu Seðlabankans í kórónuveirufaraldrinum hefur gert heimilum og fyrirtækjum auðveldara um vik að takast á við afleiðingar hans.