Atvinnulíf

Lofthreinsiver á Bakka gæti skapað allt að 500 störf
Fyrirtækið Carbon Iceland áformar að reisa lofthreinsiver á Bakka við Húsavík og fanga þar koltvísýring úr andrúmsloftinu. Þannig verði framleitt eldsneyti og afurðir til matvælaframleiðslu. Áætlaður kostnaður við verkefnið er 140 milljarðar króna og það á að skapa þrjú til fimm hundruð störf.
30.10.2020 - 13:15
Mikill hagvöxtur en samdráttur á öllu árinu
Hagvöxtur jókst umtalsvert víða um heim á þriðja fjórðungi þessa árs eftir mjög mikinn samdrátt á fyrri hluta ársins vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins. Hagvöxtur á evrusvæðinu var rúmlega 12 prósent á þriðja ársfjórðungi og í Bandaríkjunum hvorki meira né minna en 33,1%. Þrátt fyrir þessar háu tölur fer því fjarri að efnahagslífið hafi náð sér eftir mikinn samdrátt vegna farsóttarinnar.
30.10.2020 - 11:53
Kjarasamningur í höfn hjá starfsmönnum Rio Tinto
Fimm stéttarfélög starfsmanna álvers Rio Tinto í Straumsvík skrifuðu í gærkvöldi undir kjarasamning við ÍSAL. Samningurinn er til eins árs og gengur nú til atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem eru um 400.
30.10.2020 - 08:48
Uppsagnir hjá Bláa lóninu í þriðja sinn vegna COVID
Bláa lónið hefur sagt upp 26 starfsmönnum frá og með næstu mánaðamótum. Lónið verður áfram lokað eins og það hefur verið frá því snemma í þessum mánuði, en stefnt er að því að hafa opið um helgar í desember.
29.10.2020 - 17:52
Landsbankinn hagnaðist um fjóra milljarða
Landsbankinn hagnaðist um fjóra milljarða á þriðja ársfjórðungi og nemur hagnaður bankans um 700 milljónum fyrstu níu mánuði þessa árs. Á þriðja ársfjórðungi í fyrra nam hagnaðurinn 3,2 milljörðum.
29.10.2020 - 17:21
Auðskilið mál
Tvær hópuppsagnir um mánaðamótin
Tvær hópuppsagnir taka gildi núna um mánaðamótin. Í annarri uppsögninni missa 35 manns vinnuna og 36 í hinni.
29.10.2020 - 17:05
Bíða mótvægisaðgerða vegna lokana: „Óvissan er verst“
Hársnyrtar, snyrtifræðingar og fleirum sem gert var að loka sinni starfsemi þegar sóttvarnaaðgerðir voru hertar fyrr í mánuðinum bíða enn eftir endanlegum mótvægisaðgerðum frá stjórnvöldum. Óþreyju er farið að gæta hjá rekstraraðilum nú þegar líður að mánaðamótum og þeim gjöldum sem fylgja.
Átta sagt upp í Borgarleikhúsinu
Átta starfsmönnum Borgarleikhússins var sagt upp störfum í gær. Uppsögnin flokkast ekki sem hópuppsögn, en gríðarlegt tekjutap á árinu er sögð skýringin á uppsögnunum.
29.10.2020 - 07:25
Telja tölur ráðherra villandi til að halla á öryrkja
Öryrkjabandalag Íslands telur að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi sett fram villandi tölur í minnisblaði sem hann lagði fram á ríkisstjórnarfundi í gær.
28.10.2020 - 18:21
Fjögurra milljarða króna hagnaður hjá Arion banka
Hagnaður Arion banka á þriðja ársfjórðungi var rétt tæpir fjórir milljarðar króna, en á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn tæpum 800 milljónum. Hagnaðurinn nemur rúmum 6,7 milljörðum á fyrstu níu mánuðum ársins en var tæpir 3,9 milljarðar í fyrra.
28.10.2020 - 17:27
Hagnaður Íslandsbanka 3,4 milljarðar á þriðja fjórðungi
Hagnaður af rekstri Íslandsbanka á þriðja ársfjórðungi var 3,4 milljarðar króna. Á sama tíma í fyrra nam hagnaðurinn 2,1 milljarði. 
28.10.2020 - 16:41
Skellt í lás á Hótel Sögu
Hótel Sögu verður lokað um mánaðamótin og segir hótelstjórinn að stjórnendur séu nauðbeygðir til að taka þá ákvörðun. Stefnt var að því að hafa opið í það minnsta til áramóta.
28.10.2020 - 15:46
Síminn tapaði fyrir dómi og þarf að greiða skaðabætur
Síminn var í morgun dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða 111 milljónir króna í skaðabætur til Tölvunar, Snerpu og Hringiðunnar, auk kostnaðar. Upphaflegar kröfur hljóðuðu upp á þrjá milljarða króna. Dómurinn hefur ekki áhrif á afkomuhorfur félagsins, en Síminn hagnaðist um rúman milljarð á þriðja ársfjórðungi.
28.10.2020 - 10:33
Drífa vill að yfirvöld rannsaki hópsmitið á Júlíusi
Drífa Snædal, forseti Alþýðusambands Íslands, segir í pistli sínum að krafan um öryggi á vinnustöðum sé eitt af stærstu málum verkalýðshreyfingarinnar fyrr og síðar. Það sé ömurlegt að þurfa að heyja baráttu fyrir lágmarkssóttvörnum um borð í skipum, og vísar þar til hópsmits um borð í Júlíusi Geirmundssyni.
24.10.2020 - 15:35
Dapurlegt að brotið sé á launafólki á þennan hátt
Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir það skjóta skökku við að fyrirtæki komist upp með að greiða starfsmönnum ekki vangoldin laun þótt þeim sé gert að greiða sekt í ríkissjóð. Félagið vann mál fyrir hönd starfsmanna gegn Hvali hf. í Landsrétti í gær.
24.10.2020 - 13:45
Óbreytt lánshæfiseinkunn ríkissjóðs– horfur neikvæðar
Fitch Ratings birti í gær mat á lánshæfi ríkissjóðs. Langtímaeinkunnir í innlendri og erlendri mynt eru óbreyttar og standa í A. Horfur eru neikvæðar.
24.10.2020 - 06:50
Aðgerðir ríkisins kostað hátt í 100 milljarða
Bein útgjöld ríkisins vegna faraldursins hafa þegar numið tæplega 40 milljörðum króna. Þá nema tilfærslur og ábyrgðir tæplega 45 milljörðum og óafgreidd úrræði rúmum sjö og hálfum milljarði.
Milljarða viðsnúningur VÍS á þriðja ársfjórðungi
Vátryggingafélag Íslands, VÍS, hagnaðist um rúman milljarð króna á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Félagið er nánast búið að vinna upp tapið á fyrsta ársfjórðungi, sem var einn sá versti í sögu félagsins.
23.10.2020 - 09:05
Spegillinn
Ragnar Þór nýr varaforseti ASÍ
Þing ASÍ krefst þess að grunnatvinnuleysisbætur verði hækkaðar þegar í stað til samræmis við þróun lægstu launa og að bótatímabil atvinnuleysisbóta verði lengt úr 30 í 36 mánuð. Sjálfkjörið var í allar forsetastöður sambandsins og varaforsetum fjölgað úr tveimur í þrjá. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR er nýr varaforseti ASÍ.
21.10.2020 - 18:15
Rofar til á erlendum mörkuðum fyrir íslenska ull
Eftir hrun á erlendum ullarmörkuðum hefur aðeins rofað til undanfarið og síðustu vikur hefur tekist að selja um 150 tonn af ull úr landi. Heimsmarkaðsverð er í algeru lágmarki og verksmiðjustjóri Ístex á Blönduósi segir að mikil innanlandssala á handprjónabandi bjargi rekstrinum.
Minni samdráttur ráðstöfunartekna en meiri misskipting
Búast má við að samdráttur ráðstöfunartekna verði minni í yfirstandandi kreppu en í efnahagskreppunni árið 2008. Samdrátturinn bitnar þó með mun ójafnari hætti á landsmönnum en í síðustu kreppu. Þetta kemur fram í nýrri grein Jóns Bjarka Bentssonar, aðalhagfræðings Íslandsbanka, á vef bankans.
Samningafundur í skugga verkfallsboðunar
Fundur í kjaradeilu Rio Tinto í Straumsvík og fimm verkalýðsfélaga verður hjá ríkissáttasemjara í dag. Verkfall skellur á í álverinu á föstudag, semjist ekki fyrir þann tíma.
21.10.2020 - 07:42
Spá mikilli viðspyrnu næsta haust með tilkomu bóluefnis
Búast má við því að landsframleiðsla dragist hér saman um 8,5% á þessu ári vegna kórónuveirufaraldursins, en þrátt fyrir það megi búast við verulegri viðspyrnu strax næsta haust. Samdráttarskeiðið verði því tiltölulega stutt, en efnahagsbatinn jafnframt hægur fyrst um sinn.
20.10.2020 - 08:55
Starfsleyfi Rio Tinto framlengt um eitt ár
Starfsleyfi álvers Rio Tinto í Straumsveík hefur verið framlengt til 1. nóvember á næsta ári. Það var upphaflega gefið út í nóvember árið 2005 og átti að gilda til næstu mánaðamóta. Það er hins vegar framlengt um eitt ár með unnið er að gerð nýs starfsleyfis, og er það í samræmi við lög um hollustuhætti og mengunarvarnir. Lögin heimila slíka framlengingu starfsleyfis í eitt ár meðan nýtt starfsleyfi er í vinnslu.
19.10.2020 - 15:16
Nær fimm prósenta hagvöxtur í Kína
Á sama tíma og mjög kreppir að efnahagslífi Vesturlanda vegna kórónaveirufaraldursins er kínverska efnahagslífið óðum að rétta úr kútnum eftir þær þrengingar sem þar urðu vegna farsóttarinnar. 4,9 prósenta hagvöxtur mældist í Kína á þriðja ársfjórðungi, samkvæmt opinberum hagtölum eystra.
19.10.2020 - 04:48