Átök í Sýrlandi

Um 13 þúsund flóttamenn við Grikkland
Um þrettán þúsund sýrlenskir flóttamenn í Tyrklandi eru komnir að landamærum Grikklands eftir að Erdogan Tyrklandsforseti hótaði því að opna landamæri Tyrklands að Evrópu. Um 3,6 milljónir flóttamanna eru í Tyrklandi. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna kveðst fylgjast grannt með ástandinu og veitir þeim sem á þurfa að halda mannúðaraðstoð. 
29.02.2020 - 23:43
Rússar segja Tyrki hafa verið meðal hryðjuverkamanna
Rússneska varnarmálaráðuneytið segir tyrkneska hermenn sem féllu í loftársum í Sýrlandi í gær hafa verið meðal hryðjuverkamanna. Minnst 33 tyrkneskir hermenn létu lífið í árásinni í Idlib-héraði. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að Tyrkirnir hafi ekki látið vita af sér, og þeir hafi verið á svæði sem þeir hefðu ekki átt að vera á.
28.02.2020 - 07:00
SÞ kalla eftir tafarlausum aðgerðum í Sýrlandi
Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir tafarlausum aðgerðum í norðvesturhluta Sýrlands. Hættan á frekari átökum eykst með hverri klukkustund, segir í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Þar segir jafnframt að framkvæmdastjórinn Antonio Guterres fylgist áhyggjufullur með ástandinu. Hann ítreki að hernaðaraðgerðir leysi ekki deilurnar í Sýrlandi og kallar eftir friðarviðræðum með milligöngu Sameinuðu þjóðanna.
28.02.2020 - 02:08
Erdogan ítrekar hótanir
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, endurtók í gærkvöld yfirlýsingar um að Tyrkir ætlaðu að stöðva sókn sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði í norðvesturhluta Sýrlands fyrir lok þessa mánaðar.
27.02.2020 - 09:21
Hörð átök í Idlib kalla hörmungar yfir hundruð þúsunda
Harðir bardagar geisa enn í Idlib-héraði í Sýrlandi. Þar féllu tveir tyrkneskir hermenn í loftárásum Sýrlandshers í gær, daginn eftir að Erdogan Tyrklandsforseti varaði við yfirvofandi sókn Tyrklandshers í héraðinu. Leiðtogaráð Evrópusambandsins fordæmir árásir Sýrlandshers á Idlib-borg og varar við þeim hörmungum sem þær leiða yfir almenning.
Rússar vara Tyrki við að ráðast inn í Idlib
Stjórnvöld í Rússlandi vöruðu í morgun Tyrki við því að ráðast á sýrlenska stjórnarherinn í Idlib-héraði í norðvesturhluta Sýrlands. Dimitry Peskov, talsmaður rússnesku stjórnarinnar, sagði að það yrði versta mögulega niðurstaðan réðust Tyrkir gegn lögmætum yfirvöldum í Sýrlandi og her landsins. 
19.02.2020 - 10:28
Skora á Rússa að draga úr grimmdarverkum
Sýrlenski stjórnarherinn herðir tök sín í Aleppo að sögn ríkisfréttamiðla landsins. Sýrlenska ríkissjónvarpið sagði í gær að hersveitir studdar af Rússum hafi frelsað öll þorp og smábæi vetsur af borginni Aleppo. Hundruð þúsunda hafa flúið heimili sín vegna vaxandi árása stjórnarhersins og Rússa á síðustu vígi uppreisnarmanna í landinu.
17.02.2020 - 03:32
Erdogan hótar Sýrlendingum hörðu
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var harðorður á þingi í morgun og sagði að ráðist yrði á sýrlenska herinn hvar sem væri ylli hann tyrkneskum hersveitum í Sýrlandi frekari skaða. Þá sakaði hann sýrlenska herinn og bandamenn þeirra, Rússa og Írana, um árásir á almenna borgara og fjöldamorð í Idlib-héraði. 
12.02.2020 - 12:02
Opið milli Damaskus og Aleppo
Sýrlenski stjórnarherinn náði í morgun á sitt vald síðasta áfanga þjóðvegar sem tengir nokkrar helstu borgir landsins frá höfuðborginni Damaskus til Aleppo. Þetta er í fyrsta skipti frá 2012 sem stjórnarherinn hefur allan þjóðveginn á valdi sínu.
11.02.2020 - 10:22
Ekkert vitað um örlög þúsunda
Mannréttindasamtökin Human Rights Watch hvöttu í morgun stjórnvöld í Damaskus og yfirvöld í héruðum Kúrda í Sýrlandi til að rannsaka hver urðu örlög þúsunda manna sem voru í haldi hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki.
11.02.2020 - 08:54
Hörmungarástand í Idlib
Sýrlenskir hjálparstarfsmenn segja ástandið í norðvesturhluta landsins afar slæmt. Hörmungar blasi við flóttafólki sem hrakist hafi frá heimkynnum sínum vegna sóknar sýrlenska stjórnarhersins og bandamanna þeirra.
10.02.2020 - 08:11
Hvatt til vopnahlés í Idlib
Átta hjálparsamtök hafa hvatt til vopnahlés í Idlib í norðvesturhluta Sýrlands þar sem meira en hálf milljón manna hefur á undanförnum vikum hrakist á vergang vegna sóknar sýrlenska stjórnarhersins og loftárása Rússa.
06.02.2020 - 08:44
Erdogan sendir Sýrlendingum viðvörun
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hvatti í morgun sýrlenska stjórnarherinn til að fara með lið sitt frá eftirlitsstöðvum Tyrkja í Idlib-héraði í norðvesturhluta Sýrlands.
05.02.2020 - 09:17
Erdogan harðorður í garð Sýrlendinga
Tyrklandsforseti segist ekki leyfa það að sýrlenski stjórnarherinn treysti sig í sessi í Idlib-héraði í norðvesturhluta Sýrlandi. Stjórnarherinn hefur sótt þar fram undanfarnar vikur og hafa hundruð þúsunda almennra borgara hrakist á vergang.
04.02.2020 - 15:19
Hálf milljón á vergang á tveimur mánuðum
Meira en hálf milljón manna hefur hrakist á vergang í sókn sýrlenska stjórnarhersins gegn uppreisnarmönnum í norðvesturhluta Sýrlands undanfarna tvo mánuði. Talsmaður Sameinuðu þjóðanna greindi frá þessu í morgun.
04.02.2020 - 09:49
Verða að loka 50 sjúkrahúsum í Sýrlandi
Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsir áhyggjum sínum af ástandinu í Idlib héraði í Sýrlandi. Í janúar urðu stofnunin og samstarfsmenn hennar að loka yfir 50 læknis- og hjúkrunaraðstöðum sökum óöryggis, mögulegra árása, eða einfaldlega vegna þess að stór svæði voru orðin mannlaus eftir að almennir borgarar leituðu skjóls undan stöðugum átökum og loftárásum.
Ástandið í Idlib fer hríðversnandi
Sýrlenski stjórnarherinn gerði um 200 loftárásir á Idlib hérað í vikunni. Yfir 700 þúsund hafa flúið heimili sín vegna árásanna og halda í átt að landamærunum að Tyrklandi.
01.02.2020 - 06:40
Íslamska ríkið fer vaxandi á ný
Hryðjuverkasveitinni sem kennir sig við íslamskt ríki vex ásmegin í Miðausturlöndum. Liðsmenn hennar bíða færis á að gera árás í vesturlöndum að sögn Sameinuðu þjóðanna.
ESB hvetur til vopnahlés í Idlib
Evrópusambandið hvatti í dag stjórnvöld í Damaskus til að hætta sókn sinni og bandamanna sinna í Idlib-héraði í norðvesturhluta Sýrlands. Þetta er í annað skipti í þessum mánuði sem Evrópusambandið hefur lagt fram slíka beiðni.
23.01.2020 - 14:33
Fréttaskýring
Óviss framtíð norsku stjórnarinnar
Óvíst er um framtíð ríkisstjórnar Ernu Solberg í Noregi vegna deilna um heimferð norskrar konu sem er tengd hryðjuverkasamtökunum Íslamska ríkinu. Ríkisstjórnin samþykkti að konan og tvö börn hennar verði flutt heim frá Sýrlandi í andstöðu við vilja Framfaraflokksins, sem á sæti í stjórninni.
16.01.2020 - 14:52
Hundruð þúsunda á flótta frá Idlib
Um það bil 350 þúsund manns eru á flótta í Idlibhéraði í norðurhluta Sýrlands vegna loftárása stjórnarhersins sem nýtur stuðnings rússneskra hermanna. Flest fólkið er konur og börn, að því er kemur fram í yfirlýsingu samhæfingarstjóra mannúðarmála Sameinuðu þjóðanna í Sýrlandi.
16.01.2020 - 13:28
Bandaríski flugherinn gerði loftárásir á Hezbollah
Bandaríski flugherinn gerði í dag loftárásir í Írak og Sýrlandi á skotmörk tengdum írösku hryðjuverkasamtökunum Kata'ib Hezbollah sem njóta stuðnings Írans. Er þetta gert vegna meintrar ábyrgðar samtakanna á árás á íraska herstöð þar sem bandarískur verktaki féll.
Meira en 235.000 hafa flúið Idlib
Meira en 235.000 manns hafa flúið Idlib-hérað í Sýrlandi undanfarinn hálfan mánuð vegna aukinna árása sýrlenska stjórnarhersins og bandamanna þeirra Rússa. Þetta sagði í tilkynningu frá Sameinuðu þjóðunum í morgun.
27.12.2019 - 11:20
Flugskeyti skotið niður yfir Sýrlandi
Loftvarnarkerfi Sýrlands skaut niður flugskeyti rétt fyrir utan Damaskus í kvöld. Að sögn ríkisfréttastofunnar Sana var flugskeytunum skotið frá Ísrael. Samkvæmt heimildum Reuters var fjórum skeytum skotið yfir ströndina, í gegnum Líbanska lofthelgi í átt til Sýrlands. Engar fregnir hafa borist frá Ísrael vegna árásarinnar.
23.12.2019 - 00:55
Pompeo segir Rússum og Kínverjum að skammast sín
Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Rússland og Kína hafa fjölda lífa á samviskunni eftir að ríkin beittu neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna gegn tillögu um flutning mannúðaraðstoðar inn til Sýrlands út næsta ár.
22.12.2019 - 05:51