Átök í Sýrlandi

Þrír sýrlenskir stjórnarhermenn féllu í árás Tyrkja
Þrír sýrlenskir hermenn féllu í árásum Tyrkja á bækistöðvar sýrlenska hersins og kúrdískra uppreisnarsveita í norðanverðu Sýrlandi í gær. Sýrlenska mannréttindavaktin greinir frá þessu og hefur eftir vitnum á vettvangi. Samkvæmt þeim beindu Tyrkir flugskeytum sínum og sprengjum að hvorutveggja bækistöðvum sýrlenska stjórnarhersins og hins kúrdíska Lýðræðishers Sýrlands nærri landamærabænum Kobane, sem er á valdi Kúrda.
19.09.2022 - 05:33
Sjö féllu í loftárás Ísraela á Sýrland
Fimm sýrlenskir hermenn og tveir liðsmenn vopnaðra sveita sem hliðhollar eru Sýrlandsstjórn létu lífið þegar Ísraelsher gerði loftárás á flugvöll við Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í nótt. Sprengjurnar féllu laust fyrir klukkan eitt aðfaranótt laugardags að staðartíma.
17.09.2022 - 03:21
Stríðið í Sýrlandi
Gróf mannréttindabrot og harðnandi stríðsátök
Á sama tíma og athygli hins vestræna heims beinist fyrst og fremst að stríðsrekstri Rússa í Úkraínu býr almenningur í Sýrlandi enn við skelfilegar aðstæður og hættan á að meirháttar stríðsátök brjótist þar út að nýju vex dag frá degi. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu sem unnin var fyrir Mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna.
Sýrland
Fjórtán óbreyttir borgarar féllu í eldflaugaárás
Minnst fjórtán óbreyttir borgarar fórust í eldflaugaárás á bæinn al-Bab í norðanverðu Sýrlandi í gær og tugir særðust. Sjónarvottar og heimildarmenn Sýrlensku mannréttindavaktarinnar á vettvangi greina frá þessu.
20.08.2022 - 04:13
Rússar leyfa flutning hjálpargagna í hálft ár í viðbót
Samkomulag náðist í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í gær um að framlengja um hálft ár heimild alþjóðlegra hjálparsamtaka til að flytja hjálpargögn frá Tyrklandi til Sýrlands. Landamærastöðin Bab al-Hawa, á mörkum Tyrklands og Sýrlands, hefur um tveggja ára skeið verið eina færa leiðin til að flytja vatn, mat, lyf og lækningavörur og aðrar nauðþurftir til bágstaddra í norðanverðu Sýrlandi, þar sem ýmsar uppreisnarhreyfingar fara enn með völd.
Ghebreyesus: Líf svartra minna metin en hvítra
Tedros Adhanom Ghebreyesus, framkvæmdastjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, segir ljóst að heimsbyggðin gefi hörmungum og neyðarástandi mismikinn gaum og vægi eftir húðlit þeirra sem það bitnar á. Einungis brotabrot af þeirri gríðarmiklu neyðaraðstoð sem nú renni til Úkraínu sé veitt til hamfara- og stríðssvæða annars staðar í heiminum, þar sem neyð sé þó óumdeilanlega feikimikil.
Nýr hershöfðingi tekur við skipulagningu innrásarinnar
Ónefndur vestrænn embættismaður segir Rússa hafa skipt um æðstráðanda yfir hernaðaraðgerðum í Úkraínu og hyggist þannig endurskipuleggja innrásina. Nýskipaður hershöfðingi hefur mikla reynslu af hernaðarskipulagningu eftir bardaga í Sýrlandi.
Réttarhöld yfir íslömskum „hryðjuverkabítli“ vestanhafs
Réttarhöld hófust í Washington höfuðborg Bandaríkjanna í dag yfir liðsmanni hryðjuverkasamtakanna sem kenna sig við íslamskt ríki. Sá ákærði var meðlimur mannræningja- og aftökuhóps sem fengið hefur viðurnefnið „Bítlarnir“.
Áratugi gæti tekið að koma börnum úr búðum í Sýrlandi
Það gæti tekið áratugi að koma þeim erlendu börnum til síns heima sem nú dvelja í búðum í Sýrlandi sem ætlaðar eru ættingjum þeirra sem taldir eru hafa barist fyrir hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við íslamskt ríki.
6,5 milljónir í hrakningum innan landamæra Úkraínu
Sameinuðu þjóðirnar áætla að um 6,5 milljónir manna séu á flótta innan landamæra Úkraínu, til viðbótar þeim 3,3 milljónum sem hafa flúið úr landi frá því að Rússar réðust þar inn hinn 24. febrúar.
Sýrlandsforseti í opinberri heimsókn í furstadæmunum
Á meðan augu hins vestræna heims beinast að innrás Rússa í Úkraínu og stríðinu sem þar geisar halda átök áfram í Sýrlandi og milljónir Sýrlendinga eru enn á flótta innan Sýrlands og utan, rétt um ellefu árum eftir að stríðið hófst. Assad Sýrlandsforseti, sem notið hefur stuðnings Rússa í stríðinu, hélt í í gær í sína fyrstu opinberu heimsókn til Arabalanda frá því að Sýrlandsstríðið hófst árið 2011.
Sýrland
Almennir borgarar féllu í sókn bandamanna að íslamistum
Nokkur fjöldi almennra borgara fórst þegar hersveitir undir forystu Bandaríkjahers réðust inn í bæinn Atmeh í Idlib-héraði í norðaverðu Sýrlandi aðfaranótt miðvikudags, í leit að eftirlýstum leiðtoga uppreisnarsveita íslamista. AFP-fréttastofan hefur þetta eftir bæjarbúum og heimildarmönnum í röðum uppreisnarsveitanna, sem berjast gegn stjórn Assads Sýrlandsforseta og eru sagðar tengjast al-Kaída.
03.02.2022 - 06:26
Myndskeið
Flugskeytaárás á Latakia í Sýrlandi
Eldar lýstu upp hafnarborgina Latakia í Sýrlandi þegar flugskeytaárás var gerð á hafnarsvæðið í nótt. Sýrlendingar saka Ísraelsmenn um að hafa verið að verki. Þeir hvorki játa því né neita.
28.12.2021 - 11:54
Yfir 3.700 hafa fallið í Sýrlandi í ár
3.746 manns hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi það sem af er þessu ári, 1.505 þeirra almennir borgarar, þar af 360 börn. Þetta er niðurstaða úttektar sem unnin var fyrir Sýrlensku mannréttindavaktina, sem er með höfuðstöðvar sínar á Bretlandi. Samkvæmt þessu hefur mannfall aldrei verið minna en í ár frá því að stríðið braust út árið 2011.
23.12.2021 - 03:31
Fleiri almennir borgarar fallið í árásum en talið var
Hernaðarumsvif flughers Bandaríkjanna í miðausturlöndum byggja á afar gallaðri upplýsingagjöf og hefur leitt af sér dauða þúsunda almennra borgara þeirra á meðal fjölda barna.
Konur og barn fórust er bílsprengja sprakk í Sýrlandi
Tvær konur og barn úr sömu fjölskyldu fórust í sprengjuárás í sýrlensku borginni Minbej á laugardag. Fimm til viðbótar særðust í árásinni. Minbej er í norðurhluta Sýrlands. Borgarbúar eru flestir Arabar en Kúrdar fara þar með völdin. Sprengja sprakk við borgarmörkin þegar bifreið var ekið framhjá henni. Allir í bílnum voru almennir borgarar.
28.11.2021 - 01:34
Drápu 64 konur og börn í árás á Íslamska ríkið
Her og varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna leyndu upplýsingum um mannskæðar loftárásir sem gerðar voru nærri bænum Baghuz í Sýrlandi í mars árið 2019, skrifar New York Times. 64 konur og börn voru drepin í árásunum, sem beindust að vígamönnum Íslamska ríkisins. Árásirnar gætu hæglega flokkast sem stríðsglæpir, segir á vef blaðsins.
Segir Bandaríkjamenn ekki á förum frá Sýrlandi í bráð
Haft er eftir ónefndum heimildarmanni í bandaríska stjórnkerfinu að ólíklegt sé að sveitir Bandaríkjahers í Sýrlandi verði kallaðar heim í bráð. Um 900 bandarískir hermenn eru enn í Sýrlandi norðaustanverðu, þar sem þeim er ætlað að hjálpa vopnuðum sveitum kúrda, YPG, í baráttunni gegn vígasveitum Íslamska ríkisins. Um leið er viðvera þeirra á svæðinu trygging þess að Tyrkir, bandamenn Bandaríkjamanna í Nató, ráðist ekki gegn YPG-liðum, sem stjórnin í Ankara flokkar sem hryðjuverkamenn.
Tugir féllu í árásum í Sýrlandi
Að minnsta kosti 27 létust í sprengjuárásum í Sýrlandi í dag. Í þeirri fyrri sprungu tvær sprengjur skammt frá fólksflutningabíl sýrlenska hersins í höfuðborginni Damaskus. Fjórtán féllu. Þetta er mannskæðasta árásin í Damaskus frá árinu 2018.
20.10.2021 - 10:50
Fjórir féllu í loftárás Ísraela á Sýrland
Ísraelsher felldi einn sýrlenskan hermann og þrjá bardagamenn aðra, sem sagðir eru hliðhollir Írönum, í loftárás nærri borginni Palmyra í Homshéraði í Sýrlandi í gærkvöld. Þetta hefur Sýrlenska mannréttindavaktin eftir heimildarmönnum í héraði. Sýrlenska ríkisfréttastofan SANA greindi frá því nokkru áður að einn hermaður hefði fallið í árásinni en þrír menn særst.
14.10.2021 - 04:12
Tugir barna dáið í flóttamannabúðum á Sýrlandi á árinu
62 börn hafa dáið í Al-Hol flóttamannabúðunum í Sýrlandi það sem af er ári, eða um tvö börn að meðaltali í hverri viku. Í flóttamannabúðunum eru fjölskyldur sem taldar eru tengjast vígahreyfingunni sem kennir sig við íslamskt ríki, að sögn samtakanna Save the Children. 
Sprengjum varpað á heilsugæslu í Idlib
Minnst fimm almennir borgarar féllu í árásum sýrlenska stjórnarhersins á skotmörk í Idlib-héraði í norðvestanverðu Sýrlandi, þar sem uppreisnarhreyfingar eru við völd. Árásirnar voru gerðar á þriðjudag og miðvikudag, og meðal annars var varpað sprengjum á heilsugæslustöð í Marayan í sunnanverðu héraðinu.
09.09.2021 - 06:28
Sýrlenskur læknir ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni
Sýrlenskur læknir, sem búið hefur í Þýskalandi síðan um miðjan síðasta áratug, hefur verið ákærður fyrir glæpi gegn mannkyni. Hann er sakaður um að hafa pyntað sjúklinga sína á hrottalegan hátt.
Tala látinna vegna stríðsins í Sýrlandi snarhækkar
Stríðið í Sýrlandi sem nú hefur staðið í áratug, hefur orðið nærri hálfri milljón manns að bana, samkvæmt nýjum tölum sem birtar voru í dag. Þar eru tekin með um hundrað þúsund dauðsföll sem voru staðfest nýlega.
01.06.2021 - 08:08
Forsetakosningar í Sýrlandi
Forsetakosningar fara fram í Sýrlandi í dag. Þar verður kosið á milli Bashars al-Assads Sýrlandsforseta og tveggja lítt þekktra mótframbjóðenda, sem lítið sem ekkert hafa látið á sér bera í aðdraganda kosninganna. Þeim mun meira hefur farið fyrir Assad, sem hvorki hefur haldið kosningafundi né flutt ávörp í sjónvarpi, heldur birtist landsmönnum í hetjuljóma á ótal risastórum veggspjöldum, alstaðar þar sem stjórnarherinn hefur tögl og hagldir.
26.05.2021 - 04:22