Átök í Sýrlandi

Funda um breytingar á sýrlensku stjórnarskránni
Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, sýrlenskra stjórnvalda, stjórnarandstæðinga og almennings í Sýrlandi sitja á fundum alla þessa viku og ræða um mögulegar breytingar á stjórnarskrá landsins. Talið er að sátt um ákveðnar breytingar geti orðið mikilvægt skref í átt til friðar í landinu. Þar hefur geisað stríð síðan árið 2011. 380.000 manns hafa fallið, samkvæmt opinberum tölum og yfir 11 milljónir Sýrlendinga hafa neyðst til að leggja á flótta.
24.08.2020 - 16:13
Ekkert fararsnið á Tyrkjum
Tyrkneskt herlið verður áfram í Sýrlandi þangað til búið verður að tryggja þar frið, öryggi og frelsi fyrir þegna landsins. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í dag.
21.07.2020 - 16:01
Rússar höfðu sitt fram: Aðeins ein leið til Sýrlands
Öryggsiráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti í dag að heimila flutninga hjálpargagna til Sýrlands í gegnum eina landamærastöð á landamærum þess að Tyrklandi í eitt ár.
Lokað á alla utanaðkomandi mannúðaraðstoð til Sýrlands
Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna tókst ekki að ná sátt um tilhögun utanaðkomandi mannúðaraðstoðar til milljóna stríðshrjáðra Sýrlendinga í gærkvöld og því eru alþjóðlegum hjálparsamtökum nú allar leiðir lokaðar inn í Sýrland, þar sem milljónir almennra borgara líða alvarlegan skort á öllum helstu nauðsynjum.
Sýrland
Tillaga Rússa um að takmarka neyðaraðstoð felld
Tillaga Rússa um að draga úr utanaðkomandi mannúðaraðstoð við stríðshrjáða Sýrlendinga var felld í Öryggisráðinu í gærkvöld með atkvæðum sjö ríkja gegn fjórum. Fulltrúar fjögurra ríkja sátu hjá. Á þriðjudag beittu Rússar og Kínverjar neitunarvaldi til að koma í veg fyrir framlengingu samkomulags um mannúðaraðstoð Sameinuðu þjóðanna við nauðstadda Sýrlendinga, í gegnum tvær landamærastöðvar á mörkum Tyrklands og Sýrlands.
Ásakanir um stríðsglæpi í Idlib
Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu þjóðanna sakar stríðandi fylkingar í Sýrlandi um stríðsglæpi í bardögum undanfarna mánuði. Sprengjum hafi verið varpað á skóla, sjúkrahús, markaði og fólk á flótta frá átakasvæðum.
08.07.2020 - 08:12
Frakkar hafa sótt á þriðja tug barna til Sýrlands
Frönsk stjórnvöld fluttu á dögunum heim til Frakklands tíu börn franskra ríkisborgara sem börðust með hryðjuverkasamtökunum sem kenndu sig við íslamskt ríki í Sýrlandi. Alls er því búið að sækja 28 frönsk í flóttamannabúðir í Sýrlandi síðustu misseri.
22.06.2020 - 09:29
Um eitt prósent mannkyns á flótta
Nærri áttatíu milljónir, um eitt prósent mannkyns, eru á flótta í heiminum, samkvæmt nýrri skýrslu Sameinuðu þjóðanna. Fjöldi þeirra sem hafa neyðst til að flýja heimili sín hefur tvöfaldast síðastliðinn áratug.
Ráðast á Írani á meðan þeir eru í Sýrlandi
Ísraelsher ætlar að halda aðgerðum áfram í Sýrlandi þangað til Íranir koma sér þaðan. Naftali Bennett, varnarmálaráðherra Ísraels, lýsti þessu yfir í gær eftir að árásir Ísraelshers urðu fjórtán vígamönnum sem njóta stuðnings frá Íran að bana. 
06.05.2020 - 06:30
Bílsprengja grandaði minnst 46 í Sýrlandi
Minnst 46 manns týndu lífi og 50 særðust þegar olíuflutningabíll var sprengdur í loft upp í borginni Afrín í norðanverðu Sýrlandi í gær. Langflest hinna látnu og særðu eru óbreyttir borgarar, þar á meðal á annan tug barna. Í hópi fallinna eru líka minnst sex liðsmenn vopnaðra sveita uppreisnarmanna sem hafa bæði tögl og hagldir í Afrínborg með stuðningi Tyrkja.
Réttað yfir hælisleitendum fyrir stríðsglæpi
Tveir Sýrlendingar sem sóttu um pólitískt hæli í Þýskalandi mæta í réttarsal í Koblenz í dag. Þar svara þeir fyrir ákæru um stríðsglæpi fyrir hlutverk þeirra í pyntingum sýrlenskra stjórnvalda.
Vopnahlé gengið í gildi í Idlib-héraði
Allt hefur verið með „tiltölulega kyrrum kjörum" í Idlib-borg og samnefndu héraði í norðanverðu Sýrlandi eftir að vopnahlé tók þar gildi á miðnætti, eða klukkan tíu í kvöld að íslenskum tíma, að undirlagi Rússa og Tyrkja.
06.03.2020 - 00:39
Pútín ræðir við Erdogan í Moskvu
Vladimir Pútín, forseti Rússlands, og Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hafa ræðst við í Moskvu í dag um möguleika á vopnahléi í Idlib-héraði í Sýrlandi, þar sem harðir bardagar hafa geisað milli sýrlenska stjórnarhersins og Tyrkja. 
05.03.2020 - 15:43
Uppreisnarmenn snúa vörn í sókn með aðstoð Tyrkja
Uppreisnarmenn í Idlib-héraði í Sýrlandi hafa undanfarna fimm daga styrkt þar stöðu sína með hjálp Tyrkja. Tyrkir hafa notað orrustuþotur og stórskotalið til hjálpar uppreisnarmönnum, en einnig sent dróna til árása á sýrlenska stjórnarherinn í Idlib og víðar.
03.03.2020 - 09:34
Borrell ræðir við tyrkneska ráðamenn
Josep Borrell, utanríkismálastjóri Evrópusambandsins, hélt í morgun til Tyrklands til að ræða við ráðamenn þar um stríðið í Sýrlandi og málefni flóttamanna. Með honum í för er Janez Lenarcic, sem hefur umsjón með mannúðaraðstoð á vegum sambandsins.
19 féllu í loftárás Tyrkja í Idlib-héraði
Nítján hermenn sýrlenska stjórnarhersins féllu í drónaárásum Tyrkja í Idlib-héraði í dag. AFP fréttastofan hefur eftir sýrlensku mannréttindavaktinni að skotið hafi verið á bílalest hersins og herstöð í héraðinu. Fyrr í dag höfðu Tyrkir skotið niður tvær sýrlenskar herflugvélar. 
01.03.2020 - 22:56
Um 13 þúsund flóttamenn við Grikkland
Um þrettán þúsund sýrlenskir flóttamenn í Tyrklandi eru komnir að landamærum Grikklands eftir að Erdogan Tyrklandsforseti hótaði því að opna landamæri Tyrklands að Evrópu. Um 3,6 milljónir flóttamanna eru í Tyrklandi. Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna kveðst fylgjast grannt með ástandinu og veitir þeim sem á þurfa að halda mannúðaraðstoð. 
29.02.2020 - 23:43
Rússar segja Tyrki hafa verið meðal hryðjuverkamanna
Rússneska varnarmálaráðuneytið segir tyrkneska hermenn sem féllu í loftársum í Sýrlandi í gær hafa verið meðal hryðjuverkamanna. Minnst 33 tyrkneskir hermenn létu lífið í árásinni í Idlib-héraði. Í yfirlýsingu ráðuneytisins segir að Tyrkirnir hafi ekki látið vita af sér, og þeir hafi verið á svæði sem þeir hefðu ekki átt að vera á.
28.02.2020 - 07:00
SÞ kalla eftir tafarlausum aðgerðum í Sýrlandi
Sameinuðu þjóðirnar kalla eftir tafarlausum aðgerðum í norðvesturhluta Sýrlands. Hættan á frekari átökum eykst með hverri klukkustund, segir í yfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna. Þar segir jafnframt að framkvæmdastjórinn Antonio Guterres fylgist áhyggjufullur með ástandinu. Hann ítreki að hernaðaraðgerðir leysi ekki deilurnar í Sýrlandi og kallar eftir friðarviðræðum með milligöngu Sameinuðu þjóðanna.
28.02.2020 - 02:08
Erdogan ítrekar hótanir
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, endurtók í gærkvöld yfirlýsingar um að Tyrkir ætlaðu að stöðva sókn sýrlenska stjórnarhersins í Idlib-héraði í norðvesturhluta Sýrlands fyrir lok þessa mánaðar.
27.02.2020 - 09:21
Hörð átök í Idlib kalla hörmungar yfir hundruð þúsunda
Harðir bardagar geisa enn í Idlib-héraði í Sýrlandi. Þar féllu tveir tyrkneskir hermenn í loftárásum Sýrlandshers í gær, daginn eftir að Erdogan Tyrklandsforseti varaði við yfirvofandi sókn Tyrklandshers í héraðinu. Leiðtogaráð Evrópusambandsins fordæmir árásir Sýrlandshers á Idlib-borg og varar við þeim hörmungum sem þær leiða yfir almenning.
Rússar vara Tyrki við að ráðast inn í Idlib
Stjórnvöld í Rússlandi vöruðu í morgun Tyrki við því að ráðast á sýrlenska stjórnarherinn í Idlib-héraði í norðvesturhluta Sýrlands. Dimitry Peskov, talsmaður rússnesku stjórnarinnar, sagði að það yrði versta mögulega niðurstaðan réðust Tyrkir gegn lögmætum yfirvöldum í Sýrlandi og her landsins. 
19.02.2020 - 10:28
Skora á Rússa að draga úr grimmdarverkum
Sýrlenski stjórnarherinn herðir tök sín í Aleppo að sögn ríkisfréttamiðla landsins. Sýrlenska ríkissjónvarpið sagði í gær að hersveitir studdar af Rússum hafi frelsað öll þorp og smábæi vetsur af borginni Aleppo. Hundruð þúsunda hafa flúið heimili sín vegna vaxandi árása stjórnarhersins og Rússa á síðustu vígi uppreisnarmanna í landinu.
17.02.2020 - 03:32
Erdogan hótar Sýrlendingum hörðu
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, var harðorður á þingi í morgun og sagði að ráðist yrði á sýrlenska herinn hvar sem væri ylli hann tyrkneskum hersveitum í Sýrlandi frekari skaða. Þá sakaði hann sýrlenska herinn og bandamenn þeirra, Rússa og Írana, um árásir á almenna borgara og fjöldamorð í Idlib-héraði. 
12.02.2020 - 12:02
Opið milli Damaskus og Aleppo
Sýrlenski stjórnarherinn náði í morgun á sitt vald síðasta áfanga þjóðvegar sem tengir nokkrar helstu borgir landsins frá höfuðborginni Damaskus til Aleppo. Þetta er í fyrsta skipti frá 2012 sem stjórnarherinn hefur allan þjóðveginn á valdi sínu.
11.02.2020 - 10:22