Asía

Heimskviður
Kolabrennsla á undanhaldi
Notkun kola til orkuframleiðslu fer minnkandi og því er fagnað því enginn af orkugjöfum mannkyns mengar jafn mikið og kol. Það skiptir því miklu máli í baráttunni við hamfarahlýnun að draga úr og helst hætta brennslu kola. Miklar fjárfestingar þarf til að heimurinn geti orðið kolefnishlutlaus, en dýrasta aðgerðin er aðgerðarleysi, segir Halldór Þorgeirsson, formaður Loftslagsráðs.
Mannskæð eldflaugaárás á Kabúl
Einn maður lést og annar særðist þegar fjórum flugskeytum var skotið á Kabúl, höfuðborg Afganistans, snemma í morgun. Talsmaður innanríkisráðuneytisins greindi frá þessu á fréttamannafundi. Flugskeytin lentu öll í austanverðri borginni, að sögn lögreglu.
Ráðherrar sakaðir um vanrækslu vegna sprengingarinnar
Sitjandi forsætisráðherra og þrír fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Líbanons hafa verið ákærðir fyrir vanrækslu vegna mikillar sprengingar sem varð á hafnarsvæði höfuðborgarinnar Beirút í ágúst.
11.12.2020 - 19:23
Tyrkir nota kínverskt bóluefni
Tyrkir hafa ákveðið að kaupa bóluefni við kórónuveirunni sem kínverska fyrirtækið Sinovac hefur þróað, þrátt fyrir að vísindalegum prófunum á því sé ekki lokið. Stefnt er að því að hefja bólusetningar sem fyrst, jafnvel fyrir áramót. 
11.12.2020 - 16:10
Lífstíðardómur fyrir morðið á Hariri
Salim Ayyash, liðsmaður Hisbollah-samtakanna í Líbanon, var í morgun dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forseta Líbanons. Dómurinn var kveðinn upp við sérstakan dómstól Sameinuðu þjóðanna í Leidschendam í Hollandi. 
11.12.2020 - 12:01
Erlent · Asía · Líbanon
Fjölmiðlajöfur í Hong Kong ákærður
Fjölmiðlajöfurinn Jimmy Lai var í morgun ákærður í samræmi við ný öryggislög í Hong Kong, sakaður um samstarf við erlend öfl í þeim tilgangi að stefna þjóðaröryggi í hættu. Hann er fjórði maðurinn sem ákærður er samkvæmt þessum lögum. 
11.12.2020 - 10:18
Erlent · Asía · Kína
Marokkó tekur upp stjórnmálasamband við Ísrael
Ísrael og Marokkó hafa ákveðið að taka upp formlegt stjórnmálasamband. Samkomulag þess efnis var gert fyrir milligöngu Bandaríkjamann og verður Marokkó þar með fjórða arabaríkið á stuttum tíma til að opna á samskipti við Ísrael.
11.12.2020 - 08:14
Erlent · Afríka · Asía
Telja sig þekkja orsök dularfulls sjúkdóms á Indlandi
Meira en fimm hundruð manns hafa verið lagðir inn á sjúkrahús og einn látist úr dularfullum sjúkdómi sem herjað hefur á íbúa í borginni Eluru á Indlandi. Indversk yfirvöld sendu teymi sérfræðinga á staðinn og þeir telja sig hafa komist að ástæðu veikindanna.
11.12.2020 - 08:01
Erdogan lofaði framgöngu Asera
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, hrósaði í dag Aserum fyrir sigur í stríðsátökunum gegn Armenum sem brutust út í september, en sagði að baráttu Aserbaísjan gegn Armeníu væri fjarri því lokið.
10.12.2020 - 14:30
Sóttvarnareglur hertar í Suður-Kóreu
Nærri 670 greindust með kórónuveirusmit í Suður-Kóreu síðasta sólarhring, sem er næst mesti fjöldi á einum degi frá upphafi faraldursins þar í landi. Undanfarna viku hafa daglega greinst ríflega sex hundruð með kórónuveiruna í Suður-Kóreu.
09.12.2020 - 08:59
Um 200 handteknir í Tyrklandi
Lögreglan í Tyrklandi handtók í morgun nærri tvö hundruð grunaða fylgismenn stjórnarandstöðuleiðtogans Fetullah Gülens. Fréttastofan Anadolu greindi frá þessu og sagði að áður hefðu verið gefnar út handtökuskipanir á hendur ríflega 300 fylgismönnum Gülens, þar af 295 hermönnum.
08.12.2020 - 12:09
Erlent · Asía · Tyrkland
Dularfullur sjúkdómur herjar á indverska borg
Meira en 140 manns hafa verið lagðir inn á spítala í indversku borginni Eluru eftir að hafa veikst af dularfullum sjúkdómi. Enn veit enginn um hvaða sjúkdóm er að ræða en allir sjúklingarnir hafa farið í COVID próf og reynst neikvæðir.
06.12.2020 - 21:54
Barein annað ríkið sem leyfir bóluefni Pfizer
Konungsríkið Barein við Persaflóa hefur veitt neyðarheimild til notkunar á bóluefni Pfizer og BioNTech gegn COVID-19. Það er því er annað ríki heims á eftir Bretlandi til að leyfa notkun þess.
04.12.2020 - 21:33
Staðfest smit í Íran ríflega ein milljón
Staðfest kórónuveirusmit í Íran eru komin yfir eina milljón. Heilbrigðisráðuneyti landsins greindi frá þessu í morgun.
03.12.2020 - 11:19
Sviptingar á Grænlandi, fríverslun og bannað jólalag
Björn Þór Sigbjörnsson og Þórunn Elísabet Bogadóttir settust við Heimsgluggann með Boga Ágústssyni og beindu augunum að Grænlandi þar sem Kim Kielsen missti formennsku í stjórnarflokknum Siumut. Erik Jensen er nýr formaður, Vivian Motzfeldt varaformaður og Inga Dóra Guðmundsdóttir Markussen varaformaður með ábyrgð á skipulagsmálum flokksins.
03.12.2020 - 10:33
Fellibylur við suðurodda Indlands
Viðvaranir hafa verið gefnar út í ríkjunum Tamil Nadu og Kerala á sunnanverðu Indlandi, en þangað stefnir fellibylurinn Burevi og er búist við að hann komi að landi í kvöld eða nótt.
03.12.2020 - 08:49
Erlent · Asía · Indland · Sri Lanka
Sýnatökum á tunglinu lokið
Ómannað kínverskt geimfar hefur lokið sýnatökum á tunglinu og er undirbúningur hafinn að því að senda til jarðar þau sýni sem þar voru tekin. Kínverska geimvísindstofnunin greindi frá þessu í morgun.
03.12.2020 - 08:32
Wong og félagar dæmdir í fangelsi
Andófsmaðurinn Joshua Wong, sem hefur verið í fararbroddi í mótmælum lýðræðissinna í Hong Kong, var í morgun dæmdur í þrettán og hálfs mánaðar fangelsi fyrir að hvetja til ólöglegra mótmæla í fyrra.
02.12.2020 - 09:08
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Frakkar leita stuðnings við Líbanon
Stjórnvöld í Frakklandi og Sameinuðu þjóðirnar efna í dag til ráðstefnu um efnahagslegan stuðning við Líbanon. Búist er að loforð um stuðning verði skilyrt við umbætur í stjórnkerfi landsins.
02.12.2020 - 08:40
Erlent · Asía · Evrópa · Líbanon · Frakkland
Mikið tjón í hamförum í Víetnam
Hamfarir og kórónuveirufaraldurinn hafa bitnað harkalega á efnahag Víetnam á þessu ári. Ferðaþjónustan hefur hrunið eins og víðast hvar annars staðar, en níu fellibyljir og tvær öflugar lægðir til viðbótar á undanförnum tveimur mánuðum hafa gert illt verra.
02.12.2020 - 08:26
Erlent · Asía · Víetnam
Spegillinn
Friðarspillar í flokki friðarverðlaunahafa
Búið er að aflýsa Nóbelshátíðinni í Ósló í ár og bíða á með að afhenda verðlaunin þar til sér fyrir endann á kófinu. Í Noregi eru líka uppi raddir um að afturkalla fyrri verðlaun vegna þess að verðlaunahafarnir halda ekki friðinn. Þetta á sérstaklega við um Abiy Ahmed, sem fékk verðlaunin í fyrra, er stendur fyrir stríði í ár.
01.12.2020 - 10:13
Aserar endurheimta svæði við Nagorno-Karabakh
Aserar hafa tekið við yfirráðum héruðum í kringum Nagorno-Karabakh, sem Armenar samþykktu að láta af hendi í nýju friðarsamkomulagi. Aserskar hersveitir héldu inn í héraðið Lachin í gær, en áður höfðu Aserar tekið héruðin Aghdam og Kalbajar.
01.12.2020 - 08:40
Farsóttin kallar á stóraukna neyðaraðstoð víða um heim
Sameinuðu þjóðirnar þurfa meira fjármagn til að sinna neyðaraðstoð á næsta ári en nokkru sinni fyrr, þar sem þeim sem búa við sára fátækt hefur fjölgað um tugi milljóna vegna heimsfaraldursins og hungursneyð vofir yfir á mörgum stöðum í heiminum. Áætluð fjárþörf þeirra stofnana Sameinuðu þjóðanna sem sinna neyðaraðstoð er 35 milljarðar Bandaríkjadala árið 2021, um 4.600 milljarðar íslenskra króna. Þetta er um 40 prósenta aukning milli ára.
Tyrkland
Allt lokað og læst kvölds og nætur og helgarnar allar
Tyrknesk stjórnvöld hafa sett strangar sóttvarnareglur sem kveða meðal annars á um útgöngubann um nætur í miðri viku og algjört útgöngubann og víðtækar lokanir um helgar. Ástæðan er sú sama og annars staðar þar sem gripið er til aðgerða af þessu tagi; mikil fjölgun COVID-19 tilfella að undanförnu.
01.12.2020 - 05:34
Þúsundir flýja eldgos í Indónesíu
Þúsundir hafa flúið heimkynni sín eftir að eldgos hófst á ný í fjallinu Ili Lewotolok, sem er á eynni Lembata í austanverðri Indónesíu. Um 4.400 íbúar í nágrenni fjallsins hafa forðað sér í öruggt skjól, en ekki er vitað til að neinn hafi sakað.
30.11.2020 - 10:13