Asía

Myndskeið
Óttast að hátt í hundrað séu grafin í húsarústum
Talið er að hátt í hundrað manns séu grafin í rústum fimm hæða íbúðablokkar sem hrundi til grunna suður af borginni Mumbai á Indlandi síðdegis í dag.
24.08.2020 - 19:30
Erlendir ferðamenn áfram bannaðir á Bali
Öllum erlendum ferðamönnum verður áfram bannað að koma til indónesísku eyjunnar Bali það sem eftir lifir árs. Engum erlendum ríkisborgurum hefur verið hleypt inn fyrir landamæri Indónesíu síðan faraldurinn braust út en ráðgert var að opna landamærin til Bali 11. september.
24.08.2020 - 09:28
Öflugur skjálfti við Indónesíu
Jarðskjálfti af stærðinni 6,9 varð í Bandahafi milli eyjarinnar Súlavesí og Litlu-Sundaeyja. Ekki hafa borist tilkynningar um manntjón eða verulegar skemmdir, en í borginni Kupang á eynni Tímor þusti fólk óttaslegið út á götur þegar skjálftinn reið yfir.
21.08.2020 - 09:06
Öðru safni í Istanbúl breytt í mosku
Recep Cayyip Erdogan, forseti Tyrklands, fyrirskipaði í morgun að Chora-safninu í Istanbúl yrði aftur breytt í mosku. Einungis er mánuður síðan það sama var gert Ægisif eða Hagia Sofia eina merkustu byggingu Tyrklands. 
21.08.2020 - 08:54
Erlent · Asía · Tyrkland
Rændu japanskt ninja-safn í skjóli nætur
Bíræfnir þjófar brutust inn á ninja-safn í Japan án þess að nokkur yrði þeirra var fyrr en það var orðið um seinan og hurfu þaðan sporlaust með feng sinn, rúmlega milljón japanskra jena, jafnvirði um 1,3 milljóna króna.
21.08.2020 - 03:17
Miklir vatnavextir og flóðahætta í Kína
Vatnshæð lónsins ofan við hina ógnarstóru Þriggja gljúfra stíflu í Jangtsefljóti í Kína er meiri en nokkru sinni og yfir 100.000 manns hafa hafa neyðst til að yfirgefa heimili sín vegna flóða og flóðahættu. Miklir vatnavextir eru líka í ánum Minj og Dadu í aðliggjandi héraði, og er nú svo komið að risavaxin Búddastytta við ármótin er farin að blotna í fæturna.
20.08.2020 - 06:41
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Kína · Flóð
Snarpur jarðskjálfti við Filippseyjar
Jarðskjálfti af stærðinni 6,7 varð við miðju Filippseyja í nótt. Að sögn bandarísku jarðfræðistofnunarinnar USGS voru upptök skjálftans um 68 kílómetrum suðaustur af eyjunni Masbate, og litlar líkur á mannskaða eða skemmdum á mannvirkjum. Skjálftar á svæðinu hafa hins vegar valdið annars konar hamförum, á borð við skriðuföll. 
18.08.2020 - 02:08
Nokkur þúsund sóknarbörn í sóttkví í Suður-Kóreu
Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa beðið nokkur þúsund sóknarbörn kirkju í Seúl um að halda sig í sóttkví. Yfirvöld berjast nú við að halda annarri bylgju faraldursins í skefjum. Faraldurinn herjar nú helst á höfuðborgarsvæðið, þar sem nærri helmingur allra íbúa Suður-Kóreu býr. 
17.08.2020 - 05:50
Breski herinn hættir þjálfun í Hong Kong
Stjórnvöld í Bretlandi hafa ákveðið að banna hernum að þjálfa lögregluna í Hong Kong og tvær aðrar öryggisstofnanir í héraðinu. Ákvörðunin er tekin vegna versnandi sambands Breta og Kínverja. 
17.08.2020 - 04:52
Erlent · Asía · Bretland · Hong Kong · Kína
Mesti samdráttur seinni tíma í Japan
Japanska hagkerfið dróst saman um 7,8 prósent í öðrum ársfjórðungi, sem er sá versti í landinu síðan byrjað var að bera saman hagtölur árið 1980. Einhverjir sérfræðingar segja þetta mesta samdrátt síðan í seinni heimsstyrjöldinni. 
17.08.2020 - 01:49
Efnahagsmál · Erlent · Asía · Japan · COVID-19
Þúsundir mótmæltu taílenskum stjórnvöldum
Yfir tíu þúsund komu saman í Bangkok, höfuðborg Taílands í dag til þess að mótmæla ríkisstjórn Prayuth Chan-och. Mótmæli gegn stjórn hans hafa staðið yfir í nærri mánuð. Þess er krafist að breytingar verði gerðar á stjórnarskránni, hætt verði að níðast á þeim sem gagnrýna stjórnvöld og þá vilja mótmælendur að úrbætur verði gerðar á konungsveldinu.
17.08.2020 - 00:24
Erlent · Asía · Taíland
Myndskeið
Friðarsamkomulagið hvorki þýðingarmikið né sögulegt
Magnús Þorkell Bernharðsson, prófessor í Mið-Austurlandafræðum, segir að friðarsamkomulag Ísrels og Sameinuðu arabísku furstadæmanna komi ekki til með að leiða til friðar. Samkomulagið sé ekki sögulegt og hafi litla þýðingu.
Yfirvöld óttast mikla útbreiðslu í Seúl
279 tilfelli kórónuveirunnar sem veldur COVID-19 voru greind í Suður-Kóreu í gær. Þau hafa ekki verið fleiri á einum sólarhring síðan í byrjun mars. Yfirvöld óttast mikla útbreiðslu veirunnar á höfuðborgarsvæðinu í landinu. Tilfellin í lanidnu eru samanlagt rúmlega 15 þúsund og yfir þrjú hundruð eru látnir.
16.08.2020 - 05:47
Strandað skip rifnaði í tvennt
Japanska flutningaskipið sem strandaði við kóralrifin undan strönd Máritíusar á Indlandshafi er rifnað í tvennt. Mikil olía hefur lekið úr skipinu og dreifist nú um Indlandshaf að sögn yfirvalda. Skipið var í mjög slæmu ásigkomulagi í morgun, og rifnaði í tvennt seinni partinn í dag að staðartíma að sögn almannavarnanefndar í Márítíus. Olíutálmar voru þegar til staðar og hreinsunarskip nærri til þess að reyna að ná sem mestri olíu.
15.08.2020 - 22:56
Átta börn dóu í flóttamannabúðum í Sýrlandi
Átta börn undir fimm ára aldri hafa látið lífið í flóttamannabúðum í norðaustanverðu Sýrlandi síðustu daga. Þúsundir ættingja vígamanna dvelja í búðunum. Illa hefur gengið að fá heilbrigðisþjónustu og næringu í búðirnar, sem eru í umsjón sjálfstjórnar Kúrda. 
14.08.2020 - 04:29
Kórónuveiran greinst á innfluttum matvælum í Kína
Kórónuveira hefur í tvígang greinst á frosnum matvælum í Kína, sem koma frá Suður-Ameríku. Nýsjálendingar rannsaka nú hvort nýlegt hópsmit þar sé vegna innfluttra matvæla.
13.08.2020 - 11:21
Þrír ráðherrar á Indlandi greinst með Covid-19
Yfir 47 þúsund hafa nú látist vegna Covid-19 á Indlandi en þar er faraldurinn í hröðum vexti. Varnarmálaráðherra landsins greindist með veiruna í gær, og því eru nú þrír ráðherrar í ríkisstjórninni með staðfest smit.
Æðstu menn í Líbanon varaðir við sprengiefninu í júlí
Sérfræðingar í öryggismálum vöruðu bæði forseta og forsætisráðherra Líbanons við því í júlí, að mikil hætta stafaði af þeim miklu birgðum af ammóníumnítrati, sem sprungu í Beirút 4. ágúst og kostuðu á þriðja hundrað mannslífa. Reuters-fréttastofan greinir frá þessu og vísar bæði í skjöl sem fréttastofan fékk aðgang að og heimildarmenn innan líbanska stjórnkerfisins.
11.08.2020 - 05:34
Fjórir ráðherrar hafa sagt af sér í Líbanon
Fjórir ráðherrar í ríkisstjórn Libanons hafa sagt af sér á undanförnum dögum. Ghazi Wazni, fjármálaráðherra og Marie-Claude Najm, dómsmálaráðherra, tilkynntu afsögn í morgun. Nú er vitað að meir en 200 fórust í sprenginunum í höfuðborg landsins, Beirút, á þriðjudag í síðustu viku. Mikil reiði ríkir í Líbanon og enn var krafist gagngerra breytinga á stjórnarfari í mótmælum í gær.
10.08.2020 - 13:06
Eldgos á Súmötru
Eldgos hófst í morgun í eldfjallinu Sinabung í Indónesíu. Aska og eimyrja rís allt að 7.500 metra til himins og neyðarástandi hefur verið lýst yfir í næsta nágrenni fjallsins. Yfirvöld í Indónesíu greina frá þessu.
10.08.2020 - 06:23
Erlent · Asía · Hamfarir · eldgos · Indónesía
Áhrifamaður í stjórnarandstöðu handtekinn í Hong Kong
Jimmy Lai, fjölmiðlamógúll og einn helsti leiðtogi lýðræðis- og sjálfstæðissinna í Hong Kong hefur verið handtekinn, ákærður fyrir ólöglegt samstarf við erlend öfl. Ákæran er gefin út á grundvelli umdeildrar öryggislöggjafar, sem Peking-stjórnin innleiddi í borgríkinu fyrir skemmstu.
10.08.2020 - 02:11
Erlent · Asía · Stjórnmál · Hong Kong · Kína
Yfir fimm milljónir kórónaveirusmita í Bandaríkjunum
Kórónaveirusmit í Bandaríkjunum eru nú orðin fleiri en fimm milljónir talsins, samkvæmt samantekt Reuters-fréttastofunnar, og dauðsföll af völdum COVID-19 eru ríflega 162.000 þar í landi. Fyrr í gærkvöld bárust fréttir af því að staðfest smit í Brasilíu væru komin yfir þrjár milljónir og að fleiri en eitt hundrað þúsund manns hefðu dáið úr sjúkdómnum þar. Á Nýja Sjálandi var því aftur á móti fagnað nú í morgunsárið að þar hefur ekki greinst nýtt samfélagssmit í 100 daga.
09.08.2020 - 06:30
Mótmæli gegn Netanyahu halda áfram í Jerúsalem
Mótmælendur halda áfram að safnast saman nærri embættisbústað Benjamíns Netanyahus, forsætisráðherra Ísraels, hvern laugardag til að kalla eftir afsögn hans. Gærdagurinn var engin undantekning og þúsundir óánægðra kjósenda söfnuðust þá saman í miðborg Jerúsalem, ekki fjarri embættisbústaðnum.
09.08.2020 - 06:21
Boðar snemmbúnar kosningar í Líbanon í von um frið
Hassan Diab, forsætisráðherra Líbanons, hyggst leita heimildar til að rjúfa þing og boða til kosninga hið fyrsta. Með því vonast hann til að koma í veg fyrir að reiði landsmanna í garð stjórnvalda vegna mannskæðrar sprengingar í Beirút á þriðjudag þróist út í allsherjar óeirðir og blóðug átök. Diab lýsti þessu yfir í sjónvarpi í gær á sama tíma og öryggissveitir og mótmælendur tókust harkalega á í miðborg Beirút.
09.08.2020 - 02:15
22 látin og tuga saknað eftir aurskriðu á Indlandi
Minnst 22 fórust þegar aurskriða féll í Keralaríki á Indlandi á föstudagskvöld og tuga er saknað. Regntímabilið stendur sem hæst eystra og veldur miklum vatnavöxtum, flóðum og skriðuföllum.
09.08.2020 - 00:51
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Indland · Flóð