Asía

Kína gert að loka skrifstofum í Houston
Bandarísk stjórnvöld hafa fyrirskipað að skrifstofu ræðismanns Kína í Houston í Texas verði lokað. Talsmaður kínverska utanríkisráðuneytisins greindi frá þessu í morgun og sagði stjórnvöld í Peking fordæma þessa ákvörðun stjórnvalda í Washington. 
22.07.2020 - 11:52
Ekkert fararsnið á Tyrkjum
Tyrkneskt herlið verður áfram í Sýrlandi þangað til búið verður að tryggja þar frið, öryggi og frelsi fyrir þegna landsins. Þetta sagði Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, í dag.
21.07.2020 - 16:01
Sýningarstúlka dæmd fyrir skattsvik
Bar Refaeli, frægasta sýningardama Ísraels, var í dag dæmd til að sinna samfélagsþjónustu í níu mánuði og að greiða jafnvirði 102 milljóna króna í sekt fyrir skattsvik. Hún játaði að hafa gefið rangar upplýsingar hversu lengi hún hefði dvalið erlendis til að komast undan að greiða skatta í Ísrael.
20.07.2020 - 17:36
Konungur Sádi-Arabíu á sjúkrahúsi
Salman bin Abdulaziz Al Saud, konungur Sádi-Arabíu, var lagður inn á sjúkrahús í dag vegna sýkingar í gallblöðru. Hann er orðinn 84 ára og hefur verið við völd frá árinu 2015. Vegna þessa hefur opinberri heimsókn Mustafa al-Kadhemis, forsætisráðherra Íraks, verið frestað þar til konungur er orðinn heill heilsu að nýju, að því er opinber fréttastofa Sádi-Arabíu greindi frá í dag. Sjaldgæft er að þarlendir fjölmiðlar fjalli um heilsu Salmans konungs.
20.07.2020 - 08:59
Segir útbreiðslu COVID-19 í Hong Kong stjórnlausa
Carrie Lam, æðsti stjórnandi Hong Kong, tilkynnti í dag um hertar aðgerðir til að sporna við útbreiðslu kórónuveirufaraldursins. Fólk verður nú að nota grímur innandyra á opinberum stöðum og opinberir starfsmenn sem sinna ekki nauðsynlegum störum verða nú að sinna vinnu heima hjá sér. „Ég held að ástandið sé orðið mjög alvarlegt og það eru engin merki þess að við séum að ná stjórn á því,“ sagði Lam.
19.07.2020 - 09:16
Erlent · Asía · COVID-19
Reglur hertar í Ísrael vegna kórónuveirunnar
Stjórnvöld í Ísrael gripu í dag til hertra aðgerða til að draga úr vaxandi kórónuveirusmiti í landinu. Verslunum, stórmörkuðum og fleiri stöðum þar sem fólk safnast saman verður lokað frá klukkan fimm á föstudögum til fimm á sunnudagsmorgnum. Þá verður líkamsræktarstöðvum lokað og veitingahús geta einungis afgreitt mat sem fólk tekur með sér.
17.07.2020 - 14:45
Myndskeið
Þúsundir berjast við elda í Síberíu
Íbúum Jakútíu og fleiri svæða í Síberíu hefur verið ráðlagt að halda sig innan dyra og reyna ekki á sig af óþörfu vegna reykjarkófs sem leggur frá kjarr- og skógareldum í landshlutanum. Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru sagðar höfuðorsök eldanna.
16.07.2020 - 17:57
Svindlað við sýnatökur í Bangladess
Sjúkrahúseigandi í Bangladess hefur verið handtekinn sakaður um að hafa gefið út þúsundir vottorða þar sem fullyrt er að handhafi hefði farið í sýnatöku vegna kórónuveiru, en ekki greinst smitaður. 
16.07.2020 - 11:49
Viðbúnaður aukinn á ný í Tókýó
Heilbrigðisyfirvöld í Tókýó í Japan hafa lýst yfir hæsta viðbúnaðarstigi í borginni vegna fjölgunar kórónuveirusmita að undanförnu.
15.07.2020 - 08:27
Geimskoti frestað
Frestað hefur verið um tvo sólarhringa að skjóta á loft ómönnuðu könnunarfari sem Sameinuðu arabísku furstadæmin ætla að senda til reikistjörnunnar Mars.
14.07.2020 - 08:59
250.000 aftur í útgöngubann
Um 250.000 íbúar í Navotas-hverfinu í Manila, höfuborg Filippseyja, þurfa aftur að sæta útgöngubanni þar sem kórónuveirutilfellum hefur fjölgað þar á ný. Embættismenn greindu frá þessu í morgun.
13.07.2020 - 10:18
Ákærur birtar baráttufólki í Hong Kong
Þrettán lýðræðissinnar í Hong Kong komu fyrir rétt í morgun þar sem birta átti þeim ákærur fyrir að hvetja til og taka þátt í ólöglegri samkomu í síðasta mánuði þegar þeir söfnuðust saman ásamt þúsundum annarra til að minnast atburðanna á Torgi hins himneska friðar árið 1989.
13.07.2020 - 08:32
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Skógar Síberíu brenna í hitabylgju við heimskautsbaug
Margir stórir skógareldar brenna enn í Síberíu, þar sem óvenju miklir hitar og þurrkar hafa skapað kjöraðstæður fyrir slíkar hamfarir. Um helgina börðust rússneskir slökkviliðsmenn við nær 160 skógarelda á samtals 46.000 hekturum lands í Síberíu, þar sem neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjölda héraða.
13.07.2020 - 05:30
Heimsfaraldurinn enn í hröðum vexti
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin tilkynnti í gærkvöld að fleiri kórónaveirutilfelli hefðu greinst í heiminum síðasta sólarhringinn en nokkru sinni fyrr. Á sama tíma og mjög dregur úr nýsmitum víðast hvar í Evrópu og stórum hluta Asíu fer þeim ört fjölgandi í Norður- og Suður-Ameríku, og einnig í nokkrum löndum Asíu og Afríku. Mexíkó fór í gær upp fyrir Ítalíu á listanum yfir fjölda dauðsfalla vegna COVID-19 og staðfest smit í Brasilíu nálgast óðum að vera tvær milljónir.
13.07.2020 - 04:08
Filippseyjar
Synja gagnrýnum ljósvakarisa um útvarpsleyfi
Einni stærstu fjölmiðlasamsteypu Filippseyja, ABS-CBN, hefur verið synjað um endurnýjun útvarpsleyfis og fær því ekki að hefja útsendingar á ný. Leyfið rann út 4. maí og hafði umsókn fyrirtækisins um 25 ára framlengingu útvarpsleyfisins ekki fengið afgreiðslu. Því var það þvingað til að hætta útsendingum. Umsóknin var svo tekin fyrir hjá fjölmiðlanefnd filippseyska þingsins á föstudag, þar sem henni var hafnað með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða.
12.07.2020 - 04:50
Tugir þúsunda mótmæltu Pútín og handtöku héraðsstjóra
Tugir þúsunda fylktu liði á götum rússnesku borgarinnar Khabarovsk í gær til að mótmæla handtöku héraðsstjóra samnefnds héraðs syðst í Austur-Rússlandi. Héraðsstjórinn, Sergei Furgal, var handtekinn á fimmtudag, sakaður um að hafa fyrirskipað morð á minnst þremur kaupsýslumönnum fyrir fimmtán árum. Mótmælendur gengu að höfuðstöðvum héraðsstjórnarinnar í Khabarovsk-borg og hrópuðu meðal annars slagorð gegn Vladimír Pútín Rússlandsforseta.
12.07.2020 - 03:46
Lokað á alla utanaðkomandi mannúðaraðstoð til Sýrlands
Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna tókst ekki að ná sátt um tilhögun utanaðkomandi mannúðaraðstoðar til milljóna stríðshrjáðra Sýrlendinga í gærkvöld og því eru alþjóðlegum hjálparsamtökum nú allar leiðir lokaðar inn í Sýrland, þar sem milljónir almennra borgara líða alvarlegan skort á öllum helstu nauðsynjum.
Heimila að breyta Ægisif í mosku
Æðsti dómstóll Tyrklands heimilaði í dag að Ægisif eða Hagia Sophia, einum merkustu fornminjum landsins, verði breytt úr safni í mosku. Byggingin var reist í Istanbúl á sjöttu öld og var ein af höfuðkirkjum kristinnar trúar í þúsund ár. Eftir það var hún moska í fimm aldir þar til hún var gerð að safni um miðjan fjórða áratug síðustu aldar.
10.07.2020 - 14:59
Fór ekki út fyrir valdsvið sitt
Anna Lindstedt, fyrrverandi sendiherra Svíþjóðar í Kína, var í morgun sýknuð af ákæru um að hafa farið út fyrir valdsvið sitt með því að reyna að semja kínversk stjórnvöld um lausn á sænsk-kínverska útgefandanum og rithöfundinum Gui Minhai.
10.07.2020 - 10:38
Erlent · Asía · Evrópa · Svíþjóð · Kína
Hvetur Ísraelsmenn til að hætta við
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, hvatti í morgun Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, til að hætta við áform um innlimun svæða Palestínumanna í Ísrael. Leiðtogarnir ræddust við í síma í morgun. 
Borgarstjórinn í Seoul fannst látinn
Park Won-soon, borgarstjóri í Seoul, höfuðborg Suður-Kóreu, fannst látinn nokkrum klukkustundum eftir að dóttir hans tilkynnti lögreglu um hvarf hans. Að sögn þarlendra fjölmiðla hafði hann verið sakaður um kynferðislega áreitni. Ekki liggja fyrir upplýsingar um hvort rekja megi dauða hans til þess. Lögregla notaði dróna og leitarhunda við leit að borgarstjóranum. Hún beindist aðallega að þeim stað í Seoul sem merki frá farsíma hans voru síðast numin.
09.07.2020 - 16:31
Borgarstjóri Seoul er horfinn
Lögregla í Suður-Kóreu hefur hafið leit að Park Won-soon, borgarstjóra í Seoul eftir að dóttir hans tilkynnti að hann væri horfinn. Starfsfólk á skrifstofu hans tilkynnti sömuleiðis að hann hefði ekki komið til vinnu.
09.07.2020 - 11:33
Kínverjar fordæma ákvörðun Ástrala
Stjórnvöld í Kína fordæma ákvörðun áströlsku stjórnarinnar um að framlengja vegabréfsáritanir fólks frá Hong Kong sem dvelur í Ástralíu og einhliða riftun á framsalssamningi við Hong Kong. 
09.07.2020 - 08:41
Erlent · Asía · Eyjaálfa · Ástralía · Kína
Áfram úrhelli í Japan
Japanskar björgunarsveitir keppast nú við að ná til fólks sem einangrast hefur vegna flóða og skriðufalla af völdum mikillar úrkomu undanfarna daga.
09.07.2020 - 08:03
Erlent · Asía · Japan
Ástralir framlengja dvalarleyfi allra Hong Kong-búa
Áströlsk stjórnvöld framlengdu í dag vegabréfsáritanir þeirra um það bil 10.000 Hong Kong-búa sem eru í Ástralíu og tilkynntu yfirvöldum borgríkisins einhliða riftun á gagnkvæmum samningi Hong Kong og Ástralíu um framsal grunaðra og dæmdra brotamanna. Hvort tveggja er bein afleiðing hinna nýju öryggislaga sem Pekingstjórnin innleiddi í Hong Kong í liðinni viku og skerða mjög tjáningar- og skoðanafrelsi borgarbúa.
09.07.2020 - 04:43
Erlent · Asía · Eyjaálfa · Stjórnmál · Ástralía · Hong Kong · Kína · Bretland