Asía

Landtökumaður sakfelldur fyrir morð
Ísraelskur landtökumaður var í morgun sakfelldur fyrir morð á palestínskum hjónum, Saad og Riham Dawabsheh, og átján mánaða barni þeirra þegar hann kveikti í húsi þeirra í þorpinu Duma á vesturbakka Jórdanar árið 2015.
18.05.2020 - 08:38
Erlent · Asía · Ísrael · Palestína
Hóta fangelsi noti fólk ekki andlitsgrímu
Lögreglan í Katar hóf í dag að framfylgja lögum sem kveða á um háar sektir eða allt að þriggja ára fangelsi noti fólk ekki andlitsgrímu utandyra. Lögin voru sett til að draga úr hættu á kórónuveirusmiti, þótt umdeildt sé hversu mikið gagn andlitsgrímurnar gera.
17.05.2020 - 18:44
Aldrei fleiri ráðherrar í ísraelsku stjórninni
Ný ríkisstjórn Ísraels tók við völdum í dag eftir rúmlega 500 daga langa stjórnarkreppu og þrennar kosningar. Likudbandlagið og Blá og hvíta bandalagið auk minni flokka standa saman að stjórninni sem nýtur stuðnings 73 af 120 þingmönnum á Knessetinu. Ríkisstjórnin er sú fjölmennasta í sögu Ísraelsríkis og verða ráðherrarnir 34 til 36. Það hefur sætt nokkurri gagnrýni í ljósi erfiðs efnahagsástands.
17.05.2020 - 15:27
Fyrsta andlátið í Nepal vegna COVID-19
Fyrsta andlátið í Nepal af völdum COVID-19 varð í dag. Það var 29 ára kona sem hafði nýlega eignast barn.
17.05.2020 - 02:10
Heimskviður
Ný heimsmynd rís á tímum kórónaveirunnar
Bandaríkin eru hnignandi veldi og Kína rísandi í nýrri heimsmynd sem er að verða til á tímum kórónaveirunnar. Þetta segir Vera Knútsdóttir, framkvæmdastjóri Félags Sameinuðu þjóðanna og Guðmundur Hálfdánarson, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, sem segir ennfremur að erfitt sé að sjá fyrir hvaða áhrif veiran hefur en að hún ætti að ýta undir meiri alþjóðahyggju.
16.05.2020 - 09:00
Fyrsta smitið í milljón manna flóttamannabúðum
Fyrsta COVID-19 smitið hefur greinst í stærstu flóttamannabúðum í heimi í Bangladess þar sem um milljón manns hafast við. Flóttamennirnir sem þar búa eru flestir rohingjafólk frá Mjanmar sem lagði á flótta vegna ofsókna í garð þessa minnihlutahóps múslima.
14.05.2020 - 23:35
Erlent · Asía · COVID-19
Neyðarástandi víða aflétt í Japan
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, tilkynnti í morgun að neyðarástandi sem lýst hefði verið yfir vegna krórónuveirufaraldursins hefði verið aflétt í 39 af 47 héruðum landsins.
14.05.2020 - 11:46
Öflugur fellibylur kominn að Filippseyjum
Öflugur fellibylur, kallaður Vongfong, nálgast nú Filippseyjar úr austri og er búist við að það fari að hvessa þar verulega í dag. Þetta er fyrsti fellibylurinn sem fer yfir Filippseyjar á þessu ári.
14.05.2020 - 09:04
Stjórn Netanjahús og Gantz tekur við í dag
Ný ríkisstjórn Benjamíns Netanhajús og Benny Gantz tekur við völdum í Ísrael í dag. Ríkisstjórnin var ekki auðmynduð en kosið var í Ísrael fjórum sinnum síðastliðið ár eftir að stjórnarmyndunartilraunir misheppnuðust endurtekið. Netanjahú tekur fyrst við forsætisráðherrastóli, en samkvæmt samkomulagi tekur Gantz síðan við því embætti eftir hálft annað ár.
14.05.2020 - 03:18
Mannfall meira í Kabúl en talið var
Tuttugu og fjórir létu lífið og sextán særðust í árásinni á sjúkrahúsið í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær. Varaheilbrigðisráðherra landsins greindi frá þessu í morgun, en áður höfðu stjórnvöld sagt að fjórtán hefðu fallið í árás hryðjuverkamanna á sjúkrahúsið.
13.05.2020 - 10:01
Jilin nánast lokað vegna nýrra kórónuveirusmita
Búið er nánast að loka borginni Jilin, í samnefndu héraði í norðausturhluta Kína, vegna nýrra kórónuveirusmita.
13.05.2020 - 08:41
Myndskeið
Ísraelsher reif niður heimili tveggja kvenna
Ísraelski herinn reif niður heimili tveggja kvenna nærri Ramallah í Palestínu í morgun eftir að dómstóll hafnaði beiðni um það yrði ekki rifið. Húsið var rifið vegna þess að sonur annars eigenda þess er sakaður um hafa myrt ísraelska stúlku.
Allir borgarbúar í Wuhan þurfa í sýnatöku
Yfirvöld í Wuhan í Kína, þar sem krórónuveiran greindist fyrst undir lok síðasta árs, ætla að taka sýni af öllum borgarbúum í ljósi nýrra kórónuveirusmita sem þar hafa greinst að undanförnu. Kínverskir ríkisfjölmiðlar greindu frá þessu í morgun.
12.05.2020 - 10:58
Árás á sjúkrahús í Kabúl
Vopnaðir menn réðust inn á sjúkrahús í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í morgun og hafa geisað þar bardagar milli þeirra og öryggissveita.
Endursýningar í fyrsta sinn í 45 ár
Kórónuveirufaraldurinn hefur valdið miklum röskunum í samfélaginu. Stofnanir hafa lokað, samgöngur á milli landa hafa nánast hætt og víða hefur verið lagt á útgöngubann. Meðal þess sem einnig hefur orðið fyrir miklu raski á faraldrinum er japanska teiknimyndaþáttaröðin Sazae-san. Hún er okkur Íslendingum kannski ekki að góðu kunn, en margar kynslóðir Japana þekkja hana vel.
12.05.2020 - 06:37
Plastverksmiðjan starfaði án leyfis yfirvalda
Starfsemi efnaverksmiðjunnar í indversku borginni Visakhapatnam þar sem gasleki varð minnst 12 að bana í síðustu viku var í leyfisleysi. Í yfirlýsingu LG Polymers, sem rekur verksmiðjuna, til indverskra yfirvalda í maí í fyrra segir að þar hafi framleisla haldið áfram þrátt fyrir að hún uppfyllti ekki tilskilin umhverfisleyfi stjórnvalda. 
12.05.2020 - 05:13
Erlent · Asía · Indland
Ekkert samfélagssmit í Kína í gær
Kínversk yfirvöld segja ekkert samfélagssmit hafa greinst í landinu í gær. Tugir greindust smitaðir um helgina. Aðeins einn greindist með sjúkdóminn í gær, og bar hann það með sér að utan. Í fyrradag greindust 17 smitaðir og 14 á laugardag. Það var í fyrsta sinn í rúma viku sem fjöldi greindra smita mældist í tveggja stafa tölu.
12.05.2020 - 04:51
Virðisaukaskattur þrefaldaður í Sádi-Arabíu
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu ætla að þrefalda virðisaukaskatt á vörur og þjónustu til að bregðast við efnahagslegum erfiðleikum af völdum COVID-19 farsóttarinnar. Fjárstyrkur til landsmanna verður felldur niður.
11.05.2020 - 17:59
Heimskviður
Ákærðir fyrir að hafa framið stríðsglæpi í Sýrlandi
Á dögunum hófust réttarhöld í Þýskalandi yfir tveimur mönnum frá Sýrlandi. Ákæruskjalið telur hundrað blaðsíður og eru mennirnir meðal annars ákærðir fyrir að pynta almenna borgara sem tóku þátt í mótmælum gegn stjórnvöldum. Þetta er fyrsta sinn sem réttað er yfir fulltrúum sýrlenskra stjórnvalda sem hafa margoft verið sökuð um stríðsglæpi. 
11.05.2020 - 07:00
Erlent · Asía · sýrland
Veiðiþjófar nýta mannfæðina í útgöngubanni
Einhyrndur nashyrningur var drepinn af í indverskum þjóðgarði í vikunni að sögn yfirvalda. Tegundin er einkar sjaldgæf. Veiðiþjófar hafa nýtt sér að fáir eru á ferli vegna kórónuveirufaraldursins. Dýrin hafa einnig notið góðs af því að færri eru á ferli og engin umferð um þjóðveginn við Kaziranga þjóðgarðinn í Assam héraði. Nashyrningarnir hafa hætt sér nær þjóðgarðsmörkunum, sem gerir þá að auðveldari skotmörkum fyrir veiðiþjófa að sögn yfirvalda. 
11.05.2020 - 06:27
Slys á heræfingu Írana varð tugum að bana
Slysaskot úr írönskum tundurspilli hæfði annað íranskt herskip og varð tugum að bana. Þetta er fullyrt í írönskum fjölmiðlum. Fréttamaður Al Jazeera í Teheran segir slysið hafa orðið í heræfingu Írana á Oman-hafi.
11.05.2020 - 04:28
Handtóku söngglaða mæðradagsmótmælendur
Stjórnarandstæðingar í Hong Kong efndu til mótmæla í dag. Þau voru hins vegar mjög ólík þeim fjölmennu mótmælum sem settu svip sinn á borgina á síðasta ári. Yfirvöld höfðu bannað mótmælagöngur og því brást fólk við með því að mótmæla í smærri hópum í verslunarmiðstöðvum. Óeirðarlögreglumenn þustu þá inn í miðstöðvarnar til að þagga niður í mótmælendum og handtaka þá.
10.05.2020 - 21:39
Næturklúbbum í Seúl lokað vegna hópsýkingar
Yfirvöld í Suður-Kóreu hafa lokað börum og næturklúbbum í Seúl að nýju eftir átján ný smit síðastu sólarhringa, sem öll tengjast næturlífinu í Seúl, höfuðborg landsins. Forsætisráðherra Suður-Kóreu segir von á fleiri aðgerðum til að koma í veg fyrir aðra bylgju faraldursins.
09.05.2020 - 11:59
Erlent · Asía · COVID-19
Lest ók yfir sofandi farandverkamenn á Indlandi
Sextán létu lífið á Indlandi eftir að lest ók yfir þá. Tveir til viðbótar slösuðust. Allir lágu þeir sofandi á lestarteinunum þegar lestin ók yfir þá. Hinir látnu voru í hópi farandverkamanna á leið heim í þorpið sitt eftir að hafa misst atvinnu sína í stálsmiðju vegna kórónuveirufaraldursins.
09.05.2020 - 07:51
Erlent · Asía · Indland
Hlutabréf hækka í Asíu og Evrópu
Hlutabréfavísitölur í kauphöllum í Evrópu hækkuðu í kringum eitt prósent í fyrstu viðskiptum dagsins í kjölfar nokkurrar hækkunar á Asíumarkaði, einkum í Japan. Þetta er talið til marks um að ýmissa tilslakana vegna COVID-19 farsóttarinnar sé farið að gæta á fjármálamarkaði.
08.05.2020 - 08:05