Asía

Nær hálf milljón Víetnama flýr yfirvofandi fellibyl
Stjórnvöld í Víetnam hafa gert um 460.000 manns að yfirgefa heimili sín og koma sér í öruggt skjól vegna yfirvofandi ofsaveðurs. Fellibylurinn Vamco, sem varð minnst 42 að fjörtjóni á Filippseyjum í vikunni og eyðilagði eða stórskemmdi yfir 300.000 heimili á Luzon-eyju, er byrjaður að láta til sín taka við strönd Víetnams, þar sem hann mun ganga á land með morgninum.
15.11.2020 - 04:07
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Víetnam · Filippseyjar · fellibylur
Ísraelar myrtu Al-Kaída-mann í Íran fyrir Bandaríkin
Útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad myrtu háttsettan leiðtoga hryðjuverkanetsins Al-Kaída á götu í Teheran, höfuðborg Írans í ágúst síðastliðnum, að undirlagi bandarískra stjórnvalda. Með honum var dóttir hans, sem líka var skotin til bana. Þetta hefur New York Times eftir ónafngreindum heimildarmönnum innan bandarísku leyniþjónustunnar.
14.11.2020 - 07:16
42 fórust á Filippseyjum og þúsundir enn í vanda
Minnst 42 létu lífið þegar fellibylurinn Vamco gekk yfir Filippseyjar í vikunni og björgunarstörfum er langt í frá lokið. Strandgæsla, her, slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar keppast enn við að bjarga þúsundum íbúa Kagajan-héraðs á norðurodda Luzoneyju, sem komast hvorki lönd né strönd vegna flóða í kjölfar fellibylsins. Wamco var þriðji fellibylurinn sem skall á Filippseyjum á þremur vikum, en sá 21. og jafnframt sá mannskæðasti á árinu.
14.11.2020 - 04:09
Biðja Bandaríkjamenn að halda sig í Afganistan
Frönsk stjórnvöld ætla að fara þess á leit við bandarísk yfirvöld að þau kalli herlið sitt ekki heim frá Afganistan eða Írak. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undanfarið dregið mjög úr fjölda hermanna í Afganistan og við það eru Frakkar ekki sáttir.
Kínverjar sendu Biden hamingjuóskir
Kínverjar hafa sent Joe Biden, nýkjörnum forseta Bandaríkjanna, hamingjuóskir, nærri viku eftir að fjölmiðlar vestanhafs lýstu hann sigurvegara kosninganna.
Flokkur Suu Kyi sigraði í Mjanmar
Lýðræðisfylkingin, flokkur Aung San Suu Kyi, leiðtoga Mjanmar, sigraði í þingkosningunum sem fram fóru í landinu um síðustu helgi og hefur tryggt sér hreinan meirihluta á þingi þótt enn eigi eftir telja hluta atkvæða.
13.11.2020 - 08:21
Erlent · Asía · Mjanmar
TikTok ekki bannað um sinn
Enn hefur fyrirhuguðu banni ríkisstjórnar Donald Trumps Bandaríkjaforseta á kínverska samfélagsmiðlinum TikTok verið frestað. Forsetinn segir forritið ógn við þjóðaröryggi en illa gengur að meina um 100 milljón notendum aðgang að því vestanhafs.
Minnst 14 látin í flóðum og skriðum á Filippseyjum
Fellibylurinn Vamco, sem herjað hefur á Luzon-eyju, stærstu eyju Filippseyja síðustu daga, hefur kostað minnst 14 mannslíf, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum, og minnst jafnmargra er saknað. Talsmaður almannavarna upplýsti að enn gæti fjölgað í þessum hópi, og raunar hefur herinn, sem staðið hefur í ströngu í björgunarstörfum, sagt að 39 séu látin og 22 saknað.
13.11.2020 - 06:33
Fyrsta tap Emirates í þrjá áratugi
Arabíska flugfélagið Emirates, sem gert er út í Dúbaí, tilkynnti í dag að tap á rekstrinum á öðrum og þriðja ársfjórðungi hafi numið 3,4 milljörðum dollara. Þetta er í fyrsta sinn í meira en þrjá áratugi sem fyrirtækið er rekið með tapi.
Rússar og Tyrkir ræða sameiginlegt eftirlit
Rússnesk sendinefnd er væntanleg til Tyrklands til að ræða sameiginlegt eftirlit með vopnahléi Armena og Asera. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun.
12.11.2020 - 09:03
Mikil flóð eftir þriðja fellibylinn á þremur vikum
Mikil flóð eru nú í og við Manila, höfuðborg Filippseyja, eftir að fellibylurinn Vamco fór þar yfir með stólparok og steypiregn. Fjöldi fólks forðaði sér upp á húsþök og kemst hvergi þar sem heilu hverfin mara í hálfu kafi. Yfirvöld vara við hættu á frekari flóðum, aurskriðum og mögulega sjávarflóðum í Manila og nágrenni, þar sem yfir 12 milljónir manna búa.
12.11.2020 - 06:23
Var forsætisráðherra í meira en hálfa öld
Khalifa bin Salman al-Khalifa prins, forsætisráðherra Barein, er látinn 84 ára að aldri. Enginn hefur setið lengur í embætti forsætisráðherra en Khalifa prins, en hann gegndi þeim starfa í rúma hálfa öld frá því í janúar 1970 eða áður en Barein hlaut sjálfstæði árið 1971.
11.11.2020 - 09:58
Erlent · Asía · Barein
Hong Kong-þingmenn reknir vegna skorts á föðurlandsást
Kínversk stjórnvöld samþykktu í morgun lög sem kveða á um að föðurlandsást skuli vera ófrávíkjanleg skylda þingmanna í Hong Kong og skilyrði fyrir áframhaldandi setu þeirra á þingi þessa fyrrverandi sjálfstjórnarhéraðs. Lögin höfðu ekki fyrr öðlast gildi en stjórnvöld í Hong Kong sviptu fjóra þingmenn lýðræðis- og sjálfstæðissinna þingsætum sínum.
11.11.2020 - 06:37
Erlent · Asía · Stjórnmál · Hong Kong · Kína
Saeb Erekat sagði stuðning Íslendinga skipta máli
Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna, sem lést í dag sagði í VIðtalinu árið 2008 að stuðningur Íslendinga við málstað Palestínumanna skipti máli. Erekat lést af völdum COVID-19. Erekat var einn þekktasti talsmaður Palestínumanna og tók þátt í nær öllum friðarviðræðum við Ísrael frá árinu 1991. Hann kom til Íslands árið 2008 í fylgd Mahmoud Abbas, þáverandi og núverandi forseta Palestínu. Hann var gestur Boga Ágústssonar og Karls Sigtryggssonar í lok apríl 2008.
Erdogan sendir Joe Biden hamingjuóskir
Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, sendi Joe Biden hamingjuóskir í dag fyrir að hafa sigrað Donald Trump í forsetakosningunum fyrir viku. Jafnframt óskaði hann bandarísku þjóðinni friðar og velsældar og kvaðst vonast til þess að Tyrkir og Bandaríkjamenn ættu eftir að vinna náið saman í framtíðinni.
Mikil reiði í Armeníu vegna samkomulagsins
Mikil reiði er í Armeníu eftir að tilkynnt var í gærkvöld að forsætisráðherra landsins hefði undirritað samkomulag um vopnahlé við Aserbaísjan. Litið er á samkomulagið sem mikinn sigur fyrir Asera.
10.11.2020 - 12:05
Saeb Erekat látinn
Saeb Erekat, aðalsamningamaður Palestínumanna, er látinn 65 ára að aldri. Fatah-samtökin greindu frá þessu í morgun.
10.11.2020 - 10:14
Samkomulag um stríðslok í Nagorno-Karabakh
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu segist hafa undirritað sársaukafullt samkomulag við Rússa og Asera um stríðslok í Nagorno-Karabakh. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á Facebooksíðu hans. Hann sagði undirritunina hafa verið óbærilega erfiða fyirr sig persónulega og fyrir þjóðina. Ilham Aliyev, forseti Aserbaísjans, segir Asera hafa neytt Pashinyan til að skrifa undir og samningurinn þýði í raun uppgjöf hans.
10.11.2020 - 00:47
Hart barist í Nagorno-Karabakh
Forseti Asera lýsti því yfir í sjónvarpsávarpi í dag að her landsins hafi náð völdum í Shusha, eða Shushi, næst stærstu borg Nagorno-Karabakh. Armenskir aðskilnaðarsinnar segja það þvætting, og átök séu enn um yfirráð borgarinnar.
09.11.2020 - 01:35
Flóttamaður óskar hælis í Suður-Kóreu
Norður-Kóreumaður sem flýði til Suður-Kóreu í gær hefur óskað þar hælis. Embættismenn í Seoul greindu frá þessu í morgun.
05.11.2020 - 09:15
Banvæn sprenging í efnageymslu á Indlandi
Minnst tólf eru látnir eftir að efnageymsla hrundi af völdum mikillar sprengingar á vestanverðu Indlandi í gær. Að sögn Al Jazeera fréttastofunnar varð sprengingin í útjaðri Ahmedabad í Gujarat héraði. Haft er eftir slökkviliðsmanni að fimm konur hafi verið meðal hinna látnu, og níu hafi verið fluttir á sjúkrahús eftir slysið.
05.11.2020 - 04:35
Erlent · Asía · Indland
Var bjargað 91 klukkustund eftir skjálftann
Fjögurra ára stúlku, Ayda Gezgin, var í morgun bjargað úr rústum húss sem hrundi í Izmir í Tyrklandi á föstudag þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir vestanvert landið.
03.11.2020 - 08:42
Erlent · Asía · Tyrkland
Árás á háskólann í Kabúl
Að minnsta kosti 25 féllu eða særðust í árás á háskólann í Kabúl í Afganistan í dag. Þrír menn voru að verki, að sögn talsmanns innanríkisráðuneytisins. Einn sprengdi sig í loft upp og tveir félagar hans réðust þá inn í skólann og létu skothríðina dynja á fólki. Eftir nokkurra klukkustunda umsátur skutu öryggisverðir árásarmennina til bana.
02.11.2020 - 13:26
Macron áfram mótmælt í Bangladess
Tugir þúsunda manna tóku þátt í mótmælum í Dhaka, höfuðborg Bangladess í morgun og beindust þau gegn Emmanuel Macron, forseta Frakklands, vegna ummæla hans um skopmyndir af spámanninum Múhameð. Lögregla segir að mótmælendur hafi verið að minnsta kosti 50.000.
02.11.2020 - 10:54
Barni bjargað úr rústum í Izmir
Þriggja ára stúlku var bjargað lifandi úr rústum fjölbýlishúss sem hrundi í jarðskjálfta í tyrknesku borginni Izmir á föstudag. Móður stúlkunnar og þremur systkinum var bjargað í fyrradag.
02.11.2020 - 08:21
Erlent · Asía · Evrópa · Tyrkland · Grikkland