Asía

Tyrkneskur stjórnarandstöðuþingmaður handtekinn
Lögregla í Tyrklandi handtók stjórnarandstöðuþingmanninn Ömer Faruk Gergerlioğlu og færði hann í gæsluvarðhald, eftir að dómstóll dæmdi hann til fangelsisvistar fyrir hryðjuverkastarfsemi. Hryðjuverk þingmannsins fólst í nokkrum færslum á twitter, sem ekki voru ráðandi öflum að skapi. Ríkisstjórn Tyrklands krefst þess að flokkur Gergerlioğlus, Demókrataflokkurinn, verði leystur upp og bannaður.
03.04.2021 - 05:42
Ákæra byggingaverkstjóra vegna mannskæðs lestarslyss
Saksóknari í Hualien-héraði á Taívan hefur farið fram á handtöku verkstjóra á byggingarsvæði við lestargöng, þar sem yfir fimmtíu manns fórust þegar vörubíll rann í veg fyrir lestina í gær, rétt í þann mund sem lestin ók inn í göngin.
03.04.2021 - 01:53
Erlent · Asía · Taívan
Aflétta refsiaðgerðum gegn Alþjóða sakamáladómstólnum
Bandarísk stjórnvöld hafa aflétt refsiaðgerðum þeim, sem ríkisstjórn Donalds Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, innleiddi gagnvart aðalsaksóknara Alþjóða sakamáladómstólsins í Haag. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, greindi frá þessu í dag. Segir hann núverandi stjórnvöld aflétta refsiaðgerðunum þar sem þær séu hvort tveggja ranglátar og gagnslausar.
Tugir létu lífið í lestarslysi á Taívan
Tugir fórust og enn fleiri slösuðust þegar farþegalest fór út af sporinu á Taívan í morgun. Samkvæmt nýjustu upplýsingum viðbragðsaðlia á vettvangi hefur 41 farþegi verið úrskurðaður látinn og minnst 72 enn innilokaðir í lestinni. 66 farþegar hafa verið fluttir á sjúkrahús en ekkert hefur verið gefið upp um líðan þeirra.
02.04.2021 - 05:14
Erlent · Asía · Taívan
Níu þekktar baráttumanneskjur fyrir lýðræði dæmdar
Níu þekktir og þrautreyndir andófsmenn í Hong Kong voru í morgun dæmdir fyrir sinn þátt í að skipuleggja og taka þátt í ólöglegum samkomum, þar á meðal einni fjölmennustu mótmælasamkomu í sögu borgarinnar í ágúst 2019. Í hópnum eru bæði karlar og konur. Sjö þeirra voru sakfelld í réttarsal í morgun en tveir höfðu þegar játað sekt sína. Öll níu eiga yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi.
Bóluefni berst til Jemen
Fyrstu skammtar bóluefnis við COVID-19 hafa verið sendir til Jemen í gegnum Covax-áætlunina sem tryggja á fátækum ríkjum aðgang að bóluefni. Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna greindi frá þessu í morgun.
31.03.2021 - 08:49
Bandarískir erindrekar kallaðir heim
Stjórnvöld í Washington fyrirskipuðu í morgun að allir bandarískir erindrekar í Mjanmar skyldu sendir heim sem ekki þyrftu að vera þar af brýnni nauðsyn.
31.03.2021 - 08:32
Frumskógi á stærð við Holland eytt í fyrra
Ósnortinn frumskógur á stærð við Holland var brenndur eða ruddur á síðasta ári og jókst skógareyðing um tólf prósent á milli ára, þrátt fyrir samdrátt í hagkerfum heimsins vegna kórónaveirufaraldursins. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Heimsauðlindastofnunarinnar, sjálfstæðrar, alþjóðlegrar rannsóknarstofnunar á sviði umhverfis- og auðlindamála. Samkvæmt henni eyddu menn ósnortnum frumskógi á um 42.000 ferkílómetrum lands í fyrra.
Boða samstöðu gegn herforingjastjórninni
Þrenn vopnuð samtök minnihlutahópa í Mjanmar sendu frá sér yfirlýsingu í morgun þar sem þau hvöttu herforingjastjórnina til að hætta að beita skotvopnum gegn mótmælendum og beita sér fyrir pólitískri lausn á ástandinu í landinu.
30.03.2021 - 08:44
Erlent · Asía · Mjanmar
Leðurblökur líklegasti valdur COVID-19
Mestar líkur eru á að kórónuveiran sem veldur COVID-19 hafi borist úr leðurblökum yfir í annað dýr, og þaðan í menn. Þetta er niðurstaða skýrslu sérfræðinga Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar og starfssystkina þeirra í Kína. Nánast engar líkur eru á að veiran hafi orðið til á rannsóknarstofu.
30.03.2021 - 06:38
Kínverjar herða tökin á héraðsþingi Hong Kong
Kínverska þingið samþykkti í morgun gagngerar breytingar á kosningakerfi Hong Kong. Breytingarnar felast í því að færri þingmenn eru kjörnir af íbúum héraðsins, á meðan meirihluti þingmanna er valinn eftir gaumgæfilega athugun nefndar á vegum kínversku stjórnarinnar.
30.03.2021 - 06:16
Erlent · Asía · Stjórnmál · Kína · Hong Kong
Mikill eldur í olíuhreinsistöð á Jövu
Gríðarlegur eldur logar í Balongan olíuhreinsistöðinni á Jövu í Indónesíu. Hún er ein hin stærsta í landinu. Öflug sprenging kvað við í stöðinni í dag og í kjölfarið breiddist út mikill eldur.
29.03.2021 - 10:38
200 milljarðar í „íþróttaþvott“ Sádí-Araba
Stjórnvöld í Sádi-Arabíu hafa varið andvirði hátt í tvö hundruð milljarða króna í íþróttaviðburði og auglýsingasamninga til að bæta ímynd sína og draga athyglina frá mannréttindabrotum. Þetta er niðurstaða rannsóknar á vegum mannréttindasamtakanna Grant Liberty.
28.03.2021 - 18:11
Íran og Kína undirrita 25 ára samstarfssamning
Utanríkisráðherrar Kína og Írans undirrituðu í gær samstarfssamning á milli ríkjanna til 25 ára. Samningsgerðin hófst eftir opinbera heimsókn Xi Jinping, forseta Kína, til Írans árið 2016. Samþykkt var að meira en tífalda viðskipti á milli ríkjanna á næsta áratug.
28.03.2021 - 07:49
Erlent · Asía · Stjórnmál · Íran · Kína
Herforingjaráð tólf ríkja fordæma herstjórn Mjanmars
Herforingjaráð tólf ríkja sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem framferði herstjórnarinnar í Mjanmar er fordæmt. Meðal ríkjanna sem undirrita yfirlýsinguna eru Bandaríkin, Bretland, Japan og Ástralía.
28.03.2021 - 07:11
Bandaríkjamenn og Kanadamaður beitt viðskiptaþvingunum
Kínversk stjórnvöld bættu í gær tveimur Bandaríkjamönnum, Kanadamanni og kanadískri þingnefnd við þá sem þegar eru beittir viðskiptaþvingunum. AFP fréttastofan greinir frá. Þvinganirnar eru í hefndarskyni vegna viðskiptaþvingana sem Bandaríkin og Kanada lögðu á einstaklinga og stofnanir í Kína vegna framkomu stjórnvalda í garð Úígúra. 
28.03.2021 - 03:16
Myndskeið
Blóðugasti dagurinn í Mjanmar frá valdaráninu
Þrátt fyrir aðvarnir herforingjastjórnarinnar í Mjanmar fjölmenntu andstæðingar hennar á mótmælasamkomur víða um landið í dag. Herinn lét sverfa til stáls og talið er að fleiri en níutíu hafi verið myrtir í dag, þeirra á meðal fimm ára drengur.
27.03.2021 - 19:40
Herinn sýndi mátt sinn í Mjanmar
Fjöldi mótmælenda var skotinn til bana í Mjanmar í dag þar sem herinn sýndi mátt sinn og megin á árlegum degi til heiðurs hans í landinu. Herinn varaði við því í aðdraganda umfangsmikillar hersýningar að lýðræðissinnar gætu átt hættu á að vera skotnir af færi ef þeir héldu mótmælum gegn valdaráninu áfram.
27.03.2021 - 07:47
Segir Bandaríkjaforseta hata Norður-Kóreu
Einn stjórnenda flugskeytaáætlunar Norður-Kóreu sakar Bandaríkjaforseta um djúpstætt hatur í garð ríkisins. Joe Biden varaði Norður-Kóreu við því á fimmtudag að ef ríkið færði flugskeytatilraunir sínar upp á skaftið yrði þeim svarað í sömu mynt. Kallað hefur verið eftir aukafundi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna vegna málsins.
27.03.2021 - 07:11
Kínverski flugherinn sýnir klærnar yfir Taívan
Varnarmálaráðuneytið í Taívan segir tuttugu kínverskar herþotur hafa flogið inn í lofthelgi Taívans í gær. Taívan sendi eigin herþotur á loft til þess að bægja þeim kínversku frá. Þetta er mesti ágangur kínverska hersins síðan taívanska varnarmálaráðuneytið byrjaði að gefa daglega skýrslu um veru kínverska flughersins í lofthelgi þeirra.
27.03.2021 - 04:51
Erlent · Asía · Kína · Taívan
Nýjum stýriflaugum skotið frá Norður-Kóreu
Þær fregnir bárust frá Norður-Kóreu í gær að flugskeytin sem skotið var frá landinu í gærmorgun hafi verið af nýrri tegund stýriflauga. Tæpt ár er síðan sprengiflaug var síðast skotið í tilraunaskyni frá Norður-Kóreu. Talið er að tilraunirnar séu til þess að ögra Bandaríkjunum og nágrönnunum í Suður-Kóreu.
26.03.2021 - 06:23
Kínverjar beita Breta viðskiptaþvingunum
Kínversk stjórnvöld tilkynntu fyrir skömmu að níu breskir einstaklingar og fjögur fyrirtæki verði beitt viðskiptaþvingunum fyrir útbreiðslu lyga og misvísandi upplýsinga um meðferð stjórnvalda á Úígúrum. AFP fréttastofan greinir frá.
26.03.2021 - 03:08
Erlent · Asía · Kína · Bretland · Úígúrar
Heimsglugginn: Deilur um útflutning á bóluefni
Deilur um útflutning bóluefna frá ríkjum Evrópusambandsins hafa valdið titringi í sambúð ESB ríkja við granna sína, einkum Breta. Þórunn Elísabet Bogadóttir og Bogi Ágústsson ræddu þá flóknu stöðu sem upp er kominn eftir að framkvæmdastjórn ESB lagði til verulegar takmarkanir á útflutningi bóluefna.
Reynt að losa skipið af strandstað
Á háflæði í morgun var byrjað að reyna að losa flutningaskipið Ever Given sem strandaði í Súesskurði og stöðvaði þar skipaferðir. Fregnir herma að fimm dráttarbátar hafi verið við skipið í morgun.
25.03.2021 - 08:33
Sprengiflaugar Norður-Kóreu lentu í Japanshafi
Tveimur flugskeytum var skotið í Japanshaf frá Norður-Kóreu í nótt. Grunur leikur á að þær hafi verið sprengjuflaugar. Tveimur skammdrægum flaugum var skotið tveimur skammdræmum flaugum á sunnudag að sögn suðurkóreska hersins.
25.03.2021 - 04:53