Asía

Heimskviður
Óttast meiri vígbúnað eftir úrsögn afvopnunarsaminga
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur dregið Bandaríkin úr þremur afvopnunarsamningum síðan hann var kosinn forseti - og reyndar fleiri samningum ef út í það er farið. Rússar koma að öllum þessum samningum, en ástæðuna fyrir úrsögninni má aðeins að litlum hluta rekja til þeirra. Trump er þar að hugsa fyrst og fremst um samkeppni við annað stórveldi. En þessi atburðarrás getur líka haft áhrif í alþjóðasamfélaginu.
30.05.2020 - 07:31
Hreyflar snertu flugbraut í fyrri tilraun
Flugmenn farþegavélarinnar sem hrapaði í Karachi í Pakistan í síðustu viku voru búnir að gera tilraun til að lenda skömmu fyrir slysið en urðu að hætta við.
29.05.2020 - 08:52
Erlent · Asía · Pakistan
Nissan lokar í Barcelona
Japanski bílaframleiðandinn Nissan ætlar að loka verksmiðju sinni í Barcelona þrátt fyrir tilraunir spænskra stjórnvalda til að tryggja þar áfram starfsemi.
28.05.2020 - 09:28
Erlent · Asía · Evrópa · Spánn · Japan
Takmarkanir innleiddar á ný í Suður-Kóreu
Takmarkanir til að hefta útbreiðslu kórónuveiru hafa verið innleiddar á ný í Suður-Kóreu, en tugir greindust þar smitaðir síðasta sólarhring. Heilbrigðisráðherra landsins segir mögulegt að gripið verði enn strangari aðgerða ef ekki verði lát á. 
28.05.2020 - 08:17
Stjórnvöld í Kabúl vilja lengra vopnahlé
Allt var með kyrrum kjörum í Afganistan í morgun þótt þriggja daga einhliða vopnahlé Talibana hefði runnið út í gær.
27.05.2020 - 09:11
Hitabylgja og óáran á Indlandi
Hitabylgja er nú yfir Indlandi og í gær komst hitinn í 50 stig á Celsíus í Churu í Rajastan-fylki þar sem hann varð mestur.
27.05.2020 - 08:55
Lögregluvörður við þinghúsið í Hong Kong
Öflugur lögregluvörður var allt í kringum þinghúsið í Hong Kong í morgun til að hindra mótmæli vegna umdeilds frumvarps sem bannar að kínverska þjóðsöngnum sé sýnd lítilsvirðing.
27.05.2020 - 08:14
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Heimskviður
Þúsundum kínverskra barna rænt ár hvert
Fjölmiðlar í Kína, og víðar, fylgdust í síðustu viku með langþráðum endurfundum ungs manns og foreldra hans. Þau höfðu ekki hist í 32 ár eða frá því að syninum var rænt þegar hann var tveggja ára. Þúsundum barna er rænt á hverju ári í Kína, og þau ganga kaupum og sölum.
27.05.2020 - 08:00
Erlent · Asía · Rás 1 · Kína
Fleiri Talibönum sleppt í dag
Stjórnvöld í Afganistan ætla að sleppa 900 Talibönum í dag á þriðja og síðasta degi vopnahlés samtakanna.
26.05.2020 - 08:22
Hundrað talibönum sleppt úr fangelsi
Yfirvöld í Afganistan slepptu í dag eitt hundrað talibönum úr fangelsi að launum fyrir að talibanar hafa lýst yfir þriggja sólarhringa vopnahléi í tilefni af upphafi Eid al-Fitr hátíðarinnar. Þetta er einungis í annað sinn í tæplega nítján ára ófriði milli talibana og stjórnvalda sem þeir fyrrnefndu fallast á vopnahlé. Það hefur verið virt síðustu tvo sólarhringa.
25.05.2020 - 13:36
Neyðarástandi aflétt í Japan
Neyðarástandi vegna kórónuveirufaraldursins í Japan var aflétt í dag. Varað er við því að smit kunni að aukast að nýju verði ekki farið að öllu með gát. Shinzo Abe forsætisráðherra tilkynnti á fréttamannafundi sem var sjónvarpað um allt land að svo góður árangur hefði náðst í baráttunni við veiruna að óhætt væri að aflétta neyðarástandinu.
25.05.2020 - 11:52
Vilja að lög um Hong Kong taki þegar gildi
Stjórnvöld í Peking segja nauðsynlegt að ný öryggislög varðandi Hong Kong taki gildi án tafar. Samþykkt laganna varð kveikjan að miklum mótmælum í héraðinu um helgina. Lýðræðissinnar í Hong Kong óttast að lögin skerði frelsi þeirra og réttindi.
24.05.2020 - 23:53
Erlent · Asía · Stjórnmál · Kína · Hong Kong
Hljóð
Beittu táragasi og vatnsþrýstibyssum gegn mótmælendum
Lögreglan í Hong Kong beitti táragasi og vatnsþrýstibyssum gegn mótmælendum í Hong Kong í morgun. Þúsundir komu saman miðborginni til þess að mótmæla nýjum lögum sem kínverska þingið kynnti fyrir helgi.
24.05.2020 - 12:18
Þrjár veirur úr leðurblökum voru til rannsóknar í Wuhan
Veirufræðistofnunin í Wuhan var með þrjár kórónuveirur úr leðurblökum til rannsóknar þegar faraldurinn fór af stað í desember í fyrra. Engin þeirra væri þó tengd þeirri sem veldur COVID-19. Wang Yanyi, stjórnandi stofnunarinnar, segir stofnunina hafa fengið sýni af nýju veirunni 30. desember.
24.05.2020 - 07:41
Lýsir ópum og örvæntingu um borð
Annar þeirra sem komst lífs af úr flugslysinu í Pakistan í gær lýsir skelfingu og örvæntingu um borð í myndbandi sem gengur um samfélagsmiðla. Mohammad Zubair segist hafa verið umkringdur logum þegar hann komst til meðvitundar eftir hrapið. Eldurinn var allt um kring, og engin manneskja sjáanleg. Hann kveðst þó hafa heyrt grátur barna og fullorðinna.
23.05.2020 - 07:52
Erlent · Asía · Pakistan
Tveir komust lífs af úr flugslysinu í Pakistan
Allir nema tveir af þeim 99 sem voru um borð í farþegaflugvél sem hrapaði í Karachi í Pakistan í gær eru látnir. Búið er að finna alla sem voru um borð, og vinna yfirvöld nú að því að bera kennsl á líkin. 
23.05.2020 - 06:19
Erlent · Asía · Pakistan
Myndskeið
Segja tvo farþega hafa lifað flugslysið af
Óttast er að fáir hafi komist lífs af eftir að farþegaþota með um 100 manns um borð fórst í Karachi í Pakistan í morgun. Flugstjórinn sendi út neyðarkall skömmu áður en þotan hrapaði. Minnst 73 eru látin en heilbrigðisyfirvöld í Pakistan segja að tveir farþegar hafi komist lífs af.
22.05.2020 - 19:52
Erlent · Asía · Pakistan · flugslys · Airbus
Enginn komst lífs af í flugslysi í Pakistan
Enginn komst lífs af þegar farþegaþota frá Pakistan International Airlines fórst í dag í aðflugi við flugvöllinn í Karachi í Pakistan. Hún var að koma frá borginni Lahore. Þotan brotlenti í íbúðahverfi. Nokkur hús eyðilögðust.
22.05.2020 - 13:05
Erlent · Asía · flugslys · Pakistan
Lög um öryggi Hong Kong samþykkt í Kína
Ný löggjöf um öryggismál í Hong Kong var samþykkt án umræðu á kínverska þinginu í morgun. Lýðræðissinnar í Hong Kong hafa þegar boðað til mótmæla vegna þessa. Þeir telja lögin eiga eftir að skerða réttindi íbúa héraðsins.
22.05.2020 - 05:35
Erlent · Asía · Stjórnmál · Kína · Hong Kong
Óttast að ný lög þýði endalok Hong Kong
Lýðræðissinnar í Hong Kong óttast að ný lög sem kínversk stjórnvöld hyggjast ræða um á morgun marki endalok Hong Kong í núverandi mynd. Kínverska þingið ætlar að ræða lög sem banna uppreisnaráróður og niðurrifsstarfsemi. Meðmælendur frumvarpsins segja það nauðsynlegt til þess að stemma stigu við ofbeldisfullum mótmælum líkum þeim sem urðu í fyrra. Andstæðingar óttast á móti að lögin verði notuð til þess að hafa af þeim grundvallar réttindi. 
22.05.2020 - 00:25
Erlent · Asía · Stjórnmál · Hong Kong · Kína
84 látnir af völdum Amphan
Fellibylurinn Amphan, sem gekk yfir austurhluta Indlands og Bangladess í gærkvöld, varð að minnsta kosti 84 að bana. Þúsundir hafa misst heimili sín.
21.05.2020 - 12:24
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður
Fjöldi látinn af völdum fellibylsins Amphan
Minnst fjórtán eru látnir af völdum fellibylsins Amphan sem gengur yfir austurströnd Indlands og Bangladess. Þúsundir heimila eru rústir einar eftir veðurofsann. Mamata Banerjee, héraðsstjóri Vestur-Bengals, sagði fréttamönnum í gær að ástandið væri enn verra en kórónuveirufaraldurinn.
21.05.2020 - 05:13
Erlent · Asía · Hamfarir · Indland · Bangladess
Fellibylurinn Amphan nær landi
Fellibylurinn Amphan er farinn að láta til sín taka á Indlandi. Þegar hann náði inn á austurströnd landsins í dag var vindhraðinn 53 metrar á sekúndu. Miðja óveðursins var þá yfir Sagar-eyju undan ströndinni.
20.05.2020 - 17:43
Erlent · Asía · Veður · Indland
Netanyahu ber að mæta fyrir rétt
Dómstóll í Jerúsalem hefur synjað beiðni Benjamins Netanyahus forsætisráðherra um að fá að sleppa við að mæta fyrir rétt á sunnudag þegar honum verða formlega birtar ákærur vegna spillingarmála.
20.05.2020 - 17:34
Árás Talibana á Kunduz hrundið
Afganska stjórnarhernum tókst í nótt að stöðva árás Talibana á borgina Kunduz í norðurhluta landsins. Afganska varnarmálaráðuneytið greindi frá þessu í morgun
19.05.2020 - 09:07