Asía

Biden til varnar Taívan
Bandaríkin kæmu Taívan til varnar og væru tilbúin til að beita herstyrk sínum, gerði Kína innrás í landið. Joe Biden Bandaríkjaforseti lýsti þessu yfir í Tokyo í morgun á fréttamannafundi með Fumio Kishida forsætisráðherra Japans, á öðrum degi heimsóknar sinnar til Japans.
23.05.2022 - 08:00
Telja mannfall Rússa svipað og var í Afganistan
Leyniþjónusta Bretlands telur að mannfall meðal Rússa í Úkraínu jafnist á við það sem var meðan á níu ára styrjöld stóð í Afganistan. Meirihluti þingmanna á þingi Úkraínu hefur ákveðið að banna notkun bókstafanna V og Z á opinberum vettvangi.
Albanese tekinn við sem forsætisráðherra Ástralíu
Anthony Albanese er tekinn við sem forsætisráðherra Ástralíu. Hann sór embættiseið við hátíðlega athöfn í þinghúsinu í höfuðborginni Canberra á mánudagsmorgni að staðartíma. Hann heldur umsvifalaust til Japans til að taka þátt í fjögurra ríkja ráðstefnu.
23.05.2022 - 04:00
„Við hækkum bara róminn og berjumst áfram“
Afganskar sjónvarpskonur heita því að berjast áfram fyrir réttindum sínum. Talibanar hafa fyrirskipað þeim að hylja andlit sitt í útsendingu. Karlmenn sem starfa við afganskar sjónvarpsstöðvar sýndu konunum stuðning í verki.
23.05.2022 - 01:20
Nokkrar tilslakanir í Shanghai
Almenningssamgöngur hófust að hluta til í kínversku borginni Shanghai í morgun. Það er til marks um að lífið þar sé smám saman að færast í fyrra horf eftir nærri tveggja mánaða einangrun vegna útbreiðslu COVID-19.
22.05.2022 - 23:00
Fjögurra ríkja ráðstefna hefst í Japan á þriðjudag
Bandaríkjaforseti heldur í dag til fundar við ráðamenn í Japan. Hann er á ferð um Asíu til þess að treysta böndin og tryggja ítök Bandaríkjanna í álfunni. Nýkjörinn forsætisráðherra Ástralíu hyggst eftir helgina funda einslega með Bandaríkjaforseta auk leiðtoga Japans og Indlands í tengslum við ráðstefnu ríkjanna.
Eingöngu konur við stjórnvöl sádíarabískrar farþegaþotu
Fyrsta flugferð sádíarabísks flugfélags þar sem eingöngu konur eru við stjórnvölinn er að baki. Yfirvöld greindu frá þessu í dag og sögðu ferðina merkan áfanga til valdeflingar kvenna í konungdæminu sem þekkt er fyrir íhaldssemi.
22.05.2022 - 01:10
Hefur boðið Kínverjum og Norður-Kóreumönnum bóluefni
Joe Biden Bandaríkjaforseti segist hafa boðið stjórnvöldum í Norður-Kóreu og Kína bóluefni gegn COVID-19. Útbreiðsla faraldursins er sérstaklega mikil í Norður-Kóreu um þessar mundir og sérfræðingar telja bágborið heilbrigðiskerfi þess lítt ráða við sýnatökur, greiningar og meðferð af þeirri stærðargráðu sem við blasi.
21.05.2022 - 10:45
Heimsglugginn
Sjötta hvert dauðsfall vegna mengunar
Skýrsla the Lancet Commission bendir til þess að dauðsföll vegna megnunar hafi verið vanmetin. Í skýrslunni segir að rekja megi sjötta hvert dauðsfall í heiminum árið 2019 til mengunar, langmest loftmengunar. 
19.05.2022 - 10:06
Hútar í Jemen íhuga framlengingu vopnahléssamnings
Uppreisnarmenn Húta í Jemen íhuga nú hvort þeir séu tilbúnir að framlengja vopnahléssamning þann sem Sameinuðu þjóðirnar komu á við stjórnvöld í landinu. Samningurinn tók gildi í byrjun apríl og var ætlað að gilda í tvo mánuði eða til 2. júní.
Talibanastjórnin leggur niður nokkrar stofnanir
Leiðtogar talibanastjórnarinnar í Afganistan greindu í gær frá þeirri ákvörðun sinni að leggja niður fimm stofnanir sem þeir telja ónauðsynlegar. Þeirra á meðal er mannréttindaskrifstofa landsins.
Um það bil 1,7 milljón Norður-Kóreumanna með COVID-19
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu kennir leti og vanrækslu embættismanna um sífellt aukna útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Nú eru skráð tilfelli COVID-19 komin í 1,7 milljónir.
Japan opnað fyrir ferðamönnum á ný - til reynslu
Stjórnvöld í Japan hyggjast heimila „prufu-ferðamennsku“ á næstu dögum, áður en opnað verður almennt fyrir komu ferðafólks frá útlöndum. Japan var lokað fyrir komu fólks frá öðrum löndum skömmu eftir að neyðarástandi vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar var lýst yfir í landinu snemma árs 2020.
17.05.2022 - 06:46
Setur sig ekki upp á móti NATO-aðild Finna og Svía
Vladimír Pútín Rússlandsforseti virðist hafa skipt um skoðun varðandi áform Finna og Svía um að ganga í Atlantshafsbandalagið og segist ekkert hafa við þau að athuga. Öðru máli gegni þó um mögulega hernaðaruppbyggingu NATO í löndunum tveimur.
Sakar Evrópuríki um tvöfeldni í málefnum flóttafólks
Skjót viðbrögð, opin landamæri og hlýjar móttökur sem þær milljónir Úkraínumanna sem flúið hafa innrás Rússa og hernað í heimalandi þeirra eru fagnaðarefni, sem afhjúpa um leið tvískinnung Evrópusambandsríkja í málefnum flótta- og förufólks, segir forseti Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans. Munurinn á þessu og þeirri höfnun og útilokun sem mætir fólki sem þangað flýr undan ofbeldi og átökum í Afríku, Mið-Austurlöndum og annars staðar í heiminum sé sláandi.
Norður Kórea
50 dauðsföll og rúmlega 1.2 milljónir smitaðar
Stjórnvöld í Norður Kóreu greindu frá því í kvöld að átta til viðbótar hefðu látist úr því sem þau kalla bráðsmitandi „hitasótt“ undanfarinn sólarhring. Þar með hafa minnst 50 dáið í Norður-Kóreu á síðustu dögum úr hinni svonefndu hitasótt, sem fréttaskýrendur telja fullvíst að sé COVID-19. Yfirvöld hafa þó enn sem komið er einungis staðfest að einn hafi látist úr COVID-19.
„Hitasóttin“ breiðist út um Norður Kóreu með ógnarhraða
COVID-19 breiðist hratt út í Norður-Kóreu þar sem yfirvöld hafa nú staðfest að rúmlega 820.000 hafi smitast af því sem þau kalla „hitasótt“ og 42 hafi látið lífið frá því að sóttin skaut fyrst upp kollinum, þar af 15 undanfarinn sólarhring. Minnst 324.550 af þeim sem smituð eru njóta aðhlynningar á sjúkrahúsum, segir í tilkynningu stjórnvalda í Pjong Jang.
Minnst 27 fórust í eldsvoða á Indlandi
Minnst 27 fórust í eldsvoða í Nýju Delí, höfuðborg Indlands í gær, og á þriðja tug slösuðust. Eldurinn braust út í fjögurra hæða iðnaðarhúsnæði í vesturborg Delí síðdegis á föstudag að staðartíma. AFP-fréttastofan hefur eftir Satpal Bharadvaj, aðgerðastjóra slökkviliðsins á vettvangi að um 70 manns hafi verið í húsinu þegar eldurinn kviknaði.
14.05.2022 - 07:37
Erlent · Asía · Indland
Hitinn um og yfir 50 stig í Pakistan og Indlandi
Feiknarmikil og langvinn hitabylgja heldur Indlandsskaganum enn í heljargreipum. Hiti fór yfir 50 stig á nokkrum stöðum í Pakistan á föstudag og stjórnvöld vara við vatnsskorti og ógn við líf og heilsu fólks. Hitabylgja hefur geisað víða á Indlandi og Pakistan síðan snemma í apríl með litlum hléum. Sérfræðingar Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar, sem heyrir undir Sameinuðu þjóðirnar, segja hitabylgjuna í takt við hlýnun Jarðar og þau fyriséðu áhrif sem hún hefur, segir í frétt AFP.
14.05.2022 - 04:29
Öryggisráðið fordæmir dráp Abu Akleh og vill rannsókn
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti á föstudag yfirlýsingu þar sem ráðið fordæmdir drápið á hinni palestínsk-bandarísku fréttakonu Shireen Abu Akleh einum rómi. Til átaka kom við útför hennar þegar lögregla réðst gegn syrgjendum.
Norður Kórea
Yfir 20 dáin úr bráðsmitandi „hitasótt“
Yfirvöld í Norður Kóreu greina frá því að 21 hafi látist úr „hitasótt“ þar í landi síðasta sólarhring. Tveir dagar eru síðan stjórnvöld greindu frá fyrstu, staðfestu tilfellum COVID-19 í landinu og tilkynntu harðar sóttvarnaaðgerðir, útgöngubann og lokanir. Fyrsta dauðsfallið af völdum farsóttarinnar var staðfest í gær.
Ástandið versnar áður en það batnar
Nýr forsætisráðherra tók við embætti á Sri Lanka í gærkvöld. Hans og nýrrar ríkisstjórnar, sem enn hefur ekki verið mynduð, bíður það erfiða verkefni að koma efnahag landsins á réttan kjöl. Mótmælendur krefjast þess enn að forseti landsins fari frá.
13.05.2022 - 17:25
Tyrkir á móti NATÓ-aðild Finna og Svía
Tyrkir lýsa yfir andstöðu við að Svíar og Finnar fái aðild að Atlantshafsbandalaginu. Búist er við að þeir leggi fram umsókn í næstu viku. Margir leiðtogar NATO-ríkja hafa lýst yfir stuðningi við að löndin gangi í bandalagið.
13.05.2022 - 16:47
Rússnesku skipi með stolið úkraínskt korn vísað frá
Rússnesku flutningaskipi með farm af illa fengnu úkraínsku korni hefur vísað frá höfnum við Miðjarðarhafið, samkvæmt bandarísku fréttastöðinni CNN. Talið er mögulegt að búið sé að umferma kornið yfir í annað skip. Í frétt CNN segir að rússneska skipið heiti Matros Pozynich, og haft eftir úkraínskum heimildarmönnum að það sé eitt þriggja rússneskra skipa, sem flækt eru í viðskipti með stolið, úkraínskt kornmeti.
13.05.2022 - 07:06
Sjónvarpsfrétt
Vilja óháða rannsókn á morðinu á Shireen Abu Akleh
Þúsundir syrgðu fréttakonuna Shireen Abu Akleh við útför hennar í Palestínu í dag, hún var skotin til bana við störf á Vesturbakkanum í gær. Ísraelsk stjórnvöld hafa lagt til að þau rannsaki málið sjálf í samstarfi við palestínsk stjórnvöld. Blaðamenn án landamæra krefjast þess hins vegar að óháð rannsókn fari fram svo fljótt sem auðið er.
12.05.2022 - 22:15