Asía

Indverskt afbrigði COVID-19 hefur dreifst um allan heim
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin, WHO, greinir frá því að það afbrigði veirunnar sem veldur COVID-19 og talið er meginorsök neyðarástandsins á Indlandi um þessar mundir hafi greinst í tugum ríkja heims. Önnur bylgja heimsfaraldurs kórónaveiru hefur geisað á Indlandi um nokkurra vikna skeið og er sóttin skæðari þar þessa dagana en nokkurs staðar annars staðar.
Myndskeið
Blóðugur dagur fyrir botni Miðjarðarhafs
Ísraelsher heldur áfram loftárásum á Gaza og vopnaðar fylkingar senda flugskeyti þaðan að ísraelskum borgum. Loftárásir Ísraelshers á Gaza hafa banað minnst 28 Palestínumönnum, þar af tíu börnum. Tvær ísraelskar konur féllu í flugskeytaárás á borgina Ashkelon og í kvöld lést önnur ísraelsk kona nærri Tel Aviv.
11.05.2021 - 20:21
Létu eldflaugum rigna yfir til Ísraels
Tveir almennir borgarar létust og sá þriðji er alvarlega særður eftir eldflaugaárás frá Gazasvæðinu á borgina Ashkelon í Ísrael í dag. Forsætisráðherra Ísraels segir að hernaðaraðgerðir gegn Palestínumönnum á Gaza verði hertar.
Fimm þúsund manna varalið Ísraelshers kallað út
Loftárásir Ísraelshers á Gaza-svæðið í gærkvöld urðu að minnsta kosti tuttugu og tveimur að bana, þar á meðal níu börnum. Ólga í samskiptum Ísraelsmanna og Palestínumanna hefur aukist stöðugt síðustu daga. Fimm þúsund manna varalið Ísraelshers var kallað út í dag.
Fastur á miðri glerbrú þegar gólfið splundraðist
Kínverskur maður komst lífs af með því að ríghalda sér í brúarhandrið þegar glergólf brúarinnar splundraðist í hvassviðri í norðaustanverðu Kína um helgina. Brúin er um hundrað metrum yfir gili í fjallinu Piyan við borgina Longjing.
11.05.2021 - 06:28
Erlent · Asía · Kína
Rúmlega 1,4 milljarðar manna í Kína
Rúmlega eitt þúsund og fjögur hundruð milljónir manna búa í Kína. AFP fréttastofan greinir frá þessu. Það er fjölgun um rúmlega fimm prósent frá því fyrir áratug samkvæmt nýjasta manntali kínverskra yfirvalda, og hægasti vöxtur í nokkra áratugi. 
11.05.2021 - 03:47
Erlent · Asía · Mannlíf · Kína
Áhyggjur vaxa vegna indverska veiruafbrigðisins
Kórónuveiruafbrigðið sem hefur farið eins og eldur í sinu um Indland undanfarna mánuði virðist vera mun meira smitandi en áður var talið. Þá kunna bóluefni sem notuð eru gegn veirunni að hafa minni vörn gegn indverska afbrigðinu en öðrum.
10.05.2021 - 17:36
Gripið til hertra aðgerða í Malasíu
Sóttvarnir verða hertar í Malasíu í vikunni vegna fjölgunar COVID-19 tilfella að undanförnu. Stjórnvöld hafa lýst yfir neyðarástandi til að hægja á útbreiðslu kórónuveirunnar.
10.05.2021 - 16:00
Á fjórða hundrað særðust í Jerúsalem
Á fjórða hundrað særðust þegar Palestínumönnum og ísraelskum lögreglumönnum lenti saman utan við Al-Aqsa-moskuna í Jerúsalem í dag. Þjóðernissinnaðir Ísraelsmenn fagna því í dag að 54 eru frá því að þeir náðu yfirráðum í austurhluta borgarinnar.
Talibanar boða þriggja daga vopnahlé
Talibanar lýstu í kvöld yfir þriggja daga vopnahléi í Afganistan á meðan Eid al-Fitr hátíðin fer fram. AFP fréttastofan greinir frá. Í yfirlýsingu samtakanna segir að allar árásir séu bannaðar næstu þrjá daga, en ef óvinasveitir veitast að þeim má verjast af hörku.
09.05.2021 - 23:03
Segja skuggastjórnina hryðjuverkahóp
Herforingjastjórnin í Mjanmar lítur á skuggastjórn réttkjörinna þingmanna sem hryðjuverkasamtök. Skuggastjórninni er kennt um morð, sprengjuárásir og íkveikjur að sögn Deutsche Welle. 
09.05.2021 - 07:09
50 látnir eftir árás á skóla í Kabúl
Fimmtíu eru nú látnir af völdum sprengjuárásar fyrir utan stúlknaskóla í Kabúl, höfuðborg Afganistans, í gær. Bílsprengja var sprengd fyrir utan skólann að sögn Tareq Arian, talsmanns afganska innanríkisráðuneytisins.
09.05.2021 - 05:45
Brak kínverskrar geimflaugar hrapaði í Indlandshaf
Brak kínverskrar geimflaugar sem hrapaði stjórnlaust til jarðar féll ofan í Indlandshaf. Fréttastofa kínverska ríkissjónvarpsins greindi frá þessu í nótt. Stærstur hluti flaugarinnar eyðilagðist á leið sinni inn í lofthjúp jarðar. 
09.05.2021 - 03:53
Öndunarvélar frá Íslandi til Indlands
Sautján öndunarvélar verða sendar héðan til Indlands á næstu dögum. Vélarnar eru gjöf Landspítalans sem hann þáði að gjöf frá velunnurum spítalans í fyrra þegar mikil óvissa var um þörfina fyrir slíkar vélar. Nú sé ekki þörf fyrir þær allar.
08.05.2021 - 16:52
Faraldurinn fer hríðversnandi á Indlandi
Í fyrsta sinn greina indversk yfirvöld frá því að fleiri en fjögur þúsund hafi dáið af völdum COVID-19 í landinu á einum sólarhring. Nærri 4.200 dóu í gær og rúmlega 400 þúsund greindust með COVID-19. Það er þriðji dagurinn í röð sem fleiri en 400 þúsund tilfelli greinast á einum sólarhring. Tilfellin eru nú alls 21,9 milljónir og yfir 238 þúsund eru látnir.
08.05.2021 - 06:32
Vonir um vopnahlé í Jemen dvína
Fulltrúar Sameinuðu þjóðanna óttast að vopnahlésviðræður í Jemen séu unnar fyrir gýg. Litlar líkur séu á vopnahléi nema uppreisnarsveitir Húta hætti hernaðaraðgerðum sínum eða ákveði að mikið mannfall innan raða þeirra sé óásættanlegt. Hútar standa um þessar mundir í stórræðum í landstjórnarumdæminu Marib.
08.05.2021 - 04:44
Hvetja ríki til að sniðganga fund Sameinuðu þjóðanna
Kínverjar hvetja aðildarríki Sameinuðu þjóðanna til að sniðganga fund sem ríki á borð við Þýskaland, Bandaríkin og Bretland hafa boðað til í næstu viku. Á fundinum verður fjallað um kúgun Kínverja á Úígúrum og öðrum minnihlutahópum í Xinjiang héraði.
08.05.2021 - 02:13
Yfirstjórn SOS litið undan í barnaverndarmálum
Alþjóðasamtök SOS barnaþorpa hafa ekki rannsakað barnaverndarbrot til hlítar og jafnvel hætt rannsókn á slíkum málum án skýringa. Æðstu yfirmenn samtakanna hafa fyrirskipað að slíkum rannsóknum skuli hætt í vissum tilfellum. Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS- barnaþorpa á Íslandi segir ekki hægt að taka þátt í slíkri yfirhylmingu.
06.05.2021 - 08:08
Krefjast banns við vopnasölu til Mjanmar
Yfir tvö hundruð alþjóðasamtök sendu Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna áskorun um að ráðið beiti kröftum sínum til þess að koma á alþjóðlegu vopnasölubanni til hersins í Mjanmar. Ekkert lát er á aðgerðum hersins gegn mótmælendum í landinu sem krefjast endurreisnar lýðræðis. 
06.05.2021 - 06:44
Metfjöldi tilfella og dauðsfalla á Indlandi
Nærri fjögur þúsund Indverjar dóu af völdum COVID-19 síðasta sólarhring og yfir 412 þúsund greindust með sjúkdóminn. Aldrei hafa fleiri tilfelli eða dauðsföll verið skráð á einum sólarhring í landinu. Alls hafa nú yfir 230 þúsund dauðsföll verið skráð vegna COVID-19 í landinu og tilfelli orðin fleiri en 21 milljón.
06.05.2021 - 05:16
Myndskeið
Halda sig frá veirunni í grunnbúðum Everest
Óttast er að smit sé orðið útbreitt í grunnbúðum Everest og yfirvöld í Nepal eru sökuð um að gera lítið úr því til þess að fæla ekki fjallagarpa frá. Tveir Íslendingar sem eru í grunnbúðunum segjast hafa farið lengri leið upp í grunnbúðir til að lenda ekki í margmenni.
05.05.2021 - 20:17
Erlent · Asía · Innlent · Everest · COVID-19 · Nepal
Tilraunir til stjórnarmyndunar í Ísrael halda áfram
Yair Lapid, leiðtogi ísraelska miðjuflokksins Yesh Atid fékk í dag umboð til stjórnarmyndunar. Benjamin Netanyahu forsætisráðherra mistókst að mynda nýja stjórn.
05.05.2021 - 16:08
Andlát sendiráðsstarfsmanns í Íran rannsakað
Rannsókn er hafin á andláti starfsmanns svissneska sendiráðsins í Teheran. Lík starfsmannsins fannst við íbúðablokk, þaðan sem talið er að hann hafi fallið af sautjándu hæð.
05.05.2021 - 06:05
Óttast faraldur við Everest
Kórónuveirufaraldurinn virðist bókstaflega hafa náð nýjum hæðum því fjallgöngugarpar við grunnbúðir Everest í Nepal segja fjölda tilfella hafa greinst þar undanfarna daga. Þeir óttast smitbylgju í grunnbúðunum að sögn fréttastofu BBC. 
05.05.2021 - 04:16
Smit á Indlandi yfir 20 milljónir
COVID-19 smit á Indlandi eru orðin fleiri en tuttugu milljónir, þar af á níundu milljón síðan í marslok. Stjórnvöld eru sökuð um að leyna raunverulegum fjölda smitaðra og látinna. Þau vonast til þess að hið versta sé yfirstaðið.
04.05.2021 - 12:14