Asía

Senda skýr skilaboð með óskýrum merkjum
Danski íþróttavöruframleiðandinn Hummel ætlar að senda skýr, eða öllu heldur óskýr skilaboð á HM í Katar í vetur. Hummel framleiðir treyjur danska landsliðsins. Þær verða byggðar á treyjunum sem Danir klæddust á Evrópumótinu árið 1992, þegar þeir urðu Evrópumeistarar.
28.09.2022 - 14:50
Mohammed bin Salman orðinn forsætisráðherra Sádi Arabíu
Mohammed bin Salman, krónprins Sádi Arabíu og valdamesti maður landsins þrátt fyrir að faðir hans vermi enn konungsstólinn hefur verið skipaður forsætisráðherra. Það var Salman konungur sem skipaði son sinn og ríkisarfa sem arftaka sinn í forsætisráðuneytinu.
Sjónvarpsfrétt
Óttast enn meiri hörku gegn mótmælendum í Íran
Íranir sýna ótrúlegt hugrekki í mótmælum sem enn standa yfir í landinu, enda geta þau verið upp á líf og dauða, segir Magnús Þorkell Bernharðsson prófessor í nútímasögu Miðausturlanda. Tugir hafa verið drepnir í mótmælunum og óttast er að stjórnvöld bregðist enn harðar við á næstu dögum.
26.09.2022 - 21:00
Fimm fórust við björgunaraðgerðir á Filippseyjum
Fimm björgunarmenn á Filippseyjum fórust á svæði þar sem fellibylurinn Noru fer mikinn og eirir engu sem á vegi hans verður. Mennirnir urðu undir vegg sem hrundi yfir þá meðan á björgunarstörfum stóð.
26.09.2022 - 06:52
Umfangsmikil flotaæfing hafin við Kóreuskaga
Fyrsta sameiginlega flotaæfing Bandaríkjamanna og Suður-Kóreumanna um fimm ára skeið hófst í nótt úti fyrir ströndum Kóreuskaga. Sólarhringur er síðan Norður-Kóreumenn gerðu seinast eldflaugaskottilraun.
Íransstjórn mótmælt í París og Lundúnum
Lögregla í Lundúnum og París stöðvaði mótmælendur frá því að halda að sendiráði Írans í borgunum báðum. Hörð átök brutust út milli lögreglu og mótmælenda.
Mótmælt áfram þrátt fyrir hótanir yfirvalda
Íranar flykktust út götur og stræti borga landsins í kvöld þrátt fyrir viðvaranir dómsvaldsins. Kveikja mótmælanna er andlát ungrar kúrdískrar konu í haldi siðgæðislögreglu landsins.
25.09.2022 - 22:37
Sendiherrar kallaðir á teppið í Teheran
Sendiherra Noregs í Íran var kallaður á teppið af írönskum yfirvöldum í gær. Fréttastofa Reuters hefur þetta eftir ríkisfjölmiðlum í Íran. Ástæðan er óánægja Írana með ummæli Masud Gharahkhani, forseta norska stórþingsins.
25.09.2022 - 11:29
Íran:Krefjast tilslökunar á reglum um klæðaburð kvenna
Einn helsti umbótaflokkur Írans krafðist þess í gær að látið verði af ströngum reglum íslamska lýðveldisins um klæðaburð kvenna. Flokkurinn vill einnig að siðgæðislögreglan verði lögð niður.
Kanslari og prins ræddu orkuviðskipti og mannréttindi
Olaf Scholz, kanslari Þýskalands, er á ferð um miðausturlönd þar sem hann vonast til að komast að samkomulagi um kaup á jarðgasi. Hann ræddi hvort tveggja viðskipti og mannréttindi við leiðtoga Sádí-Arabíu í gær.
Eldflaugaskot í aðdraganda heræfinga
Norður-Kóreumenn skutu eldflaug á loft úr kafbáti í dag samkvæmt upplýsingum hermálayfirvalda í Suður-Kóreu. Örfáir dagar eru síðan bandarískt flugmóðurskip kom þangað til sameiginlegra heræfinga.
Sjónvarpsfrétt
„Erfitt að sjá hvað tekur við í Íran“
Skotið hefur verið á mótmælendur í Íran sem hafa safnast saman í kjölfar dauða ungrar konu í haldi lögreglu. Aðjúnkt við Háskóla Íslands segir að mótmælin séu birtingarmynd stöðunnar í landinu almennt. Íranskur sérfræðingur, sem er hér á landi á ráðstefnu, treysti sér ekki í viðtal vegna mögulegra afleiðinga heima fyrir. 
24.09.2022 - 19:40
Tugir látnir í þrumuveðri á Indlandi
Minnst 36 eru látin eftir ógurlegt óveður í norðanverðu Indlandi undanfarinn sólarhring. Guardian hefur eftir yfirvöldum í landinu tólf séu látnir eftir að hafa orðið fyrir eldingu. 24 til viðbótar létust í Uttar Pradesh héraði þegar fjöldi húsa hrundi í kjölfar hellirigningar.
24.09.2022 - 13:01
Erlent · Asía · Umhverfismál · Veður · Indland
Evrópuleiðtogar leita eftir orku við Persaflóa
Evrópuríki leita í meira mæli til Miðausturlanda til þess að vinna bug á orkukrísunni sem framundan er í vetur. Franska orkufyrirtækið TotalEnergies fjárfesti í morgun í náttúrugasframleiðslu í Katar, og Þýskalandskanslari freistar þess að ná samningum á ferðalagi sínu um ríki Persaflóa um helgina.
Heimskviður
Vildi að Ísland hefði tekið á móti miklu fleiri Afgönum
Lygilegt er fyrsta orðið sem kemur upp í huga Árna Arnþórssonar, aðstoðarrektors Ameríska háskólans í Afganistan, um atburðarásina sem fór af stað þegar Talibanar náðu völdum í ágúst í fyrra. Hann stjórnar aðgerðum til að koma fólki úr landi. Hann segir það hafa sviðið að sjá hversu auðvelt það var fyrir íslensk stjórnvöld að taka á móti hundruðum Úkraínumanna á nokkrum vikum á meðan það virtist erfitt að koma fyrir 120 Afgönum.
24.09.2022 - 07:00
Láta Írani fækka verulega starfsliði sendiráðs
Úkraínsk stjórnvöld segjast hafa krafið Írani um að fækka í starfsliði sendiráðs þeirra í Kyiv vegna vopnasendinga þeirra til Rússlands. Það segja Úkraínumenn alvarlegt brot gegn fullveldi landsins.
24.09.2022 - 02:35
Slaka á hömlum til að tryggja Írönum netaðgengi
Bandaríkjastjórn tilkynnti í gær að slakað yrði á útflutningshömlum til Íran svo tryggja megi landsmönnum aukið netaðgengi. Írönsk stjórnvöld hafa reynt að bæla niður fjölmenn mótmæli í landinu með því að skerða netsamband almennings.
24.09.2022 - 01:33
Herinn hótar hörðum aðgerðum gegn mótmælendum
Íranski herinn boðar hörku gegn mótmælendum í landinu, sem herinn kallar óvini ríkisins í yfirlýsingu frá því í morgun. Reuters hefur eftir yfirlýsingunni að herinn sé reiðubúinn að mæta óvininum til þess að tryggja öryggi og frið í landinu. Herinn segir mótmælaaðgerðirnar örvæntingarfullar og hluta af illri vegferð óvinarins til að veikja hið íslamska íranska ríki. Forseti landsins segir málfrelsi ríkja í landinu.
23.09.2022 - 09:53
Forsætisráðherra Armeníu sakar Asera um óhæfuverk
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, sakaði Asera um óumræðileg óhæfuverk í ræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna í gær. Átök blossuðu upp milli ríkjanna í síðustu viku þar sem næstum 300 létu lífið.
Raisi segir málfrelsi ríkja en upplausn sé ekki liðin
Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir málfrelsi ríkja í landinu en að stjórnvöld geti ekki sætt sig við upplausnarástand. Að minnsta kosti 17 eru látin í fjölmennum mótmælum vegna dauða ungrar konu í haldi siðgæðislögreglu.
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Ítalía og Íran, kosningar og mótmæli
Kosningar verða á Ítalíu á sunnudag og kannanir benda til sigurs hægri flokka. Fari svo verður Giorgia Meloni næsti forsætisráðherra. Hún er leiðtogi Fratelli d'Italia, flokks sem á ættir að rekja til fasistahreyfingarinnar á Ítalíu. Fratelli d'Italia, Bræður Ítalíu eða Bræðralag Ítalíu, er í bandalagi með tveimur öðrum hægriflokkum, Lega og Forza Italia. Leiðtogar þeirra eru Matteo Salvini og Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra.
Norður-Kóreumenn þvertaka fyrir að útvega Rússum vopn
Varnarmálaráðuneyti Norður-Kóreu þvertekur fyrir að það útvegi Rússum vopn. Nokkrar vikur eru síðan Bandaríkjamenn sögðu rússnesk yfirvöld leita til Norður-Kóreu í því skyni enda skorts tekið að gæta í vopnabúri þeirra vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Bandarískur og rússneskir geimfarar samferða út í geim
Þrír geimfarar héldu í gær af stað til alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Tveir þeirra eru rússneskir og sá þriðji bandarískur. Ferðin gekk vel og geimfararnir náðu áfangastað heilu og höldnu.
Fjölmenn mótmæli í Íran fjórða daginn í röð
Fjölmenni tók þátt í mótmælum víðsvegar um Íran í gær, fjórða daginn í röð, og hrópaði slagorð gegn klerkastjórninni. Kveikja mótmælanna er andlát 22 ára konu í haldi siðgæðislögreglunnar.
Bar eld að sér til að mótmæla ríkisútför Shinzos Abe
Japanskur maður var fluttur á skyndingu á sjúkrahús eftir að hann bar eld að sjálfum sér nærri skrifstofum forsætisráðherrans Fumio Kishida í Tókíó. Talið er að maðurinn hafi viljað sýna andstöðu sína við að Shinzo Abe, fyrrverandi forsætisráðherra sem myrtur var í júlí, fengi sérstaka útför á kostnað ríkisins.
21.09.2022 - 05:34