Asía

Fyrirhuga fleiri heimili á landtökubyggðum
Mannvirkja- og húsnæðisráðuneyti Ísraels kynnti í gær áætlanir um byggingu 1.355 heimila á Vesturbakkanum. Áætlunin vakti þegar í stað mikla reiði meðal Palestínumanna, friðarsinna og Jórdana. 
Sterkur jarðskjálfti í Taívan
Sterkur jarðskjálfti skók norðaustanvert Taívan í morgun. Samkvæmt veðurstofu Taívans mældist skjálftinn 6,5 að stærð og varði hann að sögn fréttamanns AFP á vettvangi í um tíu sekúndur. Íbúar Taipei fundu vel fyrir skjálftanum, en engar fregnir hafa borist af slysum á fólki enn sem komið er.
24.10.2021 - 06:23
Biden heitir Taívönum fullum stuðningi
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sagði afdráttarlaust já við að Bandaríkin kæmu Taívan til varnar ef Kínverjar réðust þangað inn. Taívanir líta á sig sem sjálfstætt ríki en Kínverjar telja eyjuna til héraðs í Kína. Biden sagði á fundi í sjónvarpssal sem sýndur var beint á CNN að Bandaríkin væru skuldbundin til þess að verja eyjuna.
22.10.2021 - 04:55
Mannskæð gassprenging á veitingastað í Kína
Minnst einn er látinn og tugir slasaðir eftir að gassprenging varð á veitingastað í borginni Shenyang í Liaoning héraði í norðanverðu Kína í morgun. Rannsókn er hafin á orsökum sprengingarinnar.
21.10.2021 - 06:17
Erlent · Asía · Kína
Tugir látnir í flóðum á Indlandi og í Nepal
Minnst 150 eru látnir af völdum flóða og aurskriða í monsún-úrhellinu í Indlandi og Nepal. 46 eru látnir í héraðinu Uttarakhand í norðanverðu Indlandi og 11 saknað eftir metúrkomu á mánudag og þriðjudag.
21.10.2021 - 03:20
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Indland · Nepal
Japan
Gos hafið í stærsta eldfjalli Japans
Eldgos hófst í eldfjallinu Aso í Japan í morgun. Mikið öskuský stígur til himins. Ekkert manntjón hefur orðið vegna eldgossins enn sem komið er.
20.10.2021 - 11:27
Erlent · Asía · Náttúra · Japan · eldgos
Tugir féllu í árásum í Sýrlandi
Að minnsta kosti 27 létust í sprengjuárásum í Sýrlandi í dag. Í þeirri fyrri sprungu tvær sprengjur skammt frá fólksflutningabíl sýrlenska hersins í höfuðborginni Damaskus. Fjórtán féllu. Þetta er mannskæðasta árásin í Damaskus frá árinu 2018.
20.10.2021 - 10:50
Hröktu indverskan kafbát frá landhelgi Pakistans
Pakistanski sjóherinn segist hafa komið í veg fyrir að indverskur kafbátur færi inn í landhelgi Pakistans um helgina. Al Jazeera hefur eftir yfirlýsingu hersins að eftirlitsflugvél hafi orðið vör við kafbátinn. Indverska varnarmálaráðuneytið hefur ekki svarað yfirlýsingunni.
20.10.2021 - 04:51
Norður-Kórea prófar nýja kafbátaskotflaug
Nýrri tegund stýriflaugar var skotið úr norður-kóreskum kafbáti í gær að sögn ríkisfréttastofu Norður-Kóreu, KCNA. Þar segir að flaugin sé búin háþróuðum stýribúnaði. Sérfræðingar sem hafa séð myndir af stýriflauginni segja hana sömu tegundar og var til sýnis á hersýningu í Pyongyang í síðustu viku. 
20.10.2021 - 04:17
Sjónvarpsfrétt
Enn ein skammarleg tímamót í gleymda stríðinu í Jemen
Frá því stríðið hófst í Jemen hafa fjögur börn verið drepin eða alvarlega særð á degi hverjum. Talsmaður barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem er nýkominn frá Jemen segir að þessi versta mannúðarkrísa heims sé að falla í gleymskunnar dá.
19.10.2021 - 19:25
Tugir látnir í flóðum í Uttarakhand
Yfir fjörutíu hafa látið lífið síðustu dægrin í aurskriðum og skyndiflóðum í ám og lækjum í indverska ríkinu Uttarakhand í Himalayafjöllum. Margra er saknað að því er fjölmiðlar hafa eftir yfirmanni björgunarmála í ríkinu.
19.10.2021 - 14:37
Erlent · Asía · Veður · Indland · Flóð
Tyrkir fá líklega F-16 orrustuþotur í stað F-35
Recep Tayyip Erdogan, Tyrklandsforseti, segir fulltrúa Bandaríkjastjórnar hafa boðist til að selja Tyrkjum F-16 orrustuþotur til að launa þeim fjárfestinguna í þróun og smíði F-35 orrustuþotnanna á sínum tíma. Það verkefni var að mestu fjármagnað af Bandaríkjunum en líka af nánum bandalagsríkjum þeirra innan NATÓ; þar á meðal Tyrkjum. Þeir voru hins vegar útilokaðir frá samstarfinu - og framtíðarkaupum á F-35 þotunum - eftir að þeir fjárfestu í rússnesku eldflaugavarnakerfi.
18.10.2021 - 05:53
Tugir fórust í flóðum á Indlandi
Minnst 26 hafa farist í flóðum og skriðum í Keralaríki á Indlandi í kjölfar mikilla rigninga síðustu daga. Ár hafa flætt yfir bakka sína og eyðilagt brýr og vegi með þeim afleiðingum að fjöldi bæja og þorpa hefur einangrast og skriður fært fjölda húsa meira og minna á kaf í aur. Fimm börn eru á meðal hinna látnu, segir í frétt BBC, og óttast er að fleiri hafi látið lífið í hamförunum, þar sem margra er enn saknað.
18.10.2021 - 01:50
Erlent · Asía · Hamfarir · Náttúra · Veður · Indland · Flóð
Sjónvarpsfrétt
Fylgjast þurfi með umsvifum Kína á norðurslóðum
Yfirmaður Norðurslóðaskrifstofu Hvíta hússins segir að fylgjast þurfi með tilburðum Kínverja til að seilast til áhrifa á Norðurslóðum. Hann segir Bandaríkjamenn vera að átta sig á að þeir séu norðurslóðaþjóð.
Rúmlega 1000 dauðsföll vegna COVID-19 í fyrsta sinn
Tilkynnt var um rúmlega eitt þúsund dauðsföll vegna COVID-19 í Rússlandi en það eru fleiri en hafa látist á einum sólarhring vegna sjúkdómsins frá því faraldurinn hófst. Smitum fjölgar hratt í Rússlandi. Rúmlega 33 þúsund smit greindust í gær en það er metfjöldi þriðja daginn í röð. Virk smit eru nú um 750 þúsund, og hafa aldrei verið fleiri.
16.10.2021 - 11:25
Mjanmar útilokað frá leiðtogafundi ASEAN-samtakanna
Leiðtogi herforingjastjórnarinnar í Mjanmar er óvelkominn á leiðtogafund ASEAN, samtaka ríkja í Suðaustur-Asíu undir lok mánaðarins. Þetta var ákveðið á neyðarfundi utanríkisráðherra aðildarríkjannaí gær. Fundurinn var haldinn í gegnum fjarfundarbúnað og fundarefnið var aðeins eitt: Að ákveða hvort bjóða skyldi Min Aung Hlaing, leiðtoga mjanmörsku herforingjastjórnarinnar á leiðtogafundinn, sem haldinn verður í Brúnei 26. - 28. október.
16.10.2021 - 07:48
Mannskæður jarðskjálfti á Balí
Þrjú létust og sjö slösuðust þegar jarðskjálfti af stærðinni 4,8 reið yfir ferðamannaparadísina Balí í Indónesíu í morgun. Upptök skjálftans voru á tíu kílómetra dýpi, um sex kílómetra norðaustur af bænum Banjar Wanasari. Tvö hinna látnu fórust í þegar skriða sem skjálftinn hrinti af stað færði hús þeirra á kaf.
16.10.2021 - 06:28
Ástralía
Lögðu hald á milljarða virði af heróíni
Áströlsk lögregluyfirvöld greindu frá því á fréttamannafundi í Melbourne í morgun að toll- og löggæslumenn hefðu lagt hald á stærstu heróínsendingu sem nokkurn tímann hefur fundist í Ástralíu. Meta þeir verðmæti fengsins á um 140 milljónir ástralska dollara, jafnvirði tæplega 14 milljarða króna. Einn malasískur ríkisborgari var handtekinn og ákærður fyrir saknæman innflutning og vörslu á ólöglegu fíkniefni. Ástralskir fjölmiðlar greina frá þessu.
16.10.2021 - 05:36
Vel heppnað geimskot Kínverja til Himnesku hallarinnar
Geimskot kínversku geimferðastofnunarinnar frá geimferðamiðstöðinni í Gobíeyðimörkinni í gærkvöld gekk snurðulaust fyrir sig. Sex og hálfum tíma síðar var Shenzhou-13 flauginni rennt upp að hinni nýju geimstöð Kínverja, Tiangong, eða himnesku höllinni. Þar munu geimfararnir, tveir karlar og ein kona, dvelja næstu sex mánuði. Verður þetta lengsta útivist kínverskra geimfara til þessa, en forverar þeirra dvöldu þrjá mánuði í geimstöðinni. Geimfararnir eru sagðir við hestaheilsu eftir ferðalagið.
16.10.2021 - 04:32
Íslamska ríkið lýsir árásinni í Kandahar á hendur sér
Hryðjuverkasamtökin sem kenna sig við Íslamskt ríki segjast hafa framið sprengjuárásina í einni stærstu mosku sjíamúslíma í afgönsku borginni Kandahar í dag. Samtökin sendu frá sér tilkynningu í kvöld þar sem þau lýstu ódæðisverkinu á hendur sér. Minnst 37 létu lífið þegar þrír hryðjuverkamenn réðust inn í Bibi Fatima-moskuna í Kandahar og sprengdu sig í loft upp þegar föstudagsbænir stóðu sem hæst. Hátt í sjötíu manns særðust í árásinni.
Tugir látnir í sprengjutilræði í mosku
Að minnsta kosti 37 létust þegar sprengjur sprungu í dag í Bibi Fatima moskunni í Kandahar í Afganistan. Um það bil sjötíu særðust að sögn borgaryfirvalda.
15.10.2021 - 10:44
Minnst 46 fórust í eldsvoða á Taívan
46 fórust í eldsvoða á sunnanverðu Taívan í fyrrinótt. Þetta kemur fram í tilkynningu stjórnvalda á eyjunni. Tugir til viðbótar þurftu aðhlynningar við á sjúkrahúsi vegna reykeitrunar og meiðsla sem þau hlutu í eldinum.
15.10.2021 - 00:56
Erlent · Asía · Taívan
Sjónvarpsfrétt
Stríðsástand ríkti á götum Beirút í dag
Minnst sex voru skotin til bana í Beirút í Líbanon í dag þegar mótmæli við dómshús í borginni urðu að óeirðum. Forseti Líbanons segir atburði dagsins minna á borgarastyrjöldina sem geisaði fram til ársins 1990.
14.10.2021 - 22:07
5 Japanir höfða mál gegn stjórnvöldum í Norður-Kóreu
Fimm Japanir sem fluttu til Norður-Kóreu og flúðu aftur þaðan, hafa höfðað mál gegn Kim Jong-un, leiðtoga landsins, og krafið hann um skaðabætur. Rúmlega 90.000 Japanir brugðust við auglýsingaherferð norður-kóreskra yfirvalda um að landið væri paradís og fluttu til Norður-Kóreu á árunum 1959 til 1984. Seinna var auglýsingaherferðin kölluð mannrán á vegum ríkisins.
14.10.2021 - 18:05
Minnst 19 fórust í óveðri á Filippseyjum
Yfirvöld á Filippseyjum staðfestu í nótt að minnst 19 hafi týnt lífinu þegar hitabeltisstormurinn Kompasu hamaðist á hluta eyjanna í byrjun vikunnar. Þá rannsaka yfirvöld hvort rekja megi ellefu dauðsföll til viðbótar til óveðursins, auk þess sem 14 er enn saknað. Kompasu fylgdi tveggja daga steypiregn sem jafnaðist á við úrkomu heils mánaðar og ríflega það.
14.10.2021 - 06:48