Asía

Smitvarnir hertar í Ísrael
Stjórnvöld í Ísrael ætla að herða aðgerðir til að hamla útbreiðslu kórónuveirunnar. Útgöngubann sem tók gildi á föstudaginn hefur ekki skilað tilætluðum árangri.
24.09.2020 - 16:17
Drápu Suður-Kóreumann og brenndu líkið
Suðurkóreskur embættismaður á fimmtugsaldri var skotinn til bana af norðurkóreskum hermönnum og lík hans brennt. Varnarmálaráðuneyti Suður-Kóreu staðfesti þetta í morgun, og fordæmir aðgerðir nágrannaríkisins.
24.09.2020 - 05:22
Covid 19: Trump vill draga Kína til ábyrgðar
Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti til friðar milli stórvelda á allherjarþingi stofnunarinnar í dag. Ásakanir gengu á milli forseta Bandaríkjanna og Kína á fundinum þar sem Donald Trump hvatti Sameinuðu þjóðirnar til að draga Kína til ábyrgðar fyrir þátt þeirra í útbreiðslu Covid 19 faraldursins.
22.09.2020 - 22:16
Dómari setur lögbann á áform Trumps gegn WeChat
Dómari í Kaliforníu setti í dag lögbann á þá ákvörðun Bandaríkjastjórnar að loka á niðurhal efnis í WeChat samskiptaforritinu, innan við sólahring áður en tilskipun stjórnvalda átti að taka gildi. Bandaríkjastjórn hugðist stöðva starfsemi hvort tveggja WeChat og TikTok í Bandaríkjunum nema breytingar yrðu á rekstrinum. Stjórnvöld sögðu að samfélagsmiðlarnir tveir ógnuðu þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Dómarinn í Kaliforníu sagði hins vegar að bann við niðurhali ógnaði tjáningarfrelsi notenda.
20.09.2020 - 15:43
Aðgerðir hertar öðru sinni í Ísrael
Hertar aðgerðir og ferðatakmarkanir vegna kórónuveirufaraldursins tóku gildi í Ísrael í morgun, en þetta er í annað skipti sem gripið er til svo harkalegra ráðstafana í landinu af þeim sökum.
18.09.2020 - 11:35
Erlent · Asía · Ísrael
Koma á stjórnmálasambandi milli Ísrael og arabaríkja
Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein undirrituðu samkomulag við Ísrael nú á sjötta tímanum, um að koma á stjórnmálasambandi á milli ríkjanna. Samningarnir voru undirritaðir í Hvíta húsinu í Washington, undir handleiðslu stjórnar Donalds Trump Bandaríkjaforseta.
15.09.2020 - 18:09
Samningar undirritaðir í Washington í dag
Í dag verður undirritaðir samningar um eðlileg samskipti Ísraels við Sameinuðu arabísku furstadæmin og Barein og fer sú undirritun fram í Washington.
Segir Netanyahu ekki vilja ræða við Palestínumenn
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísraels, hefur engin áform um að hefja friðarviðræður við Palestínumenn. Þetta sagði Yair Lapid, helsti leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Ísrael, í morgun. 
15.09.2020 - 09:47
Suga kosinn arftaki Abe og ráðherrastóllinn í augsýn
Yoshihide Suga hlaut yfirburðarkosningu um að verða leiðtogi Frjálslynda lýðræðisflokksins í Japan í dag og verður að óbreyttu útnefndur forsætisráðherra landsins á miðvikudag. Fráfarandi forsætisráðherra, Shinzo Abe, sagði af sér af heilsufarsástæðum í lok ágúst.
14.09.2020 - 07:34
Erlent · Asía · Stjórnmál · Japan
Tuga saknað í aurskriðum í Nepal
Að minnsta kosti tólf eru látnir og tuga er saknað eftir að aurskriður féllu á tvö þorp í Nepal í gær. Tíu létu lífið og yfir tuttugu er saknað í Bahrabise, um hundrað kílómetrum austur af höfuðborginni Katmandu. Sama svæði varð hvað verst úti í jarðskjálftanum árið 2015. Enn var unnið að endurbótum eftir hann þegar aurskriðan féll og hrifsaði með sér fjölda heimila. Yfir hundrað hús eru ónýt eftir hamfarirnar.
14.09.2020 - 06:15
Erlent · Asía · Hamfarir · Nepal
Aftaka glímukappa fordæmd
Glímumeistarinn Navid Afkari var tekinn af lífi í Íran í gær. Hann var dæmdur fyrir morð á öryggisverði í mótmælum gegn stjórnvöldum árið 2018. Hinn 27 ára Afkari var drepinn í gærmorgun í samráði við fjölskyldu fórnarlambsins að sögn íranskra fjölmiðla.
13.09.2020 - 06:29
Friðarviðræður hafnar í Doha
Friðarviðræður afganskra stjórnvalda og Talibana hófust í Doha í Katar í morgun. Abdullah Abdullah, aðalsamningamaður stjórnvalda í Afganistan, opnaði fundinn á því að þakka Talibönum fyrir sýndan friðarvilja. Hann sagðist bjartsýnn á að þessi dagur eigi eftir að vera lengi í minnum þjóðarinnar hafður sem sá dagur sem endi var bundinn á stríð og þjáningar hennar.
12.09.2020 - 07:49
Viðræður að hefjast um frið í Afganistan
Friðarviðræður talibana og stjórnvalda í Afganistan hefjast í Katar á morgun. Deilur um fangaskipti töfðu þær um hálft ár. Utanríkisráðherra Bandaríkjanna verður viðstaddur þegar sendinefndir beggja setjast að samningaborðinu.
11.09.2020 - 16:22
Leggja til harðar aðgerðir í Ísrael
COVID-ráð ísraelsku ríkisstjórnarinnar leggur til að landinu verði lokað í hálfan mánuð til að draga úr hraðri útbreiðslu kórónuveirunnar. Yfir fjögur þúsund greindust smitaðir á einum sólarhring fyrr í þessari viku.
11.09.2020 - 09:31
COVID-19 finnst hjá þjóðflokki í Indlandshafi
Óttast er um afdrif þjóðflokka á Andaman- og Nicobar-eyjum í Indlandshafi vegna COVID-19 faraldursins. Kórónuveiran hefur þegar greinst hjá Andaman-þjóðflokknum mikla, sem nú telur aðeins um 50 manns. Ellefu sýni greindust jákvæð í sýnatöku þar. 
11.09.2020 - 06:46
Eldur í höfninni í Beirút
Mikill eldur logar nú í höfninni í Beirút. Þykkan svartan reyk leggur frá vöruhúsi þar sem olía og dekk hafa verið geymd.
10.09.2020 - 11:50
Erlent · Asía · Líbanon
Macron hvetur til samstöðu gegn Tyrkjum
Emmanuel Macron, forseti Frakklands, gagnrýndi stjórnvöld í Tyrklandi í morgun og sagði að framkoma þeirra í garð Grikkja og í öðrum málum væri ólíðandi. Hann hvatti ríki Evrópusambandsins til að móta sameiginlega afstöðu gagnvart Tyrkjum og tala einum rómi. 
10.09.2020 - 11:32
Erlent · Asía · Evrópa · Frakkland · Grikkland · Tyrkland
Fækkað í Bandaríkjaher í Írak
Fækkað verður í liði Bandaríkjahers í Írak úr 5.200 í 3.000, að því er varnarmálaráðuneytið í Washington tilkynnti í dag. Ákvörðunin er í samræmi við yfirlýsingar Donalds Trumps foreseta um að fækka hermönnum á átakasvæðum í fjarlægum ríkjum.
09.09.2020 - 13:41
Enn logar eldur í New Diamond
Enn hefur ekki tekist að slökkva eldinn í oliuskipinu New Diamond sem er um 34 sjómílur undan Sangamankanda-odda á austurströnd Sri Lanka. Eldur kviknaði eftir sprengingu í vélarrúmi á fimmtudag og fórst þá einn skipverja. 
08.09.2020 - 08:20
Erlent · Asía · Sri Lanka · Indland · Líbería
Næst flest staðfest smit á Indlandi
Indland er komið í annað sæti ríkja með flest staðfest kórónuveirusmit á eftir Bandaríkjunum. Yfir 90 þúsund greindust þar með kórónuveirusmit síðasta sólarhring.
07.09.2020 - 08:01
Hröð fjölgun Covid 19 tilfella á Indlandi
Indland varð í dag þriðja landið þar sem 4 milljónir tilfella hafa greinst af Covid 19 sjúkdómnum. Faraldurinn hefur verið á hraðri uppleið þar undanfarið, ólíkt flestum öðrum löndum, og um 30% tilfella sem greinast í heiminum greinast þar.
05.09.2020 - 19:19
Greindu merki um líf mánuði eftir sprenginguna
Björgunarsveit frá Chile segist hafa greint merki um líf í rústum húss sem hrundi þegar sprenging lagði i rúst stórt svæði í Beirút, höfuðborg Líbanons, fyrir mánuði. Sérstakur nemi hafi greint hjartslátt í rústunum í fyrradag. Farið var á leita þar á ný í gær.
04.09.2020 - 09:34
Erlent · Asía · Líbanon
Segir Tyrki verða að láta af hótunum
Tyrkir verða að láta af hótunum í garð Grikkja vilji þeir hefja viðræður til að draga úr spennunni á austanverðu Miðjarðarhafi. Þetta sagði Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, í morgun.
04.09.2020 - 08:58
Eldur í olíuskipi á Indlandshafi
Einn fórst en tuttugu og tveimur var bjargað eftir að eldur blossaði upp í olíuskipi á Indlandshafi í gær skammt undan austurströnd Sri Lanka. Her- og björgunarskip sem send voru á vettvang reyna nú að slökkva eldinn og hindra það að hann berist í farm olíuskipsins.
04.09.2020 - 08:19
Morðtilraun við Alexei Navalny og stjórnmál í Bretlandi
Í Heimsglugganum á Morgunvaktinni á Rás 1 var rætt um rússneska stjórnarandstæðinginn Alexei Navalny, sem liggur fársjúkur á Charité-spítalanum í Berlín. Þýsk stjórnvöld segja hafið yfir allan vafa að veikindi hans séu afleiðingar eitrunar, honum hafi verið byrlað taugaeitrið novichok.
03.09.2020 - 10:14