Asía

Heimsglugginn
Meira bóluefni en eftirspurn víða á Vesturlöndum
Víðast á Vesturlöndum er nú meira framboð af bóluefni gegn COVID-19 en eftirspurn. Mörg ríki hafa gripið til aðgerða til að hvetja almenning til að láta bólusetja sig, en í mörgum ríkjum er tortryggni á bólusetningar, einkum þar sem traust á stjórnvöldum er ekki jafn mikið og á Íslandi. Um þetta var fjallað í Heimsglugga vikunnar á Morgunvakt Rásar-1
Frakkar veita Líbönum neyðaraðstoð
Frakkar ætla að veita Líbönum hundrað milljónir evra í neyðaraðstoð og senda þeim fimm hundruð þúsund skammta af bóluefni gegn kórónuveirunni. Eitt ár er í dag frá gríðarlegri sprengingu við höfnina í Beirút.
Hvítrússnesk hlaupakona fær hæli í Póllandi
Hvítrússneska hlaupakonan Krystina Tsimanouskaya flaug í nótt frá Tókíó til Vínarborgar og heldur þaðan áfram til Póllands, þar sem hún hefur fengið pólitískt hæli. Tsimanouskaya, sem keppti í 4 X 400 metra boðhlaupi á Ólympíuleikunum og átti að hlaupa 200 metrana líka, neitaði að hlýða fyrirmælum um að snúa aftur til Hvíta Rússlands. Þess í stað leitaði hún hælis í pólska sendiráðinu í Tókíó, af ótta við harða refsingu þegar heim kæmi.
04.08.2021 - 04:45
Afganistan
Boða harða gagnsókn og hvetja borgarbúa til að flýja
Yfirstjórn afganska hersins hvetur íbúa borgarinnar Lashkar Gah í suðurhluta landsins til að flýja borgina tafarlaust þar sem stjórnarherinn sé í þann mund að hefja stórfellda gagnárás til að hrekja talibana frá borginni. Tugir borgarbúa hafa þegar fallið í bardögum stjórnarhers og talibana síðustu daga.
04.08.2021 - 03:43
Þúsundir berjast við eldana í Tyrklandi
Skógareldar í suðvesturhluta Tyrklands ógna varmaorkuveri við ferðamannabæinn Milas. Þeir hafa orðið að minnsta kosti átta manns að bana. Á sjötta þúsund berjast við eldana og notast við mönnuð og ómönnuð loftför og hundruð slökkvibíla.
03.08.2021 - 13:45
Forseti Afganistan gagnrýnir brottflutning herliðs
Stjórnarherinn í Afganistan reynir nú með öllum mætti að koma í veg fyrir að Talibanar leggi undir sig höfuðborgir þriggja héraða landsins. Forseti Afganistan segir þá ákvörðun að kalla alþjóðlegt herlið frá landinu aðalástæðuna fyrir auknum átökum.
02.08.2021 - 12:40
Yfir 300 látnir í flóðum í Kína
Yfirvöld í kínverska héraðinu Henan hafa tilkynnt að alls hafi nú 302 hið minnsta látist í mannskæðum flóðum í héraðinu í síðasta mánuði.
02.08.2021 - 12:03
Erlent · Asía · Kína · Hamfarir · Flóð
Þrjú hundruð þúsund veðurteppt í Bangladess
Flóð af völdum monsúnrigninga í suðausturhluta Bangladess valda því að yfir þrjú hundruð þúsund íbúar í þorpum á svæðinu eru innilokaðir. Óveðrið hefur orðið að minnsta kosti tuttugu að bana, þar á meðal sex Róhingja-flóttamönnum frá Mjanmar.
30.07.2021 - 13:32
Sextugir og eldri fá þriðju sprautuna í Ísrael
Bólusetningarátak hófst í Ísrael í dag þegar forseti landsins og eiginkona hans fengu þriðju sprautuna gegn kórónuveirunni. Hún stendur öllum landsmönnum til boða sem orðnir eru sextíu ára og eldri. Smitum hefur farið fjölgandi í Ísrael að undanförnu.
Mjanmar leitar eftir erlendri aðstoð
Yfirmaður herstjórnarinnar í Mjanmar biður erlendar þjóðir um hjálp til að hefta útbreiðslu kórónuveirunnar í landinu. Heilbrigðiskrefinu hefur hrakað mjög frá því að herinn rændi völdum í vetur.
29.07.2021 - 17:29
Skógareldar á ferðamannaslóðum í Tyrklandi
Þrír eru látnir og 122 hafa þurft að leita sér læknishjálpar vegna reykeitrunar eftir að skógareldar kviknuðu í Antalya-héraði í suðurhluta Tyrklands í gær. Meðal annars brennur gróður í og við ferðamannabæinn Manavgat. Að sögn tyrkneskra fjölmiðla hafa tuttugu hús brunnið í einu hverfi bæjarins. Þar bjuggu um fimm hundruð manns. Margir hafa verið fluttir á brott. Þyrlur eru notaðar við slökkvistarfið. Yfirvöld grunar að kveikt hafi verið í skóginum, þar sem eldurinn kom upp á fjórum stöðum.
29.07.2021 - 15:22
Smitum og dauðsföllum fjölgar hratt í Indónesíu
Yfir tvö þúsund létust af völdum COVID-19 í Indónesíu síðastliðinn sólarhring. Ástandið hefur ekki verið verra frá því að heimsfaraldurinn braust út í fyrra. 
27.07.2021 - 15:49
Leiðtogar Norður- og Suður-Kóreu ræðast við að nýju
Stjórnvöld í Norður- og Suður-Kóreu greindu frá því í morgun að ríkin hefðu tekið upp samskipti að nýju, rúmu ári eftir að Norður-Kóreumenn lokuðu á allar opinberar samskiptaleiðir milli ríkjanna. Í tilkynningu frá forsetaskrifstofu Suður-Kóreu segir að leiðtogarnir hafi átt í bréfasamskiptum síðan í vor, sem leiddu til þessarar niðurstöðu.
27.07.2021 - 05:52
Kallar Bandaríkjaher heim frá Írak -- en þó ekki
Hlutverk Bandaríkjahers í Írak mun breytast nokkuð frá áramótum, samkvæmt samkomulagi ríkjanna sem kynnt var á fréttamannafundi eftir viðræður Joes Bidens, Bandaríkjaforseta, og Mustafas al-Kadhimis í Hvíta húsinu í gær. Fjöldi bandarískra hermanna í landinu mun þó að líkindum ekki breytast til muna.
27.07.2021 - 01:27
Hvetja Bandaríkin til að hætta að „skrímslavæða“ Kína
Stjórnvöld í Peking hvetja Bandaríkjamenn til að hætta að „skrímslavæða" Kína og víkja af þeirri röngu braut sem þeir hafi fetað í samskiptum ríkjanna til þessa. Þetta kemur fram í greinargerð kínverska utanríkisráðuneytisins um viðræður aðstoðarutanríkisráðherra stórveldanna, Wendy Sherman og Xie Feng, í Kína í gær. Sherman kom til viðræðna við Xie í borginni Tianjin í gær.
26.07.2021 - 04:36
Heitir áframhaldandi stuðningi við afganska herinn
Háttsettur bandarískur hershöfðingi segir Bandaríkjamenn munu halda áfram loftárásum til að aðstoða afganska stjórnarherinn í baráttu hans við talibana, sem hafa sótt hart fram í Afganistan síðustu vikur. Kenneth McKenzie, hershöfðingi í landgönguliði Bandaríkjahers og yfirmaður heraflans í Afganistan, lýsti þessu yfir á fréttamannafundi í Kabúl í gær.
Sjónvarpsfrétt
Hörmungar og versta efnahagskrísa síðustu 150 ára
Pólitískur óstöðugleiki og eitt versta efnahagshrun síðustu 150 ára eru aðeins hluti þess sem íbúar Líbanons glíma við. Gjaldmiðillinn er svo gott sem ónýtur og meira en helmingur þjóðarinnar lifir undir fátæktarmörkum.
25.07.2021 - 20:30
Leita að eftirlifendum í kappi við tímann
Fjölmennt leitarlið vinnur nú baki brotnu í kappi við tímann í von um að finna fólk á lífi á hamfarasvæðunum á vestanverðu Indlandi, þar sem ógurlegar monsúnrigningar síðustu daga ollu mannskæðum flóðum. Á annað hundrað þúsund manns hafa verið flutt frá þeim svæðum sem verst hafa orðið úti í ríkjunum Goa og Maharashtra.
25.07.2021 - 06:18
Mannskæð flóð á Filippseyjum
Þúsundir hafa þurft að flýja heimili sín og vinnustaði í Manila og nærsveitum vegna flóða í kjölfar margra daga steypiregns sem dunið hefur á Filippseyjum undanfarna daga. Minnst einn maður hefur látið lífið í flóðunum. Þúsundir hafast nú við í neyðarskýlum í og umhverfis borgina, þar á meðal um 15.000 manns sem fluttir voru í hasti frá borginni Marikina þegar áin sem rennur í gegnum hana tók að vaxa hratt og mikið.
25.07.2021 - 03:22
Útgöngubann um nætur í Afganistan
Ríkisstjórn Afganistans fyrirskipaði í dag útgöngubann um nær allt land frá klukkan tíu á kvöldin til fjögur að morgni, í von um að torvelda talibönum þannig innrásir í bæi og borgir landsins. Útgöngubannið gildir alstaðar nema í höfuðborginni Kabúl og tveimur héruðum öðrum.
25.07.2021 - 00:53
Indland
Sólarhringsúrkoman slagar upp í ársúrkomu í Reykjavík
Minnst 115 eru látnir í monsúnrigningu á Indlandi. Björgunarmenn vaða hnjádjúpan aur og brak í leit að eftirlifendum en aurskriður hafa hrifið með sér fjölda húsa í landinu.
24.07.2021 - 19:36
Yfir 100 látin í flóðum og skriðum á Indlandi
Minnst 112 manns hafa látist í flóðum og aurskriðum í Maharashstra-ríki í vesturhluta Indlands og fjölda fólks er enn saknað. Monsún-regntímabilið stendur sem hæst á þessum slóðum og síðasta sólarhringinn mældist 594 millimetra úrkoma á Indlandi vestanverðu. Ár flæða víða yfir bakka sína og það gildir líka um síki og skipaskurði.
24.07.2021 - 00:25
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Indland · Flóð
Öryggisráðið fordæmir yfirlýsingar Erdogans
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fordæmdi í dag yfirlýsingu Receps Tayyips Erdogans Tyrklandsforseta um að tvö ríki skuli vera á Kýpur og að Kýpur-Tyrkjum verði leyft að flytja til draugabæjarins Varosha á eyjunni. 
23.07.2021 - 17:28
Erlent · Asía · Evrópa · Stjórnmál · Tyrkland · Kýpur
Tugir látnir eftir aurskriður á Indlandi
Að minnsta kosti 44 hafa látist í aurskriðum í Maharashtraríki í vesturhluta Indlands og 38 til viðbótar er saknað. Monsún-regntímabilið stendur sem hæst á þessum slóðum.
23.07.2021 - 14:55
Slæmt ástand í Henan-héraði í Kína
Flóð í Henan-héraði í miðhluta Kína hafa kostað yfir fimmtíu manns lífið. Gert er ráð fyrir að manntjón sé mun meira. Hundruð þúsunda hafa verið flutt að heiman, en margir eru innlyksa vegna vatnavaxta og ónýtra samgöngumannvirkja.
23.07.2021 - 11:58
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Kína · Flóð