Asía

Neyðarástand meðal milljóna í Afganistan
Milljónir Afgana eiga allt sitt undir því að samfélag þjóðanna haldi áfram að veita þeim mannúðaraðstoð, að sögn yfirmanns Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Ófriður í landinu hefur hrakið hundruð þúsunda á vergang á þessu ári.
Heimskviður
Nagorno-Karabakh: Jerúsalem fyrir Armena og Asera
Nagorno-Karabakh, lítið hérað í Suður-Kákasusfjöllunum, hefur verið bitbein Armeníu og Aserbaísjan áratugum saman. Nýlega kom til harðra átaka þar, sem endaði með friðarsamkomulagi, sem ekki allir eru ánægðir með. Síðasta friðarsamkomulag entist í 26 ár. Að baki ófriðnum eru flókin pólitísk átök sem fleiri þjóðir hafa dregist í.
21.11.2020 - 08:13
Alvarlegasta hungursneyð í áratugi vofir yfir
Alvarlegasta hungursneyð í marga áratugi er yfirvofandi í Jemen verði ekkert að gert, að sögn Sameinuðu þjóðanna. Hætta er á að milljónir landsmanna svelti til bana.
20.11.2020 - 17:59
Veirusmit á Indlandi yfir níu milljónir
Kórónuveirusmit eru komin yfir níu milljónir á Indlandi. Andlát af völdum veirunnar eru rúmlega 132 þúsund, samkvæmt opinberum tölum. Talið er að dauðsföllin séu mun fleiri. 
20.11.2020 - 08:31
Mótmælendum hótað hörðu
Prayut Chan-o-cha, forsætisráðherra Taílands, varaði í morgun við því að lögregla og öryggissveitir myndu bregðast við frekari mótmælum í landinu af fullum þunga.
19.11.2020 - 08:11
Erlent · Asía · Taíland
Yfir tvær milljónir greinst smitaðar í Frakklandi
Yfir tvær milljónir manna hafa nú greinst með kórónuveirusmit í Frakklandi og er það fyrst landa í Evrópu sem þar sem sá fjöldi greinist. Frakkland er í fjórða sæti ríkja yfir fjölda staðfestra smita á eftir Brasilíu, Indlandi og Bandaríkjunum.
18.11.2020 - 09:38
Áformar frekari heimkvaðningu hermanna
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, áformar enn frekari fækkun í liði bandaríska hersins í Afganistan og Írak. Þetta hafa fjölmiðlar vestanhafs eftir fulltrúum stjórnvalda í Washington. Verið sé að leggja lokahönd á áætlanir þessa efnis.
Utanríkisráðherra Armeníu lætur af embætti
Aukinn þrýstingur er á Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, að segja af sér eftir að Zohrab Mnatsakanyan, utanríkisráðherra landsins, tilkynnti afsögn sína í gær. Rússneska fréttastofan Tass segir að honum hafi verið vikið úr embætti.
17.11.2020 - 09:07
Dragon Resilience komin til alþjóðlegu geimstöðvarinnar
Geimflaugin Resilience lagðist að alþjóðlegu geimstöðinni, ISS, klukkan fjögur í nótt að íslenskum tíma. Resilience er Dragon-fólksflutningaflaug úr smiðju bandaríska einkafyrirtækisins SpaceX, sem skotið var á loft frá Canaveralhöfða í Flórída á sunnudagskvöld. Fjórir menn eru um borð, þrír Bandaríkjamenn og einn Japani.
Belgísk dúfa seld til Kína fyrir 260 milljónir
Tveggja ára belgísk keppnisdúfa á eftirlaunum, Nýja Kim að nafni, var seld fyrir metfé á netuppboði sem lauk í gær. Eftir harðvítugan lokasprett tveggja æstra dúfnakarla var hún slegin á 1,6 milljónir evra, jafnvirði 260 milljóna króna.
16.11.2020 - 07:37
Erlent · Asía · Evrópa · Belgía · Kína
Stærsti fríverslunarsamningur heims undirritaður
Fulltrúar Kína, Japans, Ástralíu og tólf annarra þjóða í Asíu og Eyjaálfu undirrituðu í morgun fríverslunarsamning sem að líkindum er sá stærsti sem gerður hefur verið, þegar horft er til landsframleiðslu ríkjanna sem eiga aðild að honum.
15.11.2020 - 08:08
Fréttir af morði í Teheran „uppspuni í Hollywood-stíl“
Stjórnvöld í Íran segja ekkert hæft í frétt bandaríska blaðsins New York Times um að ísraelskir leyniþjónustumenn hafi myrt háttsettan leiðtoga al-Kaída á götum Teherans í sumar, að undirlagi bandarískra yfirvalda. Í yfirlýsingu íranska utanríkisráðuneytisins, sem birt var skömmu eftir að New York Times birti frétt sína af málinu, eru bandarískir fjölmiðlar varaðir við því að falla fyrir frásögnum bandarískra og ísraelskra embættismanna „í Hollywood-stíl."
15.11.2020 - 07:29
Skylduð í sýnatöku að viðlögðum sektum eða fangelsi
Frá og með deginum í dag er öllum íbúum Hong Kong sem tilheyra áhættuhópum skylt að undirgangast skimun fyrir COVID-19. Þau sem ekki hlýða þessu fyrirmælum og neita að láta taka úr sér sýni verða sektuð. Neiti fólk ítrekað að fara í skimun getur það átt von á allt að sex mánaða fangelsisdómi.
15.11.2020 - 06:21
Nær hálf milljón Víetnama flýr yfirvofandi fellibyl
Stjórnvöld í Víetnam hafa gert um 460.000 manns að yfirgefa heimili sín og koma sér í öruggt skjól vegna yfirvofandi ofsaveðurs. Fellibylurinn Vamco, sem varð minnst 42 að fjörtjóni á Filippseyjum í vikunni og eyðilagði eða stórskemmdi yfir 300.000 heimili á Luzon-eyju, er byrjaður að láta til sín taka við strönd Víetnams, þar sem hann mun ganga á land með morgninum.
15.11.2020 - 04:07
Erlent · Asía · Hamfarir · Veður · Víetnam · Filippseyjar · fellibylur
Ísraelar myrtu Al-Kaída-mann í Íran fyrir Bandaríkin
Útsendarar ísraelsku leyniþjónustunnar Mossad myrtu háttsettan leiðtoga hryðjuverkanetsins Al-Kaída á götu í Teheran, höfuðborg Írans í ágúst síðastliðnum, að undirlagi bandarískra stjórnvalda. Með honum var dóttir hans, sem líka var skotin til bana. Þetta hefur New York Times eftir ónafngreindum heimildarmönnum innan bandarísku leyniþjónustunnar.
14.11.2020 - 07:16
42 fórust á Filippseyjum og þúsundir enn í vanda
Minnst 42 létu lífið þegar fellibylurinn Vamco gekk yfir Filippseyjar í vikunni og björgunarstörfum er langt í frá lokið. Strandgæsla, her, slökkvilið og aðrir viðbragðsaðilar keppast enn við að bjarga þúsundum íbúa Kagajan-héraðs á norðurodda Luzoneyju, sem komast hvorki lönd né strönd vegna flóða í kjölfar fellibylsins. Wamco var þriðji fellibylurinn sem skall á Filippseyjum á þremur vikum, en sá 21. og jafnframt sá mannskæðasti á árinu.
14.11.2020 - 04:09
Biðja Bandaríkjamenn að halda sig í Afganistan
Frönsk stjórnvöld ætla að fara þess á leit við bandarísk yfirvöld að þau kalli herlið sitt ekki heim frá Afganistan eða Írak. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur undanfarið dregið mjög úr fjölda hermanna í Afganistan og við það eru Frakkar ekki sáttir.
Kínverjar sendu Biden hamingjuóskir
Kínverjar hafa sent Joe Biden, nýkjörnum forseta Bandaríkjanna, hamingjuóskir, nærri viku eftir að fjölmiðlar vestanhafs lýstu hann sigurvegara kosninganna.
Flokkur Suu Kyi sigraði í Mjanmar
Lýðræðisfylkingin, flokkur Aung San Suu Kyi, leiðtoga Mjanmar, sigraði í þingkosningunum sem fram fóru í landinu um síðustu helgi og hefur tryggt sér hreinan meirihluta á þingi þótt enn eigi eftir telja hluta atkvæða.
13.11.2020 - 08:21
Erlent · Asía · Mjanmar
TikTok ekki bannað um sinn
Enn hefur fyrirhuguðu banni ríkisstjórnar Donald Trumps Bandaríkjaforseta á kínverska samfélagsmiðlinum TikTok verið frestað. Forsetinn segir forritið ógn við þjóðaröryggi en illa gengur að meina um 100 milljón notendum aðgang að því vestanhafs.
Minnst 14 látin í flóðum og skriðum á Filippseyjum
Fellibylurinn Vamco, sem herjað hefur á Luzon-eyju, stærstu eyju Filippseyja síðustu daga, hefur kostað minnst 14 mannslíf, samkvæmt upplýsingum frá yfirvöldum, og minnst jafnmargra er saknað. Talsmaður almannavarna upplýsti að enn gæti fjölgað í þessum hópi, og raunar hefur herinn, sem staðið hefur í ströngu í björgunarstörfum, sagt að 39 séu látin og 22 saknað.
13.11.2020 - 06:33
Fyrsta tap Emirates í þrjá áratugi
Arabíska flugfélagið Emirates, sem gert er út í Dúbaí, tilkynnti í dag að tap á rekstrinum á öðrum og þriðja ársfjórðungi hafi numið 3,4 milljörðum dollara. Þetta er í fyrsta sinn í meira en þrjá áratugi sem fyrirtækið er rekið með tapi.
Rússar og Tyrkir ræða sameiginlegt eftirlit
Rússnesk sendinefnd er væntanleg til Tyrklands til að ræða sameiginlegt eftirlit með vopnahléi Armena og Asera. Mevlut Cavusoglu, utanríkisráðherra Tyrklands, greindi frá þessu í morgun.
12.11.2020 - 09:03
Mikil flóð eftir þriðja fellibylinn á þremur vikum
Mikil flóð eru nú í og við Manila, höfuðborg Filippseyja, eftir að fellibylurinn Vamco fór þar yfir með stólparok og steypiregn. Fjöldi fólks forðaði sér upp á húsþök og kemst hvergi þar sem heilu hverfin mara í hálfu kafi. Yfirvöld vara við hættu á frekari flóðum, aurskriðum og mögulega sjávarflóðum í Manila og nágrenni, þar sem yfir 12 milljónir manna búa.
12.11.2020 - 06:23
Var forsætisráðherra í meira en hálfa öld
Khalifa bin Salman al-Khalifa prins, forsætisráðherra Barein, er látinn 84 ára að aldri. Enginn hefur setið lengur í embætti forsætisráðherra en Khalifa prins, en hann gegndi þeim starfa í rúma hálfa öld frá því í janúar 1970 eða áður en Barein hlaut sjálfstæði árið 1971.
11.11.2020 - 09:58
Erlent · Asía · Barein