Asía

Máttu alls ekki við þessu áfalli
Héðinn Halldórsson, fyrrverandi fréttamaður, bjó um árabil í Beirút og segir líbönsku þjóðina alls ekki mega við áfallinu af sprengingunum. Héðinn segir mikinn óróa vera í landinu og það hafi í raun verið á barmi algers efnahagshruns.
05.08.2020 - 13:06
Mikið manntjón í Beirút
Vitað er að meira en 100 létu lífið í tveimur miklum sprengingum við höfnina í Beirút, höfuðborg Líbanons, í gær. Líklega hafa mun fleiri látist. Yfir fjögur þúsund særðust í sprengingunni. Margir eru alvarlega sárir.
05.08.2020 - 12:45
Yfir 100 látin í Beirút
Fórnarlömb sprenginganna við höfnina í Beirút í gær eru orðin fleiri en eitt hundrað talsins, samkvæmt nýjustu upplýsingum frá Rauða krossinum í Líbanon. Á fimmta þúsund slösuðust í sprengingunum, mörg þeirra alvarlega. Forseti Líbanons, Michel Aoun, hefur boðað til neyðarfundar ríkisstjórnar og öryggisráðs landsins, þar sem hann hyggst leita heimildar til að lýsa yfir neyðarástandi í landinu næstu tvær vikurnar.
05.08.2020 - 06:18
Erlent · Asía · Hamfarir · Líbanon
Kosið á Srí Lanka í dag
Þingkosningar fara fram á Srí Lanka í dag, eftir að hafa verið frestað í tvígang vegna COVID-19 faraldursins. Strangar öryggis- og sóttvarnarreglur gilda á kjörstöðum til að draga úr smithættu. Rúmar 16 milljónir eru á kjörskrá og þurfa kjósendur að bera grímu fyrir vitum sér, halda sig í tilskilinni fjarlægð frá næsta manni og taka eigin blýant eða penna með á kjörstað, til að merkja við sinn flokk.
05.08.2020 - 04:07
Sprengingar í Beirút ollu skjálfta sem mældist 3,5
Tvær gríðarlegar sprengingar við höfnina í Beirút, höfuðborg Líbanons, í gær framkölluðu höggbylgjur sem mældust 3,5 á jarðskjálftamælum. Jarðvísindastofnun Þýskalands greinir frá þessu. Minnst 78 fórust í sprengingunum og um 4.000 slösuðust, mörg alvarlega. Yfirtollstjóri Líbanons varpar ábyrgðinni á hafnarstjórann í Beirút.
05.08.2020 - 03:24
Erlent · Asía · Hamfarir · Líbanon · Beirút
Viðtal
„Ótal skilaboð þar sem fólk spyr um ástvini sína“
Íbúi í Beirút segir stöðugt sírenuvæl hafa ómað síðan í borginni allt frá því öflugar sprengjur sprungu við höfnina síðdegis í dag. Fjöldi fólks leita í örvætingu að ástvinum sínum og spítalar noti samfélagsmiðla til þesa að biðla til fólks um að gefa blóð.
04.08.2020 - 23:12
Erlent · Asía · Líbanon · Beirút
Hundruð særð eftir gríðarlega öfluga sprenginu í Beirút
Öflug sprenging varð í Beirút, höfuðborg Líbanon, fyrir skömmu. Þykkur reykmökkur er yfir borginni og fréttaritari Al Jazeera í Beirút segir að fólk sé skelfingu lostið. Heilbriðisráðherra landsins segir að hundruð séu særð og eyðilegging mikil.
04.08.2020 - 16:18
Erlent · Asía · Líbanon
Vill nota alkóhól eða steinolíu til sótthreinsunar
Kórónuveirufaraldurinn magnast víða um heim, yfirvöld á Indlandi skýrðu frá því að 803 hefur látist úr COVID-19 í gær og 50 þúsund ný tilfelli hefðu verið staðfest í gær. Það er meira en í nokkru öðru landi. Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, ráðleggur fólki að sótthreinsa sig með alkóhóli eða steinolíu.  
04.08.2020 - 12:35
Mótmæla frestun kosninga í Hong Kong
Stjórnarandstæðingar í Hong Kong saka Carrie Lam, leiðtoga heimastjórnarinnar, um að nota COVID-19 farsóttina sem blóraböggul til að fresta kosningum til héraðsþings sjálfstjórnarsvæðisins.
31.07.2020 - 16:09
Fimm hundruð talibanar látnir lausir
Ashraf Ghani, forseti Afganistans, fyrirskipaði í dag að fimm hundruð talibönum yrði sleppt úr fangelsi. Þriggja sólarhringa vopnahlé er gengið í gildi í landinu vegna Eid al-Adha trúarhátíðarinnar.
31.07.2020 - 15:08
Drukku handspritt og dóu
Níu eru látnir í þorpinu Kurichedu í Andhra Pradesh á Indlandi eftir að hafa drukkið handspritt. AFP fréttastofan hefur eftir lögregluvarðstjóra í þorpinu að mennirnir hafi gripið til handsprittsins þar sem áfengisverslunum hafði verið lokað vegna kórónuveirunnar. Þeir blönduðu það með vatni eða gosdrykk og teiguðu í stórum skömmtum þar til þeir misstu meðvitund. Allir voru látnir þegar komið var með þá á sjúkrahús.
31.07.2020 - 14:54
Vara við stórum jarðskjálfta í Nýju Delhi
Íbúar Nýju-Delhi, höfuðborgar Indlands, eru beðnir um að vera viðbúnir öflugum jarðskjálfta. Þetta kemur fram í opnuauglýsingu sem birt er í víðlesnustu dagblöðum landsins. Verði af skjálftanum kann líf hundraða þúsunda að vera í hættu.
30.07.2020 - 16:48
Slakað á kröfum um veitingasölu í Hong Kong
Yfirvöld í Hong Kong hafa slakað á takmörkunum varðandi sölu á veitingum - einungis degi eftir að reglur voru hertar á ný vegna fjölgunar kórónuveirusmita.
30.07.2020 - 09:00
Metfjöldi smita í Ástralíu og víðar
Sjö hundruð tuttugu og þrír greindust með kórónuveirusmit í Ástralíu síðasta sólarhring, sem er mesti fjöldi á einum degi síðan farsóttin barst til landsins. Þrettán dóu úr COVID-19.
30.07.2020 - 08:52
Erlent · Asía · Evrópa · Eyjaálfa · Ástralía · Japan · Úkraína · COVID-19 · Kórónuveiran
Tyrkir herða lög um samfélagsmiðla
Tyrkneska þingið samþykkti umdeilt lagafrumvarp í dag sem heimilar stjórnvöldum að hafa afskipti af efni sem ratar inn á samfélagsmiðla á borð við Facebook og Twitter. Gagnrýnendur nýju laganna telja markmið þeirra að hefta málfrelsi.
29.07.2020 - 16:21
Barn lést og hundruð veiktust af matareitrun
Barn lést og sjö hundruð hafa veikst úr matareitrun eftir að hafa snætt skyndibita frá veitingastað skammt utan Amman, höfuðborgar Jórdaníu. Jórdanska heilbrigðisráðuneytið greindi frá þessu í morgun.
29.07.2020 - 10:16
Indland: Staðfest smit ríflega ein og hálf milljón
Fleiri en ein og hálf milljón manna hefur greinst með kórónuveirusmit á Indlandi, en ríflega 34.000 hafa dáið úr COVID-19.
29.07.2020 - 08:28
Mikil úrkoma og flóð í Jemen
Tugir hafa farist og margir misst heimili sín í flóðum í Jemen. Þá hafa tjöld í flóttamannabúðum skolast burt í hamförunum.
28.07.2020 - 08:32
Erlent · Asía · Jemen · COVID-19
Najib sakfelldur fyrir fjársvik og peningaþvætti
Najib Razak, fyrrverandi forsætis- og fjármálaráðherra Malasíu, var í morgun fundinn sekur um öll sjö brot sem hann var ákærður fyrir í fyrstu réttarhöldunum yfir honum vegna milljarða fjársvikamáls. Málið er kennt við opinbera fjárfestingasjóðinn 1MDB og teygir anga sína til fjölmargra landa. Meðal sakarefna eru misnotkun á almannafé, peningaþvætti og misnotkun valds.
28.07.2020 - 05:22
Mannfall í mótmælum í Írak
Tveir voru skotnir til bana í mótmælum í Bagdad, höfuðborg Íraks, snemma í morgun. Þetta eru fyrstu dauðsföllin í mótmælum í Írak síðan Mustafa al-Kadhemi, tók þar við sem forsætisráðherra í maí.
27.07.2020 - 10:50
COVID-19: Þúsundir fluttar frá Danang
Yfirvöld í Víetnam ætla að flytja um 80.000 manns frá borginni Danang eftir að þrír borgarbúa greindust með kórónuveirusmit í gær.
27.07.2020 - 08:51
Helmingur allra COVID-19 smita í þremur löndum
Um helmingur allra staðfestra COVID-19 tilfella í heiminum greindust í þremur löndum: Bandaríkjunum, Brasilíu og Indlandi. Alls hafa nær 16,3 milljónir greinst með kórónaveiruna sem veldur COVID-19 og bættust rúm 220.000 í þann hóp síðasta sólarhringinn. Var gærdagurinn þrettándi dagurinn í röð, þar sem nýsmit voru yfir 200.000.
27.07.2020 - 06:16
Rúmlega 16 milljónir hafa greinst með COVID-19
Staðfest kórónaveirusmit í yfirstandandi heimsfaraldri eru orðin rúmlega 16 milljónir talsins, samkvæmt gögnum Johns Hopkins háskólans í Maryland í Bandaríkjunum, nánar tiltekið16 milljónir og 47 þúsund. Dauðsföll af völdum COVID-19 eru tæplega 645.000 og hartnær 9,3 milljónir smitaðra hafa meira og minna náð sér af sjúkdómnum.
26.07.2020 - 06:30
Grunur um fyrsta kórónaveirusmitið í Norður Kóreu
Ríkisfréttastofa Norður Kóreu skýrði frá því í gærkvöld að fyrsta COVID-19-tilfellið hefði að öllum líkindum greinst þar í landi. Samkvæmt fréttinni er hinn smitaði karlmaður sem flýði land fyrir þremur árum en sneri aftur til Norður Kóreu í síðustu viku. Maðurinn var í landamæraborginni Kaesong þegar hann greindist með kórónaveiruna og hefur borgin verið einangruð og útgöngubann sett á íbúana.
26.07.2020 - 04:30
Kínversk vísindakona handtekin í Kaliforníu
Kínversk vísindakona sem bandarísk yfirvöld sökuðu um að hafa logið til um tengsl sín við kínverska herinn þegar hún sótti um landvistarleyfi vestanhafs var handtekin og fangelsuð í Sacramento í Kaliforníu í gær. Bandaríska dómsmálaráðuneytið birti nýverið ákærur á hendur Juan Tang, 37 ára líffræðingi, og þremur kínverskum vísindamönnum öðrum fyrir að afla sér landvistarleyfis á fölskum forsendum.