Asía

Frans páfi hitti erkiklerkinn Sistani
Ali Sistani, erkiklerkur sjítamúslíma í Írak, tók á móti Frans páfa fyrsta, æðsta manni kaþólsku kirkjunnar, á heimili sínu í hinni helgu borg Najaf í morgun. Sistani, sem er níræður að aldri, tekur nær aldrei á móti gestum, segir í frétt AFP, en gerði undantekningu fyrir hinn 84 ára Frans, sem er fyrsti páfi sögunnar til að heimsækja Írak. Markmið ferðarinnar er tvíþætt; að blása hinum fáu kristnu mönnum sem enn búa í Írak móð í brjóst og rétta sjítum sáttarhönd.
06.03.2021 - 06:56
Frans páfa vel fagnað í Írak
Frans páfi kom í dag í heimsókn til Íraks. För hans er söguleg fyrir ýmsar sakir, meðal annars þá að páfi hefur aldrei áður komið til landsins. Miklar öryggisráðstafanir hafa verið gerðar vegna hins ótrygga ástands í Írak.
05.03.2021 - 17:51
Neyðarástand framlengt í Japan
Stjórnvöld í Japan framlengdu neyðarástand vegna COVID-19 farsóttarinnar um hálfan mánuð í dag, til 21. mars. Það nær til höfuðborgarinnar Tókýó og næstu héraða.
05.03.2021 - 15:47
Enn þrengt að lýðræðissinnum í Hong Kong
Árleg samkoma kínverska þingsins var sett í morgun og stendur í eina viku. Athygli hefur vakið frumvarp, sem lagt var fram í morgun, um frambjóðendur til þings í Hong Kong og er talið munu torvelda lýðræðissinnum að komast þar að.
05.03.2021 - 12:00
Erlent · Asía · Kína · Hong Kong
Páfi hélt af stað í morgun til Íraks
Frans páfi lagði í morgun af stað í þriggja daga heimsókn til Íraks sem er söguleg í ýmsum skilningi. Þetta er í fyrsta skipti sem páfi heimsækir Írak og er jafnframt fyrsta utanlandsför páfa síðan kórónuveirufaraldurinn hófst. 
05.03.2021 - 09:50
Hvetur nauðgara til að kvænast barnungum brotaþola
Undirskriftasöfnun er hafin á Indlandi þar sem kallað er eftir afsögn forseta hæstaréttar, eftir að hann ráðlagði manni sem ákærður er fyrir nauðgun, að kvænast þolandanum, stúlku á skólaaldri, til að forða sér frá fangelsisdómi. „Ef þú vilt giftast [henni], þá getum við hjálpað þér,“ sagði dómarinn, Sharad Arvind Bobde, við sakborninginn þegar réttað var yfir honum. „Ef ekki, þá missirðu vinnuna og ferð í fangelsi.“
05.03.2021 - 04:18
Reyndu að flytja milljarð dollara frá Bandaríkjunum
Bandarískir embættismenn komu í veg fyrir að herforingjastjórnin í Mjanmar tæmdi varasjóð seðlabanka Mjanmars, sem vistaður er í Seðlabanka New York-ríkis, samtals um einn milljarð Bandaríkjadala, jafnvirði nær 130 milljarða íslenskra króna.
05.03.2021 - 01:52
Vinna saman í baráttu við veiruna
Leiðtogar Danmerkur, Austurríkis og Ísraels sammæltust í dag um að stofna sjóð til að efla þróun og framleiðslu bóluefnis gegn COVID-19. Þau hittust í dag á fundi í Jerúsalem. Mette Frederiksen vísar á bug að með fundinum hafi hún átt þátt í að styrkja stöðu Benjamíns Netanyahus fyrir komandi þingkosningar.
04.03.2021 - 17:53
Níu fórust í þyrluslysi í Tyrklandi
Níu tyrkneskir hermenn létust og fjórir slösuðust þegar þyrla sem þeir ferðuðust með fórst í dag í héraðinu Bitlis í suðausturhluta Tyrklands. Í yfirlýsingu frá varnarmálaráðuneyti landsins segir að samband við þyrluna hafi rofnað hálfri klukkustund eftir að hún hóf sig á loft. Leit hófst þegar í stað með flugvél, þyrlu og nokkrum drónum. Ekkert hefur verið gefið upp um hugsanlega ástæðu slyssins.
04.03.2021 - 16:43
Erlent · Asía · Tyrkland · flugslys
Heimsglugginn
Heimsglugginn: Sturgeon í kröppum dansi
Íhaldsflokkurinn í Skotlandi hefur lagt fram vantrauststillögu á Nicolu Sturgeon, fyrsta ráðherra Skotlands og leiðtoga Skoska þjóðarflokksins, SNP, vegna meintra ósanninda hennar um meðferð kærumála kvenna á Alex Salmond, fyrrverandi leiðtoga SNP. Sturgeon bar vitni fyrir þingnefnd í allan gærdag. Fréttaskýrendur telja hana hafa staðið af sér atlögu Íhaldsmanna sem þó segja spurningum ósvarað og ætla að halda vantrauststillögunni til streitu.
Tugir drepnir í mótmælum í gær
Ekkert lát er á mótmælum gegn herforingjastjórninni í Mjanmar þrátt fyrir aukna hörku öryggissveita og fóru þúsundir út á götur borga og bæja í morgun til þess að lýsa andúð sinni á valdhöfum.
04.03.2021 - 08:29
Erlent · Asía · Mjanmar
Sex skotnir í mótmælum í Mjanmar
Að minnsta kosti sex voru skotnir til bana í mótmælum í Mjanmar í morgun. Fréttastofan AFP hefur eftir heilbrigðisstarfsfólki í Sagaing í norðurhluta landsins að þar hafi fjórir verið skotnir til bana. Þá staðfesti læknir í Mandalay að tveir hefðu látið þar lífið í mótmælum.
03.03.2021 - 09:23
Erlent · Asía · Mjanmar
Páfi ætlar til Íraks þrátt fyrir ólgu
Frans páfi heldur til Íraks á föstudag, en það verður hans fyrsta ferð til útlanda síðan kórónuveirufaraldurinn braust út og fyrsta ferð páfa til Íraks.
03.03.2021 - 09:08
Heita þróunarríkjum hálfum milljarði bóluefnaskammta
Kínversk stjórnvöld heita því að gefa hálfan milljarð skammta af kínverskum bóluefnum gegn COVID-19 til fátækari ríkja, sem eiga erfitt með að verða sér úti um nauðsynlegt magn bóluefna. Stjórnvöld í Peking hafa þegar upplýst að þau veiti 53 ríkjum það sem þau kalla „bóluefnaaðstoð" og flytji að auki út bóluefni til 27 landa.
03.03.2021 - 06:21
Öryggisráðið fundar um Mjanmar á föstudag
Fulltrúi Breta í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna kallar eftir því að ráðið komi saman á föstudag til að ræða valdarán hersins í Mjanmar og það ástand sem skapast hefur í landinu í framhaldi af því. AFP-fréttastofan greinir frá. Samkvæmt heimildum fréttastofunnar leggja Bretar til að fundurinn verði lokaður og hefjist klukkan 15.00 að íslenskum tíma.
03.03.2021 - 04:31
Þrjár ungar fjölmiðlakonur myrtar í Jalalabad
Illvirkjar myrtu þrjár kornungar fjölmiðlakonur í tveimur árásum í afgönsku borginni Jalalabad í gær. Stjórnvöld segja talibana hafa verið að verki, en þeir þræta fyrir ódæðisverkin. Konurnar, sem voru á aldrinum 18 til 20 ára, störfuðu við talsetningu vinsælla, tyrkneskra og indverskra framhaldsþátta fyrir sjónvarpsstöðina Enikass, sem starfrækt er í Jalalabad, héraðshöfuðborg Nangarhar.
03.03.2021 - 03:55
Myndskeið
„Barnæska í Jemen er sérstök gerð helvítis“
Ekki náðist að safna nema tæpum helmingi þess fjár sem þörf er á á áheitaráðstefnu Sameinuðu þjóðanna fyrir Jemen í gær. Fjármagnið sem þjóðir heims hétu er minna í ár enn í fyrra. „Að draga úr aðstoð er dauðadómur,“ sagði yfirmaður mannúðarmála eftir ráðstefnuna.
02.03.2021 - 19:20
Málshöfðun í Þýskalandi gegn Salman prins
Samtökin Fréttamenn án landamæra hafa höfðað mál í Þýskalandi á hendur Mohammed bin Salman, krónprins í Sádi-Arabíu, vegna morðsins á sádiarabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi og saka krónprinsinn um glæpi gegn mannkyni. Hann hafi einnig staðið á bak við ofsóknir á öðrum blaðamönnum.
02.03.2021 - 12:10
Ástandið í Mjanmar rætt á fundi ASEAN
Búist er við auknum þrýstingi á herforingjastjórnina í Mjanmar þegar utanríkisráðherrar ASEAN, samtaka ríkja í Suðaustur-Asíu, koma saman til fundar í Singapúr í dag, en ekki þó gert ráð fyrir að fundurinn breyti miklu um þróun mála í landinu.
02.03.2021 - 08:47
Erlent · Asía · Mjanmar
Tilbúinn í kosningar í Armeníu
Nikol Pashinyan, forsætisráðherra Armeníu, er reiðubúinn að rjúfa þing og boða til kosninga, verði það til að rjúfa pólitíska kreppu sem ríkt hefur í landinu frá lokum stríðsins við Aserbaísjan í fyrra. 
01.03.2021 - 17:46
Neita að hafa skotið á ísraelskt skip
Utanríkisráðuneytið í Íran vísaði í dag eindregið á bug ásökunum stjórnvalda í Ísrael um að Íranar hefðu ráðist á ísraelskt skip á Ómanflóa. Skipið, Helios Ray, varð fyrir sprengjuárás þar sem það var á leið frá Dúbaí til Singapúr. Tvö göt komu á síðu skipsins. Engan í áhöfninni sakaði.
01.03.2021 - 08:54
Aung San Suu Kyi kom fyrir rétt
Aung San Suu Kyi, sem sett var af sem leiðtogi Mjanmar fyrir mánuði, kom í dag fyrir rétt í Naypyidaw, höfuðborg landsins. Þar svaraði hún til saka sem almennt er talið að séu uppspuni herforingjastjórnar landsins. Fjarfundarbúnaður var notaður við yfirheyrsluna.
01.03.2021 - 07:20
Lýðræðissinnar ákærðir í Hong Kong
47 Hong Kong-búar voru í gær ákærðir vegna brota á nýjum öryggislögum kínverskra stjórnvalda. Allir eru þeir kærðir fyirr samsæri um niðurrifsstarfsemi. Þeir eiga yfir höfði sér allt að lífstíðarfangelsi verði þeir dæmdir.
01.03.2021 - 05:14
Vilja koma börnum úr flóttamannabúðum á Sýrlandi
Barnahjálparsjóður Sameinuðu þjóðanna, UNICEF, kallar eftir því að börn og ungmenni sem eru í flóttamannabúðum eða fangelsum í norðaustanverðu Sýrlandi verði hleypt heim. Ákallið kemur eftir að fjögur börn fórust í eldsvoða í yfirfullum flóttamannabúðum í Al-Hol í gær. 
01.03.2021 - 02:30
Fréttaskýring
Engin lognmolla framundan hjá Joe Biden
Á fyrsta degi í embætti undirritaði Joe Biden fjölda tilskipana til að afnema ákvarðanir fyrirrennara síns, Donalds Trumps. Biden hyggst gerbreyta stefnu Bandaríkjastjórnar bæði í innanríkis- og utanríkismálum. Demókratar ráða báðum deildum þingsins, en það getur samt reynst þrautin þyngri að hrinda stefnumálum í framkvæmd og uppfylla loforð úr kosningabaráttunni.