Ásahreppur

Sjónvarpsfrétt
Mestu vatnavextir í Ásahreppi í a.m.k. 12 ár
Víða um land flæddi vatn út á vegi í gær og í morgun. Bóndi í Ásahreppi segist ekki hafa séð svo mikla vatnavexti áður í tólf ára búmennsku sinni í hreppnum. Þetta er þó ekki með öllu slæmt því þessi blauti vetur dregur úr líkum á gróðureldum í sumar.
28.03.2022 - 19:44
Kosið um sameiningu fimm sveitarfélaga á Suðurlandi
Íbúar fimm sveitarfélaga á Suðurlandi kjósa ekki aðeins til Alþingis í dag því samhliða þeim kosningum er kosið um sameiningu sveitarfélaganna. Úrslit þeirra kosninga gætu legið fyrir um miðnættið.
Viðtal
Mikill áhugi á sameiningarkosningu á Suðurlandi
Formaður samstarfsnefndar um sameiningu sveitarfélaga á Suðurlandi segir að mikill áhugi sé fyrir kosningunni á laugardaginn samhliða Alþingiskosningum. Verði sameining samþykkt yrði nýja sveitarfélagið það stærsta að flatarmáli. 
Viðtal
Lýðræðishalli í byggðasamlögum eitt af kosningamálunum
Eitt af stóru málunum í sameiningarkosningum fimm sveitarfélaga á Suðurlandi er að afnema byggðasamlög. Kosningar um sameiningu fimm sveitarfélaga fer fram samhliða Alþingiskosningum. Formaður samstarfsnefndar um sameininguna segir að byggðasamlögin stuðli að ákveðnum lýðræðishalla því þau endurspegli ekki endilega vilja íbúa.
Sveitarfélög ekki á einu máli um Hálendisþjóðgarð
Þau sveitarfélög sem eiga aðild að óstofnuðum Hálendisþjóðgarði eru ekki einhuga í afstöðu sinni. Sum hafna áformunum alfarið eða setja fyrirvara um breytingar á frumvarpinu. Önnur styðja áformin heilshugar.
Boðar frumvarp í kjölfar dóms Hæstaréttar
Ráðherra sveitarstjórnarmála segir að í haust verði lagt fram frumvarp á Alþingi, þar sem lögum um tekjustofna sveitarfélaga verði breytt þannig að þau verði ekki lengur andstæð stjórnarskrá líkt og Hæstiréttur úrskurðaði í gær. 
Bentu á annmarkann án árangurs
Áður en Alþingi breytti lögum um tekjustofna sveitarfélaga árið 2012 bentu nokkur sveitarfélög þeim á að ein breytingin færi í bága við stjórnarskrá. Breytingin varð samt að lögum. Þetta segir lögmaður sveitarfélagana. Nú hefur Hæstiréttur dæmt þessum sveitarfélögum í vil og ríkið þarf líklega að greiða þeim rúman einn milljarð króna.
19 sóttu um stöðu sveitarstjóra Ásahrepps
Umsækjendur um stöðu sveitarstjóra Ásahrepps eru nítján talsins, að því er fram kemur á vef sveitarfélagsins. Íbúar í hreppnum voru 247 talsins í byrjun árs. Umsækjendurnir eru eftirfarandi:
12.07.2018 - 13:14
Harmar að tveir listar séu í framboði
Varaoddviti Ásahrepps harmar að kosið verði um lista í hreppnum í komandi kosningum. Það verður í fyrsta sinn kosið á þann hátt því að fram til þessa hefur ávallt verið persónukjör í hreppnum.
08.05.2018 - 11:15
Aftur opið á Hvolsvelli alla virka daga
Heilsugæslustöðin á Hvolsvelli verður opin eins og áður frá 16. febrúar. Þetta er samkomulag framkvæmdastjórnar Heilbrigðisstofnunar Suðurlands og sveitarstjóra Rangárþings eystra, ytra og Ásahrepps. Heilsugæslustöðin hefur verið opin þrjá daga í viku frá miðjum nóvember í stað fimm áður. Yfir 400 manns lýstu óánægju sinni á fundi með stjórn Heilbrigðisstofnunarinnar 11. janúar.
Samningurinn tímamót í skólamálum
Sveitarstjórnir Ásahrepps og Rangárþings ytra hafa gert samning um samvinnu í skólamálum og meginþáttum í starfsemi sinni. Samningurinn markar tímamót í sveitarfélögunum í skólamálum. Allir sveitarstjórnarmenn beggja hafa undirritað samkomulagið.
02.01.2016 - 12:58
Rafmagnslaust í Rangárþingi ytra í nótt
Rafmagn verður tekið af klukkan 1 í nótt í Rangárþingi ytra og Ásahreppi vegna tengingar á nýjum jarðstreng í Aðveitustöð Hellu. Áætlað er að rafmagn komist aftur á um klukkan 6 í fyrramálið.
02.09.2015 - 19:26
Fullnaðarlúkning í máli Björgvins
Ásahreppur og Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi sveitarstjóri hreppsins, hafa gert með sér samkomulag um uppgjör vegna starfsloka Björgvins. Í því hefur náðst fullnaðarlúkning samkvæmt yfirlýsingu þeirra á vef Ásahrepps og óska hvor öðrum góðs gengis í framtíðinni.
23.01.2015 - 17:06
Björgvin keypti hangikjöt, bækur og GoPro
Hangikjöt, bækur, dagbók, GoPro-myndavél, bensín og bækur er meðal þess sem Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, keypti með debetkorti Ásahrepps á meðan hann var sveitarstjóri. Myndavélin kostaði 60 þúsund krónur.
19.01.2015 - 16:24
Greiddi 171.486 krónur með hreppskortinu
Fram kemur í handskrifuðum starfslokasamningi Björgvins G. Sigurðssonar og Ásahrepps, sem undirritaður var á föstudag, að Björgvin falli frá launum í uppsagnarfresti og hætti samstundis störfum. Þar kemur fram að það sem hann eyddi án leyfis sem sveitarstjóri verði dregið af launum hans í janúar.
19.01.2015 - 12:37
Björgvin: „Taldi að ég hefði heimildir"
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, hafnar því alfarið að hafa dregið sér fé á meðan hann var sveitarstjóri í Ásahreppi. Hann segist hafa talið að hann hefði heimildir til að greiða sér fyrirframgreidd laun í formi millifærslu og smærri útgjalda „til að bjarga sér".
19.01.2015 - 11:16
Oddviti um Björgvin: „Gríðarleg vonbrigði"
Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, segir fjárdrátt Björgvins G. Sigurðssonar fyrrverandi viðskiptaráðherra, gríðarleg vonbrigði fyrir sveitarstjórnina og samfélagið allt. Björgvin var sveitarstjóri í hreppnum í hálft ár og dró að sér um hálfa milljón á meðan. Hann lét af störfum á föstudag.
19.01.2015 - 10:32
Björgvin segist saklaus
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra og sveitarstjóri Ásahrepps, hafnar ásökunum sveitarstjórnar hreppsins um að hann hafi dregið sér fé. Björgvin lét af störfum sem sveitarstjóri á föstudag eftir sex mánuði. Oddviti sveitarstjórnar segir Björgvin bæði hafa millifært og notað kort.
19.01.2015 - 08:49
Björgvin dró sér fé í Ásahreppi
Björgvin G. Sigurðsson, fyrrverandi viðskiptaráðherra, dró sér nokkur hundruð þúsund króna í starfi sínu sem sveitarstjóri í Ásahreppi, bæði af kreditkorti og reikningi hreppsins. Egill Sigurðsson, oddviti Ásahrepps, útilokar ekki að kæra málið. Björgvin lét af störfum fyrir helgi.
19.01.2015 - 06:15
Björgvin hættir sem sveitarstjóri
Björgvin G. Sigurðsson lét í dag af störfum sem sveitarstjóri Ásahrepps. Á vef sveitarfélagsins segir að samkomulag hafi náðst um starfslokin, Björgvin hafi fallið frá launum meðan á uppsagnarfresti stendur gegn því að láta strax af starfi. Starfslokin eru sögð sameiginleg niðurstaða.
16.01.2015 - 22:52
Ásahreppur
Í Ásahreppi bjuggu 193 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er í 63. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. Þar verður óhlutbundin kosning í komandi sveitarstjórnarkosningum.
14.05.2014 - 18:33
Kosið um 184 framboðslista í vor
Framboðslistar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor eru alls 184 þegar öll sveitarfélög landsins eru tekin saman, en þau eru 74. Flestir framboðslistar eru í Reykjavík og Kópavogi, eða alls átta.
Allt um sveitarstjórnarkosningar á vefnum
Kosið verður til sveitarstjórna 31. maí. Fjallað verður ítarlega um kosningarnar og aðdraganda þeirra í fréttum RÚV, í útvarpi, sjónvarpi og vef. Allar upplýsingar verða aðgengilegar á kosningavef RÚV.
Enn frekari tafir á framkvæmdum á Gjögri
Nú er ljóst að enn frekari tafir verða á því að bundið slitlag verði lagt á flugbrautina á Gjögurflugvelli í Árneshreppi á Ströndum. Til stóð að malbika flugvöllinn á síðasta ári, en þá var eingöngu farið í efnisvinnslu og fyrirhugað að ljúka framkvæmdum í ár.
07.02.2014 - 15:28
Ráðherra fari að hlutunum í rangri röð
Oddviti Skeiða- og Gnúpverjahrepps segir að umhverfisráðherra fari að hlutunum í vitlausri röð þegar hann hafi nú dregið upp ný mörk friðlands Þjórsárvera. Alþingi þurfi fyrst að ákveða nákvæmlega hvað skuli friða og hvað ekki.