Ríkisútvarpið er ein helsta menningar-

og lýðræðisstofnun þjóðarinnar

Hlutverk RÚV

Rekstur fjölmiðlaþjónustu
í almannaþágu

(skv. lögum nr. 23/2013)

Tilgangur RÚV

Að uppfylla lýðræðislegar, menningarlegar
og samfélagslegar þarfir
í þjóðfélaginu með miðlun texta, hljóðs og mynda ásamt öryggisþjónustu útvarps.

Meginmarkmið RÚV

Að upplýsa, fræða, skemmta og auka þannig lífsgæði þeirra sem njóta.

Gildi RÚV

Endurspegla þá lykilþætti sem starfsmenn hafa í heiðri og vinna eftir, traust, fagmennsku og fjölbreytni.

Hlustendur og áhorfendur eru í fyrsta sæti og starfsfólk kappkostar að þjóna þeim af kostgæfni með fjölbreyttu dagskrárefni í hæsta gæðaflokki.

Megináherslur RÚV frá ársbyrjun 2014
Leitast við að skerpa á hlutverki og sérstöðu

Fangar_2

Innlend dagskrárgerð og menning

Innlend dagskrárgerð var sem fyrr í öndvegi í öllum miðlum RÚV og rík áhersla lögð á útsendingar frá menningar- og stórviðburðum sem sameina þjóðina. Hlutdeild íslensks efnis í sjónvarpi jókst um tæp 10% frá árinu áður, frumflutt efni jókst um 9% og beinar útsendingar um 3%. Í september var undirritaður samningur við danska ríkisútvarpið, DR, sem felur í sér að DR Sales sér um að markaðssetja, selja og fjármagna dagskrárefni í eigu og meðframleiðslu RÚV um allan heim. Þáttaröðin Ófærð sló öll áhorfsmet í íslensku sjónvarpi og var valin besta sjónvarpsþáttaröð ársins í Evrópu á Prix Europa. RÚV hlaut samtals 22 tilnefningar á Eddunni og fjórar af fimm tilnefningum í flokknum sjónvarpsmaður ársins.

KrakkaRÚV

Stóraukin þjónusta við börn

Áhersla á barnaefni hefur verið stóraukin og mikill metnaður er lagður í framleiðslu á barnaefni. Gæði og aukið framboð á innlendu barnaefni endurspeglast í KrakkaRÚV sem var kynnt til sögunnar haustið 2015 og er yfirheiti allrar þjónustu RÚV við börn. Árið 2016 var þjónustan efld enn frekar m.a. með breytingum á Stundinni okkar þar sem nú er lögð rík áhersla á þátttöku barna; ítarlegri umfjöllun í aðdraganda forseta- og alþingiskosninga 2016 á Krakkakosningar.is; forritunarleikum fyrir krakka undir heitinu Kóðinn 1.0 og Góðverkadagatalinu Góð jól í desember. Fylgst var með viðburðum fyrir krakka, s.s. Skrekk og Samfési og haldið fréttamannanámskeið fyrir unglinga í samstarfi við Barnamenningarhátíð.

RÚVAK flytur

Aukin starfsemi á landsbyggðinni

Þjónusta við landsbyggðina var enn efld með öflugri svæðismiðlun og auknum fréttaflutningi og dagskrárgerð utan höfuðborgarsvæðis. Sumarið 2015 voru fjórir frétta- og dagskrárgerðarmenn ráðnir á Ísafirði, Akureyri, Austurlandi og Suðurlandi. Vorið 2016 var skipaður nýr svæðisstjóri á Akureyri og RÚVAK flutti í nýtt og betra húsnæði miðsvæðis. RÚV fór um landið sumarið 2016 og rifjaði upp þá mynd sem sjónvarpið hafði dregið upp af landi og þjóð á 50 árum. Í hægvarpi ársins var sendur var út akstur um hringveginn í beinni útsendingu í 24 tíma og undir leikið tilbrigði af nýju lagi Sigur Rósar.

íþróttir

Aukin áhersla á nýmiðlun

Heimsóknum á vefinn fjölgaði um ríflega 10 milljónir frá 2015, fóru í 43,5 milljónir og að meðaltali dvöldu notendur lengur á vefnum í einu. Viðamiklir kosningavefir voru gerðir fyrir bæði forseta- og alþingiskosningar, aukinn kraftur var settur í beinar vefútsendingar og stórir frétta- og íþróttaviðburðir í auknum mæli sendir út um vefinn. Haustið 2016 fór nýtt sjónvarpsapp og nýtt útvarpsapp RÚV fyrir Apple TV í loftið. Um jólin var boðið upp á nýja þjónustu, að horfa á sérvaldar þáttaraðir í heild sinni á RÚV.is. Aukinn kraftur var settur í samfélagsmiðlun, einkum í kringum kosningar, Krakkaviðburði og aðra stórviðburði í dagskrá, s.s. Söngvakeppnina. Fylgjendur RÚV á Facebook eru nú fjórum sinnum fleiri en haustið 2014.

Stjórn RÚV

Janúar 2016 – apríl 2016

Maí 2016 – desember 2016

Aðalmenn

 • Guðlaugur G. Sverrisson formaður
 • Björg Eva Erlendsdóttir
 • Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
 • Friðrik Rafnsson
 • Ásthildur Sturludóttir
 • Mörður Árnason
 • Eiríkur Finnur Greipsson
 • Kristinn Dagur Gissurarson
 • Sjöfn Þórðardóttir
 • Valgeir Vilhjálmsson
  (áheyrnarfulltrúi starfsmanna)

Varamenn

 • Árni Gunnarsson
 • Pétur Gunnarsson
 • Gabríela Friðriksdóttir
 • Hlynur Hallsson
 • Katrín Sigurjónsdóttir
 • Lilja Nótt Þórarinsdóttir
 • Jóhanna Pálsdóttir
 • Þuríður Bernódusdóttir
 • Birna Ósk Hansdóttir
  (áheyrnarfulltrúi starfsmanna)

Aðalmenn

 • Gunnar Sturluson, formaður
 • Guðlaugur G. Sverrisson
 • Jón Ólafsson
 • Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
 • Friðrik Rafnsson
 • Lára Hanna Einarsdóttir
 • Mörður Árnason
 • Eiríkur Finnur Greipsson
 • Kristinn Dagur Gissurarson
 • Sjöfn Þórðardóttir
 • Valgeir Vilhjálmsson
  (áheyrnarfulltrúi starfsmanna)

Varamenn

 • Árni Gunnarsson
 • Pétur Gunnarsson
 • Gissur Jónsson
 • Andrea Hjálmarsdóttir
 • Katrín Sigurjónsdóttir
 • Lilja Nótt Þórarinsdóttir
 • Jóhanna Pálsdóttir
 • Þuríður Bernódusdóttir
 • Birna Ósk Hansdóttir
  (áheyrnarfulltrúi starfsmanna)

Skipurit

Fólkið og vinnustaðurinn
Ný vinnubrögð

samtal-arsskyrsla-icon

Samtalið opnað

Ríkisútvarpið stuðlar að uppbyggilegri kynningu og umræðu um hlutverk og dagskrá RÚV og kappkostar að sú umræða skili sér í áherslum og stefnu. Samskipti við þjóðina hafa verið markvisst aukin með beinum og óbeinum hætti undanfarin þrjú ár svo sem með könnunum og mælingum, heimsóknum, málþingum, samfélagsmiðlun, neytendavefgátt og kynningum.  Þúsundir landmanna heimsóttu RÚV á opnu húsi sem haldið var í Útvarpshúsinu við Efstaleiti og á Akureyri á 50 ára afmæli sjónvarps á Íslandi.  Af sama tilefni var Gestastofa RÚV opnuð við hátíðlega athöfn en hún er fyrir þá sem sækja Ríkisútvarpið heim og vilja kynna sér sögu þess og starfsemi. Vinna við stefnumótun RÚV til næstu fimm ára var áberandi á árinu og var opnuð gátt á rúv.is þar sem kallað var eftir skoðunum og framlagi almennings. Þá var tekið upp nýtt fyrirkomulag við meðferð formlegra athugasemda, ábendinga og kvartana og skulu nú öll slík erindi berast um skilgreinda vefgátt og skráð.

ruv-arsskyrsla-icon

Stefnumiðuð áætlanagerð og öflugra upplýsingaflæði

Samhliða því að samtalið var opnað út á við var áfram stuðlað að því að efla upplýsingagjöf, samhæfingu, hugmyndaflæði og samtal inn á við. Unnið hefur verið að því að bæta ferla og gera vinnubrögð markvissari með það að markmiði að auka yfirsýn yfir starfsemina meðal starfsfólks á ólíkum sviðum. Unnið er út frá aðferðum straumlínustjórnunar þar sem áhersla er lögð á uppbyggingu ferlamenningar og sýnilega stjórnun. Umbæturnar hafa leitt til aukinnar samhæfingar milli sviða og deilda og nákvæmari áætlana, öflugra upplýsingaflæðis og aukinnar teymisvinnu.  Áætlanir eru nú unnar fyrr en áður með skýrari fókus á það markmið að hámarka alltaf virði þjónustunnar fyrir notandann.

jafnretti-kk-kvk-arsskyrsla-icon

Jafnrétti sett á oddinn

Stefnt er að jafnrétti í allri starfsemi RÚV og þegar hafa verið stigin stór skref í þá átt. Jafnt kynjahlutfall náðist í fyrsta sinn með núverandi framkvæmdastjórn RÚV. Kynjajafnvægi er í hópi þáttastjórnenda og kynjabókhaldi var komið á laggirnar til að tryggja jafnvægi kynjanna í hópi viðmælenda. Unnið er eftir nýrri jafnréttisáætlun RÚV 2015–2018 sem fékk góða umsögn Jafnréttisstofu og er vinna við jafnlaunaúttekt langt komin. RÚV hlaut fjölmiðlaviðurkenningu Jafnréttisráðs haustið 2016 fyrir metnaðarfullt átak til að jafna stöðu kynja í umfjöllun og meðal starfsfólks. RÚV hlaut einnig tilnefningu Jafnréttisráðs til jafnréttisverðlauna 2016.

green-hendi-jurt-arsskyrsla-icon

Góður vinnustaður verður betri

Heilmargt hefur áunnist í starfsmannamálum undanfarin þrjú ár. Viðhorf starfsmanna til félagsins, starfsins og starfsumhverfisins var kannað í vinnustaðagreiningu síðla árs 2015. Niðurstöður sýndu mikla framför frá næstu mælingum á undan og haf’ði frammistaða batnað í 14 af þeim 20 þáttum sem mældir voru.

Haldið var áfram að þróa húsnæði RÚV í Útvarpshúsinu eftir flutninga og útleigu á hluta þess undanfarin ár. Umbótaverkefnin byggðust á ábendingum úr vinnustaðagreiningu, verkefnarýmum, fundarýmum og símaklefum var fjölgað og unnið að bótum á loftræstingu.

Stór skref voru tekin í umhverfismálum og heilsueflingu starfsmanna á síðustu tveimur árum og var kapp lagt á að viðhalda þeirri þróun.

Ný öryggisstefna RÚV, sem snýr að ytra og innra öryggi var birt á haustmánuðum og þá tóku siðareglur starfsmanna RÚV gildi. Siðareglurnar fela í sér mikla framför. Þær voru samdar með aðstoð starfsfólks RÚV og sérfræðinga og var höfð hliðsjón af siðareglum annarra almannaþjónustumiðla í Evrópu og opinberra aðila hérlendis.

Fjölbreyttur, samstilltur starfsmannahópur

258

Meðalfjöldi stöðugilda

45,3ár

Meðalaldur starfsfólks

11,5ár

Meðalstarfsaldur starfsfólks

37%

Hlutfall kvenna í hópi starfsmanna

Varðveisla og miðlun íslenskrar tungu og menningar

Safnadeild RÚV 

Söfn RÚV hafa að geyma verðmætt og mikilvægt efni frá upphafi sjónvarps- og útvarpsútsendinga. Á starfsárinu fékk RÚV 20 m.kr. aukafjárveitingu til að hefja vinnu við verkefnið – Gullkista RÚV. Keypt var tæki til yfirfærslu á myndböndum í stafrænt form, tæki til yfirfærslu á segulböndum í stafrænt form og búnað til styrkingar á tölvukerfi fyrir safnaefni RÚV. Með kaupum á tæki til yfirfærslu á segulböndum verður mögulegt að stórauka yfirfærslu á útvarpsefni yfir á stafrænt form. Á sama tíma er markvissari samvinna milli safnsins við dagskrárstjóra útvarps og sjónvarps svo efnið megi nýta þegar það á við. Fullkomnir raka- og hitamælar voru uppsettir í geymslum safnsins í Efstaleiti svo hægt sé að meta geymsluskilyrði. Brýnt er að koma eldra safnaefni yfir á stafrænt form og gera það aðgengilegt almenningi enda sannkallaður þjóðararfur.

Málfar og þýðingar

RÚV hefur ríkar skyldur gagnvart íslensku máli. RÚV hefur sett sér málstefnu og málfarsráðunautur veitir ráðgjöf og sinnir yfirlestri og stuðlar þannig að því bæta íslenskukunnáttu og auðga málfar starfsmanna. Á rekstrarárinu voru upplýsandi og fræðandi þættir um íslenskt mál í öllum miðlum. Þýðingardeild RÚV sér um þýðingar á öllu erlendu efni í sjónvarpsdagskrá RÚV. Þess er gætt að ávallt fylgi íslenskt tal, íslensk talsetning eða texti á íslensku eftir því sem við verður komið.

Bætt aðgengi

Samkvæmt 6. gr. laga um Ríkisútvarpið, nr. 23/2013, skal stuðlað að því að heyrnar- og sjónskertir fái upplýsingar og geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Ríkisútvarpið tekur alvarlega það hlutverk að veita heyrnar- og sjónskertum víðtæka þjónustu jafnt við miðlun menningar sem upplýsinga er varða allan almenning. Aðalfréttatími í sjónvarpi er textaður á síðu 888 í textavarpi og á árinu var byrjað að senda Kastljós út með texta í endursýningu.