Ríkisútvarpið er ein helsta menningar-

og lýðræðisstofnun þjóðarinnar

Hlutverk RÚV

Rekstur fjölmiðlaþjónustu
í almannaþágu.

(skv. lögum nr. 23/2013)

Tilgangur RÚV

Að uppfylla lýðræðislegar, menningarlegar
og samfélagslegar þarfir
í þjóðfélaginu með miðlun texta, hljóðs og mynda ásamt öryggisþjónustu útvarps.

Meginmarkmið RÚV

Að upplýsa, fræða, skemmta og auka þannig lífsgæði  þeirra sem njóta.

Gildi RÚV

Endurspegla þá lykilþætti sem starfsmenn hafa í heiðri og vinna eftir, traust, fagmennsku og fjölbreytni.

Hlustendur og áhorfendur eru í fyrsta sæti og starfsfólk kappkostar að þjóna þeim af kostgæfni með fjölbreyttu dagskrárefni í hæsta gæðaflokki.

Megináherslur RÚV frá ársbyrjun 2014:
Leitast við að skerpa á hlutverki og sérstöðu

ofaerd_1000x1000

Innlend dagskrárgerð og menning

Innlend dagskrárgerð og menning var í öndvegi í öllum miðlum RÚV og samfélagslegum þörfum almennings sinnt með því að miðla vönduðu og fjölbreyttu menningar-, afþreyingar- og fræðsluefni. Rík áhersla var lögð á útsendingar frá menningarviðburðum og stórviðburðum sem sameina þjóðina. Vandaðir og fjölbreyttir íslenskir þættir og leikið efni var í forgangi og hlaut góðar viðtökur. RÚV hlaut samtals 25 tilnefningar og öll verðlaun sem veitt voru í sjónvarpsflokkum á Eddunni 2015.

krakkaruv_loading

Stóraukin þjónusta við börn

KrakkaRÚV var kynnt til sögunnar haustið 2015 sem liður í því að stórauka þjónustu RÚV við börn. KrakkaRÚV er heiti yfir alla þjónustu RÚV við börn; hvort sem er í sjónvarpi, útvarpi eða á vefnum; ævintýraheimur með fjölbreytt úrval af framúrskarandi efni af ólíku tagi og allt á íslensku.

Landinn

Starfsemi á landsbyggðinni aukin

Unnið var að úrbótum á þjónustu við landsbyggðina – öflugri svæðismiðlun og auknum fréttaflutningi og dagskrárgerð utan höfuðborgarsvæðis. Áætlanir RÚV um að efla starfsemi á landsbyggðinni gengu eftir sumarið 2015 þegar fjórir frétta- og dagskrárgerðarmenn voru ráðnir á Ísafirði, Akureyri, Austurlandi og Suðurlandi.

íþróttir

Aukin áhersla á nýmiðlun

Aukin áhersla var lögð á nýmiðlun og samfélagsmiðlun. Nýr vefur, RÚV.is, fór í loftið 3. mars 2015 og markar þáttaskil í sögu RÚV. Sarpurinn á RÚV.is var endurhannaður frá grunni og vígður í lok árs 2014. Sarps-appið fyrir snjalltæki, sem var tilnefnt til íslensku vefverðlaunanna, nýtur mikilla vinsælda. Facebook-vinir RÚV eru nú þrefalt fleiri en haustið 2014.

Stjórn RÚV

September 2014 – janúar 2015

Janúar 2015 – desember 2015

Aðalmenn

 • Ingvi Hrafn Óskarsson formaður
 • Margrét Frímannsdóttir
 • Magnús Stefánsson
 • Guðrún Nordal
 • Björg Eva Erlendsdóttir
 • Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
 • Friðrik Rafnsson
 • Ásthildur Sturludóttir
 • Guðlaugur G. Sverrisson
 • Valgeir Vilhjálmsson
  (áheyrnarfulltrúi starfsmanna)

Varamenn

 • Árni Gunnarsson
 • Árni Gunnarsson
 • Gabríela Friðriksdóttir
 • Hlynur Hallsson
 • Katrín Sigurjónsdóttir
 • Lilja Nótt Þórarinsdóttir
 • Jóhanna Pálsdóttir
 • Þuríður Bernódusdóttir
 • Birna Ósk Hansdóttir
  (áheyrnarfulltrúi starfsmanna)

Aðalmenn

 • Ingvi Hrafn Óskarsson, formaður til nóvember 2015
 • Guðlaugur G. Sverrisson, formaður frá nóvember 2015
 • Björg Eva Erlendsdóttir
 • Úlfhildur Rögnvaldsdóttir
 • Friðrik Rafnsson
 • Ásthildur Sturludóttir
 • Mörður Árnason
 • Eirikur Finnur Greipsson
 • Kristinn Dagur Gissurarson
 • Sjöfn Þórðardóttir
  (frá nóvember 2015)
 • Valgeir Vilhjálmsson
  (áheyrnarfulltrúi starfsmanna)

Varamenn

 • Árni Gunnarsson
 • Árni Gunnarsson
 • Sjöfn Þórðardóttir
  (til nóvember 2015)
 • Gabríela Friðriksdóttir
 • Hlynur Hallsson
 • Katrín Sigurjónsdóttir
 • Lilja Nótt Þórarinsdóttir
 • Jóhanna Pálsdóttir
 • Þuríður Bernódusdóttir
 • Birna Ósk Hansdóttir
  (áheyrnarfulltrúi starfsmanna)

Skipurit frá maí 2014

Fólkið og vinnustaðurinn:
Ný vinnubrögð

island-arsskyrsla-icon

Samtalið opnað

Ríkisútvarpið stuðlar að uppbyggilegri kynningu og umræðu um hlutverk og dagskrá RÚV og kappkostar að sú umræða skili sér í áherslum og stefnu. Samskipti við þjóðina hafa verið aukin með beinum og óbeinum hætti svo sem könnunum og mælingum, heimsóknum, málþingum, samfélagsmiðlun, neytendavefgátt og kynningum. Tilgangurinn er að auka gagnkvæman skilning og traust, efla skilning almennings á starfsemi og tilgangi RÚV og efla skilning starfsfólks og stjórnenda RÚV á viðhorfi og þörfum eigenda félagsins. Samhliða því að opna samtalið út á við var áfram stuðlað að því að efla upplýsingagjöf, hugmyndaflæði og samtal innanhúss. Óhætt að segja að opið vinnurými hafi aukið flæði og eflt liðsheildina og kaffiaðstaða á Torginu, í hjarta hússins, hefur mælst einkar vel fyrir.

jafnretti-kk-kvk-arsskyrsla-icon

Jafnrétti sett á oddinn

Stefnt er að því að tryggja jafnrétti í allri starfsemi RÚV og þegar hafa verið stigin stór skref í þá átt. Jafnt kynjahlutfall náðist í fyrsta sinn í nýrri framkvæmdastjórn RÚV . Kynjajafnvægi er í hópi þáttastjórnenda og kynjabókhaldi var komið á laggirnar til að tryggja jafnvægi kynjanna í hópi viðmælenda. Unnið er eftir nýrri jafnréttisáætlun RÚV 2015–2018 sem fékk góða umsögn Jafnréttisstofu og verið er að gera jafnlaunaúttekt.

green-hendi-jurt-arsskyrsla-icon

Stór græn skref tekin

Heilmargt hefur áunnist í umhverfismálum og mikil vitundarvakning og viðhorfsbreyting hefur orðið í Efstaleiti frá því að Græni her RÚV var stofnaður haustið 2015. Verkefni hersins er að vinna markvisst að því að skipuleggja starfsemina og endurskipuleggja vinnuumhverfið þannig að það hafi jákvæð áhrif á þróun samfélagsins. Flokkunareyjum hefur verið komið fyrir, dregið úr notkun á pappír og bleki, bollar hafa tekið við af einnota ílátum og fræðsluerindi í grænum málum verið flutt. Í takt við grænar áherslur hafa verið gerðar endurbætur á mötuneyti RÚV sem draga verulega úr matarsóun, er nú 1/3 ef því sem áður var fyrir breytingar.

heilsa-hjarta-arsskyrsla-icon

Heilsuefling starfsmanna

Heilsuefling hjá RÚV hefur verið sameiginlegt verkefni starfsfólks og mannauðsstjóra til að efla mannauð vinnustaðar með bættri heilsu og líðan í leik og starfi. Samfara breytingum á framreiðslu á mat í mötuneyti er nú boðið upp á heilsusamlegan mat á vinnustaðnum. Aðstaða fyrir hjólafólk hefur verið stórbætt og búningsaðstaða, sturtur og hvildarherbergi komið upp fyrir starfsfólk sem vill hreyfa sig á eigin vegum, í átaksverkefnum eða hópefli á borð við ketilbjöllur eða vinnustaðajóga sem stendur þeim til boða.

Stefnumiðuð áætlanagerð

Að undanförnu hefur verið unnið að því að bæta ferla og gera vinnubrögð hjá RÚV markvissari, með það að markmiði að auka upplýsingaflæði og yfirsýn yfir starfsemina meðal starfsfólks á ólíkum sviðum. Dagskrá, innkaup og framleiðsla verður unnin í nánari samstarfi miðla en áður og með lengri fyrirvara. Unnið er útfrá aðferðum straumlínustjórnunar þar sem áhersla er á uppbyggingu ferlamenningar og sýnilega stjórnun. Ferla- og skipulagsstjóri leiðir vinnuna.

Fjölbreyttur, samstilltur starfsmannahópur

259

Meðalfjöldi stöðugilda

45,3ár

Meðalaldur starfsfólks

11ár

Meðalstarfsaldur starfsfólks

36%

Hlufall kvenna í hópi starfsmanna

Góður vinnustaður verður betri

Viðhorf starfsmanna til fyrirtækisins, starfsins og starfsumhverfis var kannað með vinnustaðagreiningu. Niðurstöður sýndu mikla framför frá síðustu mælingum, bætt frammistaða á 14 af 20 þáttum sem mældir eru.

 

Árleg starfsmannaviðtöl fóru fram að hausti og starfslýsingar voru endurskoðaðar.

 

Haldin voru margvísleg erindi og námskeið fyrir starfsfólk og má þar helst nefna meðstjórnendanámskeið þar sem farið var í Lean, verkefnastýringu og tímastjórnun.

 

Á árunum 2014 og 2015 voru gerðar miklar breytingar á húsnæði RÚV. Markmiðið er tvíþætt; að bæta vinnuaðstöðu og hagræða í rekstri.  RÚV hefur rýmt um 3000 fm sem leigðir hafa verið út, þ. á m. allur turninn á Útvarpshúsinu. Samhliða var allri vinnuaðstöðu breytt og starfsemin færð út í opin vinnurými til að auka samtal, samvinnu og samheldni. Útliti hefur verið breytt og endurspeglar það nýjar áherslur á vinnustaðnum. Að auki hefur verið bætt við fjölda fundarherbergja og vinnurýma, nýtt æfingastúdíó var tekið í notkun, Safnadeildin var flutt, bætt var við aðstöðu til heilsueflingar, reiðhjólageymslu, ný búningsaðstaða fyrir starfsfólk var tekin í notkun, mötuneyti starfsmanna var tekið í gegn og þannig mætti lengi telja. Í miðju Útvarpshússins var sett upp sameiginleg kaffiaðstaða fyrir alla starfsmenn. Þar er sannkallaður suðupottur þar sem starfsmenn safnast saman og hugmyndir kvikna yfir gæðakaffi.

Fyrir breytingar

Eftir breytingar

Varðveisla og miðlun íslenskrar tungu og menningar

Safnadeild – Gullkista RÚV

Í söfnum RÚV er verðmætt og mikilvægt efni frá upphafi sjónvarps- og útvarpsútsendinga. Skráning og varðveisla sjónvarpsefnis hefur tekið talsverðum breytingum undanfarið rekstrarár, t.d. er safnið nánast hætt að taka á móti efni á spólum og því má segja að stafræna formið sé að taka yfir. Í safni RÚV leynist mikið efni frá fyrri tíð sem varðveitt er á böndum af ýmsu tagi. Brýnt er að þetta efni sé sett á stafrænt form og gert aðgengilegt almenningi enda sannkallaður þjóðararfur. Verkefnið er umfangsmikið og kostnaðarsamt og án utanaðkomandi fjárstyrkja er ljóst að RÚV hefur ekki bolmagn til að koma dýrmætum menningarverðmætum á aðgengilegt og varanlegt form til framtíðar. Þörf er á umfangsmikilum aðgerðum til að tryggja framtíð þess efnis sem í gullkistunni leynist.

Málfar og þýðingar

RÚV gegnir mikilvægu hlutverki gagnvart íslensku máli. RÚV hefur sett sér málstefnu og málfarsráðunautur er starfsmönnum til halds og trausts. Hann stuðlar meðal annars að því bæta íslenskukunnáttu þeirra og auðga málfarið. Hann er til ráðgjafar og sinnir yfirlestri. Á rekstrarárinu voru upplýsandi og fræðandi þættir um íslenskt mál í öllum miðlum. Þýðingardeild RÚV sinnir þýðingum á öllu erlendu efni í sjónvarpsdagskrá RÚV. Þess er gætt að ávallt fylgi íslenskt tal, íslensk talsetning eða texti á íslensku eftir því sem við verður komið.

Bætt aðgengismál

Samkvæmt 6. gr. laga um Ríkisútvarpið, nr. 23/2013, skal stuðlað að því að heyrnar- og sjónskertir fái upplýsingar og geti verið virkir þátttakendur í samfélaginu. Ríkisútvarpið tekur það hlutverk sitt alvarlega að veita heyrnar- og sjónskertum víðtæka þjónustu jafnt við miðlun menningar og upplýsinga er varða allan almenning. Aðalfréttatími í sjónvarpi er textaður á síðu 888 í textavarpi og á árinu var hafinn undirbúningur að því að senda Kastljós út með texta í endursýningu.