Árneshreppur

Vonar að ráðherra stöðvi Hvalárvirkjun
Tryggvi Felixson, formaður Landverndar, segir að fyrirtækinu Vesturverki, sem stendur að Hvalárvirkjun, hefði átt að vera kunnugt um ágreining um eignarhald á landsvæði í kringum virkjunina fyrirhuguðu. Hann segist vona að umhverfisráðherra finni leið til að stöðva framkvæmdina.
02.07.2019 - 09:41
Telja Hvalárvirkjun miðast við röng landamerki
Eigendur meirihluta jarðarinnar Drangavíkur á Ströndum hafa kært deiliskipulag og framkvæmdaleyfi fyrsta áfanga Hvalárvirkjunar til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. Landeigendur segja skipulag vegna virkjunarinnar byggjast á röngum landamerkjum og að hluti framkvæmda sé á þeirra landi. 
24.06.2019 - 13:02
Veita framkvæmdaleyfi vegna Hvalárvirkjunar
Sveitarstjórn Árneshrepps hefur samþykkt að veita Vesturverki framkvæmdaleyfi fyrir undirbúningsframkvæmdum vegna Hvalárvirkjunar. Leyfið tekur til dæmis til vegagerðar að og um virkjunarsvæðið, efnistökusvæða, byggingu vinnubúða og rannsókna.
13.06.2019 - 11:40
Opna verslun á ný í Árneshreppi
Verslunin verður opin framvegis, segir nýr verslunarstjóri í Árneshreppi á Ströndum. Íbúar þurftu í vetur að reiða sig á vörusendingar með flugi og tilfallandi snjómokstur til að komast í búð.
06.06.2019 - 14:00
Árneshreppur lýkur deiliskipulagsbreytingum
Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemdir við að Árneshreppur auglýsi samþykkt deiliskipulag fyrir undirbúningsrannsóknir vegna Hvalárvirkjunar. Skipulagið tekur gildi við auglýsingu í Stjórnartíðindum.
29.05.2019 - 17:48
Kröfu um að ógilda niðurstöður kosninga hafnað
Héraðsdómur Vestfjarða hefur hafnað kröfu um ógildingu sveitarstjórnarkosninga í Árneshreppi 2018.
13.05.2019 - 12:45
Ryðja veginn norður í Árneshrepp
Vegagerðin vinnur nú að því að opna veginn norður í Árneshrepp. Þar hafa nokkrir íbúar beðið óþreyjufullir eftir mokstri enda ekki verið rutt í hreppinn síðan 23. mars.
02.04.2019 - 15:41
Áfall að fá ekki mokstur í Árneshrepp
Það kom flatt upp á íbúa Árneshrepps þegar vegurinn í hreppinn var ekki ruddur í dag eins og hefð er fyrir, hótelstjóri segir það hafa verið áfall. Deildarstjóri hjá Vegagerðinni segir að Vegagerðin hafi heimild til að moka leiðina í hreppinn, en beri ekki skylda til.  
29.03.2019 - 17:56
Árneshreppur samþykkir breytt deiliskipulag
Hreppsnefnd Árneshrepps hefur samþykkt deiliskipulagsbreytingar sem eru forsenda þess að Vesturverk geti hafið undirbúningsrannsóknir vegna Hvalárvirkjunar. Tólf athugasemdir og umsagnir bárust um deiliskipulagstillöguna en oddviti segir að aðeins smávægilegar breytingar hafi verið gerðar á tillögunni.
17.03.2019 - 14:10
Fá mokstur í Árneshrepp gegn greiðslu
Árneshreppur hefur fjórum sinnum í vetur fengið svokallaðan helmingamokstur í sveitarfélagið. Þá ryður Vegagerðin veginn í hreppinn en sveitarfélagið greiðir helming kostnaðar. Að jafnaði er vegurinn ekki ruddur frá janúar fram í mars þar sem vegurinn fellur undir svokallaða G-snjómokstursreglu Vegagerðarinnar.
15.03.2019 - 15:58
Stofna hlutafélag um verslun í Norðurfirði
Það er mikilvægt að hafa starfandi verslun til að viðhalda byggð og mannlífi í sveitarfélaginu, segir verkefnastjóri brothættra byggða í Árneshreppi á Ströndum. Fjöldi fólks hefur skráð sig sem hluthafa í nýju einkahlutafélagi fyrir verslun í Norðurfirði.
29.01.2019 - 18:30
Segir skýrsluna bera að með skrítnum hætti
Eva Sigurbjörnsdóttir, oddviti Árneshrepps á Ströndum, segir erfitt að segja hvort tekið verði mið af skýrslu um friðun Drangajökulsvíðerna þegar ákvörðun verður tekin um Hvalárvirkjun. Hún segir umsagnarfrest vegna breytingar á aðalskipulagi löngu liðinn.
19.01.2019 - 14:38
Friðlýsing hafi meiri langtímaáhrif en virkjun
Í nýrri skýrslu er lagt til að Drangajökulsvíðerni verði friðlýst í stað þess að ráðast í gerð Hvalárvirkjunar. Skýrsluhöfundur segir að friðlýsing skapi störf til framtíðar sem virkjunin geri ekki. Þá séu víðernin aðdráttarafl þar sem þau séu þverrandi auðlind.
18.01.2019 - 23:28
Árneshreppur: Fjölbreytni eða hagkvæmni?
Viljum við hafa fjölbreytta menningu eða viljum við að hagkvæmnin ráði þannig að til verði meira þéttbýli? Spyr íbúi í Árneshreppi, minnsta sveitarfélagi landsins. Hún segist finna fyrir vilja til að viðhalda byggð en að framkvæmdir skili sér síður.
13.01.2019 - 13:26
Æ erfiðara að gegna skyldum sveitarfélags
Hreppsnefndarmaður í Árneshreppi segir hreppsnefnd vanhæfa í öllum málum enda sveitarfélagið mjög fámennt. Engin takmörk eru fyrir hve fámenn sveitarfélög mega vera. Stjórnvöld leggja áherslu á að fækka fámennum sveitarfélögum og styrkja. 
30.12.2018 - 14:30
Vilji til að viðhalda byggð í Árneshreppi
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að vilji sé til að viðhalda byggð í Árneshreppi og að verið sé að hrinda öflugri byggðaáætlun í framkvæmd, ekki sé þó unnt að flýta vegaframkvæmdum frekar. 
28.12.2018 - 22:00
Brothættar byggðir: Bitlaust fyrir Árneshrepp
Verkefni brothættra byggða vantar stjórnsýslulegt vægi segir verkefnastjóri brotthættra byggða í Árneshreppi. Þá reiði verkefnið sig á þáttöku íbúa sem í svo fámennu sveitarfélagi hafa nú þegar miklum samfélagsskyldum að gegna.
27.12.2018 - 20:55
Óttast að byggð leggist af í Árneshreppi
Íbúar Árneshrepps óttast að byggð leggist af ef ekkert verður að gert, segir í ákalli verkefnisstjórnar Brothættra byggða í Árneshreppi til ríkisstjórnar Íslands. Verkefnastjórn kallar meðal annars eftir því að innilokun íbúa frá janúar fram í mars verði aflétt. 
17.12.2018 - 14:36
Miklir annmarkar á kosningum í Árneshreppi
Umtalsverðir annmarkar voru á undirbúningi og framkvæmd kosninga til sveitarstjórnar í Árneshreppi. Engir þessara annmarka eru þó þess eðlis að þeir ógildi kosningarnar. Þetta er niðurstaða dómsmálaráðuneytisins sem hafnaði jafnframt að fella úrskurð kjörnefndar sýslumannsins á Vestfjörðum úr gildi.
17.08.2018 - 16:33
Eva áfram oddviti í Árneshreppi
Eva Sigurbjörnsdóttir verður áfram oddviti Árneshrepps og Guðlaugur Agnar Ágústsson verður varaoddviti. Fyrsti fundur nýrrar hreppsnefndar Árneshrepps fór fram í Norðurfirði í dag.
Skjóta úrskurði sýslumanns til ráðuneytisins
Tveimur kærum þriggja einstaklinga, sem fóru fram á ógildingu kosninganna í Árneshreppi, hefur verið hafnað. Kærendur hyggjast skjóta úrskurði nefndar Sýslumannsins á Vestfjörðum til Dómsmálaráðuneytisins.
Hafna kæru vegna kosninganna í Árneshreppi
Kjörnefnd á vegum sýslumannsins á Vestfjörðum hefur hafnað kröfu kæru um að ógilda sveitarstjórnarkosningarnar í Árneshreppi í lok maí. Sýslumanninum bárust tvær kærur. Niðurstöðu vegna hinnar kærunnar er að vænta á næstu dögum.
12.06.2018 - 17:39
Búið að kæra kosningarnar í Árneshreppi
Lögð hefur verið fram kæra vegna nýafstaðinna sveitarstjórnarkosninga í Árneshreppi. Kæran var lögð fram hjá sýslumannsembættinu á Vestfjörðum og telja kærendur svo alvarlega galla hafa verið á framkvæmd kosninganna, að þeir hljóti að hafa haft áhrif á úrslitin og að skilyrði til að ógilda kosningarnar séu uppfyllt.
04.06.2018 - 05:32
Allir hreppsnefndarfulltrúar virkjunarsinnar
Allir fulltrúar í hreppsnefnd Árneshrepps eru hlynntir virkjunarframkvæmdum í Hvalá í Ófeigsfirði. Þetta kemur fram á fréttavefnum Litli Hjalli. Árneshreppur er minnsta sveitarfélag á landinu, en kosningarnar þar vöktu mikla athygli vegna fyrirhugaðra virkjunarframkvæmda. Mikil styr stóð um lögheimilisfltuninga 18 manns í hreppinn á tveggja vikna tímabili í vor, sem talið er tengjast framkvæmdunum.
Úrslit ráðin í Árneshreppi
Úrslit liggja fyrir í Árneshreppi. Kjörnir aðalmenn eru Arinbjörn Bernharðsson,  Bjarnheiður Fossdal, Guðlaugur Ágústssson, Björn Torfason og Eva Sigurbjörnsdóttir.