Annað undanúrslitakvöld

Söngvakeppnin
„Búningarnir eru hernaðarleyndarmál“
Íva Marín, sem flytur lagið Oculis Videre í seinni undanúrslitum Söngvakeppninnar í kvöld, er búsett úti í Rotterdam þar sem hún leggur stund á klassískan söng í sömu borg og Eurovision fer fram í ár. Hún segir allt tilbúið fyrir atriðið í kvöld en vill ekki gefa neitt upp.
Söngvakeppnin í kvöld - myndir
Það var mikil stemmning í Háskólabíói í kvöld þegar seinni undanúrslit í keppninni fóru fram. Lögin Spring yfir heiminn, Augnablik og Án þín komust þá beint inn í úrslitin í Laugardalshöll næsta laugardag en þar verður haldið upp á 30 ára afmæli Eurovision á Íslandi og framlag Íslands valið.
Hlustaðu á lögin sem keppa í kvöld
Seinna undanúrslitakvöld Söngvakeppni sjónvarpsins fer fram í kvöld. Þá keppa sex flytjendur um að komast áfram í úrslit en þrír komast áfram. Högni Egilsson flytur opnunaratriði kvöldsins en mikil leynd ríkir yfir því. Þá munu Pollapönkarar flytja syrpu af Eurovision-lögum.
13.02.2016 - 12:39
Stuðið heldur áfram
Næsta laugardagskvöld, 13. febrúar, heldur Söngvakeppnin áfram á RÚV, en þá verða seinni 6 lögin sem taka þátt í keppninni flutt í beinni útsendingu frá Háskólabíói. Keppnin er með óvenju glæsilegu sniði í ár af því tilefni að nú eru 30 ár liðin síðan Íslendingar tóku fyrst þátt í Eurovision og margt verður um dýrðir. Enn eru nokkrir lausir miðar á viðburðinn. Síðasta laugardag var uppselt í Háskólabíó og stemmningin frábær.
Óvænt frá Högna og Pollapönki
Gestir í Háskólabíó og sjónvarpsáhorfendur eiga von á góðu á laugardaginn þegar síðari undanúrslitariðill Söngvakeppninnar fer fram í Háskólabíói. Þar troða upp sérstakir gestir eins og síðasta laugardag og að þessu sinni eru að Högni Egilsson, söngvari og lagahöfundur úr Hjaltalín og æringjar í Pollapönki sem kepptur fyrir Íslands hönd í Kaupmannahöfn árið 2014. Og þeir lofa einhverju óvæntu og skemmtilegu!
Það líður að næstu lotu
Fyrst lotan í Söngvakeppninni var nú um helgina þegar fyrri undanúrslit fóru fram í Háskólabíói. Þrjú lög komust þar áfram í úrslitin og það var kátt í höllinni.. ja eða eiginlega allt brjálað!