Alþýðufylkingin

Jafnir að fylgi
Sjálfstæðisflokkurinn fengi mesta fylgið, 26,7%, ef kosið yrði nú samkvæmt nýjustu skoðanakönnun MMR, borið saman við 27,5% í síðustu mælingu. Framsóknarflokkurinn mælist með 22,4%, borið saman við 25,6% í síðustu mælingu.
Framsókn fengi fleiri þingmenn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með hærra fylgi en Framsóknarflokkurinn, eða 0,4 prósentustigum hærra. Þetta kemur fram í nýrri könnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Morgunblaðið.
Stefnir í Íslandsmet í fylgistapi
Allt að helmingur kjósenda mun kjósa annan flokk í komandi kosningum en í þeim síðustu miðað við kannanir, segir Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði. Tap stjórnarflokkanna stefnir í að verða með því mesta í Vestur-Evrópu frá lokum seinni heimsstyrjaldar.
Vilja félagsvæða fjármálakerfið
Sporna þarf gegn auðsöfnun og félagsvæða innviði samfélagsins eins og heilbrigðis- og menntakerfið að mati Þorvaldar Þorvaldssonar, formanns Alþýðufylkingarinnar sem var gestur í Forystusætinu í sjónvarpinu í kvöld.
Framsókn tapar en mælist enn stærst
Sjálfstæðisflokkur og Samfylking bæta við sig mestu fylgi samkvæmt nýrri Gallupkönnun. Fylgi Framsóknarflokks og Bjartrar framtíðar minnkar á sama tíma. Fylgi við Vinstri græn og Pírata eykst. Þrátt fyrir fylgistap mælist Framsóknarflokkurinn enn stærsti flokkurinn og fær nú tæplega 27% fylgi.
MMR: Sjálfstæðisflokkurinn með mest fylgi
Sjálfstæðisflokkurinn er orðinn stærri en Framsóknarflokkurinn samkvæmt nýrri könnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist með 27,5% en Framsóknarflokkurinn með 25,5%. Samfylkingin fær 13,5%. Vinstri græn og Björt framtíð fá rúm 8%. Píratar mælast með tæp 7%. Könnunin er unnin hópi álitsgjafa MMR.
Landskjörstjórn samþykkti framboðslista
Landskjörstjórn gekk í dag endanlega frá þeim framboðslistum sem bornir verða fram í Alþingiskosningunum 27. apríl næstkomandi. Á landsvísu verða ellefu listar bornir fram.
Stefnir í 72 lista í kosningum
72 framboðslistar gætu verið í boði á landinu öllu í þingkosningum eftir tæpar tvær vikur. Aðstandendur sex framboðslista í Suðvesturkjördæmi hafa fengið frest til morguns til að lagfæra lista meðmælenda. Allir aðrir listar hafa verið úrskurðaðir gildir.
Bótaþegar fái skerðingar bættar
Bæta verður þjónustuna í geðheilbrigðismálum. Um þetta voru allir fulltrúar framboðanna fyrir komandi þingkosningar sammála um í umræðuþætti um velferðarmál. Þeir sögðust líka vilja bæta öldruðum og öryrkjum skerðingar sem þeir hefðu orðið fyrir á kjörtímabilinu.
Hart deilt um Landspítala
Fulltrúar tólf framboða lýstu mjög ólíkum hugmyndum um hvaða aðgerða ætti að ráðast í til að bæta stöðu mála á Landspítalanum. Deilt var um hver væri þörfin fyrir að byggja nýtt sjúkrahús og hvort meiri ástæða væri til að bæta þjónustu annars staðar í heilbrigðiskerfinu.
Óábyrg ríkisstjórn helsta hættan
Jón Steinsson, hagfræðingur við Columbia-háskóla í New York segir að helsta hættan í íslensku efnahagslífi sé að næsta ríkisstjórn verði óábyrg þegar kemur að ríkisfjármálum. Fulltrúar ellefu framboða sitja fyrir svörum í sjónvarpssal í kvöld í öðrum málefnaþætti RÚV fyrir Alþingiskosningarnar.
Framsóknarflokkurinn áfram stærstur
Framsóknarflokkurinn mælist með 30,2 prósenta fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun MMR. Píratar mælast nú með 7,8 prósenta fylgi og hafa bætt tæplega fjórum prósentustigum við sig frá síðustu skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkurinn missir áfram fylgi, er nú með 21,2 prósent.
Skuldavandi heimilanna í brennidepli
Málefni heimilanna brunnu helst á leiðtogum framboða sem mættust í sjónvarpssal fyrr í dag. Evrópumálin verða þó baráttumál næsta þings, að dómi Jóns Bjarnasonar, forystumanns Regnbogans.
Leiðtogaumræður á RÚV í dag
Formenn framboða sem bjóða fram í fimm kjördæmum eða færri, eða höfðu ekki lagt fram framboðslista fyrir páska, mætast í sjónvarpssal í dag og ræða helstu stefnumál sín fyrir alþingiskosningarnar 27. apríl. Umræðurnar hefjast strax að loknu Silfri Egils, klukkan 13:50 og lýkur 14:50.
Hefði átt að leiðrétta skuldir strax
Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra og oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi, segir að það hefði átt að færa niður húsnæðisskuldir með almennum niðurfærslum strax í byrjun bankahrunsins. Þetta kom fram í málefnaþætti RÚV í sjónvarpssal í kvöld. Umfjöllunarefnið var kjör heimilanna.
Framsóknarflokkurinn með mest fylgi
Framsóknarflokkurinn bætir enn við sig fylgi á kostnað Sjálfstæðisflokksins, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi Samfylkingarinnar, Bjartrar framtíðar og Vinstri grænna breytist lítið frá síðustu könnun fyrir hálfum mánuði.
Auðstéttin fái ekki að arðræna fólk
Alþýðufylkingin opnaði kosningamiðstöð sína í dag og kynnti málefnaáherslur sínar. Flokkurinn stefnir að framboði í Alþingiskosningum í vor undir listabókstafnum R.
Fjögur ný framboð kanna samstarf
Að minnsta kosti fjögur ný framboð ræða nú óformlega saman um bandalag eða annars konar samstarf fyrir næstu kosningar. Fréttastofa hefur haft samband við forsvarsmenn flestra nýju framboðanna og hafa Dögun, Píratar, Húmanistaflokkurinn og Landsbyggðarflokkurinn staðfest að þreifingar séu í gangi.
  •