Alþýðufylkingin

Alþýðufylkingin býður ekki fram á næstunni
Alþýðufylkingin hefur ákveðið að bjóða hvorki fram í næstu þing- né sveitarstjórnarkosningum. Þetta var ákveðið á aukalandsfundi flokksins um helgina. Flokkurinn hyggst taka sér tíma til að byggja upp grasrótarstarf í flokknum og fá þannig nýja félagsmenn til liðs við flokkinn.
08.10.2018 - 12:27
10 flokkar fram í borginni í vor
Dagur B. Eggertsson er eini upphaflegi oddvitinn í borgarstjórn frá kosningum 2014 sem ætlar að gefa kost á sér til endurkjörs í Reykjavík. Að minnsta kosti 10 flokkar ætla að bjóða fram í borgarstjórnarkosningunum sem verða eftir tæpa fimm mánuði. Ýmsir spá því að fleiri framboð eigi eftir koma fram.
Ósátt við að fá ekki boð í leiðtogaumræður
Forsvarsmenn Alþýðufylkingarinnar eru ósáttir við að fá ekki að taka þátt í leiðtogaumræðum í kvöld. Aðeins fulltrúar þeirra flokka sem bjóða fram á landsvísu taka þátt í leiðtogaumræðunum í sjónvarpinu i kvöld sem hefjast klukkan 19:45.
Þorsteinn leiðir Alþýðufylkingu í NA-kjördæmi
Þorsteinn Bergsson bóndi og dýraeftirlitsmaður á Egilsstöðum verður oddviti Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum. Gengið var frá listanum á aðalfundi flokksins í kjördæminu á laugardag. Þar var Þorsteinn jafnframt kjörinn formaður félagsins.
Vilja róttækar breytingar á hagkerfinu
Þorvaldur Þorvaldsson var endurkjörinn formaður Alþýðufylkingarinnar og Vésteinn Valgarðsson varaformaður á landsfundi flokksins liðna helgi. Aðalumfjöllunarefni landsfundarins voru flokksstarf og skipulag flokksins en einnig voru samþykktar ályktanir og kosið í framkvæmdastjórn.
15.03.2017 - 17:00
Vésteinn efstur hjá Alþýðufylkingu í Rvík-N
Vésteinn Valgarðsson, stuðningsfulltrúi, er í efsta sæti lista Alþýðufylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir næstu Alþingiskosningar.
Leiðir Alþýðufylkinguna í Suðvesturkjördæmi
Guðmundur Magnússon, leikari og fyrrverandi formaður Öryrkjabandalags Íslands, verður oddviti Alþýðufylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum 29. október. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Alþýðufylkingunni.
Þorsteinn leiðir lista Alþýðufylkingarinnar
Þorsteinn Bergsson bóndi leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Flokkurinn kynnti framboðslista sinn í kjördæminu í morgun. Björgvin Rúnar Leifsson sjávarlíffræðingur er í öðru sæti og Karólína Einarsdóttir doktorsnemi er í þriðja sæti.
Efstur hjá Alþýðufylkingunni í NA-kjördæmi
Þorsteinn Bergsson leiðir lista Alþýðufylkingarinnar í Norðausturkjördæmi í Alþingiskosningunum haustið 2016. Þorsteinn en fæddur 1964, bóndi á Unaósi í Hjaltastaðaþinghá á Fljótsdalshéraði og sjálfstætt starfandi þýðandi. Kona hans er Soffía Ingvarsdóttir framhaldsskólakennari.
„Félagsvæðing fjármálakerfisins lykilatriði“
„Það er nánast hægt að draga stefnu okkar saman í einu orði sem er félagsvæðing," segir Vésteinn Valgarðsson, varaformaður Alþýðufylkingarinnar. Flokkurinn býður fram í komandi Alþingiskosningum með Þorvald Þorvaldsson, formann, í broddi fylkingar.
Vel á annan tug flokka bjóða fram til Alþingis
Alþýðufylkingin, Dögun, Flokkur fólksins, Flokkur heimilanna, Húmanistaflokkurinn, Íslenska þjóðfylkingin og Sturla Jónsson hyggja á framboð í alþingiskosningum í haust. Flestir flokkanna stefna á að vera með framboðsliðsta tilbúna í næsta mánuði.
Vill verja samningsrétt verkalýðsfélaganna
Alþýðufylkingin vill verja samningsrétt verkalýðsfélaganna og lýsir yfir „beiskri gremju yfir þeirri hörðu sveltistefnu sem íslenska heilbrigðiskerfið hefur verið rekið eftir um langt árabil.“ Flokkurinn telur að stefna íslensku auðstéttarinnar sé að hafa húsnæðisþörf fólksins sem féþúfu „sem gefur af sér hámarksgróða“ og vill að Ísland dragi sig út úr stríðinu gegn fíkniefnum og gegn hryðjuverkum.
20.12.2015 - 16:36
Meirihlutinn féll í Reykjavík
Samfylkingin er stærsti flokkurinn í borgarstjórn Reykjavíkur en meirihlutinn er fallinn samkvæmt úrslitum borgarstjórnarkosninga í Reykjavík. Píratar ná inn einum borgarfulltrúa í borginni, og þar með sínum fyrsta sveitarstjórnarmanni.
Kjörsókn getur riðlað fylginu
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði, segir að kjörsókn geti riðlað fylgi framboðanna í Reykjavík. Samkvæmt nýrri skoðanakönnun næðu sex flokkar inn manni í borgarstjórn. Samfylkingin tvöfaldar fylgi sitt og umræðan um lóð undir mosku hefur aukið fylgi Framsóknar og flugvallarvina.
Sex flokkar fengju borgarfulltrúa
Samfylkingin bætir enn við sig fylgi í Reykjavík samkvæmt nýrri könnun Capacent Gallup og hefur nú tvöfaldað fylgið síðan í febrúar. Framsóknarmenn, Vinstri græn og Píratar ná inn einum manni. Sex flokkar ná því inn manni í borgarstjórn.
Segir snúið út úr lóðamálinu
Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, sem skipar annað sæti á lista Framsóknarflokksins og flugvallarvina í Reykjavík, segir að frambjóðendur annarra flokka snúi umræðu um úthlutun lóðar undir Mosku í allt annað en hún snúist um í raun og veru.
Meirihluti vill Dag sem borgarstjóra
Rúmlega 64 prósent borgarbúa vilja að Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík, verði næsti borgarstjóri. Þetta eru niðurstöður könnunar Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem birtist í Morgunblaðinu í dag.
Samfylkingin langstærst í borginni
Samfylkingin er orðinn langstærsti flokkurinn í Reykjavík samkvæmt nýrri skoðanakönnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem birtist í Morgunblaðinu í dag. Fylgi Samfylkingarinnar mælist 37,3 prósent og fengi hún sex borgarfulltrúa sé miðað við niðurstöður könnunarinnar.
Framsókn næði inn manni í borgarstjórn
Samfylkingin og Framsókn og flugvallarvinir bæta bæði við sig fylgi í nýrri skoðanakönnun MMR á fylgi framboðanna í borginni fyrir borgarstjórnarkosningar á laugardag. Framsókn næði inn manni samkvæmt þessari könnun.
Oddvitar: heilsa íbúa njóti vafans
Oddvitar allra framboða í borginni eru sammála um að heilsa fólks verði að njóta vafans þegar brennisteinsvetnismengun frá jarðvarmavirkjunum Orkuveitu Reykjavíkur er annars vegar. En útfærslur þeirra á lausn vandans er ólík. Þetta kom fram á fjölmennum íbúafundi í Norðlingaskóla í kvöld.
Meirihlutinn bætir við sig í borginni
Meirihlutinn í borgarstjórn Reykjavíkur bætir við sig fylgi samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Samfylkingin fengi rúm 34% atkvæða og sex borgarfulltrúa en Björt Framtíð rúm 22% og fjóra borgarfulltrúa.
Engan bilbug að finna á Samfylkingu
Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, segir engan bilbug að finna á sínum flokki, þrátt fyrir slæma útreið í kosningunum í gær.
Sjálfstæðisflokkur stærstur
Sjálfstæðisflokkurinn er stærstur allra flokka þegar búið er að telja 33.977 atkvæði, 14,3 prósent atkvæða. Flokkurinn fær samkvæmt því nítján þingsæti. Framsóknarflokkurinn er með 22,6 prósent og sautján þingmanna. Samanlagt hafa þeir því 36 af 63 þingsætum.
Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur
Rétt tæplega 28% kjósenda ætla að velja Sjálfstæðisflokkinn miðað við nýja skoðanakönnun Capacent Gallup. Flokkurinn fengi rúmlega þremur prósentustigum meira fylgi en Framsóknarflokkurinn.
Framsókn fengi 19 þingmenn
Framsóknarflokkurinn mælist með 25,4% samkvæmt nýrri fylgiskönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. 22,9% myndu kjósa Sjálfstæðisflokkinn, 14,7% Samfylkingu, 10,9% Vinstri hreyfinguna grænt framboð, 7,6% Bjarta framtíð og 6,3% Pírata.