Alþingiskosningar 2013

Píratar kæra framkvæmd kosninga
Píratar segja ýmsu ábótavant við framkvæmd alþingiskosninganna og hafa kært hana. Þeir vilja að lögregla rannsaki málið þar sem þeir hafi ekki fengið viðbrögð frá yfirkjörstjórnum um þær athugasemdir sem gerðar hafa verið.
Verkaskipting ráðuneyta breytist
Verkaskipting ráðuneyta verður nokkuð önnur í nýrri ríkisstjórn en verið hefur. Meðal annars tekur forsætisráðuneytið við málum sem varða þjóðmenningu og varðveislu menningararfsins, fornleifar, örnefni og vernd þjóðargersema.
Ráðherrar velja sér aðstoðarmenn
Þrír ráðherrar nýrrar ríkisstjórnar hafa valið sér aðstoðarmenn.
Ný ríkisstjórn tekin við
Ný ríkisstjórn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar tók við á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Ríkisstjórnina skipa fjórir ráðherrar Framsóknarflokks og fimm ráðherrar Sjálfstæðisflokks, þrjár konur og sex karlar og meðalaldur er 45,2 ár.
Fyrri stjórn kom á friði
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hélt erindi á ráðstefnu Íslenskra orkurannsókna á milli þess sem hann stýrði ríkisráðsfundum á Bessastöðum í dag. Á ráðstefnunni sagði forsetinn að fyrri ríkisstjórn hefði tekist að koma á friði eftir mótmæli og elda við Alþingishúsið.
Undrast stefnu nýrrar stjórnar
Fyrrverandi umhverfisráðherra segir málaflokkinn hvorki aukabúgrein né hjáverk og er því hugsi yfir því að umhverfismál verði sett undir sama hatt og landbúnaður og sjávarútvegur. Fyrrverandi velferðarráðherra hefur áhyggjur af almannatryggingamálum.
Verkefni leggjast vel í nýja ráðherra
Verkefni næsta kjörtímabils leggjast vel í nýja ráðherra ríkisstjórnarinnar. Nýr utanríkisráðherra vill meðal annars beita sér fyrir málefnum norðurslóða og nýr menntamálaráðherra segir menntamál stærsta efnahagsmálið.
Kallar eftir samstöðu á þingi
Einar K. Guðfinnsson, verðandi forseti Alþingis, segist vonast til þess að nýtt þing geti ýtt átökum undanfarinna ára aftur fyrir sig og kallar eftir samstöðu allra þingmanna. Þannig geti þingið eflt sinn hlut og virðing þess orðið sem mest.
Ríkisráðsfundir í dag
Tveir ríkisráðsfundir verða haldnir á Bessastöðum í dag og hefst sá fyrri klukkan 11. Á honum verða staðfest lög og stjórnvaldsaðgerðir og ráðuneyti Jóhönnu Sigurðardóttur lætur af störfum.
Sigmundur hitti Ólaf Ragnar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, fundaði í um hálftíma með Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands, en þar gerir Sigmundur Davíð grein fyrir stjórnarsáttmálanum og því samkomulagi sem náðst hefur um myndun nýrrar ríkisstjórnar.
Stjórnarsáttmáli kynntur á Laugarvatni
Stjórnarsáttmáli nýrrar ríkisstjórnar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks verður kynntur á blaðamannafundi í Héraðskólanum á Laugarvatni. Stefnt er að því að útvarpa og sjónvarpa beint frá fundinum en upplýsingar um það verða birtar á vef okkar, ruv.is, um leið og þær liggja fyrir.
„Stjórnarsáttmálinn gott verkfæri“
Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður Framsóknarflokksins, segir formenn flokkanna hafa unnið gott starf og skilað skýrum stjórnarsáttmála sem verði gott verkfæri fyrir ríkistjórnina. Hann segir skiptingu ráðuneyta og áherslur á stefnumál flokkanna þannig að báðir flokkar komi sterkir út.
22.05.2013 - 00:10
Flokksráðið sátt við niðurstöðuna
Hanna Birna Kristjánsdóttir, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segist bera miklar væntingar til nýrrar ríkisstjórnar Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.
21.05.2013 - 22:46
Helgi Hjörvar kjörinn þingflokksformaður
Samfylkingin kaus nýja stjórn í þingflokki sínum um þrjú leytið í dag. Helgi Hjörvar var kjörinn þingflokksformaður, Oddný Harðardóttir varaformaður og Kristján Möller var kjörinn ritari. Þingflokkurinn hefur minnkað um meira en helming frá síðasta kjörtímabili.
Framsókn fékk umboðið vegna loforða sinna
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn lærði meira af Íslandi, en Ísland lærði af Alþjóðagjaldeyrissjóðnum eftir bankahrunið. Þetta sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem sat fyrir svörum á málþingi London School of Economics í Lundúnum um helgina.
Skiptingu ráðuneyta gæti lokið í dag
Endanleg mynd er að komast á stjórnarsáttmála Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins við myndun nýrrar ríkistjórnar. Formenn flokkanna, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Bjarni Benediktsson hittast í dag til að ræða skiptingu ráðuneyta milli flokkana.
Rætt um skiptingu ráðuneyta
Stjórnarmyndunarviðræður hafa haldið áfram í dag milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins.
Viðræður um stjórnarmyndun langt komnar
Stjórnarmyndunarviðræður formanna Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og Bjarna Benediktssonar eru á lokastigi, en eftir á að ræða skiptingu ráðuneyta. Þetta kemur fram bæði Morgunblaðinu og Fréttablaðinu í morgun.
Steingrímur í FT: Úrslitin ótrúleg
Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvegaráðherra, spyr í aðsendri grein í Financial Times í kvöld hvort stjórnmálamenn geti mætt óraunhæfum væntingum kjósenda í Evrópu á tímum niðurskurðar. Hann veltir því fyrir sér hvort vinsældir stjórnmálamanna velti eingöngu á efnahagsbólum.
Deila áhyggjum Sigmundar af stöðunni
Fjármálaráðuneytið hefur lagt mat á horfur í ríkisfjármálum miðað við uppfærðar þjóðhagsforsendur og kynnt formönnum Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks sem nú eiga í stjórnarmyndunarviðræðum. Formaður Framsóknarflokksins segir horfurnar verri en sagt hafi verið í aðdraganda kosninga.
Veiðigjaldið mögulega afnumið á sumarþingi
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins segir helgina hafa nýst vel til að ræða stóru málin í stjórnarmyndunarviðræðunum, til dæmis skuldamál heimilanna. Enn hafi þó ekki náðst saman. Til umræðu er að afnema sérstaka veiðigjaldið strax á sumarþingi.
Bjarni vill fjölga ráðherrum
Skuldamál heimilanna verða fyrirferðamikil í stjórnarmyndunarviðræðunum næstu daga, segir Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann vill að sérstakur heilbrigðisráðherra taki aftur til starfa í ríkisstjórninni og gera breytingar á fleiri ráðuneytum.
Ný stjórn ekki mynduð fyrr en eftir helgi
Fundur Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar formanns Framsóknarflokksins og Bjarna Benediktssonar formanns Sjálfstæðisflokksins um myndun nýrrar ríkisstjórnar stóð enn nú rétt fyrir fréttir. Samkvæmt heimildum fréttastofu funduðu þeir í Reykholti í Biskupstungum. Þar á tengdafaðir Sigmundar Davíðs á hús.
Telur líklegt að formennirnir nái saman
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir sér sýnist góður gangur í stjórnarmyndunarviðræðunum og allt bendi til þess að formennirnir nái saman.
Hafa ekki náð samkomulagi um einstök mál
Formenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks gerðu hlé á stjórnarmyndunarviðræðum í dag, og næsti fundur þeirra hefur ekki verið ákveðinn. Flokkarnir eru sammála um að ráðast í breytingar á skattkerfinu á kjörtímabilinu, en skuldamál heimilanna hafa lítið verið rædd.