Alþingiskosningar

Níu í framboði hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi
Níu verða í framboði hjá Framsóknarflokknum í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Póstkosning stendur yfir 1.-31. mars.
Tíu gefa kost á sér hjá Framsókn í NV-kjördæmi
Póstkosning Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hófst í gær. Þar verður kosið um fimm efstu sæti á lista flokksins í komandi alþingiskosningum.
Bjarkey tekur annað sætið í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, ætlar að taka annað sætið á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Hún sagðist í gær ætla að hugsa sína stöðu eftir að ljóst var að Óli Halldórsson varð í efsta sæti í forvali VG.
Óli Halldórsson leiðir lista VG í Norðausturkjördæmi
Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga, varð í efsta sæti í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður og þingflokksformaður Vinstri grænna, hafnaði í öðru sæti.
Helga Vala og Kristrún Mjöll leiða lista Samfylkingar
Helga Vala Helgadóttir og Kristrún Mjöll Frostadóttir leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmum við þingkosningar í haust. Þetta var samþykkt á allsherjarfundi flokksmanna í Reykjavík í dag. Uppstillingarnefnd lagði til lista sem var samþykktur með atkvæðum 79 prósenta þeirra 280 sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu. 17,5 prósent greiddu atkvæði gegn listanum. Talsverðar deilur risu meðan á uppstillingarferlinu stóð.
13.02.2021 - 15:22
Forval VG í Norðausturkjördæmi hefst á miðnætti
Á miðnætti hefst forval Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs í Norðausturkjördæmi og lýkur því á miðnætti á mánudaginn, 15. febrúar. 12 frambjóðendur sækjast eftir sæti á listanum en Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis, sem hefur leitt VG í Norðausturkjördæmi frá upphafi gefur ekki kost á sér.
Þorbjörg og Hanna Katrín vilja leiða Reykjavíkurlistana
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður sækist eftir oddvitasæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir alþingiskosningar í haust. Þorbjörg Sigríður tók sæti sem aðalmaður á Alþingi í apríl í fyrra þegar Þorsteinn Víglundsson, þáverandi varaformaður Viðreisnar, sagði af sér þingmennsku.
11.02.2021 - 14:29
Andrés Ingi vill á lista í Reykjavík
Andrés Ingi Jónsson, sem í dag gekk til liðs við þingflokk Pírata,  hyggst gefa kost á sér í prófkjöri Pírata, sem haldið verður í næsta mánuði, á lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.
Stefna að framboði í öllum kjördæmum
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn stefnir að því að bjóða fram lista í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar. Flokkurinn hefur fengið úthlutað listabókstanum O.
Myndskeið
Stefnir í harða baráttu í öllum kjördæmum
Það stefnir í harða baráttu innan stjórnmálaflokkanna um að leiða lista í kjördæmum um allt land fyrir alþingiskosningar í haust. Margir liggja þar að auki enn undir feldi.
Andrés Ingi til liðs við Pírata
Andrés Ingi Jónsson alþingismaður ætlar að ganga til liðs við Pírata. Hann var kjörinn á þing í kosningunum 2016 fyrir Vinstri græn en hefur síðustu misseri setið á þingi utan flokka. Andrés Ingi og Rósa Björk Brynjólfsdóttir sögðu sig úr flokknum haustið 2019 en þau studdu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.
Einar vill leiða Pírata í Norðausturkjördæmi
Einar Brynjólfsson, fyrrverandi þingmaður og þingflokksformaður Pírata, sækist eftir efsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.
10.02.2021 - 11:32
Róbert Marshall vill leiða VG í Suðurlandskjördæmi
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar, tekur þátt í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Suðurkjördæmi, þar sem hann býðst til að taka oddvitasætið á lista flokksins í komandi alþingiskosningum.
Nýtt kosningalagafrumvarp til bóta
Birgir Ármannsson þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir jákvætt að sameina löggjöf um allar kosningar í einn lagabálk. Hann er hins vegar andvígur því að leggja niður yfirstjórnir kjördæma og að færa talningu frá einum stað í hverju kjördæmi út í sveitarfélögin. Kjördæmin séu grunneining í alþingiskosningum og kerfið eigi að miðast við það. 
Segja ekki hægt að taka upp ný kosningalög fyrir haust
Of skammur tími er til að innleiða nýtt fyrirkomulag kosninga fyrir Alþingiskosningarnar sem haldnar verða í lok september. Þetta kemur fram í umsögnum um frumvarp um breytingar á kosningalögum, en stefnt er að þvi að það verði að lögum í vor.
Spegillinn
Brýnt að afgreiða ný kosningalög
Forseti Alþingis vonar að ný kosningalög verði afgreidd á yfirstandandi þingi, annað væri sóun á tíma og kröftum í mikilvægu verkefni sem varði grunnstoðir lýðræðisins. Um miðjan desember mælti Steingrímur J. Sigfússon, fyrir frumvarpi til kosningalaga. Þar steypt saman í einn bálk fernum lögum, það er lögum um kosningar til Alþingis, til sveitarstjórna, lögum um framboð og kjör forseta íslands og um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna.
Spegillinn
Jöfnunarsæti þyrftu að vera fleiri
Fyrirkomulag og úthlutun þingsæta miðað við gildandi kosningalög dugir ekki til að tryggja jöfnuð milli þingflokka. Jöfnunarsætin eru of fá, að mati Ólafs Þ. Harðarsonar prófessors í stjórnmálafræði. Hann telur að breytingar á kosningalögum sem lagðar voru til í vetur séu til bóta í mörgu en þar sé ekki tekið á þessum vanda.
Spegillinn
Allir undirbúa framboð - mislangt komnir
Þessa dagana hugsa sinn gang þeir sem sækjast eftir því að komast á framboðslista þegar kosið verður til Alþingis í haust. Hjá ýmsum flokkum er verið að kalla eftir þátttakendum í prófkjör eða forval og tilnefningum til uppstillingarnefnda. Menn svara því kalli með tilkynningum sem detta inn hjá fjölmiðlum og félögunum. Annars staðar eru menn lítt komnir af stað, horfa til vorsins og hvort og hvenær kófinu linnir. Það er líka svo að mismunandi háttur getur verið á eftir kjördæmum.
Halla Signý vill leiða lista Framsóknar í NV-kjördæmi
Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi, gefur kost á sér í efsta eða næst efsta sæti framboðsins fyrir Alþinigskosningarnar í haust.
Þórunn Egilsdóttir gefur ekki kost á sér áfram
Þórunn Egilsdóttir, oddviti Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi á Alþingi, ætlar ekki að bjóða sig fram að nýju fyrir Alþingiskosningar í haust. Þórunn greinir frá þessu á Facebook.
Jón Þór gefur ekki kost á sér
Jón Þór Ólafsson, þingmaður Pírata, hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér í næstu þingkosningunum sem fara fram á þessu ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Pírata. Hann er þriðji þingmaður Pírata sem tilkynnir að hann sækist ekki eftir endurkjöri. Hinir tveir eru Helgi Hrafn Gunnarsson og Smári McCarthy.
09.01.2021 - 09:23
Stjórnmálin úr sambandi
Kórónuveirufaraldurinn hefur tekið stjórnmálin úr sambandi því öll orka fer í mál sem tengjast faraldrinum. Það gæti verið ástæðan fyrir því að aðeins fjórir þingmenn hafa enn sem komið er sagst ætla að hætta fyrir næstu kosningar. Þetta segir prófessor í stjórnmálafræði.
30.11.2020 - 20:27
Samfylkingarlistar í borginni verði tilbúnir í febrúar
Samfylkingin í Reykjavík hyggst stilla upp á framboðslista með sænsku aðferðinni svokölluðu fyrir alþingiskosningarnar á næsta ári. Listarnir munu liggja fyrir 20. febrúar, en að öllu óbreyttu verða kosningarnar 25. september. Yfirleitt hefur verið efnt til prófkjörs hjá flokknum í borginni, nema fyrir síðustu alþingiskosningar þegar stillt var upp á lista.
Einn af hverjum fjórum myndi kjósa Sjálfstæðisflokk
Fylgi Sjálfstæðisflokks mælist 25%, fylgi Samfylkingarinnar 16,1% og fylgi Pírata mælist 14,3%.Þetta eru einu flokkarnir sem mælast með meira en 10% fylgi. Þetta sýna niðurstöður fylgiskönnunar MMR.
Ágúst Bjarni sækist eftir öðru sæti í Kraganum
Ágúst Bjarni Garðarson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Hafnarfirði og formaður bæjarráðs, sækist eftir 2. sæti á lista flokksins í Suðvesturkjördæmi fyrir þingkosningarnar á næsta ári. Þetta kemur fram í tilkynningu frá honum. Ágúst Bjarni var áður aðstoðamaður Sigurðar Inga Jóhannssonar.