Alþingiskosningar

Vilja tímasetningu Alþingiskosninga ákveðna sem fyrst
Stjórnarandstöðuflokkarnir undrast að ekki sé búið að ákveða hvenær verði næst kosið til Alþingis. Þeir hafa flestir kallað eftir því að kosningar fari fram næsta vor. Forsætisráðherra fundaði á föstudag með formönnum flokka og boðaði þá ákvörðun á næstu dögum.
14.07.2020 - 12:29
Fleiri styðja ríkisstjórnina en stjórnarflokkana
Sex af hverjum tíu segjast styðja ríkisstjórnina, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallups. Nær engar breytingar eru á fylgi flokkanna á milli mánaða.
Tryggi sjálfsákvörðunarrétt yfir eigin líkama
Kvenréttindafélag Íslands styður nýtt frumvarp til laga um þungunarrof og segir það vera stórt skref í að tryggja kynfrelsi og sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama. Umsögn Kvenréttindafélags Íslands og 728 einstaklinga um frumvarp til laga um þungunarrof var send til nefndasviðs Alþingis í gær.
25.01.2019 - 11:31
Fjórðungur atkvæða greiddur popúlistaflokkum
Popúlistar hafa þrefaldað fylgi sitt í kosningum í Evrópu á síðustu 20 árum, samkvæmt greiningu breska dagblaðsins The Guardian. Í ellefu löndum hafa popúlistar notið nægilegs stuðnings til þess að komast að í ríkisstjórnum. Greiningin var unnin í samvinnu við 30 stjórnmálafræðinga, meðal annars Ólaf Þ. Harðarson og Huldu Þórisdóttur við Háskóla Íslands.
21.11.2018 - 22:45
Viðtal
Brýnt að breyta kosningalöggjöfinni
Ýmsir ágallar eru á kosningalöggjöfinni en tillögur vinnuhóps um breytingar hafa ekki verið teknar fyrir á Alþingi síðan þær voru kynntar fyrir tveimur árum. Þórir Haraldsson lögmaður fór fyrir nefndinni og segir brýna þörf á breytingum og lagfæringu þeirra ágalla sem komið hafi fram.
Vilja kanna aðkomu hulduaðila að kosningum
Níu þingmenn úr röðum Viðreisnar, Pírata, Vinstri grænna og Samfylkingar hafa lagt fram beiðni til Katrínar Jakosbdóttur forsætisráðherra um að gerð verði skýrsla um aðkomu og hlutdeild hulduaðila í alþingiskosningunum 2016 og 2017.
22.03.2018 - 12:13
Sjálfstæðismenn kvörtuðu yfir fjölmiðlum
Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins kvörtuðu yfir hlutdrægni fjölmiðla á fundi með kosningaeftirlitsmönnum ÖSE, Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, í aðdraganda Alþingiskosninganna í haust. Þetta kemur fram í skýrslu kosningaeftirlitsmannanna sem birt var í dag.
02.03.2018 - 19:12
ÖSE vill hert viðurlög við undirskriftafalsi
Herða ætti lög og reglur um falskar undirskriftir á meðmælendalistum stjórnmálaflokka til að tryggja að slíkt hafi afleiðingar fyrir flokkana. Þetta er mat Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, sem skilaði í dag skýrslu sinni um kosningaeftirlitið sem sendinefnd stofnunarinnar hélt úti hér á landi fyrir þingkosningarnar í haust.
02.03.2018 - 15:16
Logi opinn fyrir fimm flokka stjórn
Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar vill að stjórnarandstöðuflokkarnir fjórir ræði myndun ríkisstjórnar með aðkomu Viðreisnar. Sigurður Ingi Jóhannson formaður Framsóknarflokksins telur 4 til 6 flokka ríkisstjórn koma til greina.
31.10.2017 - 22:18
Formenn á fund forseta í dag
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins gengur fyrstur formanna flokkanna átta sem fengu menn kjörna á þing á fund Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands á Bessastöðum klukkan 10 á eftir.
30.10.2017 - 06:58
Starfið leggst vel í nýja þingmenn
Þingmannsstarfið leggst vel í nýja Alþingismenn sem náðu kjöri í gær. Þeir vilja ekki útiloka neina flokka í stjórnarmyndunarviðræðum, málefnin eigi að ráða för. 
„Okkar kosningaklúður fyrst og fremst“
Fráfarandi þingmenn Pírata á Norðurlandi segja úrslit kosninganna mikil vonbrigði. Einar Brynjólfsson, fráfarandi þingflokksformaður, segir ekki hægt að kenna neinu um fylgistap Pírata nema þeim sjálfum. Flokkurinn hafi ekki komið störfum sínum og stefnumálum nægilega vel á framfæri.  
Lokatölur í Reykjavíkurkjördæmi norður
Sjálfstæðisflokkur og Vinstri græn fengu þrjá þingmenn hvor í Reykjavíkurkjördæmi norður. Samfylkingin bætti mestu við sig, fékk 12,75 prósent atkvæða og bætti 7,54 prósentustigum við fylgi sitt frá því í síðustu kosningum.
„Fullviss um að þetta var rétt ákvörðun“
Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, sér ekki eftir ákvörðun flokksins að slíta stjórnarsamstarfinu. Það sé góður minnisvarði um flokkinn og kærkomin breyting í íslenskum þjóðfélagi að stjórnmálaafl hafi tekið fast á því þegar reynt var að hylma yfir kynferðisbrot og óþægilega hluti þeim tengdum.
Lokatölur í Reykjavíkurkjördæmi suður
Miðflokkurinn fékk 7,56 prósent atkvæða í Reykjavíkurkjördæmi suður þegar öll atkvæði hafa verið talin. Þorsteinn B. Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins fer inn sem jöfnunarþingmaður, ásamt Jóhönnu Vigdísi Guðmundsdóttir, Samfylkingu.
Bjartsýn að vera búin að telja milli 5 og 6
Formenn yfirkjörstjórna landsbyggðarkjördæmanna vonast til að verða búnir að telja öll atkvæði milli klukkan fimm og sex. Veðurguðirnir hafa verið hliðhollir en það getur tafið talninguna þegar atkvæðum úr sveitarfélögum er blandað saman svo það sé erfiðara að átta sig á hvernig íbúar kjósa.
Myndskeið
Segir Lilju bandamann Miðflokksins
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segir að flokkurinn sé ekki lengur hreyfing heldur nýtt afl í íslenskum stjórnmálum. Flokkurinn mælist með rúmlega tíu prósenta fylgi og sex þingmenn. Sigmundur kallaði Lilju Alfreðsdóttur, oddvita Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, miðflokksmanneskjuna í Framsóknarflokknum í ræðu sinni á kosningavöku flokksins á Reykjavík Natura í kvöld.
Vigdís veislustjóri hjá Miðflokknum
Vigdís Hauksdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, hefur haldið uppi fjörinu á kosningavöku Miðflokksins á Reykjavík Natura. Hún er veislustjóri og segir stemninguna afar góða enda gengi flokksins framar björtustu vonum og flokkurinn fær tíu þingmenn samkvæmt fyrstu tölum.
Myndskeið
Oft erfitt að mynda stjórn án Framsóknar
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, er sáttur við gengi flokksins eftir fyrstu tölur. Hann segir að Framsóknarflokkur sé límið í íslenskum stjórnmálum og það gæti orðið erfitt að mynda stjórn án hans.
Kjörsókn víðast hvar betri en í fyrra
Kjörstöðum var lokað klukkan tíu. Samkvæmt upplýsingum frá kjörstjórnum um allt land er kjörsóknin örlítið betri en í fyrra.
Myndband
Samstarfið lengra en elstu menn muna
Kosningasjónvarpið snýst auðvitað fyrst og fremst um niðurstöður kosninganna. Þeir sem sjá um að rýna í tölurnar í sjónvarpssal eru ekki að gera það í fyrsta skipti.
Umfjöllun um kosningarnar á öllum miðlum RÚV
Kosningavaka hefst í sjónvarpi rétt áður en kjörstöðum verður lokað í kvöld en hægt verður að fylgjast með gangi mála á kosninganótt á öllum miðlum RÚV.
Athyglin beinist aftur að Íslandi
Fjölmargir erlendir fjölmiðlar fjalla um Alþingiskosningarnar hér á landi í dag. Þar er mest fjallað um traust, Panamaskjölin, uppreist æru og meinta kosningaþreytu
28.10.2017 - 11:58
Konur kjósa frekar VG, karlar Sjálfstæðisflokk
Á morgun verður gengið til kosninga. Um 250 þúsund eru á kjörskrá og ef miðað er við kjörsóknina í fyrra, sem var rúmlega 79%, má búast við því að um 197 þúsund kjósendur mæti á kjörstað og ráðstafi atkvæði sínu.  Gera þeir það eins og í fyrra?  Má greina fylgni við kyn, menntun og tekjur þegar kemur að því að velja flokk? 
Líklega fjórir til fimm flokkar í næstu stjórn
Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur samkvæmt nýrri könnun og þriggja flokka stjórn verður ekki mynduð án hans. Magnús Árni Magnússon stjórnmálafræðingur sagði í Morgunútvarpinu á Rás2 í morgun að fjöldi flokka eigi ekki eftir að flækjast fyrir í stjórnarmyndun eftir kosningar. Þeir verði fleiri en áður, jafnvel fjórir eða fimm. Hulda Þórisdóttir stjórnmálasálfræðingur segir engan annan kost í stöðunni og stjórnmálaforingjar vilji því eðlilega útiloka sem fæsta möguleika.