Alþingiskosningar

VG vill áfram í stjórn
Tveggja daga landsfundi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, undir yfirskriftinn Saman til framtíðar lauk í dag. Í ályktun landsfundar er lögð á það áhersla að VG leiði ríkisstjórn áfram eftir kosningar í haust.
Áslaug Arna vill leiða sjálfstæðismenn í borginni
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ætlar að gefa kost á sér í efsta sæti lista Sjálfstæðisflokksins í sameiginlegu prófkjöri Reykjavíkurkjördæmanna sem verður fyrstu helgina í júní.
Miðflokkurinn stillir upp á lista
Stillt verður upp á framboðslista Miðflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Stjórnir kjördæmafélaga flokksins ákváðu þetta en stillt verður upp í öllum kjördæmum og taka uppstillingarnefndir til starfa á næstu dögum. Samhliða því verður auglýst eftir framboðum á heimasíðu flokksins.
Spegillinn
Væri ævintýraleg óvænt uppákoma
Með því að fjölga jöfnunarsætum þingmanna væri hægt að jafna vægi atkvæða milli flokkanna sem bjóða fram í næstu alþingiskosningum. Í síðustu þremur alþingiskosningum hefur vægið ekki verið jafnt og það virðist stefna í það sama í kosningunum í haust.
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mestrar hylli í nýrri könnun MMR, fengi tæplega 29 prósenta fylgi og er það hátt í 6 prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í byrjun apríl. 
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi fyrir kosningar til Alþingis í haust. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir, sviðsstjóri og doktor í umhverfisfræðum.
22.04.2021 - 13:17
Þingmenn lúta í lægra haldi fyrir nýjum frambjóðendum
Í gær urðu ljós úrslit í prófkjöri Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi og Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Í báðum prófkjörum lutu þingmenn í lægra haldi fyrir frambjóðendum utan þings.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í Alþingiskosningunum í haust. Uppstillinganefnd Viðreisnar í kjördæminu er enn að störfum og verður listi yfir frambjóðendur kynntur síðar.
03.04.2021 - 11:36
Engin þriggja flokka stjórn samkvæmt Þjóðarpúlsi
Ekki væri hægt að mynda þriggja flokka stjórn ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur sjaldan mælst meiri, fylgi Samfylkingarinnar minnkar en stuðningur við Miðflokkinn eykst.
Þrjú vilja leiða Vinstri græn í Suðvesturkjördæmi
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Ólafur Þór Gunnarsson alþingismaður og Una Hildardóttir varaþingmaður sækjast öll eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum í haust. Guðmundur og Ólafur sækjast aðeins eftir fyrsta sætinu en Una gefur kost á sér í fyrsta og annað sætið.
Björn sækist eftir 1. - 4. sæti í Norðvesturkjördæmi
Björn Guðmundsson gefur kost á sér í 1.-4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í kosningu á rafrænu kjördæmisþingi 27. mars vegna komandi Alþingiskosninga. Guðjón Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, frá 2016 tilkynnti nýlega að hann byði sig ekki fram að nýju.
Gylfi Þór vill leiða Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi
Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri hjá lögreglunni á Vestfjörðum, gefur kost á sér í 1. til 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir kosningarnar í haust. Hann segist vilja bæta kjör íbúa á landsbyggðinni, efla löggæslu og taka á fíkniefnaneyslu í landinu en ekki með afglæpavæðingu.
19.03.2021 - 11:05
Einn af hverjum sex ætlar að hætta á þingi
Nú hafa tíu þingmenn, átta karlar og tvær konur, lýst því yfir að þeir hyggist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu eftir kosingarnar í haust. Meðal þeirra eru níu þingmenn sem leiddu lista fyrir síðustu kosningar, þar af oddvitar þriggja lista í Norðausturkjördæmi og þrír þingmenn af þeim sjö sem Samfylkingin fékk kjörna í síðustu kosningum.
Níu í framboði hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi
Níu verða í framboði hjá Framsóknarflokknum í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Póstkosning stendur yfir 1.-31. mars.
Tíu gefa kost á sér hjá Framsókn í NV-kjördæmi
Póstkosning Framsóknarflokksins í Norðvesturkjördæmi hófst í gær. Þar verður kosið um fimm efstu sæti á lista flokksins í komandi alþingiskosningum.
Bjarkey tekur annað sætið í Norðausturkjördæmi
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður, ætlar að taka annað sætið á lista Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Hún sagðist í gær ætla að hugsa sína stöðu eftir að ljóst var að Óli Halldórsson varð í efsta sæti í forvali VG.
Óli Halldórsson leiðir lista VG í Norðausturkjördæmi
Óli Halldórsson, forstöðumaður Þekkingarnets Þingeyinga, varð í efsta sæti í forvali Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, alþingismaður og þingflokksformaður Vinstri grænna, hafnaði í öðru sæti.
Helga Vala og Kristrún Mjöll leiða lista Samfylkingar
Helga Vala Helgadóttir og Kristrún Mjöll Frostadóttir leiða lista Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmum við þingkosningar í haust. Þetta var samþykkt á allsherjarfundi flokksmanna í Reykjavík í dag. Uppstillingarnefnd lagði til lista sem var samþykktur með atkvæðum 79 prósenta þeirra 280 sem tóku þátt í atkvæðagreiðslu. 17,5 prósent greiddu atkvæði gegn listanum. Talsverðar deilur risu meðan á uppstillingarferlinu stóð.
13.02.2021 - 15:22
Forval VG í Norðausturkjördæmi hefst á miðnætti
Á miðnætti hefst forval Vinstri hreyfingarinnar - Græns framboðs í Norðausturkjördæmi og lýkur því á miðnætti á mánudaginn, 15. febrúar. 12 frambjóðendur sækjast eftir sæti á listanum en Steingrímur J. Sigfússon forseti Alþingis, sem hefur leitt VG í Norðausturkjördæmi frá upphafi gefur ekki kost á sér.
Þorbjörg og Hanna Katrín vilja leiða Reykjavíkurlistana
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir alþingismaður sækist eftir oddvitasæti á lista Viðreisnar í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir alþingiskosningar í haust. Þorbjörg Sigríður tók sæti sem aðalmaður á Alþingi í apríl í fyrra þegar Þorsteinn Víglundsson, þáverandi varaformaður Viðreisnar, sagði af sér þingmennsku.
11.02.2021 - 14:29
Andrés Ingi vill á lista í Reykjavík
Andrés Ingi Jónsson, sem í dag gekk til liðs við þingflokk Pírata,  hyggst gefa kost á sér í prófkjöri Pírata, sem haldið verður í næsta mánuði, á lista í öðru hvoru Reykjavíkurkjördæminu.
Stefna að framboði í öllum kjördæmum
Frjálslyndi lýðræðisflokkurinn stefnir að því að bjóða fram lista í öllum kjördæmum fyrir komandi alþingiskosningar. Flokkurinn hefur fengið úthlutað listabókstanum O.
Myndskeið
Stefnir í harða baráttu í öllum kjördæmum
Það stefnir í harða baráttu innan stjórnmálaflokkanna um að leiða lista í kjördæmum um allt land fyrir alþingiskosningar í haust. Margir liggja þar að auki enn undir feldi.
Andrés Ingi til liðs við Pírata
Andrés Ingi Jónsson alþingismaður ætlar að ganga til liðs við Pírata. Hann var kjörinn á þing í kosningunum 2016 fyrir Vinstri græn en hefur síðustu misseri setið á þingi utan flokka. Andrés Ingi og Rósa Björk Brynjólfsdóttir sögðu sig úr flokknum haustið 2019 en þau studdu ekki stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.
Einar vill leiða Pírata í Norðausturkjördæmi
Einar Brynjólfsson, fyrrverandi þingmaður og þingflokksformaður Pírata, sækist eftir efsta sæti á lista flokksins í Norðausturkjördæmi fyrir komandi alþingiskosningar.
10.02.2021 - 11:32