Alþingiskosningar

Næðu ekki þingmeirihluta ef kosið yrði nú
Ríkisstjórnarflokkarnir næðu ekki þingmeirihluta ef kosið væri í dag, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Fylgi Samfylkingarinnar hefur aukist um fimmtíu prósent og flokkurinn fengi fjórum þingmönnum fleiri nú en hann fékk í síðustu alþingiskosningum. Sjálfstæðisflokkurinn er ennþá stærsti flokkurinn, en fylgi hans hefur minnkað.
01.09.2022 - 18:28
Ríkissaksóknari staðfestir ákvörðun lögreglu
Ríkissaksóknari hefur staðfest að rétt hafi verið að fella niður rannsókn á meintum brotum yfirkjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, vegna talningar atkvæða í þingkosningum síðasta haust. Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari, staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.
Karl Gauti kærir lögregluna á Vesturlandi
Karl Gauti Hjaltason hefur kært lögreglustjórann á Vesturlandi til ríkissaksóknara fyrir að hætta rannsókn á hendur yfirkjörstjórn á Vesturlandi vegna talningar atkvæða í Borgarnesi að loknum alþingiskosningum í haust.
Segja viðræður ganga vel og hlakka til þingstarfa
Formenn Vinstri grænna og Framsóknarflokks segja stjórnarmyndunarviðræður ganga vel. Formennirnir eru óþreyjufullir að hefja þingstörf eftir meira en fjögurra mánaða hlé. 
Gerlegt að ljúka kjörbréfarannsókn í næstu viku
Formaður undirbúningsnefndar fyrir rannsókn kjörbréfa segir gerlegt að ljúka vinnunni í næstu viku. Gert er ráð fyrir daglegum fundum þangað til.
Yfirkjörstjórn ósammála um hvor talningin eigi að gilda
Yfirkjörstjórn Norðvesturkjördæmis var ekki sammála um að telja aftur atkvæði  í Alþingiskosningunum í síðasta mánuði og hvor talningin ætti að gilda.
Myndskeið
Talaði sem minnst um kosningaloforð Miðflokksins
Birgir Þórarinsson sat sinn fyrsta þingflokksfund sem verðandi þingmaður Sjálfstæðisflokksins í dag. Hann var ánægður með vistaskiptin enda sagðist hann hafa átt erfitt uppdráttar innan Miðflokksins.
Segir að heppilegra hefði verið að láta kjósendur vita
Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir það áleitna spurningu hvers vegna Birgir Þórarinsson fyrrverandi þingmaður Miðflokksins greindi ekki  kjósendum frá erfiðleikum hans innan flokksins fyrr, fyrst rótina að þeim megi rekja allt aftur til Klausturmálsins.
10.10.2021 - 13:26
Undirbúningsnefndin þarf nokkra fundi
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks í undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar telur að nefndin þurfi að funda oft áður en niðurstaða fæst. Hann telur ekki ástæðu til að efast um lögmæti nefndarinnar.
Að minnsta kosti þrjár kærur vegna kosninganna
Að minnsta kosti þrjár kærur eru væntanlegar vegna framkvæmdar kosninganna í Norðvesturkjördæmi. Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar kemur saman til síns fyrsta fundar í dag.
Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar fundar í dag
Undirbúningsnefnd kjörbréfanefndar kemur saman í dag til að fara yfir kjörbréfin sem landskjörstjórn gaf út á föstudaginn.
Níu þingmenn undirbúa álit um gildi Alþingiskosninganna
Níu þingmenn hafa verið tilnefndir í undirbúningskjörbréfanefnd, sem fjallar um kærur vegna framkvæmdar Alþingiskosninganna.
Sjónvarpsfrétt
Alþingi á síðasta orðið um ógildingu kosninga
Alþingi tekur lokaákvörðun um hvort kosið verður aftur í Norðvesturkjördæmi. Þetta segir Davíð Þór Björgvinsson landsréttardómari, fyrrverandi dómari við Mannréttindadómstól Evrópu og stundakennari í stjórnskipunarrétti við HR. Einstaklingar geti farið með mál um framkvæmd kosninganna í gegnum dómskerfið, og jafnvel reynt að fá það tekið fyrir hjá Mannréttindadómstól Evrópu. Það geti þó aldrei orðið til þess að ógilda úrslit kosninga.
Vikulokin
Rósa Björk og Guðmundur kæra endurtalningu atkvæða
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, frambjóðandi Samfylkingarinnar, og Guðmundur Gunnarsson, frambjóðandi Viðreisnar, hafa ákveðið að kæra endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi til kjörbréfanefndar Alþingis. Sigurður Örn Hilmarsson, lögmaður þeirra, segir að sér virðist sem komin séu upp atriði sem kunni að varða ógildingu kosninganna í kjördæminu.
Viðræður formannanna ganga vel
Óformlegum viðræðum formanna stjórnarflokkanna um framhald stjórnarsamstarfs miðar vel. 
Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram í dag
Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna, Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins halda áfram viðræðum í dag um nýja ríkisstjórn. Formennirnir hafa þegar átt nokkra fundi, enda lýstu þeir yfir fyrir kosningar að ef stjórnarflokkarnir héldu þingmeirihluta væri fyrsti kosturinn eftir kosningar að skoða áframhaldandi samstarf.
Landskjörstjórn flýtir úthlutunarfundi
Niðurstaða alþingiskosninganna kemur formlega til Alþingis á föstudag, en landskjörstjórn hefur flýtt fundi þar sem gengið verður frá kjörbréfum alþingismanna.
VG og Sjálfstæðisflokkur með mest fylgi hjá krökkum
Vinstri græn, Sjálfstæðisflokkur og Viðreisn voru með mest fylgi í Krakkakosningum sem fram fóru samhliða þingkosningunum um helgina. Flestir flokkar fengu um 9 prósent út úr talningu.
Fjórar af sex yfirkjörstjórnum hafa skilað skýrslu
Fjórar yfirkjörstjórnir eru búnar að skila skýrslu til landskjörstjórnar um meðferð og talningum um helgina. Búist við hinum tveimur í dag.
Spegillinn
Telur lögum ekki fylgt við endurtalningu
Við endurtalningu í Norðvesturkjördæmi flugu jöfnunarsæti á milli kjördæma, þó að þingstyrkur flokkanna hafi ekki breyst. Í Suðurkjördæmi var krafist endurtalningar því afar mjótt var á munum. Fyrrverandi þingmennirnir Jón Þór Ólafsson (P) og Silja Dögg Gunnarsdóttir (B) eru sammála um að staðan sé ekki góð. Óvissa rýri traust á lýðræði og Jón Þór efast um að farið sé að lögum.
Myndskeið
Hefur opnað listasýningu á kjördag á Ísafirði síðan '87
Kristján Guðmundsson, myndlistarmaður, opnaði fyrst myndlistarsýningu á kjördag alþingiskosninga á Ísafirði árið 1987. Það varð svo að hefð og á laugardaginn opnaði Kristján sjöttu myndlistarsýningu sína á kjördag alþingiskosninga á Ísafirði. „Ef stjórnin springur þá sýni ég ekki, það skeði einu sinni. Stjórnin sprakk og þá var of stutt á milli sýninga og ég kom ekki þá,“ segir Kristján.
Sjónvarpsfrétt
Það var annaðhvort nú eða aldrei, segir Tommi
Allir flokkar á þingi fá nú inn nýja þingmenn nema Miðflokkurinn, en af þeim 63 sem náðu kjöri til Alþingis í gær eru 27 nýliðar. Sá elsti í hópnum er á áttræðisaldri og vill meðal annars berjast fyrir bættum kjörum námsmanna. 
Myndskeið
Kosið í sóttvarnarhúsum í fyrramálið
Sem stendur eru 67 manns í farsóttarhúsum og í það minnsta átta hafa lýst yfir vilja til að kjósa og verða settar upp kjördeildir þar í fyrramálið. Gylfi Þór Þorsteinsson, umsjónarmaður sóttvarnarhúsa, telur flesta gesti líklega kjósa betri heilsu.
24.09.2021 - 16:57
Vonar að framtíð faraldursins ráðist ekki af kosningum
Sóttvarnalæknir segist jafnvel hafa búist við að sóttvarnamál yrðu meira áberandi í kosningabaráttunni en þau eru. Hann vonar að framtíð faraldursins hér á landi ráðist sem minnst af niðurstöðum alþingiskosninganna.
Vinstri græn höfða síður til yngri kjósenda 
Könnun sem Maskína framkvæmdi dagana 8.-13. september síðastliðinn leitaði meðal annars svara við því hvaða flokk þátttakendur myndu kjósa ef kosið yrði nú í dag. Þegar aldursdreifingin er skoðuð milli svarenda könnunarinnar og flokkanna sem þeir ætla að kjósa koma áhugaverðar tölur í ljós innan einstakra aldurshópa.