Alþingiskosningar

Listi Miðflokks í Reykjavík-suður samþykktur
Framboðslisti Miðflokksfélags Reykjavíkur suður var samþykktur á félagsfundi í kvöld. Efsta sæti listans skipar Fjóla Hrund Björnsdóttir, stjórnmálafræðingur.
Stjórnarflokkarnir klofnir í afstöðu til sóttvarna
Eiríkur Bergmann prófessor í stjórnmálafræði segir að kosningaskjálfti sé kominn í ríkisstjórnarflokkana. Veruleg misklíð og klofningur sé kominn upp vegna sóttvarnamála.
Felldu tillögu um nýjan oddvita
Tillaga uppstillingarnefndar Miðflokksins um nýjan oddvita og framboðslista í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir alþingiskosningarnar í haust var felldur á félagsfundi í gærkvöld.
Sjónvarpsfrétt
Meirihluti hlynntur tillögum stjórnlagaráðs
Rúmlega helmingur svarenda í nýjum þjóðarpúlsi Gallup segist vilja breytingar á stjórnarskrá Íslands í samræmi við tillögur Stjórnlagaráðs. Talsverður munur er á afstöðu fólks eftir stjórnmálaskoðunum.
12.07.2021 - 20:01
Nýtt frumvarp tryggir að hægt verði að kjósa í haust
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis samþykkti í morgun að leggja fram nýtt frumvarp um fjármál stjórnmálaflokkanna til að tryggja að listabókstafir flokkanna verði gildir sem og rafræn söfnun meðmæla fyrir flokkana. Þetta er gert svo hægt verði að kjósa til Alþingis í haust.
30.06.2021 - 12:36
Vonar að eiginhagsmunir Benedikts blindi honum ekki sýn
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, kallar eftir því í ítarlegri stöðufærslu á Facebook að Benedikt Jóhannesson lýsi yfir fullum stuðningi við flokkinn fyrir komandi kosningar til alþingis. Ellegar óttist hann að Benedikt láti eigin hagsmuni blinda sér sýn.
Þjóðgarðs- og stjórnarskrármál skellur fyrir Katrínu
Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðiprófessor segir það skell fyrir Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra að hálendisþjóðgarðsmálið skuli ekki hafa farið í gegnum þingið sem og óvissan sem ríkir um stjórnarskrárfrumvörp hennar. Fróðlegt verði að sjá áhrifin á stjórnarmyndunarviðræður eftir kosningar.
11.06.2021 - 08:26
Myndskeið
Hagsmunahópar og heimaræktaðir skúrkar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata, tiltók sérstaklega ósvífni og yfirgang ákveðinna hagsmunahópa í ræðu sinni og lauk lofsorði á frumkvæði Ásgeirs Jónssonar, seðlabankastjóra, þegar hann hafði orð á slíku fyrr á þessu ári.
Willum Þór leiðir lista Framsóknar í Kraganum
Willum Þór Þórsson, þingflokksformaður Framsóknarflokksins, verður oddviti flokksins í Suðvesturkjördæmi. Framboðslistinn var samþykktur á rafrænu aukakjördæmisþingi í dag. Ágúst Bjarni Garðarsson, formaður bæjarráðs í Hafnarfirði, skipar annað sætið og Anna Karen Svövudóttir, samskiptafulltrúi, er í þriðja sæti.
05.06.2021 - 14:26
Myndskeið
Vilji Katrínar stýrir stjórnarmynstrinu
Tvenns konar stjórnarmynstur er á borðinu eftir næstu þingkosningar. Útkoman ræðst að miklu leyti af því með hverjum Katrín Jakobsdóttir vill starfa með í næstu ríkisstjórn, segir prófessor í stjórnmálafræði.
Fyrrverandi fjármálaráðherra boðið neðsta sætið
Benedikt Jóhannessyni, fyrrverandi fjármálaráðherra og einum af stofnendum Viðreisnar, var boðið neðsta sæti á framboðslista flokksins fyrir komandi kosningar. Hann afþakkaði það. Benedikt bauð sig fram í oddvitasæti á einhverjum lista flokksins á suðvesturhorninu.
VG vill áfram í stjórn
Tveggja daga landsfundi Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs, undir yfirskriftinn Saman til framtíðar lauk í dag. Í ályktun landsfundar er lögð á það áhersla að VG leiði ríkisstjórn áfram eftir kosningar í haust.
Áslaug Arna vill leiða sjálfstæðismenn í borginni
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ætlar að gefa kost á sér í efsta sæti lista Sjálfstæðisflokksins í sameiginlegu prófkjöri Reykjavíkurkjördæmanna sem verður fyrstu helgina í júní.
Miðflokkurinn stillir upp á lista
Stillt verður upp á framboðslista Miðflokksins fyrir Alþingiskosningarnar í haust. Stjórnir kjördæmafélaga flokksins ákváðu þetta en stillt verður upp í öllum kjördæmum og taka uppstillingarnefndir til starfa á næstu dögum. Samhliða því verður auglýst eftir framboðum á heimasíðu flokksins.
Spegillinn
Væri ævintýraleg óvænt uppákoma
Með því að fjölga jöfnunarsætum þingmanna væri hægt að jafna vægi atkvæða milli flokkanna sem bjóða fram í næstu alþingiskosningum. Í síðustu þremur alþingiskosningum hefur vægið ekki verið jafnt og það virðist stefna í það sama í kosningunum í haust.
Stuðningur við ríkisstjórnina eykst
Sjálfstæðisflokkurinn nýtur mestrar hylli í nýrri könnun MMR, fengi tæplega 29 prósenta fylgi og er það hátt í 6 prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í byrjun apríl. 
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar í Reykjanesbæ, leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi fyrir kosningar til Alþingis í haust. Í öðru sæti er Þórunn Wolfram Pétursdóttir, sviðsstjóri og doktor í umhverfisfræðum.
22.04.2021 - 13:17
Þingmenn lúta í lægra haldi fyrir nýjum frambjóðendum
Í gær urðu ljós úrslit í prófkjöri Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi og Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi. Í báðum prófkjörum lutu þingmenn í lægra haldi fyrir frambjóðendum utan þings.
Guðbrandur leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi
Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar, leiðir lista Viðreisnar í Suðurkjördæmi í Alþingiskosningunum í haust. Uppstillinganefnd Viðreisnar í kjördæminu er enn að störfum og verður listi yfir frambjóðendur kynntur síðar.
03.04.2021 - 11:36
Engin þriggja flokka stjórn samkvæmt Þjóðarpúlsi
Ekki væri hægt að mynda þriggja flokka stjórn ef gengið yrði til kosninga nú, samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup. Stuðningur við ríkisstjórnina hefur sjaldan mælst meiri, fylgi Samfylkingarinnar minnkar en stuðningur við Miðflokkinn eykst.
Þrjú vilja leiða Vinstri græn í Suðvesturkjördæmi
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Ólafur Þór Gunnarsson alþingismaður og Una Hildardóttir varaþingmaður sækjast öll eftir að leiða lista Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi í Alþingiskosningunum í haust. Guðmundur og Ólafur sækjast aðeins eftir fyrsta sætinu en Una gefur kost á sér í fyrsta og annað sætið.
Björn sækist eftir 1. - 4. sæti í Norðvesturkjördæmi
Björn Guðmundsson gefur kost á sér í 1.-4. sæti á framboðslista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi í kosningu á rafrænu kjördæmisþingi 27. mars vegna komandi Alþingiskosninga. Guðjón Brjánsson, þingmaður Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi, frá 2016 tilkynnti nýlega að hann byði sig ekki fram að nýju.
Gylfi Þór vill leiða Samfylkinguna í Norðvesturkjördæmi
Gylfi Þór Gíslason, varðstjóri hjá lögreglunni á Vestfjörðum, gefur kost á sér í 1. til 2. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi fyrir kosningarnar í haust. Hann segist vilja bæta kjör íbúa á landsbyggðinni, efla löggæslu og taka á fíkniefnaneyslu í landinu en ekki með afglæpavæðingu.
19.03.2021 - 11:05
Einn af hverjum sex ætlar að hætta á þingi
Nú hafa tíu þingmenn, átta karlar og tvær konur, lýst því yfir að þeir hyggist ekki gefa kost á sér til áframhaldandi þingsetu eftir kosingarnar í haust. Meðal þeirra eru níu þingmenn sem leiddu lista fyrir síðustu kosningar, þar af oddvitar þriggja lista í Norðausturkjördæmi og þrír þingmenn af þeim sjö sem Samfylkingin fékk kjörna í síðustu kosningum.
Níu í framboði hjá Framsókn í Norðausturkjördæmi
Níu verða í framboði hjá Framsóknarflokknum í Norðausturkjördæmi fyrir alþingiskosningarnar í haust. Póstkosning stendur yfir 1.-31. mars.