Akraneskaupstaður

Ammoníaksleki við höfnina á Akranesi
Ammoníak lak í kvöld út frá einni bygginganna sem HB Grandi rak lengi á Akranesi. Lögreglan hvetur fólk í nágrenninu til að loka gluggum og kynda vel í húsum sínum til að koma í veg fyrir að ammoníak komist inn.
12.11.2018 - 21:24
Einstaklega einbeittur vilji til útúrsnúnings
Varaformaður stjórnar Orkuveitunnar gagnrýnir borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem sakar stjórn Orkuveitunnar um að hafa tekið óhagstætt lán til þess að geta greitt út arð. Varaformaðurinn sakar borgarfulltrúann um einstaklega einbeittan vilja til útúrsnúnings. 
09.11.2018 - 10:35
Í farbanni í eitt og hálft ár vegna nauðgunar
Eldin Skoko, sem var dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að nauðga konu á Akranesi í júlí á síðasta ári, hefur óskað eftir leyfi Hæstaréttar til að áfrýja dómi Landsréttar í máli sínu. Eldin, sem er frá Makedóníu, hefur verið í farbanni vegna málsins í eitt og hálft ár eða síðan í júlí á síðasta ári. Landsréttur staðfesti í vikunni úrskurð héraðsdóms um að hann skuli vera í farbanni á meðan mál hans er til meðferðar hjá Hæstarétti en þó aldrei lengur en til 5. mars á næsta ári.
13.10.2018 - 12:04
Mótmæla lokun útibúa VÍS á landsbyggðinni
Bæjarráð Akraness harmar ákvörðun VÍS um að loka útibúum á landsbyggðinni. Tryggingafélagið tilkynnti í síðustu viku að sjö þjónustuskrifstofum af þrettán verði lokað 1.október og að fjórum starfsmönnum verði sagt upp eða hætti störfum vegna breytinganna. Í bókun bæjarráðs Akraness í gær er ákvörðininni mótmælt og skorað á fyrirtækið að endurskoða afstöðu sína um lokun á skrifstofum á landsbyggðinni.  
25.09.2018 - 16:26
Íbúar á Vesturlandi æfir út í VÍS
Á haustþingi Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi sem lauk í dag var samþykkt ályktun þar sem skorað er á íbúa, fyrirtæki og sveitarfélög að endurskoða viðskipti sín við VÍS. Ástæðan er sú að loka á þjónustuskrifstofum VÍS á Akranesi og í Borgarnesi um mánaðamótin.
21.09.2018 - 15:40
Meirihlutar á Akranesi og í Borgarbyggð
Búið er að semja um meirihlutasamstarf bæði í Akranesi og í Borgarbyggð og er búist við að gengið verið formlega frá málefnasamningnunum á næstu tveimur dögum.
Viðræður á Akranesi ganga vel
Viðræður Samfylkingar og Framsóknar og frjálsra á Akranesi ganga vel og línur ættu að vera farnar að skýrast um næstu helgi, að sögn oddvita Framsóknar og frjálsra, Elsu Láru Arnardóttur.
Formlegar meirihlutaviðræður á Akranesi
Samfylkingin og Framsókn og frjálsir eru komnir í formlegar viðræður um myndun meirihluta í bæjarstjórn Akraness. Þetta herma heimildir Fréttastofu.
Meirihlutinn féll á Akranesi
Meirihlutinn féll á Akranesi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn missti einn bæjarfulltrúa frá síðustu kosningum og Björt framtíð bauð ekki fram. Þrír flokkar fá fulltrúa í bæjarstjórn á nýju kjörtímabili. Það eru Sjálfstæðisflokkurinn, Samfylkingin og Framsókn og óháðir. Miðflokkurinn náði ekki kjöri.
Meirihlutinn fallinn á Akranesi
Nýr meirihluti verður myndaður í bæjarstjórn Akraness samkvæmt fyrstu tölum. Sjálfstæðisflokkurinn og Björt framtíð mynduðu meirihluta eftir síðustu kosningar þrátt fyrir að Sjálfstæðismenn einir og sér hefðu náð meirihluta í bæjarstjórn. Nú bauð Björt framtíð ekki fram og Sjálfstæðisflokkurinn missir einn bæjarfulltrúa.
Afleit kjörsókn í Reykjanesbæ
Kjörsókn í Reykjanesbæ var tæpum sjö prósentustigum minni klukkan fimm í dag en á sama tíma fyrir fjórum árum. Hún var um 31,6% en var 38,2% árið 2014. Hildur Ellertsdóttir, formaður kjörstjórnar, segist ekki kunna skýringar á þessari döpru kjörsókn en hún sakni þess að sjá konurnar flykkjast á kjörstað sem oft mæti betur síðdegis en fyrri partinn.
Milljarða framkvæmdir á Akranesi í pípunum
Fyrirtækið Uppbygging ehf. hyggst reisa allt að 17 þúsund fermetra húsnæði á Akranesi undir ýmis konar atvinnustarfsemi. Tillögur hafa verið kynntar bæjaryfirvöldum og er áætlað að framkvæmdin kosti um fimm milljarða króna. Eigandi fyrirtækisins vonast til þess að framkvæmdir hefjist í lok þessa árs. 
09.05.2018 - 13:42
Helga leiðir lista Miðflokksins á Akranesi
Helga K. Jónsdóttir, vélsmiður, leiðir lista Miðflokksins í bæjarstjórnarkosningunum á Akranesi 26.maí. Í öðru sæti er Rúnar Ólason, Steinþór Árnason í þriðja, Hörður Svavarsson í fjórða sæti og Kolbrún Líndal Jónsdóttir í fimmta sæti.
Almenna leigufélagið kært
120 þúsund króna flutningsgjald sem Almenna leigufélagið rukkar leigjendur sína um, óski þeir eftir flutningi milli íbúða félagsins, hefur verið kært til kærunefndar húsamála. Ekki er getið um gjaldið í leigusamningum milli leigjenda og leigufélagsins, sem segir þetta vera þjónustugjald sem leigjendur ráði hvort þeir nýti sér eða ekki. Þeir njóti þá forgangs á aðra umsækjendur þegar íbúð losni hjá félaginu.
02.05.2018 - 16:08
Strompurinn á Akranesi verður rifinn
Tæplega 95% íbúa á Akranesi, sem tóku þátt í könnun um framtíð sementsstrompsins í bænum, vilja að hann verði rifinn. Skoðanakönnunin var gerð meðal íbúa dagana 18. - 24. apríl. Alls tóku 1.095 þátt í könnuninni. 1.032 íbúar vildu að strompurinn yrði rifinn og 63 íbúar vildu að hann stæði áfram.
26.04.2018 - 14:50
Vinnsla Ísfisks á Akranesi hafin að hluta
Fiskvinnslan Ísfiskur í Kópavogi hóf fiskvinnslu í fyrrum húsakynnum HB Granda á Akranesi fyrir skömmu. Ísfiskur hyggst flytja alla vinnslu sína til Akraness en bíður skipulagsbreytinga í Kópavogi.
02.04.2018 - 20:23
Framboðsmál á skrið á Akranesi
Framsókn og frjálsir, Sjálstæðisflokkurinn og Samfylkingin á Akranesi hafa kynnt framboðslista til sveitarstjórnarkosninga þann 26. maí. Björt framtíð, sem á einn starfandi bæjarfulltrúa, hyggst ekki bjóða fram á ný. Þá hafa Vinstri græn ekki kynnt lista fyrir kosningarnar í vor en framboðsfrestur rennur út 5. maí.
Fiskmarkaður opnaður á ný á Akranesi
Fiskmarkaður á Akranesi var opnaður á ný í morgun. Bæjarstjóri Akraness segir gríðarlega mikilvægt fyrir smábátaútgerðina á staðnum að hafa virkan fiskmarkað.
28.01.2018 - 12:16
Akranes: Ekki unað við ástand Vesturlandsvegar
Bæjarstjórn Akraness skorar á samgönguyfirvöld að tryggja fjármuni til að tvöfalda Vesturlandsveg á Kjalarnesi. Í ályktun bæjarstjórnar segir að við núverandi ástand verði ekki unað.
10.01.2018 - 12:54
Sannfærður um að veggjöld falli niður
Bæjarstjórinn á Akranesi segist sannfærður um að ekki verði innheimt veggjöld í Hvalfjarðargöng þegar ríkið tekur við þeim í sumar. Fulltrúar bæjarins funduðu með ráðherra um málið í gær.
06.01.2018 - 12:23
Sprengja sílóin líklega aftur á næstunni
Verið er að meta næstu skref við niðurrif á fjórum sílóum við Sementsverksmiðjuna á Akranesi. Ekki tókst að sprengja þau niður 30. desember síðastliðinn og féllu þau til hliðar en ekki til jarðar.
02.01.2018 - 15:05
Myndskeið
Mistókst að sprengja niður síló á Akranesi
Ekki tókst að sprengja niður fjögur samliggjandi síló á lóð Sementsverksmiðjunnar á Akranesi í dag, eins og til stóð. Bæjarstjóri segist ekki hafa vitað af þessum áformum í dag.
30.12.2017 - 19:22
Nauðungarsala felld úr gildi
Héraðsdómur Vesturlands felli í dag úr gildi nauðungarsölu á húsi konu á sjötugsaldri á Akranesi. Í dómnum kemur fram að of langur tími hafi liðið frá því uppboðsferlið hófst og þar til eignin var seld nauðungarsölu. Fyrsta fyrirtaka uppboðsins fór fram hjá sýslumanni í nóvemer 2012 og var nauðungarsalan í febrúar síðastliðnum. Ekki má líða meira en ár frá því beiðni um nauðungarsölu kemur fram þar til uppboð hefst.
18.12.2017 - 16:08
Myndskeið
„Nú er þetta bara allt að hverfa“
Það var nóg um að vera við höfnina á Skaganum á árum áður, þegar kátir karlar fóru til fiskiveiða frá útgerðarbænum frá Akranesi. En nú er öldin önnur. Það er fyrst og fremst smábátaútgerði frá Akranesi núorðið, HB Grandi gerir að vísu út þaðan en landar öllu í Reykjavík og vinnslan er í mýflugumynd.
12.12.2017 - 20:06
Sló mig en kom svo sem ekki á óvart
Atvinnuleysi meðal kvenna á Akranesi er hálfu meira en það mælist á landsvísu. Formaður verkalýðsfélagsins kallar eftir byggðakvóta og segir að stjórnvöld verði að axla ábyrgð.
12.12.2017 - 17:52