Akrahreppur

Um 3.000 fjár á 4 bæjum líklega skorið niður vegna riðu
Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu hefur riðusmit greinst á þremur sauðfjárbúum í Skagafirði til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit var staðfest fyrr í vikunni. Bæjirnir þrír, Syðri Hofdalir, Grænamýri og Hof í Hjaltadal eru allir í sama smitvarnarhólfi og Stóru Akrar.
Endurnýja ekki samning um málefni fatlaðra
Húnaþing vestra ætlar ekki að endurnýja samstarfssamning sem er í gildi til áramóta á milli sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðra. Sveitarstjóri segir að sveitarfélagið ætli sjálft að veita þjónustuna með skilvirkari hætti en áður.
Vilja að afurðir séu fullnýttar heima í héraði
Aðferðir til að fullnýta afurðir heima í héraði voru rauði þráðurinn á íbúafundi í Varmahlíð. Óskað var eftir hugmyndum íbúa á Norðurlandi vestra vegna vinnu við sóknaráætlun fyrir árin 2020-2024. Umhverfismál vega þyngra en áður í nýrri sóknaráætlun og meðal annars er mælst til þess að mötuneyti á svæðinu kaupi meira beint frá býli eða beint úr bát.
Blöndulína 3 í nýtt umhverfismat í haust
Landsnet hefur óskað eftir umhverfismati á Blöndulínu 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Framkvæmdastjóri Landsnets segir framkvæmdina mikilvæga fyrir meginflutningskerfi landsins.
Akrahreppur ekki með í sameiningarviðræðum
Akrahreppur ætlar ekki að taka þátt í viðræðum um sameiningu sveitarfélaga á Norðurlandi vestra að svo stöddu. Oddviti sveitarfélagsins segist sjá rökin með sameiningu, en rétt sé að íbúar taki ákvörðun um málið.
13.09.2017 - 13:30
Þreifingar í sameiningu sveitarfélaga NV-lands
Sveitarfélögin Skagafjörður og Skagabyggð eru að hefja formlegar sameiningarviðræður. Formaður samninganefndar og oddviti Skagabyggðar segir öll sveitarfélögin á Norðurlandi vestra sterkari sameinuð. Oddviti Húnaþings vestra segir allsherjarsameiningu sveitarfélaganna níu ekki koma til greina eins og staðan er.
Starfsfólk kvartar til umboðsmanns
Starfsfólk Fiskistofu hefur lagt fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Kvörtunin beinist að Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og ráðuneyti hans. Kvartað er yfir ákvörðun um að færa stofnunina til Akureyrar. Ákvörðunin er sögð ólögleg og hafi valdið starfsfólki miska.
Agnar Halldór hlutskarpastur í Akrahreppi
Agnar Halldór Gunnarsson hlaut flest atkvæði í óhlutbundinni kosningu til sveitarstjórnar í Akrahreppi. Alls hlaut Agnar 84 atkvæði. Fast á hæla hans var Eiríkur Skarphéðinsson, en hann hlaut 79 atkvæði.
Akrahreppur
Í Akrahreppi bjuggu 208 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er í 61. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. Þar verður óhlutbundin kosning í komandi sveitarstjórnarkosningum.
14.05.2014 - 18:42
Kosið um 184 framboðslista í vor
Framboðslistar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor eru alls 184 þegar öll sveitarfélög landsins eru tekin saman, en þau eru 74. Flestir framboðslistar eru í Reykjavík og Kópavogi, eða alls átta.
Allt um sveitarstjórnarkosningar á vefnum
Kosið verður til sveitarstjórna 31. maí. Fjallað verður ítarlega um kosningarnar og aðdraganda þeirra í fréttum RÚV, í útvarpi, sjónvarpi og vef. Allar upplýsingar verða aðgengilegar á kosningavef RÚV.
Útgjöld til félagsþjónustu afar misjöfn
Útgjöld sveitarfélaga til félagsþjónustu á hvern íbúa eru afar mismunandi. Sveitarfélögin sýna mismikla félagslega ábyrgð segir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
Kostnaður fámennra sveitarfélaga mun meiri
Stærðarhagkvæmni í rekstri sveitarfélaga kemur glögglega í ljós þegar framlög þeirra til mennta-, menningar og æskulýðsmála eru reiknuð eftir íbúafjölda. Fámennustu sveitarfélögin verja mun hærri fjárhæðum á hvern íbúa til þessara mála en þau fjölmennari.
Heimti útigangsfé með nýbornu lambi
Allmargar fréttir hafa verið fluttar í vetur af útigengnu fé sem hefur skilað sér heim á bæi. Öllu sjaldgæfara er að kindunum fylgi nýborin lömb. Það gerðist þó hjá Guðmundi Skúlasyni bónda á Staðarbakka í Hörgárdal á dögunum.
08.05.2013 - 10:36
Gríðarlegt verk óunnið í fjárleit
Fjárleit heldur áfram á Norðurlandi í dag. Meðal annars er leitað á Þeistareykjum, í Mývatnssveit, í Hörgárdal og í Skagafirði. Um 100 manns, bæði björgunarsveitir og bændur, verða við fjárleit á Þeistareykjasvæðinu og Mývatnssveit í dag.
14.09.2012 - 12:23
Ekki eins slæmt ástand í Skagafirði og búi
Ástandið í afréttarlöndum Skagafjarðar virðist ekki eins alvarlegt og bændur óttuðust í fyrstu og fjárdauði almennt minni en búist var við. Verst er ástandið í Lýtingsstaðahreppi en þar hafa um 40 kindur fundist dauðar.
13.09.2012 - 19:00
Mikilvægt að fá aðstoð við leitina
Um 40 sjálfboðaliðar hjálpuðu bændum að leita fjár á Öxnadalsheiði í gær. Eiríkur Skarphéðinsson, bóndi í Djúpadal í Akrahreppi segir að aðstoðin hafi komið sér mjög vel. Hann sagði frá leitinni í Morgunútvarpinu.
13.09.2012 - 10:22
Kynningarferli vegna Blöndulínu 3
Hafin er kynning á frummatsskýrslu vegna lagningar Landsnets hf. á Blöndulínu 3, 220 kV háspennulínu frá Blöndustöð til Akureyrar. Línan mun liggja um sex sveitarfélög; Húnavatnshrepp, Sveitarfélagið Skagafjörð, Akrahrepp, Hörgársveit og Akureyrarkaupstað, um 107 km leið.
Ætla í mál við ríkið
Tvö af þeim fimm sveitarfélögum, sem úrskurður óbyggðanefndar um þjóðlendur á Tröllaskaga nær til, hyggjast leita réttar síns fyrir dómstólum. Í báðum tilfellum voru stór landsvæði í eigu sveitarfélaganna dæmd þjóðlendur.
11.10.2011 - 12:01
Úrslit ljós í Akrahreppi
Kjörnir voru í dag aðalmenn í hreppsnefnd Akrahrepps: Agnar H. Gunnarsson (87 atkvæði), Þorleifur Hólmsteinsson (56 atkvæði), Jón Sigurðsson (54 atkvæði), Eiríkur Skarphéðinsson ( 46 atkvæði), Þorkell Gíslason (45 atkvæði). Á kjörskrá voru 158 og kusu 109.
30.05.2010 - 02:11