Akrahreppur
Tröllaskagahólf orðið sýkt sóttvarnarhólf
Í kjölfar riðusmita í Skagafirði undanfarið hefur Matvælastofnun skilgreint Tröllaskagahólf sem sýkt svæði. Hólfið hefur verið riðulaust fram til þessa. Riða má ekki greinast þar í 20 ár svo að það teljist riðufrítt.
19.11.2020 - 10:40
Um 3.000 fjár á 4 bæjum líklega skorið niður vegna riðu
Samkvæmt bráðabirgðaniðurstöðu hefur riðusmit greinst á þremur sauðfjárbúum í Skagafirði til viðbótar við Stóru Akra 1 þar sem smit var staðfest fyrr í vikunni. Bæjirnir þrír, Syðri Hofdalir, Grænamýri og Hof í Hjaltadal eru allir í sama smitvarnarhólfi og Stóru Akrar.
23.10.2020 - 15:53
Endurnýja ekki samning um málefni fatlaðra
Húnaþing vestra ætlar ekki að endurnýja samstarfssamning sem er í gildi til áramóta á milli sveitarfélaga á Norðurlandi vestra um málefni fatlaðra. Sveitarstjóri segir að sveitarfélagið ætli sjálft að veita þjónustuna með skilvirkari hætti en áður.
11.09.2019 - 09:55
Vilja að afurðir séu fullnýttar heima í héraði
Aðferðir til að fullnýta afurðir heima í héraði voru rauði þráðurinn á íbúafundi í Varmahlíð. Óskað var eftir hugmyndum íbúa á Norðurlandi vestra vegna vinnu við sóknaráætlun fyrir árin 2020-2024. Umhverfismál vega þyngra en áður í nýrri sóknaráætlun og meðal annars er mælst til þess að mötuneyti á svæðinu kaupi meira beint frá býli eða beint úr bát.
01.09.2019 - 09:57
Blöndulína 3 í nýtt umhverfismat í haust
Landsnet hefur óskað eftir umhverfismati á Blöndulínu 3 frá Blönduvirkjun til Akureyrar. Framkvæmdastjóri Landsnets segir framkvæmdina mikilvæga fyrir meginflutningskerfi landsins.
07.08.2019 - 19:20
Akrahreppur ekki með í sameiningarviðræðum
Akrahreppur ætlar ekki að taka þátt í viðræðum um sameiningu sveitarfélaga á Norðurlandi vestra að svo stöddu. Oddviti sveitarfélagsins segist sjá rökin með sameiningu, en rétt sé að íbúar taki ákvörðun um málið.
13.09.2017 - 13:30
Þreifingar í sameiningu sveitarfélaga NV-lands
Sveitarfélögin Skagafjörður og Skagabyggð eru að hefja formlegar sameiningarviðræður. Formaður samninganefndar og oddviti Skagabyggðar segir öll sveitarfélögin á Norðurlandi vestra sterkari sameinuð. Oddviti Húnaþings vestra segir allsherjarsameiningu sveitarfélaganna níu ekki koma til greina eins og staðan er.
27.07.2017 - 13:55
Starfsfólk kvartar til umboðsmanns
Starfsfólk Fiskistofu hefur lagt fram kvörtun til umboðsmanns Alþingis. Kvörtunin beinist að Sigurði Inga Jóhannssyni, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og ráðuneyti hans. Kvartað er yfir ákvörðun um að færa stofnunina til Akureyrar. Ákvörðunin er sögð ólögleg og hafi valdið starfsfólki miska.
10.10.2014 - 11:05
Agnar Halldór hlutskarpastur í Akrahreppi
Agnar Halldór Gunnarsson hlaut flest atkvæði í óhlutbundinni kosningu til sveitarstjórnar í Akrahreppi. Alls hlaut Agnar 84 atkvæði. Fast á hæla hans var Eiríkur Skarphéðinsson, en hann hlaut 79 atkvæði.
01.06.2014 - 03:05
Akrahreppur
Í Akrahreppi bjuggu 208 þann 1. janúar 2014. Sveitarfélagið er í 61. sæti yfir fjölmennustu sveitarfélög landsins. Þar verður óhlutbundin kosning í komandi sveitarstjórnarkosningum.
14.05.2014 - 18:42
Kosið um 184 framboðslista í vor
Framboðslistar fyrir sveitarstjórnarkosningarnar í vor eru alls 184 þegar öll sveitarfélög landsins eru tekin saman, en þau eru 74. Flestir framboðslistar eru í Reykjavík og Kópavogi, eða alls átta.
13.05.2014 - 09:44
Allt um sveitarstjórnarkosningar á vefnum
Kosið verður til sveitarstjórna 31. maí. Fjallað verður ítarlega um kosningarnar og aðdraganda þeirra í fréttum RÚV, í útvarpi, sjónvarpi og vef. Allar upplýsingar verða aðgengilegar á kosningavef RÚV.
10.05.2014 - 15:54
Útgjöld til félagsþjónustu afar misjöfn
Útgjöld sveitarfélaga til félagsþjónustu á hvern íbúa eru afar mismunandi. Sveitarfélögin sýna mismikla félagslega ábyrgð segir formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar.
07.10.2013 - 13:05
Kostnaður fámennra sveitarfélaga mun meiri
Stærðarhagkvæmni í rekstri sveitarfélaga kemur glögglega í ljós þegar framlög þeirra til mennta-, menningar og æskulýðsmála eru reiknuð eftir íbúafjölda. Fámennustu sveitarfélögin verja mun hærri fjárhæðum á hvern íbúa til þessara mála en þau fjölmennari.
06.10.2013 - 12:07
Heimti útigangsfé með nýbornu lambi
Allmargar fréttir hafa verið fluttar í vetur af útigengnu fé sem hefur skilað sér heim á bæi. Öllu sjaldgæfara er að kindunum fylgi nýborin lömb. Það gerðist þó hjá Guðmundi Skúlasyni bónda á Staðarbakka í Hörgárdal á dögunum.
08.05.2013 - 10:36
Gríðarlegt verk óunnið í fjárleit
Fjárleit heldur áfram á Norðurlandi í dag. Meðal annars er leitað á Þeistareykjum, í Mývatnssveit, í Hörgárdal og í Skagafirði. Um 100 manns, bæði björgunarsveitir og bændur, verða við fjárleit á Þeistareykjasvæðinu og Mývatnssveit í dag.
14.09.2012 - 12:23
Ekki eins slæmt ástand í Skagafirði og búi
Ástandið í afréttarlöndum Skagafjarðar virðist ekki eins alvarlegt og bændur óttuðust í fyrstu og fjárdauði almennt minni en búist var við. Verst er ástandið í Lýtingsstaðahreppi en þar hafa um 40 kindur fundist dauðar.
13.09.2012 - 19:00
Mikilvægt að fá aðstoð við leitina
Um 40 sjálfboðaliðar hjálpuðu bændum að leita fjár á Öxnadalsheiði í gær. Eiríkur Skarphéðinsson, bóndi í Djúpadal í Akrahreppi segir að aðstoðin hafi komið sér mjög vel. Hann sagði frá leitinni í Morgunútvarpinu.
13.09.2012 - 10:22
Kynningarferli vegna Blöndulínu 3
Hafin er kynning á frummatsskýrslu vegna lagningar Landsnets hf. á Blöndulínu 3, 220 kV háspennulínu frá Blöndustöð til Akureyrar. Línan mun liggja um sex sveitarfélög; Húnavatnshrepp, Sveitarfélagið Skagafjörð, Akrahrepp, Hörgársveit og Akureyrarkaupstað, um 107 km leið.
26.03.2012 - 17:06
Ætla í mál við ríkið
Tvö af þeim fimm sveitarfélögum, sem úrskurður óbyggðanefndar um þjóðlendur á Tröllaskaga nær til, hyggjast leita réttar síns fyrir dómstólum. Í báðum tilfellum voru stór landsvæði í eigu sveitarfélaganna dæmd þjóðlendur.
11.10.2011 - 12:01
Úrslit ljós í Akrahreppi
Kjörnir voru í dag aðalmenn í hreppsnefnd Akrahrepps: Agnar H. Gunnarsson (87 atkvæði), Þorleifur Hólmsteinsson (56 atkvæði), Jón Sigurðsson (54 atkvæði), Eiríkur Skarphéðinsson ( 46 atkvæði), Þorkell Gíslason (45 atkvæði). Á kjörskrá voru 158 og kusu 109.
30.05.2010 - 02:11