Afþreying

Tvíhöfði
Bað allt starfsfólk Krua Thai afsökunar á hegðun sinni
Þegar Jón Gnarr pantaði mat frá Krua Thai fyrir nokkrum árum grunaði hann ekki að með því færi af stað atburðarás sem endaði með því að hann þyrfti að biðja allt starfsfólk staðarins afsökunar.
14.01.2021 - 08:40
Bjóða landsmönnum á gamlárstónleika sem hliðarsjálf
Tónlistarmennirnir Sigur Rós, Kaleo, Stuðmenn, Grýlurnar, Auður, Bríet og Friðrik Dór munu öll stíga á svið á gamlárskvöld á áramótafögnuði sem fer fram í þrívíðum ævintýraheimi á RÚV að loknu áramótaskaupi. Um er að ræða fyrsta gagnvirka sjónvarpsviðburð sinnar tegundar hér á landi og þótt víðar væri leitað samkvæmt framleiðendum viðburðarins.
26.12.2020 - 17:29
AC/DC - Power Up
Plata þáttarins sem við heyrum amk. þrjú lög af er nýja AC/DC platan; Power Up sem kom út í síðustu viku.
20.11.2020 - 16:50
Jólamarkaðnum í Nürnberg aflýst
Borgaryfirvöld í Nürnberg í Þýskalandi aflýstu í dag hinum víðfræga jólamarkaði, sem þar hefur verið haldinn á aðventunni frá ómunatíð. Í yfirlýsingu sem Marcus König borgarstjóri sendi frá sér segir að þessi ákvörðun hafi verið tekin eftir langa yfirvegun. Það hafi orðið ofan á að vernda heilsu þeirra sem hygðust sækja markaðinn.
26.10.2020 - 16:42
Smashing Pumpkins - Mellon Collie and the...
Gestur þáttarins að þessu sinni er enginn, en vinur þáttarins sendir pistil og lag og óskalagasíminn opnar kl. 20.00 - 5687123.
23.10.2020 - 15:17
Mynd með færslu
Í BEINNI
Söngkeppni framhaldsskólanna
Bein útsending frá keppninni sem átti að fara fram í vor en var slegið á frest vegna COVID-19. Vonarstjörnur íslenskrar tónlistar þenja raddböndin að þessu sinni í Exton í Kópavogi.
„Ég á alveg fyrir mjólkursopanum“
„Svo lengi sem einhver vill fá mig hef ég mætt á staðinn,“ segir Ingólfur Þórarinsson sem er betur þekktur sem Ingó Veðurguð. Hann segist enn vera bókaður á gigg þrátt fyrir heimsfaraldur og nú er hann að stýra nýjum tónleikaþætti á Stöð 2.
21.09.2020 - 12:28
Watchmen og Schitt's Creek sigursæl á Emmy hátíðinni
Emmy sjónvarpsverðlaunahátíðin var haldin í nótt í 72. sinn en nú með harla óvenjulegu sniði. Sjónvarpsstjörnur og verðlaunahafar voru öll heima hjá sér. Sum voru uppáklædd en önnur á náttfötunum.
Ómar áttræður – sjáðu elsta viðtalið við hann á RÚV
Ómar Ragnarsson er áttræður í dag. Ómar hefur skemmt landsmönnum og frætt þá um eigið land áratugum saman og sagt hefur verið að í honum takist á margir menn; fréttamaðurinn, flugmaðurinn, umhverfisverndarsinninn, stjórnmálamaðurinn, íþróttamaðurinn, tónlistarmaðurinn og rithöfundurinn.
16.09.2020 - 10:12
Ari fer með gamanmál í beinu streymi ásamt Eddie Izzard
Ari Eldjárn tekur þátt í uppistandskvöldi þar sem grínistar frá öllum heimshornum fara með gamanmál til styrktar Læknum án landamæra.
07.05.2020 - 10:20
Lestin
Óáreiðanlegur dans Jordan
ESPN heimildarþáttaröðin The Last dance hefur hlotið mikið lof fyrir þá innsýn sem hún veitir áhorfendum í síðasta leiktímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls. Hún þykir þó ekki dæmi um áreiðanlega blaðamennsku.
06.05.2020 - 09:25
Hætta framleiðslu Love Island-þáttanna
Aðdáendur breska raunveruleikaþáttarins Love Island eru í öngum sínum eftir að tilkynnt var að ekkert verður af nýjustu þáttaröðinni vegna kórónuveirufaraldursins. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda síðustu ár en ljóst er að erfiðir tímar eru fram undan hjá framleiðendum þáttanna vegna samkomubanns og ferðatakmarkanna.
04.05.2020 - 12:57
Lestarklefinn
Deilt um heilindi marðarhundsins á eyðieyjunni
„Þessi leikur er staðalbúnaður í heimsfaraldri. Við keyptum hann eftir alveg skelfilega helgi þegar faraldurinn brast á og ég fer ekki ofan af því að þetta hafi bjargað geðheilsu heimilismeðlima,“ segir Íris Ellenberger sagnfræðingur um tölvuleikinn Animal Crossing sem kom út í miðju samkomubanni.
24.04.2020 - 09:14
Síðdegisútvarpið
Flökkufólk sá um að skemmta þjóðinni
Það er ekki til neitt sem heitir réttur húmor, segir Þorsteinn Guðmundsson skemmtikraftur. Húmor sé verkfæri sem oftast er notað til góðs en það sé líka hægt að beita honum til illra verka. Þorsteinn hefur samið fyrirlestur um húmor og sögu íslenskrar fyndni.
Heilahristingur
Taktu Heilahristingsprófið
Spurningaþátturinn Heilahristingur vakti mikla lukku um páskana og nú gefst lesendum kostur á að svara nokkrum spurningum sem ekki komust að í þáttunum.
15.04.2020 - 16:52
Hlaðvarp
Þriðji þáttur Spaugvarpsins
Spaugvarpinu er ætlað að létta fólki lund á fordæmalausum tímum, skoða ástandið úr óvæntum áttum og þjappa þjóðinni saman einmitt þegar samkomubann heldur henni aðskilinni.
12.04.2020 - 13:00
Hlaðvarp
Annar þáttur Spaugvarpsins
Spaugvarpinu er ætlað að létta fólki lund á fordæmalausum tímum, skoða ástandið úr óvæntum áttum og þjappa þjóðinni saman einmitt þegar samkomubann heldur henni aðskilinni.
05.04.2020 - 12:00
Síðdegisútvarpið
Býður upp á rafrænar töfrasýningar í samkomubanni
Á hverjum einasta degi fagna börn afmælum sínum en veislurnar eru vissulega ekki jafn glæsilega eða fjölmennar núna vegna samkomubanns. Lárus Blöndal, eða Lalli töframaður, ákvað að finna leið til að gleðja þau börn sem eiga afmæli um þessar mundir og nú er hægt að bóka hjá honum rafrænar töfrasýningar í gegnum netið.
31.03.2020 - 09:01
Síðdegisútvarpið
Hryllileg huggulegheit og kósý krimmar í heimsfaraldri
Rafbókasafnið er besti staður í heimi, segir Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur. Hún mælir með að fólk nýti sér ófyrirséðu inniveruna, sem nú blasir við flestum landsmönnum, til að lesa dularfullar glæpasögur, hlusta á klassíska tónlist og fara í rafrænt ljóðaferðalag um stræti borgarinnar.
Átta heilandi hugleiðslur í ástandinu
Til að vinna bug á kvíðanum margir upplifa í óvissuástandinu sem fylgir þeim heimsfaraldri sem nú geisar, er mikilvægt að huga að andlegri heilsu. Til eru ýmsar leiðir til að aðstoða við að öðlast meiri hugarró. Til dæmis hægt að fara í hugarferðalag í fjöruna eða um borð í loftbelg með hugleiðsluæfingum Lótushúss.
21.03.2020 - 09:54
Lestin
Ör þróun á sviði tölvuleikja í hálfa öld
Frá Pong til 1.000 km² leikjaheima. Bjarki Þór Jónsson stiklar á stóru í sögu tölvuleikja.
09.03.2020 - 12:32
Síðdegisútvarpið
„Ekki okkar að vera fyndin“
Fyrsta Íslandsmótið í uppistandi fer fram í Háskólabíó í kvöld 27. febrúar en þar mætast tíu keppendur og þurfa að sannfæra áhorfendur og dómnefnd hvert þeirra sé best í uppistandi.
27.02.2020 - 15:10
Lestin
„Ofbeldi gegn konum gegnumsýrir alla dægurmenningu“
„Ef konur stíga fram og fordæma sýningu þessarar myndar klukkan tíu á sunnudagskvöldi þá er það eitthvað sem RÚV ber skylda til að hlusta á og taka til sín,“ segir Marta Sigríður Pétursdóttir gagnrýnandi í umræðum um kvikmyndina Elle sem sýnd var á RÚV. Sýning myndarinnar vakti hörð viðbrögð nokkurra kvenna sem sendu opið bréf til útvarps- og dagskrárstjórnar RÚV og mótmæltu því að myndin hafi verið sett á dagskrá.
22.02.2020 - 08:31
Síðdegisútvarpið
Uppruni undarlegra tunguhljóða
Andri Freyr Viðarsson og Guðmundur Pálsson ræddu ýmis undarleg tunguhljóð í Síðdegisútvarpinu og veltu fyrir sér uppruna hljóðanna og ástæðu þeirra. Mörg hver þekkjum við sérstök hljóð sem mynduð eru með tungunni, til dæmis til að lýsa yfir vanþóknun eða monta sig.
12.02.2020 - 12:54
Myndskeið
Glæný sænsk/íslensk þáttaröð frumsýnd í febrúar
Í næsta mánuði hefjast sýningar á nýrri þáttaröð sem heitir Thin Ice. Þáttaröðin, sem sýnd verður á RÚV, er samframleiðsluverkefni Sagafilm og Yellow Bird. Handritið var skrifað af þremur íslenskum handritshöfundum og þættirnir að mestu teknir upp í Stykkishólmi sem dulbúinn var sem Grænland fyrir þáttaröðina.
19.01.2020 - 11:09