Afþreying

Ari fer með gamanmál í beinu streymi ásamt Eddie Izzard
Ari Eldjárn tekur þátt í uppistandskvöldi þar sem grínistar frá öllum heimshornum fara með gamanmál til styrktar Læknum án landamæra.
07.05.2020 - 10:20
Lestin
Óáreiðanlegur dans Jordan
ESPN heimildarþáttaröðin The Last dance hefur hlotið mikið lof fyrir þá innsýn sem hún veitir áhorfendum í síðasta leiktímabil Michael Jordan hjá Chicago Bulls. Hún þykir þó ekki dæmi um áreiðanlega blaðamennsku.
06.05.2020 - 09:25
Hætta framleiðslu Love Island-þáttanna
Aðdáendur breska raunveruleikaþáttarins Love Island eru í öngum sínum eftir að tilkynnt var að ekkert verður af nýjustu þáttaröðinni vegna kórónuveirufaraldursins. Þættirnir hafa notið mikilla vinsælda síðustu ár en ljóst er að erfiðir tímar eru fram undan hjá framleiðendum þáttanna vegna samkomubanns og ferðatakmarkanna.
04.05.2020 - 12:57
Lestarklefinn
Deilt um heilindi marðarhundsins á eyðieyjunni
„Þessi leikur er staðalbúnaður í heimsfaraldri. Við keyptum hann eftir alveg skelfilega helgi þegar faraldurinn brast á og ég fer ekki ofan af því að þetta hafi bjargað geðheilsu heimilismeðlima,“ segir Íris Ellenberger sagnfræðingur um tölvuleikinn Animal Crossing sem kom út í miðju samkomubanni.
24.04.2020 - 09:14
Síðdegisútvarpið
Flökkufólk sá um að skemmta þjóðinni
Það er ekki til neitt sem heitir réttur húmor, segir Þorsteinn Guðmundsson skemmtikraftur. Húmor sé verkfæri sem oftast er notað til góðs en það sé líka hægt að beita honum til illra verka. Þorsteinn hefur samið fyrirlestur um húmor og sögu íslenskrar fyndni.
Heilahristingur
Taktu Heilahristingsprófið
Spurningaþátturinn Heilahristingur vakti mikla lukku um páskana og nú gefst lesendum kostur á að svara nokkrum spurningum sem ekki komust að í þáttunum.
15.04.2020 - 16:52
Hlaðvarp
Þriðji þáttur Spaugvarpsins
Spaugvarpinu er ætlað að létta fólki lund á fordæmalausum tímum, skoða ástandið úr óvæntum áttum og þjappa þjóðinni saman einmitt þegar samkomubann heldur henni aðskilinni.
12.04.2020 - 13:00
Hlaðvarp
Annar þáttur Spaugvarpsins
Spaugvarpinu er ætlað að létta fólki lund á fordæmalausum tímum, skoða ástandið úr óvæntum áttum og þjappa þjóðinni saman einmitt þegar samkomubann heldur henni aðskilinni.
05.04.2020 - 12:00
Síðdegisútvarpið
Býður upp á rafrænar töfrasýningar í samkomubanni
Á hverjum einasta degi fagna börn afmælum sínum en veislurnar eru vissulega ekki jafn glæsilega eða fjölmennar núna vegna samkomubanns. Lárus Blöndal, eða Lalli töframaður, ákvað að finna leið til að gleðja þau börn sem eiga afmæli um þessar mundir og nú er hægt að bóka hjá honum rafrænar töfrasýningar í gegnum netið.
31.03.2020 - 09:01
Síðdegisútvarpið
Hryllileg huggulegheit og kósý krimmar í heimsfaraldri
Rafbókasafnið er besti staður í heimi, segir Úlfhildur Dagsdóttir bókmenntafræðingur. Hún mælir með að fólk nýti sér ófyrirséðu inniveruna, sem nú blasir við flestum landsmönnum, til að lesa dularfullar glæpasögur, hlusta á klassíska tónlist og fara í rafrænt ljóðaferðalag um stræti borgarinnar.
Átta heilandi hugleiðslur í ástandinu
Til að vinna bug á kvíðanum margir upplifa í óvissuástandinu sem fylgir þeim heimsfaraldri sem nú geisar, er mikilvægt að huga að andlegri heilsu. Til eru ýmsar leiðir til að aðstoða við að öðlast meiri hugarró. Til dæmis hægt að fara í hugarferðalag í fjöruna eða um borð í loftbelg með hugleiðsluæfingum Lótushúss.
21.03.2020 - 09:54
Lestin
Ör þróun á sviði tölvuleikja í hálfa öld
Frá Pong til 1.000 km² leikjaheima. Bjarki Þór Jónsson stiklar á stóru í sögu tölvuleikja.
09.03.2020 - 12:32
Síðdegisútvarpið
„Ekki okkar að vera fyndin“
Fyrsta Íslandsmótið í uppistandi fer fram í Háskólabíó í kvöld 27. febrúar en þar mætast tíu keppendur og þurfa að sannfæra áhorfendur og dómnefnd hvert þeirra sé best í uppistandi.
27.02.2020 - 15:10
Lestin
„Ofbeldi gegn konum gegnumsýrir alla dægurmenningu“
„Ef konur stíga fram og fordæma sýningu þessarar myndar klukkan tíu á sunnudagskvöldi þá er það eitthvað sem RÚV ber skylda til að hlusta á og taka til sín,“ segir Marta Sigríður Pétursdóttir gagnrýnandi í umræðum um kvikmyndina Elle sem sýnd var á RÚV. Sýning myndarinnar vakti hörð viðbrögð nokkurra kvenna sem sendu opið bréf til útvarps- og dagskrárstjórnar RÚV og mótmæltu því að myndin hafi verið sett á dagskrá.
22.02.2020 - 08:31
Síðdegisútvarpið
Uppruni undarlegra tunguhljóða
Andri Freyr Viðarsson og Guðmundur Pálsson ræddu ýmis undarleg tunguhljóð í Síðdegisútvarpinu og veltu fyrir sér uppruna hljóðanna og ástæðu þeirra. Mörg hver þekkjum við sérstök hljóð sem mynduð eru með tungunni, til dæmis til að lýsa yfir vanþóknun eða monta sig.
12.02.2020 - 12:54
Myndskeið
Glæný sænsk/íslensk þáttaröð frumsýnd í febrúar
Í næsta mánuði hefjast sýningar á nýrri þáttaröð sem heitir Thin Ice. Þáttaröðin, sem sýnd verður á RÚV, er samframleiðsluverkefni Sagafilm og Yellow Bird. Handritið var skrifað af þremur íslenskum handritshöfundum og þættirnir að mestu teknir upp í Stykkishólmi sem dulbúinn var sem Grænland fyrir þáttaröðina.
19.01.2020 - 11:09
Myndskeið
Jóhannes Haukur lenti óvænt á æfingu með Guðjóni Val
Íslenska karlalandsliðið í handbolta lét leikaranum Jóhannesi Hauk Jóhannessyni líða eins og smábarni á æfingu í World Class skömmu áður en liðið hélt út til Malmö að keppa á Evrópumótinu í handbolta.
Bláfjöll opnuð á morgun
Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður opnað í fyrramálið í fyrsta sinn þennan veturinn. Þá er búið að leggja spor í Bláfjöllum, um Leirurnar og kringum hólinn.
13.12.2019 - 16:14
Innslag
Svifið yfir Sandskeiði
„Þetta er einstakt frelsi að geta svifið um án þess að nota vélarafl," segir Ásgeir H. Bjarnason, svifflugmaður. Ásgeir og félagar hans í Svifflugfélagi Íslands eru með heimavöll á Sandskeiði og hafa byggt þar upp ágæta aðstöðu.
16.10.2019 - 10:03
Hvernig Björn Bragi snýr aftur
Björn Bragi Arnarsson skemmti fyrir fullu húsi í Gamla bíói um helgina á uppistandssýningu undir nafninu Björn Bragi Djöfulsson, tæpu ári eftir að myndband af honum káfa á 17 ára stúlku fór á kreik. Hvernig snýr svo umdeildur maður aftur, eftir að hafa verið nappaður við kynferðislega áreitni? Björn Bragi er auðvitað ekki sá fyrsti til að gera það.
Myndskeið
Táradalur í Kappsmáli
Keppendur Kappsmáls brostu í gegnum tárin þegar leikar stóðu sem hæst.
13.09.2019 - 20:45
Viðtal
„Við erum gott yin og yang“
Kappsmál, nýr skemmtiþáttur um íslenskt mál, hóf göngu sína á RÚV síðasta föstudag. Stjórnendur þáttarins, Björg Magnúsdóttir og Bragi Valdimar Skúlason, eru ánægð með viðbrögðin sem þátturinn hefur fengið.
„Hvar er skammarkrókurinn í þessu diskósetti?“
Taugarnar voru þandar í fyrsta þætti Kappsmáls, þar sem Arnmundur Ernst og Svanhildur Hólm öttu kappi við Berg Ebba og Rakel Garðarsdóttur.
06.09.2019 - 20:40
Kynnast fyrst og fremst á netinu
Algóritmar eru orðnir algengustu hjúskaparmiðlararnir í Bandaríkjunum, samkvæmt niðurstöðum rannsóknar Michaels Rosenfeld, félagsfræðings við Stanford háskóla. Fólk reiðir sig ekki á vini og kunningja eða samskipti augliti til auglitis í makaleit heldur kynnist ástinni frekar í gegnum snjalltæki og samfélagsmiðla.
26.08.2019 - 04:44
Breaking Bad á hvíta tjaldið
Streymisveitan Netflix ætlar að gefa út kvikmynd sem byggð verður á þáttaröðinni Breaking bad sem sýnd var við góðan orðstír til ársins 2013 þegar lokasería þáttanna var sýnd. Sögusvið myndarinnar mun snúast fyrst og fremst um afdrif Jesse Pinkman, sem var ein af aðalpersónum seríunnar.
25.08.2019 - 01:20