Afþreying

Októberfest verður haldin á ný
Hausthátíðin Októberfest í Þýskalandi verður haldin í ár án allra takmarkana. Dieter Reiter, borgarstjóri í München, greindi frá þessu í dag. Hún hefur fallið niður síðustu tvö ár vegna heimsfaraldursins.
29.04.2022 - 14:36
Viðtal
Vill að sem flestir kynnist „dásemdum rennismíðinnar“
Nýr forystumaður trérennismiða á Íslandi vill fjölga þeim sem standa við rennibekkinn og kynnast „dásemdum rennismíðinnar,“ eins og hann orðar það. Hann segir að Íslendingar noti trémuni allt of lítið í heimilishaldi.
06.04.2022 - 16:28
Euphoria-stjarna naut lífsins í snjónum á Íslandi
Maude Apatow, ein aðalstjarnan úr sjónvarpsþáttunum Euphoria sem njóta mikilla vinsælda meðal íslenskra ungmenna, var stödd hér á landi í stuttu fríi ásamt Hollywood-leikkonunni Önnu Kendrick og fleiri vinum.
11.03.2022 - 17:54
Meat Loaf er látinn
Bandaríski tónlistarmaðurinn og leikarinn Meat Loaf er látinn 74 ára að aldri. Hann hét Michael Lee Aday en náði miklum vinsældum undir listamannsnafninu Meat Loaf á níunda og tíunda áratugnum. Hans vinsælasta plata Bat out of hell hefur selst í yfir 43 milljónum eintaka.
21.01.2022 - 08:09
Hetjan Magawa farin á vit feðra sinna
Forðarottan Magawa kvaddi jarðlífið um síðustu helgi eftir hetjulega frammistöðu við leit að sprengjum í Kambódíu um árabil. Magawa var frá Tansaníu, en var á sínum tíma flutt til Kambódíu til að þefa uppi jarðsprengjur.
11.01.2022 - 17:11
Verbúðin
Berrössuð á súru balli á Siglufirði
Það eru 40 ár síðan Árni Matthíasson gerðist landkrabbi. Hann var togarasjómaður sem vildi á þurrt og fann sér þá stöðu sem prófarkalesari á Morgunblaðinu. Í dag starfar hann sem netstjóri mbl.is og er að auki ástsæll menningarrýnir en hann á ýmsar áhugaverðar minningar af menningunni á verbúð, bæði af Bubba Morthens og baðferðum á miðju balli.
29.12.2021 - 11:40
Slökkt á frøken klukku
Rödd sem Danir hafa getað hlustað á hvenær sem er sólarhringsins í meira en áttatíu ár þagnar í dag. Tæknibreytingar valda því að þeim fækkar stöðugt sem kæra sig um að heyra í henni.
30.11.2021 - 16:44
Seldist upp á tíu mínútum
Þrjátíu þúsund aðgöngumiðar á tvenna tónleika kanadísku poppstjörnunnar Justins Biebers í Kaupmannahöfn vorið 2023 seldust upp á aðeins tíu mínútum, að sögn danskra fjölmiðla. Þeir eru liður í heimsferð Biebers sem hefst í maí á næsta ári og stendur fram í mars árið eftir.
19.11.2021 - 16:46
Myndskeið
William Shatner fór í stutta geimferð
Kanadíski leikarinn William Shatner fór í dag í stutta geimferð með geimflaug fyrirtækisins Blue Origin. För leikarans þykir merkilegt fyrir að minnsta kosti tvennt. Hann lék árum saman skipstjórann James T. Kirk á geimskipinu USS Enterprise í fjölda sjónvarpsþátta og kvikmynda. Jafnframt er Shatner elstur alla sem hafa farið út í geiminn. Hann varð níræður í mars síðastliðnum. Förin tók einungis ellefu mínútur. Leikarinn táraðist þegar hann kom til jarðar og sagði reynsluna hafa verið ótrúlega.
13.10.2021 - 16:09
William Shatner á leið í geimferð
Kanadíski Star Trek-leikarinn William Shatner verður meðal farþega þegar geimflaug Blue Origin fyrirtækis Jeffs Bezos verður skotið á loft 12. október. Shatner er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem James T. Kirk, skipstjóri geimskipsins USS Enterprise, í elstu Star Trek sjónvarpsþáttunum. Auk þess lék hann skipstjórann í sjö kvikmyndum.
Fyrsta konunglega brúðkaupið í 127 ár
Fyrsta konunglega brúðkaupið sem blásið hefur verið til í Rússlandi í meira en eina öld var haldið í dag í Sankti Pétursborg. Georgiy Mikhaylovich Romanov stórhertogi gekk að eiga ítalska heitkonu sína að viðstöddu fjölmenni.
01.10.2021 - 18:08
Áður óþekkt lag með John Lennon boðið upp
Kassetta með rúmlega hálftíma löngu viðtali við John Lennon og Yoko Ono verður boðin upp hjá uppboðshúsi Bruun Rasmussen síðar í þessum mánuði. Fjórir ungir skólapiltar tóku viðtalið og hafa varðveitt kassettuna allar götur síðan. Á henni er að finna áður óþekkt lag sem Lennon syngur.
14.09.2021 - 17:31
Lagalistar Bítlanna seldir á uppboði
Búist er við að 150-250 þúsund dollarar fáist fyrir handskrifaða lagalista sem bresku Bítlarnir, The Beatles, notuðu á tónleikum snemma á ferlinum. Þeir verða boðnir upp hjá Bonhams-uppboðshúsinu í haust.
04.08.2021 - 17:29
Átta heilandi hugleiðslur fyrir sóttkvína
Smit hafa greinst víða um land síðustu daga sem þýðir að margir landsmenn þurfa að hliðra áformum um mannamót og ferðalög og halda sig heima í sóttkví eða einangrun. Til að stytta sér stundir er tilvalið að fara í hugarferðalag í fjöruna eða um borð í loftbelg með hugleiðsluæfingum Lótushúss.
21.07.2021 - 10:25
Búist við háum boðum í hatt Napóleons
Búist er við að hið minnsta  600 þúsund evrur eða 88 milljónir króna verði boðnar í einn af höttum Napóleons Bonaparte þegar hann verður seldur á uppboði hjá Sotheby's í september. Hattinn hafði hann á höfðinu í herleiðangri gegn Prússum og Rússum árið 1807.
15.07.2021 - 17:08
The Crown og The Mandalorian með flestar tilnefningar
Nýjasta syrpa Netflix í þáttaröðinni The Crown og Star Wars-röðin The Mandalorian frá streymisveitunni Disney+ fá flestar tilnefningar til Emmy-sjónvarpsverðlaunanna í ár, 24 hvor. Þar á eftir kemur þáttaröðin WandaVision frá Disney+ með 23.
13.07.2021 - 16:34
Bæjarhátíðir um hvippinn og hvappinn um helgina
Líf virðist vera að færast í bæjarhátíðir vítt og breitt um landið. Um helgina eru þónokkrar hátíðir á dagskrá. Lítið hefur verið um hátíðahöld undanfarna mánuði vegna farsóttarinnar.
Sigurlaugur hlutskarpastur í keppni gáfnaljósa
Sigurlaugur Ingólfsson bar sigur úr býtum í úrslitaþætti Gáfnaljóssins á Rás 1.
18.06.2021 - 10:00
Gáfnaljósið
Rýkur af gáfnaljósum í harðri spurningakeppni
Margrét Erla Maack og Hrafnhildur Þórólfsdóttir áttust við í spurningaþættinum Gáfnaljósinu.
16.06.2021 - 09:43
Tónleikahald hefst á ný í New York
Tónleikahald er að hefjast að nýju í New York eftir að hafa legið í láginni frá því að COVID-19 faraldurinn blossaði upp í Bandaríkjunum í mars í fyrra. Tilkynnt var í dag að rokksveitin Foo Fighters yrði með tónleika í Madison Square Garden 20. júní. Einungis þeim áhorfendum verður hleypt inn sem geta sannað að þeir hafi verið bólusettir gegn kórónuveirunni.
08.06.2021 - 16:48
Risastór streymisveita að verða til
Bandaríski fjarskiptarisinn AT&T tilkynnti í dag að fjölmiðlafyrirtækin WarnerMedia og Discovery væru að sameinast. Þar með yrði til streymisveita sem gæti keppt við Netflix og Disney+.
17.05.2021 - 12:38
Þórólfur útskýrir bólusetningar í fræðslumynd UNICEF
Í nýrri fræðslumynd fræðir Ævar Þór Benediktsson, sendiherra UNICEF á Íslandi, áhorfendur um sögu og mikilvægi bólusetningar fyrir börn. Hann fær auðvitað hjálp frá Þórólfi Guðnasyni sóttvarnalækni og Nadíu Lóu, formanni ungmennaráðs UNICEF á Íslandi, við að skilja bólusetningar og áhrif þeirra á börn betur.
30.04.2021 - 10:09
Danshöfundar á TikTok fái verðskuldaða viðurkenningu
Spjallþáttastjórnandinn Jimmy Fallon kom af stað bylgju netmótmæla í lok marsmánaðar þegar hann fékk TikTok-stjörnuna Addison Rae til að dansa vinsæla TikTok dansa í þætti sínum The Tonight Show. Fallon og Rae eru gagnrýnd fyrir að veita danshöfundunum ekki þá viðurkenningu sem þau þóttu eiga skilið.
07.04.2021 - 12:17
Útvarpsþættir
Fyrsta myndin af litlum gutta með upprifið tré í ólátum
Björgvin Halldórsson hefur verið einn ástsælasti dægurlagasöngvari Íslands í rúma fimm áratugi eða allt síðan hann var kjörinn Poppstjarna Íslands í Laugardalshöll árið 1969 með brotna framtönn. Björgvin heldur upp á afmæli sitt með stórtónleikum 16. apríl en í fjórum útvarpsþáttum sem verða á Rás 1 um páskana verður rætt ítarlega við Björgvin um lífshlaupið og söngferilinn.
Lag Hvít-Rússa of pólitískt fyrir Eurovision
Stjórnendur Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva tilkynntu ríkisútvarpinu í Hvíta-Rússlandi í dag að skipta yrði um texta við lagið sem þeir senda í keppnina í ár - ella yrðu þeir dæmdir úr leik.
11.03.2021 - 16:44